Heimskringla - 18.10.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.10.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGlA WINNIPEG, 18. OKT. 1917 (Stofnntt lHSð) Kemur út & hverjum Flmtiidegl. Ctgefendur ug eigendur; THE VIKING PRESS, LTD. VertS blaUsins í Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um ári« (fyrirfram borga«). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgat5). Aliar borganir sendist rátismanni blatSs- lns. Póst etSa banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaSur Skrifstofa: ;}• 8HF.lt BHOOKK STHEKT., WIKÍNIPBG. P.O. Box 3171 Tnlslml Garrr 4110 WINNIPEG, MANITOBA, 18. OKT. 1917 Samsteypustjórnin. Sir Robert Borden hefir unnið frægan sigur. Hann hefir komið því í framkvæmd, sem svo marg- ir töldu með öllu óframkvæmanlegt og kröftum hrvers manns ofvaxið — hann hefir myndað *am- steypustjórn. Eftir langa og stranga baráttu, eftir að hafa orðið að etja við öfluga mótspyrnu úr öllum áttum, bæði frá hálfu sumra sinna eigin manna og eins æstra flokksdýrkenda á meðal andstæðinga sinna, eftir allan þenna stríða og margbrotna mót- byr, hefir hann á endanum sigrað og náð takmark- ■u, sem hann hefir kept að, og um leið getað unnið J»ð þrekvirki, sem ógleymanlegt verður í sögu þjóðannnar. Þessi nýmyndaða samsteypustjórn þýðir nýtt tímabil í sögu þessa lands. Flokkapólitíkin hefir nú fengið það áfall, að hún bíður þess aldrei bætur aftur hér í landi. Á meðan stríðið stendur yfir munu þeir menn, sem í núverandi stjórn sitja — þótt þeir tilheyri tveim andstæðum stjórnarflokkum — vinna í sátt og samhug að velferðarmálum þjóðarinnar •g hlið við hlið munu þeir leggja fram beztu krafta sína til þess að hermönnum þjóðarinnar verði send nægileg liðshjálp og þátttakan í stríðinu geti haldið áfram með öllum þeim krafti, sem Canadaþjóðin á völ á. Þetta er það, sem vakað hefir fyrir Sir Robert Borden frá því fyrsta. Ekkert annað en þetta er •rsökin að tilraunum hans að fá flokkana til þess að ganga í samband. Síðan hann kom úr Englands för sinni síðast liðið sumar, hefir hann stígið öll spor tíl þess að stofna til samvinnu í landinu á meðan þessi ægilega alheims styrjöld stendur yfir. Með þetta markmið fyrir augum var hann viljugur að Jeggja alt í sölurnar, stöðu sína auk heldur annað— en sem betur fór, var það boð hans ekki þegið. Hann heldur því áfram að vera forsætis ráðherra Canada, skipar sömu stöðu og áður þó önnur stjórn taki við völdum og mun þetta verða gleðiefni öllum þeim borgurum þessa lands, sem ekki Iáta blindast af hlutdrægni og ant er um velferð þjóðarinnar á yfirstandandi stríðstímum. Heppilegri mann en hann í þessa vandasömu og ábyrgðarmiklu stöðu er nú ekki unt að finna. Framkoma hans þessi síðast liðin þrjú ár sannar þetta óhrekjandi rökum. Stiltur og gætinn, fastur fyrir og óbifanlegur hefir hann staðið við stýrið. Loforð hans, að þjóðin sendi til orustuvallar hálfa miljón manna, var stórt, því verður ekki neitað, en »é loforð þetta efnt, stuðlar það þá líka til þess að gera þjóðina stóra. Augu alls heimsins hvíla nú á Canada. Þetta unga land gat ekki fengið betri aug- lýsingu. — Allar þjóðir þessa heims, sem sönnum lýðfrelsis og mannréttinda hugsjónum unna, kunna að meta þátttöku Canada þjóðarinnar í stríðinu. Sir Robert Borden vissi vel hverju hann var að lofa. Enginn vissi betur en hann, hvað í húfi væri, ef þjóðin legði ekki fram sína beztu krafta. Þekk- ing