Heimskringla - 26.07.1917, Side 4

Heimskringla - 26.07.1917, Side 4
4. BLAÐ6ÍÐA HIIM8ERIHGLA WINNIPEG, 26. JÚLÍ 1917. HEIMSKllINGLA {*tofa>0 18M) Kemnr ttt 1 kT«rjum rimtudasl. ttgtfindur og etgendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verfl blaBsins í Canada og Bandaríkj- unum $2.00 um árib (fyrirfram borga®). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgafi). Allar borganir sendist rábsmanni blatis- ins. Pðst eba banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaður Skrifstofa: 729 SHKRBROOKB STKKKT- WlIIIilPaa. P.O. Hox 3171 Talslml Cíarry 411« WINNIPEG, MANITOBA, 26. JÚLI 1917 Islendmgadagurinn. Allar merkar þjóðir heims, stærri og smærri, eiga sína þjóðminingardaga. Mun óhætt að segja, að allar þær þjóðir, sem nokkra sögu eiga, eigi einhvern þann merk- isviðburð í sögu sinni, er þær finna sig knúðar að minnast á einhverjum vissum ársdegi. — Þanmg verða þjóðhátíðirnar til. Þær eru minningardagar einhvers ljóma frá liðinni tíð, einhvers sigurspors, sem þjóð- irnar hafa stigið á fyrri tímum. Fyrsti júlí er þjóðminningardagur Canada þjóðarinnar. Á þeim degi minnist þjóðin þess dags, þegar núverandi stjórnarskipulag Canada var stofnsett og hin sérstöku fylki hér gengu í samband, og þjóðir þær, sem áð- ur áttu í berhöggi hver gegn annari, ganga í samband og sverjast í fóstbræðralag. Eng- inn dagur í sögu Canada þjóðarinnar er því merkari en þessi. Á þessum degi geta hin mörgu þjóðabrot hér komið saman og fagn- að í sameiningu. Þenna dag eiga þau s'ám- eiginlega — þetta er minningardagur þess mesta og markverðasta sigurspors, sem stig- ið hefir verjð í sögu vorrar ungu og upprenn- andi þjóðar. Þessi dagur ætti að vera jafn kær öllum þeim þjóðum, sem til þessa lands eru komn- ar, því hann hefir jafn-mikilvæga þýðingu fyrir þær allar. Undir samvinnu og sam- komulagi hinna mörgu þjóða hér er fram- tíðar heill landsins komin. Fyrir þessum þjóðum ætti sameiginleg velferð þeirra allra að vaka. Og þetta þarf ekki að vera því neitt til fyrirstöðu, að þær leggi rækt við og glæði dýrmætar séreignir sínar — bjartar og fagrar minningar, sem þær geyma í huga sér frá gömlu löndunum. Allar þjóðir hér eiga hver um sig sinn sérstaka þjóðminningardag. Og vissulega væri ranglátt að krefjast þess, að þær hættu að halda daga þessa hátíðlega — að slíkt leggist niður sé nauðsynlegt skilyrði til myndunar Canada þjóðarinnar. Fáir munu líka fara fram á slíkt og engir rétthugsandi menn. Að eins andlausir dýrkendur materi- alista kenningarinnar og öfgafullir, en þó þröngsýnir, sjálfrembingar, munu þora nú á dögum að koma fram í dagsljósið með aðra eins skoðun. Á meðan einstaklingar þeirra þjóða, sem hingað til lands eru komnar, eru góðir Can- ada borgarar og vakandi fyrir velferð lands- ins og þjóðarinnar í heild sinni, er þeim fylli- lega frjálst að halda hátíðlega sína sérstöku þjóðminnmgar daga og minnast þess, sem þeir eiga helgast og bezt í sögu sinni. Eng- inn kraftur fær bannað þeim þetta. Enda hefir löggjöfin brezka, sem yfir heila tekið er bygð á sönnu lýðfrelsi, enga tilraun gert í þessa átt. I þessu landi Iýðfrelsis og manhréttinda er öllum þjóðum leyfilegt að viðhalda eigin sögu og tungu, sem þær flestar munu og gera. Með því að geyma vandlega dýrmæt- ar séreignir sínar, bókmentir, listir og sögu, munu þjóðir þessar Iíka leggja stærstan skerf til menningar allrar hér í landi—þann- ig