Heimskringla


Heimskringla - 27.09.1917, Qupperneq 3

Heimskringla - 27.09.1917, Qupperneq 3
WINNIPEG, 27. SEPT 1917 HEIMSKKINGLA 8. BLAÐS1Ð4 h ■ IIJ - Varaforingja má samt sem áður hefja til æðri tignar, þó þeir sé að gegna borgaralegum skylduverk- um. Með bessum hætti var Beth- rnann-Hollweg, kanzlari, smám sam- an hafinn, til yfirforingja tignar, þótt ibann á meðan skipaði borg- aralegt embætti. Reglan er, að varaforingjar eru einsársmenn, sem gegna herþjónustu að eins eitt ár í stað tveggja, sem heimtað er af öðrum, sökum þess þeir hafa aflað sér svo og svo mikillar mentunar. Herinn í Bæjaralandi er að nokk- uru leyti óháður Prússlandi, en ekipulagið er nokkurn veginn hið eama. Lengi hefir verið kvartað um yf- irgang og ofurdramb þýzkra her- toringja. Peir þykja mestu oflát- ungar, hvort sem þeir eru að gegna skyldum sínurn, eða öðrum athöfn- um, og troða oft á tilfinningum og réttindum borgarastéttanna. Er þetta orðin svo almenn regla, að menn eru hættir að andmæla. 3>ar sem beðið er i einhverri röð, eins og til dæmis þegar margir eru að kaupa farbréf á járnbrautarstöð, ryðjast þeir fram fyrir alla með miklum ruddaskap, og eru menn hættir að fá sér til orða. Oft hefir það borið við á Þýzka- landi, að foringjar lenda í einhverj- um lítiisháttar deilumálum við al- mennan borgaralýð, og eru þá ekki lengi að hugsa sig um, en höggva borgarana óðara niður. En allir elíkir viðburðir skilja sár eftir. 111 meðferð foringja og undirfor- ingja, sem hafa herþjónustu á hendi, og þcir láta bitna á borgara- lýðnum þýzka, hefir skapað á Þýzkalandi rnegnan ímugust á hernum og megnan ímugust á prússneska hervaldskerfinu öllu. Alls staðar eru foringjar þýzka hersins látnir hafa forgangsrétt, þegar um einhverjar virðingar er að ræða. Stjórnin sýnir það hvar- vetna, að hún metur hervaldið meira en borgaralega valdið. Por- ingjar hersins eru ávalt settir borg- aralegum embættismönnum ofar við allar virðingarathafnir. Helztu kaupsýslumenn landsins og yfir- leitt allir heldri menn þjóðarinnar, leggja kapp á að gifta dætur sínar inn í herinn. Hver ung stúlka, er giftist foringja í þýzka hernum, þykist liafa öðlast ágætt hlutskifti. Nær því hver einasta fjölskylda á Þýzkalandi á annað hvort sonú sína í hernum, eða dætur giftar hermönnum. í*að er litið upp til hervaldsins sem æðsta valdsins í landinu. Sá, sein vill koma sér vel við stjórnina, verður fyrst að koma «ér vel við herinn. Þegar um þetta cr liugsað, er það engin furða, þó hervaidið hafi náð öðrum etns feikna tökum á þjóðinni og raun hefir á orðið. Hervaldskerfið þýzka hefir þjóðina í greipum sér. 61. Ofurdramb hervaldsins. Sfðara hluta nítjándu aldar rak hvert stríðið annað, er Þjóðverjar lögðu út í, og ávalt báru þeir glæsi- legan sigur úr býtum. Árið 1864 háðu þeir sitt stutta stríð við Dani og sviftu þá hertogadæmun- um. Var það Þýzkalandi vitaskuld afannikill ávinningur. En eigi er unt að skoða þá herför á annan veg en beina ránsför á hendur lít- illi þjóð sem engin tæki hafði til að verjast slíku