Heimskringla


Heimskringla - 06.06.1918, Qupperneq 2

Heimskringla - 06.06.1918, Qupperneq 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. JúNI 19IB Vandamál Ira Sjálfstæðisbarátta íra er ekki ný- lega til orðin, hefir staðið yfir í marga undanfarma áratugi og væri vafaJiaust lengra á leið komin, ef ekki ihefði verið fyrir sundrung og flokkaskifting írsku þjóðarinnar sjálfrar. Engin bjóð, er á við megna innbyrðis sundrung að búa, getur reiknað upp á að framfara bar átta hennar beri stórkostlegan á- rangur. Ef írar hefðu ekki verið eins skiftir í heimastjórnar málinu og átt hefir sér stað með þá, væri búið að veita beirn heimastjórn fyrir löngu. Stjórmmáiamenn Breta hefðu ekki þrjóskast á móti til lengdar, ef þeir hefðu séð írska þjóð sameinaða í þessu máli. En sllku var ekki að fagna. !>rátt fyrir alt og alt hefir írska þjóðin þó í heild sinni virzt holl alríkinu brezka og sýnt það á margvíslegan hátt. Síðan stríðið sball á hefir þetta komið einna á- þrei'fanlegast í ljós. Hátt á annað hundrað þúsund írar, alt sjálf- boðaliðar, berjast nú í brezka hernum og hvað fjárframlög snert- ir hefir írska þjóðin ekki iátið neitt á sér standa. Eftir að þeir hafa lagt fram >svo stóran skerf til stríðsins, bæði f mönnum og íé, má því ekki bregða írum um ótrú- mensku eða vljaleysi. Til slíks hafa þeir engan veginn unnið. Aftur á móti er afstaða þeirra gagnvart lierskyldunni þeiin ekki til eins mikils hróss og vottar hvorki djúpan né víðtækan skiin- ing á þeirra lilið. Þegar jafn lýð- frjáis lönd og Bandaríkin, En,g- land og Canada hafa neyðst til að grfpa til herskyidunnar, ætti frum að liggja í augum uppi að þess sama verður af þeim krafist, eigi þátttaka þeirra f stríðinu að koma að fullum notum. “Nú megum vér ekki eiga neitt á hættu” er haft eftir frakkneskum liðsforingja, og er þetta hverju orði sannara. Her- skyldan er eina úrræðið til þess að gera baráttuna gegn hinu öfl- uga þýzka hervaldi vissa og örugga. En að svo kornnu ihefir írska þjóðin ekki gietað séð þetta eða skilið og þar sem stór hiuti hennar er undir áhrifum kaþólsku kirkjunnar verður þeissi afstaða ef til vill skiljanleg. Og svo mikið er vfst, að óánægja írskrar þjóðar yfir hinni væntan- legu herskyidu hetfir gert hana næmari en áður fyrir áhrifum æs- ingamanna — sem ekki hafa látið slfkt tækifæri ónotað. Þegar svo er komið fyrir einhverri þjóð, rennur upp glæstasta tímabil- ið í lífi þeirra manna, sem ekkert hafa annað en orðaglamrið tómt að bjóða. Sökum óánægju fólksins hafa þeir þá margfialt meiri áihrif en áður og draga heldur ekki af sér að blása, að neistum tortrygninnar hjá fólk- inu og espa það á aliar lundir. Verða þá oft og tíðum vinsælir í bili hjá stórum ]>orra tfólks og af ekki svo fáum skoðaðir málsvarar alþýð- unnar. En áhrif þeirra vara ]>ó sjaldan lengi. Aður langt líður hlaupa þoir sig um koll og augu allra sem nokkuð hugsa, opnast þá fyrir því, * að þó æsingamennirnir séu iistfengir að vífa alla hluti nið- ur, skortir þá alla hæfileika til þess að geta bygt upp eitthvað nýtt og betra í staðinn. Sá sannleikur öðl- ast þá gildi aftur f meðvitund manna, að hægra sé að sjá smfða- lýtin en gera við þeim og þar af leiðandi sé jafnan heppilegast að iara varlega í sakirnar. Hver sönn og eðlileg