Heimskringla - 03.10.1918, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.10.1918, Blaðsíða 1
VOLTAIC RAFMAGNS ÍLEPPAR 1 . " * Opið á kveldin til kl. 8.30 >ef«r Temnur >urfa ASgerðar Sjáið mig DR. C. C. JEFFREY “Hinn varkári tannlæknir” Cor. Logan Ave. og Maln St. Þæffilefdr ojk hollir fleppar, er varna kttldn og kvefi, lina Kisrtarverki og halda fAtnnum jafn heitum snniar og vetnr, orva hlóðráslna. Allir tettu aÓ bröka l»ft. Iler.ta tesundin koatar 50 eent. — Nefnlö atærð. PEOPLES SPECIAL.TIES CO. Dept. 17. P.O. Box 183«. WINNIPEQ XXXIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 3. OKTÖBER 1918 NOMER 2 svæðum. Að svo komnu hefir þeim hepnast að brjóta alla gagn- sókn Þjóðverja á bak aftur og hér og þar fengið hrakið þá lengra. Fremstu varnarvirki Cambrai eru nú öll í höndum bandamanna og búist við þeir taki borg þessa þá og þegar. Hafa Canadamenn átt stóran þatt í sokninni á þessu svæði og unnið þarna hvern sigur- inn af öðrum. Við öfluga sókn fengu þeir brotist yfir Duoai-Cam- brai brautina og tekið á sitt vald tváer vígstöðvar, er Þjóðverjar vörðu þo af ítrasta megni. Og öll naerliggjanch þorp fyrir sunnan Cambrai eru nú í höndum banda- manna og bíða þeir nú að eins eft- ir skipun fra Foch hershöfðingja aS taka borgina sjálfa. Soknin gegn St. Quentin heldur stöðugt áfram og þótt þeir þýzku verjist þarna með öllu því magni, virðast engar likur til að þeir fái hamla® St. Quentin frá þeim ör- lögum að komast í höndur banda- manna áður margir dagar líða. — Norður af borg þessari gerðu Bret- ar nýlega áhlaup á Hindenburg varnargarðinn á átta mílna svæði' og náðu þar á stuttum tíma öllum fremstu eirkjunum á sitt vald. Frakkar hafa komist áfram á milli St. Gobain skógarins og Aisne og um Ieið gert Þjóðv. hálfu örðugra um vörn á pessu svæði. —- Eftir að St. Quentin er tekin munu bandamenn vafalaust snúa at- hygli að Laon og nái þeir þeirri vígstöð, sem vonandi verður, fer Hindenburg varnargarðurinn úr þvi smátt og smátt að hrynja. I Flandri hafa Bretar og Belgíu- menn brotist afram á stóru svæði, tekið Dixmude, Houtholst skóg- inn, Passchendaele og margar fleiri stöðvar. Margar þúsundir fanga tóku þeir í atlögum þessum og um 400 stórbyssur. Gátu Belg- íumenn sér hinn bezta orðstír í viðureignum þessum og stýrði konungur þeirra sjálfur aðal at- lögu þeirra. Sigrar bandamanna á þessu svæði leiða ef til vill til þess, að Þjóðverjar verði að yfir- gefa kafbátastöðvar sínar í Ost- end og Zeebrugge. Þann 28. sept. hófu Banda- ríkjamenn sókn á 20 mílna svæði fyrir vestan Verdun. Með aðstoð Frakka fengu þeir komist áfram sjö mílur í fyrstu atlögu og tekið um 5,000 fanga. Virðist svo, sem þeim þýzku hafi komið sókn þessi mjög á óvart; hafa vafalaust haldið, að næstu sókn Bandaríkja- manna yrði stýrt gegn borginni Metz og inn í Lorraine. Seinustu fréttir segja St. Quentin borg nú umkringda á allar hliðar af bandamönnum og má nú því heita tekin. Cambrai er í ljósum loga og óvinirnir þar allir á burtu. Fylstu