Heimskringla - 18.10.1917, Blaðsíða 3

Heimskringla - 18.10.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 18. OKT. 1917 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA 'um fjá.rv>eiting til herkostnaðar sé samþykt, a<5 upphæð $11,000,000,000. 13. sept. — Síða>sta tilraun með Frolsis - loftvélina auglýst incð heppilegum árangri. Ameríska hervélin ger að amerískum hætti. Það er auðvelt að segja, að marga þessarra hluta hefði mátt vera bú- ið að gera iyrir einum tveim árum, en lýðveldin haga ekki fram- kvæmdum sírnum á þann hátt. Jafnvel eftir að stríðið hófst vörð- um við Englendingar tveim árum til þess að velta því fyrir okkur, hvort við ættum allir að taka þátt í 'sömu fórninni í sambandi við herþjónustu, og Kanada var að rökræða það vandamál þangað til fyrir fám dögum. Hver þjóð verður að haga her- búnaði eftir sínum eigin hætti. Engin þjóð virðist læra mikið af nokkurri annarri. Amerísku her- vélina er verið að gera oftir ame- rískum hætti. Vel má það vera, að hún verði með ýinsum göllum. En hvað sem um það verður, verður hún voldug kylfa til að lemja prússnoska hervaldið í mul. Amerfkumenn eru komnir út í stríðið með allri þeirri karlmensku lund og ákafa, sem voldug þjóð á í fari sínu. Með þeim -ummælum endar Northcliffe mál sitt. Herskattur Bandaríkjanna. Við þessar einkar fróðlegu og vel sömdu ritgerðir eftir Northcliffe lávarð á ekki llla við að bæta á- kvæðum laganna, sem Bandaríkin hafa samþykt, um herskatt. Mönn- nm hér í Kamada ætti að vera býsna mikil forvitni á að fá nokk- urn veginn greinilegt yfirlit yfir, hvað þjóðin er á sig að leggja, til að taka þátt f stríði þessu. bögin um herskatt gengu í garð f Bandaríkjum 4. október, nema í fáeinum smáatriðum. Mönnum hef- ir talist svo til, að hann veitti þjóð- inni fcekjur að upphæð $2,700 niiljónir. Ákvæði laga þessarra snerta hér um bil hvern einasfca nugsanlegan hlut frá vöggu til krafar, hvort sem í hlut á auðugur «ða öreigi. bjálfsagt er ýmislegt í sambandi við lög þessi, sem er ófullkomið og ef til vill ranglátt, eins og verða vill f aiiri þess konar löggjöf mannanna. Fremur virðist það óréttlátt að maður, ®em hefir $4,000 tekjur eða ineira, þarf ekki að gjalda skatt af 200 dollars fyrir hvert barn, sem hann á, en ekkert tillit tekið til nianns, sem einungis vinnur fyrir Í2.000 um árið, hvað mörg börn, hann kann að eiga. Verður það tilfinnanlegast þeim, sem í þossum iflokki eru, og þeir eru margir; og eiga sumir 5 til 10 börn sjá fyrir. Blöðin benda á, að harðrétti sé, sfmskeytið frá börnum til for- mdra, sem færir þá fregn að þau 8 orðin afi og amima, skuli kosta 5 oenfcum meira en verið hefir eftir 1. n v. Blöð, sem daglega senda og veita viðtöku imörgum símskeytum, hykjast verða fyrir miklurn útlát- herskatturinn fylgi manni i vöggu jj] gra,far g^sj; af þvf, ag yrsta barnamoldin, sem notuð er *nda iivítvoðungnum, er í flokki S, reyi:iiyfja. sem gjaida verður * atfc nf. til að hjálpa stjórninni .e bf 1 stríðsþarfa. Og þegar er «m ver deyr, eru skattkröfumenn, em fmfmta skiatt ifyrir hönd stjóm- '?.nar ai arf*num, sem er eftir Vi * U,ln ’ bnnn nemur einum af nn raði á $50,000 og tíu af hundr- *ni á einni miljón. f' rá fæðingu til dánardægurs eru es ar afchafnir mannsins