Heimskringla


Heimskringla - 02.08.1917, Qupperneq 2

Heimskringla - 02.08.1917, Qupperneq 2
Z BLA06ÍÐA HEIMSKRINGLA WmNIPIlG, 2. AGÚ6T 1917. r—-------------------- ' Keisaravaldið þýzka Eftir síra F. J. Bergmann. ..... ■— — J (Pramh.) 35. Von Caprivi veríur kanzlari. Eigi var laust við, að Þjóðverj- um fyndist fargi vera létt af og þeir íæri að draga andann iéttara, er Bismarck lét af embætti, þó þeir kynni að meta manninn og léti sér eigi dyljast, hvíiíkt stórvirki hann hafði unnið íyrir þjóðina. Menn höfðu fundið til þess með nokk- urri óþreyju, að hann hélt þjóð- inni í járngreipum. Betta átti sér eigi að eins stað með andstæðing- um hans, heldur einnig með þjóð- inni yfirleitt. Caprivi mætti nefna manninn með langa nafninu. Fullu nafni hét hann Georg Leo von Caprivi De Caprera De Montecuccoli. Hann var fæddur 24. feb. 1831. Bismarck hafði fyrstur á hann bent sem lík- Jegan mann til að taka við kanzl- araembættinu af honum. Caprivi iiafði sýnt töluverða stjórnarhæfi- leika og var engum stjórnmála- flokki háður. Hann var ekipaður kanzlari 1 marz 1890 og uin ieið prússneskur forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann var um þetta ieyti alþýðu manna á Þýzkialandi ókunnur og það kom öllum býsna mikið á ó- vart, að hann skyldi verða kanz- iari. En reynslan sýndi þess óræk- an vott, að keisaranuzn hiafði ekki missýnst í vali. Þó stjórnarsnekkjan eigi væri J>egar í byrjan eins föst í rásinni og hún hafði verið í höndum Bis- marcks, náði Caprivi fljótt föstum tökum. Ræður hans á ríkisþingi þóttu ijósar og vel hugsaðar með afbrigðum. Yfir þeim hvíldi svip- ur hins tigna manns og ávalt þótti hann hæfa markið fyrirtaks vel. I>að var grunt á þvf góða með Englendingum og Þjóðverjum um það leyti, er hann tók við embætti. Fyrsta afrek hans viar samningur, sem gerður var við Bretland í júlí 1890, um það svæði í Suðurálfu, er hvoru landinu fyrir sig bæri heim- ild til að hafa eftirlit með og áhrif á. Bismarck hafði í þeim efnum íramfylgt kröfum af Þýzkaiands hálfu, sem brezkum stjórnmála- mönnum voru mjög á móti skapi, og þótti hin mesta vansæmd að og ásælni af Þjóðverjum. Bismarck skildi svo við, að samkomulagið með ríkjunum viar nokkuð erfitt og ekki sem vingjarnlegast. Oaprivi tók þar í taumana af mikilli gætni og forsjá og leitaðist við að semja við Engiand af sem mestri aanngimi, svo vinátta og bræðralag gæti haldist. Honum tókst t>.ð semja svo við Salisbury iávarð, að Þýzkaland virtist bera óskarðan hlut frá borði. 8amt sem áður var flokkur eigi lítill á Þýzkalandi, er mjög lét sér ant um nýiendumálin. Hann tók sér það nærri, er Þjóðverjar hættu að ryðja sér til rúms í Austur Afríku og Nígeríu . Einkum urðu þeir sárir út af því, að Þjóðverjiar skyldi iáta kröfur sínar til Zanzibar nið- ur faila. En það gerðu þeir gegn því, að fá Helguland, sem komið hefði Englendingum vel að eiga f stríði þessu en verið hefir Þjóðverj- um lífsskilyrði. Skammsýnin og skaðinn var því Englands megin, Þjóðverjum i viL En einmitt þetta varð tilefni til beiskustu árása, sem gerðar voru á Caprivi kanzlara. Á hinn bóginn hepnaðist lionum að ná svo miklu svæði í Afríku til handa Þjóðverj- um, að þeir máttu vel gera sig á- nægðia með. Hann gerði samninga við innfædda höfðingja í Afríku um stór svæði handa Þýzkalandi. 