Heimskringla - 03.10.1918, Side 4

Heimskringla - 03.10.1918, Side 4
4. BLAÐSfÐA HEIMSKRiinGLA WINNIPEG, 3. OKTOBER 1918 HEIMSKHLNGLA < StofnaV 1HK6) C«mur út á hverjum Flmtudeffl. Ctffefendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver« blaðslns í Canada ag Bandaríkj- unum $2.00 um árlti (fyrtrfram borgatí). Bent til Islands $2.00 (fyrirfram borgatS). Aliar borganir sendist rátSsmannl blatSs- tns. Póst eBa banka ávísanir stílist tll The Viking Press, L,td. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaður SkrKstofa: •CJS 8HERBROOKB STREET., wmNIPBO. P.O. B«x 3171 Talalml Garrj 4110 ■ ~ - ' ................................. færður um, ef til þjóðar atkvæðis kæmi, að meiri hluti verkalýðsins á Englandi myndi styðja vínbann. G. Seedhouse, talandi fyrir hönd iðnfélags er samanstendur af 32,000 meðlimum, lét í ljós sömu skoðun. Thomas Richards, annar þingmaður verkamanna- flokksins og ritari North Wales námamanna félagsins, sagði það skoðun sína, “að algert bann á tilbúningi allra vínfanga væri nú nauð- synlegt.” ...i— i . i - ... ^ WINNIPEG, MANITOBA, 3. OKT. 1918 Bindindishreyfingin á Englandi. Af mörgu að dæma, virðist nú nokkurn veginn óhætt að fullyrða almenningsálitið á Englandi hlynt algerðu vínbanni á meðan stríðið stendur yfir. Úrslit kosninga, sem átt hafa sér stað hér og þar um landið við og við, benda fyllilega til slíks og yfirlýsingar kvenna í Lundúnaborg nýlega stefndu í sömu átt. Yfirlýsingar margra hátt standandi meðlima verkamannaflokksins leiða að sama marki og treysta má á eindregið fylgi bindindisfélag- anna, er um langan tíma hafa svo öfluglega unnið að vínbannsmálinu um alt landið. Að svo komnu hefir verið gengið til þjóð- aratkvæða um slíkt í 27 stöðum; fimtán stöðum á Englandi, tíu stöðum á Skotlandi og tveimur í Wales. Flestar kosningar þessar hafa átt sér stað í stórum iðnaðar umdæmum, svo sem Hull og Dewsbury á Englandi, Paisley og Clydebank á Skotlandi, og Llauelly og BlaenauFestinog, Wales. Þrátt fyrir þetta urðu úrslitin algerðu bindindi í vil í öllum þeim stöðum, þar til kosninga var gengið. Kosn- inga skýrslurnar sýna, að í alt voru greidd 166,693 atkvæði með algerðum vínbanni á meðan stríðið varir, en 78,066 á móti. Þetta gerir 86,627 meiri hluta með vínbanninu. Andbanningar á Englandi grundvalla enn þá helztu röksemdaleiðslu sína á verkamann- inum brezka. Oftsinnis hefir því verið hald- ið fram, að hverri vínbannslöggjöf í landinu myndu fylgja óumflýjanleg óánægju-umbrot á meðal verkalýðsins. Hrakspár þessar hljóta þó engan veginn staðfestingu, þegar til kemur virkilegra sannana um álit fóiksins. Skýrslur þeirra umboðsmanna stjórnarinnar, er rannsakað hafa tildrög og orsakir að óá- nægju verkafólksins votta ekki að skortur á vínföngum hafi yfir höfuð að tala átt nokk- urn verulegan þátt í þessu. Og þó ekki sé með öllu laust við að slíkrar óánægju verði vart í sumum stöðum á Englandi, þá mmnast skýrslur þessar ekki með einu orði á vínskort í sambandi við verkafólks óánægju á Skot- Iandi. Frekari