ofurefli. Tvoim árum síðar leggur Þýzka- land aftur út í stríð, 1866. Þá bcrja þeir á Austurriki, Bæjaralandi o. fl„ svo upp úr því verða Austur- rfkismenn og Suður-Þjóðverjar að eins skjólstæðingar Prússa. Pjórum árum síðar hefjast Þjóðverjar enn handa gegn Frakklandi, árið 1870. Þeir svifta það tveim ágætum og fólks- ÓKEYPIS TIL ÞEIRRA SEM jijást af brjóstþyngslam Npt hclmilllimettal, Hom mA brðkit An |>e»s «3 tejipnst frA vlnnu. Vér höfum nýjnn vegr aö lækna and- arteppu (asthma) og viljum at5 þér reyniö þaö á okkar kostnaö. Hvort «em þú hefir þjátist lengur et5a skem- ur af þessari veiki, þá ættir þú atS «enda eftir fríum skömtum af metiali voru. Gjörir ekkert til í hvernig lofts- lagi þú býrti, etSa hver aldur þinn er etia atvlnna, ef þú þjáist af andar- teppu, mun metSal vort bæta þér fljótlega. Oss vantar sérstaklega at5 senda metSalitS til þeirra, sem áöur hafa brúkatS e15a reynt ýmsar atSrar atS- fertSir etSa meSul án þess atS fá bata. Vér viljum sýna öllum þeim, sem þjást—á vorn etgin kostnatS—, aö at5- ferts vor læknar strax, alla anúarteppu og brjóstþrengsli. Þetta tilbotS vort er of mikils virtSl til atS sinna því ekki strax i dag. SkrifitS nú og byrjitS strax atS lækn- ast SenditS enga peninga. AtS eins fuli nafn ytSar og utanáskrift — gjör- ltS það i dag. /-----——------------------------'l PltEK ASTHMA COUPOSí. PRONTIER ASTHMA CO„ Room 7338, Niagara and Hudson Sts„ Buf- falo, N. Y. Send free trial of your method to L. , i / mörgum landshlutum og leggja á landið feikna herskatt. Þrjú ihern- aðarfyrirtæki á sex ára tímabili, þar sffln hervaldinu hepnast að koma öllu því til leiðar, sem það cr svo djarft að láta sér hugkvæm- ast. 1 öllum þessum herferðum tóku Þjóðverjar það senn þeim sýndist, færðu valdakvíarmar svo út, að upp úr þessu sýndust allii vegir færir. Þetta jók hervaldinu ofurhug svo mikinn og ofurdramb, að sú kenning þrýstir sér fram f huga þess, að mátturinn og réttlætið sé hið sama. Það sé rétt, sem þjóðin hafi mátt til að framkvæma. Eyrir því >sé ekkert því til fyrirstöðu, að þjóðim leggi undir sig það af ná- grannalöndunum, sem honni kem- ur vel, til þess að auka völd sín. Þessiarri kenningu leitast ihervald- ið við að halda af alefli að þjóð- inni. Prússneski herinn verður beint ofurölva af herfrægðinni. Og honum tekst að íá heilam her heimspekimga, skálda og stjórm- málaforkólfa í lið með sér. Að síð- ustu stígur þjóðimmi allri ölið til höfuðs. Húm leggur upp í þá stærstu glæfraför, sem farim hefii* verið. Hið sama kemur fram við þýzka þjóð og Napóleon fyrir hundrað árum. Hún ætlar sér þá dul eins og hann að ráða örlög- um heimsins. Hún 'hefir lengi verið auðug af hernaðarhug, prússneska sléttan. Þaðan komu Kimbrar og Tevtónar í fornöld, sem Maríus vann á hundr- að árum fyrir Krists burð. Þaðan kom Ariovistus konungur, sein Kaj- us Julius Sesar vanrn bug á. Það- an komu Gotar og Vísi-gotar, Prankar og Saxar. Allir hafa þózt afskiftir að löndum og landkost- um, hafa brotist út fyrir landa- mæri sín, óánægðir mcð sléttuna