skatt- Sildar. En mest verða þeir að gjalda, H ™est hafa ffrœtt á stríðinu og r ban sérlega sanngjarnt. Sá gróði r cikna mikill, enda verður hér . helmingur þeirrar fjárupp- » ar, sem herskatturinn leggur Wóðina, tekinn af þeim gróða. £á sem rifcar bréfspjald og sendir . unnmgja sfnum, rekur sig á, að ann verður að greiða herskatt, v bosfcar 2 eent að senda bréfspjald með pósti, en sendibréf 3 cent eins og hér f Kanada. Þeir, sem fara ,sér til skemtunar * hreyfimyndasýning, verða að g*eta þess, að þeir eru lfka eltir af herskattinum, eé meira en 5 cent greiða fyrir aðgöngumiða. Her- skatturinn er á hælunum á öllum beim, sem leifca sér skemtana, frá manninum sem situr á efstu svöl- ”m ieikhússins og til þess, sem sit- *r f stúkunni. fufkatta frfmerki verða á öllum iolda þess, sem kaupa verður til mennra þarfa og nemur sú upp- sem náð verður með þeim h»tti, ekki minna en $30,000,000. Á **nn hátt nær stjórnin f þann, *em lítið fé hefir. En hann getur wtur huggað aig Við, að skattur- / Þeim vörujn. som hann sízt ill án vera, aro sem kaffi, tei og sykri, var strikaður út úr frum- varpinu. Menn, sem lítil efni hafa, ekki síður en auðmenn, verða að kenna á þeirri grein laganna, sem íjallar um tekju skafctinn. Venjulegar upphæðir hafa verið tvöfaldaðar. Enginn getur nú krafist undan- þágu stærri upphæðar en $1,000, þegar ógiftir menn eiga I hlut, en $2,000, þegar giftir menn eru annars vegar. Aukaskattur er lagður á árstekj- ur, sem meiri eru en $5,000 og nem- ur hann einum til fimtíu af hundr- aði. Hámarki sínu nær skafcturinn, þegar árstekjur eru meiri en ein miljón dollara. Þessi grein um aukaskattinn er búist við að gefi stjórninni $6,000,000. Margvíslegir skatfcar eru lagðir á alls konar iðnað. Herskattur er lagður á hvert fet af hreyfimynd- um, gummí, sem tuggið er, bifreið- ar, hljóðfæri og gulistáz. Hyggist einhver að drekkja sorg- um sínum í áfengi eða senda þær upp f loftið með reyknum, verður hann þess var, að iverskatturinn lætur hann jafnvel ekki í friði við þefcta. Skatta álögur á drykkjar- föngum og reyktóbaki hafa verið hækkaðar að mun. Skattur á whisky er nú $2.10 á hverri gallónu og $2.50 á hverri bjórtunnu. Eigi fær neinn komist undan Skattinum með því að ferðaist. Hver farseðill með járnbraut er dýrari en áður um 8 cent á hverjum doll- ar. Og sá, :sem ætlar að ferðast um hafið, verður líka að greiða her- skaifct um leið og hann kaupir far- bréf sitfc. Menn verða nú að gjalda 10 cenfc aukreitis fyrir að sitja dffc litla stund í skraufcvagni (Parlor Car) og sömuleiðis fyrir að hvílast næturlangt í svefnvagni. Sá, sem á gjald að greiða til ein- hvers félágs, er hann stendur í, og nemi það gjald meira en $12 um árið, verður hann að bæta við 10 centum fyrir ihvern dollar eftir 1. nóv. Þó eru bræðrafélögin undan- þegin. Mörgum mun finnast allmikið til um skattinn, sem lagður er á póst- sendingar í öðruim flokki, því hann er hár. Prá 1. júlí 1918 hækkar burðar- gjald á öllu iesmáli. Alt þetta sýnir, hve Bandaríkja- þjóðin er fús til að leggja mikið á sig í sambandi við stríð þefcta. Undan skattaálögum þessum heyr- ist enginn kvarta. Það er talið eins og eifcthvað sjálfsagt. Þjóðin er í stríði, og það er við því að búast, að liún verði að binda