Heimskringla - 15.11.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.11.1917, Blaðsíða 1
-------------------------------- Royal Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. ViO höfum reynst vinum þinum vel, —i geföu okkur tækifæri til að reya- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler. Opt. v—--------- . ■ * XXXII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 15. NOVEMBER 1917 NÚMER 8 Styrjöldin Stórkostleg uppreist á Rússlandi. Rússland er land sögulegra við- tiurða nú á dögum. Stórkostlegar tiyltingar eiga sér iþar stað með stuttu millibili og hvert einasta skipuiag, sem þar er sett á fót, virð^ ist að eins vera til bráðabirgða; t>ví ]>að næsta, sem íréttist, er að bessu hafi verið sundrað til agna. Eins og nú er ástatt á Rússlandi virðist ómögulegt að fyrirsjá hvað hiorgundagurinn kunni að geyma t akauti sínu. Stjórnarbyltingin í vor færði eins og blæ nýrrar menn- ingar yfir RússLand — þegar þjóð- ln hefst til banda og varpar af sér ú skömmum tíma margra alda ein- veldisfargi og gerist iýðfrjáls þjóð. En ]>að er eins og þetta nýfengna frelsi hafi rokið þjóðinni til höf- uðs og hnekt ráði lvennar og rænu, bvf síðan þetta bar við, befir stríðs- stjórn allri þar í landi farið sí- hnignandi og stjórnmál öll gengið í mestu handaskoium. Á Alexand- er Kerensky bafa augu allra bvílt, enda mun óhætt að fullyrða, að hann sé einn af áhrifamestu og mikilhæfustu s t jó r nmál amö n n u m heims. Hann ber höfuð og herðar Vfir samtíð sína á Rússlandi og enginn stjórnmálamaður í sögu Þess lands hefir brotist til eins hárra valda. Hefir ihonum verið fengið öllu meira vald í hendur en nokkur undanfarandi keisari hefir ha ft. Stjórn hans öll hefir þó gengið frekar skrykkjótt, enda ®an mannlegum kröftum ofvaxið að ráða friðsamlega til lykta æs- ingum þeim, som nú eiga sér stað ® Rússlandi — óumtlýjanleg örlög slíks virðast vera borgarastríð og blóðsúthellingar. Fram á þotta mun Korniloff horshöfðingi hafa séð og kaus bann þann veginn, að ráða fram úr vandamálum öllum tneð járn'hörku herstjórans. A betta gat Kerensky ei fallist, vildi heldur leitast við að miðla málum alt hvað mögulegt væri og ekki beita valdi fyr en slíkt væri með bllu óumflýjanlegt, og stefna hans varð ofan á. Ekki virtist þó gata hans greið einlægt fór útlitið á Rússlandi versnandi. — Svo skall sú frétt yfir lieimsins eims og þrumuskiir úr kolsvörtu lofti, rétt eÆtir miðja síð- ustu viku, að búið væri að steypa Kej-ensky og bráðabyrgðarstjórn- inni frá völdum og eetja aðra stjórn í staðinn. Yar þessari nýju stjórnarbylting hrint af stokkum af Sambandsráði hermanna og verkamanna f Petrograd — hinum svonefndu Maximalistum. Ekki hafði þetta neinar blóðsútbelling- ar í för með sér til að byrja með og virðist uppreistarinönnum bafa gengið greiðlega að hneppa ráð- herra bráðabirgðarstjórnarinnar í varðhald og ryðja sjálfum sér leið til valda. Kerensky komst þó á brott og mun hann hafa 'haldið til Mosoovv og svo þaðan til herstöðv- anna til þess að fá í iið með sér þá hermenn, sem enn eru á hans bandi. Sambandsráð hermanna og verk- ln>anna á Rússlandi samanstendur ®f iafnaðarmönnum og ofsaþrungn- úm írelsisdýrkendum — sem helzt virðast stefna að algerðu stjórn- feysi. Leiðtogi þessa sambands- >'áðs beitir Leon Trotzky, sem um tveggja ára tfma á að hafa átt heima hér í Oanada og kynt sig fremur ilia, og varð bann nú utan- rfkis ráðherra hinnar nýju