Heimskringla - 15.11.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.11.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGlA WINNIPEG, 15. NOV. 1917 HEIMSKRINGLA (StufnaV 188«) Kemur út & hverjum Plmtudegl. tttgefendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. Vert5 blatisins í Canada og BandaríkJ- unum $2.00 um áriS (fyrirfram borga®). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Ailar borganir sendist riísmanni blabs- ins. Póst eSa banka ávísanir stílist til The Viking Press, L,td. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaður Skrlfstofa: TM SHKRBROOKE STHEBT., WIBTNIPKG. p.O. Bm 3171 Talslml Garry 4110 h—— ' i ' i i —« Afstaða hans í sambandi við stríðið varð því sú, að standa sem málsvari þeirra manna, sem engan þátt í stríðinu vildu taka, og láta ekkert tækifæri ónotað að hnekkja öllum framkvæmdum stjórnarinnar, sem miðuðu í þá átt að efla þátttöku þjóðarinnar í stríðinu. Nú var ekki verið að tala um “hættu Canada- liðsins á vígvellinum”—sú stefna varð með öllu að rýma úr sessi fyrir æstu flokksfylgi og valdafýsn. Sir Wilfrid var nú ekki annað hugleikið en koma sjálfum sér í forsætis- ráðherra sessinn það allra bráðasta. Aldrei hefir áður komið eins átakanlega í ljós í sögu þessa lands, hve skaðlegar afleið- ingar flokksofstækið getur haft í för með sér. Ef ekki hefði verið fyrir hans mikla flokksofstæki og eigingirnina og metnaðinn, sem flokksfylginu er samfara, þá hefði Sir Wilfrid Laurier beitt áhrifum sínum til góði í Quebec-fylki og afstaða Frakkannq þar þá ef til vill orðið alt önnur gagnvart stríðinu en nú á sér stað. En mestri furðu gegnir það að sá maður, sem svo hraparlega hefir brugðist Canada- þjóðinni, skuli dirfast að koma fram fyrir hana og biðja um atkvæði hennar við næstu kosningar. Eftir að margir af hans beztu mönnum hafa gengið úr flokki hans og tekið saman höndum við conservatíva með því markmiði að sameina starfskrafta þjóð- arinnar, er hann — Sir Wilfrid Laurier — svo vogaður, að hann hrindir af stokkum heljarlöngu “ávarpi til Canadaþjóðarinnar”, í þeirri von að geta blekt hana til fylgis við sig Að bera stefnu hans saman við stefnu samsteypustjórnarinnar, er eins og að bera helkulda vetrarins saman við ylmagn vors- ins. Þeir menn, sem í samsteypustjórninni standa, hafa steypt fyrir borð öllu flokks- fylgi og vinna nú að velferð lands og þjóðar í sátt og sameiningu, þrátt fyrir allan fyrver- andi skoðana mismun í stjórnmálum. — Sir Wilfrid hefir ekkert annað að bjóða, en sýnilega hálfvelgju, hvað þátttöku þjóðar- innar snertir í stríðinu — og gömul loforð, sem hann aldrei hefir efnt. Stefnuskrá hans nú má heita sú sama og fyrir 1896 — loforð hans nú eru því nær j alveg þau sömu og þá. En flesta mun j reka minni til stjórnartíðar hans og hve litla tilraun hann gerði að efna loforð sín við þjóðina. Bændurnir eiga honum ekki neitt að þakka, því þó hann margsinnis lofaði þeim að nema tollinn af landbúnaðarverk- færum og öðru, varð honum ekki að vegi að efna þessi loforð. Tollarnir voru að heita mátti þeir sömu, þegar hann fór frá völdum aftur eftir 15 ára stjórnartíð; og flest önnur loforð sín efndi hann á