Heimskringla - 27.09.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.09.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐ6IÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. SEPT. 1917. HEIMSKRINGLA (StofnnH 188«) Kemur út á hverjum Flmtudegi. tUgrefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Vert5 bla?5sins í Canada og Bandaríkj- unum $2.00 um árit5 (fyrirfram borgat5). Sent til lslands $2.00 (fyrirfram borgat5). Allar borganir sendist rátJsmanni blabs- ins. Póst et5a banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaður Skrifstofa: TM 9HERBROOKB STREET., WINNIPEO. P.O. Box 3171 Talnlml Garry 4110 I ■■■■ ..... ....... i WINNIPEG, MANITOBA, 27. SEPT. 1917 Starfsvið fréttablaðanna. Fréttablöðin ensku hér í landi eru yfir beila tekið “blöð fólksins”. Málið á þeim er'mál alþýðunnar og flest af því, sem þau færa lesendum sínum, er við alþýðu hæfi. Þeirra mesta kappsmál er að komast að hjartarótum alþýðunnar og öðlast hylli hennar. Með þetta markmið fyrir augum spara þau enga fyrirhöfn né tilkostnað; hika ekki við neitt, sem stuðlað getur til þess að efla vinsældir þeirra og ávinna þeim hylli á meðal alþýðunnar. Fréttaritarar þeirra eru alls staðar nálæg- ir. Engin hætta er svo stór, að ekki yfirstígi þeir hana með glöðu geði, ef þetta að eins getur leitt til þess, að þeir geti fært blöðum sínum sem nákvæmastar og beztar fréttir.— Þegar uppþot eiga sér stað í stórborgunum, eru fréttaritarar blaðanna þar staddir í miðri þvögunni, veita öllu nákvæma eftirtekt og innan skamjns tíma til þess að gera eru svo fréttir af þessu öllu saman komnar í blöðin. Lögreglan eltir aldrei svo þjófa eða morð- ingja, að ekki séu fréttaritararnir einhvers- staðar þarna nálægt. Ekki eru svo fá dæmi þess, að fréttaritarnir hafa orðið lögreglunni hlutskarpari að handsama stigamenn og bófa og draga þá fyrir dóm og lög. Þeíta eitt er fullnægjandi sönnun þess, að fréttaritarar stórblaðanna eiga fáa sína líka hvað dug, karlmensku og sanna hugprýði snertir. Hvort sem þeir síga í gljúfur, klifra fjöll, synda yfir straumharðar ár, ferðast á hest- baki yfir eyðisléttur eða á fílum yfir eyði- sanda, þá eru þeir ætíð jafn-ákveðnir og ó- eftirgefanlegir og brestur aldrei kjark eða áræði. Til þessara ferða senda ekki blöðin aðra en vöskustu menn, sem eru á bezta reki og sem mæta öllum örðugleikum með eld- móði æskumannsins. Saga fréttaritaranna er ekki með ósvipuð- um hreystiblæ og sögur æfintýramannnanna til forna, sem engar hættur óttuðust á sjó eða landi — sjóvíkinganna, sem bárust um höfin í æfintýraleit, og víkinganna, sem könnuðu óþekt lönd og ruddu nýjar leiðir. Fréttaritrarnir hafa frá fyrstu tíð sögu sinn- j ar verið svipaðir ofurhugar. Þeir láta ekk- * ert fyrir brjósti brenna og hopa ekki af hólmi þó um líf og dauða sé að tefla. — Þegar í stríð slær fyrir þjóðunum, er nær- vera fréttaritaranna þar sjálfsögð. Þeir j fylgja herfylkingunum að fremstu skotgröf- um og að fréttir birtast ekki nákvæmari frá orustum vígvallarins mörgum, er ekki sök fréttaritaranna. Hervöldin banna oft, að staðgreindar og ljósar fréttir fái að berast til óvinanna. En þrátt fyrir bann þetta, eru þó sendisveinar blaðanna einlægt í nálægð | við alt sögulegt, sem er að gerast á stríðs- j svæðunum og engir viðburðir þar fara fram ' hjá athygli þeirra. Frá mörgu er þeim leyft að