Heimskringla - 15.11.1917, Síða 2

Heimskringla - 15.11.1917, Síða 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. NOV. 1917 Rás viðburðanna. Eftir síra F. J. Bergmann. Miðveldin og Italía. Langmesta eftirtekt alls, sem nú gerist, vekja viðburðirnir á ítalíu. J?að er auðsætt á öllu, að Þjóðverj- ar og Austurríkismenn ætia sér að færa sér í nyt út í yztu æsar sigur- inn, sem þeir hafa þegar unnið gegn Itölum, eins og við mátti búast. . Að sönnu virðast Italir að hafa náð sér nokkuð eftir hinn fyiista skeik, og ósigurinn og hættan haft þau áhrif á hugsunarhátt þjóðar- innar, að þrýsta fram áhuga henn- ar og metnaði, en bæla niður mót- þróa og öfugar skoðanir, sem mikið heifir verið til af með þeim. Beyndar varð ekki höggið, sem Miðveldin í fyrstu ætluðu að rota ítalska herinn með, eins voðalegt og í fyrstu leit út fyrir. önnur að- aldeild ítaiska hersins hefir vita- skuld beðið afar mikið tjón og komist á allmikla ringulreið. Aft- ur verður ekki séð, að þriðja aðal- deild hersins hafi orðið fyrir sér- lega miklu skakkafalli. Hún hefir smám saman látið undan síga frá Carso-hásléttunni, með fram sjáv- arströndinni. Oadorna, yfirforingi Itala, hefir verið að reyna að stöðva áhlaupið við fljótið Tagliamento (frb. Tal- jíainento), sem fellur út í Hadría- flóa. En lielzt lftur út fyrir, að það ætli ekki að hepnast, þvf her Miðveldanna hefir þegar hepnast að brjótast yfir fljótið. Nýtt á- hlaup hefir verið gert á norður fylkingararminn, norður við karn- ísku fjöllin. Þar eiga ítalir lakast aðstöðu með aðflutning yíir fjarska torsótt landslag, sökum þess þá brestur ó- tal margt, er til hernaðar lýtur, á við Miðveldin. Hepnist þetta nýja áhlaup, hefir það að líkindum í för með sér nýtt undanhald af Itala hálfu, til fljótsins Piave, ,sem hefir upptök sín í Monte Parabla, f karnfsku fjöllunum, og fellur líka út í Hadríahhaf. Enn þá scm komið er, virðist fremur ólíklegt, að her Miðveld- anna undir forystu von Mackensen, fái hrakið ítalska herinn lengra vestur á bóginn en þetta. Fyrsta aðaldeild hans á Trentino her- stöðvunum myndar rétt horn við fylkinearnar við Tagliamento- fljótið, og eins við Piave-fljót, ef þangað yrði haldið. Svo framar- lega sem Trentino-herinn yrði neyddur til að láta síga undan, getur hann með því að halda vest- ara fylkingararmi kyrrum, en iáta hinn eystra síga undan, komist í beina afstöðu við fylkingarnar, sem væri á undanhaldi frá Taglia- mento fljótinu. En vonandi er, að til þess þurfi ekki að koma, og að Trentino-iherinn geti haldið sér þar sem hann nú er. Her Miðveldanna hefir nú brot- Ist inn í hið fornfræga Feneyja- fylki og ná fylkingar hans nú upp í Mundíu-fjöll og alla leið niður að Hadría-hafi. Á mánudaginn 29. okt. er sagt að borgin Gorizia, sem lýst var með nokkurri nákvæmni í síðasta blaði, hafi verið rænd og rupluð af þýzkum og austurríksk- um hermönnum. Karl Austurrfk- iskeisari hélt þá innreið sína í borgina. Vitaskuld er iharmur mikill á ftalíu út af óförunum, en samt á sér þar alls ekkert vonleysi stað, Fremur hefir þetta mikla tjón orð- ið til þess að herða hugina og safna þjóðinni saman utan uip fán- ann. Er það reyndar alveg gagn- stætt því, scm Þjóðverjar höfðu gert sér í hugarlund. Bæði jafnaðarmenn og klerka- flokkurinn hafa látið yfirlýsingar út frá sér ganga, þar sem hátlðlega er