líkan hátt. Laurier hefir verið brezkri stjórn frá fyrstu tíð. Með mælsku sinni hefir hann stundum lagt út af “lýðfrelsinu brezka”, en verk hans hafa sannað óeinlægnina í þessum orðum hans. Væri hægt að tilfæra mörg dæmi þessu til sönnunar. Þegar Búastríðið hófst, var Sir Wilfrid lengi vel því mótsnúinn, að Canadamenn tækju þátt í því og einn af helztu fylgjend- um hans hélt því fram, að Canada bæri ekki að senda í hildarleik þenna “hvorki einn ein- asta mann né byssu.” En þjóðhollir Can- adamenn létu þá til sín heyra og varð Sir Wilfrid undan að láta. En hann gaf ekki samþykki sitt með öðru móti en því — að brezka stjórnin borgaði laun allra hermanna frá Canada og allan þeirra kostnað. Sé þetta borið saman við það, sem Can- ada nú hefir gert, þar sem margar þúsundir hermanna hafa verið sendir til þess að berj- ast undir merkjum lýðfrelsisins brezka og þeir kostaðir að öllu leyti af Canada, þá verður munurinn feikilega mikill. — Hvor stjórnin sannast nú drengilegri, þegar alt er athugað hlutdrægnislaust, stjórn Sir Roberts Bordens eða stjórn Sir Wilfrids Lauriers? Á alríkis ráðstefnum Breta árin, 1902 og 1907, komu fram tillögur um það, að hinum ýmsu pörtum brezka alríkisins bæri að leggja skerf til viðhalds brezka flotans, annað hvort með fjárframlögum eða skipagerð. TiIIögum þessum barðist Sir Wilfrid á móti af ítrasta megni. Hann var ófáanlegur til að viðurkenna þetta skyldu Canada. — En í þessu sem mörgum öðrum málum neyddist hann til að láta undan — og árið 1910 kom hann því með sína nafnkendu tillögu, að Canada bygði sinn eigin varnar flota! Átti floti þessi að samanstanda af fjórum smá- herskipum og sex tundurbátum. — Með þessum gríðarmikla flota átti . að verja strendur Canada, bæði fyrir Þjóðverjum og öðrum, og átti floti þessi algerlega að vera óháður brezka flotanum og engan veginn bundinn þeim skilyrðum að taka þátt í neinu stríði Breta megin. Á þessum dögum óttaðist Sir Wilfrid Þjóðverja ekki hið minsta. Hann lýsti keis- ara Þýzkalands sem einum af mikilhæfustu mönnum nútíðarinnar, og sem manni, er “by intellect, by character, by moral fibre has shown himself wonderfully endowed..” Og það er þessi maður, er eina tíð var sterklega meðmæltur núverandi Þýzkalands keisara, sem nú biður um atkvæði Canada- þjóðarinnar — og sem vonar að geta orðið næsti forsætisráðherra Canada. WINNIPEG, MANITOBA, 15. NÓV. 1917 Afstaða Sir Wilfrid Laurier. Þegar einveldis-þursinn þýzki hefir spent sig megingjörðum nærri hálfrar aldar stríðs- viðbúnaðs og er tekinn að berjast í algleym- ingi, þegar hann úthellir til beggja hliða blóði hinna hlutlausu Belgíu-manna með djöfullegum morðtólum og leitast við að mylja til agna hvern helgidóm þessarar smá- þjóðar, sem ekkert hefir til saka unnið ann- að en reyna að verja land sitt, — þegar all- ur hinn siðaði heimur stendur á öndinni yfir slíkum aðförum, þá eru fyrstu herdeildirnar sendar frá Canada gegn óvætt þessum og hugheilar óskir allra hér heima fyrir fylgja þeim úr hlaði. Enginn flokkadráttur á sér stað í Canada, þá stundina. Þjóðin er þá sem einn maður. Á þingi stígur þá Sir Wilfrid Laurier fram og mælir þau drengilegustu orð, sem frá hans munni hafa komið. Hver einasta setning í ræðu hans er þrungin af þjóðræknislegum á- huga. Þó hann sé foringi stjórnarandstæð- inga, liberala, vottar hann stjórninni ótví- ræðan samhug og heitir henni fylgi. 