Heimskringla


Heimskringla - 27.09.1917, Qupperneq 6

Heimskringla - 27.09.1917, Qupperneq 6
6. BLAÐSIÐÁ HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. SEPT. 1917. t — VILTUR \TE,/r^ A D & :: SkíId,aí*eftir :: V EiUAlV * Rex Beach Síðasta nótt þessarar sjóferSar var komin og eftirvæntingar hugur vaknaSur hjá öllum viS aS finna á sér aS lending vaeri í nánd. LeiSindi allra, sem gert höfSu vart viS sig fyrstu dagana um borS á skipinu, voru nú um garS gengin og var þaS meS hálfgerSri eftirsjá, aS menn hugsuSu til þess aS stíga af skipsfjöl og skilja viS skemtilegt samferSa- fólk og nýja vini. Heimahagamir stóSu ekki skýr- ir fyrir hugskotssjónum lengur, þeir voru nú aS verSa einhvern veginn máSir og eins og aS vefjast í jjoku óljósra endurminninga — þegar fram undan blasti nýtt land, eins og nýr og ókannaSur heimur. Kirk hlaut aS viSurkenna meS sjálfum sér, aS tilbreyting þessi væri hin ánægjulegasta og fann nú til minni löngunar en áSur aS halda tafarlaust heimleiSis. Er hann nú gekk til og frá um þilfariS varS hann þess var, aS sterk þrá væri farin aS vakna hjá honum aS sjá meira af þeirri björtu og hlýju ÁumardýrS, sem nú umkringdi hann, og aS þrá þessi kæfSi heimfararhug hans í bili. Fanst honum þaS jafnvel vera mjög aSlaSandi í alla staSi, aS mega dvelja á þessum stöSvom um stund- arsakir — ef annir hans heima fyrir aS eins höml- uSu honum ekki frá því! Frú Cortlandt kom út til hans og gengu þau um þilfariS um stund og töIuSu um hitt og þetta. KvöldiS var of yndislegt til þess aS gengiS væri snemma til hvílu. Voru farþegarnir því lengi næt- ur á þiljum uppi og sátu þau Kirk og frú Cortlandt hliS viS hliS aS vanda í sínum merktu farþegastól- um. Ráku spurningar hans hver aSra, er vottuSu ljóslega, hve ant honum væri orSiS um aS afla sér sem mestrar þekkingar á landinu mikla fram undan. “Þú hefir rétt fyrir þér," mælti hún; “þú ferS á mis viS allan aSal-kjarnann, ef þú þekkir ekki sög- una á bak viS. Nú erum viS til dæmis aS nálgast “Spönsku eyjarnar”, sem frá fyrstu tíS hafa veriS alþektar stöSvar rómantiskra viSburSa og æfin- týra." “Lengi vel fýsti mig aS gerast sjóræningi,” sagSi Kirk alvörugefinn, “þangaS til eg var fimtán ára. Þá fór mig aS langa til aS eiga sætindaverzlun." “Skip Sir Henry Morgans og galeiSur hans hátignar Philippusar Spánverja konungs sigldu forSum eftir þes3um höfum. Þarna fyrir handan” ---nú benti hún viShafnarlega í austur og norSur- átt — “eru stöSvar þær, þar sem hinir fornu sjó- garpar Englands lágu og biSu eftir bráS sinni. Fyrir framan okkur eru strendur þær, er Pizarro forSum ataSi í blóSi. ViS erum nú aS nálga3t elzta landiS hérna megin á hnettinum, þar sem menn bjuggu í friSi og spekt, þegar meginiS af Evrópu var í eySi. AS líkindum hrífur slíkt meira á í- myndunarafl kvenmanns en karlmanns; í mínum augum er þaS aS minsta kosti mjög aSlaSandi.” Kirk hneigSi sig