Heimskringla - 06.06.1918, Síða 4

Heimskringla - 06.06.1918, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. JÚNl 1918 HEIMSKRINGLA 1886) Kcxnur út 4 hverjum Flœtudegl. Otgefendur og elgenður: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatSatns I Canada og BandarikJ- unura $2.00 um árltS (fyrirfram borgatS). Sent til lslands $2.00 (fyrirfram borgatS). állar borganir sendist rátismannl blatSs- ins. Pðst etSa banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðamaður Skrifstofa: raa sherbrookb stkeet., winmpeo. P.O. Box 3171 Talslml tiarrr 4110 WINNIPEG, MANITOBA, 6. JÚNI 1918 Yínbannið Þann fyrsta þessa mánaðar voru liðin tvö ár frá því vínbannslögin svonefncfu gengu í gildi hér í Manitoba. Vínsöluhúsum var þá öllum lokað og sala alls áfengis þar með tak- mörkuð. Engan veginn gat þetta þó kallast algert vínbann, þar sem tilbúningur víns var hér leyfður og ekki lagt bann við innflutningi vínfanga frá öðrum fylkjum. Bakkus var því blótaður eftir sem áður og engir tilneyddir að fara varhluta af návist hans, sem halda þeir geti ekki án hans lifað. Vínbannslögin, þó ófullkomin væru, voru þó spor í rétta átt og höfðu undir eins bætandi áhrif. Drykkju- skapur varð ekki eins almennur og áður. Hof vínguðsins, sem áður voru svo björt og að- laðandi, voru nú orðin tómleg og eyðileg, og fengu engan heillað lengur eða afvegaleitt. Vonir þeirra, sem algert vínbann þráðu, höfðu þó ekki ræzt. Bakkus var enn við lýði, því enn var hægt að fórna fé og fjörvi að altari hans—í heimahúsum. Heimilin voru þannig orðin einu griðastaðir þeirra versta ó- vins, áfengisins. Þrátt fyrir þá vínsölu-tak- mörkun, sem nú var lögleidd, varð því mörg heimilismóðir að horfa upp á drykkjuskap manns síns og að lifa við þung og erfið kjör þessu samfara. Rétthugsandi einstaklingum duldist því ekki, að vínbannslögin væru ónóg og ófullkomin. Viðleitnina kunnu allir þó að meta og fyrir lögum þessum hafði verið rösklega barist. Fyrverandi andstæðingar í flestum málum höfðu tekið saman höndum til þess að ljá þeim fylgi. Prestar mismunandi trúarskoð- ana fylktu sér undir sameiginlegt merki og studdu þau af dug og dáð. Blöðin, öll helztu blöð fylkisins, lögðust á eitt og beittu öllum sínum áhrifum með þeim. Og þó blöðum þessum sé nú úthúðað af mörgum og þau titl- uð sem “blöð auðkýfinganna”, þá áttu þau ekki sízta þáttinn í því að sigur fékst og að úrslit vínbanns kosninganna urðu hin æskileg- ustu. Áhrif blaðanna hafa jafnan mátt sín mikils og oft komið miklu góðu til leiðar. Úrslit þessara vínbanns kosninga voru Manitobabúum til mesta sóma og vottuðu Ijóslega þeirra góða vilja í þessu máli. Eftir að vínbannslögin gengu í gildi og tekið var að framfylgja þeim, kom reynslan svo til sögunnar og heimfærði þau sannindi, að þó lög þessi væru spor í áttina, gætu þau alls ekki skoðast fullnægjandi. Tilbúningur víns væri enn leyfðuK í fylkinu, þjóðinni til tjóns, og enn leyfður flutningur víns hingað frá öðrum fylkjum, sem í reyndinni hefði alt ann- að en góðar afleiðingar. Af þessu hvort- tveggja stafaði óefað mesta hætta, ef ekki væri að gert