kemst Canada þjóðin lengst. Margt smátt sameinað gerir eitt stórt. Sameinaðir kraft- ar allra þjóðanna hér munu skapa þegar frá líður þá þjóð hér í landi, sem talin mun verða í röð fremstu þjóða heims. Sundrung töluverð og þjóðarígur gerir ef til vill vart við sig í fyrstu; þetta mun ef til vill koma í ljós og tefja meira og minna fyr- ir öllum sönnum þroska Canada þjóðarinnar. En þegar frá líður, mun þetta hverfa, sam- eiginleg ást niðjanna til landsins mun smátt og smátt draga hugi þeirra saman. Og þær þjóðir hér, sem geymdu vandlega sinn “eigin arf”—hafa þá stimplað merki sitt á þjóðar- heildina, sem þá byggir landið. En þær, sem enga rækt báru til eigin tungu, eigin lista og bókmenta, verða hér þá með öllu út- dauðar! Hversu fögur verður ekki saga vor Is- lendinga, ef Ijóðagerð þessa lands ber þá á sér merki íslenzkrar formfegurðar og sögu- gerð skáldanna hér hefir þá erft þrótt þann, sem fólginn er í safni vorra ógleymanlegu íslenzku sagna? En þetta verður aldrei, ut- an þess vor íslenzku skáld og rithöfundar beri rækt til íslenzkra ljóða og sagna áður en þau fara að yrkja og rita á hérlendri tungu. — Og það, sem á við oss Islendinga í þessu máli, á hér engu síður við aðrar þjóðir. Allar þjóðir þessa Iands ættu að gera sér grein fyrir þessu á hverjum þjóðminingar- degi. Þjóðhátíð vor íslendinga, íslendingadag- urinn, nálgast nú óðum. Að vanda mun hann verða haldinn hátíðlegur þetta ár, bæði hér í Winnipeg og eins í flestum Is- lendingabygðum, og til hans verða vandað eftir öllum þeim föngum, sem kostur er á.— íslendingadags nefndin hér í bæ hefir ekki Iegið neitt á liði sínu að gera þessa þjóðhá- tíð vor Islendinga eins vel úr garði þetta ár og unt er undir núverandi ásigkomulagi í landinu. Til skemtiskrár hefir verið vandað kappsamlega og öll spor hafa verið stigin til þess að láta þenna dag ekki standa langt að baki fyrirrennara sinna. Enda mun flestum koma saman um það nú orðið, að Islendingadagurinn verðskuldi það fyllilega, að til hans sé vandað. Flestir Islendingar munu nú skoða það æskilegt og viðeigandi, að íslenzka þjóðin eigi Þjóðhá- tíðardag eins og aðrar siðaðar og mentaðar þjóðir. Lengi vel var deilt um það, hvaða dag væri heppilegast að velja til þessa. Greindi menn á um það hvor daganna væri betur viðeigandi, 1 7. júní—fæðingardagur Jóns Sigurðssonar—eða 2. ágúst, sem haldinn væri í minningu þúsund ára hátíðarinnar á Islandi árið 1874, þegar Island fékk sína fyrstu stjórnarskrá. Var deilt um þetta af kappi miklu hér vestra um tíma og skiftist þjóðin í tvo andstæða flokka í þessu máli. Deilur þessar smáhjöðnuðu svo niður áður málinu væri hrint í rétt horf — sem sézt af því, að Vestur-íslendingar viðurkenna nú alment 2. ágúst sem þjóðhátíðar dag ís- lenzku þjóðarinnar, en Austur-Islendingar aftur á móti virðast nú á seinni árum víðast hvar um landið vera teknir að skoða 17. júní sem þjóðhátíðar dag sinn. Hvernig á því stendur, að Vestur- og Austur-íslending- ar gátu ekki orðið samferða í jafn-alvarlegu máli og þessu mun flestum vera hulin ráð- gáta! Vissulega er þetta þó þess virði, að vera tekið til íhugunar, og vonandi vejrða einhyer spor stigin í þá átt í nánlægri fram- tíð að koma á samkomulagi milli Islendinga beggja megin hafs um að hafa einhvern vissan og ákveðinn þjóðhátíðardag. Að ís- lenzka þjóðin hafi tvo þjóðhátíðardaga finst oss hörmulega hjákátlegt. En hvað sem hægt er um þetta atriði að segja, þá er þó víst, að íslendingadagurinn verður ætíð dagur íslendinga á hvaða árs- degi sem hann er haldinn. Á þessum degi komum vér saman til þess að minnast alls, sem íslenzkt er, og hlýtur þessi dagur því æ- tíð að hafa mikilvæga þýðingu í augum allra sannra íslendinga. Islendingar viljum vér allir vera. ................