þroskun er hægfara og birttet srnátt og smátt f ýmsum breytingum til hins betra. Ef æs- ingamennirnir fengju ráðið við lög- mál náttúrunnar, myndu þeir láta stórtré skógarins vaxa með rykkjum og braki. Áhrif æsingamannanna á írlandi leyna sér ekki og l>ar eims og í öðr- um löndum hafa menn þessir látið Gigtveikí Heima tilbúið meSal, gefið af manni, sem þjáðist af gigt. VorltS 1893 fékk eg slæma glgt I vöBva meö bölgu. Kg tók út þær kvalir, er þeir einir þekkja, sem hafa reynt þaö, — í þrjú ár. Egr reyndi alls konar meöui, og marga lækna, en sá bati, sem eg fékk, var aö eins í svfcpinn. Loks fann eg meöal, sem læknaöl mlg algjörlega, og hefi eg ekki fund- iö til gigtar síöan. Eg hefi gefiö mörgum þetta meöal,—og sumir þeirra veriö rúmfastir af gigt,— og undantekningarlaust hafa all- lr fengiö varanlegan bata. Eg vil gjöra öllum, sem þjást af gigt, mögulegt aö reyna þetta óviöjafnanlega meöal. — Sendiö mér enga peninga, aö eins nafn yöar og árltun, og eg sendl meö- aliö fr*t til reynslu. — Eftir aö hafa reynt þaö og sannfærst um aö þaö er verulega læknandi lyf viö gigtinnl, þá megiö þér senda n»ér veröiö, sem er einn dollar. — En gætlö aö, eg vil ekki penlnga, nema þér séuö algerlega ánægö- ir meö aö senda þá. — Er þetta ■ ekki vel boöiö? Hví aö þjást lengur, þegar meöal fæst meö svcrha kjörum? Bíölö ekkl. Skrlf- iö strax. Skrlfiö i dag. Mark H. Jackson, No. 467D, Gurney Bldg., Syracuse, N. V. leiðast til þess að draga taum Þjóð- verja í þossu stríði, alt sem þeir hafa þorað. Flestir munu minnast þess, að maður að nafni Robert Casement var fluttur af þýzku skipi á iand við istrendur írlands, skömmu áður en “Sinn Feim” upp- refetin mikla átti sér stað. Yið þetta tækifæri kom :í ljós, sem oftar, að Þjóðverjar hafa ekki verið seinir að tfesta augun á þeim mönnum í löndum banda]>jóðanna, sem leiði- tamir voru og líklegir til þess að geta haft áhrif þýzkum málstað í vil. liobert Casement varð ógætt verk- færi í höndum þeirra. Nú nýlega var ammar maður flutt- ur að irsiku ströndinni, í þetta sinn frá þýzkum kaflbát, og svo laumu- lega var að þessu farið, að mestu furðu gegnir að l>að skyldi komast upp. En yfirvöldin brezku hafa hlotið að vera búin að fá einhverja vitneskju um þetta áður, því rétt eftir að maður þessi steig á land, var hann hmeptur f varðhald. Dag- inn eftir var tilkynt í neðri málstofu brezka þingsins, að hann hefði ver- ið fluttur til Lundúnaborgar og bíði þess að vera færður fyrir her- rétt. Ef til vill hetfír hann verið dæmdur til Mfliáts, þó engim vtesa sé fengin fyrir því að svo komnu. Atburður þessi virðist sanna, að Jeynilögreglan brezka sé ekki svo afkastalíiil eftir alt saman. Ekki er heldur ómögulegt að írar sjálfir iiafi eitthvað verið við þetta riðnir, því emgir munu bera á móti því, að írska þjóðin sem heild sé andvíg ó- trúmensku og sviksemi gagmvart Englandi og þrái engan veginn að Þjóðverjar tfái komist að á Irlandi, sundrað ]>ar öllu og ef til vilil hrint af stokkum borgarastríði. Á eftir atburði þessum komu svo fréttirnar, að margir tugir af helztu leiðtogum “Sinn Fein” flokkisins hefðu verið tekrnir fastir — og ]>ar á meðal prófessor Edward de Valera, forseti flokksins, Maddama Morkie- vicz, alræmt æsingakvendi, og marg- ir fleiri. Þrátt fyrir þetta ríkti þó mesta kyrð og spekt í landinu og var þar engra uppþota eða upp- reista vart á meðan þetta stóð yfir. Þeir, sem hneptir voru í varðhald, voru teknir á skriflstofum sínmn eða heima hjá sér og engin tilraun gerð að taka tfrajn fyrir ihöndur lögregl- unwar. Eftir að kvisast tók að sannanir hefðu fengist fyrir samsæri á milli .