1 suðvestur Afríku náði hann í langa og mjóa Jandspildu austur til Zambezi, er Þjóðverjar höfðu umráð yfir. Viar spilda þessi nefnd: Fingur Caprivi. 1 afskiftum sfnum af þýzkum ný- JendumáJum f Afríku sýndi kanz- larinn mikla íorsjá og fyrirhyggju. Hann lét sér hepnast að hefja nýtt tímabil á' öllu því svæði, er nú hiafði komist undir yfirráð Þjóð- verja, — tímabil framfara, nýrra fyrirtækja og tilrauna með að gera þessar nýlendueignir að samfeldri heild. Verzluniarsamninga gerði Caprivi við Austurríki og Rúmeníu og fleiri ríki, eftir að samningarnir við England um nýlendurnar í Afríku voru gerðir. Fanst keisaranum svo mikið til alls þessa koma, að Caprivi viar gerður að greifa. En upp frá þessu varð Caprivi fyrir stöðugum árásum af hálfu bænda- flokksins. Vantraust þeirra til kanzlarans var að lang-mestu leyti af þeirri ástæðu, að hann átti sjááfur engar landeignir. Upp úr þessu varð hann mest að reiða sig á fylgi frjálslynda flokksins og annara flokka, er áður höfðu verið stjórnar-andstæðingar. Hann kom á nýju skipulagi í hemum, er mikla ólgu vakti á þingi. En hann komst yfir þann ólgusjó allan og fekk vilja sínum framgengt. En mcð því ávann 'hann sér óvináttu hermannanná, er tilheyrðu hinum gamla skólia. Þeim var eigi unt að fyrirgefa hon- um, að hann hafði stytt herþjón- ustu tímann. Árið 1892 leitaðist Caprivi við að fá þingið til að samþykkja frum- varp um mentamál. Studdi hann það frumvarp með allmiklum á- kafa, og hélt því fram, að þar væri um baráttuna milli kristindóms og guðsafneitunar að ræða. En honum tókst ekki að fá frumvarp þetta samþykt af þinginu, en varð þar að lúba. í lægra haldi. Upp úr því neyddist Caprivi til að segja af sér því mikilsvarðanda embætti að vera prússneskur for- sætisráðherra. Var það embætti fengið Eulenberg greifa. En árið 1894 reis meiningamunur alimikill upp með þeim, EuJenberg og Cap- rivi, út af frumvarpi til breytingia á hegningarlögunum (Umsturz Vor- lage). Og í októbermánuði varð ágreiningur þessi til þess, að keis- larinn vék báðum frá embætti. En faJl Caprivi var þó að likindum mest bændaflokknum að kenna. Með frain var það Jíka því að kenna, að þó hann léti sér prýði vel íarast meðferð allrar umsýslu landsins, hafði hann vanrækt að mynda nokkurn flokk, er léði hon- um fylgi sitt, hvorki meðal þing- manna, né við hirðina. Hann gerði skyldu sína eftir beztu föngum, en reyndi aldrei að haldía neinni veru- legri vörn uppi fyrir sjálfan sig. Fylgismenn Bismarcks létu hann heldur aldrei f friði. Enda gerði Caprivi sitt til að ljá þeim lið, er haldia vildu istjórnmálamanninum mikla í stöðugri útlegð, og sjá um, að hann kæmi áhrifum stnum hvergi að. En í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, var öllum það hulto