hans er nú orðin svo víðtæk á öllum málum stríð- mu viðkomandi. Hann hefir dvalið á Englandi und- ir handarjaðri brezkrar stjórnar og setið þar ráð- stefnur með helztu stjórnmálamönnum. Hann fór tii Frakklands og sá orustuvöllinn með eigin augum. Og að sjá Canada liðið á vígvellinum og með eigin augum að verða var við hættuna, sem vofir yfir þessum vösku hermönnum þjóðarinnar, ef nægilegt varalið er ekki við hendina, það mun meira en ■okkuð annað hafa bent Sir Robert Borden til íulls á nauðsyn herskyldunnar. Síðan hann kom úr Englands og Frakklands för sinni hefir hann sýnt svo sterkan áhuga, svo mikla einlægni og þjóðrækni, að hann hefir unnið flesta af beztu mönnum landsins á sitt mál — þessu verður ómögulegt að neita. Þeir, sem nú utan hjá standa, eru flestir æstir flokksdýrkendur, sem meir meta hag flokks síns en föðurlandið. c— Þeir liberalar, sem nú ganga undir merki Sir Robert Bordens, sýna það nú í verkinu, að þeim sé annara um velferð þjóðarinnar í heild sinni, en að kefja flokk sinn til valda. Reynist menn þessir vel í sínum nýju stöðum, sem engin ástæða er til þess að efast um, þá verður þjóðrækni þeirra og fórnfýsi á þessum alvarlegu stríðstímum lofsverð og fögur fyrirdæmi, sem Canada þjóðin mun aldrei gleyma og jafnan í hávegum hafa. Og ólíklegt er, að þessi nýja stjórn hljóti ekki •mdregið fylgi þjóðarinnar við næstu kosningar. Hvað önnur blöð segja. Vér höfum bent á það áður, 'hvernig helztu ensku blöðin hér í Winnipeg hafa verið sammála í þeim málum, sem snerta velferð þjóðarinnar á yfir- standandi tímum. Hefir þetta verið sérsetaklega eftirtektarvert og aldrei hefir þjóðrækni Canada- manna og föðurlandsást komið betur í ljós en við þessa samvinnu blaðanna. Flokksblöð, sem áð- ur áttu í sífeldum deilum og stappi, hafa nú hallast á sömu sveifina í öllum helztu málum viókomandi þátt- töku þjóðarinnar í stríðinu. Herskylduna studdu þau eindregið og eins þá stefnu, að flokkarnir gengju í bandalag og mynduð væri samsteypustjórn. Þessi afstaða ensku blaðanna orsakaðist af sannri þjóðrækni og góðum vilja þeirra manna, sem á bak við þau standa. — Að íslenzka blaðið Lögberg hefir reynt að gera lítið úr þessari samvinnu ensku blað- anna og bendla slíkt við “auðvald og hnefarétt” er engum undrunarefni, sem stefnu þess blaðs þekkja í seinni tíð — eða með öðrum orðum, stefnuleysi. Vonandi láta ekki margir Canada-lslendingar glepja sér sýn með öðru eins hjali. Þeir vita, að án auðs- aflsins væri tilvera fréttablaðanna ómöguleg— jafnt “Lögbergs ’ sem annara blaða. “Auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal,” segir máltækið og er það hverju orði sannara. Undir núverandi fyrir- komulagi í heiminum er auðurinn á bak við allar fríunfarir þjóðanna — engu fyrirtæki, af hvaða tagi sem er, verður komið á laggir án auðsins. “Auð- valds og hnefaréttar” raus Lögbergs er því barna- legt í meira lagi og blekkir engan. Þjóðrækni þeirra, sem á bak við ensku blöðin standa, er engu minni fyrir það, þó þeir séu auð- menn. Skólarnir, kirkjurnar og bókasöfnin eru engu verri stofnanir fyrir það, þó það séu auðmenn- irnir, sem lagt hafa til þeirra stærstan skerf. Blöðin eru því ekkert sérstaklega vítaverð í þessu tiliti. Og það, sem vér höfum sagt um blöðin í Winni- peg, má engu síður segja um flest af helztu blöðum enskum, sem gefin eru út í Vesturfylkjunum og víð- ar. Þessu til sönnunar birtum vér