Heimskringla - 03.10.1918, Page 7

Heimskringla - 03.10.1918, Page 7
WINNIPEG, 3. OKTOBER 1918 HEIMSKRiNGLA 7. BLAÐSIÐA Umlbætur í Meso- potamíu. í neðxi málstofu brezká þingsins var spurst fyrir um það í fyrra mán- uði, hver.su ihernaði og framkvæmd- um Breta miðaði áfram >í Mesópóta- míu og við Rauðahafið. Robert Cecil lávarður varð fyrir svörum og sagði: “Herferðir Marshalls hers- ihöfðingja í marsmánuði og apríl bráu þann áarngur, að Tyrkir létu um 10 þúsundir manna, þar af voru 7,500 teknir til fanga. Þeir hafa mist 30 fallbyssur o;g margt hergagna anmað. En um stjórnarfarsiegar fram- kvæmdir í Mesópótamíu er það að segja, að mjög gleðilegur árangur er orðinn af uimbótastarfi því, sem haf- ið hefir verið til þess að ihefja land- ið úr því kaldakoli, som það var í undir stjórn Tyrkja. Stjórni>n> hefir sett á stofn 13 barnaskóla, 4 alþýðu- kóla, kenrnaraskóla og mælingaskó'la, og æðri landibúnaðarskólar ihafa ver- ið 'Sbofinisettir. Þörfin er mjög 'brýn á betri mientamál'askipun og verður bót á ráðin ií því efni, .svo fljótt sem nægir k-ennarar íást. Mikil iand- flæmi áður óyrkt hafia verið lögð undjr plóginm með isamvinnu al- þýðu og stjórnarinnar. Dráttvélar hersins og hestar hafa verið notaðir við jarðyfkjuna. Samgöngur hafa verið bættar rneð iniýjum akveguin, járnbrautum og skipaskurðum og þjóðvegir hafa verið friðaðir. Við- kifti hafia aukist og verð lífsnauð- synja lækkað. Sá rnikli munur, sern nú er ó Mesópótamí.u og nágranina- löndumum þar sem Tyrkir ráða og ríkja enn, hefir orðið til þe«is að örfa alþýðu og Jýðforingja í Mesópóta- míu til allra góðra verka, því að í lönduim Tyrkja ríkir fullkomiin ó- stjórn og sífeld ihungursrneyð. Sam- lynidi er ágætt milli hermanna vorra og landsmanna og samvinnan hin á- kjósanlegasta. Sú skoðun kemur oft 1 ljós, að Bretar séu vinveittir Ar- öbum.” . Cecil ilávarður gat þess enn frem- ur, að bandamaður Breta, kongur- inn í Hedjas, hefði unnið Tyrkjum mikið tjón, spilt samgöngutækjum þeirra og náð miklu herfangi—Vísir. Tíu Sunnudagar í>að er alsiða á íslandi, að fólk í kaupstöðum hópar sig saman á sunnudögum og öðrum hvíldardög- um, einkum að sumarlagi, og fer sér til skemtunar “upp f sveit” annað bvort gangandi eða öllu heldur ríð- andi á hestbaki. Svo er áð við ein- hvern fagran náttúrublett og sögu- rfkan til fjalla eða f sveit og fólkið skemtir sér þar og neytir góðgætis sem J>að hefir flutt með sér, líkt og við hér í Ameríku gerum á skógar- ferðum (picnics. í seinni tíð eru ferðalangar þessir heima teknir upp á því að fara á reiðhjólum og ef til vill eitthvað á bifreiðum. — Um ferðir þessar og staði þá sem til er sótt frá Reykjavík segir tímaritið ‘ISumarblaðið” nýlega það sem hér fer á eftir og er ekki ólíklegt að margir hinir eldri, sem kunnugir eru á þessum slóðum, hafi ánægju af að lesa ritgerð þessa. Vér setjum hana þvf hér, en verðum því miður að sleppa myndunum, sem sýndar eru af skemtistöðunum í tímaritinu. % Tíu sunnudagar. Nú er sumarið að breiðast yfir landið. oftið er fult af sólskini og jörðin er þakin nýjum gróðri. Sum- arið gefur sveitunum mál og senn fer landið ’að brosa. Þeir sem ætíð sitja iheima, sjá ald- rei sólsveipað iandið. Þeir þekkja ekki þá ánægju, að fara um talandi sveitir. Þeir finna aldrei áhrif nátt- úrunnar