-................♦ Sambandskosningar í nánd. Alt virðist nú benda til þess, að sam- bandskosningar séu óumflýjanlegar. Að vísu var fyrir rúmri viku síðan samþykt á þinginu að lengja kjörtímabilið um eitt ár enn, en ekki með nógu miklum meiri hluta til þess að stjórnin tæki þetta gilt. Sljórnin vildi ekki nota sér þenna meiri hluta, sem hún hefði þó vel getað gert á jafn-alvarleg- um tímum—þegar brýn nauðsyn er þess, að uppihaldslaust sé starfað að því að safna mönnum og fé til styrktar hinum hugprúða her þjóðarinnar á Frakklandi, — en úr því jafn-mikillar fnótspyrnu var vart, vildi stjórnin ekki—þrátt fyrir það að hún hafði meiri hluta atkvæða með sér—annað en láta undan í þessu máli og skýrskota því til þjóð- arinnar sjálfrar. Drengilegar var ekki hægt að fara að og hljóta jafnvel andstæðingar stjórnarinnar að viðurkenna þetta. Enn þá munu eiga sér stað tilraunir um bandalagsstjórn, en ef þær mishepnast all- ar, eins og Iíkur benda fyllilega til, þá verða sambands kosningar haldnar hér í nálægri framtíð, sumir segja í næsta mánuði, en aðr- ir segja það ekki verða fyr en í haust ein- hvern tíma. Enn er þetta ekki ákveðið. Kosningar þessar hljóta að skoðast í- skyggilegar í augum allra rétthugsandi borg- ara landsins. Að hefja kosninga baráttu hér heima fyrir og eyða til þessa ærnu fé og dýr- mætum tíma, nú þegar Canadaliðið er statt í dauðans hættu á vígvellinum og treystir mest á hjálpina heiman að, getur ekki skoð- ast annað en hryggilega að farið. En svo er stjórninni ekki um þetta að kenna. Hún hefir gert alt, sem í hennar valdi stóð, til þess að afstýra þessu. Frá því fyrst að styrjöldin hófst og þátttaka Canada þjóðar- innar í henni, hefir núverandi stjórn lagt fram alla sína krafta til þess að standa svo fyrir þessu, að það gæti borið heppilegan á- rangur fyrir hinn góða og göfuga málstað og þátttakan í stríðinu orðið landi og þjóð til sóma. Þetta er í fyrsta sinni, að Canada þjóðin hefir í stóru stríði staðið, stjórnmála- menn þessa lands höfðu enga undangengna reynslu í þessum efnum — og er því sízt að undra, þótt yfirsjóna yrði vart hér og þar. En þegar alt er tekið til greina, þolir stríðs- stjórn Canada fyllilega samanburð við stríðs- stjórn heimaþjóðanna flestra. Markmið stjórnarinnar var í fyrstu það, að reyna til fulls sjálfboða liðs aðferðina og mun Sir Robert Borden hafa treyst því lengi vel, að hún myndi verða fullnægjandi. En við för sína heim til Englands snerist honum hugur í þessu máli. Þá sá hann með eigin augum hve alvarlegt ástandið á Englandi í raun og veru var. Hann fór til Frakklands og eftir það gekk hann ekki í neinum skugga um það, í hve mikilli hættu Canada- herinn væri, ef ekki væri nægilegur liðsauki sendur héðan að heiman. Sir Robert Bor- den kom því til Canada aftur fastákveðinn í því að grípa til herskyld, Þetta væri nú eina úrræðið til þess að næga að'itoð í mönnum væri hægt að senda bræðrum vorum á Frakklandi. Tilkynti hann þinginu þetta rétt eftir að hann kom heim aftur. Og til þess að engar