Heimskringla - 02.08.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.08.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. AGÚST lð!7 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA Nýr Hólaskóli. (Eftir Isafold.) Norðlendingar láta sér það ekki ?yrir brjósti brenna þó kalt blási, ió ófriðurinn œtli að drepa oss »i sulti og kulda og kolaleysi. I>eir vita seon er, að einhvern tíma muni þetta enda taka, og alt komast aft- "ur í gamla horfið. I>ess vegna ræða þeir sín áhugamál eins og ekkert væri um að vera, og hugsa sér til hreyfings, óðar en þessum ó- eköpum linnir. Það er í svipinn háskólamálin, sem þeir tala um. Þeir vilja yngja Aipp affcur sinn forna skóla, að vísu ekki á Hólum í Hjaltadia.1, iheldur auka og endurbæta gagnfræðaskól- ann á Akureyri, gera úr honum lullkominn latínuskóla, svo eg noti gamla nafnið, sem standi að öllu jafnfætis mentaskólanum í Reykjavík. Eg býst við, að mörgum virðist, að margt sé oss nauðsynlegra en að komia upp öðrum latínuskólan- Tim til, núna þegar landið er að fyllast af atvinnulausum stúdent- um og kandídötum, að það væri Jrvert á móti æskilegra, að til muma drægi úr aðsókninni að lærða skól- anum hér. I>essar raddir hafa lengi heyrst, -eigi að eins hér heldur víðsvegar "um lönd. Hvarvetna er kveiruað og kvartað undan aðsókninni að æðri skólunum, stúdentafjöldanum og lærða lýðnum atvinnulausa, sem ætli að verðia landplága. Aðvaran- ir hafa komið úr öllum áttum til unga fólksins, prófin hafa verið þyngd, — en alt hefir komið fyrir ekki. Prátt fyrir alt þetta vex að- eóknin með ári liverju og stúdenta fjöldinn. Hér eru því góð ráð dýr. Ef þessi lærdómur allur er til ills eins, væri sjálfsagt að lokia skólun- ’Wm, en fæstir munu þó telja það "tiltækilegt, er á skal herða. Eg er að vísu þeirrar trúar, að •ðllum þorm manna, — þeim, sem lítt eru hneigðir fyrir bókina, — sé flest skólamentun, ef ekki öll, til fítils gagns, jafnvel oft og einatt til ills eins. Eg hefi rekið mig á, sérstaklega erlendis, að slíkir menn týna öllu niður, sem í þá er troðið í alþýðuskólunum, en geta eigi að «íður orðið gagnlegustu menn í þjóðfélaginu. I>að mun líka sa.nn- ast mála, að útlenda alþýðan, sem gengið hefir á góða alþýðuskóla, er «engu fróðari, flest öll,- en íslenzk al- þýða var áður en barnaskólarnir komu til sögunnar. En nokkur hluti þjóðarinnar er Tiámfús og bókhneigður, 1-3. til 1-5. f mesta lagi. Þessir menn sækja að skólunum, meðan nokkrir eru, hvort sem það borgar sig eða ekki. hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Og þeir eru nógu margir til þess ia.ð fylla stóra skóla, og miklu meira en öll embætti landsins. Svo bætast ætíð nokkrir við, sem læra fyrir fordildar sakir eða til að hlýðnast inetnaðargjörnum for- eldrum, sem þykir það frami, að synir þeirra gangi skólaveginn. Alt bendir til þess, að skólahneigða fólkið, karlar og konur, verði hver- vetna skólagengið, fái stúdents- mentun eða aðra, sem því svana.r— ef ekki meiri. Auðvitanlega geta þá fæstir orðið embættismenn af þeim, sem læra. Pað íer þá með þessa æðri mentun, eins og lestur og skrift á miðöldunum. 