skýra eins og þeim sjálfum sýnist við eiga, og þannig hafa blöðin getað birt marga hrífandi lýsingu af orustuvellinum. Tilkostnað mikinn hefir það í för með sér fyrir blöðin, að senda fréttaritara í allar áttir og láta þá elta uppi alt sögulegt, sem er að gerast hvar á hnettinum sem er Væri stofnun fréttablaðs eingöngu gróðafyrirtæki, 1 myndu þeir, sem að þessu standa, kinoka sér við að leggja sér á herðar annan eins kostn- að. En þeim, sem blöð eiga, er annara um það, að ná hylli lesenda sinna, en hrúga sam- an gullinu í sem stærstar dyngjur. Að blöð þeirra séu sem bezt úr garði ger, er þeim hið mesta kappsmál, og til þess að gera þetta framkvæmanlegt, horfa þeir hvorki í fjárkostnað né tímatöf. Vitanlega verður töluverðrar hroðvirkni vart hvað dagblöðin snertir, en til flestra- vikublaða er þolanlega vandað. Ritstjórum dagblaðanna gefst ekki kostur á að vega hverja frétt á metaskálum vísindanna, til þess er tíminn of naumur. Þeir verða að taka og birta fréttirnar eins og þær koma, og oft •g tíðum að hálfsegja söguna. Blaða útgef- endur, sem gefa út stórt fréttablað tvisvar á dag, mega ekki vera sofandi yfir starfi sínu, og kemur sér vel fyrir þá að hafa ötulum starfsmönnum á að skipa. Enda verður ekki annað sagt um starfsmenn blaðanna, en þeir eigi fáa líka hvað ötulleik og starfskapp snertir. Skemtandi og fræðandi ritgerðir flytja flest dagblöðin vikulega, birtast ritgerðir þær oftast í seinasta blaði vikunnar, sem vana- lega er mest vandað til. Til þess að semja ritgerðir þessar, eru fengnir meir og minna frægir rithöfundar og mentamenn og ekki horft í það þótt borga þurfi þeim há rit- laun. Alt finst blaðamönnum tilvinnandi til j þess að geta geðjast lesendunum og eins getið sér góðan orðstýr í blaðaheiminum. Vikublöðin ensku eru eðlilega vandaðri í. alla staði, en dagblöðin. Fréttir allar sam- andregnari og ítarlegri. Efnið fjölbreyttara frá fyrstu síðu til seinustu og frágangur all- ur betri. Má þó segja, að gegni furðu, hvað ytri frágangur ensku dagblaðanna flestra er yfirleitt góður, próófarkalestur og annað. Vitanlega eru blöð þessa lands misjöfn, bæði dagblöðin og vikublöðin. Sama lýs- ingin getur ekki átt við þau öll, og er það, j sem hér er sagt, miðað við betri blöðin yfir j heila tekið. — Og óhætt mun vera að full- j yrða, að ensku blöðin þoli fyllilega saman- burð við blöð allra annara þjóða. Hjá hvaða þjóð sem er, eru fréttablöðin f Ijósasti vottur um, á hvaða þroskastigi þjóð- in stendur. Framfarir, þroskun og menning þjóðanna birtist í blöðum þeirra og tímarit- um. Starfshringur blaðanna er þó stærri og víðari en tímaritanna. Þau ná meiri út- breiðslu, eru meir við alþýðuhæfi, meir sniðin eftir þörfum hennar og því sannasti spegillinn af hugsanalífi hennar. Tímaritin rista dýpra og fjalla oft um efni, sem öllum þorra alþýðunnar eru lítt skiljanleg. Til eru þó tímarit, er gera að stefnu sinni að vera sem allra alþýðlegust og birta ekki aðrar rit- gerðir en þær, sem alþýðan hefir fuil not af. I En af mentamönnum þjóðarinnar eru þeir í tiltölulega fáir, sem sú list er lagin, að semja ! þannig ritgerðir um vísindaleg efni, að al- i þýðan geti fylgst með í þessu og orðið efnið j ljóst. Blaðamennirnir sýna sjaldan mikla orð- | gnótt, en þeir kunna lag á að gera sig vel skiljanlega. Sá ritstjóri, sem dulur er og j torskilinn, er ekki