sannanir eru leiddar í ljós af bind- indismáls umboðsnefndum hinnar sameinuðu fríkirkju Skotlands. Síðasta ársskýrsla þeirra birtir skoðanir margra verkamanna leiðtoga og annara málsvara verkalýðsins, vínbanni viðkomandi og afleiðingum þess. Má heita samhljóða skoðun allra þessara manna, að verkalýðurinn myndi enganveginn verða and- vígur algerðu vínbanni. Neii Maclean, um- boðsfulltrúi Scottish Co-operative félagsins, kvaðst sannfærður um, að yfir höfuð að tala myndu verkamanna stéttir Skotlands fagna yfir afnámi vínsins. Hann hefir ferðast um Skotland þvert og endilangt til þess til þess að halda ræður á verkamanna fundum og þar af leiðandi átt góðan kost á að kynna sér álit verkafólksins, bæði viðkomandi vínbanni og öðru. E. Shinwell, umboðsmaður British Sea- farers’ félagsins á Skotlandi, sagði breytingu mikla hafa átt sér þar stað um vínbannið og kvaðst þora að fullyrða, að ef gengið yrði til atkvæða um það myndi það samþykkjast af miklum meiri hluta verkafólksins. Aðrir málsmetandi menn hafa sagt svipað. Joseph F. Duncan, ritari bændafélagsins skozka, fór þó ekki svo langt. Sagði hann lögleiddu vín- banni auðsýnilega vera að aukast fylgi, en vildi ekki fallast á að í heild sinni væri verka- lýðurinn því í raun og veru samþykkur. Samt sem áður andmælti hann því sterklega, að verkamanna stéttirnar væru notaðar sem af- sökun fyrir núverandi eyðslu á korni til vín- gerðar, kvað slíkt óréttlætanlegt í alla staði og að eins ófyrirgefanlegan rógburð gegn stórum þorra landsmanna. Á Englandi hafa margir af leiðtogum verka- ananna talað í svipuðum anda. Tom Richard- soa, þingmaður frá Whitehaven og meðlimur Durham námamaana félagsins, kvaðst sann- Það er satt, að Ben Tillet, meðlimur Dock- ers iðnfélagsins, hefir komið fram á sjónar- sviðið sem sérstakur andbanningur og jafnvel farið svo langt í sakirnar að stofna til fundar- halda í Suður Wales víninu til varnar. En staðhæfingum hans var áður langt Ieið all- öfluglega andmælt af Sir H. H. Johnston í bréfi, sem hann skrifaði blaðinu Daily News. Meðal annars segir hann í bréfi þessu: “Eg hefi að líkindum kynst meir brezka hernum á Frakklandi en herra Tillet, og get því borið til baka þá staðhæfingu hans, að hermennirnir unni svo Bakkusi, að geta ekki án hans verið. Eg hefi aldrei, hvorki í fremstu skotgröfum eða fyrir aftan þær, séð brezkan hermann ölvaðan og aldrei heldur orðið var við mikla eftirsókn frá hans hálfu eftir víni. Meiri hluti þeirra manna, er eg kyntist á vígvöllunum, voru frábrugðnir því að vilja hafa vín með höndum.........Heyrði eg marga þeirra láta þá skoðun í Ijós, að óhyggilegt væri að gefa mönnum sterkt öl eða romm, þegar þeir væru í skotgröfunum eða að gegna skyldum sínum annars staðar, og deyfa þannig sansa þeirra og athygli.” Ekki er þess getið, að TiIIet hafi svarað þessu, að líkindum ekki treyst sér til þess — og af öllu að dæma virðist algert vínbann nú ekki eiga langt í land á Englandi. (Þýtt.) 4——--------------------------------——f> Mentamál Indlands. Lengi hafa Þjóðverjar