þessara manna og Þjóðverja, virðist málstaður þeirra hafa mist alt gildi i augum írskrar þjóðar. Rannsókn hefir nú verið hafin í þessu af brezku stjórninni og áður lamgt líður mun það rétta og sanna leitt í ljós. Sagt er, að skjöl hatfi fundist, sem sanni ótvíræðilega, að samsæri hafi átt sér stað á milli "Sinn Fein” fulltrúanna og þýzkrar stjórnar. Markmiðið með þessu átti nð vera það, að frelsa írland undan yfirráðum Breta og með aðstoð Þjóðverja að stofna þar lýðveldi. Eimvöidisstjórn Þjóðverja virðist vera rétbmeínd aflstöð tfrelsisins og lýðveldis hugsjónanna fyrir aliar ]>jóðir — utan ]>ýzku þjóðina. Það er hörinulegt til þess að hugsa að slík sainsæri skyldu nú geia átt sér stað á írlandi, þegar brezka stjórnin hefir sýnt sig fúsa að veita Irum heiinastjórn, setn þeir hafa svo lengi ]>ráð — og að eins af- sbaða þeirra sjálfra kemur nú í veg fyrir að þær vonir ■ þeirra nái að rætast. Sundrung þjóðarinnar sjálfrar er aðal þröskuldurinn í veg- inum. Suður-írland er þó nokkurn veginn samhuga og hafa ýrnsir helztu stjórnmálamenn Breta ekki verið með öllu vonlausir að unt yrði á endamum að stofna til þess sam- bands á írlandi, sem gerði heima- stjórn þar mögulega og líklega til þess að reynast affarasæia. trska þingið. Fyrir rúmu ári síðan, eftir að hafa sýnt sig viljugan að Játa undan kröfum Natiomalista flokksins, lagði Lloyd George fram eftirfylgjandi tii- lögur við Johm- Redmond, leiðtoga þessa flokks — í bréfi, sem hann skrifaði honum 16. maí 1917: (a) Frumvarp sé lagt fyrir þingið þess efnis, að heimastjórnar lögin séu tafarlaust látin ganga í gildi á íriandi, en sex norð-austur Ulster- héruðin undan skilin. Eða að öðr- um kosti: (b) Að írar sjálfir haldi allsherj- ar þing með því markmiði að koma sér saman um þá stjórnarskrá fyrir land sitt, sem hinir ýmsu flokkar ]>ar megi vel við una. Redmond, eins og menn muna, hafnaði fyrri tillögunini, en sam- þykti þá siðari. Var þetta tafarlaust tilkynt og mieðlimum Ulster-Union- ista flokksins boðið að sækja þing þetta. A þingi }>essu mæbtu tfulltrúar allra frsku flokkanna, að “Sinn Fein” flokknuin umdanskildurn. Sir Horace Plunkett var forseti þingsins og undir öruggri forystu lians voru horfur nú hinar beztu. Stór hluti frskrar þjóðar mun þá bafa vonað heitt og innilega, að þing þetta myndi leiða til heppilegra úrslita í þessu mikla vandamáli. Umræðurnar urðu langar og stóð þingið yfir 1 átta mánuði. Sir Hor- ace .Plunkett stýrði því snildarlega og áhrifum hans var einna mfcst að þakka hvað alt fór skipulega og reglulega fr&pi á þinginu. Hann er fram úr skarandi gætinn maður og þolinmóður og af þeim æbtstofni kominn, sem afrekað hefir miklu góðu fyrir írska þjóð í liðinni tið. Hann er “praktiskur” hugsjónamað- ur, ef svo mætti að orði komast, og vinsæll atf alþýðu manma á írlandi. Reynsla hans er víðtæk og um eitt skeið dvaldi hann mörg ár í Ame- ríku. Vinsældir hans, reynsla