Heimskringla - 06.06.1918, Blaðsíða 7

Heimskringla - 06.06.1918, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 6. JÚNI 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Lífið er dásamlegt. (Framh. frá 3. íbls.) eins og líka er daglegt mál. Meðvit- undin er farin, og hið æðra sálarlíf er farið vegna l>ess, að lífsstörf á- kveðinna frumia í heila og mænu hafa stöðvast. En J>ó dauði sé kom- inn í frumur hinna æðstu stjórnar- stöðva líkamans, geta aðrar líkams- fruimur haldið enn áfram að lifa uin stund. Lí'kamin deyr ekki allur f einu lagi. Rannsóknir síðari ára hafa sýnt og samnað, að ýmsir lík- amshiutar geta rneira að segja hald- ið áfram að lifa f þó nokkurn tíma, þó hið æðra sálarlíf sé farið. Eins og eg hefi áður ritað um (i Skírni 1914) hefir Carrel og öðrum líffræð- ingum tekist með hugvitssömum ráðum að geyma lifandi holdvefi úr Ifkömum nýdáinna manna, svo vik- um iskiftir, t. d. frumur úr hjartanu og mænuinni. Eruanurnar héldu á- fram efnaskiftum sínum, uxu og fjölguðu sér á venjulegan hátt. Og Carrel hefir enn fremur tekist að taka innýflin út úr dýri og halda þeim lifandi og starfandi f rnargar kiukkustundir án nokkurs sam- bands við heilann og mæ-una. En þetta gat átt sér stað fyriy það, að hann dældi stöðugt lofti inn í lung- un og gætti þess, að innýflataugarn- ar og taugalmoðin, sein að mestu leyti og af eigin rammleik stjórna innýiflunum, væru óskemd. Líkamanum má líkja við þjóðfé- lag, þar sem ákveðin frumkerfi hafa visst sjálfstæði innan heildarinnar. Butmar frumur hafa smám saman fengið meiri vöid en aðrar. Lff æðri dýranna má*þvf segja að sé í raun- inni marg-þáttað eða að minsta kosti megi þar greina þrjú lífsstig eða lífkerfi mismunandi fullkomin. Eyrst er fruimulíifið. Erumurnar hvarvetna í liíkamianum geta að vissu leyti lifað frábreyttu, en sjálf- stæðu lífi án tilhlutunar taugakerf- iisims. Loks fininum við í hryggdýrunum samsbonar þrískift lifkerfi og vort en í engu dýri verður heilinn nánd- ar nærri eins margbrotinn og vand- aður að gerð og f manniinum. Og lftum við yfir framiþróunar- sögu dýranna sjáum við, að tauga- kerfið 'hefir verið smám saman að þroskast stig af stigi, unz það náði inestri fullkomnun í manninum. Fyr.st koma fram taugakerfislausir einfrumungar, siðan fjölfruinungar, og sfðan dýr með taugahnoðakerfi, en seinast dýr, sem þar að auki hafa mænu og heiila, eins og maðurinn. Og enn má geta iþess, að fóstur- saga mannsins sýinir okkur hina sönnu stigbreytingu í framþróun liífsins. 1 fyrstu er fóistrið tauga- kerfislaust, síðan þmskast ihið með- vitundarlausa innýiflalíf ti.l starfa, og loks eftir fæðinguna vaknar sál- arlífið til meðvitundar. Við dauða mannsins líður lífið burt úr líkamanum í öfugri röð við fraimkomu þess. bá hverfur sálar- lífið ifyrst síðan innýfilalífið og sein- ast frumulífið. Þegar maður t. d. verður fyrir banvænu skoti gogn um heilann þá missist meðvitundin um leið, en ihjartað getur enn hald- ið áfram að stanfa í nokkrar mín- útur, og sé líkið varið rotnun, geta frumur haldist lifandi víðsvegar í líkamanum enn um nokkurn tfma. En jafnskjótt og rotnun fer að koma í ljós (og ]>á ér hún í rauninni komin langt á veg), þá