1 ræðu- lok kemst hann meðal annars að orði á þessa leið: “Engar aðfinslur má nú við hafa í garð stjórnannnar, á meðan Canada- liðið er í hættu á vígvellinum, jafnvel þó oss virðist sumar gerðir hennar alt annað en vér hefðum á kosið. Á meðan hermenn vorir eru í hættu, er skylda vor allra að styðja stjórnina af dug og dáð og megum engar aðfinslur viðhafa.” Þetta var' eitt af aðal- loforðum Sir Wilfrids í byrjun stríðsins. Hvernig hefir hann efnt þetta hátíðlega loforð ? Hann hefir efnt það á sama hátt og hann hefir efnt önnur loforð — hann hefir svikið það. Þrátt fyrir það, þó hann vissi fullri vissu, að Canada liðið væri í dauðans hættu á vígvellinum, lét hann “aðfinslum” rigna yfir fyrverandi stjórn hve nær sem hann fékk komið því við. Vígamóður hans í byrjun stríðsins rann af honum undir eins og hann varð var við mótspyrnu Frakkanna í Quebec. Stefna hans breyttist, þjóðrækni hans tók myndbreytingu; áður hafði hann miðað alt við heill Canadaþjóðarinnar í heild sinni, en nú tók hann að miða alt við hina frönsku Quebec-búa, sem engan eða lítinn þátt vildu í stríðinu taka og drógu sig í hlé alt hvað þeir gátu. Enginn stjórnmálamaður í Canada var lík- legri til þess að geta haft áhrif á íbúa Que- bec-fylkis, en Sir Wilfrid Laurier. Katólsk- ur eins og þeir og af frönskum þjóðstofni eins og þeir, var hann hold af þeirra holdi og blóð af þeirra blóði. Þar að auki var hann leiðtogi þeirra—höfuðið, sem limirnir hefðu fúslega átt að dansa eftir. Vissulega hefði hann átt að geta örvað og hvatt sína frönsku fylgjendur til öflugri þátttöku í stríðinu, ef honum hefði sýnst svo við horfa. En þessu var ekki að fagna. Hann sat að- gerðalaus og þagði—nema þegar hann stóð á fætur og lét svipu sinnar glymjandi mælsku skella um herðar stjórnarinnar Meir en nokkur maður annar ber hann á- byrgðina á sinnuleysi Frakkanna í Quebec stríðinu viðkomandi; betur en nokkur annar var hann fallinn til þess, að geta vakið eld- móð og áhuga í þessu mannmarga fylki, og stuðlað til þess að menn þar legðu fram sína fylstu krafta í stríðsþarfir. En þó jafn gullið tækifæri lægi nú opið fyrir honum, var öðru nær en hann vildi nota það. Sat hann því rólegur utan hjá, þegar æsingamenn og stefnuleysingjar, eins og Bourassa og fleiri, voru að hræra í fylgjendum hans og að leit- ast við að hleypa öllu í bál og brand, bæði í Quebec og víðar. Það var engu líkara, en honum væri hugljúfast af öllu, að vita sem mestan óhug vaktan hjá Quebec-Frökkum í garð stjórnarinnar — enda mun hann hafa bygt á þessu sínar björtustu valdavonir. OIíu helti hann sjálfur í eldinn hve nær sem tækifæri gafst með því að atyrða stjórnina og láta aðfinslum rigna yfir allar gerðir hennar. Það liggja engin þrekvirki eftir Sir Wil- frid Laurier hér í Canada og ætti þetta að vera öllum ljóst, sem fylgst hafa hér með stjórnmálum. Hann er mælskumaður mikill og hefir því oft getað látið mikið á sér bera á ytra yfirborðinu, en þegar