í tíma. Duldist þá engum, utan stöku afturhaldsseggjum—sem margir voru þó stálelfdir hugsjónamenn og framsóknar- gr.rpar á yfirborðinu — að algert vínbann væri nú eina úrræðið. Sambandstjórninni duldist þetta ekki og var ekki búin að vera lengi við völdin, er hún tók fyrir allan flutning vínfanga á milli fylkj- anna og stofnaði þannig til algers vínbanns í öllum þeim fylkjum. sem vínbannslög höfðu áður samþykt. Að vísu var þetta stríðs- ráðstöfun (war measure), miðuð við tíma þann, sem stríðið varir og eitt ár lengur; en gefist vínbannið vel í reyndinni, sem eng- um efa er undirorpið, þarf engmn að óttast, að það verði afnumið. Andbanningum er nú ekki gert hátt undir höfði hér í Canada, og þjóð þessa lands Iíka nægilega þroskuð til að láta ekki viðgangast að nein stjórn breyti gagnvart vilja hennar hvað þetta snertir. Enda ættu þeir tímar að vera um garð gengn- ir, að stjórnirnar fái hagað sér eftir eigin geðþótta og sett sig upp á móti vilja þjóðar- innar. Á stjórnum landanna byggjast björt- ustu endurbóta vonir mannkynsins og lög allra góðra stjórna eru bygð á réttlætis kröf- um þjóðanna. “Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða”, sögðu forfeður vorir, og hefir sannleikur þessa forna spakmælis afdrei komið betur í Ijós en í nútíðinni. Vínbannið er ekki gamalt hér í Manitoba, en hefir þegar borið æskilegasta árangur. Ávextir þess hafa komið í Ijós á margvísleg- an hátt og mun óhætt að fullyrða að því sé að þakka, að kjör margra fylkisbúa eru nú að stórum mun betri en áður. Siðferðið er betra og glæpir af öllu tagi færri en áður. Tveimur af fangahúsum fylkisins var nýlega lokað, af þeirri einföldu ástæðu, að þau voru alveg tóm. Alt þetta eru vínbanninu sterk meðmæli, sem ekki verða hrakin. Villimanna dansinn er áhrifamikill og fag- ur í augum villimanna. Víndrykkjan er heill- andi og aðlaðandi í augum drykkjumanna —*■ sem allir vilja neyta víns í hófi, þótt þeir geri það ekki. En bæði villimannadansinn og víndrykkjan, er ósamboðið þroskuðum nú- tíðarmanni og hvorttveggja tilheyrandi van- þroskun liðinnar tíðar. 4—.——--------------—---—— ——■—» Alvarlegar ákærur “Voröld” flytur lesendum sínum nýlega þá frétt, að Ottawa-stjórnin hafi neitað að láta rannsaka kærur þær, sem Copp þingmaður hafi borið fram á þinginu viðvíkjandi “glæp- samlegum svikum og ofbeldi við síðustu kosningar.” Þar sem sagan er hér bara hálf- sögð og það, sem sagt er, svo herfileg rang- færsla á því rétta, finst oss óhjákvæmilegt, að gerðar séu við hana nokkrar athugasemdir. Frétt þessi er þannig sögð í Voröld, að hún er villandi í meira lagi og sú staðhæfing, að stjórnin hafi neitað að láta rannsaka þess- ar kærur, er hauga uppspuni. Ritstjóri Vor- aldar hefir annað hvort ekki lesið þingtíð- indin í þetta sinn og byggir því ummæli sín á eintómum hugarburði, eða þá hann vísvit- andi hallar réttu máli með því augnamiði að villa lesendum sínum sjónir. Eftir að hafa lesið ummæli hans er ekki ó- líklegt, að margur leiðist til að halda, að “glæpsamleg svik og ofbeldi” hafi ef til vill átt sér stað um alt Canada við síðustu