ráðgáta, hvort stjórnmála- stefna Caprivis var stjórnmála- stefna sjálfs hans eðia keisarans. Mönnum var aldrei ljóst, hvort heldur Caprivi væri að eins að hlýða boði keisarans og bainni, eða hann væri að fyigja því fram, er hann sjálfur álcit heppilegast. Caprivi var maður sérlega göfug- ur og drottinhollur. Þessi drottin- hollusta bilaði laJls ekkert, þó hon- um væri svo skyndilega vikið frá embætti. Hann þverneitaði eftir sem áður að réttlæta sjálfan sig í nokkurum hlut. Það var eigi með nokkuru móti unt að fá hann til að rita eridurminningar um æfi síma, og embættisfærslu, er seinna yrði gefnar út. Síðustu æfiár sín dró Caprivi sig í hlé. Hernaðarskyldur sínar hafði liann orðið að leggja niður að boði keisarans, og tók sér allnærri. Hann var 68 ána, er hann lézt 6. feb. 1899 og hafði aldrei kvæntur verið. 36. Keisarinn af guðs náð. Einvaldið í heiminum hefir lengi hvílt á þeirri gömlu kenningu, að það sé ekki Jagt konungunum í hönd af þjóðum þeim, er þeir ríkja yfir, heldur sé þeim fengið valdið beint af guði sjálfum. Þjóðirnar geti því aJls eigi látið konungana bera neina ábyrgð á gjörðum sín- um og stjórnarathöfnum. þá á- byrgð beri þeir einungis gagnvart guði sjálfum. Konungar sé til þess fæddir, að vera einvaidar. Þegar einveldi þetta, sem forsjónin hafi lagt þeim í hendur, er þeir enfi lágu í vöggu, sé skert og bakmark- að af þjóðunum, sé með því gerð uppreist gegn guði og því drottin- valdf,' sem vér erum honum skyld- ir um. Af guðs náð eru allir menn það, sem þeir eru. Af guðs náð eru öll völd og alt valdsumboð. Fögur og sönn lífsskoðan liggur þar til grundvallar, enda er það lífsskoð- an kristindómsins. En sú lífsskoð- an verður að skrípamynd, af því mannfjöldinn, mannfélagsheildin, er ekki tekin til greina. Réttinn til valda hefir sá einn, er völdunum beitir heildinni til velferðar. Um leið og hann fer að beita vöJdun- um til að steypa mannféliagsheild- inni út í einhvern voða, beita þeim með eigingirni og ranglæti, til þess fáeinir menn í ríkinu eða ríkið í heild lifir á annarra kostnað, verður það væmið hræsnimál, að styðja ranglæti sitt með valdsum- boði af hæðum. Það var áður á það vikið, hvernig Vilhjálmur II. hefir þegar frá byrjan tamið sér að flétta guðs nafn inn í ræður sínar. Með þvf viil hann koma þeim hugsunar- hætti inn hjá þjóðinni, að sínu boði og banni verði hún lað hlíta, sökum þess, að það sé guðs boð og bann. Vilji keisaraus sé ávalt guðs vilji. Keisaranum og guði sýnist ávalt hið sama. Frá úrskurði keisarans megi aldrei áfrýjia til annars dómstóLs, því úrskurður keisarans sé úrskurður guðs al- máttugs. Þessi kenning keisarans um, að hann hafi fengið völd sfn að ofan, kemur fram svo að segja í hverri ræðu, sem hann hefir flutt, og þær eru margar orðnar. Hann setur hana eigi fram með óákveðnum orðum, eðia. hógværum bendingum, heldur með kreptum knefa og og þruinandi raustu. Árið 1910 komst keisarinn svo að orði í ræðu, sem Jiann flutti í Koenigsberg: Hér setti afi minn me5 eigin rétti prússnesku kórónuna á