og hæfileikar hans komu honum nú að góðum notum á þessu langa þingi. Tillögur þær voru að lokum sam-1 þyktar á þinginu, að stofnað væri frskt þjóðþing, sem fjailaði um alla stjórn iandsins, innheimti alia skatta OÆfrv. Eftir að hafa minst á þetta fyrirhugaða þjóðþing íra í skýrslu sinni komst Sir HOrace Plunkett meðal annars þanmig að orði: “Suður-Unionistar fylgdu eindreg- ið þeirri stefnu, að írska þjóðin ætti fulltrúa á þingi alríkisins brezka og var þetta samþykt af Nationalistum ytfir höfuð að tala. Niðurstaðan varð samt sem áður sú, að góðra og gildra orsaka vegna skyldu fulltrú- ar þessir kosnir af þjóðþingi ír- lands, en ekki af kjördæmunum og var þetta samþykt á þinginu------” “Samþykt var, að írska þjóðþing- ið skyJdi saman standa af tveimur málstofum, senati með 64 meðlimuin og neðri málstofu, sem samanstæði af 200 meðlimum. Til grundvallar fyrir Senatinu liggur sxi hugmynd, að það sé skipað fulltrúum verzlun- ar, iðnaðar og verkamála, fulltrúum sveitastjórna, kirkna, skólastofnana og aðalsins.” Neðri málstofani átti aftur á móti að samanstanda af iþjóðkjörnum fulltrúum ihinna ýmsu iflokka. — Leit þetta fyrirhugaða írska þjóðþing vel út á pappírn-um og virtist líklegt til þe-ss að vcrða stærsta sporið, sem unt væri að stíga í samkomulags áttina á ír- landi. Heimastjórn hafnað. En þegar til kom, neituðu íbúar norðurihluta írlands að heita mátti einum rómi, og ekki svo fáir meðal suður-íbúanna, að slíta núverandi samband við Bretiand. Kom þannig í ljós, að þeim væri lítt hugleikið að lóta stjórn landsins vera í höndum meiri hlutans að sunnan, sem gagn- óiíkri kirkju tiiheyrði og litla stunid legði á iðnaðar framleiðslu— auðlegð Norður-írlands yrði ]>vi að líkindum að bera aðal skatbbyrð- ina. Ibúar Suður-íriands kæra sig fátt um að erfiða og sveitast í verk- stæðum. Henry Ford, sem nú er heimsfræg- ur fyrir bifreiða-verksmiðjur sínar, bygði ailstórt verkstæði í Cosk og réði til sín fjölda af írskum verka- mönnum Fyrstu vikuna komu þeir yfirieitt seint til vinnunnai^á, morgn- a>na og var ail-títt að þeir legðu árar í bát kl. 10 til 11 fyrir hádegi og héldu á brott. Borgunardagurinn rann upp og urðu þeir þá brátt þess vfeari að þeim hefði að eins verið borgað fyrir tíma þann sem þeir unnu — þótti þeim þar af ieiðandi súrt í broti og hótu$u verkfalli. Var þeim sagt að verkfall væri þeim guðvelkoinið að gera því nóg væri hægt að fá af árvökrum og ástund- unarsömum rnönnum frá öðrum hér- uðum eða erlendis frá. Er þetta ljóst dæmi þess bve örðugt er að fá íbúa Suður-írlamds til þess að vinna í verkstæðuin. Yfir höfuð að tala eru írar líka sjálfstæðir mjög að eðlis- fari og ekki við lömb að leika sér að ráða við þá. Hvað þetta ofangreinda atriði snertir eru þó “Norðlendingar” á írlandi “Sunnlendingum” harla ólík- ir, því hjá þeim eru verkstæði mörg og iðnaður af ýmsu tagi þar stund- aður if stórum stýl. Þar sem svo mikið djúp er stað- fest á milli íbúanna, er ekki við góðu að búast og engan veginn undrunarvert þó samikoinulagið gangi oft illa. Norðanmenn og sunn- anmenn á írlandi eiga sára lítið sameiginlegt, tilheyra tveimur sér- skildum og gagnóiíkum kirkjum og eru þar af leiðamdi haria ólíkir í hugsunarhætti og siðvenjum. Mætti því með sanni segja, að tvær skyld- ar