3>á þóttu þeir all-lærðir menn, sem kuhnu að lesa og skrifa, en síðiar lærði hver maður þesaar listir og bar ekki á, að menn yrðu óhæfai til neins í lífinu fyrir það. Það má, ef til vill, í þessu sam- bandi minna á svar Ameríku- manns, sem spurður viar um hvort honum ofbyði ekki stúdentafjöld- inn og aðsóknin að æðri skólun- um. Hann svaraði með þeirri spurningu: “Þykir þér þá þjóðin vera orðin of vitur eða ofgóð?” Sá sem spurði kvað nei við því, og taldl auk þess tvísýnu á, að skól- arnir gerðu menn vitrari eðia betri. “I>á er skólafyrirkomulagið ilt og alt veltur á, að því sé breytt til batnaðar. Skólana verðum vér að gera svo úr garði, að þeir geri fólk- ið bæði betra og vitrara, henti þjóðlnni að öllu leyti vel, og þá þurfum vér engar áhyggjur að bera út af þvf, hve margir læri.” Eg held að Ameríkumaðurinn hafi hér rétt að mæla. Yér eigum ekki að amast við því, að bók- hneigðta fólkið gangi á skóla og mentist sem bezt, — en skólana verðum vér að gera svo úr garði, að fólkið verði færara til hvers sean vera skal eftir alla mentunina, verði betra og vitrana., en jafnframt ötult að bjarga sér og heilsuhraust. Sennilega þurfum vér að breyta ekki fáu á skólum vorum, til þess að þeir fullnægi þessum kröfum. Erlendis vill það brenna við, þrátt fyrir alla leikfimi, skilming- ar o. fl., lað námsmenn standa að baki öðrum, hvað afl og líkams- þroska snertir, enda fátítt, að þeir vinni nokkra lfkamlega vinnu. Hér vinna flestir námsmenn hvers- konar vinnu að sumrinu og hlýtur það lað hafa góð áhrif, bæði á lík- amlegan þroska þeirra og gera þá jafnvígari á hvað sem er, að nám- inu loknu. Á þennan hátt kemur auk þess vinnuafl mannanma að fullum notum yfir arðsamasta tím- ann og nokkur hagur er það fyrir þjóðfélagið. Vér erum hér á góðri, heilbrigðri leið. — Af skipsfjöl. Upp af hafi, yfir sollin djúp, öldu-grafin, týnd og druknuS lönd, þarna lít eg þokast fjallanúpinn, þatS er Islands hvíta móSurhönd. FetSrajörSin yfir bláauSn boðans breiðir faðm og ljósiS, sem hún á, hefst viS sól í mötli morgunroSans — mér aS baki er gaerdags-sunna lá. Byrlaus fór eg út á kalda unni, afturkoman væri’ ei svona brýn hefSi’ ei aS eins æskuljóS í munni austanblæsins veriS hvötin mín. Hlakkar ekki þráin til aS þakka þeim, sem ollu, og taka þeim í hönd, þegar yfir hafsins blakka bakka bendir til sín minna frænda strönd? Lánsæld er þaS létthlaSinn aS mega lækka segl í feginshöfnúm skjótt. HvaS er heimvon, örbirgS manns né eiga, eftir langa hungurvöku-nótt? VitkaS barn, meS tveimur tómum mundum, til þín sný eg, æskuvona grund! ÞaS var stundum flóns-gull, sem viS fundum fyrir handan þetta breiSa sund. Eg kem engin afrek til aS vinna, ættjörS mín, — en finna skal hjá þér stuSlaföllin fossboganná þinna, fjallaþögn og gulliS ætlaS mér; því eg kýs í kjöltu þinni’ aS lúra kyrt og sætt og vaggast blítt og rótt, sólskins-fangi og skautum þinna skúra, skemtidrauma-vaka um sumarnótt. Eg hverf heim í hópinn þinna drengja hingaS, móSir, til aS fá meS þeim aftur snerta upptök þeirra strengja, er mig tengdu lífi og víSum heim. HingaSkoman yrSi ei unun síSur ekkert boS þó fyrir mér sé gert. - Kom þú blessaS, óskaland og lýSur ljóSa minna, — hvernig sem þú ert. Stephan G. Stephansson. Horfumar eru þá þessar: Náms- manna og stúdenta fjöidinn fer að lfkindum vaxandi, og ef vér kurui- um á að ihalda, verður það landinu til góðs eins. Vér fáum fjölda vel- mentaðra manna í öllum stéttum. Bezfcu bændurnir f flestum