hugfanginn og mælti svo: “Eg vildi mikiS til þess gefa aS hafa annaS eins vald á málinu og þú,” ViS þetta skjall hans hló Edith Cortlandt eins og himinlifandi skólastúlka. “Eg er ekki gædd skáldlegri andagift,” sagSi hún, “en hér er alt svo unaSsríkt og fagurt, aS maS- ur fær ekki varist þess aS fyllast af aSdáun.” “Eg er farinn aS veita þessu eftirtekt. Ef til vill orsakast þetta af loftslaginu.” “Getur veriS. AS minsta kosti heillar alt hér hug minn. HefirSu annars nokkurn tíma hugsaS út í þaS, hve stórkostlegir ofurhugar og framúr- skarandi sægarpar feSurnir hafi hlotiS aS vera, er forSum sigldu um þessi óþektu höf í opnum smá- bátum?" “MarkmiS þeirra var aS finna styttri siglingar- leiS til Vestur-Indiu eyjanna, var ekki svo?" “Já. Og þeir voru vaskir og hugprúSir, hvar sem þeir fóru, þessir garpar IiSinnar tíSar. Þeir voru menn í orSsins réttasta skilningi — þá brast aldrei dug né áræSi. Þeir eiga fáa sína líka, hvaS karlmensku og hugprýSi snertir, þeir Bastida, Nicu- esa, Balboa, Pedrarias og margir fleiri. Þeir voru harSir í horn aS taka og kúguSu íbúana á allar lundir, en umddu þó leiS siSmenningarinnar. Vissu- lega reyndu Spánverjar aS hafa bætandi áhrif á Indverja, en nýlendulíf þeirra varS ekki ólíkt lífi þeirra heima fyrir, aS eins enn rómantiskara og til- breytilegra. Hve nær sem eg fer í gegn um þessa staSi, sé eg í anda stóra kastala og vegleg musteri í staS niSurhrundra rústa, sem nú getur þarna aS líta. Og í staS iSjuleysingjanna, sem nú ráfa um sölutorgin, sé eg hertýgjaSa riddara og skrautklædd hefSarkvendi.” “Er ekki neitt af fallegu kvenfólki þar eftir?" “Ekki neitt líkt því, sem áSur var.” “HvaS varS um öll mUsterin, hertýgjuSu hetj- urnar og alt annaS?" “ÞaS er löng saga aS segja frá því. Margra orsaka vegna gat slíkt ekki haldist til lengdar. Stjórn Spánverja var ekki eins ill og alment er haldiS, en alt fór of hröSum skrefum og iSnaSur- inn í landinu var enginn. MiS-Ameríka var á þeim dögum, í fáum orSum sagt, fjárhirzla veraldarinn- ar, og innbyrSis stríS og óeirSir áttu sér þar st«?S. ; SySri nýlendurnar yfir heila tekiS tóku aldrei eins miklum framförum og þær, sem norSar voru, og þegar frá leiS gekk öll framför þeirra alveg til ’þurSar. Kirkjurnar fúnuSu niSur og voru ekki bygSar aftur. Spánverski kynstofninn dó út og í hans staS óx upp byltingagjörn kynslóS, óeirSar- söm og klækjótt. Jafnvel þegar fylkin fengu sjálf- stjórn, var samúSin ekki nóg til aS skapa öfluga þjóS. Panama varS þá aS pestar-holu, þar sem alls kyns óþjóSalýSur safnaSist saman úr öllum áttum. Ibúarnir urSu veikir á sálu og líkama og siSferSislega á lágu stigi. Þeir viShéldu ekki öSru en ilsku forfeSranna. Hér og þar rekst maSur þó á ættareinkenni, sem votta hinn fyrri kynstofn, eins og silfurþræSi í fúnu fati, en aS eins hér og þar, og hafa flestir þessir silfurþræSir óhreinkast af fatinu, sem þeir eru í.” “Þetta hlýtur