líkur eru því til, að Hinden- burg víg*11 ver®» bráðum öll á valdi bandamanna. — 1 Flandri hafa Bretar stöðugt verið að byjót- ast áfram og náð þar mörgum svæðum, er þeir þýzku hafa hald- ið síðan veturinn 1914. Virðist sem Þjóðverjum veiti mjög tregt um viðnám á Flandri vígsvæðun- um og er þetta ljós vottur þess, að herafli þeirra sé að ganga mjög til þurðar. Á milli Vesle og Aisne ánna hafa verið háðir stöðugir hildarleikir og Þjóðverjar þar víðast hvar farið meir og minna halloka. I Cham- pagne halda Frakkar og Banda- ríkjamenn áfram að sækja í norð- urátt og gengur vel. Stórbyssur frakkneska hersins gína nú yfir Aire dalnum er liggur norðanvert við Argonne skóginn, afar öflugt vígi óvinanna. Þarna austur af þokast Bandaríkjamenn hægt og hægt niður Meuse dalinn og fara ekki óðslega að neinu. Markmið þeirra með sókn þessari mun vera aðallega það, að koma Frökkum til aðstoðar og hjálpa þeim til að taka Argonne skóginn og önnur vígi. Seinustu fréttir segja, að í ágúst og september hafi Bretar einir tekið í alt 1 23,61 8 fanga og 1,400 stórbyssur. Guðmundur Óskar Stefánsson gekk f herinn 23. marz 1916, þá 17 ára gamall. Fyrst innritaðist hann í 226. lierdeildina, en var síðar færður yf- ir í {>á 223., sem flestir íslendingar tiHheyrðu. Með herdeild ]veirri fór hann héðan áleiðis til Frakklands 23. apríl 1917 ásamt föður sínum, Stefiáni Jóhannssyni, er þar vinnur við járnbnautargerð sem Ipnce-cor- poral; en óskar var sendur t'il víg- stöðvanna um miðjan nóvember sama ár, og þar féll ihann f orustu 10. ágúst síðastl. við góðan orðstír. Allir ‘þelr, sem óskar sál. þektu, ljiíka upp einum munni um það, að hann hafi verið roannsefni mikið, gott og efnilegt ungmenni með af- brigðum, og hvers manns hugljúfi; enda elsbaður og mikils metinn af öllum, sem hann umgengust. Þótti hanni bera þess vott, að hann væri vel ættaður, enda var það svo. Kemur saroan ætt lians og þeirra Magnúsar landshöfðingja Stephen- sen og Stefáns sál. Thorarsens amt- manns. Óskar var fæddur á íslandi 23. júlí 1898, en fluttist vestur um haf með foreldrum sínum tveimur árum siíð- ar. Þegar hann innritaðist í her- þjónustu, liafði 'hann lokið alþýðu- skólanámi, og með því að hann hafði námsgáfur ágætar og löngun til að mentast, var rá'ðgjört að hann héldi áfram skólanámi. Foreldrar óskars sál. eru þau hjón- in Stefán Jóhannson, ættaður af Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, nú í herþjónustu á Frakklandi eins og Aður var getið, og Solveig ólafsdótt- ir frá Kirkjuvogshöfnum í Gull- bringusýslu. Árið 1900 komu þau vestur hingað fná íslandi og settust að í Argyle-bygðinni ihér í fylkinu, en bjuggu lengst af í bænum Glen- boro. Þar innrituðust ]>eir feðgar í herinm og skömmu sfðar fluttist Mrs. Jóhannsson til Winnipeg með dóttur sfna 9 ára gamla, Ráðhildi ólavíu, búr nú á Beverley stræti nr. 754. Eðlilega taka foreldrarnir sonar- missirinn sér nærri og hafa verið særð sári sem seint grær. En sá, er línur þessar ritar, hefir átt tal við