brunnið af öfund í garð Breta sökum yfirráða þeirra á Indlandi og frá því fyrsta brugðið þeim um alt hið versta í sambandi við alla tilhögun og stjórn þar í landi. Uppáhalds viðkvæði þýzkra mentamanna margra var að þó það væru Bretar, sem stjórnuðu Indlandi, yrðu allir þeir, sem fræðast vildu sem mest um Indland og fornsögu þess, að leita til mentastofnana Þýzkalands — annars staðar væri ekki slíkan fróðleik að finna. Það má vel vera, að Þjóðverjar hafi stund- um reynst Bretum fremri í að grafa upp forn- ar rústir og meir en þeir legið í rannsókna- skruddum liðinnar tíðar. En þó svo sé, hafa þeir reynst eftirbátar þeirra í svo mörgu, að slíkir yfirburðir þeirra — ef yfirburðir skyldu nefnast — hafa ekki mikilsverða þýðingu. Til dæmis verður ekki annað sagt, en nýlendu- stjórn þeirra sé stórlega mikið ábótavant í samanburði við nýlendustjórn Breta — sem vaxandi heimsveldi hefðu Þjóðverjar þó sann- arlega átt að kappkosta að standa ekki öðr- um að baki í slíkum sökum. Þrátt fyrir einveldið og stjórnarskipulag, sem tekið er í erfðir frá löngu liðnum tímum, hefir Þjóðverjum samt hepnast að stjórna heimaríkjum sínum með mesta skörungsskap —enda hafa þeir þar getað byrjað á börnun- um í skólunum og þannig smátt og smátt mót- að þjóðarsálina eftir eigin geðþótta. Nýlend- ur þeirra hafa aftur á móti orðið þeim örðugri viðfangs og stjórn þeirra þar oft gengið í mestu handaskolum. Þar hafa þeir orðið að byrja á fuliorðnu fólki, sem sterkasta ýmu- gust hefir haft á hervaldsaga þeirra og litla löngun sýnt að beygja sig undir álög þeirra og ofríki. Trúboða hafa Þjóðerjar aldrei þor- að að senda í nýlendur sínar, utan þeir væru örugglega verndaðir af hermönnum; hinn mikli óhugur nýlendubúa gegn hermönnunum þýzku svo eðlilega dregið úr öllum áhrifum trúboðanna. Bretar aftur á móti hafa jafnan kappkost- að að ávinna sér sem mestar vinsældir í ný- lendum sínum. Með því að beita íbúana engri hörku og veita þeim sem mest frelsi hafa þeir smátt og smátt glætt þegnhollustu þeirra í garð hins brezka ríkis, og um leið fært þá á stig þroskunar og framfara. Trúboðarnir brezku hafa farið allra sinna ferða án þess að vera verndaðir af hermönnum og haft bæði mikil og góð áhrif Ljósasti votturinn um þegnhollustu nýlendanna brezku birtist óneit- anlega þegar núverandi styrjöld skall á og er þær allar undantekningarlaust tóku að senda heimastjórninni allan þann styrk í mönnum og fé er þær framast fengu í té látið. Stjórn Breta á Indlandi hefir verið um- fangsmikil og þegar alt er tekið til greina, verður ekki annað sagt, en þeim hafi farið hún vel úr hendi. Að stjórna landi með rúm- ar þrjú hundruð mðjónir íbúa, er enginn hægðarleikur og þar sem þetta er ekki ein þjóð, heldur margar þjóðir, óskildar að venj- um öllum og hugsunarhætti, verður vandinn enn stórkostlegri., Sízt er því að undra, þó mörgu sé enn ábótavant á Indlandi og margar umbóta-framkvæmdir þar enn fram undan. Eitt af mestu vandamálum brezku stjórn- arinnar í sambandi við Indland, eru menta- málin. Til þess að