sína ófrjósömu, þungbúinn himin og sólarlitla daga, og runnið yfir nágrannalöndin eins og logi yfir akur. Sami hugurinn er enn í bjóðinni. Hún fær ekki skilið, hvers vegna henni hafi verið úthlutað ófrjórri jörð og þrengri landamærum en öðrum þjóðum. Norður-Þjóðverj- ar eru gramir yfir sólskinsleysinu hjá sér og eira ekki, nema þeir fái meira pláz í sólunni. Eitt sem einkennir þýzka þjóð er það, að hún elur marga höfð- ingja, afhurðamenn, sem fyrirtaks vel eru til þess fallnir, að hafa mannaforráð á hendi. En höfðings- hugurinn er ávalt herskár. Aðals- monnirnir prússnesku eru fæddir liordólgar. Þeir vilja helzt hafa stríð á hverjum tíu árum að minsta kosti. Nú höfðu þeir ekki drogið sverð úr sliðrum í 'fjörutíu ár, og kunnu því illa að láta þau ryðga þar lengur. Þeir heimtuðu stríð. Umsý.slumenn, iðnrekendur og skipaeigendur vildu allir • hams- lausir færa út kvíarnar. Skotfæra- verksmiðjurnar þóttust ekkert ihafa að gera og bentu á öll þau auðæfi, sem þar voru grafin og að- gerðalaus með öllu. Kunnugt er um allan heim, ihvílíkt feiknavald Kruppsverksmiðjurnar hafa um alt Þýzkaland. Ackerman sýnir glögt og ijóslega fram á það í bók sinni, hve afarmikinn þátt skot- færaverksmiðjurnar víðs vegar um landið áttu í því, að þrýsta stríðinu af stað. Enda liggur í augum uppi, hve eðlilegt það er. Þjóðverjar áttu miklar nýlendur og mörgum verður spurn, hvi fyltu ]>eir ekki nýlendur þessar fólki og færðu þannig út völd sín? Ný- lendusvæði þeirra 1 Afríku voru stærri en alt Þýzkaiand. En sá galli er sá, að loftslag í þessum nýlendum þeirra er ekki við hæfi Norðurálfuhúa. Þeim er þar víð- ast hvar nokkurn veginn ólíft. Keisarinn og herforingjar hans höfðu öll þessi friðarár stöðugt ver- ið að hugsa um stríð og brjóta heilann í, hvernig því skyldi 'haga. Krónprinzinn þýzki hefir hrúgað kring um sig alls konar endur- minningum uim Napóleon mikla. Draumur hans virðist verið hafa sá, að verða foringi þýzka hersins og vinna sér á þann hátt bæði völd og írægð. Saga er um það sögð, að 1914, snemma ársins, hafi krónprinzinn verið að sýna amerískri hefðarfrú, forkunnar fagurri, safn sitt af alls konar minjagripum frá Napóleons- styrjöldunum. Hafi hann þá sagt 'henni, að hann vonaði, að stríð myndi verða meðan faðir hans væri á lffi. En yrði það ekki, skyidi hann koma stríði af stað um leið og hann fengi völdin. Síðan hofir kona þessi ritað end- urminningar slnar um samtal þetta Við krónprinzinn og farast henni orð á þessa leið. “Eg hafði gefið honum bókina eftir Norman Angell: Hin mikla glapsýn — The Great Illusion. 1 henni reynir hann að sanna, að hernður borgi sig Vel. Krónprinzinn sagði, að hvort sem stríð borgaði sig vel eða ekki, skyldi hann sjá um, að stríð yrði um leið og hann settist í hásæti, ef ekki fyr, að eins skemtunarinnar vegna. Við annað tækifæri nokkuru áður hafði hann sagt, að ráðgert væri, að ráðast fyrst gegn Frakklandi og yfirbuga það, þá gegn Engiandi, og að þvf búnu gegn mínu eigin landi, Bandaríkjunum í Ameríku. Rússland átti lfka að