sveitum verða skólagengnir, margir skip- stjónanir, o.s.frv. — Vér verðum að vera við því búnir að stækka skól- ana, en um fram alt endurbæta þá, svo að skólamentunin reynist raunhæf f lffinu, hvað sem öllum gamal diags skólakreddum líður. Sem stendur er ástandið þannig á Mentaskólanum hér (f Rvk.) að skólhúsið er orðið of lítið, helzt til þröngt í sumum bekkjum, og er þó mörgum tvískift, en auk þess liefir stundum orðið að vísa nem- endum frá, sean hafa ætlað iað ganga í skólann. Ef nemendum fjölgar úr þessu, þá verður tæpast hjá því komist, að byggja við skól- ann og það til mikilla muna, a.uka kenslukrafta o. fl. Nemendafjöld- inn er nú orðinn um hálft annað hundrað, og aukist hann að mun er vafasa.mt, hvort svo stór skóli er allskostar hentugur. Mjög stórir skólar verða ætíð þungir í vöfum og kensla og eftirlit að ýmsu erfið- ari. En með þvf lagi sem nú er, er ekkert annað að gera, en að stækka skólann bráðlega og endurbæta að ýmsu leyti. I stað þess að fara þessa leið, leggur Stefán Stefánsson skóia- meistari og norðanblöðin það til, að Akureyrarskóiinn sé aukinn svo, að þar megi taka stúdentspróf. Sennilega verður þetta litlu eða engu dýrarav bygging ekki dýrari þar en hér, kensla heldur ekki, tæp- ast að kvíða því að ekki verði sæmilegir kenslukraftar á Akur- eyri til tímakenslu o. fl. Aftur mælir ýmislegt með slíkri breyt- ingu. Með því fyrirkomulagi sem tíðkast nyrðra, er vena þar ódýrari fyrir nemendur en hér syðra. — Aðalatriðið er þó í mfnum augum það, að heilbrigð samkepni myndi verða milli beggja skólanna og bæta báða. Einveldi Reykjavfkur skólans er auk þess athugavert. Það hefir komið fyrir, að jafnvel sæmilegir piltar hafa komist í ein- hverja ónáð á honum og hröklast þaðan burtu. Þeir eiga þá engan kost á að ná stúdentsprófi hér á landi, en ekki á allra færi að leita til útlanda. Sjálfur hefi eg lent í því, að eiga undir högg að sækja að fá að halda áfram skólanámi hér — og átti það eingöngu að jiakka festu og réttsýni Magn. heit- ins Stephensens landshöfðingja, að eg flæmdisfc ekki burtu. Þetta atvik og öll sú óöld, sem var í skól- anum á námsárum mínum, hefir komið mér á þá trú, að það sé bein- línis hættulegt, að hafa einn ein- asta iærðan skóla í landinu, hættu legt fyrir þrif og og framfarir skól- ans og geti komið illa og óréttlát- lega niður á einstökum nemend- uin. Það vakir fyrir St. St. skóla- meisfcara, að kæmist þessi breyting í framkvænnd, þá yrði öll áherzla lögð á náttúrufræði og stærðfræði á Akureyrarskólanum, en tungu- mál óg sögu á Reykjavíkurskólan- uin. Gætu nemendur þá valið um tvæ ólíkar námsstefnur frekar en nú. Eg skal ekki fara út í þá sáima. Mér væri nær skapi, að alt fyrirkomulag beggja skólanna yrði athugað frá rótum, og síðan sniðið,—ekki eftir skóiafyrirkomu- iagi eriendis, heldur því sem holl- ast þætti og þarfast fyrir Islend- inga f ihverri stöðu sem þeir kynnu að lenda í lífinu. Mér segir svo hugur um að gera mætti róttækar breytingar, sem væru til stórra bóta, en um það má ætíð taia síðar. miklu hyggilegra er, ef til lándsins kasta keanur, að bæta við skólann á Akureyri, en að stækka Reykja- víkurskólann fraan úr hófi. Hitt er auðvitað sjálfsagt, að eigi að síður þarf að sjá skólanum hér fyrir nauðsynjum hans, og 'það betur en verið hefir. Eg