stjórn- ar- Stjórnar ráðherra varð maður, nafni Nikolai Lenine, stálefldur ^singamaður frá fyrstu tíð og sem e*tt sinn var grunaður um að vera a bandi Þjóðverja. Stefnuskráin úýja varð, í stuttu máli sagt, bráð friðarumleifcan, afnuminn eignar- réttur á stórum landeignum og hsendastéttinni fengnar þær til "rriráða — en sambandsráði her- lnanna og verkamanna verði falin ®il æðstu völd landsins. Enn þá eu fréttir mjög ógreini- effar af þesisari seinustu stjórnai- hylting á Rússlandi. Yirðist sem úPPreistarmönnium hafi aukist Vtki með degi hverjum og bendir a|t til þegis að þeir ' sitji enn að vúldum þegar þetta er skrifað. — 'inna eftirtektaverðust er féttin j1,n bað, að Korniloff hershöfðingi afi á einhvern undursamlegan *átt losnað ú prísundinni og taf- ar'aust siegist í lið með Kerensky. Föðurlandsást þessara mikilhæfu leiðtoga befir dregið' þá undir sami- eiginlegt merki. En að svo komnu hefir ekki frézt greinilega liv'aða á- rangur þetta hafi borið. Ein frétt- in segir þá Korniloff og Kerensky búna að bæla uppreistina niður, en önnur fréttin sagði iið þeirra bafa beðið algerðan ósigur í orustu nálægt Tsarskoe-Selo. Þegar næsta blað kemur út verða að líkindum komnar gleggri fréttir. “Maximalistar” eru þeir menn nefndir á Rússlandi, sem stærstar kröfur gera og er orð þetta af lat- neskum stofni. — “Bolsheviki” er rússneska þýðingin á orði þessu. Sigur Breta í Palestínu. Hersveitir Breta hafa unnið hvern sigurinn af öðrum í Pales- tínu. Um miðja síðustu viku tóku þær bogina Gaza og tvær smærri borgir sömuleiðis. Urðu Tyrkir undan að Ihrökkva á stóru svæði og varð rnikið mannfall í liði þeirra.— borgin Gaza er um 50 mílur suðvest- ur af Jerúsalem og um 30 mílur fyr- ir suðvestan borgina Beersheba, sem skýrt var frá í síðasta blaði að Bretar hefðu tekið. Seinustu fréfctir segja allan her Tyrkja í Palestínu vera á undan- haldi norður á við og bendir þetta til þess, að þeir muni 'hafa beðið al- gerðan ósigur fyrir Bretum á þess- um slóðum. Sagt er að loftbátar Breta veiti þeim eftirför og steypi yfir þá sprengikúlum. ------o------- Frá Vestur-vígstöðvunum. Ypres skaginn, þar sem átt liafa sér stað svo margar blóðugar or- ustur í seinni tíð, er nú ekki í eins mikilli hættu að verða tekinn frá bandamönnum og áöur og gengur öll vörn þeirra nú að mun betur. Þrátt fyrir hina öflugu sókn Þjóð- verja, sein nú hefir staðið yfir svm lengi, bafa bandainenn hvergi verið liraktir og 'hér og þar hafa þeir getað brotist áfram og tekið á sitt vald mörg ramgerð vígi. Sökum hinnar hreystilegu framgöngu Oan- ada herliðsins er hin svo nefnda “Passchendaele bæð” nú öll á valdi bandamanna. Hæð þessi er afar- örðug sóknar og útehimti mörg mannslíf, en að bandamenn hafa nú náð henni allri á sitt vald. er talinn einn þýðingarmesti sigur- vinningur þeirra á vestursvæðinu í seinni tíð. Standa þeir nú þarna margfalt betur -að vígi en áður. — Er talið líklegt, að áður langt líð- ur ifái þeir tekið Roulers herstöð- ina, sem er um fimm inílur norð- austur af ofangreindri hæð. Yafalaust áttu Oanada herdeiid- arnar stærstan þátt í áhlaupinu gegn hæð þessari og hafa þær við þetfca tækifæri getið sér ihinn bezta orðstýr — 'eims og reyndar ætíð endar nær. Allir, sem á framgöngu Canada hermannanna minnast, ljúka mesta lofsorði á hreysti þeirra. Berdeildirnar frá Bandaríkjun- um, sem komnar eru í fremstu skot- grafir á Frakklandi fyrir all-löngu síðan, gerðu sitt