eftirfylgjandi um- mæli ýmsra enskra blaða um samsteypustjórnina: Blaðið Edmonton Journai (Con.), segir: — “Það er sannarlega góðs viti fyrir framtíð Canada, að tilraunir Sir Roberts Borden hafa borið svo heppilegan árangur. Þeir hberalar, sem nú ganga í lið með honum, munu reynast honum hollir í þjón- ustu sinni.” Saskatoon Phoenix (Lib.), segir: — Fréttin um myndun samsteypustjórnar mun verða Canadaþjóð- inni í heild sinni réttnefnd gleðifrétt. Þetta er þjóð- leg yfirlýsing um eindreginn vilja og fasta ákvörðun Canadaþjóðarinnar að leggja fram alla krafta í þarf- ir stríðsins. Þessi stjórn, sem nú er tilkynt, er bandalagsstjórn í orðsins fylsta skilningi og skipa hana öflugir leiðtogar beggja flokkanna. Þetta er talandi vottur þjóðrækni á hæsta stigi, hæsta trappa stjórnfræðinnar — sameinuð þjóð á stríðstímum. Þetta stjórnar ráðuneyti er merkilegt sökum þess, að í því eru engir sterkir flokksmenn eins og t.d. Rogers, Cochrane, Crothers, Graham, Pardee og MacDonald, og þó að það tapi við að fara varhluta af fylgi Sir Wilfrids Laurier, er það þó vottur um nýtt tímabil í stjórnmálum þessa lands og víðtækan skilning á þjóðlegum þörfum.” Saskatoon Star (óháð), segir: — “Ekkert, sem Borden hefir gert í liðinni tíð — og hefir hann þó afkastað miklu—, kemst í samjöfnuð við þetta þrek- virki hans. Vér erum hæst ánægðir með þessi úr- slit.” Victoria Colonist (Con.), segir: — “Úr þessu verður það fast ákveðið, að barátta næstu kosninga verður á milli bandalagsmanna og Lauriers liberala. Myndun þessarar bandalagsstjórnar er stórt spor í þá átt að efla til samvinnu og samkomulags hjá stjórnmála leiðtogum þjóðarinnar. ” Evening Journal, Ottawa (Con.), segir: — “Þetta er virkilega bandalagsstjórn og hjörtu Can- adamanna mega gleðjast í dag í þeirri von, að stríðsstefna þjóðarinnar fái úr þessu að halda á- fram með þeim krafti, sem rættmæti málstaðar vors verðskuldar. Framtakssemi og þjóðrækni, þolgæði og þrautseigju Sir Roberts Borden er úrslit þessi aðallega að þakka, en þó hefði hann ekki getað komið þessu til leiðar, ef ekki hefði verið fyrir ó- sérplægni, þjóðrækni og góðan vilja ýmsra leið- toga beggja flokkanna, liberala engu síður en con- servatíva.” Blaðið Free Press í Winnipeg (Liberal), segir samsteypustjórn þessa vera skipaða þeim mönnum, sem séu “trygging” þess, að flokkar eða flokks- áhrif verði ekkert við stjórn þessa riðin. Þessi ’tjórn verði óháð allri flokka pólitík og muni gera >itt ítrasta að vinna að velferðarmálum Iands og þjóðar; en til þess að ná tilgangi sínum verði hún að öðlast eindregið fylgi þjóðarinnar. Þessir kaflar, sem að framan eru birtir, eru í stuttu máli sagt sýnishorn af anda flestra helztu ensku Canadablaðanna frá hafi til hafs. Aldrei hafa blöð þessa lands léð neinni stefnu eindregnara rylgi en stefnu þessarar nýmynduðu samsteypu- ítjórnar. Orð í tíma töluð. Þorvaldur Thoroddsen, sem allir Vestur-Islend- ingar kannast við af hmum ágætu bókum eftir hann, | ritar nýlega í Lögréttu, og getum vér ekki stilt ossl um að birta hér eftirfylgjandi kafla úr þessari grein hans. Þetta er um mál, sem varðar oss Vestur-Islend- inga engu síður en Islendinga heima. Meginið af ljóðum þeim, sem ort eru nú á dögum hér vestra, “eru efnislaust og and- laust glamur” engu síður en ljóð hinna rímhögu manna á íslandi. Mörg af hinum svo nefndu skáld- um hér vestra, hafa nú lítið ann- að að bjóða en síælingar eða “glitofnar efnisleysur.” Grein Þ. Th. hljóðar svo: “Ekki datt mér í hug að senda hinum íslenzku heimspekingum neina hnútu, og virði þá báða mikils fyrir ritstörf þeirra og dugnað, og hefi alt af álitið þá hina nýtustu menn. Þeir hafa báðir gert mikið gagn, og gætu gert enn þá meira framvegis, sér- staklega ef þeir legðust á eitt, og notuðu nám sitt og gáfur til þess að skerpa og efla dómgreind manna, því vöntun á “kritik” virðist sem stendur alt of algeng- ur sjúkdómur í þjóðlífi Islendinga. Ef eg á að finna nokkuð að þeim heimspekingunum tveim, þá er það það, að mér finst þeir í tíma- ritum sínum hlúa heldur mikið að óðsýkinni íslenzku og ýmsu skáld- söguléttmeti, sem vel mætti missa sig, en skýra íslenzkri alþýðu alt of lítið frá mentastraumum ann- ara landa í mannlífi og vísindum; þjóðin má ekki einangrast út úr veröldinni. En eðlilega er hægra að vanda um en framkvæma. Vér íslendingar höfum átt mörg ágæt skáld og eigum enn ýms góð skáld, gumum líka mikið af þeim. Jafnframt skáldskapnum hefir skrípamynd hans, leirburðurinn, frá alda öðli blómgast fyrirtaks vel á íslandi, enda er oft mjótt mundangshófið. Til allrar ham- ingju var á fyrri tímum lítið eða ekkert prentað af þess konar dóti, þó það gengi manna á milli til gamans og dægrastyttingar, og því verður ekki heldur neitað, að leir- burðurinn hafði líka sitt hlutverk hjá þjóðinni. Ljóðagerðinnni ís- lenzku hefir á seinni árum farið fram, að því er snertir hinn ytra búning, en kvæðaframleiðslan er orðin afskaplega mikil í hlutfalli við stærð þjóðarinnar og aðra bókagerð. Blöð og tímarit eru full af kvæðum og hver kvæða- bókin rekur aðra. Einstöku góð og skáldleg kvæði sjást við og við innan um, en því er ekki að leyna, að meginið af þessari kvæðafúlgu er efnislaust og and- laust glamur, og í raun og veru ekkert annað en leirburður. Þó er öllum hælt í tímaritum og blöð- um og menn eru farnir að taka upp blaðatízku Kaupm.hafnar, að geta ekki um neinar bækur nema skáldrit; en í Danmörku hagar alt öðru vísi til en hjá oss, þar er fjöldi sérfræðis tímarita og blaða, sem geta um öll veigameiri rit, en á Islandi verða þau vanalega al- veg út undan. Einhliða gum um skáldrit og kveðskap getur haft ýmsar leiðinlegar afleiðingar, tæl- ir marga gáfulausa og mentunar- litla hagyrðinga út á hálar brautir bókmentanna, það eru ekki allir skáld, sem eru hagyrðingar, en allir ungir Islendingar yrkja á vissu árabili, það er beinlínis eðlishvöt þeirra. Alþýðan venst við ein- tómt efnislaust léttmeti, sem hljómar vel í eyrum, en hættir smátt og smátt að kæra sig um hinar alvarlegri bókmentir, sem þurfa umhugsun og rökstuðning. Eintómt lof um hverja bók er eðli- lega vissasti vegurinn til þess að koma sér vel og ná alþýðuhylli, en útgefendur tímarita og blaða hafa líka ábyrgð á framtíð bókment- anna, að þær verði þjóðinni til gagns og sóma. Bókmentaleið- togarnir þurfa að verða grand- særri í dómum sínum um skáldrit- in, og það liggur næst heimspek- ingunum að bæta og laga smekk manna og dómgreind. “Videant consules ne quid res publica detri- menti capiat, ” sögðu gömlu Róm- verjar og nú sitja heimspeking- arnir tveir, Á.B. og G. F., eins og ræðismenn á rökstólum, hver á sínu tímariti, og eru þannig betur settir en nckkrir aðrir til að leið- beina almenningi.” Við austurgluggann Eftir síra F. J. Bergmann. 