fullvissað um, að nú skuli engir flokkadrættir eiga sér stað í ftalíu. Nú á þessum hættutímum skuli allir iáta sér um það eitt hugað að vera ítalir og ekkert annað. Nú er um það eitt að hugsa, að verða af alefli samtaka og beita öllu því afli, sem þjóðin á yfir að ráða, til þess að gera sigur úr ósigri. Mikið er nú hvarvetna um orsak- irnar hugsað til þessarrar óvæntu ftölsku hrakfarar. í fyrstu var skýringin sú, að her Miðveldanna hefði verið margfalt sterkari, svo að jafnvel fjórir hefði verið á móti hverjum ítölskum hermanni. En nú eru komnar upplýSingar um, að þetta var alls ekki svo. Eftir því sem mönnum nú skilst, samkvæmt þeim upplýsingum, er fram hafa komið og menn vita nú réttast og sannast, hafa elnungis fhnm þýzkar herdeildir (divisiónir) verið sendar til Isonzo. Með vissu hafa ítalir ekki getað nafngreint nema þrjár. Tvær af þessum þýzku herdeild- um voru teknar frá vesturstöðvun- udb á Frakklandi. En í stað þeirra kenu öldungis samstundis tvær herdeildir frá Rússiandi eða her- stöðvunum þar. öll aukning her- afla Miðveidanna við Isonzo-fljótið önnur en þessi, hefir komið frá Rúmeníu og Rússlandi. Af síðari fregnum frá Rómaborg sést, að Italir kenna sjálfir ófar- irnar því, að áhlaupið var gert á þeim stað, er þá sizt varði og með geisimiklum krafti. önnur ástæða er sú og hún ekki betri en hin, að ítali brast skotfæri. Sumt af fall- byssunum, sem þeir urðu að láta óvinina taka, neyddust þeir til að láta af hendi, án þess einu skoti hefði verið lileypt af þeim til varn- ar, einungis sökum þess, að skot- færi voru engin fyrir hendi. Bent er á í sambandi við þetta, að ítalir hafi þegar um langan tíma grátbænt samherja um skotfæri, eða að minsta kosti um kol, til þess að ítalskar skotfæraverksmiðjur gæti rekið skotfæragerð af alefli. Aliur liernaðariðnaður ítala hefir verið lamaður af kolaskorti. Hvernig sem þessu er fyrir sér velt, verður niðurstaðan sú, að sá feikna ósigur, sem ítalir hiafa beðið, og hlýtur að framlengja styrjöidina um langan tí.ma, hafi að mjög mikiu leyti orðið af fyrir- hyggjuleysi og handvömm sam- herja. * Og er næsta ilt til þess að Vita. Fregnirnar bera með sér, að þessi feikna sigur, sem Þjóðverjar þarna hafa unnið, kom þeim bein- línis á óvart. Þeir höfðu ekki gert sér neitt slíkt í hugarlund. Bæði í Parísarborg og Lundún- um hafa nú verið haldnar voldug- ar ráðstafnur, til þess að finna ráð. og miklar bollaleggingar átt sér stað um það, hvað nú skuli taka til bragðs af hálfu samherja, til þess að Verða ítalíu að liði. Það virðist 'helzt sem slíkar ráðstefnur sé haldnar með samherjum nokk- ururn mánuðum of seint, og ávalt beðið með þess konar bollalegg- ingar, unz hrakfarirnar hafa gerst. Frá Lundúnum hafa komið fregnir um, að nú eigi að fara að hjálpa ítölum svo um muni, en eigi vita menn með vissu í hverju sú hjálp verður fólgin. Samt er gefið í skyn, að þangað sé verið að senda frakkneskan og brezkan her og mikið af hergögnum. En að lík- indum kemur alt þetta ekki fyrr en um seiman og verður sökum þess að litlum eða engum notum. Það er hörmulogt til þess að vita, hve alt þetta virðist fara í miklum handaskolum. Nú eru ýmsir af forkólfum sam- herja að halda fund með sér í Rómaborg til þess að finna ráð. Er vonandi að þeim hepnist að minsta kosti að koma kolum og fallbyssum og skotfærum til ítaia