sigra. Þá væri Þýzkaland búið að ná heims- völdunum.” Alt sýndist benda til þess, að sum- arið 1914 væri ihentugasti tíminn fyrir Þjóðverja að láta það voða- högg ríða, sem þeir svo lengi höfðu verið að reiða til. Þá gæti allur sá viðbúnaður, sem þeir höfðu haft með höndum, komið að beztu gagni, og hervélin rekið ná- grönnunum þann voða kinnhest, sem riði þeim að fullu. í júnímánuði 1914 var Kiel- skurðurinn opnaður af nýju, sem þá hafði verið endurbættur. Eftir honum gátu stærstu iherskip farið frá Austursjónum til Norðursjóar. -----o------ Fagurfræði. “Það kemur til vor, sem lögin kunnum”, sagði gamli Njáll. Þann- ig er því varið með oss, fagurfræð- inga í listum skáldskapar og bók- menta, að vér kunnum bezt að greina sundur og gjöra skil á hugs- an og stefnu skáldanna. Ekki cin- ungis á sterku algengu litunum ■ eðá því, sem ofan á flýtur og allir sjá og þekkja, eins og svart eða | hvítt. Nei, minir kæru herrar og1 frúr, það eru li .breytingarnar þar' á milli, sem mynda háifhulinn rósa-: vef og gullin, sem mara í miðjum sjó og eru líkust sápubólum í fljótu | bragði. Það er þetta, sem þarf að! útskýra og leiða upp á yfirþorð | bókmentanna, svo alþýða fái full! not þessarar huidu listar, er mestu j , gildi hefir náð hér meðal vor, og lengstu skeið hefir runnið í kapp- iilaupi djúphygni og hugsjóna- speki skáldanna. Það þarf hvorki stóran mann eða sterkan til að segja um þetta eða| hitt, sein birtist í blöðum vorum ogj tímaritum: “Þetta er gullfallegt”, I eða “þetta er snild.” Eða þá að j það sé ómynd og til skammar að látn það sjást á prenti. Svona stað-j lausa dóma getur hvcr grámórauð duggarapeysa og sauðsvartar j prjónabuxur gofið, og látið frá sér. j En það er á engra annara færi on j kjólklæddra fagurfræðinga ineð! silkihatt, eða doktorshatt, að I synda i kjölfar þeirra snillinga, sem I einlægt eru að rísa upp vor á með-1 al í ljóðlistinni. Réttu dómend- urnir þurfa að hafa vit og þekking og fram úr skarandi fimleik, — eins og íliróttamonn—, til að geta stungið sér eins og hnýsa, og tína | alt upp, sem morar undir yfirborð- inu eins og síldarger, og annan sprettinn að vera eins og hafsúla og henda sér úr háfa lofti og sækja gullkornin og sápubólurnar niður í hafsdjúpið og bera alt ui>p á yfir- i borð heimsmenningarinnar, sem annars myndi glatmst og engum að notum verða. Sérstaklega ber nauðsyn til, að fagurfræðingar leiði litina saman og skýri allan rósavefinn, þegar nýtt skáld kemur fram á sjónar- sviðið. Það gefur höfundinum djörfung, styrkleik og hvatning til áframihalds. Því mörg eru dæmin meðal vor, að ljóðasmiðir hafa j aldrei komist í kór eða að altaris-j horni sökum þess að enginn var svo j veglyndur að leiða þá til sætis, ogj þar af leiðandi urðu að sitja á krókbekk allan sinn aldur. Skáldgáfan er sérgáfa, segir fag-j urfræðin, og er geymd f ofurlítilli bólu; og það afar merkilega og j sanna er það, að þessi ljóðabóla1 verður eftir því sterkari, fegri og! tilkomumeiri, sem oftar og fastarj er á liana blásið. Því liggur lífið á, j að