37. Dýrka Bandamenn auSinn? Ekkert er almenniara, en að heyra l>að staðihæft, að manimonsdýrkan feikilega mikil eigi sér stað alment í Bandaríkjum. l>ar sé eiginlega onginn guð dýrkaður af nokkurri alúð, nema aimáttugur dollarinn. Þeirri kenningu er sífelt haldið fram af þeim Norðurálfumönnum, sem minsta þekkingu hafa á amerísku þjóðlífi, en samt vilja hafa einhver ónot á hornum sér um landið og þjóðina. . Sá fisikur, sem þar liggur undir steini, er langoft- aist öfundin. l>að má svo sem nærri geta, að Þjóðverjar, sem með klaufahætti sínum og ofurdrambi egndu þjóð Bandarfkjanna upp á móti sér í þessu stríði, og eignuðust þar einn allra-hættulegasta óvininm, haldi nú á loftl þeim óhróðri um Banda- rfkin, að þar sé efnishyggjan lá- varður landsins og þjóðarsálin peningasál og ekkert annað. Þjóðverjar reyna nú að koma sjálíum sér og bandamönnum sín- um til að trúa, að í þetta stríð hafi Bandarfkin ráðist til þess einvörð- ungu að raka saman meiri auð, græða á stríðinu og þeim hörm- ungum, sem því fylgja, alt, sem þeim væri unt. En það er öllum þeim kunmugt, sem ant er um að láta þá þjóð njófa sannmæiis eins og aðrar, að engin af þeim styrjöldum, sem þjóðin hefir tekið þátt í um hið skammvinna tímabil, er saga lienn- ar nær yfir, hofir verið háð í gróða- skynd, heldur hafa þær verið háðar j um helgustu réttindi mannanna, j og í þeim hafa Bandaríkin ávalt i skipað sér bugsjónanna megin, I mannréttindanna megin. Aldrei hafa Bandaríkin hugsað' um eigin hagsmuni, en ausið út ör- látlega bæði fé og fjörvi, til þess ó-j frelsi og kúgan yrði að lúta í lægra haldi, og mannleg velferð vcra betur trygð cn áður. Sú var tíðin samt, að Banda- menn tóku sér það nærri, að þeim var sífelt núið gróðafíkn um nasir og ekki um þá talað neina til þess að nefna þá i tíma og ótíma dýrk- endur doliarsins almáttuga. En nú er sú tíð löngu liðin. Sú ákæra gegn þjóðinni hefir mist all-i am brodd og þeir einir sveifla nú; þeirri kylfu, sem minsta þekkingu | bafa á lundarlagi þeirrar göfugu ' þjóðar, og dæma eins og blindir j um lit. Hinir, sem þekkja til og eru þjóð’ j inni gagn-kunnugir, svo þeir eru færir til að fella sanngjarnan dóm, láta sér allir koma saman um, að Bandamenn sé yfirleitt sú allra- örlátasta þjóð á fé, sem unt er á að: benda. í engu landi er árlega ann- ar eins fjáiaustur til að bæta úr skorti og neyð, jafnvel í fjarlæg- ustu hiutum heims, og þar. Þá eru Þjóðverjar, að þeim ann- ars alveg ólöstuðum, miklu meiri nirfiar og penfngasálir. Og illa situr á þeim að bregða Ameríku- mönnum um efnishyggju nú um þessar mundir, þegar helztu spek- ingar þeirra eins og t. d. dr. Eucken bregða fyrir sig heimspekinni, til þess að bera í bætifláka og verja aðra eins óhæfu og morðingja at- höfn og þá, að sökkva Lúsitania. Þeir, sem hugsa út í það, að heimspekin var þar notuð til að ‘ verja og breiða yfir annan eins stór- j glæp og þann, hætta að taka sér-j lega mikið til greina þýzka dóma um efnisihyggju. öll framkoma; Þjóðverja, síðan stríð þetta hófst, I hefir verið með þeim hætti, að orð þeirra og ummæli hafa glatað mestu gildi í huga flestra annarra þjóða. I Alt annan veg er því farið með Frakka. Þátttaka frakknesku þjóð- arinnar í styrjöld þessarri hefir Dodd's Nýrna Pillur, góðar fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna og gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s Kidney Pills, 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum eða frá The Dodds Medi- cine