verk hans eru athuguð, geta þau ekki talist stórvægileg. I mörgum stórmálum hefir framkoma hans gengið landráðum næst — frá því fyrsta hefir hann margsannað sig andvígan Bretum og brezkum áhrifum hér í Canada. Þó langt sé síðan, er mönnum minnis- stætt, að hann barðist með hnúum og hnef- um gegn Canada sambandinu (Confedera- tion). Þá var hann að eins að hugsa um Quebec, eins og hann er að eins að hugsa um Quebec enn þann dag í dag. Meðal annars sagði hann þá í einni ræðu sinn: “Þannig lítum vér, stjórnmálamenn frá Papineau skóla, ekki á málið; þegar breytingar tillög- ur eru gerðar stjórnarfarslegs eðlis eða í sambandi við þjóðlegar stofnanir, þá athug- um vér ekki hvort breytingar þessar séu brezkum nýlendum í hag eða öðrum ná- grönnum; vér athugum að eins Austur-Can- ada (Lower Canada) og franska kynstofn- inn. Vér eigum ekkert sameiginlegt við brezku nýlendurnar, að öðru leyti en því, að vér erum allir háðir sömu höfuðborginni (metropolis).” Á öðrum stað sagði hann: “Vér gefum ekki grand fyrir brezku nýlend- urnar—Nova Scotia, New Brunswick, Prince Edward Island eða Newfoundland.” Árið 1885, þegar Louis Riel var dæmdur til dauða fyrir landráð og morð, tók Sir Wil- frid Laurier opinberlega málstað þessa land- ráðamanns. Meðal annars komst hann þá þannig að orði: “Hefði eg verið staddur á bökkum Sas- katchewan fljótsins, þegar uppreist þessi átti sér stað, þá hefði eg óhikað tekið til vopna gegn stjórninni.” Sir John Macdonald svaraði þessu um leið og hann svaraði öðrum æsingum í Quebec viðkomandi þessum uppreistarmanni, er hann sagði: “Uppreistarseggur þessi skal hengjast, jafnvel þó hver einasti hundur í Quebec gelti honum til liðsinnis.” Þannig hefir margsannast, hve andvígur Sir Wilfrid Laurier hefir frá fyrstu tíð miðað afstöðu sína í öllum málum við Que- bec*fylki og hina frönsku íbúa þar. Frá þessari stefnu hefir hann jafnan verið ófáan- legur að víkja og þetta er stefna hans nú í dag. Þeir, sem greiða atkvæði á móti sam- steypustjórninni, greiða atkvæði með þeim mönnum, sem dregið hafa sig í hlé í þátttöku þjóðarinnar í stríðinu og sem nú er mest um- hugað að hnekkja því að hermönnum henn- ar sé nú sendur frekari liðstyrkur. Rógburður er vopn Þjóðverja. Orvalið af Bandaríkja Þjóðverjum hafa reynst landi sínu vel og hafa á margvísleg- an hátt vottað hollustu sína. Margir synir þýzkra foreldra berjast nú í Bandaríkja hern- um og hvað fjárframlög snertir hafa margir af hinum þýzku borgurum syðra ekki látið á sér standa. En ekki verður þetta þó sagt um alla þá Þjóðverja, sem nú eru borgarar Bandaríkjanna, því fjölda margir þýzkarar þar eiga ekki snefil af slíku drenglyndi og eru gersnauðir af allri sómatilfinningu og skyldurækt gagnvart landinu, sem þeir nú búa í og hafa svarið hollustueið. Þeir nota hvert tækifæri til þess að hártoga allar gerð- ir stjórnarinnar í sambandi við stríðið og eru sífeldlega að leitast við að rægja þá menn, sem við stríðsstjórnina eru riðnir. Blaðið New York Times kemst nýlega þannig að orði um menn þessa. “Þegar nú blöðin ekki lengur ljá rúm fylgifiskum þýzkrar stjórnar hér í landi, þá eru þeir teknir að útbreiða “eitur” sitt