geta komist í tölu siðaðra þjóða þessa heims þurfa hinir mörgu kyn- flokkar Indlands að mentast meir en nú á sér stað með þá. Við þetta mikla vandamál eru nú stjórnmálamennirnir brezku að glíma og vart verður þess lengi að bíða að þeir hrindi af stokkum einhverjum framkvæmdum því til úrlausnar. Merkt blað í Bandaríkjunum birtir nýlega eftirtektaverða grein um þetta mikla nútíðar og framtíðar vandamál breskra stjórnmálamanna — mentamál Indlands. Sú grein hljóðar sem fylgir í íslenzkri þýðingu: “Allir þeir, sem þekt hafa Indland bezt, hafa fyrir Iöngu síðan viðurkent mentunina sem hið stærsta vandamál í sambandi við indversku þjóðirnar. Vitanlega er þessu þann veg farið í öllum löndum, en þegar til þess kemur að menta og siða rúmar þrjú hundruð miljónir íbúa, þar sem að eins sex af hundraði geti talist upplýstir allareiðu, þá verður skiljanlegt hve feikilega mikið verkefni þetta er. Eins og alt annað á Ind- Iandi er vandamál þetta líka margbrotið og örðugt viðureignar. Ákafamaðurinn, sem lít- inn tíma gefur sér til íhugunar, sér enga á- stæðu hvers vegna stjórnin ekki löggildir skylduga skólagöngu fyrir hvert barn á Ind- landi, og ráði þannig með örfáum pennadrátt- um fram úr örðugleikunum. En eins og Sir Harcourt Buther benti á nýlega, sem ef til vill er allra manna fróðastur Indlandi viðkom- andi, þá er fjármagnið ekki eina atriðið í sam- bandi við þetta, eins og ákafamennirnir sýn- ast halda fram, heldur einnig kenfiararnir. ‘Hvar,’ spyr hann, ‘ættum vér að fá nægi- lega marga kennara til þess að æfa og upplýsa börn þjóðar er samanstendur af 315,000,000 manns?’ Sömuleiðis myndi tortrygni íbú- anna leiða til ósigurs fyrir slíka aðferð, því hjá mörgum kynflokkum Indlands hefir í- haldið fest djúpar rætur og enn ríkjandi hjá þeim sterkur óhugur gegn öllum endurbót- um. Þó fer fyrir Sir Harcourt sem öðrum, er þekkja Indland vel, að hann er þrunginn af á- huga og hinn bjartsýnasti ‘Þeir af oss’, segir hann á einum stað, ‘sem séð hafa jafnmörgum örðugleikum hrint úr vegi í landi þessu, hljóta að vera bjartsýnir hvað framtíðina snertir.’ Það er einmitt þessi hyggilega bjartsýni, er sérkennir þann kafla Montague-Chelmsford skýrslunnar, sem fjallar um endurbætur á Ind- landi í sambandi við mentamálin. Og sér- kennilegt við allar málsgreinar skýrslunnar, er fjalla um þetta umræðuefni, er hin hrein- skilnislega sundurliðun þess, sem aflaga hefir farið og ábótavant er. Rúm leyfir oss ekki að taka hér til íhugunar hinar ýmsu tillögur skýrslunnar, en áherzla er lögð þar á eitt at- riði, sem vissulega verðskuldar að slíkt sé gert. Því er haldið fram í skýrslunni, að eng- um vafa sé undirorpið, að skólamál Indlands hafi aðallega mishepnast sökum hinnar hrós- verðu tilraunar að forðast að neyða ‘sál Ind- lands’ í erlent mót og alt of mikið miðað við skynsemina eingöngu. Svo mikið hefir á því borið, að Indverjinn hefir tekið að skoða hina vestrænu mentun að eins sem miðil þess ‘að komast áfram’; ekki miðil að æðri hugsjón- um, víðtækara útsýni og fleiri tækifærum