höfuð sér, og lagði enn einu sinni áherzluna á þá staðhöfn, að hún væri gefin honum af guði einum, en ekki af þingi, né nokkurri þjóðsamkundu, eða almennri atkvæðagreiðslu, og að hann skoðaði sjálfan sig korið verkfæri himinsins og framkvæmdi skyldur sínar sem stjórnari og ein- veldur samkvæmt því. Eins og gerð var grein fyrir hér að framan, þótti Friðrik mikli ekki vera neinn trúmaður og gaf það heldur aldrei í skyn. Fremur þótti hann bJygðunarlítilI hundingi í tali og lífsskoðan. En um Friðrik mikla segir Vilhjálmur II.: Og eins og kóngurinn mikli var aldrei gerður strandaglópur af hin- um gamla samherja (þ.e. guði), eins mun föðurlandið og þetta fagra hérað ávalt vera nærri hjarta hans. Vilhjálmur II. er svo á valdi þessarar hugsunar, að keisarinn sé jafngildur guði almáttugum og þeir sé eins konar bandamenn og aamherjar í fyrirtækjum sínum, að það er öldungis loku fyrir það skotið, að hann komi auga á hið hlægilega f þeirri kenningu. Hon- um hættir stöðugt við að setja sjálfan sig svo nálægt hinni æðstu hátign, að oft og tíðum varpar það skugga lall-miklum á heilbrigði hugsana hans og hefir komið þeirri vSkoðan inn hjá mörgum, að hann væri ekki með öllum mjalia, FuIItrúum írá Brandenborg seg- ir hann: Eg álít alla stöðu mína fengna mér beint af himnum, og að eg hafi verið kallaður at hinum Allra hæsta til þess að vinna vexk hans. Stundum verður embættið sjálft að lúba í lægra haldi fyrir keisamnum. Hann ritar í bókina gullnu í Muenchen: Suprema lex regis voluntas — vilji konungsins er æðsta lögmál. En þá er konungurinn sebtur yfir hinn æðsta, ósýnilega löggjafa. Með barnalegri hégómagirni er keisarinn við alls konar tækifæri að lýsa yfir takmarkalausu full- veldi sínu. Hann ba.lar um kirkj- una sem kirkjuna sína og í henni er eg æðsti biskup — summus epis- copus. Svo kemst hann að orði, þegar hann er að leggja embættis- mönnum skyldur þeirra fyrir brjóst: “Það er einungis einn herra í þessu landi. Það er eg. Hvern þann, er andæfir mér, skal eg merja sundur. f byrjan stríðsins á keisarinn að hafa ávarpað herinn á þessa leið: Eg er innblásinn af heilögum anda, og stjórn mín er samkvæmt guðlegum rétti. Sökum þess er herlið mitt undir stjórn hins Al- valda. í hans nafni skipa eg yður að ofsækja óvinina, unz ekkert er orðið eftir af þeim. Vei öllum þeim, sem vakið hafa bræði Þýzka- lands og veldi. Vei öllum þeim, sem ekki gefa gaum að rödd minni og ekki hlýða vilja mínum. Guð Þjóðverja vill hafa völdin og vill láta hlýða sér. Það er engin furðia þótt oft hafi verið efast um andlega heilbrigði keisarans. Einn þeirra manna, er fyrst bentu á geðsturlan í fari keisarans, var enginn annlar en móðurbróðir hans, Játvarður kon- ungur. Hann þekti frænda slnn vel og hafði glögt auga. Mönnum var um það kunnugt, að Vilhjálm- ur var ekki f miklu' áliti hjá móð- urbróður sínum. Á lnað hefir bent verið, að í síð- asta skifti, er Játvarður konungur kom til Parísarborgar, át hann dögurð í húsi vinar síns þar. Margt bar á góma, eins og gengur, yfir