líklegur til þess að njóta ajmennra vinsælda við ritstjórn fréttablaðs. Hér í landi eru til skólar, þar sem ritstjórnar- listin er kend og í skólum þessum er lögð einna mest áherzla á, að nemendurnir temji sér alþýðlegan stýl. Vegur og gengi blaðanna hér vex eftir því sem tímar líða. Áhrif þeirra verða meiri og meiri. — Þegar meiri hluti fréttablaðanna hallast á sömu sveifina í einhverju máli, þá eru úrslitin nokkurn veginn vís. Þessu til sönnunar má tilnefna sem dæmi vínbanns- málið hér í vestur-fylkjanum, og kvenrétt- inda málið — báðum þessum málum veittu öll helztu blöðin örugt fylgi og munu ekkí hafa átt minsta þáttinn í að sigurinn fékst. Sama er að segja um herskyldu málið nú í seinni tíð. Þátttöku þjóðarinnar í stríðinu hafa öll helztu blöðin líka eindregið stutt frá byrjun og áhrifum þeirra er einna mest að þakka, hvað unnist hefir, þráttt fyrir allan flokkaríg einstaklinganna og sundurlyndi. Þegar blöðin leggjast á eitt — og það flokksblöð, sem áður hafa verið andstæð— þá þarf engan kvíðboga að bera fyrir úrslit- um þess máls, sem borið er undir atkvæði þjóðarinnar. Sökum þess hvað íslenzka þjóðin er fá- menn, standa íslenzku blöðin illa að vígi, sér- staklega íslenzku blöðin hér í landi. Kaup- endur þeirra eru svo fáir, og það, sem lak- ara er, standa margir ekki í skilum eins og skyldi, sem hefir þær óumflýjanlegu afleið- ingar, að íslenzku blöðin eiga einlægt að stríða við meiri og minni fjárþröng. Fá- mennið íslenzka og í viðbót óskilvísi margra kaupenda gerir það að verkum, að leið ís- lenzkra blaða er alt annað en greiðfær leið. Með þessu blaði byrjar Heimskringla nýj- an árgang og hefir nú haldið hátíðlegan 31. afmælisdag sinn. Hún er elzt vikublað Islend- inga í Vesturheimi, og að hún tórir enn, er þeim kaupendum hennar að þakka, sem borgað hafa skilvíslega og stutt hana af dug og dáð frá því fyrsta. Þeirra góða fylgi og öruggu aðstoð vill hún líka kunna að meta réttilega og fyrir þetta mun ætíð tjá þeim beztu þakkir. Heimskringla hefir ekki farið varhluta af örðugleikum íslenzkra blaða. Alla þessa örðugleika hefir hún þó getað sigrað hingað til og vonar að svo verði einnig í framtíðinni. Að hún er ekki stærsta íslenzka blaðið hér í landi þó hún sé elzt að áratölu, stafar aðal- lega af því, að stundum hafa þeir menn að henni staðið, sem annara hefir verið um eigin vasa en að efla hag blaðs síns. Um núverandi eigendur Heimskringlu verður þetta þó ekki sagt. Þeir hafa sýnt það og sannað, að þeim sé ant um velferð blaðsins og hafa ekki horft í neinn tilkostnað til þess að gera það eins vel úr garði og föng eru á. Heimskringla hefir ætíð viljað vera blað fólksinr og frjálsra skoðana. Þetta hefir verið aðal stefna blaðsins frá því fyrsta, og þessari stefnu verður reynt að fylgja í fram- tíðinni. Að ljá þeim málum fylgi, sem mest stuðla að velferð einstaklmga og þjóðar, verður stefna Heimskringlu. *• - - - - - ■» Þingmannsefnið í Selkirk kjördæmi. I Lögbergi, sem út kom 29. ágúst síðastl., birtist löng lofgrein á fremstu síðu um J. Adamson, þingmannsefni liberala í Selkirk- kjördæmi. Mynd þessa mikilhæfa þjóðskör- ungs, sem byggir alla sína framtíðar velferð á atkvæðum útlendinganna, er birt og einnig hrúgað á mann þenna því iofi og skjalli, að annað eins hefir sjaldan sézt á prenti áður hér vestra. Hvort sem þessu öllu er vísvitandi logið