að geta lagt fram krafta sína í þágu lands og þjóðar. Þeirri skoðun er haldið fram í skýrsl- unni, að þýðingarmesta þörfin, sem nú geri vart við sig á Indlandi, sé að þjóðinni sé meir og víðtækar innrætt, í barnaskólunum og háskólunum, sönn skyldurækni og hlýðni, al- menn þegnhollusta og borgaraleg ábyrgð í garð landsins — á slíku byggist stjórnmálalíf hverrar þjóðar. Sérstakt gleðiefni er að sjá tölu þeirra málsmetandi Indverja einlægt aukast, er við- urkenna sannleiksgildi þessarar skoðunar og skilja hina miklu þörf þjóðarinnar fyrir full- komnara skólaskipulagi. Þegar Indverj- ar, sem Sir Satyendra Sinha, Sir Sankaran Nair og hinn ensk-indverski stjórnmálamaður Sir James Weston, eru allir sammála hvað þetta snertir, virðist óþarfi að kvíða úirslitum. Sir James Weston sagði nýlega í ræðu, er hann flutti í Delhi, ‘að góð mentun væri fyrsta skilyrðið til þess hægt yrði að yfirstíga hina margíslegu örðugleika, sem nú gerðu vart við sig á Indlandi. Að eins með aukinni mentun þjóðarinnar yrði komið í veg fyrir harðstjórn meirihlutans og óendanlegan bylt- ingarhug þeirra er væru í minni hlutá.’ Vafalaust gerði Sir James hér góða grein fyrir öllu og fór rétt með málið.” DODD'S NÝRNA PILLUR, gitt íyrir allakonar nýrnareikL Laku gigt, bakverk og sykurveiki. Dod4T« Kidney Pills, 50c. askjan, sex öskj ur fyrir $2.50, hjá ölluru lyfsöluas eða frá Dodd’s Medicine <So., Lt<L, Toronto, Ont Mál hjartans 1 naest-síSasta blaSi Heims- kringlu frá 19. ' sept. s. I. birtist ritstjórnargrein með fyrirsögninni: Mál hjartans. Er hún rituS út af ummælum hins mikilhæfa, heims- fræga stjórnarformanns á Eng- landi, Lloyd George. Eins og al- kunnugt er, á maSur sá ættból í Wales og er velskan því hjarta- mál hans, móSurmáliS hans og bænarmál, þótt hann aS sjálf- sögSu tali enskuna eins vel og þeir, sem bezt eru mentir af Englending- um sjálfum, svo sem staSa hans og álit bera ótvírætt vitni um. 1 ræSu er hann flutti á þingi frí- kirkjumanna í Edinburg á Skot- landi, farast honum orS á þessa leiS: "Þér þurfiS aS eins aS þekkja hljóm-auSlegS fjallanna, lækjanna og fossanna þar (í Wales), og þyt- inn í vindinuúi, hægan og ljúfan, og aSra stundina þó svo óstýrilát- an og þungtækan,— til þess aS þekkja hljóm keltneskrar tungu, keltneskra söngva og keltneskrar guSsþjónustu. Og þessi hljómur er mjög viS mitt skap. Stundum þegar eg er þreyttur og leiSinda- gjarn, er méf hin mesta hugfróun aS lesa ljóS keltneskrar tungu og hverfa þá í anda til löngu liSinnar tíSar, er forfeSurnir — mínir og ySar — háSu orustur frelsisins á meSal hæSa og dala heimahaga vorra."