sér svo og svo miklar byrðar, til þess að kraft- ur fylgi. Þegar “Flóru” var sökt. Einn af farþegunum, sem var með “Elóru” þegar henni var sökt, hefir lýst því á þessa leið í bréfi til Lögréttu; “Flora” fór frá Seyðisfirði 4. júlí kl. 4 um kvöldið; hinn 6. s.m. um miðjan dag vorum við nálægt nyrstu Shetlandis eynni kl. 4 heyrð- um við alt í einu hvin í loftinu og síðan brest í reykháfnum. Kúla hafði farið gegn um hann og rifið stykki úr honum; það lenti á höfðinu á einum farþeganum, fyr- verandi stýrimanni á “Escondito”, og særði hann talsvert. Allir lifcu út á sjóinn og kafbátur sást langt í burtu. Yar ]>á þegar farið að losa bátana og gekk það mjög greiðlega. Á meðan rigndi kúlun- um alt í kring um skipið; flestar duttu í sjóinn, sumar rétt hjá bát- unum, og var það mesta hepni, að enginn meiddist; var svo róið frá skipinu í flýti, og þegar við vorum komnir spottakorn frá því, þá fyrst hætti kafbáturinn að skjóta. Það leit út alveg eins og hann 'hefði verið að skjóta á bátana. Þá sökti hann sér og sigldi neðansjávar að skipinu. Það tók sjálfsagt 3 stund- afjórðunga, því að hann var svo langt í burtu, þegar hann byrjaði að skjóta, og þeir eru ganglitlir neðansjávar. Á meðan var róið burt frá skipinu, og hugsað um það eitt, að vera sem lengst frá því, þegar það yrði kafskotið. Loks sá- um við kafbátinn koma upp við hliðina á skipinu, sigla einu sinni í kring um það og síðan kafskjóta það. Skotið kom í afturlestina. Við sáum reykjarmökk gjósa upp, og síðan fór afturendinn smátt og smátt að sökkva, þangað til skipið stóð ióðrétt í vatninu, steyptist svo kollihnýs yfir um og sökk. Það var tiltölulega lengi að sökkva, vegna þess hve tómt það var. Síðan kom kafbáturinn til okkar, þar sem við vorum í bátunum; þeir spurðu hvaðan við hefðum komið, hvaða farm við hefðum haft og hvort nokkrir Engiending- ar væru í bátunum, þvf að þá ætl- uðu þeir að taka þá fasta. Þeim dalt ekki í ihug að spyrja, hvort nokkur hefði særst eða beðið bana né heldur að bjóða okkur að draga okkur til lands. Þeir sigldu síðan burtu og létu okkur afskiffca-j iausa. — Eg hefi talað við marga sjómenn, sem orðið hafa fyrirj “torpederingu”, og alt af er aðferð j kafbátanna in sama, þegar þeir hitta skip eitt sér (þ. e. sem ekki er í “convoy”). Þeir hefja skothrfð algerlega fyrirvaralaust úr margra sjómílna fjarlægð, og miða þá hel?t á stjórnpallinn, alveg eins og þeir séu að reyna að drepa fyrst sem flesta af skipshöfn og farþegum, áður en þeir sökkva skipinu. — Eftir að kafbáturinn hafði yfir- gefið okkur, stefndum við til lands; við vorum nokkrar mílur frá landi og hefðum sennilega kom- i-st þangað á fáum klukkutimum. En hálfum tíma seinna bar að enskan “Destroyer” (þ. e. tundur- bátaspilli), sem var á leið til Ler- wick frá Bergen. Hann tók okkur upp, en skildi bátana eftir. Eg haifði ekki haft tfma til að bjarga neinu-------, svo að þegar til Ler- wick kom, hafði eg ekki annað en fötin, sem eg stóð í.-------1 aftur- lestinni á Floru voru 5 íslenzkir hestar. M-eð einhverju óskiljanlegu móti hafa 2 af þeim komist ómeidd- ir upp úr lestinni eftir torpedering- una. Meðan við vorum í bátunum, sáum við þá synda í sjónum í átt- ina til lands. En þeir voru svo langt frá iandi, að þeir hafa aldrei komist alla leið; í hálfan tíma sjálfsagt sáum við þá á sundi, en svo mistum við sjónar á þeim. Engin var byssa í bátunum til þess að skjóta þá með. — Annars skeði ekkert frásagnarvert við “kafskotið.” Allir voru rólegir og skipshöfnin hegðaði sér mjög vel.