en ólíkar þjóðir byggi írland, þó landsmálið sé þar að eins eitt. Mótspyrnan gegn herskyldunni. Eftir að Rússar gengu úr leik og Þjóðverjar fóru að geta flutt hverja hersveitinia eftir aðra frá austur- svæðunum til Frakklands, varð bandamönnum alt örðugra en áður og Bretar um leið tilneyddir að herða á herskyldulögunum til þess að afia sér aukin.s iiðstyrks. Banda- ríkin voru að vísu f hildarleikinn gengin, en illa undir slíkt búin og blaut því að líða langur tími þangað til þeirra feiknamikli kraft- ur kæmi að fullum notum. Að þessu 'hafði írland farið á mis við herskylduu'a, sem þó hafði verið lögleidd á Englandi, og í Skotiandi og Wales. En engum gat virzt það sanngjarnt, að allir vopnfærir menn væru sendir 'frá þessurn þremur rikishlutum en iátið viðgangast, að margar þúsundir ungra og hraustra íra tfengju að draga sig í hlé. Eftir langar umræður þessu aðlútandi samþykti brezka þingið því fyrir til þess að gera skömmu síðan að her- skylda yrði lögleidd á írlandi og samflara þessu skyldi írum boðin heimastjórn. Suður-frar börðust á móti bessu með hnúuin og hnefum. Bænar- skrár voru undirskrifaðar og þar voru nöfn prosta og kirkjulegra em- bættismanna efst á síðu. Nú var ekki verið að minmest á þátttöku írlands í striðinu og þær mörgu þúsundir hraustra íra, sem þegar berðust á vígvellinum heldur að eins hamrað á ■því eina, að Suður- írar — og írar í iheild sinni — mættu ekki undir neinum kringumstæðum láta viðgangast að herskyldu væri dernbt yfir írland. 'Skylda frskrar þjóðar væri að berjast á móti þessu af ítrustu ■kröfturn. Þar sem Norð- ur-írar risu þveröfugir við heima- stjórn virtist um tíma sem inót- spyrman gegn þessu hvorutveggju, herskyldu og heimastjórn, myndi ef til vill verða tengitaug á milli Suð- ur- og Norður-íra — í bráðina að minsía kosti. Mitt í öllum þessum gauragangi er “Sinn Fein” flokkutinn heldur okki iðjulaus, enda býðst æsinga- mönnum þess flokks nú það tæki- færi, sem þeir hatfa lengi beðið eftir. Nú þykjast þeir sjá nægá möguleika bjóðast fyrir írska l>jóð að brjótast undan “okinu” brezka og hefna harma sinna. Augu “Sinn Fein” meðlimianna virðast einlægt hvíla á raunum liðinnar tíðar. En aftur á móti virðast þeir blindir fyrir því sem England og önnur bandalönd nú eru að ganga í gegn um. Kær- leiksþel þeirra virðist því ekki á hærra stigi en það, að þeir séu bmngnir af eigingirni — og ]>að eitt hugleikið, að hefna eigin harma sinna. Prófessor Edward de Valera, leið- togi “Sinn Fein” flokksins, hefir lát- ið tölu'vert til sín taka í seinni tíð. Fáir af flokksmönnum þessum hafa liaft meiri áhritf út á við en hari'n. En sem dæmi upp á hve andleg þroskun hans sé háfleyg má geta þess, að sagt er að þó hann hati brezka stjórnmálamenn og England og hafi jafnan borið hatur í þá átt, hati hann samt sem áður Sir Ed- ward Carson og Norður-írland marg- falt meira og það iiatur hans verði aldrei upprætt. Nú er hann ás&mt öðrum flokks- mönnuin sínum sakaður um að hafa verið í samsæri með þýzkri stjórn og Þjóðverjum. Dæmist hann og meðráðamenn hans sekir, eru dagar “Sinn Fein” flokksins taldir á írlandi. Land til sölu Nálægt Lundar, Manitoba S. W. y410-20-4 W. lst. M. Inngirt, uppsprettutjörn á iandinu. Landið í grend við Lundar er sér- staklega