hverfur alt lítf úr líkamanum. En hvað verður af lífinu? IV. Þegar lífið hverfur og Mflaus lík- aminn liggur eftir tfölur og kaldur, ]>á furðar okkur á þeim feikilega muni sem orðinn er, því munurinn er meiri en því verði með orðum lýst. Það er meira en lítilræði, sem líkaminn hefir mist, þó efnishyggju inenn fu'Hyrði, að líkaminn .vegi jafnmikið eftir sem áður. Þvd næst er innýflalífið, er stjórn- ast atf taugahnoðum, flækjutaug- inni (n. sympaticus) og flakktaug- inni (n. vagus). En æðst og full- komnast er sálarlífið, sem bundið er við heilann og hefir á hendi yfir- stjórn líkamans, meðvitund, skyn, tilfinning og vilja. Þessi þrennskonar lífsstig eða líf- kerfi finnum við f dýraríkiau og sjá- um þar sjálfstæði þeirra hvers um sig 'greiniillegar en hjá okkur sjálfum. Pjöldinn allur af iægstu verum (þar með má telja plöntur líka) hafa ekkert taugakerfi. Sumar eru frumuhópar, samvaxinar og sam- starfandi frumur, en án taugakerfis. Þó lifa þær sjálfstæðu lífi, ihreyfast, nserast, anda og æxilast líkt og dýr, að eins ein fruma, en önnur eru sem hafa taugakertfi, er standa þeim í flestu framar. En stigi ofar standa ormarnir og lindýrin o. fl. Þau hafa taugakerfi, en það er að eins taugahnoðakerfi, þ. e. tauga- hnoð á vfð og dreif um líkamanint, og út frá þeim taugagreinar titf hinna mismunandi líffæra. Með öðruin orðuin: svipað taugakerfi og innýfiataugakerfi æðri dýranna og okkar mannanna. Til skamms tíma hafa ýmsir fræði-. menn sagt: liffið or afleiðing af efna- breytingum í frumum líkamans. Þegar frumurnar veikjast svo, að efnaskiftin ihætta, kemur dauðinn. . Á seinni áruin hefir þekking vorri á efnafræði og eðlisfræði fleygt fram hröðum fetum. Áður óþekt efni tftatfa funðist með aðdáunar- verðum eiginleikum (eins og t. d. radium, mesothorium o. fl.); en jafn- framt haifa ný sannindi opinberast, sem fáa dreymdi um áður, eins og t. d. að eíni geti breyzt úr einu í ann- að, og sennitfega séu þau öll af sömu rót runnin, út frá einu allsherjar- efni 'Og einni orkulind, en mismunur lieirra sé að kenna mksmunandi hröðum hreyfimgum efniseimianna. Þessi þekkingaraukning hefir auk- ið andlegt víðsýni vort, en jafnframt sýnt oss, hve skitfning vorum er enn ábótavant. Þrátt fyrir þekkingu vora á rafmagni og geislamagni og öðru samspili efnis og orku, erum við engu nær til að skilja uppruna hinna markvcrðustu einkenna lffs- ins, sem er meðvitund vor og vitið, sem hver lítfsvera hefir titf að bera, þó á mismumandi stigi sé. Engin handahófs samruni efnLs og orku- BIÐJIÐ KAUPMANNINN UM PURITY FLOUR ( GOVERNMENT STANDARD) Ekki “StriSs-Hveiti” AtSeins Canada “StrííSs-tíma” Hveiti Baeklingur í hverjum poka til leið- beiningar konunum. ti^i PURITV FLOUR More Bread and Better Bread VANTAR: STÚLKUR og DRENGI Nú er tíminn fyrir hundruíS af drengjum og stúlkum að undirbúa sig fyrir Verzlunarstörf. Innritist í Success Business College nú strax. Dag og kvöld skólar í Bókhaldi, Reikningsfærslu, HratSritun (Pit- man eða Gregg), Vélritun, Ensku, Reikningi, Skrift, • ’Comptometer’ og ‘Burrough’s Calculator.’ — Ein- staklings tilsögn veitt af 30 æfðum kennurum. Stöð- ur útvegaðar að afloknu námi. Skólinn opinn alt árið. Innritist hvenær sem er. Árleg tala stúdenta vorra (þrisvar sinnum fleiri en á öllum öðrum verzl- unarskólum í Winniþeg til samans) er næg sönnun um yfirburði og vinsældir Success skólans. — Phone Main 1664-1665. The Success Business Goliege, Portage og Edmonton. LIMITED Gegnt Boyd Block strauma getur gert grein fyrir upp- tökum skynseminnar, sem hvar- veína birtist í náttúrunni kring um okkur. Væri þetta ærið efni í aðra hugleiðingu. En hér skal nú látið staðar nema. — Iðunn. Fundnar gulltöflur “Hittask Æsir á Iðaveltfi--- þar munu eptir undrsamligar gullnar töflur í grasi finnask þærs í árdaga áttar höfðu fólkvaldr goða ok Fjölnis kind.” —Völuspá. Þessa fornu líkingu má heimfæra til bókmenta þjóðar vorrar, þeirra er hiin á að erfðum frá “gutflöld- inni”, sem svo er kölluð. Þær eru sem endurfundnar gulltöflur. Fyrsta skeið þjóðar vorrar var “fjögurra alda frelsis glæstar braut- ir”, eins og eitt af skáldum vorum orðar það. Það var gullöld tf>ók- menta vorra að fornu. Þá tók við “sex humdruð ára þrældómur, smán og þrautir,” og síðast ‘þrok og lán til saint að rísa á fætur.” Þegar tforntfræða áhugi lærðra manna tók að vakna á 17. öldinni, þá fundust einsog að nýju þær gull- töflur bókmentanna, sem þjóðin hafði átt í árdaga. Það voru forn- sögurnar og lög og kveðskapur for- feðra vorra. Þegar fræðimennirnir tóku að lesa sögurnar, tfögin og kvæðin, þá fundu þeir fjölda af sérstökum gull- töflum, en það voru fáorðar og gagn- orðar setningar óg að því skapi spaktfegar. ÞessaT setningar eru einu natfni kailaðar málshættir. Þeir eru nokk- urs ikonar alþýðu heimspeki, bygðir á reynslunni, helst trúarlegs, sið- fræðilegs eða hagfræðilegs efnis. Þessar setningar urðu tfræðimönm- um tiltækar í ræðu og riti, og marg- ar samskonar setningar lifðu á vör- um atþýðunnar. Atflur þorri máishátta eru reynslu- sannmæli sem eigi merkja annað en það, sem mælt er, t. d.: ‘það er spáð, seim spakir mæla,’ eða ‘spá er siiaks geta’. Aðrir eru líkingar, er merkja annað en l>að, sem mælt er, og eru þá kallaðir orðskviðir, t. d.: ‘þá eik skal fága, sem undir skal búa’, eða ‘hefir eik^lroð, er af annari skefúr’. Óiafur hvítaskáld, bróðursonur Snorra Sturlusonar, minnist á þessa líkingarmálshætti í Máiskrðsfræði sinni á þessa leið: ' “Allegoria (iíking) er trópr (við- kenningariháttur sá, er annat merk- ir en mælt er, sem Sveinn kvað: “Þar kemr á-------til sævar.” Þat er úeiginleg líking miltfi árinnar og kvæðisims. Þat er at skilja: tfiann lyktir svá því efni, er hann vildi i kvæðinu liafa, isom áin kemr til sæv- ar. ------Þessar líkingar eru mjök se‘tar í sjíátfdskap ok í spakmæli þau, er vitrir raenn hafa forðum saman sett: greindu spekingar með þ>4 orð sín frá alþýðtfegu orðtaki.” Málshættirnir eru, eins og nú var sagt, lijóðtfegar gulltöflur, er geymst hafa innan hókmeutflnina og utan þeirra, á vörum al.