af ritstjóra Lögbergs eða þetta er hjartans sannfæring hans, sprottin af einfeldni og vanþekkingu, gerir ekki svo mikinn mun; en hitt er eftirtektarverðara, hve mikið ósam- ræmi felst í þessum staðhæfingum hans og hve frámunalega klaufalega honum ferst þessi tilraun að gera Adamson þenna ódauð- legan í augum íslenzkra lesenda. Stærsta sönnun hans fyrir því, hve mikil- hæfur Adamason sé og hve fram úr skarandi álitlegt leiðtogaefni hann sé fyrir þjóðina, er það—að nú sé hann (Adamson) búinn að sýna og sanna með ljósum rökum, að hann sé á alt annari skoðun en Turriff, tengda- faðir hans! Á þetta að votta svo mikið andlegt “þrek”, hugrekki og dáð, að slíks séu tæplega dæmi! Eftir þessari rökfræði eru þeir menn, sem tengdum eru bundnir, réttnefnd andans mikilmenni og þjóðskörungar, ef þeir hafa “einurð” til að vera andstæðingar í stjórn- málum og fylgja sinni stefnunni hvor! Ef tveir bræður hafa einurð að vera annað en skoðanabræður í einhverju almennu máli, þá hafa þeir, samkvæmt þessari röksemnda- leiðslu, báðir, hvor um sig, sýnt, að þeir eigi hrös allra skilið fyrir andans dáð, drengskap og hugrekki. En rítstjóra Lögbergs hefir að Iíkindum ekki verið það vitanlegt, að hann væri með þessum ummælum sínum um Adamson engu síður að skjalla Turiff,, tengdaföðurinn! Hefir nokkur íslenzkur lesandi séð bág- bornara hrós um nokkurt þingmannsefni á undan kosningum? Þessi lofgrein Lögbergs ritstjórans um Adamson “lögmann”, ætti að verða heimsfræg—um leið og hún gerir þá Adamson og Turiff, tengdaföður hans, að heimsfrægum stjórnmálagörpum! Gal Lögbergs ritstjórans um að þetta dæmalausa “þingmannsefni til sambands- þings”, J. Adamson, — sem einurð hefir til þess að vera á alt annari skoðun en tengda- faðir hans — sé á móti “auðvaldinu” og að sjálfsögðu engu síður andstæður hnefarétti, það sver sig í ættina. Það er sama vísan og ritstjóri Lögbergs hefir raulað svo oft áður. Og fáir af íslenzkum borgurum, sem glöggskygni eiga til þess að sjá hlutina eins og þeir í raun og veru eru, munu taka mark á öðru eins. Adamson á að vefa á móti samsteypu- stjórn flokkanna, af því hann sé fólksins maður og Lauriers maður. Með því að vilja hefja Laurier til valda á hann að vera að sýna, hve hann sé fólkinu hollur. Laurier er andstæður herskyldu, sem að allra dómi er öruggasta ráðið til þess að hægt sé að senda hermönnum þjóðarinnar nægilega Iiðshjálp; þó á hann að vera fólksins leiðtogi—eftir þessu að dæma, á fólkinu að vera bókstaf- lega sama hver afdrif Canada hermannanna verða á Frakklandi. Um hvaða fólk er háttvirtur Lögbergs- ritstjórinn annars að tala? Ekki þó “útlend- ingana” hér í landi, Þjóðverjana og Austur- ríkismennina? Heldur hann að fólk þetta sé öll Canada þjóðin? Vafalaust er slíkt skoðun Adamsonar, þingmannsefnis, því nú lengi hefir hann ekkert tækifæri Iátið ónotað til þess að ávinna sér hylli útlendinganna í kjördæmi sínu. Hann hefir gengið á milli þeirra og lofsungið liberal flokkinn sem andstæðan stríði, and- stæðan herskyldu—eða, með öðrum orðum, andstæðan því, að hermönnum þjóðarinnar sé sú aðstoð veitt, sem komið getur að mestu gagni. Þó útlend- ingar þessir, sem hann hefir rætt þannig við, hafi ekki allir verið Þjóðverjar, hafa þeir þó margir verið meira og minna þýzksinn- aðir. Adamson er fæddur brezkur þegn og á bezta reki, en í stað þess að klæðast