kosn- ingar. En sannleikur málsins er sá, að kærur A. B. Copp, þingmanns frá Westmoreland, og sem hann fram bar skömmu fyrir þinglok, voru allar að eins snertandi atkvæðagreiðslu hermanna — og sérstaklega hermanna á Englandi. Kærur þessar voru 32 talsins og kom Copp með þá tillögu, að kosin væri þingnefnd til þess að rannsaka þær og leiða í Ijós það sanna og rétta. Þegar tillaga þessi var studd af J. Archambauit, frá Chambly- Vercheres, þá gall við lófaklapp mikið frá mótstöðu-flokknum (opposition). Var því engu líkara, en stjórnarandstæðingum væri það gleðiefni, að hermenn þjóðarinnar væru bendlaðir við svik og pretti. Lófaklapp þetta vottaði Ijóslega af hvaða rótum kærur þessar væru runnar og óafvitandi komu stjórnarand- stæðingarnir þannig upp um sig. Þegar gengið var til atkvæða um tillöguna í þinginu, var hún feld með 92 atkbæðum gegn 61. En þó þannig væri neitað að kjósa þing- nefnd til rannsóknar í þessu máli, lofaðist stjórnin þó engu síður til að Iáta rannsaka kærur þessar og verður þeim vísað til dóm- stólanna. Rannsókn sú verður að líkindum hafin í nálægri framtíð og þá Ieitt í ljós á hvaða rökum kærurnar umræddu eru bygðar. Dómstólum þeim, sem um þetta fjalla, er treystandi til þess að leysa rannsókn þessa eins vel af hendi og nokkur þingnefnd hefði getað gert. Voröld er ungt blað enn þá og útgefend unum eflaust ant um hag hennar og framtíð. En fáum mun virðast giftusamlega af stað far- ið, þegar blaðið er látið flytja afbakaðar fréttir, eða fréttir þannig lagaðar, að þær eru meira og minna villandi fyrir lesendurna. Af þessu getur ekkert gott leitt og engin líkindi að slíkt stuðli að gæfugengi blaðsins. 4— ------— ----——---------— Kolavandræðin Eins og skýrt hefir verið frá hér í b'aðinu tók Bandaríkja stjórnin nýlega fyrir allan flutning harðkola til vesturfylkjanna hér í Canada. Þar sem Manitobafylki hefir aðal- lega brent Bandaríkja harðkolum og kol þau einnig verið send í stórum stýl til hinna fylkjanna, lá undir eins í augum uppi, að að- flutningsbann þetta myndi hafa ískyggileg- ustu afleiðingar. Vesturfylkin verða nú að treysta eingöngu á eigin kolanámur, sem að eins framleiða linkol, stórum mun lakaii að gæðum en harðkolin. Við þetta bætist svo, að verð linkolanna hefir nú verið hækkað unz þau eru orðin jafndýr og harðkolin voru. Kjör Manitobabúa eru því alt annað en glæsi- leg hvað þetta snertir og engin furða þó margir renni nú tortrygnisaugum til þeirra, sem kolaverzlunina hafa með höndum. Þetta afskaplega verð á linkolunum gerir það að verkum, að margir þeir af fylkisbúum, sem ráð hefðu á að kaupa vetrarkol sín undir eirvs, eru á báðum áttum hvað gera skuli. Sökum örðuglejka á öllum flutningi með járnbrautum, er þó afar áriðandi að allir, sem mögulega geta, panti nú strax að minsta kosti helming vetrarkola sinna. Eftir að kornflutn- ingurinn byrjar í haust, verður járnbrautafé- lögunum ekki unt að sinna neinum kolaflutn- ingi um langan tíma. Hættan er því augljós, sem yfir vofir, og hafa áminningar blaðanna hvað þetta snertir verið á góðum rökum bygðar. Borgarstjórnin hér í Winnipeg hefir