þýðu, alt frá ]iví er Norðurlönd voru bygð og síðan gengið að erfðum frá kyni til kyns og aukist eftir því sem aldir liðu. Fornsögur vorar eru margar auð- ugar af málsháttum, einkum Grettia og Njála. Þeir eru og mjög íléttaðir inn f fornar vísur, þó að eigi sé það af ásettu ráði gert, eins og í ‘Forn- yrðadrápu’ eða ‘Orðsikviðahættir’ (f Háttatali). Hávamál er að mestu leytfi fornt málshátta safn í ljóðum. í fornum lögum má og finna stutt og spak leg orðtæki, t. d. ‘með lög- um skal land byggja’. Það hefir jafnan verið venja, að menn tfiafa haft málshætti f ræðu og riti til styrkingar mátfi sínu, sam- kvæmt ]>ví, að ‘opt er gott þat, er gamlir kveða’ og ‘flest eru fornmæl in sönn’. A 17. og 18. öld tóku fræðimenn að tína saman þó mátfshætti, er þeir fundu f fornum ritum og auka þau söfn svo með málsháttum, sem lifðu á vörum manna eða fundust í ritum seinni tíðar manna. Þessi söfn gaf Bókmentafélagið út í einni heild: Safn af íslenzkuin orðskviðum o.s.frv. Kmh. 1830. Hall- grfmur Sdheving kennari við Bessa- staðaskóla, samdi viðauka og tfeið- réttingar við það satfn og var ]>að gefið út í Boðsriti skótfans 1843 og 1847. Ekki koma öll kurl til grafar í þessum söfnum. Margt er ótínt enm, einkum úr hinium nýrri bókment- um. En hins vegar eru þar líka tíndur fjöldinn atflur af ómerkileg- um orðtöikum, sem mættu detta úr sögunni. En hvað er nú frumlegt, þ. e. nor- rænt eða íslenzkt af þessum mótfs- háttum? Því er ekki auðsvarað. Sumir latnestfdr málshættir eru orðnir svo saingrómtfr tungu vorri, að þeir verða eigi greindir frá ís- lenzkum málsháttum. t.d.: ‘hver er sinnar ha/mingju smiður’. Latínan er auðug af stuttum og spaklegum setninigum og lærðir menn hafa snemma haft þær að orðtaki í ís- lenzkri þýðingu. Hugsvinnsmál eru latneskt spakmælisniatfn. Hér verður eikki lengra farið út í það mád. En það er annað, sem rétt er að vekja máls á í fám orðum og það er: íslenzkir málshættir í dönskum málsháttasöfnum. Danir eiga ágætt miálsháttasafn, er nefnist: “Dansk Ordsprogs skat” (Kmh. 1879). f þessu safni má finna málshætti, svo hundruðum skiftir, sem vér vit- um eigi annað en að sé íslenzkir, þar á meðal eru margir hinna allra algengus'u, og sumir standa í forn- sögum vorum. Manni getur ekki annað til hugar komið, en að hér sé um forna sam- eign tveggja þjóða að ræða eða forn- norrænain ábhætti í döiiskum bún- tfnigi. laust verið hér fyrir áður en aðrir hatfa 'svo ílenzt hér í þýðingum, sem voru norrænir eða danskir að upp- runa. í fsl. orðskviðum eru þeir margir meira eða minna rangt þýddir eða úr tfagi færðir. Hallgrím- ur Scheving leiðréttir suma og bæt- ir öðrum við f þýðingu. Lfklega hafa margir þessir mátfs- hættir verið sameign Norðurlanda- þjóða, meðan ein tunga var töluð á Norðurlöinidum. Sumir hafa þó bor- ist hingað og þess vegna finnast ]>eir í lornsögunum og öðrum forn- ritum. Plestir munu kannast við eftirfar- andi mólshætti, sem allir standa í safni Laatfes: 1. Þeir fó byr sem bíða. 2. Brent barn forðast eldinn. 3. Ekki tjáir að deila við dómar- ann. 4. Svo bjargast bý sem binntfr. 5. Þröngt mega sá tir sitja. 6. Syngur hver iheð sínu nefi. 7. Glög: er ges saugað. 8. Voðinn nærri einatt er. 9. Grísir gjalda, gömul svín valda. 10. Ekki er alt gull sem glóir. 11. Garður er granna sættir. 12. Falls er von af fornu tré. 13. Dýrt er Drottins orð. 1. Hver skarar eld að sinni köku. 15. Ilt er við namman reipi að draga. 16. Sjón er sögu ríkari. 17. Fár hyggur þegjanda iþörf. 18. Fræindr eru frændum verstir. 