móðurina, og fylst aðdáun yfir því, hve innilega huggun það veitir henni mitt í sorginni, að einkason- urinn og augasteinininn hennar hafi verið að inna af hendi skyldu sína og látið lífið í þjónustu lands og þjóðar. ísafold er beðin að gjöra svo vei að geta um dauðsfall þetta. BULGARAR GEFAST UPP Sókn bandamanna gegn Bulg- aríu í seinni tíS hefir boriS hinn á- kjósanlegasta árangur og hafa her- sveitir Bulgara stöSugt fariS hall- oka á öllum svæSum. Þessar miklu ófarir Bulgaranna leiddu áS- ur langt leiS til þess, aS þeir sáu sér þann kost vænstan, aS gefast upp og biSja um vopnahlé á meS_ an friSarsamninganir væru gerSir. Malinoff, núverandi stjórnarfor- maSur Bulgariu, tilkynti herstjór- um bandamanna þetta í lok síS- ustu viku, og kvaS stjórn sína myndi viljuga aS hlíta hvaSa skil- málum sem væri frá hálfu banda- þjóSanna. Þá virtist í bili, sem konungur Bulgariu væri friSarum- leitunum þessum samþykkur ----- þó seinni fréttir segi hann enn á bandi ÞjóSverja. Bandamenn neituSu í fyrstu vopnahlé á meSan samningarnir v*æru í smíSum, en voru þó viljug- ir aS taka friSarboS Bulgariu til greina. Úrslitin urSu svo þau, aS stjórn Bulgariu sendi fulltrúa til Saloniki, er undirskrifuSu friSar- samningana fyrir hennar hönd — og þar meS er hluttöku Bulgara í stríSinu lokiS. Helztu skilmálar bandamanna eru sem fylgir, og aS þeim öllum hefir Bulgaría nú hik- laust gengiS: Bulgariustjórnin gefst meS öllu upp í stríSinu og samþykkir aS hreyfa ekki vopnum á meSan þaS stendur yfir. Sam- þykkir aS sleppa tafarlaust þeim svæSum, er Bulgarar hafa hertek- iS í Grikklandi og Serbíu og ao uppleysa her sinn án minstu tafar. Skip sín gefur hún bandamönnum á vald og samþykkir aS þeir hafi frjálsa umferS um land hennar. Skotfæri og annaS verSur geymt undir umsjón bandamanna, einnig veitist þeim full heimild til aS taka alveg á sitt vald vissa staSi í land- inu. Engin ráSstöfun er gerS í samningum þessum viSkomandi Ferdinand, konungi Bulgaríu, og þjóSin sjálf látin alveg sjálfráS í þeim efnum. Ekkert í þeim er stjórnmálalegs eSlis og allaf landa skiftingar og þess háttar látiS bíSa unz stríSinu linnir. AfstaSa Bulgara nú vottar ótví- ræSilega óhug gegn ÞjóSverjum og vantraust aS þeim auSnist aS bera sigur úr býtum í stríSinu. AS þeir eru þannig úr sögunni' sem stríSsþjóS gegn bandamönnum, hefir afar mikla þýSiygu. Þar sem þeir hafa veriS aSal-máttar- stoS Tyrkja síSan hluttaka þeirra í styrjöldinni hófst, standa Tyrkir nú margfalt ver aS vígi en áSur og fylstu líkur til aS þeir verSi aS gefast upp í nálægri framtíS. Sem von er una ÞjóSverjar illa VÍS. Af fréttunum aS .dæma virSast þeir alls ekki vonlausir um aS geta kipt þessu í alt annaS horf. Fyrsta úrræSi þeirra var aS senda hersveitir til Bulgaríu meS því markmiSi aS tryggja lands- vörn Bulgara og gera þeim mögu- legt aS halda stríSs þátttöku sinni áfram. Þannig búast ÞjóSverjar iS aS hljóta fylgi Bulgariu kon- vitiigsins, er þeir telja enn á sínu bandi, og annara þýzksinnaSra manna