tálmanir yrði hér í veginum, lagði hann svo skömmu síðar þá tillögu fyrir þingið, að ný stjórn væri mynd- uð, bandalagsstjórn flokkanna tveggja, lib- erala og conservatíva, — en tillaga þessi fékk engan byr sökum afstöðu liberal for- ingjans, Sir Wilfrid Lauriers. Hann þóttist ómögulega geta stutt þetta af þeirri á- stæðu, að hans ráða hefði ekki verið leitað áður en herskyldan var borin upp á þingi, og kom hann svo fram með þá breytingar til- lögu, að mál þetta væri borið undir atkvæði þjóðarinnar. Nú hugsaði hann ekkert út í “hættu Can- adaliðsins á vígvellinum,” sem hann komst svo fagurlega að orði um áður, og tímatap- ið, sem kosninga barátta myndi nú orsaka. Engu er líkara, en hann hafi nú að eins verið að hugsa um Quebec-fylki—sem hann vissi eindregið vera andstætt herskyldu. En ástæðan fyrir því, að Borden leitaði ekki ráða hans áður en hann tilkynti þinginu að herskylda væri óumflýjanleg lengur, var sú, að hann vildi ekki hnekkja vinsældum hans og fylgi í Quebec fylki með því að setja ábyrgðina af þessu á hans herðar. Vildi því að þetta væri afráðið áður en Laurier væri við málið riðinn. — En því var ekki að fagna, að liberal foringinn kynni að meta þetta. Við þetta hefir svo setið síðan. Borden neyddist til þess að leggja herskyldu frum- varp fyrir þingið, sem ekki hefði þurft, ef bandalagsstjórn hefði komist á. Tímanum hefir því verið eytt í deilur og stapp, er hægt hefði verið að nota til dýrmætra fram- kvæmda — og alt er þetta afstöðu Sir Wil- frids að kenna. Herskyldu frumvarpið skifti liberölum í tvo flokka á þingi, því yf- irleitt urðu liberala þingmenn Vesturfylkj- anna því hlyntir. Var það svo samþykt með miklum meiri hluta. En þegar gengið var til atkvæða um, hvort lengja skyldi þingtímann, greiddu flestir af þeim þingmönnum liberala, sem herskyldu frumvarpinu voru hlyntir, at- kvæði á móti stjórninni. — Ekki er því við góðu að búast, þegar við annan eins óald- arflokk er að etja. Kosningar eru því óumflýjanlegar. Og þess vegna verður það nú undir þjóð- inni komið, hvort þátttaka hennar í stríðinu á ajð halda áfram eða falla niður. Það er undir þjóðinni komið, hvort bræðrum vorum; sem staddir eru á vígvell- inum fyrir framan falibyssu kjafta Þjóð- verjanna, á að senda nokkra aðstoð eða ekki. Úr--því verður þjóðin nú að skera með at- kvæðum sínum. Við austurgluggann Eftir síra F. J. Bergmann. 21. Stephan G. Stephansson á Islandi. Virðulegar eru viðtökui’nar í mesta máta, sem Steph.an G. Steph- ansson, skáldið vestur-íslenzka, á að fagna á ættjörðu vorri. Ætti ]>að að vera gleðieíni öllum Vestur- Íslendingum. Þeir ætti að fagna yfir því í hvert skifti, sem Vestur- íslendingi er sórni sýndur. óbein- línis er sámi hvers einstaklings sómi þess" þjóðarbrots og þess imnnfélags, er ihann heyrir til. Gullfoss kom til Reykjavíkur laugardaginn 16. júní um nónbilið. Viðtökunefnd hafði kosin verið til að taka á móti skáldinu. Tór hún út á skip til móts við hann, til þess að bjóða bann velkominin til ættjarðarinnar. Og er stigið var í land, var bifreið til taks til að aka upp í bæinn. En á leið til bæjar- ins, var honum frá Batteríisgiairð- inum fagnað með ferföldu húrra- hrópi. Næsta dag, sunnudag 17. júni, var honum (haldið fyrsta samsætið eftir komuna til íslands. Margir höfðu orðið frá að hverfa, er viljað höfðu taka þátt í samsætinu, sök- um þess, að ekki var nægilegt hús- rúm. Samt