svo um muni, áður búið verður að lama þá svo, að þeir sé ófærir til frekari aðgerða um iangan tíma, eða ef til vill með öilu. Þetta seinlæti er þeim mun hörmulegra sem á því leikur lítill vafi, að breyta hefði mátt þessum skyndisigri Miðveldanna og djarfa tafii í all-hættulegan leik. Það er ávalt iiættulegt, að vaða iangar leiðir inn í óvinalönd á örstuttum tfma með mikinn her. Þetta ít- alska æfintýr Miðveldanna hefði vel getað endað með skelfingu fyrir þau, ef ráðþrot og seinlæti hefði eigi bagað hinum megm. Stjórn Bandaríkja hefir þegar á- lyktað að senda ítalíu sem allra fyrst mikiar birgðir af kolum og vistum. Til flutninga hefir hún gefið ítalíu ein 25 skip. Á öllu þassu er þörfin bráðust >og þetta líka hln eina hjálp, sem Bandaríkj‘ um er unt að láta í té að svo stöddu. 1 brezkum blöðum er mikið um það talað, hvað gera skuli til að veita ítalíu það fulltingi í bili, er mest liggur á og áhrifamest gæti orðið. Nokkurir halda þvf fram, að Itölum sé bezt hjálpað með því, að herða sem mest að á vestur her- stöðvunum og láta Þjóðverja þar eiga fult í fangi. En óhætt er að segja, að aidrei hefir hernaðar-forysta samherja verið fundin eins léttvæg og ein- mitt nú. Samlherjar virðast alls ekki 'Standa á verði, né afla sér ná- kvæmra upplýsinga um, hvað uppi er á teningi , eða á hverju má eiga von af óvinunum. Þeir virðast oft halda að sér höndum og bíða þess rólegir, að Miðveldin velti sér yfir þá eins og þjófur á nóttu og láti greipar sópa. Það má nærri geta, að á Þýzka- landi og í Austurríki sé mikill fögn- uðu út af þ&ssum glæsilega sigri yfir þessarri fyrrum bandalagsþjóð, sem Miðveldunum hefir verið svo meinilla við, síðan er hún skarst í leikinn gegn þeim. Um alt Þýzka- land blakta fánar frá hverri stöng. öilum kirkjuklukkum, sem enn eru óbj'æddar til 'hernaðar þarfa, er nú hringt af alefli. Og hverjum skóla f öllu iandinu er gefinn frf- dagur. Keisararnir, Vilhjálmur og Karl, bafa símað hvor öðrum hamingju> óskir. Símskeyti Vilhjálms var á þessa leið: “Þær atgerðir, sem hafist hafa undir herstjórn yðar gegn ítalska hernuin, gefa beztu fyrirheit um gott framhald. Mér er það fagnað- arefni, að þýzkir hermenn. berjast nú hlið við hlið með yðar marg- reyndu Isonzo hermönnum eins og trúfastir fóstbræður og liafa sigr- að fyrrum bandamenn vora, er reyndust svikulir. óska til ham- ingju með að hafa unnið aftur Gorizia og C’arso-hásléttuna. Á- fiiam með guði.” Sagt er, að keisararnir hafi mæit sér mót innan fárra daga á ftölsku herstöðvunum. Þýzku blöðin kváðu barmafuli af faignaðárlátum yfir sigrinum mikia á ítalíu. Eftlr blaðinu Weser Zeitung eru þessi ummæli ihöfð: “Jafnvel verstu bölsýnismenn ætti nú að geta skilið, að Þýzka- land er nógu voldugt til þess að koma á friði með ofríki. Þessi sigur breytir algerlega afstöðu lt'alíu til samherja hennar. Þó þetta komi ekki þegar í ljós, þá mun það koma fyllilega í Ijós, þegar á friðarþing kemur. Eitt af aðal-ætlunarverk- um vorum hlýtur að vera, að reka friðarsamningana svo, að við eig- um ekki við England um málefni allrar veraldar, en eigum við hvern einstakan af óvinum vorum um þau mál, er honum koma við. í þeirri málaieitunar aðferð er ítalía ágætlega vel til fallin að byrja með.” --------o------- Feneyja-fylki á ftalíu. Á Norður-ítalíu er Feneyja-fylki landflæmi mikið, sem