munn- lega. Vér eigum hér ekki við þá einstak- linga, sem óafvitandi draga nú taum þýzkrar stjórnar —- friðarpostulana og sósíalista — heldur er hér átt við þá menn, sem áreiðan- lega eru leigutól Þjóðverja, launaðir um- boðsmenn þýzkrar stjórnar. Full vissa.er fyrir þessu fengin, enda eru gerðir þessara illræðisseggja svo augljpsar, að ekki þarf að ganga í minsta skugga um þær. Land vort er nú fult af þýzkum umboðsmönnum. Þeir dreifa eitrinu út frá sér í allar áttir. I Hverju héraði landsins, þar sem þeir dvelja nætur- langt, leitast þeir við að vekja illan orðróm —eða réttara sagt róg—og við- kvæði allra, sem slúður þeirra bera manna á milli er, að ‘kunn- ugur maður’ hafi svo sagt eða maður, sem viti hvað sé að gerast ‘á bak við tjöldin’. Allar hljóða sögur þessar á þá leið, að níða og rægja Bandaríkjastjórnina eða bandaþjóðirnar.” Stundum eru þetta fréttir, logn- ar frá rótum. Það er sagt frá því, að nýlega hafi skipi verið sökt með heilli Bandaríkja herdeild um borð, og oft eru fréttir þessar svo nákvæmar, að sagt er frá nöfnum fyrirliðanna, sem eiga að hafa farist. Stundum er sagt frá uppr reistum er eiga að hafa átt sér stað í herbúðum einhverjum í Bandaríkjunum, og ætíð á slíkt að vera bælt niður með ofbeldi og þessu svo haldið leyndu fyrir fólk- inu. Markmiðið með lygafréttum þessum er ætíð eitt og sama, að kveikja óhug hjá þjóðinni og æsa einstaklinga hennar til mótspyrnu gegn stjórninni. En vonandi hefir þetta ekki mikil áhrif, því Bandaríkjamenn eru nú teknir að varast Þjóðverja betur en áður — og því lítil lík- indi þess að margir þar láti róg- burð þýzksinnaðra illræðisseggja blekkja sér sýn. ------o------- Stjóromái og kosningar Einu sinni var gamli Jakobsen bókbindari spurður, hvort hann hefði aldrei átt barn, og þá svaraði hann: “Nei, góði minn, eg hefi aldrei átt neitt til muna af börn- um.” Eins er því varið fyrir mér, að þótt cg eigi töluvert margar greinar í blöðunum, þá á eg þar ekki neitt til muna af pólitískum börnum. ' Það sem aðallega vakir fyrir mér að opinbera mina skoðun, er það, að mér finst að nú í hönd farandi kosningar snúist um alt annað og rneira, iþyngra, sárara og alvarlegra fyrir borgara þessa lands, en áður hefir átt sér stað, og mér finst að hver hugsandi maður og kona ætti með athygli að skoða hlutina eins og þeir eru, ein« og sakir nú standa. Óviðráðanleg atvik að því er virð- ist hafa skapað þenna grimma leik, siem vér, þegnar þessa rfkis, höfum nú orðið að taka þátt í. Allir vita að nú er ómögulegt að flýja, og hversu þung sem byrðin verður á yfirstandandi og ókominni tíð, sem af þessu stríði leiðir, þá verðum vér drengskaparins vogma og alls vegna, —alheims friðarins og frelsisins DODD’S NÝRNA PILLUR, góðar fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s Kidney Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum eða 'frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd., Toronto, Ont. virðist nú ástatt, eftir því sem eg hefi getað fylgt með í þessu máli. Fyrverandi stjórn conservatfva gat að nokkru leyti náð samvinnu góðra manna úr liði liberala, og þannig var núverandi samsteypu- etjórn mynduð. Og eg segi óhikað, að