aS vera eftirtektarverSur og skemtilegur staSur,” svaraSi Kirk og var kými- leitur. “AS minsta kosti vekur hann hjá manni ýmsar hugleiSingar. Tökum til dæmis skipaskurSinn. Fyrst koma Frakkar til sögu hans, leiddir af draum- sjónamanni; leggja fram auSlegS heils ríkis meS þaS takmark fyrir augum, aS gera allan heiminn skattskyldan sér. Fyrir þeim vakti, eins og þú skil- ur, ekki annaS en auSgræSgin ein. — Spánverjar kúga íbúana til aS byrja meS og Frakkar koma á eftir, knúSir áfram af auSgræSgi og þrá til þess aS geta heimt skatt af öllum heimi. Vissulega virSist staSur þessi hafa undarlegt aSdráttarafl. Frakkar töpuSu heilum her í þessu braski sínu; alt varS gegn- sýrt af fjárglæírasvikum og fyrirtækiS endaSi í skömm og skaSa. Þannig hafa Spánverjar og Frakkar komiS og fariS og aS endingu gerum viS Bandaríkjamenn innreiS okkar. VirSist þaS guSs ráSstöfun og vilji, aS yngsta og kjarnamesta þjóS heimsins skuli þannig vera send til þess aS hreinsa til í þessum óskaplega staS." "Herra trúr! Fyr hefi eg aldrei athugaS þetta í þessu ljósi." “Þetta er stórt verk og mikils vert, herra Anthony, og aS grafa skurSinn er minsti partur þess. ÞaS verSur annaS meira aS gera. Eftir aS menn hafa mannast og siSast, fara þeir aS hafa þörf fyrir ann- aS meira en mat og drykk og klæSi, — á sama hátt þarfnast þjóSirnar meira landrýmis, er þær stækka — bæSi þjóSir og einstaklingar rétta því úr sér viS hvern þroskabyr og girnast meiri auS og völd. Áform okkar aS grafa skurSinn er ekki ólíkt lend- ingu annars Columbusar; landvinningurinn kemur á eftir. HvaS svo tekur viS, veit enginn. Ef til vill meira stríS, meiri rándeildir, meiri óeir3ar-um- brot.” “Þú talar, sem værir þú karlmaSur,” mælti Kirk meS aSdáun. “Eg hélt ekki, aS þú hefSir yfir öSru eins víSsýni aS búa.” “Þú gerir gys aS mér.” “Nei, öSru nær." “Þetta verSur alt skiljanlgera, er þú tekur til greina, hve góS kynni af landi þessu eg hefi í gegn um starf manns míns. En hvaS skáldlegu hliSinni viSvíkur, þá eru flestar konur rómantiskar og í- myndunargjarnar, býst eg viS, — og vissulega var þín góSa áheyrn örfandi.” “Eg get ekki boriS um þaS, — en hafSi þó vissulega gaman af aS heyra þig tala.” Hún leit til hans og sá hann, aS augnaráS hennar var alvar- legt, en þó um leiS bjart og aSlaSandi. “Eg var aS hugsa um þaS, sem þú sagSir viS mig nýlega,” hélt hann áfram. “Manstu hvaS þaS var?” “ÞaS gleSur mig, aS hafa getaS komiS þér til aS hugsa um annaS en knattleiki. Varstu aS hugsa um stúlkuna, sem eg nefndi viS þig?” “Já," svaraSi hann hreinskilnislega. “Eg var aS brjóta heilann um þaS, hvort þú myndir eiga nokkra systur, — ógifta systur, á eg viS.” Frú Cortlandt hló glaSlega. “Nei, eg á enga systur. Vil samt kunna aS meta tilgátu þína — eigi hún aS skoSast sem skjallyrSi í minn garS.” ' “Já; Eg vona þú misvirSir þaS ekki.” "Engan veginn. Veit nú meS vissu, aS eg skoSaSi þig