liggur milli Mundíufjaila og Hadríahafs. Það nær frá landamærum Carintíu og Istríu í Austurríki að norðaustan, ofan að ncðri Pó-dalnum og Lang- barðaiandi, að suðvestan. Til Fen- eyja-fylkis teljast mörg héröð og nefnast þau svo: Belluno, Padua, Rovigo, Treviso, Udine, Venezia, Verona, og Vicenza. Feneyja-fylki er mikið flæmi og nær yfir 9,476 fermílur ummáls. Af- urðir landsins eru: maís, hveiti, hrfegrjón, vfaþrúgur, mórberja- blöð, tóbak, kastanfur, jarðepli og hampur. Kopar og linkol fást þar úr námum. Sést það bezt á fjölda afurðanna, hve landið er auðugt að gæðum. Aðal-iðnaður í Feneyja-fyiki er I ullardúkagerð, kniplingar, tóbak, háimfléttur, pappír, sykur, hamp- ur, silkiormarækt, járnsteypa og járnsmíð, skógarhögg og skipa- smíðar. í bænum Mira er kerta- steypa mikil, enda þurfa hinar | mörgu kirkjur landsins mjög á henni að halda. Kvilli einn liggur þar i landi, er Pellagra nefnist og er einkum al- mennur með bændum. Nafnið er dregið af tveim ítölskum orðum: | pelle agra, og merkir hörundssviði. Hefir kvilia þessa lítið orðið vart fyrr en í nýiri tíð. Eitt sinn var á- litið, að hann kæmi ekki fyr- | ir nema með ítölskum bændum á Norður-ítalíu, á Frakklandi, i Ast- úríu-fylkjum á Spáni, Rúmeníu og i eynni Korfú. En nú þykjast menn j hafa fundið sama sjúkdóm á Ind- j landi og efra og neðra Egiptaiandi, J og jafnvel með Zulumönnum og | Basutum í Afríku. Fyrir fáum ár- ! um gerði kvilli þcssi vart við. sig | í Bandaríkjum, einkum eftir 1906. j En hvergi hefir hann verið | eins almennur og á ítalíu. Hann reynist vanalega viðloðandi hjá j þeim, sem hans kenna, byrjar með j vori, en batnar með hausti, kemur j að nýju f ljós á næsta vori, og þeim j mun verri, sem hann kemur oftar j aftur. Bóndi sá, er af kvilla þessum þjá- i ist, finst hann Óhæfur til vinnu, þjáist af höfuðverk, svima og hljómi fyrir eyrum; hörundið brennur, einkum hendur og fætur, og megn magaveiki fyigir. Hörund- ið verður rautt, líkt og á sér stað er heimakoma er annars vegar, rauðir eða blárauðir blettir mynd- ast, sem verða helaumir, einkum þar sem sólin nær að skína á hör- undið. Þessi kvilli er nefndur hér, af þvf hann liggur í landi þarna í ítalíu, sem 'iíú er verið að berjast, og ekki síður sökum hins, að hans hefir við og við orðið vart í Bandaríkjum að sögn hin síðari ár og ekki óhugs- andi að hann kunni að vaxa og breiðast út. Héraðið, sem síðar eignaðist nafnið Feneyja-fylki, var á dögum rómverska lýðveldisine bygt af mörgum kynflokkum — Keltum, Venetum og Raetum o. fl. Hérað þetta var mikiu stærra í fornöld, stærst allra héraða á ítalíu. En hlutfallslega voru þar fremur fáar borgir. En þær sem voru, nutu þess hve umhverfið var víðáttu- mikið og urðu stórar og voldugar. Samgöngur máttu heita auðveld- ar gegn um Bremer-skarðið, þar sem vegurinn lá til sjávar. Sakir auðveldra samgangna mynduðust stórar og fólksmargar borgi eins og t.d. Verona, Padua og Aquileja. Árásir Þjóðverja lengra vestur höfðu það í för með sér, að smátt og srnátt va'ð Milano merkari borg en hinar. Þegar rómverska keisaradæmið féll til grunna, eyddi Attila, eða Atli Ilúnkonungur, möiigum þess- arra borga, Þá hófst Feneyja-borg til valda og óx og dafnaði á rústum hinna undir verndan keisaranna í Miklagarði á 9. öld. Sökum þess forræðis, sem hún fekk, dregur nú alt þctta fylki nafn