hermanna fötum, hefir hann valið sér þessa stefnu —og fyrir þetta hefir hann borið úr býtum fyrirlitningu þeirra sam- borgara hans, sem þekkja hann veb Það er ólíklegt að nokkur ís- lenzkur kjósandi, sem hugsar til íslenzku hermannanna á Frakk- Iandi, greiði atkvæði með öðrum eins manni. — Deilugreinar, eða með öðrum orðum skammir, eru oft réttlæt- anlegar, halli þær sér eingöngu að málefninu og sneiði hjá allri per- sónulegri illkvitni. En Iofgreinar um vissa menn, sem tvinnaðar eru staðlausum ósannindum og verstu lygum, eru með öllu óréttlætan- legar og ættu að skoðast “óalandi og óferjandi” í blaðamensku allra þjóða. Slíkar greinar er ekki hægt að láta hlutlausar; þær krefjast þess, að þeim sé einarðlega svarað. ------o------ Leikföng. (Erindi flutt af O. T. Johnson samkomu í TjaldbúSarkirkju 18. sept. 1917. -----Mörgum mun finnast um- ræðuefnið, sem eg hefi valið mér í kvöld, all einkennilegt. Ef til vill mun mörgum virðast það í meira lagi barnalegt, að gera leikföng æskunnar að efni í ræðu. Annað eins sé fullorðnu, rosknu og ráð- settu fólki tæplega boðlegt. Allir hafa bó einhvern tíma átt æskudaga, og þá haft yndi af leik- föngum æskunnar. Þessi lcikföng eru nú glötuð og týnd, en ekki gleymd; þau gleymast aldrei. Og vart mun nokkur sá einstaklingur vera til, sem ekki minnist ieikfanga sinna í æsku með hlýjum hug. Stafar þetta að líkindum af þvf, að þótt lífið taki á sig blæ þrosk unar við fullorðinsárin, eru ailir einstaklingar, bæði konur og karl- ar, þó í raun og veru alt af meira og minna barnalegir í sér og hafa til dauðans yndi af einhverri teg- und af leikföngum. Leikföng æskunnar eru mörg og taka breytingum eftir því sem börnin þroskast og eldast. Fyrstu leikföng barnsins eru ekki votturum hugsun eða skilning; eru vanalega einhverjir þeir hlutir, sem það annaðhvort lætur upp í sig eða handfjallar á þann hátí, að gera sem mestan ihávaða. Áður langt lfður tekur þó sál barnsins að vakna og eftirtektin að glæðast fyrir lífinu umhverfis. Leikföng þess votta þá töluverða hugsun og um leið draumalíf. Heima á íslandi léku börn sér að leggjum, skeljum og völum. Létu þau þetta vera búfénað af öllu tagi og er ekki annars getið en þau hafi stundað “búskapinn” með iðni og ástundunarsefmi. Hversdagslíf foreldranna birtist þannig sem heillandi draumsjón í leikjum barn- anna. Búsýsla fullorðna fólksins, annir og erfiði, varð að laðandi þrá í hugsun þeirra ungu. Þannig vaknar skilningur, hugsun og sál- arlíf barnsins—fæðist og þróast i draumsjónum ímyndunaraflsins. Þess er getið, að stöku drengir á Islandi hafi farið lengra í leikjum sínum, en tíðkaðist með aðra drengi á þeirra reki, og í stað þess að láta leggina vera ihesta, hafi þeir látið þá vera kappa úr Isiend- ingasögunum gömlu, sem lesnar Dodd’s Nýrna Pillur, góðar fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna og gigt, bakverk og gykurveiki. Dodd’s Kidney Pills, 50c. askjan eða sex öskjur fyrir $2.60, hjá ölluae lyfsölum eða frá The Dodd's Medi- cine Co. Toronto, Ont. voru á kvöldin. Hafa drengir þej*- ir vafalaust verið gæddir sterkaí* ímyndunarafli en alment gerðij* með aðra drengi á þeirra reki, *• að líkindum ekki verið eins b*- hneigðir. Ekki ólfklegt, að þefc hafi á fullorðinsárunum orðið tjf skáldum—sem 1 þá daga oftaí* urðu “auðnusljó” og sjaldam auðnurík. En hvort drengimir