kosið nefnd til þess að rannsaka hvernig á þessu feikilega koiaverði stendur og vonandi ber þetta einhvern árangur. Kolastjóri stjórnar- innar virðist Iitlu tauti koma koma við hlut- ina og þrátt fyrir ráðleggingar hans og á- minningar fer alt versnandi dag frá degi. Sam- fara yfirlýsingum hans birtist tilkynning um verðhækkun á kolunum, og þessu fylgir eng- in skýring, hvorki frá kolastjóranum né öðr- um. Fylkisbúar eiga þó vissulega heimting á að fá að vita hvernig á þessari stöðugu hækk- un kolaverðsins stendur, áður þess er af þeim krafist að þeir kaupi strax vetrarkol sín. Sé verðhækkun þessi réttlætanleg, munu þeir vafalaust gera sitt bezta til þess að ráða fram úr kröggunum; en á meðan þeim er haldið í myrkri og engin skýring veitt, er ekki við neinu góðu að búast. Alberta kolin eru sögð að kosta við nám- urnar frá $3.25 upp í $5.25 tonnið eftir gæðum. Flutningskostnaður á þeim til Winni- | peg er sagður $4.25 hvert tonn og við þetta bætist svo gróði kolaverzlunarmannanna og annar kostnaður. Sízt er því að undra þó kolin séu orðin all-dýr eftir að hingað er komið. En einna undarlegast í sambandi við þetta er það, að þrátt fyrir verðmismuninn á kolunum vestra virðast allar þessar kolateg- undir seldar sama verði eftir að farið er að seija þau hér. Þetta kemur mörgum einkenni- lega fyrir sjónir og er fyllilega þess vert, að vera rannsakað. Eins og við er að búast, koma kolavand- ræði þessi harðast niður á fátæklingunum, sem enga peninga hafa nú aflögu til kola- kaupa. Enginn getur lagt þeim þá skyldu á herðar að panta vetrarkol sín undir eins og er ekki um annað að gera en reynt sé að rétta þeim hjálparhönd á einhvern hátt. Um tíma var í ráði að borgarstjórnin hér keypti stórar birgðir af kolum og setti í geymslu þangað til næsta vetur, að þeim væri útbýtt á meðal þeirra, sem mesta þörf hefðu á þeim. Þegar þetta er skrífað er þó ekki fullvíst að úr þessu verði. íslenzki fáninn Fánamálið er nú vafalaust, eitt af stærstu áhugamálum Austur-lslendingfa, og sézt þetta bezt af því hve sameinaðir þeir eru í þessu máli. Stjórnmálamenn þjóðarinnar fylkja sér hér undir sameiginlegt merki og öll sundr- ung er látin rýma úr sessi. Einlæg von Vest- ur-íslendinga er sú, að kröfum þeirra um sér- stakan fána verði fullnægt og áður langt líð- ur sjáist íslenzki siglingafáninn “blakta við hún”, íslenzkri þjóð til sóma hvar sem hann fer. Eftirfylgjandi grein er tekin úr blaðinu “Frón” og vottar ljóslega þann mikla áhuga, sem Austur-íslendingar hafa fyrir þessu þýð- ingarmikla máli: ‘‘Vér teljum þaS meSal stærstu happa á stjórnmálaleiSum þessarar þjóSar, aS flokkarnir í landinu skuli hafa komiS sér saman um þaS, aS fylgja samhuga aSal- sjálfstæSismálum þjóSarinnar. — Og þetta varS aS samkomulagi milli flokkanna, þegar núverandi forsætisráSherra myndaSi stjórn á þinginu 1916—17. Var þá á öndverSu þingi deila innanþings um þaS, hvort sjálf- stæSisflokkurinn eSa heimastjórnarflokkur- inn skyldi hafa forsætiS í stjórninni. Var þá styrkur sjálfstæSisflokksins og framsóknar- flokksins svo mikill, aS þeir gátu einir mynd- aS