19. Móðir er sú, sem matinin gefur. 20. Svo eru tfö-g sem hafa tog. Allir þessir málstfiættir eru tilfærð- ir í “fsl. roólshætíir” í íslenzkum búningi og margir margir fleiri. Hve nær fáum vér nýtt og full- komnara málsháttasafn? Bjarni Jónsson. —Heimilisblaðið. NÝIR kaupendur geta fengið Heimskringlu til ársloka fyrir aðeins EINN DOLLAR. Elzta málshát asafn Dana er frá síðari hluta 14. aldar. Það er kentj við lftt kunman höfund, Peder Laale. Menn vita eigi víst, hvorti hann var Jögmaður í Haltfandi í Svtf- þjóð eða prestur í Hróarskeldu. En vfst er það, að eftir itfiann liggja 1200 latneskar setntfn-gar í hendingum og víða rímaðar, og tilsvarandi danskir málshættir. Mátfshættir þessir voru gefnir út í Kmh. i tfyrstá" sinmi 1506 að tilhlutun ]>áverandi kennara við Hafnarháskóla. Bókin var höfð að lesbók f lattfnu handa byrjendum íl dönsku skólunum á 16. öld; kvað þó latíma Laales vera æði bágborin. Eins og kunnugt er, þá voru lat- fnuskótfar stofnaðir hér á tfandi efciri siðbótina, annar í Skálholti, hinn á1 Hólum. Fyrstu kennararnir við þá| skóla voru danskir og þá er senni-j iegt, að málshættr, P. Laales hafi^ verið liafðir við latí'nukensluna,j eins og í dönsku skólunum. Eitt er víst, að lærðir menn hér á’ landi þektu þessa máishætti ái seinni hluta 16. aldar. í einkar-j merkitfegu handriii, er Sópdyngja heitir eða Dægradvöl, sem séra Gott- skálk Jónsson í Glaumhæ (1524— 1593) rituð á árunum 1543—1578, eru tilfærðir nokkrir málshættir úr safni Laales, t. d.: “Þá góz gengr á grunn gjörist vináttan þunm” (ísl. orðskv. bls. 389). “Sá fiigl, sem lengi sefr í sinni sæng, fær lítið fyrir sitt nef.” (í. okv., 284). “Dyggt hjú skapar hóndans bú” (M. orðskv. bls. 63.) Þessir mólshættir munu svo smám saman hafa borist með skólamöinn- um út um tfandið. Margir hafa ef- 99 Out of 100 men say: IF Kor-Ker will do what you claim you have a wonder- ful product.’’ Kor-Ker does more then we claim—and we truly have a wonderful product. We want to demonstrate the value of Kor-Ker to you —we want to drivö nails into our tires and show you that Kor-Ker seals the punctures instantly. But most important of all Kor-Ker stops the s/ow leaks that gradually de- flate everv tire. fHAl>E MABC KOH KER PRISAR No. 1—fyrlr 3 x llron...............912.50 fyrlr fjórar ATo. 2—fyrlr 4 x 4Ví* llreM.........915.00 fyrlr f j6rnr No. 8—fyrlr 5 x 5>/2 tlrea..........fyrlr fjórnr Ef þinn næsti kaupmaSur verzlar ekki meí KOR-KER, þá skrifiS oss eftir sýnishorni og nefnitS þetta blatS. Dept. H. AIITO ACCESSORIES, LTD. 002 Confederatlon Iilfe BldK. AVInnlpes: Verið reiðu- búnir að gefa Gefið til Rauða Krossins Þörfin er brýn. Þitt er tæki- Þitt tillag getur orÖið til að bjarga færið að taka nú þátt í hinu einhverjum fanganum á Þýzkalandi mikla miskunarverki til handa — getur bjargað og gefið líf sár- drengjunum okkar, hvar sem þjáðum hermanni úr skotgröfunum, þeir eru. eða hlúð að einhverjum er með þarf. Manitoba hefir gefið syni sína óspart í herinn—margir hafa særst —sumir eru fangar. Þetta eru mennirnir, er RauÖikrossinn annast Lát samviskuna vera dómara þinn, þá þú

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.