hvetja öll ung skáld til þess að ( blása á bóluna sína, og þó þau j verði rauð og þrútin í framan aíi áreynslu, gerir ekkert til—þvf eng-j inn verður óbarinn biskup. Ból-; an á vötnum andans þarf að verða. svo stór, að hún nái heimsendanna á milli. í tilefni af því, að síðastl. vetur las eg í Lögbergi svo afar einkenni- lega frumhugsað brúðkaupskvæði, sem er eftir nýjan ljóðasmið—þó kominn sé af barnsaldri; og eg er viss um, að sárafáir skilja þá speki, sem þar er íólgin. Og eg meira að segja efast um, að ritst. Lögbergs sjálfur, sem þó er skáld, hafi skilið hana. En þannig er orðum hagað, að öll er hugsjón klædd dulrúnum og 1 djúpinu syndir dáðrík spá.! Því er í fljótu bragði ekki gott fyrir j þá, sem grunt rista, að tengja þessij fræði saman svo að óslitinn rósa- vefur verði, nema þeirra einu, sem “lögin kunna,” fagurfræðinganna. 1 Því er ver og miður, að eg hefi ekki þetta kvæði við hendina. En eg las það með ánægju og athygli og er því vel ljóst. Og á þá leið byrjar það, að sólin sé nú orðin eins björt og skýin.—“Fáir kvöddu mig svo forðum, og farðu vel ljúf- urinn Ijúfi”, sagði tröllskessan.— Þessa setning eða líking vilja menn misskilja. Ljósadýrðin, ástin og á- nægjan á rausnarheimili brúðhjón- anna verður í helkulda skammdeg- isnæturinnar sólu bjartara. Skýin eru horfin og alt er orðið að sól;— þannig varð blessuð sólin björt sem ský. Þetta er tilþrifahugsun, sem enginn amlóði getur fram leitt og ekki tekin af skornum skamti. Eða þetta: “Ættgengt það var hjá öllum lýðum, ítar að konu fcstu sér.” Ef þarna er þó ekki fallega að orði komist! Því hvað er nú þetta ann- að en “ættgengi”, sem gengur í “erfðir” frá manni til manns, að festa sér konu? Egill Skallagríms- son varð veikur og sinnulaus—og var honum þó ekki fisjað saman— þar til vinur hans Arinbjörn hjálp- aði honum að ná konunni. Eins liefir sjálfsagt gamli Grímur verið veikur og vitlaus þar til hann festi sér Beru. Þannig er þetta ekkert annað en það sem fagur- fræðin kallar “ættgengan sið”, að festa sér konu. Og á höfundurinn ]>ökk fyrir djarfyrðin. Hann var ekkert að gutla með þessa ást, eins og fiestir aðrir, og allir, sem eiíthvað þekkja, vita ofur vcl að cr ekkert annað en hugarhurður. Þetta ofannefnda kvæði er alt ó- slitið listaverk frá byrjun til enda. Hvert skáldlegt tilþrif rekur ann- að og einna eftirtektarverðust er þó árnaðaróskin, svo einkennilega fögur og frumleg, að slíkt hefir sjaldan áður sézt á prenti; hún er svona; “Alla lifi um aldra manns ávöxtur þess hjónabands”. Ef þetta er þó ekki líkt frægu hug- sjóninni lians Stephans: “Nóttlaus voraldar veröld”, þá vitum vér ekki við hvað ætti að jafna því. Og það aðdáanlega, sem ihér um ræðir, er það, að hér leiðir höf. alla hlessanina yfir á barn brúðhjón- anna, sem reyndar er nú hvergi sjáanlegt enn sem komið er, og ger- ir það lítinn mismun. Þetta er þörf og fögur fyrirmynd í kveðskap. Ávöxtur hjónabands er að cins einn, það er barnið eða hörnin. í dýpstu og hreinustu merkingu er það hárrétt. Hjón geta eignast liundrað