fyrsfca áhlaup í lok -síðustu viku. Var þetta á svæðinu með fram Rhine-Marne skipaskurðinum. Sóttu Banda ríkjamenn fram rösklega og kom- ust í gegn um fremstu skotgrafir Þjóðverja á einum stað. “Automa- tic” rifflar Bandaríkjamanan voru nú reyndir í fyrsta sinni og virtust gefast ágætlega. ------o------- ftalir veita viðnám. Alla síðustu viku hélt undan- hald Itala viðstöðulaust áfram. Var Undanihaldi þessiu vel og skipulega hagað og komst aðal- herinn undan óskaddaður; áttu sér að eins stað smáorustur á milli varðliðsins ítalska og fremstu her- fylkinga óvinanna. f byrjun þess- arar viku tóku svo f^éttir að berast um viðnám, sem ftalir væru teknir að geta veitt við Piave ána, og í Ledro dalnum virðast þeir fyrst hafa getað hrint óvinunum ögn til baka. Á Trentino svæðinu tóku Þjóðverjar borgina Asiago og er borg sú um 20 mílur vestur af Piave ánni. Að óvinirnir náðu borg þessari virtist í bili að stofn-a ítalska hernum í 'hættu, sem nú var tekinn að búast til varnar inn- anvert við ofannernda á, en að svo komnu hefir hætta þe si ekki orð- ið að meini. Þegar þeta er skrif- að segja fréttirnar orustu mikla standa yfir á milli aðal-hersins ít- alska of óvinanna á istóru svæði með fram Piave ánni, alla leið frá Susdeana við rætur Alpafjallanna til Hadríahafsins. Taka hersveitir Fra-kka og Englendinga, sem send- ar h-afa -verið ftölum til hjálpar, þátt í orustu þessari. Eins og skýrt var frá í síðasfca blaði voru sendar sendinefndir frá Englandi og Frakklandi til ífcalíu. Var Lloyd George, stjórnarráð- herra Breta, formaður brezku nefndarinnar. Hafði þefta þær af- leiðingar, að til nýrrar herstjórnar var stofnað á ítalíu. Samibandsráð allra bandaþjóðanna v-ar stofnsett og lagði Cadorna, æðsti ‘herforingi ítala, niður herstjórn og var gerð- ur meðlimur í þessu nýja stjórnar- ráði. Búist er við, að þetta nýja fyrirkomul'ag muni bera góðan á- rangur. ------o------ Almennar fréttir. CANADA. Sala Sigurskuldabréfanna — Viet- ory Bonds — hófst á mánudaginn í þessari viku. Var þessu fagn-að með þriggja inílna langri skrúðgöngu hér í Winnipeg um helztu götur borgarinnar. Um 40,000 manns voru áhorfendur við þetta tækifæri og inun óliætt að fullyrða að aldrei h hafi Winnipeg búar sýnt meiri á- huga fyrir neinu málefni en þessu. Þegar þetta er skri'fað (miðvikud.) hafa Sigur-skuldabréf verið -seld bér í Winnipeg upp á fcvær miljónir doilara. Er því ek'ki annað hægt að segja, en vel sé af stað fa.rið. Skrásetning fyrsta flokk-s her- skyldaðra manna var lokið á laug- ardaginn var. Skýrslur, sem birtar hafa verið, sýna 332,301 menn hafa -verið skrásettar í öllu Canada og af mönnum . þe-ssum biðja 310,736 mienn um undanþágu. 1 hverju einasta fylki er fjöldi, sem fyrsta flokki tiiheyra og ekki gáfu sig þó fram á meðan skrásetning -stóð yf- ir, og í öllum stöðum er lögreglan nú í óða öpn að leita -þá uppi. — 1 Vancouver báðu fæstir um undan- þágu, -en flestir í Quebec. Undirbúningur næstu kosninga er nú að byrja um alt landið. Sir Wilfrid Laurier hélt sína fyrstu ræðu í Quebec Jiann 9. þ.m. og eins og vænta miátti var h-onum fagnað þar með mest-u gleðilátum. Ekki er talið líklegt, að hann muni ferðast mikið um landið fyr- ir kosningarnar og lengra vestur á -bóginn mun hann ekki fara -en til Winnipeg. — Sir Robert Borden cr nú að iferðast um strandarfylkin og heldur þar ræður hér og þar. — Um alt landið er verið að velja þingmannaefni og bendir alt til