borðum. Meðal anoars vlar minst á keisarann. “Eg skifti mér svo sem ekkert af honum,” á þá Játvarður að hafa sagt. “Hann er vitfirringur!” Metnaður keisarans er úr öllu hófi. Þiað ber víst flestum saman um. Og sjálfsagt stendur þetta tal um guðdóminn sem jafningja sinn og samherja að einhverju leyti í sambandi við metnað sjálfs hans. Hann vill vera öllum meiri. Og hann vill áviaJt vera þess fullvfs og Játa aðra vem það um leið, að hann hljóti að bera sigur úr být- um, en óvinir hans skömm og háð- ung. 1 sambandi við metnað keis- ia.rans stendur takmarkalaust sjálfsálit. Og það er enn risavaxn- ara en metnaðurinn. Hugmyndin um ofurmennið er þýzk eins og öllum er kunnugt. Hún er ein af gimsteinuin þýzkr- ar heim'speki. Keisaranum kemur ekki til hugar, að skoða sjáltan sig eins og venjulcgan dauðlegan mann. Það er jafn-langt frá hon- um, eins og það er frá okkur, hvers- dagsmönnum, að skoða okkur aþa eða hellisbúa. Hann minnist heizt ekki afa síns, nema til þess að nefna hann Vilhjálm mikla. Og þegar hia.nn er að heiðra minningu hans, ineð því að gefa honum þetta virðulega auknefni, hafa menn eitthvert óljóst hugboð um, að hann sjálfur—Vilhjálmur II.— eigi það ekki sfður skilið. En eitt er víst. Hann er ofurmennið. Hon- um eru allir vegir færir. Alt er rétt, sem honuin hugkvæmist og luarm gerir. Sökum þess, að hann var sjálfur ofurmenni, gat hann eigi þolað Bis- marck við hlið sér, sem í raun og veru var sjáJfur persónugerfing þeirrar hugmyndar. Eitt ofur- menni getur ekki þolað annað. Ofurmenni er alt leyfilegt. Fyrir þvf var það sjálfsagt, að keisara- ofurmennið steypti kanzlara-ofur- urmenninu úr stóii, hvað mikið sein þjóðin átti honum að þakka. Vilhjáimur II. hefir reist við aft- ur kenningu Loðvíks XIV., sem fyrir löngu var orðin fjarstæða í hugum manna: Ríkiö er eg sjálf- ur — l’etat c’est moi. Þar sem keis- arinn er verkfæri hins almáttuga, hlýtur stjórnin öll að hvíla á herðum honum. Og ekki að eins stjórn í venjulegum skiiningi, held- ur áliti, smekkvísi og trúarskoðan- ir. Vilhjálmur II. er ekki við eina fjölina feldur. Hann flytur erindi um alla hluti: Listir, liljómlist, bókmentir, guðfræði; hann prédik- ar bæði trú og siðfræði. Og erindi keisarans eru öll svipuðust því, að einhver af spámönnum gamla tesbamentisins sé aftur upp risinn og farinn að tala. Keisarinn talar í guðs nafni, eins og þeir töluðu. 37. Drottinssvik. Þótt keisarinn eigi í hlut, er naumast við því að búast, að orð hans komist hjá því að verða gagn- rýnd, fremur en orð annarra manna. Endia \arð sú raunin á, þegar í byrjan. Menn fóru að henda gaman að þessum ofur- mennis-erindum, sem stöðugt var verið að flytja, eigi að eins utian Þýzkalands, heldur einnig á Þýzka- landi sjálfu. Skrafið um keisarann var ekki ávalt hljóðskraf. Ummæli birtust endiaiaust í blöðunum, ým- ist út af ræðum keisarans eða öðru atferli, sem í sjálfu sér voru meiniaus og fráleitt hefði verið veitt nein eftirtekt í nokkuru öðru landi, nema þá helzt Rússlandi. Þau brugðu upp skringiljósi yfir