--Og síSar: “aS þeir, sem bezt töIuSu ensku, væru þeir, sem mest töluSu velsku” og hann benti á hagnaSinn yiS þaS “aS eiga mál, sem ekki væri mál verzlunarviS- skiftanna, ekki mál útheimsins, heldur mál hjartans, mál þess alt- aris, er vér tilbiSjum á og alls þess hjartfólgnasta í fari voru. Slíkt getur ekki skoSast annaS en hagnaSur, uppörvun, gleSi og huggun." Þar sem orS þessi koma frá slík- um manni, er ekki mikil hætta á. aS þ au verSi skoSuS sem landráS eSa aS þau séu sprottin af sundr- ungar- eSa einangrunar-anda, allra sízt á Englandi, þar sem frelsi ein- staklingsins hefir ef til vill komist á hærra stig í þjóSarmeSvitundinni, en hjá nokkrum öSrum, aS Banda- ríkjunum meStöldum. Og vissu- lega ættum vér, “útlendingarnir” í Ameríku, sem erum aS berjast viS aS halda viS hjartamáli voru — móSurmálinu—, aS taka undir meS þessu brezka göfugmenni, hver og einn hjartamáli sínu til styrktar. — ÞaS er einmitt fyrir þessu, sem hinir ýmsu “útlendu” þjóSflokkar þessa lands eru aS berjast: aS eiga mál, sem þeir geti brugSiS fyrir sig viS hátíSIeg tæki- færi sín á meSal, á heimilum sín- um, í bænum sínum, viS börnin sín; mál, sem færi þeim fagrar hugsjónir í bundnu og óbundnu máli frá forfeSrum þeirra og held- ur viS í hjörtunum öllu því góSa og göfuga, sem fortíS hvers þjóS- flokks hefir eftirskiliS þeim, en sem annars væri tapaS aS mestu eSa miklu Ieyti. Þótt þessir ýmsu þjóSflokkar leggi þannig rækt viS arfinn sinn, hjartamáliS—móSurmáliS sitt, þá skoSa þeir engan veginn lítils virSi þá nauSsyn, aS læra vel og ítar- lega hiS ágæta tungumál, sem þjóSin hér talar, mál stjórnar og starfrækslu, hiS þróttmikla og fjöl- breytta bókmentamál Tennysons, Scotts og Shakespeares, Websters, Poes og Longfellows. Fyrir því bera þeir og vér allir hina dýpstu lotningu, og vér gætum ekki látiS vera að læra þaS, þott ver vildum. j ÞaS þrengir sér inn að hjartarót- um hvers einasta manns, sem hér býr, og svo á þaS aS vera. Þrátt fyrir þaS getum vér Vestur-lslend- ingar þó tekiS undir meS ritstjóra Heimskringlu og sagt: “Hví skyldi íslenzkan ekki geta veriS mál hjartans, þó hún sé ekki lengur landsmál vort og vér nú þegnar annars Iands en Islands? Lloyd George hiksur ekki viS að segja velskuna sitt hjartfólgnasta mál og er þó einn af helztu leiStog- um brezkrar þjóSar. Hví skyld- um vér Vestur-lslendingar þá hika aS játa rækt vora viS íslenzkuna? ------Til þess aS vér getum hald- iS íslenzkunni hér viS, þarf aS glæSast ræktarsemi hjá yngri kyn- slóSinni gagnvart íslenzkri þjóS og íslenzkum bókmentum. Fram- tíS íslenzkunnar hér er undir yngra fólkinu komin og vonandi er, aS þaS bregSist ekki skyldu sinni. Vonandi taka ungir Vestur-lslend- ingar aSrar þjóSir til fyrirmyndar í þessu efni — Islendingar mega ekki vera eftirbátar annara, hvorki í þessu né öSru. Lloyd George ætti aS geta veriS þeim ágætt fyr- irdæmi.-------fslenzkan ætti aS vera mál hjartans.” Sá er þessar línur ritar er einn af þeim, sem taka vill sér til fyrir- myndar hin tilfærSu orS stjórn- mála-spekingsins brezka, og þyk- ist þrátt fyrir þaS vera eins góSur og lýShollur borgari þessa lands, sem hver innfæddur brezkur maS- ur; enda væri mér og öSrum “út- lendingum” þaS eilíf smán, ef vér ekki létum þessari ágætu fóstru vorri — Ameríku — í té fulla ást og hollustu. Naumast yrSi oss Vestur-Islendingum heldur meS sanngirni boriS á brýn, aS vér hefSum dregiS oss í hlé þegar á þurfti aS halda, — til þess eigum vér nú of marga þjóSbræSur á HeljarslóS, bæSi á fæti og í foldu falda. 