þess, að -s a m k t ey p u s tj ór n a rm ö n n- um aukist fylgi með degi hverjum. Hertoginn af Devon-shire, land- stjóri Canada, fór í gegn um Winni peg á þriðjudaginn áleiðis til vest- urlandsins. Hefir hann í ihyggju að ferð-ast pm Saskatchewan, Al- berta og British Coluimibia og koma í marga þá staði, sem ekki Ihefir hann komið í áður. Á heimleið mun hann d-velja nokkra daga hér í Winnipeg. BANDARÍKIN. Stórtjón af eldi varð í New York á isunnudaginn þann 11. þ.m., þeg- ar verkstæði Washburn Wire fé- lagsins brann til kaldra kola. Verk- stæði -þetta vann fyrir stjórnina að framleið-slu ýinsr-a hluta til stríðs- þarfa og er því haldið að þýzksinn- aðir brennuvargar muni hafa kveikt eldinn. Skaðinn, sem af þessu hlauzt, var um tvær miljónir dollara. N-okrir meðlimir I.W.W. óeirðar- flokskins í Bandarfkjunum voru leiknir illa nýlega í bænum Tul-sa í Oklahoma ríki. Höfðu menn þoss- ir verið teknir fastir af lögreglunni og var verið að flytja þá á lögreglu- jStöðina, þegar 'hópur af grí-mu- klæddum mönnum kom þarna að og tók þá með valdi úr höndum lögreglunnar; voru þeir sv-o fluttir af grímumönnum þessum út fyrir bæinn og þar svo húðstrýktir og ataðir tjöru, síðan var þeim slept lausum. — Tildrögin að -þessu eru sögð að vera þau, að nýlega var sprengt upp hús eitt í bæ þessum og sanaðist þetta að vera af völdum I.W.W. 'flokksins og vakti þetta gemju mikla á meðal borg) arbúa. Leynilögregluþjónar fundu ný- lega $73,000,000 virði af ýrnsum m-at- vælum í geymslu í vörnhúsum í New York og voru öll matvæli þessi sögð -að vera eign erlendra félaga. En stjórnin hafði enga til- kynningu um þetta fengið, sem hún á þó heimting á að £á sam- kvæmt. lögum. Verða því eigend- ur þesasra matvæla annað hvort að iselja stjórninni þau sanngjörnu verði eða 'hún slær eign sinni á þau. við næstu kosningar------og hinn- rótti og göfugi -málstaður hafi hér sem þar áhrif í þá átt að hvetja þjóðina og sam'eina?” Markmið sameteypustjórnarinnar kvað Sir Robert í þessu ávarpi sínu vera það, að “byggja upp og endurbæta; að kippa því í lag, sem aflaga hefði farið. Sfcefnuskrá þessarar stjórnar útskýrði h-ann svo í fáum en ekýrum dráttum. — Að endingu -hvatti hann þjóðina til þess að láta -allan flokkaríg falla niður, en h-efja í þass stað upp merki einlægrar sameiningar og ljá þeirri stjórn fylgi, scm bygð er á þörfinni fyrir samhug ög sam- vinnu og rnynduð þannig, að allir flokkar landsins taka höndum samain um hana. TJTLÖND. Hjálm-ar Branting. leiðtogi jafn- aðarmanna í Svíþjóð og núverandi fjármálaráðherra stjórnarinnar þar var nýl. allharðorður í garð Þjóð- verja og eru eftirfylgjandi orð höfð eftir honum meðal ananrs: “Frið- urinn fæst vKi sigur lýðveldanna. Stjórn Þýzkalands er ekki samrým- anleg anda vorra tím-a. Belgía verð- ur endurreist og goldnar fullar skaðabætur. Frakkar verða að fá Al-sace-Lorraine aftur.”— Hafa blöð á Þýzkalandi brugðist afarreið við ummælum þessum og leggja þau sænskri stjón þá kröfu á herðar að útskýra hvort í þessu felist al- gert hlutleysi. Ávarp Sir R. Bordens. Sir Robert Borden. hefir nú í annað sinn sfðan liann varð for- sætisráðherra eamsteypustjórnar- in-nar sent ávarp til Oanada])jóðar- innar og var ávarp þetta birt í öll- um ensku blöðunum í byrjun þess- arar vjku. Rúrasins vegna getum vér ekki í þefcta sinn birt ávarp þetta í íslenzkri þýðingu og verð- skuldar ]rað þó fyllilega að koma fyrir sjóhir íslenzkra