þar í landi. Almennar frjettir. CANADA. Hon. T. A. Crerar, landbúnaS- arráSherra sambandsstjómarinn- ar, fór nýlega hörSum orSum um aS þaS væri látiS viSgangast aS hin frjósömu svæSi me3 fram járn brautum vesturlandsins lentu öll í höndum auSmanna, sem aS eins í eigingjörnum tilgangi sæktust eft- ir aS gína yfir allri helztu auSlegS Iandsins. Atyrti hann harSlega þá stefnu, aS hinni miklu náttúruauS- legS Canada væri leyft aS verSa auSvaldshrókum og fjárglæfra- mönnum aS bráS. Mintist hann svo á hina miklu þörf þjóSarinnar fyrir auknum árstekjum og spáSi því, aS eftir stríSiS myndi ríkis- skuldin verSa í kring um tvær biljónir dollara. Til þess aS geta borgaS þetta, rentur, eftirlaun her- manna og annan stríSskostnaS, yrSi Canada aS hafa $300,000,- 000 árstekjur. Eina vonin til þess aS svo miklar tekjur gætu fengist, væri aukin íbúatala og aS hin margvíslega auSlegS, sem fólgin er í skauti þessa lands, væri færS til sem þeztra afnota. Hon. Wilfrid Gariepy, fylkis rit- ari Alberta, sagSi nýlega af sér þeirri stöSu. Var hann sveitamála- ráSherra í mörg ár og hefir tekiS allmikinn þátt í stjórnmálum Al- berta fylkis. Jean L. Cote, þing- maSur fyrir Grouard kjördæmiS, verSur eftirmaSur hans. Sambandsstjórnin tilkynti ný- lega, aS enn hefSi ekki veriS á- kvarSaS aS kalla í herþjónustu þá, sem náS hafa tvítugsaldri síSan fyrsti flokkur var kallaSur. Þeir menn, þótt nú séu 20 ára, eru enn skoSaSir sem tilheyrandi 19 ára flokknum. Sir Thomas White, fjármálaráS- herra Canada, verSur staddur í Winnipeg 8. okt. næstkomandi og heldur hér ræSu. VerSur þetta auglýst síSar í blöSunum og þá sagt frá í hvaSa samkomusal hann talar. Koma hans hingaS er í sam- bandi viS sigurlániS og verSur ræSa hans hvatning til þjóSarinn- ar aS ljá því eindreginn stuSning. FerSast hann aS líkindum víSar um vesturlandiS og verSur stadd- ur í Brandon 9. þ.m. Spánska veikin, sem svo mjög útbreiSist; nú í Bandaríkjunum og töluvert í austur Canada, er nú komin hingaS til Winnipeg og barst meS hermönnum aS austan. Voru 23 hermenn teknir af einni austan-lestinni á mánudagskveldiS var, sem allir þjáSust meir og minna af veiki þessari og voru þeir tafarlaust fluttir í sóttvörS í I.O. D.E. sjúkrahúsinu hér í borginni. Menn þessir voru allir skoSaSir af lækni áSur en þeir lögSu af staS aS austan og voru þá heilbrigSir, en hafa fengiS veikina á leiSinni. HeilbrigSisdeiId borgarinnar hefir gert allar ráSstafanr í hennar valdi aS varna útbreiSslu veikinnar. — Fólk er ámint um aS gæta allrar varúSar, forSast alla mannmergS þaS mögulegt er, og verSi veikinn- ar einhvers staSar vart, aS til- kynna heilbrigSisdeildinni þaS hiS allra bráSasta. Hon. C. C. Ballantyne, sjóflota- mála ráSherra, sagSi nýlega viS blaSa fregnrita einn eystra, aS stjórn Bandaríkjanna fengi stál- skip sín á lægra verSi en Canada- stjórnin fengi þau í British Colum- bia, þrátt fjrrir þaS þó alt sem aS slíkri skipasmíS lýtur sé kostbær- ara í Seattle en í Vancouver. Af orSum ráSherrans aS