keisarans og hugsuniartiátt hans, sem leystu hláturböndin. Þann ó- sóma inátti keisarinn eigi með neinu móti þoia. Hér áttu biöðin ekki einungis hlut að máli. Þetba kom hvað eft- ir annað fyrir í ríkisþinginu. Fyr- ir þvf varð að finna upp einhverja reglu, er fyigja mætti. Og reglan viar sú, að leyfa mætti umræður um þau erindi keisarans, sem birt voru í lögbirtingarblaði ríkisins, Reichsanzeiger. Af þessum orsökum urðu lög- sóknir fyrir drotinssvik—lése ma- jesté —miklu almennari á Þýzka- landi, en nokkuru sinni hafði áður átt sér stað, þegar frá því á fyrstu árum Vilhjálms II. Hviað eftir annað lét hann sér sama, að kveða upp harða og óvægilega áfellis- dóma yfir mönnum og málefnum og stórum stjórnmáiafiokkum. Þá viar eigi ávalt auðvelt, eins og gef- ur að skilja, að bera blak af sér með þeirri lotningu og nærgætni, sem keisarinn heimtaði, að honum væri sýnd, og láta þó öllum verða skiljanlegt, að keisarinn fór oft og tíðum með óvit. Eigi átti þetta sfzt heima um jafnaðarmenn, sem stöðugt áttu í höggi við einvaldið, og hvað eftir annað voru víttir fyr- ir drottinssvik og látnir sæta faing- elsisvist. Á Þýzkalandi var nú verið að gera tilraun með að sameina ein- valdsstjórn lýðvaldsstofnunum. Að það hepnaðist svo lengi, var sökum þess að öll flokkaskipan lenti á ringulreið, og skortur var á stjórnmálaleiðtogum, er væri þeir afburðamenn, er á þurfti að halda. Þinginu og þingunum á Þýzkalandi var fremur lítill gaum- ur gefinn af alþýðu, enda er það býsna almenn þjóðasynd og mun eiga sér stað að meira og minna leyti með öllum þjóðum. Ríkis- þingið (Reichstag) var fremux illa sótt. Menn fundu sér alis konar afsakanir. Undir kyrrlátu yfir- borði er þar ávalt mikil óánægj'a og gagnrýni á láguin nótum. Hún gengur þar oftast á sokkaleistum. óánægjan og gagnrýnin, sem ólgar þar undir niðri í hugum manna, en fer oftast huldu höfði, hefir öll snúist um einvaldið, — keisaravaldið, sem þar ræður lög- um og lofum og ekki verður snúið sér þversfótar fyrir. Einvaldskenn- inguna þýzku hafa Þjóðverjar nefnt Býzantinisma. MikJigarður var í fyrndinni nefndur Byzanti- um. Og kenningin um einvaldið á Þýzkalandi þykir draga lang- mestan dám af einvaldshugmynd- um Miklagarðskeisaranna gömlu. En þjóðin þýzka er hógvær og feikna þolinmóð. Bismarck hafði lialdið járnsprota sínum yfir henni. Kveinkað liafði hún sér í hljóði oft og einatt. En í hina röndina fann hún bezt, að sætta sig við það. Hagur þjóðarinnar blómgað- ist, og um það var meira vert, en hitt. Nú voru völdin dregin úr hönduin Bismarcks og komin keis- aranum f hendur. Sumum fanst síðari villan verri hinni fyrri, en á- litamál hvort ekki var bezt að finna sig í því öllu og láta stjórn- máliagarpana spreyta sig á að fást við þjóðarbúskapinn. Hinum gífurlegu og oft og tíð- um fremur vanhugsuðu ummæl- um keisarans kunnu menn iila, einkum framan af. En svo vöndust menn þessu, eins og menn verða að venjast svo mörgum meinbug- um öðrum 'hér á þessarri jörð. Og mönnum gekk það þeim mun bet- ur, sem keisarinn