véi liagað fyrir injólkurbú- skap og “mixed farming”. Gnægð af góðu vatni, landið fremur siétt og nægur popiar skógur fyrir ©ldivið. Verðið á þeissari kvart section er $2,400, borgist $500 í peningum og af- gangur eftir samkomulagi. Skrifið eða finnið, ADVERTISER, 902 Confederation Liife Bldg. Dept. H. | Winnipég.. Fyrir Sjúkleik Kvenna. Dr. Martel’s Female Pills hafa ver- ifc gefnar af lœknum og seldar hjá flestum lyfsölum í fjóröung aldar. TakiÖ engar eftirlíkingar. Byltingar með Rússum og vííar. Sínum vilja framgengt fengið fólk hefir nú á Rússlandi, illræmd stjórn til grafar gengið, gjörvöll þjóðin ráðandi. Flestir slíkan frelsisroða fagran hugðu sigurboða. “Vandi fylgir vegsemd hverri”. Veldissprotinn þungur er. 111 er harðstjórn, en þó verri engin stjórn, það sannast hér; eins og komið er á daginn, ei það batar þjóðar haginn. Ánauðar er óþjált helsi, — enginn rengir sannleikann — ótakmarkað fíflsku írelsi fólkið líka villa kann; oftast það til öfga leiðir og hjá réttu marki sneiðir. Fullræði í fjöldans höndum finst ósjaldan hefndargjöf; leyst úr traustum lögmáls böndum lendir flest í óráðs gröf; ótalmargir í sem falla, er sig lýðsins spámenn kalla. Stofnar þjóðum þrátt í voða þegnlegt rofið bandalag; hver vill annan undir troða, eiginn til að bæta hag; holl svo skylduböndin bresta, bölvun af sem stafar mesta. Erfitt gengur oft að hemja eigin fýsnir breyzkri sál. Gýrug ágirnd, öfund, gremja, eitrað tendra haturs bál, siðmenning sem ótæpt eyðir og þær betri hvatir deyðir, Aldrei skyldum óstjórn hylla, (Famh. á 3. bte.) Haldið heima eld- um lifandi. Vor helgasta skylda á þessum dögum er að halda heima-glóðum Iifandi og sjá um, að þegar drengir vorir koma til baka frá stríðsvöll- unum, þá finni þeir skyldulið sitt hér við góða heilsu. — Þess vegna er nauðsynlegt að brúka meðal, er ver veikindum, með því að hjálpa Iíkamanaum til að útrýma öllum skaðlegum efnum og gerlum. — Triner’s American Elixir of Bitter Wine er ábyggilegt í alla staði til slíkra nota. Það er heimilis-meðal í orðsins fylsta skilningi, vegna þess að það eyðir allri maga óreglu og orsakar náttúrlega verkun melt- ingarfæranna. Fæst í lyfjabúðum. Neitið eftirlíkingum og biðjið lyf- salann að eins um Triner’s Americ- an Elixir of Bitter Wine. $1.50.— Fyrir gigt, fluggigt, bakverk, togn- un, bólgu og þess konar, reynið Triner’s Liniment. Það er ágætt meðal; 70 cent. —Joseph Triner Company, 1333—1343S. Ashland Ave., Chicago, 111. I Triners meðul fást öll hjá Alvin | Sales Co., Dept. 15, P.O. Box 56 I Winnipeg, Man. EINMITT N0 er bezti tími að gerast kaupandi að Heims- kringlu. Frestið því ekki ti) morguns, sem þér getið gert í dag. Slíkt er happadrýgst. Upplýsingar óskast. Heimskringla þarf aö fá að vita um núverandi heimilsfang eftirtaldra manna: Th. Johnson, síöasta áritan Port. la Prairie, Man. Jón Sigurösson, áöur aö Manchester, Wash. E. O. Hallgrímsson, áöur aö Juneberry, Minn. Miss Arnason, áöur aö Wroxton, Sask. S. Davidson, áöur aö 1147 Dominion str., Wpg. Mrs. W. L. Thomas, áöur að Kimberley, Idaho. Hjörtur Brandsson, áöur 9318 Clarke St. Edmonton. Stelndór Árnason, áður a* Wild Oak, Man. Lárus Bjarnason, áöur Cortland, Nebrasca. Þeir sem vita kynnu um rétta áritun eins eöa fleiri af þessu fólki, eru