lesenda. — Skýrir Sir Bord-en fyrst frá því, að tólfta þingi Canada sambandsins hafi verið slitið í síðasta inánuði og verði ]>ar af leiðandi gengið til almennra saimbandskosninga. Sam- kvæmt lögum hafi þingtíminn ver- ið úti 1911, en mikilvægra og al- varlegra onsaka vegna hafi þing- tíminn ]>á, með samkomulagi beggja flokkanna, verið fram- lengdur um eitt ár. í fáum en ljóis- um dráttum skýrir -hann -svo frá til- drögunuim, s-em leiddu til þátttöku þjóð-arinnar f 'strfðinu. Þegar þátt- taka þessi hófst .og fyrstu sporin voru stigin var engum mótbárum hreift á ]iingi, þá stóðu þin-ginenn allir saman sem einn maður og vottaði þett-a bezt sarahug í þessu máli þjóðarinn-ar um alt landið.— Rúrnar fjögur hundruð þúisundir manna buðu sig fram sjálfviljug- lega til herþjónustu og margar þúisundir m-anna iþessara eru -n-ú þegar fallnir. Til þess að mögulegt væri að senda hermönnum þjóðar- innar hæfilegan liðstyrk varð her- skyldan óumflýjanleg — þetta varð eina úrræðið til þess að þátttaka þjóðarinnar í stríðinu gæti við- haidiist með heiðri og sóma. Skýrði Sir Robert svo ítarlega frá ákvæð- um hcrskyldulagannia og færði rök að því að lög þessi væru fyllilega samrýmanleg brezku lýðfrelsi. Þau kölluðu fram jafnt ríka sem fá- tæka og öllu h-eldur þá ríku, því þeir æfctu minna tiikall undan- þágu. Lög þessi væru ekki miðuð við neina vi-ssa staði og gerðu öll- um jafnt undir höfði, háum sem lágum. — í sambandi við myndun samsteypustjórnarinnar kemist Sir Robert þanni-g að orði á einum stað: “Sé markmið sambands- stjórnarinn-ar nægilega stórt til þess að réttlæta samvinnu þeirra stjórnmálamanna, sem áður voru andstæðingar og með gagnólík-ar skoðanir, þá -er það vissulega nógu stórt til þess að réttlæta sam- kyns saneiningu í stefnu og hugs- un kjósendanna — sem örlög sam- steypustjórnarinniar byggjast nú á og framtíðar ráðstafanir viðkom- andi þátttöku þjóðarinnar í stríð- inu. 1 skotgröfunum berjg-st liber- alar og conservatfvar -fyrir sameig- inlegt Can-ada og brezka veldið. Enginn flokka veggur aðskiiur þá særðu í sjúkrahúsunum. Hjúkrun- armenninir spyrja ekki heldur, 1 hvaða flokki þeir særðu séu. Er til of mikils mæl-st, að þessi sami andi, sem kemur í ljós í lífi her- mannanna og sigurþrá, komi einn- ig í ljós hjá fólki hér heima fyrir i Benedikt Frímannsson. Fimtudaginn 1. nóv. -andaðist að heimili sínu á Giinli, Benedikt •FrfmannsMon-, fyi'verandi verzlunar- maður og bsejarstjóri ]rar. Hann var einn með merkari mönnuin þar innan héraðs og búinn ágætum gáfum. Sjúkdóms þess er dró hann til dauða, kendi hann fyrir rúmu ári síðan. Var hann heilsulítill alc þetta síðasta ár og gat eigi talist, að hann hefði fótaferð, þó hann lengst af fylgdi fötum, en síðasta mánuðinn var hann með öllu rúm- fastur. öllutm sál-arkröftum hélt hann þó frain til hins síðasta og ráði og rænu fram í andlátið. Ráð- stafaði hann öllu fyrir andlát sitt, húsi sínu og heimili viðkomandi. Var það mjög eftir upplagi þans, því hirðu-semi og regla einkendu allar gjörðir hans alla æfi. A blöð- uim, sem eftir hann fundust, er ör- stufct æfiágrip sem fylgir: “Árið 1853, þann 9. júní, var Bene- dikt Frfmanneson borinn f hei-m þenna, á bæ, er Vatnsendi heitir, i Húnavatnssýslu á Islandi, og ólzt Iiann upp hjá foreldrum sínum, Jóhannesi Frímann- Runólfssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, að mestu leyti þar til hann var 16 ára. Þá hættu foreldrar hans búskap, en liann fór f vinnumensku til vanda- lausra. Á unga aldri vandist h-ann allri algengri vinnu, bæði til lands og sjávar og varð því jafnt á sig kominn 'hvort iheldur hann starf- rækti.