dæma eru skipasmiSafélög í British Colum- bia aSal orsök þess, hve skip eru hér í háu verSi, því margra orsaka vegna þykjast þeir hvorki geta kept viS skipa verksmiSjur aust- ur Canada eSa Bandaríkjanna. Sambandsstjórnin hefir bannaS útgáfu allra blaSa hér í Canada, bæklinga og bóka á málum óvina- þjóSanna og gildir slíkt á meSan stríSiS stendur yfir. Einnig er lagt bann viS aS slík blöS fái aS flytj- ast inn í landiS, en þó undanskilin tímarit, sem eingöngu fjalla um trúmál eSa vísindaleg efni. BlöS er fram fylgja stefnu Bolsheviki flokksins á Rússlandi koma einnig undir bann þetta, hvort sem þau eru gefin út á rússnesku eSa öSr- um málum. -----—o------- BANDARÍKIN. Spanska veikin geysar enn í her- æfingastöSvum Bandaríkjanna. Á laugardaginn sögSu blöSin aS þann dag hefSu skýrslurnar vott- aS 6,824 ný tilfelli á tæpum tutt- ugu og fjórum klukkustundum — höfSu þá lagst í veikinni í alt um 42,460 hermenn 170 hermenn höfSu þá dáiS, flestir úr lungna- bólgu. Sprenging átti sér staS þann 28. sept. í námu nærri Royalton í IIli- nois ríki. 25 menn yoru viS vinnu niSri í námunni þegar þetta skeSi, og þar sem sprengingin lokaSi al- gerlega fyrir námuopiS, er haldiS aS þeir muni allir hafa farist. Nýlega fór fram manntal 1 “Camp Devens”, Mass., og viS þaS kom í ljós, aS 40 mismunandi tungur væru þarna talaSar. Var engu líkara en heræfingastöS þessi væri skipuS mönnum úr öllum pörtum veraldarinnar. Þarna gat aS líta 2,269 Frakka, 1,354 Itali; einnig Japana, Serba, Egypta, Persa, Assyríumenn, Flæmingja og svo fram eftir götunum, — en einna eftirtektaverSast þótti, aS þarna voru, eins þrungnir kappi og áhuga og nokkrir aSrir, 625 ÞjóSverjar. Verkfalli vélasmiSa og annara verkamanna í Bridgeport, Conn., er nú lokiS. Bréf Wilsons forseta til þeirra hafSi þau áhrif, aS þeir afréSu aS taka tafarlaust til starfa aftur. Tillaga Wilsons forseta, aS kon- um væri veittur atkvæSisréttur og slík löggjöf samþykt af þinginu sem stríSsráSstöfun, var feld í senatinu þann 1. þ.m. meS miklum meiri hluta. ÁSur atkvæSagreiSsl- an hófst, hélt Wilson ræSu tillögu sinni til stuSnings, en svo er aS sjá sem í þetta sinn hafi hann ekki náS aS hafa mikil áhrif. Senator- arnir sySra virSast cif þessu aS dæma ekki hafa kvenréttinda- hreyfinguna neitt í hávegum og er þaS illa fariS. Sagt er aS barátta þessi muni verSa endumýjuS aftur í senatinu í naesta mánuSi og von- andi verSa úrslitin þá alt önnur. ------o------- Róstur i Berlín. Frétt sú kemur gegn um hlut- lausu löndin aS allmiklar róstur hafi átt sér staS í Berlín höfuSborg Þýzkalands, á laugardaginn var. Múgur og . margmenni hópaSist saman fyrir framan Bulgariu sendi- herra höllina og virSist svo sem þessir íbúar Berlínar hafi þá boriS sig alI-ófriSlega. Þegar lögreglan reyndi aS bæla róstur þessar niSur reyndist henni þetta um megn og varS aS lúta í lægra haldi. Frétt- in segir margair myndastyttur í görSum Berlínar hafa veriS brotn- ar til agna í hamförum þessum. ■ " Fallinn á vígvelli. *------- ¥ Þorsteinn G. Ólafsson. Sfmskeyti hafa borist foreldruin hans, að hann haifi særst 6. sept. og dáið samdægurs af sárum. Þor- steinn innritaðist í herinn, 34. Fort Garry Horse deildina hér í Winnieg í ágústmánuði 1914, og mun hafa verið einni af hinum fyrstu mönnum, sem gengu í herinn hér í Winnipeg. Deild hans lagði af stað 30. ágúst til Valeartier og stanzaði þar um tíina, og fór síðan til Englands. í septem- ber mánuði 1915 fór Þorsteinn sál. til Frakklands og var hann þar stöð- ugt í ýmsum herdeildum ]iangað til 6. sept. að hann féll. Hann mun hafa tekið þátt f flestum, ef ekki öilum þeim inörgu bardögum, sem Canada menn hafa háð á Frakklandi síðan stríðið bvrjaði. 1 gegn um það alt samau hafði hann ætíð ágæta heilsu Jfkamlega og óbilandi sálarþrek hvað sem að kallaði. Bréf hans voru ætíð tfuHl aí glaðværð og sýndu hversu glögt hann sá skyldu sína og aMra í þossu voða heimsstríði. Aldr- ei kvartaði ihann öll þessi ár og hað foreldra og systkini að vera vongóð og bera engan kvíðboga fyrir sér. En samt getur maður séð, að mikið hafi hann lanigað til að komast heim. í sumar var ihonum gefinn kostur á annað hvort að taka hærri stöðu — verða Lieutenant, eða fá frí í október til að fara til Oanada. Hann kaus hið síðara og hefði siglt heim f októher, maklega húinn að fyflla skyldu sína hefði hann slopp- ið í síðasta bardaganum. En svo má með sanni segja, að hann sé kominn heim; nú er hann laus við þjáning- ar þessa lífs og hina þungu skyldu, sem féll á herðar hans og sem hann uppfylti svo rækilega sérhlífnis- laust. Þorsteinn sál. var fæddur í Winni- peg 6. nóv. 1894. Hann er sonur hjónanna Áslaugar Hansdóttur og Guðlaugs trésmiðs Ólafissomar. Þótt harmur sá, sem foreldrar og systkini hera í brjósti sé þungur og söknuð- urinn sár, þá er það huggun samt að vita að hinn íallni hafi í öll þessi ár ótvírætt gert skyldu sína og að síðustu gefið það dýrmæ asía, sem maðurinn á til — sitt eigið líf — fyrir hið mikla málefni sem barist er fyrir til þess að aðrir þyrftu eigi að líða það sem hann leið. Lengi lifi minnxing hinnar föllnu hetju. ÞAKKARORÐ. Okkar innjlegasta hjartans þakk- læti flytjum við hér með öllum þeim, er sýndu okkur okkur hluttekningu í okkar djúpu sorg út af fráfalli eiskulegs sonar og bróður, Þorsteins G. Ólafssonar, sem féll í orustu á Frakklandi 6. sept. síðastl. Sérstak- lega viljum við þó þakka séra Birni B. Jónssyni fyrir hans huggandi heimsókn og hin hlýju og inn-ilegu minningarrorð, er hann mælti um hinn látna i Fyrstu lút. kirkjunni.— Enn fremur þökkum við hjiartaniega Miss Sigríði Jónsson, er færði okkur fagran blómsveig frá hermálanefnd hins 10. hersöfnunarhéraðs og biðj- um hana að skila hjartans l>ökk til réttra hlutaðeigenda. öllu öðru fólki, er auðsýndi okk- ur ástúð og samhug í sorginni þökk- um við einnig hér með, og biðjum algóðan guð að launa því af rík- dómi máðar sinnar. Winnpeg 24. sept. 1918. Foreldrar eg systkini hins látna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.