af hénni. Þetta er ekki fyrsta sinni, að Húnar hafa verið á þessum stöðv- um. Hernaðar aðferð Húnanna á vorum dögum sver sig í ætt við grimd og eyðingar-æði Húnanna í fornöid. Nú má nærri geta, að Feneyja-borg sé í öngum, því fáar borgir heimsins geyma meir af ó- dauðlegum listaverkum on hún og fornum frægðarljóma. ’Sagt er, að enn sé fóikið sairit glatt og fult af hugrekki, þrátt fyr- ir þær tilraunir sem Austurríkis- menn þegar hafa gert með að l'eggja í eyði listfeng stórhýsi, sem fræg eru orðin í sögunni. Síðan Udine var tekin, hafa nýjar hótanir kom- ið þaðan frá Austurríkismönnum um, að nú skyldi hverju einasta listaverki rænt og flutt þangað, sem því yrði aldrei aftur skilað. Heiztu borgarar í Feneyjum áttu fund með sér síðastiiðinn sunnu- dag og samþyktu með atkvæða- greiðslu, að þeir aldrei skyldi yfir- gefa borgina, en sízt nú, er óvin- irnir væri að gera innrás inn á Feneyja-siéttup. Svo -sendu þeir um leið yfirherforingjanum ítalska, Cadorna, samúðar skeyti og vott- uðu honum fulla tiltrú sína. ----------------o------ Georg von Hertling, greifi, þýzki kanzlarinn nýi. Það reyndist satt að vera, að kanzlaraskifti sé orðin á Þýzka- landi. Dr. Miohaelis varð ekki lang- lífur. Almannarómurinn laug ekki í það skifti, er því var spáð. Hann hefir orðið að fara sína leið og hin Komandi Kynslóðir Canada munu Borga Sinn Skerf Þegar sigur atS lokum krýnir sókn Canada hersveitanna og bandaþjótS- anna, þá mun frelsi alheimsins hvíla á föstum grunni. Þannig vertSur fóm dýrmætra mannslífa og stórkostlegur tilkostnaður, margar biljónir dollara, fyllilega réttlætt. Er það þess vegna ekki réttlátt í alla staði, að komandi Canada kyn- slóðir, sem njóta þess frelsis er svo var dýrkeypt, taki sér á herðar part af f járhagsbyrðinni ? SIGUR-SKULDABRÉF CANADA GERA MOGULEGT, AÐ CANADAMENN FRAM- TÍÐARINNAR BERI SINN SKERF • AF KOSTNAÐINUM, SEM SIGURINN ÚTHEIMTIR t Því þegar Sigur-skuldabréfin falla í gjalddaga—það er að segja, þegar höfuðstóllinn verður borgaður—þá hefir ný starfandi kynslóð risið upp hér í landL Þessi nýja kynslóð, sem frelsisgjafir allar hafa verið trygðar af kynslóð nútíðarinnar, leggur þá fram féð til borgunar. En þetta þýðir þó ekki að það fé, sem ÞÚ leggur í Sigur-skuldabréfin, verði lokað inni, því þú getur selt Sigur-skuldabréf þín hve nær sem er og’ betri trygging en þau er ekki hægt að gefa fyrir nokkru lánL Verið því reiðubúnir að kaupa Sigur-skuldabréfin, þegar þau verða boðin til sölu — sala þeirra byrjar 12. nóvember. \ Kaupið Sigur-skuldabréf sjálfir og hvetjið aðra til að gera það sama Gefið út af Victory Loan nefndinni í samráði við fjármálaráðherra sam- bandsst jór n ari n n ar. G. THOMAS ISardal ISIook, Shcrhrooke St.» Wlnnipeg, Man. Gjörir við úr, klukkur og allskonar gull og silfur stáss. — TJtanbæjar viögeröum fljótt sint. _________________________/ *\ Dr. /W. B. Hal/dorsson 401 BOYD UCILDING Tal«. Main 30S8. Cor Port. & Edm. Stundar einvöröungu berklasýki og aöra lungnajsúkdóma. Er aö finna á skrifstofu sinni kl. 11 til 12 f.m. og kl. 2 til 4 e.m.—Heimili aö 46 Alloway ave. V«--— * TH. JOHNSON, Úrmakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfisbréf. Sérstakt athygll veltt pöntunum og vlögjöríSum útan af landi. 