vinsamlega beönir að tilkynna þaö á skrifstofu Heimskringlu. THE VIKING PRESS, LTD. V.,----------------------------------------------------------------------------------------- l ------ G. A. AXFORD LÖGFRÆÐINGTJR 603 Paris Bldg., Portage & Garry - Talsími: ain 3142 Winnipeg. Arni Anderson E. P. Qarland GARLAND & ANDERSON LOCFHÆIÐmOAR. Pbon* Mala 1M1 W1 Electrie Railway Ohambora. ■ —- Dr. M. B. Halidorsson 401 BOYD BtJILDING TaU. Main 30SS. Cor Port. A Bdm. Stundar einvörtiungu berkiasýki OK aöra lungnajsúkdóma. Br aö tinna á ekrifstofu sinnl kl. 11 tll 12 f.m. eg kl. 2 til 4 e.m.—Helmlli að 46 Alloway ave. s-------------------- Taisimi: Maln 6802. Dr. J. G. Srtidal TANNLÆKNIR. 614 SOMSRBBT BLK. Portage Avenue. WINNIPMG Dr. G. J. Gis/ason Pkyalcfaa and Sargron Athygll veltt Augna, Eyrna og Kverka SJúkddmum. Asamt lnnvortls sjúkdómum og upp- akuröl. 18 Sootfc 3rd St.. Grand Forta, N.D. Dr. J. Stefánsson 401 BOYD nUfLDlRO Hornl Portage Ave. og Bdmonton Bt. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdéma. Er aö hltta trí kl. 10 tll 12 f.h. og kl. 2 tll 6 a.h. Phone: Main 3088. Heimiii: 106 Olivla St. Tala. G. 2116 Vér höfum fuliar birgölr breln- ustu lyfja og meftala. KomiD meö lyfseöla yöar hingaö, vér gerum meöulln n&kvsamlega eftir ávísan læknisins. Vér sinnum utansveita pöntunum og seljum glftingaieyfi. : : : : COLCLEUQH & CO. * Notre Dame Jt Sherhrooke St». r Phone Garry 2690—2691 \ A. S. BAJfDAL selur lfkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaöur s& fceatl. Ennfremur seiur bann aliskonar minnlsvaröe og legsteina. : : 813 SHBRBROOKE 8T. Pbooe G. 3152 tVINNIPEG G. THOMAS Bardal Bloek, gkerbrooke St., Wiiuilprc, Mnn. GJörir vlO úr, klukkur og allskonar gull og sllfur st&ss. — Utanbsojar viögeröum fljótt slnt. TH. JOHNÉON, Úrmakari og GullsmiSur Seiur gífting&leylieferét Sératakt atbygli veitt pöotunum og viSgjöríum útan af lanAl. 248 ftlaín St. - PhGB« M. «606 J. J. Swanson H. G. Hlnrlkaeon J. J. SWANS9N & CO. PASTEiöXASALAB OG 1 peataga ndtlir. Talsfml Matn 2617 Cor. Portage and Garry, Wlnnioeg MARKET H0TEE 14« Painr mm Street & aétl raarkaStnum Boatu vlnföng, vinddar og at)- hlynlng góö. fsisnkur velftnga- cnatiur N. H&lldóraaon, lelöbeSn- tr lslendlngnm. P. O'COXXEL, Elgandi Wianlpeg r --------- GISLI GOODMAN TIXSJiWlR. Verkntseíl:—Hornl Toronto Bt. og Notre Bame Ave. Pbone fierry 2988 V- HrtmUU Garry 8G» ________/ Lagaákvarðanir viðvíkj- andi fréttablöðum 1.) Hver maður, sem tekur reglulega á móti blaöi frá pósthúsinu, stendur í ábyrgð fyrir borgdk- inni, hvort sem nafn hans eða annars er skrifað utan á blaö- i«, og hvor1 sem hann er áskrif- andi eÖA ekki. 2) Eí einhver sesír blaöi upp, vertS- ur hann aö borga alt sem hann skuldar því, annars getur útgef- andinn haldið áfram að senda honum blaöiö, þangaö til hann hefir geitt skuld sína, og útgef- andinn á heimting á borgun fyrir öll þau blöð, er hann hefir sent, hvort sem hinn tekur þay af pósthúsiuu eöa ekki. 3) Að neita aö taka við fréttablöðum eða tímarítum frá pósthúsum, eöa aö flytja i burtu án þess aö tilkynna slíkt, meöan slík blöð eru óborguð, er fyrir lögum skoðað sem .tilraun til svika (prima facie of intentional fraud).

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.