Co., Ltd., Toronto, Ont. verið á þá leið, að dómar og um- mæli frakkneskra höfunda hafa nú miklu meira gildi og eru miklu þyngri á metum en áður var. Þetta er staðhöfn, sem ekki verður í móti mælt. Þjóðverjar hafa, þrátt fyrir ailar sigurvinningar sínar, minkað. Frakkar bafa vaxið. Þjóðverjar hafa orðið minni menn. Frakkar meiri menn. Hvers vegna? Sökum þess, að Þjóðverjar hafa brotið hugsjónir og mannréttindi niður í skarnið. Frakkar hafa sýnt þeim svo mikinn kærleika, að fyr láta l>eir sér blæða út, en að þeir svíki. Hugsjónaelsk hefir sú þjóð ávalt verið. En aldrei eins og nú í hörmungunum. Fyrir því er það þakkarvert og ætti að verða flestum kunnugt, að frakkneski heimspekingurinn, Hen- ri Bergson, hefir nýlega látið um- mæli út frá sé ganga í sambandí við þrástaglið um peningadýrkan Ameríkumanna. Henri Bergon hefir nýlega dvalið um nokkura mánuði í Banda- ríkjum. Fyrir fáeinum vikum. hvanf liann aftur til Parísarborgar. Á fundi einum, sem þar var hald- inn, flutti hann erindi, til að gera grein þeirra hvata, sem þrýst hefði Ameríkumönnum út í heimsstyr- jöldina miklu. Erindi þetta er nú komið hingað til lands. Er það eins og við mátti búast eftir slfkan mann, sem nú er talinn einn af stærstu ljósum Frakka og meðlim- ur Akademísins franska, djúpt hugsað og orðfærið ljóst og yndis- legt. Kafli úr erindi þessu, þar sera höfundurinn safnar því, er hann hefir sagt, saman í sem styzt mál, er sem fylgir: “Eg fyrir mitt leyti hefi aldref efast um, að Ameríka myndi fyr eða síðar lenda inn í þetta strfð. Og eg var þess fullvís, eins og eg hvað eftir annað tók fram, að það yrði ekki af neinum sérplægni- hvötum, ekki í neinu gróða-skyni, sem hún gripi í tauma. Það yrði fyrir sakir eimhverrar Inikillar meg- in-hugsjónar. “Þegar eg fyrir nokkurum árum hvarf heim aftur úr ferð yfir hafið, sagði eg við frönsku-amerísktr nefndina hér: - Ameríka er hug- sjónanna land (lófaklapp). Hún er Jand hugsjónarinnar. “Sökum þess að Amerfkumenn hafa orðið að hreinsa nýtt megin- land, og berjast fyrir tilverunni, höfum við farið að halda, að þeir sé menn sérplægir í lund og hugsl um gróðann á undan öllu öðru. Hvflík heimska! Sá sem átt hefir heima f Amerfku skilur, að það er ekkert land til í heiminum, þar sem peningar gilda minna. Það.er einungis nauðsynlegt að veita því eftirtekt, hvernig þeim er eytt,' hvernig þeir eru gefnir, fyrir hvað menn vinna sér þá inn. Menn vinna fyrir þeim og leita þeirra, einungis til þess að geta sannað, að þeir hafi neytt allrar orku. Þar eru peningar, sagði eg, vottorð um framkvæmdar-orku. (Hróp: Ágætt, ágætt). “Hver sá, sem átt hefir heima f Ameríku, veit, að háleitum hug- sjónum, l>æði í efnum síðferðis og 0™ rð “ÉG A LÍF MITT AÐ ÞAKKA GIN PHLS Alllr, sem þjást af nýrn etia blótS sjukdómum ætt ats lesa eftlrfylgjandi br< frá mannl í Port Mic way: “Eg var um eitt skei svo þjátSur af nýrna o blötSru sjúkdómum, a® e gat ekki á fótum statSi: Eg gat ekkl faritS a heiman án fylgdar. Sor ur minn rátSlagTSi mér a brúka Gin pills, og efti fyrstu tvær þrjár inntöli urnar fékk eg vitSþol. E hélt áfram AtS brúka’þæ þar til eg varö albata. E á lif mitt atS þakka G1 Pills. YtSar metl virtSingu, P. M. Kemplon.” BOe. askjan, etSa 6 öskjur fyrir $2.60 bjá ölium lyfsölum, etSa sendar frítt til reynslu frá NATIONAI, DRUG A CHEMICAL CO. OP CANADA, I.IMITKD Torono, Ont. Dept. "J”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.