248 Main St. - Phon* M. 6606 J. J. Swans.n H. O. Hlnrlks.on J. J. SWANSON & CO. FASTeiGlf ASALAK M mlVlar. Talsiml Main 2697 Cor. Portag. and Garry, VTInnlo.c MARKET HOTEL 14« Prlnc ma Str.et A nóti marktdnum Bestu Vlnfönc, vlndlar o* .8- hlynlnff góó. Islenkur v.ittnga- maSur N. Halldórsson, l.lSb.in- lr lslcndlngum. P. O’CONNGL, Etyandl Wlnn!».* Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LÖUFHAtelNUAR. Phon. Maln lftl Bloctrie Railyrny Chtmbtri. Talsíml: Main 6303. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNXR. 614 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gis/ason Phyaldaa and SurKfoa Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Áaamt innvortia sjúkdómum og upp- skurtSÍ. 18 Sonth 3rd St.# Grnad Porta, IV.D. Dr. J. Stefánsson 4.1 BOYD BtJII.IklNO Hornl Portag* Ava. og Edmonton St. Stundar elngðncu au(na, *yrna, n.f or kverka-sjúkdðma. Er afl hltta frá. kl. 10 til 12 f.h. o» kl. 2 tll S e.h. Phone: Main 3088. Helmlli: 106 Ollrla St. Tala. G. 2*1S 5Vér höfum fullar blrgVlr hr.ln- V ustu lyfja og mrHala. KomlS A me® lyfseSla ySar hln«aS, vír F Á grerum meSuIln nikvaml.ia .ftir A F ávísan læknlsins. Vér sínnum \ A utansvelta pöntunum og seljum A T glftlnsaleyfl. ; ; • V { COLCLEUGH <fi CO. t f Bfotro Danif A Sherhrooke Htm. r Á Phonfl Garry 26»0—2001 A A. S. BARDAL selur llkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnahur sá b.sti. Ennfremur s.Iur hann allskonar mlnnlsvarha o( leyst.lna. : : •18 BHKRBKOOKI ST. Phoa. G. 2152 WINNIPEG AGRIP AF REGLUGJÖRB oa keimilisréttu-lÖBd í Caaada ®f NarSvestnrlaadiaa. þalS slöan, eSa sem er þe«n Bandaþj anna eöa óhátfrar þjóhar, setur te helmllisrétt & fjórSunk úr section ai teknu stjórnarlandt I Manltoha. S katchewan eOa Alberta. Omsækja verBur sj&lfur aS koma A landsk stofu stjórnarinnar e8a undlrskrlfst hennar I því héra81. 1 umboSi ann mi taka íand undlr vlssum skllyrS Skyldur: Se* m&naSa IbúS og raak landslns af hverju af þremur árum í vlssum héruSum cetur hver land- neml fenglS forkaupsrétt 4 fjórS- ungl sectionar meS fram landl sinn. VerS: 13.00 fyrlr hverja ekru. Skyldur: Sex mánaSa ábóS n hverju hinna næstu þrlkcja ára eftlr hann heflr hlotlS elgnarbréf fyrlr helmillsréttar- landl sinu og auk þess ræktaS M ekrur á hlnu selnna landl. Forkaups- réttar bréf (etur landnemi fenglS um lelS og hann fær helmlllsréttarbréftS, en þó meS vissum skllyrSum. ___________ Landneml, sem fenglS hefír helmilis- réttarland, en setur ekkl fenglS for- kaupsrétt, (pre-emptlon), getur k.ypt heimlllsréttarland 1 vtssum héruVnm. VerS: *3.00 ekran. VerSur aS búa á landlnu s.x mánuSl af hverju af þrem- ur árum, rækta 60 ekrur og bjggfg hás sem sé »300.00 vlrSl. Þelr sem hafa skrlfaS sly fyrlr helm- lllsréttarlandl, geta unnlS landbúnaS- arvlnnu hjá bændum I Canada ArtS 1917 og tlml sá relknast sem skylda- tlml á landi þelrra, undlr vtssum sktl- yrSum. Þegar stJðrnarlBnd eru aurlýst eSa tllkynt \ annan hátt, geta heímkomnlr hermenn, sem verlS hafa I herþjónustu erlendls og fenglS hafa helSarleaa lausn, fenglS elns dags forcangsrétt tll aS skrlfa slr fyrlr helmlllsréttar- landl á landskrífstofu héraSslns («k • kkl á undlrskrtfstofu). Lausnarbnéf verSur hann aS (ata sýnt skrlfstofu- stjóranum. W. W. CORY. D.puty Mtnlst.r ot Int.rtor. BHSS, s.m flytja auflfilsrs >hn I kMaMHal.yst, fá n*s b.r*n fyrlr.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.