1 desmber mánuSi 1916 reit eg nokkrar línur um viShald “ást- kæra ylhýra málsins”--hjartamáls vors — íslenzkunnar, meSal vor Vestur-lslendinga; birtist hún í jólablaSi Lögbergs áminst ár. Þar sem greinin er ekki löng, vil eg aS gefnu tilefni og meS leyfi Heims- kringlu birta hana hér á eftir, eins og minn litla skerf til viShalds máli þessu í hugum landa minna, því nú eins og oft áSur er oss Vestur-ls- lendingum lífs nauSsyn aS spyrja sjálfa oss: Hvar stöndum vér? Vér lslendingar eigum nú 40 ára sögu hér í Vesturheimi, og verSur ekki meS sanni sagt, aS vér höfum veriS latir til starfs eSa óhagsýnir aS því er þaS snertir, aS koma ár vorri hér þolanlega fyrir borS. Hvar sem litiS er, þar sem Islend- ingar eiga bólstaS, bera ávextirnir iSjuseminni órækt vitni; enda höf- um vér fyrir Iöngu hlotiS viSur- kenningu meSborgara vorra fyrir flest þaS er prýSa má dugandi menn. Segja má því, aS sú hliS sögu vorrar hér, sem út snýr og öll- um er augljós, sé björt og ánægju- leg. AS vísu hafa örSugleikar og farartálmar oft orSiS á veginum, og upp ýmsa örSuga hjalla höfum vér orSiS aS sækja. Margur ein- staklingur hefir dregist aftur úr í þeirri framsókn og sumir gefist upp. ViS öSru var ekki aS búast og breytir þaS ekki þeirri staShæf- ingu, aS 40 ára saga vor hér hafi veriS eSa sé sigurför, þegar litiS er á heildina. Ekki er heldur nein gild ástæSa sjáanleg fyrir því, aS framtíSar-sagan íslenzka hér geti ekki haldiS í þá átt, sem nú er stefnt. KynslóSin íslenzka, sem hér er borin og barnfædd, ætti vissulega ekki aS standa aS baki þeirri, sem ao ..eiman flutti og hér kom aS ónumdu landi, ef svo mætti aS orSi kveSa. Sé aftur á móti li-tiS á þá hliS hins fertuga skeiSs vor Islendinga hér, sem inn veit, hliSina sem aS- eins er augljós oss sjálfum, sam- band vort og samvinnu sem þjóSbræSra, verSur oss ekki boriS á brýn, aS samkomulagiS hafi ver- iS sem bezt. Þrátt fyrir hina hörSu baráttu, sem eSliIega IeiSir af því fyrir útlendinga allslausa og mál- lausa aS rySja sér braut í nýju landi, höfum vér haft tíma til aS heyja harSar rimmur vor á meSal um ýms mál. Jafnvel .á fyrstu frumbýlings árunum, þegar fátækt og erfiSleikar áttu heima nálega í hverju húsi, og svo virtist, sem ó- skiftan huga og kjark hefSi þurft til þess aS bægja þeim gestum frá garSi, þá veigruSu frumbýling- arnir sér ekki viS, aS standa í striSi all-hörSu vegna skiftra skoS- ana um trúmál og fleira. Flokka- dráttur myndaSist þegar á fyrstu árum, og hefir haldist ætíS síSan meira og minna fjöri, og lifir aS sjálfsögSu enn. Málum þeim, sem oss hefir aS- allega greint á um, mætti skifta undir þrem fyrirsögnum, nefnil.: trúmál, bindindismál og stjórnmál eSa pólitík. Svo mætti ef til vill virSast, sem ótrúlegt sé aS flokkadráttur og ósamlyndi vaknaSi meSal fólks út af slíku velferSarmáli, sem allur almenningur telur bindindismáliS vera; aS því *tti allir aS geta unn- i8 í sátt og friSL Þó voru um

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.