kýr og kálfa, sem og sauð- fé, með öðrum orðum, geta eignast lönd og lausa aura, en slíkt er al- deilis ekki ávöxtur hjónabands. Hvort fyrir sig getur, án Ixjóna- bands, eignast slíkt. Það er á- vöxtur fyrirhyggju og dugnaðar. Sama er að segja um andlegan frama og metorð, sem þeim hlotn- ast í hjónabandi. Það er ávöxtur þeirra dygða og andlega atgefis, sem maður og kona geta náð ut- an hjónabands, ef hæfileikar eru til. Gullfallegt orð, sem vér höfum lieyrt og séð á prenti, er það, að oft er fyrsta barn hjóna kallaður ást- arpantur, sem er náskyld þýðing á- vexti 'hjónabands. Hvort sem orðið pantur er laukrétt íslenzkt mál eða ekki, þá er t.d. trygðapantur mjög gamalt og gott orð. Þegar hjóna- efni gefa livort öðru hringa, sem æ- tíð eru og eiga að vera úr dýrasta málminum, sem vér þekkjum, og aldrei fölnar, nefnil. gullinu, ])á er það ástar eða trygðapantur; og þogar svo drottinn gefur lvessum hjónum barn, þá er það ástarpant- ur milli skaparans og þeirra. Þannig virðist oss, að sívakandi sólarljós hvíli yfir þessu fagra hug- taki. Og nákvæmlega sama er aðj segja um hitt hugtakið, ávöxtur hjónabands. Það á að eins eina! laukrélta merkingu og hún> er, sem fyr er sagt, barnið og börnin, sem spretta eins og blóm eða ávextir upj) af rót hjónabandsins. Flest skáld, sem vér könnumst við, eru vön að hrúga allri bless- j aninni á brúðhjónini í bráð og lengd. En hér er lengra og ráðvís- legar að orði komist. Alt er lagt yfir í komandi tíð, til barnsins, og ekki skorið við góm eða neglur: Engin verð= hækkun á 3 j Þegar allir hlutir hafa stigicS svo mjög í verði, CLm. Ulll síðan stríSið hófst, þá" hlýtur þaS aS vera ánægjuefni fyrir þá, sem meta gott kaffi, aS vita, aS engin verShækkun hefir átt sér staS á Red Rose kaffi á þremur árum, - og aukin sala á Red Rose kaffi á þeim tíma sýnir, aS verSiS er metiS. Fólk alstaSar virSist nú brúka meira kaffi en áSur. — Red Rose Te er drjúgt vegna yfir- burSa í gæSum, — en Red Rose Kaffi er bæSi gott og billegt—hvorttveggja kostir, sem meta má, nú á þessum stríSstímum. “Alla lifi um aldra manns ávöxtur þessa hjónabands.” Líklega mein- ar höf. ekki að barnið verði ódauð- legt eða undanþegið venju vors jarðneska lífs að enda við gröf og dauða, heldur hitt, að lán og gæfa, vegsemd og blessun verði því ó- dauðleg. Og var þá eina yfirsjón- in, sem vér sjáum á kvæðinu, sá, að nota ekki orðið ávextir í stað- inn fyrir ávöxtur, því aldrei er of margt af gæfu og lánsmönnum í heiminum. Yér viljum fastlega hvetja þenna merka og djúphygna höfund til að láta oss liafa meira af tækifæris- ljóðum, því þar sem svona aðdáan- lega er á stað farið—að eins fyrsta lagið—, þar hlýtur að vera djúp náina undir. Náma liugspeki og listar! Fagurfræðingur. -------o------- Gjafir frá Merid, Sask., í jólasjóð ísl. hermanna. (Sent >af Mrs. Th. Kolbinsson.) Mrs. S. Osgrímsson.........$1.25 E. Osgrímsson............. 1.00 G. Bjarnason............... 1.00 J. Bjarnason............... 1.00 J. Jölinson................ 2.00 M. Johnson................. 