—Lögrétta. Jóhann Einarsson dáinn. í bréfi frá Duluth er þess getið, að þann 22. sept. s.l. hafi andast að beimili sínu þar í bæ herra Jóhann Einarsson, bróðir þeirra Indriða skrifstofustjóra í Rvík, séra Gfsla í Sfcafholti og Halldórs smiðs á Róðugrund í Skagafirði. Jóhann heitinn mun hafa verið nær sjö- tugur að aldri. Hann var hinm mesti gáfu og skýrleiksmaður, hag- orður vel eins og hann áfcti kyn til, giaður og ljúfur í lund, svo að hann varð hverjum mánni kær, er hon- um kyntist. Hann eftirlætur konu og þrjú börn. Börn hans eru þau S urla, prófessor í stjörnufræði við rfkisháskólann f Berkley í Califor- nia; Nanna, skólakennari í Duiuíih.! og Baldur, útskrifaður frá búnað- ardeild háskólans í Minnesota. Eoreldrar Jóhanns voru þau Ein- ar, sonur séra Magnúsar í Glaum- j bæ í Skagafirði, Magnússonar, og! Sigrfðar Halldórósdóttur Yídalíns, og Euphemia dóttir Gísla sagna- ritara Konráðssonar og Euphemiu Benediktsdóttur. Móðir Jóhanns j var ]>ví alsyistir Konráðs prófessors í Gíslasonar í Ehöfn. Söknuður er Dulutlibúum mikill að íráfalli Jóhanns og stórt skarð höggvið í fámenna íslenzka hópinn þar. Hann var allra manna vin- sæiastur þar í bæ, enda var hann búinini að eiga þar heima í meira en þrjátíu ár. R. P. Hudsons flóa leiðin. (Lausl. þýtt) Þrátt fyrir það þó Canada þjóðin eigi í stríði og hafi færst í fang að senda hálifa miljón manna til or- ustuvallarinis, sé þegar búin að innrita i herinn um fjögur hundr- uð þúsund manna, hafi fengist við skobfæragerð f afarstórum stýl og stórkostiega fjársöfnun, þrátt fyrir alt þetta hefir hún þó lialdið uppi starfi isfnu við hið þýðingarmikla fyrirtæki, sem vafalaust á eftir að eiga stærri þátt í framfarasögu lands þessa en flest annað — lagn-| ingu Hudsonsflóa brautarinnar. j Járnibraut þessi verður rúmar fjög- j ur hundruð mílur á lengd og nœr j frá bænum The Pas, sem er forn verzlunarstöð “Hudson Bay” fé-J lagsins, aila leið til Port Nelson, j sem er hafnarbær við flóann. Fyrstu frumbýlingar Vestur- j Canada, sem sendir voru af Selkirk lávarði fyrir ögn meira en hundrað . árum síðan til þess að stofna ný-j lendu á Rauðárbökkum, skarnt frá þeim stað þar sem Winnipog-bær, nú stendur, sigldu í gegn um Hud- son sund og flóa og komust heilu höldnu þessa lítt þektu leið að bakmarki sínu. Almenn skoðun margra er, og hún vel rökstudd, að markaðsvörur bændanna f Vestur- landinu, sem til Evrópu eiga að fara, ættu að sendast eftir þessari leið hinna fýrstu frumbýlinga, og verður þeuta framkvæmanlegt, þeg- ar Hudsonsflóa brautin er fullger. Sbálið hefir nú þegar verið lagt rúmar þrjú hundruð mílur og hefði komist lengra á leið síðast i liðið sumiar, ef hin mikla brúar- jlagning yfir Nelson fljótið við "Kebtle Rapids” hefði þá ekki sfcað- ið yfir. Ef ekki væri önnur eins mannekla og nú er og jafn-tilfinn- anilegur skortur á ýmsu efni og öðru, sem til þarf, þá hefðu lestir vafalaust verið farnar að renna alla leið til flóa'ns fyrir næstu áramót— og draumur