----- Vorið 1888 fiuttist liann til Aime ríku og kom 22. júlf til Hallson 1 Norður Dakota, settist að hjá æskuvin sínum, Júlíusi Berendt- sen, og var þar til næsfca hausfcs, að Júifus dó þá f októbermánuði. Festi Benedikt þá ekki yndi þar syðm og flufcti til Winnipcg þá um veturinm, 13. marz, til bróður síns Benjainíns, sem þá átti heima í Winnipeg, og bjuggu þeir saman þangað til 1. nóv. næsfca haust, að Benjamín dó. Átti Benedikt þá heimili í Winnipeg um nokkur ár og 3. maí 1895 giftist -hann nú eftir- lifandi konu sinni, Ingibjörgu Björnsdóttur (ólafssonar frá Auð- úlf-sstöðum í Langadal og Margrét ar Snæbjörnsdóttur). Dvöldu l>au í Win-nipeg þar til í marzmánuði 1898, að þau fluttu hingað til Gimli.” Ágrip iþetta nær ekki lengra. — Eftir að þau fluttu að Gimli stund- aði Benedikt fyrst verzlun um nokkur ár, þar næst h-afði hann fólks og vöruflutninga á hendi milli Selkirk og Gimli á -segl'bát, er iiann stýrði og áfcti sjálfur.. Stofn- aði þar næst kjötverzlun, er hann hélt uppi þar til fyrir þrem árum síðan. Ýjnsum trúnaðarstöðum gogndi hann þar einnig. Eftir að Gimli hlaut kaupsfaðarréttin-di (Village Incorporation-), sat hann lengst af í bæjarráði og bæjarstjóri var hann kosinn í desember 1914. Hann var einkar félagslyndur maður og sainvinnuþýður, þó -hann hin-s veg- ar væri mjög skoðana fastur og yrði cigi þokað um ])að, sem hann áleit rétt vera. Hann var skemtinn í viðræðum og minnugur á alt er han-n las og heyrði, og kunni mæta vel að segja frá atburðum, frá yngri eða eldri tíð. Hann v-ar rarnm- íslenzkur í anda og frábærlega vel að sér í bókmentum og sögu 1-ands og ])jóðar. Mestar mætur hafði liann á þeim mönnum, er eigi voru eins og fólk er flest, en iiöfðu af nógu að taka, ef í raunir rak, er leyna kunnu bæði atgjörvi og mannkostum og -höfðu það eigi til sýnis. Atti hann og margt sam- merkt með þeim. Trúmaður var hann alla æfi og öruggur fylgjandi hinnar lútersku kirkju. Var trúi-n Iionum hvorttveggja í senn, innri nauðsyn og sætt við lífið í von- brigðum og mótgangi þess. Þann- ig bar han-n veikindi sín með sér- stakri hugprýði, og þannig dó hann. Þau hjón cignuðust eina dóttur, Ósk Lovísu, sem nú er fulltíða ald- urs og stundar bankastörf hér í borg. Tvö hálfsystkini og tvær alsystur á Benedikt heitinn- á lífi. Eru hálf- systkinin Frimann Frímannsson til heimilis í Selkirk og V-algerður Nordail, -kona Sigurðar Nordals við Geysir í Nýj-a íslandi. Alsysturnar em Ingibjörg kona Jóns Skardals i Selkirk og Sigurbjörg Ilannesson á Gimii, ekkja Jóns Hannessonar bróður Guðmundar lækn-is og pcó- fessors í Reykjavík. Jarðarförin fór fram á laugardag- irin var þann 10. þ.m. Flutti séra Rúnólfur Marteinsson húskveðju, eni ræður í kirkjunni fluttu þeir séra Hjörtur J. Leó og -séra Carl J. Olson. Með Benedikt Frímannssyni er til moldar genginn maður, er eigi vildi vaanm sitt vifca í neinu, dreng- ur góður og tryggur vinur vina. Atgjörfismaður var hann á marga lund og einkum að því sem að 8jómensku laut, og átti liann ]»ar eigi marga jafningja, vandist líka vosi og hafi snemrna. Eni svo er sjóferðum lokið, árar dregnar í bát og báturinn settur upp, lendingunni náð, — í friðar- höfninni góðu. R. P.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.