rétt. ÞaS þarf kvenmann til sögunnar, til þess aS gera mann úr þér.” “HvaS eg er mæSinn, hélt eg vera minn stærsta galla,” svaraSi hinn ungi íþróttamaSur dapurlega. “En nú sé eg, aS þaS eru ekki lungu mín, sem þarfnast lækningar, heldur hjartaÖ!” "Hjarta þitt er ekki sjúkt, heldur sofandi; en margir vegir eru til þess aS vekja viS sofandi hjörtu karlmannanna. — Nú minnist eg sögu, er eg eitt sinn heyrSi. Þegar eg var einu sinni stödd í New Orleans, snæddi eg morgunverS í frönsku matsölu- húsi einu, sem orSlagt var fyrir góSan, beina. Allir borSgestirnir urSu aS skrifa nafn sitt í skrá eina, og þegar eg var aS skrifa nafn mitt þar, sá eg aS ein- hver hafSi skrifaS þar á eftir nafni sínu þessi orS: “Kæra Maddama Begue! Þín ágæta "lifur" hefir snert hjarta mitt.—Sagan var aS maSur þessi hefSi veriS ástfanginn í konu matsöluhúss eigandans.” “HeyrSu.” sva’-aSi Kirk al! vandræSalega. "Þetta er aS gera mér rangt til. Svo kaldur og snauSur andlega er eg ekki, aS eg setji tilfinningar hjartans í sambandi viS mína góSu matarlyst.” “Eg átti ekki viS þaS. Var aS eins aS benda á, hve margvíslegir vegir væru til hjarta sumra manna. HvaS þig snertir, vaknar þú ef til vill á annan hátt --- ein hve nær sem þaS verSur, leiSir þaS til góSs fyrir þig." “VerSi þetta matreiSslukona, vona eg aS hún verSi ekki frönsk. ÞaS væri óbærilegt.” “ÞaS er vonandi, aS þú mætir einhverri góSri Bandaríkjastúlku á meSan þú dvelur hér.” "Hví ekki Senoritu? Þú hefir vakiS aSdáun hjá mér fyrir Senorítunum spönsku.” Frú Cortlandt hristi höfuSiS. “Bíddu viS þangaS til þú hefir séS þær,” sagSi hún. “Eg sé sjálfan mig í anda standandi undir hús- glugga um bjart tunglskins kvöld, spilandi á gítar og syngjandi undir.” “Slíkt þekkist ekki lengur. Panama er aS enskast. — BifreiSin er komin í staSinn fyrir gít- arinn." “Og alt hiS romantiska líf horfiS?” “ÞaS líf hverfur hvergi — birtist aS eins í mis- munandi myndum. En svo viS breytum umtals- efni”—nú kom dálítiS hik á frá Cortlandt—, ”þá heyrSi eg þig segja gjaldkeranum um daginn frá fjárhagskröggum þínum; getur herra Cortlandt ekki komiS þér til aSstoSar í þeim sökum?” “Eg er þér mjög þakklátur,” flýtti Kirk sér aS svara og roSnaSi eins og skóladrengur. “En eg þarfnast einskis. Gamli maSurinn sendir mér alla þá peninga, sem mig vanhagar um, undir eins og eg get komiS til hans skeyti. — Veit—herra Cortlandt um kringumstæSur mínar?" “Nei.” “Jæja, þá vil eg biSja þig aS segja honum ekk- ert frá þessu. Eg sár fyrirverS mig af öllu saman. —Ertu á förum?" “Já, þaS er orSiS framorSiS. Þjónustustúlkan bíSur mín.” “AS þú ferS, er mér hrygSarefni. LífiS um borS á skipi er tómlegt, ef maSur hefir engan aS tala viS.” Hann hristi hönd hennar ákaft, alve~ eins og hann væri aS kveSja leikbróSur eftír nýaí- staSinn knattleik. “Þú hefir sýnt mér sanna vin- áttu í ferS þessari—vildi eg gjarnan aÖ þú værir systir mín. Stærri