bændanna í Vestur Canada þar með ræzt. Þegar tekið er til fhugunar hve feikna mikinn kostnað það hefir haft í för með sér fyrir kornrækt- arbændur vesturfylkjann: að senda korn sitfc eftir afar krókótt- um og löngum leiðum til strand- arbæjanna Montreal og New York, þá verður deginum ljósara hve æskileg og eftirsóknarverð Hud- sonsflóa leiðin er. Leið sú verður um þúsund mílum styttri en Mont- real leiðin. Port Nolson er sömu vegalengd frá Liverpool á Eng- iandi og Montrcal er og hveitið sem sent er frá Regina og er á leið- inni til Evrópu, verður komið alla leið til strandar oftir "Hudsonflóa leiðinni” á þeim tíroa, sem það að eins kemst til Fort Williain eftir hinni leiðinni. Af þessu geta menn séð, að nýja leiðin verður að mikl- um mun fljótfarnari og langt um kostnaðarminni, og engum mun dyljast, hve stórkostlega þýðingu þotta á eftir að hafa á framtíð landsins. Þessi nýja leið verður styttri frá öllum stöðum í Vesturlandinu og i alla staði hentugri, en sú gamla. Frá héruðunum í miðju Saskatcho wan fylki, norður héruðum Alberta fylkis, og nýlendunum, sem vafa- laust verða myndaðar enu lengra norður, verður munurinn þó mest- ur. Má tilfæra sem dæmi, hve leið- in verður þá að miklum mun styttri frá “Peace River” nýlendun- um, sem nú þegar eru sbofnaðar og í vændum að verða stofnaðar. Og ekki þarf annað en skoða kortið til þess að sjá, að hagnaður bænd- anna í Vestur-Canada af þessari nýju leið verður um leið hagnað- ur nágranna þeir a í Vesturríkjum Bandaríkjanna. Kornhéruðin með fram Great Northern járnbraut- ’ inni verða mörg hundruð mílum nær Evrópu eftir þessari leið til Port Nelson en eftir gömlu New York leiðinni. Ef stríðið hefir þær fleiðingar, sem roargir glöggsýnir og hugsandi menn hér í landi hafa gert sér vonir um, þá verður þess ekki lengi að bíða, eftir að það er um garð gengið, að íbúataia Vestur- fylkjanna aukist að miiklum mun. Skoðun þessara manna er, að á- standið í Evrópulöndunum að stríðinu loknu muni stuðla til þess að þjóðir þeirra muni streyma til þessa lands í stærri hópum, en nokkurn tfma áður hefir átt sér stað. Aðal-orsök þessa verður sú, að istríðslöndin í Evrópu verða þá öll hlaðin ægilegum skuldum og með allan iðnað sinn meir og minna 1 molum. Hugur margra í í þessum löndum mun þá stefna tiil þessa miklia framtíðarlandis — Canada. Taft, fyrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði í einni ræðu sinni hér að “landið væri ekki einu sinni rispað enn þá.” Átti hann við það, að ræktun þessa lands í nútíðinni væri að eins smáræði f samanburði við það, sem yrði í íramtíðinni. Eftir því sem fbúa- talan eykst f landinu, eykst fraiu leiðslan. Árið 1915 var uppskeran í Vestur- Canada stærri en hún hafði verið nokkurnfcíma áður — var hveiti-j upiískeran þá rúm þrjú ihundruð miljón bushel —< og sökum þess hve tafsamt er að flytja kornið undir núverandi fyrirkomulagi, sat það í hrúgum í kornhlöðunum með I fram járnbrautunum Með aukinni íbúatölu og stækkun kornræktar- svæðanna verður þess ekki langt að bíða að uppskeran 1915 verði langt fyrir neðan mieðal árlega upp- skeru í þessum hlufca landsins. Þá mun koma í ljós, hve þýðingarmik-! ið atriði styttri flutningsleið er. — Og það, sem hér cr sagt um kornið, j á engu