stjórn, en sú stjórn hefSi vitanlega ekki haft nema lítinn meirihluta aS baki sér. VarS þá loks aS samkomulagi, aS heimastjórnar- flokkurnn skyldi hafa forsætiS, en áSur var stefnuskrá flokkanna í málunum út á viS at- huguS og komu allir flokkarnir, sem stjórn- ina studdu, sér saman um sömu stefnuskrá í þeim málum og var þessari stefnuskrá lýst í ræSu þeirri, sem forsætisráSherrann hélt, er hann tók viS, og nú er alþjóS kunn. — Samkvæmt þeirri stefnuskrá lýstu allir flokk- arnir því yfir, aS þeir mundu vinna af alefli aS því aS fá rétt íslands viSurkendan til fullra ráSa yfir öllum sínum málum. Þessi stefnuskrá hlýtur aS bergmála í hjörtum allra Islendinga Á næsta þingi eftir aS þessi stefnuskrá var orSin stefnuskrá allra flokka, var þingsálykt- unartillagan í fánamálinu samþykt meS nafnakalli í einu hljóSi. 1 neSri deild hélt form. sjálfstæSisflokksins, Bjarni Jónsson háskólakenanri frá Vogi, kjarnyrta ræSu í fánamálinu. Var þaS einasta ræSan, sem í málinu var flutt í þeirri deild, svo samþykk- ir voru allir henni og svo einhuga voru allir í málnu. í efri deild talaSi Jóhannes Jóhann- esson bæjarfógeti af hálfu heimastjórnar- flokksins alveg í sama anda. FánamáliS fór sigurför í gegn um þingiS og lagSi aS velli allan ágreininginn milli sjálfstæSis og heima- stj órnarf lokksins. Þetta er áreiSanlega, ef rétt er álitiS, merkileg tímamót í stjórn- málasögu Islands. Kraftarnir, sem áSur voru sundraSir, stefna nú all- ir óskiftir aS einu marki. Fánamál- iS fór þó ekki aS þessu sinni sigur- för í gegn um ríkisráSiS. Forsæt- isráSherra Dana bandaSi hend- inni á móti því, og þaS dugSi í þetta sinn. En fánakrafan er nú orSin margfalt sterkari í hugum vor Islendinga. Svo sterk er hún nú orSin, aS sem fæst er um fán- ann talaS, en titringur fer um marga karlmannslundina, þegar minst er á síSustu neitunina í rík- isráSinu. Og viS þennan titring mun nú verSa vart um allar bygS- ir þessa lands, ekki síSur í afdöl- um en út viS ströndina Og slíkur titringur í karlmannslundinni hefir hefir oft áSur skrifaS björtustu lín- urnar í stjórnmálasögu þjóSanna. Alþingi kemur nú saman áSur en langt um líSur, og er gott aS vita til þess, aS allir flokkar skuli nú standa saman. Þetta mál mun vera höfuSmáliS, sem fyrir þingiS verSur lagt, og mun enginn þurfa aS bera kvíSboga fyrir afskiftum þingsins af því, því aS fyrirfram mun þaS víst, aS þar muni allir standa sem einn maSur um aS halda fast og rögglega á málnu. En hvaS gerist þá niSri í Dan- mörku? Vér treystum því fast, aS skilningur danskra stjórnmála- manna vaxi svo á málum vorum, aS þeir stefni ekki í þaS óefni, aS neita oss enn á ný um þaS mál, sem á svo djúp ítök í hjört- um vor Islendinga, aS hver maS- ur skoSar sig höfSi lægri, ef hann má ekki sjá þjóSarmerki sitt blakta frjálst yfir höfunum. Vér viljum vináttu, fulla vináttu viS Dani. En hvaS verSur um hana, ef þeir reyna aS brjóta þjóSarmetnaS vorn á bak aftur? Því vill enginn una. Fáninn er nú sameiginleg krafa okkar allra.” -------o------ Samtíningur Fyrsta ár Sams frænda. í síðastliðnum apríl var eitt ár liðið frá f>ví