vona fastlega, að Norðlend- ingar hafi þetta mál fram á sínum tíma og sýni sfðan f verkinu, að skóli þeirra verði enginn eftirbát- ur bróður sfrts fyrir sunnan, að hann geti lagt ríflegan skerf til hverskonar endurbóta á báðum skólunum. GutSm. Hannesson. Æskulýðurinn Prinsessan og Gráskeggi kongur. (Þýtt.) Voldugur kongur einn átti dóttur svo fagrtai, að hún bar af öil- um öðrum prinsessum, sem þá voru uppi. En þó hún væri ynd- isleg í ytra útliti, var hún svo stolt og þóttafull, að enginn unni henni nema faðir hennar. Engir af prinsum þeim, sem komu til að biðja hennar, voru nógu góðir fyr- ir hana — hún bara skopaðist að þeim og var ófáanleg til þess að taka ncinum þeirra. Einu sinni efndi faðir hennar til mikillar veizlu og bauð þangað öllum biðlum henniar. Var þeim raðað niður við borðið samkvæmt tign þeirra og ættgöfgi. Leiddi kongur svo dóttur sína fram fyrir þá: en hún hafði að eins eitthvað ljótt að segja um þá alla. Sá fyrsti mr of feitur, annar var of hár vexti, sá þriðji var of magur, sá fjórði of fölleitur, sá fimti of rjóður og sá sjötti ekki nógu beinvaxinn. En mest háðið gerði hún þó að kongssyni einum, sem þarna var, og henni virtist lijákátlegast- ur allra hinna. “Nei, lftið þið á hann,” sagði hún. “Skegg hians er alveg eins og gömul gólftuska! Hér eftir skal hann heita Gráskeggi.” Eestist nafn þetta svo við kóngsson þenna, þó þess sé ekki getið, að hún gæfi honum neitt í nafnfesti. Kóngurinn faðir hennar varð nú ofsareiður, þegair hann sá þetta framferði hennar og háttalag — og hét því, að gifta hana næsta betl- ara, sem að hiaillardyrum kæmi. Á öðrum degi eftir að þetta bar við, kom umferðar spilari einn til hallarinnar og tók að spilai og syngja- undir gluggum hennar og þannig að beiðast ölmusu. Þegar kóngur heyrði til hans, skipaði hann að láta færa hann fram fyrir sig. Var þetta gert og þessi tötra- legi mannræfill í höllina leiddur. Og eftir að liann hafði skemt þar um stund, sagði kóngur við hann: “Þú hefir sungið næsta vel og vil eg nú lað launum gefa þér dóttur mína fyrir eiginkonu.” Prinsessan fyllist skclfingu og grátbað föður sinn að hlffa sér, en alt kom fyrir ekki. Kóngur brást byrstur við og sagðist hafa heitið því, að gefa hana fyrsta betlara, sem lnann yrði var við. Eftir þetta fór lijónavfgslan fram og innan stundar var alt um garð gengið. Tók betlarinn prinsessuna þá heim með sér, og eftir að hafa gengið lengi dags, komu þau að stórum skógi. “Hver á skóg þenna?” spurði hún. vegna æskir þú einlægt eftir öðr- um bónda? Er eg ekki nógu góð- ur handa þér?” Á endanum komu þau að svo litlum húskofa. “Hvílík þó ótuktar hola!” æpti kongsdóttirin.—“Hver skyldi geta verið svo lítillátur, að vilja eiga þetta skftuga hússkrifli?” “Þetta er húsið mitt,” svaraði betlarinn hátíðlega, “og á nú að verða þitt framtíðar hefmili. Og farðu nú inn og taktu það bráð- asta til starfai við það, sem gera þarf; það þarf að gera að eldinum, setja upp vatnið og búa til kveld- verðinn. Verður þú að vem hrað- hent við þetta, því eg er bæði hungraður og þreyttur. Vesalings prinsessan var nú í vanda stödd, því húsverk kunni hún engin.' Úrslitin urðu þv,í þau, að betlarinn neyddist til þess að hjálpa henni. Þegar þau voru búin að snæða hinn fátæklega kvöldverð, gengu þau til hvílu. Vakti