á Islandt höfðu leggina íyrir hesta, sem þela sáu í daglega lífinu, eða fyrir kapp- ana, sem þeir heyrðu lesið um, þá var þess ekki lengi að bíða, að þekr legðu þessi leikföng til síðu. Hu*- ur þeirra tók að ihneigjast að öðru. Tjaldið er eins og hafið í annaá sinn og byrjaður annar þáttur I . lífi barnanna á Eróni. Skilningur í þeirra hefir nú þroskhst og þau ' hafa míeira yndi af ljóðum og sög- um. Sál þeirra heillast út fyrir heimaliagana og hversdagslífið. Hver sumarnótt fær eins og nýj« birtu, og yfir allri fegurð, sei» auganu mætir, hvílir unaðsþrun*- inn æflntýrablær.-------- Og þessi saga barnanna á íslandi er engu síður saga allra barna f öðrum löndum. Leikföngin haf« verið önnur, en áhrifin bókstafleg* þau sömu. Börn fátæku stéttann* leika sér að margvíslegu glingri, sem þeim er gefið eða þau finna í kring um sig; börn ríka íólksin* fá skrautleg leikföng og kostbær — en öll þessi leikföng, fátækleg eöm ríkmannleg, fá þó á sig einhverj* sérstaka mynd 1 draumalífi barn*- ins. En tíminn breytist og lcikföngi* með. Meiri andleg þroskun færhr með sér ný leikföng og þau fyrfi leggjast til síðu. Dagar æskunna» eru eins og spegill af þroska-lög- máli lífsins. Oft leika börnin sér með ærslu* og hávaða. Eftirtektavert er þó,. hve mikill alvöruhlær cr yfir flest- um leikjum þeirra. Svipur litlu stúlkunnar, sem tæpitungu geriv sér við brúðu sína, er alvörusemim sjálf. Látalefkir barnanna eru flestir fólgnir í því, að þau eru a5 reyna að stæla alvöru fullorðna fólksins. — Vigfús á Hala vildi verða ‘'hjón” og engum minsta vafa er bundið, að þá stundina va» honum blá alvara. Þessi alvara, sem einkennir leikí barnanna, hefir þroskandi áhrif á þau. ólæti þeirra, þegar þau brjók- ast um 1 algleymingi, verka aftur í gagnstæða átt. Gullvæg uppeldisregla góðra foí- eldra er að leyfa börnunum að leika sér og amast ekki við að þaú gefi ímyndunarafli sínu lausam tauminn. Með þvf að segja þeim kynjiasögur, leitast foreldrarnij við að vekja fmyndunarafl barna sinna. Og þetta virðist hafa til- ætluð áhrif. — Eins og vöðvar verkamannsins stælast við örðu@a vinnu, eins þroskast heili barn- anna við hvert umhugsunarefni, sem hægt er að laða sál þeirra að og sem þau eru fáanleg til þess glíma við. Góðir foreldrar hafa lag á að vekja hugsun barna sinna o* FORTME JL KIDNEYS Frá öllum pörtum veraldar fáum vér þakklætis-bréf vib- víkjandi verkunum Gin Pills á nýrnaveiki. Frá Jamaica — þar sem nvTki?5 selt af Gin Pills—, kom þetta bréf nýlega:— “Eg vann í bú?5 í Jamaica, en var?5 ab hætta vegna nýrna sjúkdóms. Eg keypti eina öskju af Gin Pills í einni lyfjabúbinni, og á?5ur en eg var klár meí hana, var eg orbinn svo mikib betri, a?5 eg gat farib a?5 vinna aftur. __Eg rá?51ag?5i vinum mínum a?5 reyna þær vi?5 sama sjúkdómi og þær höf?Su sömu verkanir á þá. “Eg mætti bæta því vi?5, a?5 eg reyndi margs konar me?5ul í Jamaica, á?5ur en eg reyndi Gin Pills. Me?5 vinsemd, Thomas Price, Bog Walk, Jamaicia.” Ef þú þjáist af bakverk, bólgnum li?5um, megnum höfu?J- verk, gigt, li?5agigt e?5a ö?5rum kvillum, sem stafa af sýktum nýrum, þá skrifa?5u eftir Gin Pills til reynslu—frítt. E?5a þú getur keypt þær í lyfjabúbum á 60c öskjuna, e?5a 6 öskjur fyrir $2.60. Natlonal Drug nn<l Chemical Co. of Canada, MmHcd Dept. “J” Toronto, Ont.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.