lét sér betur hepnast að koma þeirri liugmynd inn hjá þjóðinni, að friðurinn í Norðurálfunni hvíldi á herðum hans, og að honum væri friðurinn hið mesta áhugamál, þótt það hafi nú reymst hræsni. Svo er því ekki að neita, að Yil- hjálmur II. er fyrir margra hluta sakir mikilhæfur og íjölhæfur maður. Hann hefir þann metnað, að vera mcstur einvaldur í heími, ek'ki einungis að því er til vald- anna kemur, heldur að því leyti, er til þekkingar kemur á stjórnar- fari og landsháttuin. Hann er alls staðar á ferðinni í ríkjum sín- um. Hann veitir öllu nákvæma eftirtekt. Hann lætur engan hlut afskiftaiausan. Og ávalt kemur það í ljós, að hann hefir fyrir fram aflað sér nokkurrar þekkingar í hverju atriði og hefir vanalega eitt- hvað til síns máls. En mest er um það vert, hve örfandi þessi afskifti hans eru á öllum svæðum þjóðlifsins. Hvar- vetna heimtar keisarinn sjálfur að alt sé í bezta Jagi. Hvarvetna er hann á ferð til að líta eftir og leið- beina. Auga keisarans hvílir á öll- um, háum og lágum. Það er lftill vandi að láta sér skyiijiast, hve mik- ils er um þetta vert. Önnur afleiðing af einvaldsstjórn keisarans er sú, að það er eigi unt að gera sér þess Ijósa grein, hvað- an stjórnarathafnir og stjórnar- stefnur eru runnar. Eru fram- kvæmdir og ráð f opinberum mál- um landsins runnar undan rifjum keisai’ans, eða eru þær runnar und- an rifjum kanzlaranna og ráð- Igjafanna? Ilver ber eiginlega á- byrgðina? Er kanzlarinn og embætt- ismenn yfirleitt annað og meiria en eins konar talsímar keisarans, sem hann notar til þess að koma hugsunum sínum til þjóðarinnar? Hvar er ábyrgðin? Keisarinn ber enga ábyrgð nema gagnvart hinum Alvalda einum. Ranzlar- inn ber enga ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Hann ber ábyrgð gagnvart keisaranum einum. Rík- ið þýzka verður því að nokkuru leyti sálarlaust, líkt og auðfélögin miklu, sem ef til vill hafa margar þúsundir manna í þjónustu sinni. Yerði einhver fyrir ranglátri með- ferð, er eigi unt að finna neinn, sem ber ábyrgðina. Einn vísar frá sér til annars. F.'lagið er sálar- laust. Eitthvað svipað á sér sbað með þýzka ríkið, einkum í viðskift- um þess við aðrar þjóðir. -------O-------- Frétt (rá Islandi. Bréfkafli úr Hrútafirði skrifaður 1. m'aií: “Veturinn ihefir verið yfir- leitt góður, hagbeit góð mestan hluta hans. Alhhörð tíð var um tíma síðast, frá því í byrjun apríl og þangað til í maíbyrjun, norðan hríðar og snjókoma allmikil. Nú er komin góð tíð aftur. Laugap- daginn fyrir páska skall á mikil norðanhríð, sfðla dags. Hrakti þá víða fé hér í nágrannasveitunum og týndist allmargt á sumum bæj- um. Þannig týndist og drapst um 40 fjár á Sveðjustöðum í Miðfirði. 1 Hrútafirði týndust 5 kindur á einum bæ og víða skall hurð nærri hælum með fénað, en það vildi til að hrfðin kom seint á degi, svo fé var víða komið heim.” ’—......... GISLI GOODMAN TIXSMIÐllR, V VorkstœtJi:—Horni Toronto Bt. Of Notre Dame Ave. Ph«»nf Helmllla Gtrry 29Kfl Garry 8M J Hafið þér borgað Heimskringlu ? Talslml: Maln 5302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPBQ Dr. G. J. Gis/ason Fhy’iilclan and Surflrean Athygli veitt Atigna, Eyrna og Kverka SJúkdómum. Asamt innvortis sjúkdómum og upp- skurtJl. 