2.00 Th. Ingimarsson.............. 1.50 Mr. og Mrs. Ingimarson .. .. 1.00 Kolbinson’s................11.00 Mrs. J. Stocks............... 5.00 S. Bjornsson................. 1.00 Marengo, Sask. Mr. og Mrs. Mathhieson .. .. 2.00 Mr. og Mrs. Isberg......... 1.00 $30.75 Sokkar:—Mrs. Ingimarson, 2 pör: Mrs. Osgrímsson, 1 par; Mrs. Kol- binsson, 2 pör. öílum þessum gefendum er vott- að bezta þakklæti. -------o------- Samsteypustjórn verður mynduð. .Margir munu vera orðnir von- daufir um að hægt verði að mynda samsteypustjórn flokkanna á und- an komandi sambamdskosningum. Fyrirspurn um þetta var nýlega send til forsætisráðherrans af með- limi liberal flokksins 1 Vaneouver, P. E. Davies að nafni og sem er vel þektur lögmaður. Svar Sir Robert Bordens liefir nú verið birt í ensku blöðunum. Leggur hann áherziu á það, að tilgangur sinn sé að mynda samsteypustjórn á undan þossum kosningum, sem nú séu ó- umflýjanlegar. Segir hann að þetta hafi verið einlægur vilji sinn og nú í nærri fjóra manuði hafi liann gert alt sem í hans valdi hafi staðið til l>ess að koma þessu í framkvæmd. En hingað til hafi þessar tilraunir lians engan árangur borið sökum öflugrar mótspyrnu vissra manna. —Ef með engu móti verði hægt að koma á samsteypustjórn á undan kosiwngunum, segist hann tafar- laust stíga þau spor að koma henni á eftir kosningarnar, ef hann komist íil valda. — Þe^ta bréf Sir Roberts Borden liefir verið birt með hans leyfi. HEIMSKRINGLA er kærkominn gestur íslenzku hermönnnn- um. Vér sendum hana til vina y 5- ar hvar sem er í Evrópu, á hverrí viku, fyrir að eins 75c í 6 mánuði e5a $1.50 í 12 mánuði Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd Ungir Gripir TIL SÖLU MIKLA peninga má græða A því að kaupa unga gripi og ala þá upp. Ef þú ert að hugsa um þennan gróðaveg, kauptu þá gripina í stærsta gripamark- aði Yestur-Canada, og kauptu ó réttu verði. Skrifð eftir upp- lýsingum 1 dag—tll Colvin & Wodlinger Dept H, 310 Exehang* Bldg. Union Stock Yards, St. Bonifaoe, Man. GISLI GOODSðAH TIKSMIBUR. M*r*l TtrotU 8t o* N®tr» Dam« Ar«. **rry Mfl ttmrry fipf V.____________________ ■> Hafið þérborgað Heimskringlu ? Aflvéla og Bifreiða Eigendur: = Viltu spara þér 15 til 25% af Gasolín eíSa Steinolíu, sem þú brúkar? Ef svo er, þá skaltu kaupa Crouch Vaporizer Brúklegt á allar tegundir af Gasolínvélum og Bifreiðar. Hefir verið margpróíað,—á dráttvélum og við akurvinnu, og sparar sumum aflvéiia eigendum $2 á dag á eklsneyti þeirra. — Við v’erzlum einnig með Steinolíu-útbúnað, sem gerir yður unt að brúká steinolíu í stað gasolín, og sparar helming td kostnaði þeim, sem þú munt þurfa að mætia. VERÐ A VAPORIZER—$15.00 fyrir Dráttválar (tractors) og kyr- Stæðar vélar, sem hafa yfir 15 h. afl; minna en 15 h. a. $8.50; og fyrir bifreiðar $5.00. SENDIÐ PONTUN f DAG F.DA SKRIFIÐ EFTIR UPPl,-fSIIVGTJM The Saskatchewan Distributing Co. AValaKfnfar fyrlr Manitoba, Saakatchcwaa og Albertn 1809 Comwall Street. Dept. H REGINA, Sask.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.