spilarinn hana svo í býti næsta morgun og skipaði henni með harðri hendi að sópa hús þeirra. Þannig liðu tveir dagar og voru þau þá búin að éta alt, sem matarkyns var til í kofanum. “Kona góð!” sagði mað- ur hennar þá við hana. “Þannig getur það ekki gengið—við getum ekki lifað með því móti, að við að eins sóum fé en gerum ekki neitt. Þess vegna verð eg að fara og höggva skóg, en þú verður að læra að vefa. Að svo mæltu gekk hann út í skóginn, en hún settist við vefstólinn og við vinnu þessa urðu fingur hennar aumir og sárir. “Heyrðu,” sagði maður hennar, er hann kom til kofans aftur, “Þú hefir engu komið í verk, kant ekki til neins verks og ert vandræða- gripur, — og ill voru kaup þau, er eg gerði, þá eg hrcpti þig! — Samt sem áður verð eg að gera tilraun til að setja á fót potta- og pönnu- verzlun í borginni. Verður þú þá að standa úti á sölutorginu og selja vörur mfnar.” “Ó,” stundi hún upp. “Vinir föður míns munu sjá mig þar og skopast að mér.” En hann lét slíka smámuni ekki á sig fá og kvað hana verða að vinna fyrir sér eða deyja hungur- dauða að öðrum kosti. Keypti hann mikið af ýmsum varnaði og lét hana fara að verzla með þetta á einu horni sölutorgsins. Drukk- inn hermaður, sem þarna var á ferð, fór þá svo ógætilega, að hann rakst á sölupall hennar, hrinti honum um koll og braut allar leirvörur hennar í mörg þúsund stykki. Eór hún þá að gráta og varð hennar eina úrræði að fara heim og segja manni sínum frá þessu. “Hverjum hefði dottið f hug, nema þér, að hafa sölupallinn rétt á því götuhorninu, þar sem mesta umferðin er. En svo er bezt að tala ekki meira um þetta og hætta öllum gráti. Eg er nú búinn að gera þær ráðstafanir og íá þær samþyktir upp í höllinni, að þú gegnir þar eldabusku störf- um um tíma.” Varð prinbessan nú eldabuska í sinni göimlu höll og neyddist til að gera öll Iægstu verkin í eldhúsi kongsins. Hún hafði ekki verið þar lengi, þegar hún frétti einu sinni að elzti sonur kongs nokkurs ætlaði a3 fara að gifta sig. Hugsaði hún þá með sárri sorg út í allar hörmung- arnar, sem hún hafði orðið að lfða vegna stolts og heimsku sinnar. En alt í einu, þegar henni varð gengið út, kom kongsson þessi til hennar og sá hún þá sér til mestu hugraunar, að þetta var engina anrear en Gráskeggi kongur! Hún reyndi þá að leggja á flótta, ea hann náði henni. “Vertu ekki hrædd,” sagði hann. “Eg er spilarinn, sem þú lifðir með f kofanum. Og eg flutti þig þang- að af því eg elskaði þig. Eg er lflcaf hermaðurinn, sem hrfnti um sölu- palli þínum á sölutorginu. Alt þetta hefi eg gert til þess að lækna þig af stoltinu. En nú er þetta alt búið—og veizlan bíður eftir okk- ur.” Herbergja þjénar kongsins færðu henni nú skrautleg klæði; og fað- ir hennar og öll hlrðin voru til staðar í höllhmi til þess að bjóða hana velkomna og færa henni árn- aðaróskir. Svo hófst veizlian og skemtu allir sér það bezta því nú var glatt á hjalla í höllinni. Allra bezta HÚSMÁL Fyrir Veslur-Canada. Ljómandi Fallegar Silkipjötlur. til að búa til úr rúmábreiður — “Crazy Patoliwork”. — Stórt úrval af stórum silkiiafklippum, hentug- ar f ábreiður, kodda, sessur og fl. —Stór “pakki” á 25c., fimm fyrir $1. PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG t—----------------------- Fuilkomin 0g.með rp * * • mí n b i 1 annlœknmg