18 8 >uth 3rd St*« Grand ForEre* N.D. Dr. J. Stefánssos 4*1 BOYD BlIILDMie Hornl Portasre Ave. og Edmonton St. Stundar einxöneu auffna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er a« hltta fr& kl. 10 tll 12 f.h. or kl. 2 tll • o.h. Phone: Main 3088. Helmlll: 106 Ollvla St. Tals. Q. 2816 Vór httfum fullar blrshlr hr.ln- uetu lyfja og ntlalt. KocsiB mett lyfsettla yttar hlnyah, Tór rorum mettulln aákvsemloya oftlr Avisan Iseknlstns. Vér aitnum utansvolta pöntunum of s.ljum glftlnraleyfl. : : : COLCUEUGH <& CO. Nfllrr Daaaf Jt Sherhraaka Itfl. Phone Garry 269G—2891 í * - • A. S. BARDAL selur likklstur og annast ua ðt- farlr. Allur útbúnahur ai bostl. Ennfremur solur hann allsk.aar mlnnlsvarha og lerstolna. : : •18 BHERBROOKE ST. Pheaa G. 2162 WIMIiraG AGRIP AF REGLUGJÖRB am heimifisréttarlönd í Caaada «f NorðTestnrlaadÍBB. Hvcr fjttlshyldufattlr etJa hver karl- matlur tem er lt &ra, s.m var hrozkur þogn I byrjun stritslns of h.flr verltl pat) slTan, tlt s.m or þoyn BandaþjóS- anna oDa óh&Vrar þjóDar, yetur t.klS h.imlllsrótt & fjórDunr úr soctlon af ó- taknu stjórnarlandl f Manltoba, Sas- katch.wan eDa Alb.rta. Umsaokjandl v.rDur sj&lfur aD koma & landskrlf- stofu stjornarlnnar sDa undlrskrlfstofw hsnnar I þvl hóraDt. f umboDl anaars ■kyldnri—Sn m&nala &búD of rssktum m& taka land undlr vlssum skllyrDum. landslns & hrsrju af þrsmur &rum. f vlssnm hóruDum trstur hvsr land- landnsml fsnalD forkaupsrótt & fjórD- unrl s.ctlonar msD fram landl slnu. V.rD: $3.06 fyrlr hv.rja ehru. Shyldur: Ssx minala &b&D & hrsrju hlnna nasstu þrlrrja &ra sftlr hann heflr hlotlD slrnarbróf fyrlr hslmlllsróttar- landl slnu og auh þsss rmhtaD 56 ekrur & hlnu setnna landl. Forkaups- róttar bróf r.tur landn.mt f.nrlD um I.ID or hann fssr h.ImlHsróttarbréflD. •n þð m.D vlssum skllyrDum.. Usndn.ml, s.m fenrltt h.flr h.lmtlls- réttarland, «n r.tur skkl fsnrlD for- kaupsrétt (pre-emptlon) rstnr ksypt hslmlllsróttarland I Tlssum hóruDum. VsrD $3.00 skran. VerDur aD húa & landlnu s.x m&nuDI af hvsrju af þrem- ur irum. rsekta 60 ekrur or byrrJa hús. tsm sé $800.00 vlrDI. Þslr ssm hafa skrlfaD slr fyrlr hstm- IHsréttarlandl, reta unalD landbúnaD- arvlnnn hJA bmndurn I Canada ArlD 1917 or tfml s& retknast ssm skyldu- tfmt & tandl þslrra. undlr vlssum skll- yrDum. T>srar stjðrnarlttnd eru aurtýat sDa tllkynt & annan h&tt, r*ta helmkomnlr hsrmsnn, ssm verlD hafa I hsrþjðnusto srlsndts or fenrlD hafa hsIDarlsra lausn, fenrlD elns dsrs forranrs rðtt tll aD skrlfa slr fyrlr hslmlllsróttar- landl & landskrlfstofu hóraDslns (sn ekkl & undlrskrlfstofu). Uansnarhréf vsrDur hann aD rsta sýnt skrlfstofu- stjðranum. W. W. COHT, Deputy Hlnlstsr of tha Interlor. B16D, sero flvtja aurlýslnr* þessa ( helmlldarleysl. f& uia borfua fyrtr.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.