að Bandaríkin sögðu Þjóðverjum stríð á hendur. Á liessu ári hafa þeir syðra afkastað miklu þó sumum blöðum og tíma- ritum þeirra ifinnist að betur hefði mátt gera. Þeir voru algerlega óund- iPbúnir en hyrjuðu í mjög stórum stíl, bví beir töldu upp á bn'ggja ára ófrið í minsta lagi. Spæjarar og býzksinnaðir borgarar munu iíka hafa tafið fyrir að mun. Peningalega iiafa beir hjálpað bandamönnum imikið. Þeir hafa lánað þeim meir en fimm biljónir dala. Bandaríkjamenn virðast hætt- ir að reikna í miljónum síðan þeir fóru á stað; er nú ekki taiað um sinærri upphæðir en biijónir. Nokkr- ir leiðandi menn þar syðra hafa gef- ið í skyn, að Bandarikin muni ekki láta bandamenn borga þessa skuld —heldur muni Bamdaríkn borga hana sjálf. Matvæli og aðrar vistir hafa þeir einnig lagt til ríflega. Svo var til ætlast að stór Banda- ríkja her yrði kominn til Frakk- lands á þessu vori, en eftir þvf sem Lloyd George sagði i brezka þinginu í apríl hafa bandamenn orðið fyrir vonbrigðum f þessu efni. Tilfellið er, að skip hafa ekki fengist til að flytja mennina, þó þeir hafi verið undir það búnir að fara. Nú fyrir nokkru tóku Bretar og Bandríkja- inenn skip, sem námu 500,000 smá- lestum af Hiollendinguim og fengu enn fremur til láns hjá Japan skip sem til samans voru 250,000 smálest- ir. Siðan hefir þeim gengið betur að koma hermönnum yfir Atlanz- liafið og álitið að nú sé um hálif miljón Bandaríkja hermanna á Frakklandi. Enn fremur eru þeir óðum að auka skij>astól sinn. Þegar stríðið hófst, voru mörg þýzk skip á höfn- um syðra og þorðu ekki að ieggja á ihafið fyrir hierskipum Breta. Nokkru áður en Bandarikjamenn sögðu Þjóðverjum stríð á hendur, skipaði þýzka stjórnin að láta skemma svo vélarnar í þessum skipum, að þau yrðn ekki inotuð í eitt ár að minsta kosti. Skipsmenn gengu til verks og gerðu sitt hið bezta. Þeir settu stíflur hér og þar í gufupípur, kyntu undir tómum kötlunum svo þeir stórskemdust, og brutu og söguðu sundur önnur stykki ií vélunum. Þegar skipin voru tekin var alt annað en álitlegt að fara að gera við þau. En inman sex miánaða voru Bandaríkjamenn farn- ir að flytja menn og vistir á þessum skipum til Evrópu. Þannig bættu þeir 800,000 smálestum við skipastól sinn. í marz höfðu þeir lokið smíðum á stálskipum, sem námu 655,456 smá- lestum og höfðu stækkað skipa- smíðastöðvar sínar svo, að þeir geta haft 730 skip í smíðum í einu. DODD’S NÝRNA PILLUR, góðar fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveiki. Dod(f8 Kidrney Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölui* eða frá Dodd’s Medicine Go., Ltd, Toronto, Ont WiLson iforseti hefir nýlega beðið Charles M. Schwab stálkonunginn mikla, að taka að sér umsjón á öll- um skipasmíðum og halda menn að verkið muni nú ganga mun betur en verið hefir, þó ekki verði sagt, að legið hafi verið á liði sínu; Schwab er duglegur maður og ágæt- ur “business”-maður og með auðug- ustu mönnum í Ameríku. Um daginn fór hann inn í banka í New York og sagðist þurfa að fá tvær miljónir dala til láns í nokkra daga. Bankastjóri sagðist þvf mið- ur ekki geta það vegna þess, að