b«rgnn en annarstaðar. Dr. J. A. MORAN Dental Specialist TJnion Bank Chambers, Saskatoon, Sask. ___________________________z SKOÐIÐ VJELAR Geo. White & Sons Co. BRANDON, MANITOBA Limited. og fræðist um beztu þreskivélar landsins á Brandon sýningunni Höfum Beztu Yerkfæri AÖeins Sjái* einnig hina frægu WHITE “ALL WORK” TRACTOR og plægingar samkeppnina VerítS vissir um að fá vöruaká vora og verÖlista. Eg kann St. St. skólameistara og norðanblöðunum beztu þakkir fyr- ii’ að hafa hreyft þessu máli, jafn- vel núna, þegar ekkert heyrist nenia sultarsöngur út af stríðinu. —Mér virðist jafnvel, að Norðlend- ingum, eða ef til vill Akureyrarbú- um, sé í lófa iagið að koma þessu máli áleiðis og það fljótlega. 1 Danmörku getur, að því eg frekast veit, hvaða skóli sem vera skal, fengið stjórnarleyfi til þess að út- skrifa stúdenta, en stjórnin mun aftur útnefna prófdómanda. Ef vel væri í haginn búið, jnyndi tæpast standa á slfku stjórnarieyfi hér. Væru lærðu mennirnir á Akureyri eins skapi farnir og eg, gerðu þeir það með ánægju að taka að sér kenslu eina eða tvær stundir á dag brátt áfram ókeypis, til þess að styðja slíkt fyrirtæki í byrjun. Væri það ekki heillavænlegt fyrir ríku mennina í bænum, að gefa nokkur þúsund krónur liver í þessu augnamiði, ef vel rætist úr atvinnu og verzlunarhorfum? Væri það frágangssök, að heimta dáiítið skólagjald af nemendum fyrir kensluna?—Margs má spyrja. En hvað sem þessu líður, þá bland- ast mér ekki hugur um það, að “Þessi mikli skógur er eign Grá- skeggs kongs,” svaraði hann. “Ef þú hefðir tekið honum, væri skóg- ur þessi nú þín eign.” "Ó, hve eg er óhamingjusöm!” stundi hún upp. “Eg vildi gjarn- an, að eg hefði gifst honum.” Næsta dag komu þau í skrúð- græn engjalönd. “Jlver á þessi yndislegu og blóm- legu engi?” spurði hún. “Þau á Gráskeggi kongur. Ef þú hefðir tekið honum, myndir þú nú eiga þau líkiat” “Hvílikur ólánsgepill er eg þó ekki!” sagði hún. “Eg hefði átt að giftast Gráskegg kongi og eng- um öðrum. Eftir þetta komu þau í stóra borg. “Hver skyldi eiga þessa fögru og stóru borg?” spurði hún eins og annars hugar. “Hana á enginn annar en Grá- skeggi kongur,” svaraði hann, “en ef þú hefðir tekið honum, þá mynd- ir þú nú eiga hana líka. “ó hve eg er gersnauð af auðnu!” hrópaði hún. — “Hví giftist eg ekki Gráskegg kongi?” “Það kemur mér ekkert við,” svaraði spilarinn. “En hvers HÆSTA verð borgað fyrir Rjóma Það borgar sig ekki fyrir yður að búa til smjör a$ sumrinu. Sendið oss rjómann og fáiS peninga fyrir hann. Fljót borgun og ánægjuleg viSskifti. Flutn- ingsbrúsar seldir á heildsöluverSi.—SkrifiS eftir á- skriftar-spjöldum (Shipping Tags). DOMINION CREAMERIES, Ashem og Winnipeg ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Hveitibœndur! Sendið korn yðar í “Car lots"; seljið ekk i 1 smáskömtum.— Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út "8hipping Bills’ þannlg: NOTITT STEWART GRAIN COWPANY, LIMITED. Track Bnyers and Oenualssien Merchants wnriripxa, MAN. Vér vlsum til Bank of Montreal. Penlnga-bergnn strax Fljét vlðaklfti »»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦'♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦» ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-Ci

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.