síður við aðra framleiðslu j landisins. Augu manna hneigjast1 nú meir að griparæktinni en áður og eru öll líkindi til, að sú grein landbúnaðarins muni aukast stór- lega f nálægri framtfð. Þeim bænd- um fjölgar með ári hverju, sem stunda griparækt og kornrækt samhliða, og nýrri og stytti flutn- ingsleið,— þegar hægt verður að senda gripina til hafs á tveimur eða þromur dögum — mun hafa á þetta sem annað s'órkostlega efl- ándi áhrif. Ivoscnaðurinn Við flutning á hinum ýinsu afurðum landsins er n<ú svo óhemju mikill, eftir sögn þeirra, sem þessu eru kunnugastir, að þetta hefir í för með sér mesta hnekkir fyrir landbúnaðinn. Verð- ur kostnaður þessi þó enn meiri og tilfinnanlegri, eftir því sem landið byggist lengra niorðv og vestur. Hnekkir þetta bóndanum á tvo vegu, hann fær lægra verð fyrir af- urðir sínar og kostnaðurinn verð- Mulda Kaffi-Brosið er náttúrlegt og hjartanlegt, því hann hefir fundið Kaffi, sem hef- ir engva “remmu” sem svo oft vill fylgja möluðu kaffi. Orsök- in er, að alt hýðið og rykið hefir verið blásið burtu úr Red Rose Kaffi — sem er mulið en ekki malað. Það er ótrúlegt, að svo mikill munur geti verið á kaffi, — þar til þú bragðar Red Rose Kaffi. — Selt með sama verði og fyrir þrem árum. ur meiri á öllum nauðsynjavörum, sem hann verður að fá aðfluttar. Það er aðallega þient, sem mælir með Hudson flóa leiðinni og munu flostir viðurkenna það sterk með- mæli. Flutningsleiðin á milli korn- hlaðánna f Vesturlandinu og vöru- húsanna í Liverpool verður þús- und mílum styttri og þar af leið- andi verður flutninigskostnaðurinn minni í báðar áttir; horfur allar benda á, að framleiðisla þessa lands aukist að stórlega miklum mun í framtíðinni og fmmleiðslan nú f dag fcrefst betra og neppilegra flutnings fyrirkomulags en nú viðgengst. Alfc þefcfca mælir með Hudsins flóa leiðinni, ef örðugleik- arnir við að koma henni á eru ekki með öllu ósigranlegir Ekki verður því neitað að ótelj- andi örðugleikar hafa verið og eru enn f vegi þessa fyrirtækis, en að að því er menn bezt fá séð, eru engir örðugleika þessara óyfirsfcíg- anlegir. Aðal-þrándur í götu fyrir iramikvæmdum í sambandi við þessa nýju leið, var vafalaust af- staða verzlunarfélaganna margra, sérstaklega þó Hudson Bay félags- ins. Eins og lesendurnir muna, voru íélagi þessu veitt af konungi Englands, árið 1670, einkaréttindi til allrar verzlunar norðan- og vest- an vert í Norður Ameríku, og eítir þetta gerði félag þetta sitt ítrasta til þess að gína hér yfir allri loð- skinnaverziun og vernda veiði- stöðvar allar frá innflutningi hvítra manna. Hékk þetta svo eins og svartur skuggi yfir land- inu. Skuggi þessi var fyrst rofimní Oregon og eftir það urðu þessir svo nefndu ‘Æfintýramenn fná Englandi” meir og meir að lúta í lægra haldi eftir því sem innflutn- ingur varð meiri inn í landið, unz nú að eina svæði þeirna eftir er “lengst norður í óbygðum”. Með öllu móti var reynt að draga úr innflutningi. Loftslagið var sagt vera hið versta og landið ilt við- ureignar til yrkingar á mörgum þeim svæðum, sem þó hafa reynst svo ágætlega vel og eru nú orðin að fögrum bygðum með blómleg akurlendi. Rannsókn ihefir leitt í-< ljós, að nærliggjandi héruð við Hudsons flóa standi ekkert á baki hve landkosti