Schwab hefði fengið tvær miljónir til láns úr bankanum rúmri viku áður. “Er það svo,” sagði Schwab, “eg var nú alveg búinn að gleyma því.” Á Kyrrahafsströndinni eru félög að byggja stein.steypu (ooncrete) skip og hefir því fyrsta verið hleypt af stokkunum. Er alment álitið, að þessi nýja tegund skipa muni reyn- ast vel. Svo var til ætlast, að Bandaríkja- menn yrðu búnir að smíða og senda til Frakklands 12,000 flugvélar 1. júlí þessa árs. í stað þess hafa þeir til 36 vélar. Féll Washington þing- inu þessi ifregn einna verst og var mikið talað tailað um hvernig svona illa hefði getað tekist. En þess iber að gæta, að tii'búningur flugvéla er mörgum erfiðleikum bundinn. Alt af er verið að breyta þeim, og þó sér- staklega þeirri tegund, sem notuð er í bardögum. Það má segja að engar tvær slíkar flugvélar séu af sömu gerð og Bandaríkjamenn; komust fijótt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé til neins að reyna að smíða þessar flugvélar í Amieríku, því áður en þær eru fullgerðar og kominar til Frakklands, eru þær orðnar úreltar (obsolete). Svona læra þeir með degi hverjum fluglist- fna fyrir handan hafið. Svo nú hafa þeir sent 6,000 vélasmiði og 11,000 smálestir af nauðsynlegu efni, og eru þeir nú að smíða 6,000 orustu- vélar (battle planes) á Frakklandi. 1. apríl síðastl. höfðu Bandaríkja- inenin um 3,800 flugvélar, sem notað- ar eru við æfingar og voru þá um 4,000 menn að læra að stjórna þeim. Þrátt fyrir þetta er almenn óá- nægja syðra yfir aðgerðaleysi þeirra, sem áttu að sjá um smíði á loftförum. Wilson forseti mun sjálfur hafa verið óánægður, því nú hefir John D. Ryan, kopar konung- urinn, verið beðinm af Wilson for- seta að taka að sér umsjón á þessu verki. Án efa var til of mikils ætlast af Bandaríkjunum. Þeir háfa pening- ana syðra, en nú er svo komið, að peningar einir eru ónógir. Hinn “almáttugi” dollar hefir fallið mikið í verði á þessum síðustu tveim ár- um. Ef peningar eiga að koma að notum, verða vörurnar að vera til. Sem dæmi: í seglin á flu-gvélum er notað hör-léreft (linen). Enga aðra tegund lérefts er hægt að nota. Hör- léreft verður ekki keypt, nema ein- hverjir rækti hör, og hingað til hef- ir aðal hörræktin verið á írlandi. Að eins ein tegund af olíu er notuð á fiugvélar, sem sé laxerolía (Castor oil). Nú þurftu Bandaríkjamenn mikið af þessari olíu, en gátu ekki fongið hana. Olian er pressuð úr baunategund, sem Oastor baunir nefnast, og eru ræktaðar mikið á ftalíu og Indlandi. Var næst reynt að ná 'í baunir og ætluðu Banda- ríkjámenn að Ifara að rækta þær sjáiifir. Þær fengust ekki á ítalíu og var því skip sent til Indlands og kom það með farm af baunum. Nú eru fieiri þúsund ekrur umdir baunarækt syðra. En ver gengur með hörrækt, því hör vrðist þrífast langbozt á ír- landi. Andatrúin.—Nokkrar athuga- semdir. Nú breiðist andatrúin út á Eng- landi eins og eldur í sinu. Ástæðan er sú, að svo að segja hver fjölskylda í landimu á eftir ástvinum að sjá — einum eða fleirum—vegna stríðstoe. Þeir, sem syrgja, leita ihuggunar, og

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.