sem áður sátu sam- sætið um 150 manns. Aðal-ræðunia flutti dr. Guðmund- ur Einnbogason. ísafold flytur ræðuna, og hefir honum sagst vel að vanda. Hanri kann þá list, að halda samkvæmisræður, flestum íslendingum betur. l'er þar sam- an mikil orðgnótt og snjallar hugs- anir. Sem dæmi þess skal hér bent á einn kafia ræðunnar, sem ekki er sízt einkennilegnr:. “í biblíunni er oft getið um óhreina anda, og eitt af störfuim fi-elsarans var 'það, að rekia. óhreinu andana út af mönnum, sem þeir höfðu farið í. Hann spui'ði einn þessara. óhreinu anda að heiti. En hann svai'aði: ‘Legfó .heiti eg, því að vér erum margir.’ Það var þessi Legfó, sem bað um að mega fana. í svínin, og það íekk hann. En Legfó er ekki úr sögunni. Hann lifir enn. Legíó er hinn óhreini andi, sem púkkar upp á fjöldann, höfðatöluna, meirihlubavizkuna, aldai'andann, tízkuna. Það er hann, sem steyiia vil alt f samia mótinu, ])oia engum að iiugsa, tala, lifa eða látia. öðru vísi cn aliur almenningur. Legíó er fjandi alls þess, sem frumlegt er, ailra þeirra, sem ekki vilja binda bagga sína, samu böndum og samfeyðaimenn! Legíó leitar á hvern mann, og margir eru þunglega haldnir af honum. Hann er því magnaðri, sem þéttbýlið er meira. En uppi á öræfum má hann sín ekki. Þar ræður hiinn hreini andi einverunn- ar, víðáttunnar, andi frjálsra ferða. Þar er einstaklingurinn veg- inn á sína eðlisvog. Grösin, sem þar gróia., eru landnemar. Þau byggja ekki í skjóli anmara. Þau festa rætur í sandinum upp á sína ‘ábyrgð, iifa eftir eðlislögum sfnum af eigin ramleik, f frjálsri samvinnu við sólina, regnið og blæinn. Þess vegna er þar einkennilegur ihnur úr grasi. Þar finnur og andi mannsins sjáifan sig, þar stillast strengir hans í samræmi við nátt- úruna. Þess vegna eru orð Grettis svo djúpúðug. Skáld öræfanna er ‘harailyndur hlákuviridur— höfundur, sem engan stæiir, sitt í eigin orðum mælir hvað sem hugsar tún og tindur— starfar, stundar, straums og grundar öflin leysa úr ísa-tjóðri, opna dyrnar fyrir gróðri, rumska því, sem bundið blundar’ "Eg sé ekki betur en þetta sé lýs- ing á heiðursgestinum okkar. Og hia.fi andi öræfanna nokkurni tíma orðið hold og bióð og búið með oss, þá situr hann nú hérna. Stephan G. Stephansson er í mín- um huga dularfylsta fyrirbrigðið f fslenzkum skáldskap........... Hann vildi vera sem fjærst Legíó og sem næst öræfunum, svo að hann gæti kveðist á við ‘andheita fjallræn- una’..... “Eg varð alveg forviða, þegar eg heimsótti Stephan, og komst að því, að hann á enga íslenzka orða- bók, sem gagn er í —■ nema sjálfan sig. En þar er iíka það orðasafnið, sem seint mundi þrjóta. Ef eg á að dæma af kvæðum Stephans, þá er íslenzkan fær í allan sjó, og verð- ur aldrei kveðin í kútinn, hvaða yrkisefni, sem henni er beitt við”..... “Það er gaman,” segir Guðmund- ur til Stephans, “að þvf iofi, sem þú hefir kveðið um aðra, má srnúa upp á sjálfan þjg, og segja eins og strákarnir: ‘Það geturðu sjálfur verið’.” Ræðumenn við samsætið, aðrir en Guðm.