ef þetta er ekki sá ei-nasti, hrein- asti og bezti vegur til þess að halda sæmd og virðingu Canadaþjóðar- innar uppi og ráða fram úr öllum vandræðunum til enda, að mestu hæfileikamenn, og van-daðir dugn- aðar og ráðvendnis menn úr báð- um flokkuim taki saman höndum, þá er en-gu öðru að treysta—engri annari stjórn. Það er ekki af blindu meðhaldi með conservatívum, að eg skrifa þessar 1-ínur; eg hefi þeirri stjórn sáralftið fyrir -að þakk-a í min-n garð, og eg veit, að hún á margar og stórar y-firsjónir sér á baki; ei> eg lít á málið eins og það nú liggur fyrir, og eins vil eg að -allir góðir og skynsamir menn geri. Heypt og æsingar og blint -flokksfylgi og logn-ar ásakanir eru svívirði-ng að láta öðrum í té sem leiðbeiningar á þessum alvarlegu tímum. — Og Neró og Kaligúla geta aldrei verið við neitt mál riðnir, nema til bölv- unar. Mér er það þvert um geð, að væna Miljónir fólks deyr á ári hverju úr tæringu. Miljónum hefði mátt bjarga, ef rétt varnarmeðul hefði verið brú-kuð í fyrstu. — Andar- teppa, hálsbólga, lungnabólga, veik lungu, katarr, hósti, kvef og alls- konar veiklun á öndunarfærunum. vegna — að halda öll okkar loforð, og leggja alla okkar krafta fram þar til strfðið er á -enda kljáð. -alt leiðir til tæringar og berkla- Á þessu velta næstu kosningar, og mér getur ekki annað fundist. en að allir skynsamir menn, og þá vit- anlega ekki sízt leiðtogar, blöð og ritstjórar, ættu að láta f té fylgi sitt og leiðsögn, án -allra stóryrðá og æsinga, í þessu vand-amáli. En það virðist ærið örðugt -að fá and- stæða stjórnarflokka til -að sam- eina krafta sína, jafn-vel þó um stærstu vandamál sé að ræða, sem ráða þarf á góðan veg, og þannig veiki.—Dr. Strandgard’s T. B. Medi- cine er mjög gott meðal við ofan- nefndum sjúkdómum. Veitt gull- medalfa fyrir meðul á þremur ver- | aidarsýningum—London 1910, Par- is 1911, Brussels 1909, og í Rotter- dam 1909. Skrifið eftir bæklingi. Bréfum -fljótt svarað. >r.STRANDGARD’S MEDICINE Co. 263266 Yonge St., Toronto. ÞJÁNINGAR ELLINNAR LINAÐAR Margt fólk vertiur móttækilegra fyrir ýmsum sjúkdómum met5 aldrinum. í*ati álítur kvilla eins og gigt, bakverk, bólgna litii, þvag-sárindl o.s.frv. óumflýjanlegt og ólæknandi. En takiti dæmi Mr. Frank Lealdands, sem er vel þektur bóndi í St. Raphael, Ont. A 61. aldursárí skrifar hann oss þakklætis- bréf fyrir hvernig Gtn Pills hafi reynst honum. Hann haftii þjábst af þrautum í bakinu og undir síbunni og vartS loks ati hætta vinnu. Eftir ati taka inn úr at5 eins 6 öskjum af Gin Pills var hann allæknaöur og segist vera eíns hraustur og hann var um þrítugt. Hann er yngri en kona hans, og heflr hún einnlg haft mjög mikiti gott af ati brúka Gin Pills. Mjög líklegt er, ati þjáningar þær sem þú tekur út og kennir elllnnl, getl ortiiti læknatiar meti Gin Pills. Þati er aö minsta kosti reynandi ati brúka þær. Mr. Lealand byrjaöl meö ókeypis- öskju, — þér vertiur send ein ókeypis, ef þú bitiur um hanan. Alllr kaupmenn selja Gln Pills á 60c öskjuna etia 6 fyrir $2.50. National Drug and Chemieal Co. oí Canada, Limited Toronto, Ontario. Dept. "J” Giopills

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.