ósk á eg ekki til.” Hún skildi viS hann meS björtu og þýSu brosi. Fanst honum nú, er hann sat einn eftir og hugsaSi um hana, aS hún gæti ekki veriS mikiS eldri en hann, eftir alt saman. Herra Cortlandt var aS bíSa eftir konu sinni og stóS kurteislega á fætur, er hún kom inn í káetu þeirra. “SendirSu Annettu eftir mérV" spurSi hún. “Já, eg hélt þú værir alveg búin aS gleyma tím- anum. ViS verSum aS rísa úr rekkju klukkan sex meS morgni.” "Eg vissi vel hvaS tíma leiS, góSi minn,” svar- aSi hún kuldalega. “Eg var aS tala viS herra Anthony.” “HefirSu svo mikiS yndi af aS tala viS hann?” “Já, mér geSjast hann vel.” “En hann virSist þó eitthvaS unggæSislegur.— Eg verS þess var, aS margir af farþegunum eru farnir aS veita eftirtekt kunningsskap þínum viS hann.” Frú Cortlandt ypti öxlum. "Eg bjóst viS því. Skiftir þaS þig nokkru?” Hann brosti, kaldur og rólegur. “Ekki þaS minsta,” svaraSi hann. "Ef hann þarfnast hjálpar á meSan hann er í Panama, þá þætti mér vænt um, aS þú vildir aS- stoSa hann.” Spe/lvirkjarnir Skáldsaga eftir Rex Beach, þýdd af S. G. Thorarensen. — Bók þessi er nú fullprentuð og er til sölu á skrifstofu Heimskringlu. Bókin er 320 bls. að stærð og kostar 50c., send póstfrítt. Sendið pantanir yðar í dag. Bók þessi verður send hvert sem er fyrir 50c. Yér borgum burðargjald. The Viking Press, Ltd. P.O. Box 3171, Winnlpeg - “Skortir hann fé?” “Já, og margt annaS. Hann skildi viS Nevr York mjög skyndilega.” Er þetta ekki aS fara of langt? Eins og þú veizt, geSjast mér illa aS þessum manni.” Frú Cortlandt lét brýrnar síga. “Óþarfi er aS eySa orSum um þaS,” sagSi hún. “Eg fullvissaSi hann um aSstoS okkar, ef hann þarfnaSist ein- hvers—og þar meS er málinu lokiS.” “ÞaS er satt,” svaraSi hann og daufur roSi flaug allra snöggvast út í hinar fölu kinnar hans. VI. KAPITULI. Þegar Kirk kom upp á þilfariS næsta morgun, var Santa Cruz aS skríSa inn aS höfninni í Colon. Landþokan huldi alt útsýni, en í gegn um hana sá hann þó móta fyrir lágum fjalIgarSi langt í burtu, en nær sá hann standa röS af húsum_____þetta hlaut aS vera borgin. SkipiS nam viS akkeri fram und- an þeim staS, þar sem Kirk eygSi lítinn og fátæk- legan vita og langar raSir af íveruhúsum, sem voru hálf hulin á bak viS lítil pálmaviSar tré, og sá Kirk þá skógi vaxnar hlíSar og græna hálsa á landi uppi, —í fáum orSum sagt blasti viS augum hans tilkomu- mikil og fjölbreytt náttúrufegurS. Bátur var sendur úr landi. Brytinn gekk í kring á milli farþeganna og tilkynti þeim, aS þá alla yrSi læknir aS skoSa áSur landganga væri leyfS. Kirk rakst á þau Cortlandt hjónin uppi á þil- farinu. “HvaS á nú aS gera?” spurSi hann. "Bólusetning stendur nú yfir," svaraSi Cort- landt stuttlega. "Strangar reglur eru hér hvaS all- ar sóttvarnir snertir.” “Lengi geysuSu hér drepsóttir daglega,”' bætti kona hans viS. “Þegar viS dvöldum hér fyrir fimm árum sfSan, hrundu bæSi