- Finnbogason, vorú þess- ir: Ágúst Bjarnsaon, prófessbr, Árni Eggertsson, Baldur Sveinsson, Indriði Einarsson, Sveinn Björnsson, Courmont, ræðismaður, Sig. Eggerz, bæjarfógeti, dr. Alexander Jóhannesson, dr. Helgi Péturss, Kvæði voru Stephani flutt í sam- sæti þessu eftir jungfrú Ingibjörgu Benediktsdóttur og Jakob Thor- arensen og er hið síðara prentað- á öðrum sbað í blaðinu eftir ísa- fold. Þetta er nú að eins byrjan. Eg þykist þess fullvfs, að Stephan eigí eftir að sitja mörg slík samkvæmi á ættjörðu vorri, og þetta, sem er nefnt, sé að eins lítið sýnishorn þess sóma, sem honum verðui" sýndur, hvarvetna þar sem ha.nn ferða-st á ættjörðu vorri. Yfir því fagna Vestur-lslendingar og láta sér finnast hans sóma sinn sóma. Ræktai'semin og hugarfarið, sem: fram kemur í ijóðum Stephans til ætt,jarðarinnar, er engin séreign hans, Hanni hefir fundið þvf, sem í því efni býr svo að segja hverjum Vestur-íslendingi í brjósti, hæfi- legan búning. Hann hefir þar bal- að út úr hjarta okkar allra. Reykvíkingar hafa gert 17. júnf að þjóðminningardegi sínum. “Þetta sinni var venju fremur mik- ið um dýrðir og mátti tilefni þeirra heita: Stephan G. Stephansson,” segir ísafold. “Við nærveru hans var tengd að nokkuru leyti hátíð- ar-athöfnin. á íþróttiavellinum, og; honum til heiðurs var haldin fjöl- menn .veizia í Iðnaðarmanna hús- inu um kveidið. Þjóðinningardags hátíðin hófst með því, að lúðraflokkurinn, Harpai, lék nokkur lög á Aupstur- veili og safnaðist þar saman mikill fólksfjöidi, “er hélt f skrúðgöngu með vfkingaskip í fararbroddi — fyrst suður að kirkjugarðið og var þar af sbafnbúum víkingaskipsins- — tveim sparibúnum börnum — lagður blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar. Því næst flutti Sig. ’Eggerz, ba’jarfógeti, stutta tölu— og bað fólksþyj'pinguna vegsama minning Jóns Sigurðsonar með þvf að tia.ka ofan. Þá var haldið suð- ur á íþróttavöll og tókust þar ræðuhöid og hljóðfærasláttur, Talaði fyrstur G. Björnsson, land- læknir (þjóðlhátíðarræða), þá Ben, Sveinsson alþingismaður — velkom- anda minni Steph.ans G. Stephans- sonar. Því næst sté skáldið f stól- inn og að ræðunni iokinni sté Stephan upp í víkingaskipið, er síð- an var ekið í kring um völlinn, svo sndllingurinn mætti sénn verða af alþjóð, og var honum tékið með- virktum.” Stephan G. Stephansson. Skáldagramur, gestur mæti, gaktu’ í bæinn, taktu’ þér sæti, “Langförull” í listar heimi, lands vors sæmd af beztu gerð. Óra fórstu, en endist lengur, enn þá muntu fullvel gengur. , :,: Klettafari í hug og hreimi, hv.a,ð er tftt úr þinni ferð? :,: Af þér straukStu vetrar vindinn vatzt þér upp á ihæsta tindinn, sþngva vanst úr víðsýninu, vökufús og geislakær. Nær sem ísland af þér frétti, alt af varstu á geiptum spretti :,:fram úr miðlungs mýsuðintr máttkvæður og h,amra fær.:,: Dýr og þung er þeigna gjöfin. Þú slóst vita’ á breiðu höfin. Sólarris að vestanverðu virðir Frón þinn hörpuslátt, arnfleygastur íslendingur. Ameríski bragkýfingur :,: gæfulega goðorð berðu, gelur nýjan Egilsihátt.:,: Nú er “Fóstran” fjálg og ræðin: “Fyrirgefðu vöggukvæðint Gáfur svona glaðvakandi get eg aldrei krept né svæft. Þolinn varstu — því fór betur — þinnar æsku snjóavetur. :,: Fremd var bezt í fjörru landi, frækilega’ er mark þitt hæft.”:,:. Velkominn þig vornótt býður; vin.arkveðja í bænum líður. Dalaelfur djúp þitt róma, duna fossar gleðilag. Stormur betri stilling sýnir, Stuðlabjörgin, frændur þínir, :,: tíguieg f tíbrá ijóma, telja sér þinn höfðingsbrag.:,: Ekki þarftu langar leitir, Ijós er kveikt um allar sveitir. SainVui lesa æska’ og elli undir liinztu náttamál. Logar yfir þessu þingi þökk frá hverjum íslendingi. Heilir þeysir að þínum vellil Þakka fyrir silki og stál!:,: 7 %

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.