snertir héruðum í grend við Winnipeg og loftslag þar sé að mörgu leyti betra. Jarðarber (strawberries) hafa verið ræktuð i The Pas, sem er við suðurenda brautarinniar, og káltegundir af öllu tagi hafa verið ræktaðar við góðan árangur á stöðum með fram brautarstæðinu alla leið til Porti Nelson. Fyrir löngu síðan er kom- ið i ljós, að sléttur Vesturlandsins eru hæfilegar til ábúðar öðrum en Indíánum og vísundaihjörðum og áður langur tími líður, verða hin miklu svæði norður af sléttum þessum engu síður skoðuð álitleg og skugganum eyfct, sem á þeim hefir hvílt. Annar örðugleiki f sambandi við lagningu brautarinnar var vöntun á góðum kortum af landsvæðun- um, er brautin áfcti að leggjast um. Menn vissu lítið annað um Church- hill og Nelson árnar em í hvaða átt þær rynnu, og það sama má segja um margar fleiri ár. Á þessu svæði voru einmig mörg vötn, stór og smá, sem með öllu voru óþekt þangað til landmælingamenn tóku að mæla út brautarstæðið og kanna landið, sem brautin átti að liggja um. Áður var nákvæm staðlýsing af landi þessu okki til, og þó mæl- ing lanidsins á undan brautarlagn- ingunni væri örðug og kostbær, verður því þó ekki neitað, að þetfca hafi að minsta kosti haft þær *f leiðingar, að glæða landafræði*- lega þekkingu á þessu mikla meg- inlandi, sem vér búum í. Öbygðin með fram þessu fyrirhug- aða brautarstæði, varð fyrirtækinu söimuleiðiis til frekari örðugleika. Fyrir utan Indíána stöðvar, sei* langt var á milli, og stöku verzlum- ar eða fcrúboðsstöðva hér og þar, var þar engin mannabygð af neinu tagi. Til þessara staða varð ekki komist á annan hátt en með þvi að ferðast á hundasleðum á vetr- um en Indfána bátum (canoes) á sumrum. Ferðalagið til og frá gekk því lall-iseinlega eins og vænta máfcti. Þeir sem brautina lögðu, urðu að brjótast í gegn >una óbygðir þessar, með öll isfn vinnu- tæki og verkefni, matarforða handa heilum her af verkamönnum og vinnudýrum, og þegar þetta er tek- ið til athugunar, verður ekki anm- að sagt, en lagning þessarar braut- ar sé roesfca þrekvirki. (Meira.) ------o------- HEIMSKRINGLA er kærkomion gestur íslenzku hermönnun- um. Vér sendum hana til vina ýð- ar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir að eins 75c í 6 mánúði eða $1.50 í 12 mánuði Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd The Dominion Bank HORSiI KOTRE DAHE AVE. OQ SHERBROOKE ST. H»(uS«I611, dPRb..........$ 0.000,008 VaraajOSur ...............$ 7,000,000 AUar rlKUir ..............<78,000,088 Vér óskum oftir vitisklftum verzl- unarmanna og Abyrgjumst ab gefa þeim fullnægju. SpariajótSsdetld vor er sú stærsta sem nokkur banki hefir í borginnl. íbúendur þessa hluta borgarinnar óska atS skifta vitS stofnun. sem þelr vita atS er algerlega trygg. Nafu vort er full trygglng fyrir sjAlfa ytSur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður fHOKE GARRT 8458 Colvin & Wodlinger | Livc Stock Commisiion Brokers Room 28, TTnion Stock Yards Winnipeg, Canada A. I. WODLINGER Residence Phone: Main 2868 F. J. COLVTN «► Residenee Phone: Ft.R. 2397 GISLI GOODMAN TINSMIÐUR. Verkstæfel:—Ðorni Toronto 8t. o* Notre Dame Ave. Phome Helmiilft Garry 29S8 Garry HW Hafið þérborgað Heimskringlu ?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.