karlar og konur hér niSur í tugatali á hverjum degi. Ekki varS gengiS svo þvers fótar, aS maSur ræki sig ekki á líkfylgd.” “Hvílíkur ciaÖur fyrir mig, aS eySa sumar hví.durdögum r.iím m í,” svaraSi Kirk'. “Ef eg !: hcr hcrbergi yfir líkgeymslu húsinu og veriS í fæSi h;á grefanarstjóranum, þá ætti eg aS geta notiS hér beztu aShlynningar.” “Guluveikin er hér ekki til lengur, hefir nú veriS gerS landræk ásamt öSrum drepsóttum,” sagSi Cortlandt. “Hefir þú í hyggju aS fara til Panama borgar eSa vera kyr hér í Colon?” “Eg vil helzt vera kyr um borS á skipinu; þá kemst þaS ekki heim án mín,” svaraSi Kirk. Eftir aS læknarnir voru búnir aS skoSa hann, fór hann aS vanda til gjaldkerans til þess aS kynna honum áform sín. “Þú verSur þá aS semja um þaS viS umboSs- mann skipsins,” sVaraSi gjaldkerinn honum. “AS dvelja um borS á skipi viS akkeri, kostar sama og á góSri gististöÖ." “Tafarlaust og eg get sent skeyti til föSur míns eftir peningum.” Gjaldkerinn hristi höfuSiS. “Þessi leikur þinn er nú orSinn þýSingarlaus, herra Locke,” sagSi hann. “Eg heiti Anthony.” “ViS leikum engin hættuspil. Ef þú borgar ekki, hlýt eg aS gera þaÖ. En taktu nú eftir, sé þér ant um aS heyra skoSun mína á þér, herra Anthony Locke.” “Ekki kvelst eg af neinni sérstakri löngun í þá átt, — en hver er skoSun þín?” “Til aS byrja meS, held eg aS nafn þitt sé hvorki Locke né Anthony.” “UndraverS skarpskygni." “Og held ekki heldur, aS þér verSi sendir nein- ir peningar heiman aS.” “Hvílíkar gáfur!” “Og held þú sért einskis virSi.” "ÞaS eru fleiri en þú þeirrar skoSunar. En hvaS er þetta því viSkomandi, aÖ eg fái aS sofa um borS á skipinu Santa Cruz?” "Þú verÖur þá aS borga okkur gistinguna fyrir fram. Þú ert ekki eins heimskur og þú ert aS reyna aS gera þig.” “Þetta er óviSjafnanlegt skjall,” svaraSi Kirk, “en nú skal eg veSja viS þig—” “ViS hvaS áttu?" “AS skoSun þín á mér eigi eftir aS breytast. Eg er ekki meS nein látalæti—er fyllilega eins heimskur og eg sýnist vera og er reiöubúinn aS sanna þetta. Skal eg veSja hring mínum á móti skyrtum þínum, aS nafn mitt er Anthony, og geti eg ekki fengiÖ bráSlega peninga fyrir farbréfiS til New York, máttu eiga hringinn.” “Jæja, en ekki tek eg á mig aS borga kostnaS þinn hér í millitíÖinni.” Gjaldkerinn var fram úr skarandi aSgætinn náungi. “ÞaS er gott og blessaS. Eg neySist þá til aS leita á náSir annara. Hlýt þá aS halda í land tafar- laust og taka skyrtur þínar meS mér.” Nú var veriS aS setja skipiS í lægi og voru skipakvíarnar troSfullar af fólki. Þarna gat aS líta eftirlitsmenn í gráum einkennist íningum, blá- klædda lögregluþjóna og kaupmenn af öllu tagi í fötum meS öllum litum regnbogans. Hér og þar sáust Bandaríkjamenn á gangi og veitti Kirk því eftirtekt, aS þeir flestir virtust vera menn á bezta reki, voru allir veSurbitnir og hinir karlmannleg- ustu.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.