og fara á mis við þann þroska og það þrek sem hún gefur. Þeir sem leita náttúrunnar fá nýja sjón á landinu, þeir gleðjast yfir feg- urð þess og læra að blessa sólina. Þeim finst smáblómin vera vinir sfnir og fjöllin frændur sínir. Þeim finst þeir vera tengdir iandinu. Hér fara á eftir leiðbeiningfar fyrir þá sem vilja komast úr bænum og leita til náttúrunnar. Það er hverj- um fært, sem hefir báða fætur heila. Fyrirhöfnin er lítil en ánægjan mik- il. Vér viljum vísa yður veginn í tíu suninudaga. Úitbúnaður þarf ekki að vera margbrotinn. Einn maður þarf að hafa með sér: Mal með nokkrum brauðsneiðum og eina dós af niðursoðnum ávöxtum. Kort af leiðinni, áttavita og gott skap. Gengið er út frá, að farið sé á reiðhjólum. En margar leiðirnar má fara alveg gangandi. 1. Mosfells-sveit og Tröllafoss. Allir munu kannast við þessa leið og því óþarfi að lýsa henni ná- kvæmlega. Þegar komið er yifir Köldukvísl, er farið upp melinn, sem liggur með ánni og haldið eftir troðningum sem þaðan ligga í aust- ur, að bænum Hrísbrú. Þar er bezt að skilja hjólhestana eftir og halda síðan gangandi fram hjá Mosfelli eftir götum út að Skeggjastöðum. En sá bær stendur við Leirvogsá. í þeirri á er Tröllafoss. 2. Rauöhólar og Elliðavatn. Bezt að skilja reiðhjólin eftir hjá Baldurshaga og fiam gangandi suð- ur eftir. Þeir ®em aldrei liafa séð Rauðhóla nákvæmlega, ættu ekki að láta það undir höfuð leggjast. Landslagið er mjög einkennilegt. Gvendarbrunnar eru á leið þessari, fyrir austan Elliðavatn. Út í vatnið gengur nes, er Þingnés heitir. Eru þar búðarústir. Sagt er, að þar hafi áður verið Krossncs-þing. 3. Hvatshellir og Helgafell (340 m.) Earið er á hjóíhestum til Hafnar- fjarðar og skildir þar eftir. Svo er lagt af stað gangandi upp með Setbergshlið. Hvatshellir er á hægri hönd við veginn þegar farið er upp eftir og eru margar vörður við munnann. Aðal hellirinn liggur i suður og vestur frá veginum og er hann um 150 feta langur. Þeir sem vilja fara inn, verða að hafa með sér kerti. Til hægri handar, þegar komið er inn í hellismunnann er rifa í vegg- inn og má þar komast inn. Opnast >ar afhellir, sem er álíka langur og aðal-hellirinn, Insti ihluti hans er mjög failega myndaður, eins og hvelfing. Ættu það allir að sjá, sem þar fara um. Síðan er lialdið upp eftir veginum til Helgafells. Það er ihægast upp- göngu norðan til. Útsýni er um alt nágrennið og víðar. Á leiðinni til baka, ættu menn að koma á Kaldár- •botna. Þar er nóg vatn og góður hvíldarstaður. Frá Hafnarfirði upp á Helgafell, er hægur 3 tíma gangur. 4. Trölladyngja (393 metra) og Keilir (389 m. hár). Hjólað er allt suður að Hvassa- hrauni og ihjólim skilin þar eftir. Síðan er haidið suður fyrir Afstapa- hraun. Við veginn er tjörn lítii og heitir þar Kúagerði. Þaðan er haldið eftir troðningum sem liggja með hraunbrúninni og stefnt á Keil- ir. Hafi menn nægan tíma er vel vert að leggja krók á leið sína út að Trölladyngju. Þar eru margir hver- ir og mikill hiti i jörðu. Til baka liggur leiðin um Höskuldarvelli i norður frá Trölladyngju og fram hjá felli einu litlu í hrauninu (Snáka- fell), að Hvassahrauni. — Þetta er nokkuð erfið dagleið. Ættu menn að útbúa sig vel með drykkjarföng, >ví um þau er lítið á leiðinni frá Hvassa'hrauni. 5. Esja. Sama leið og að Tröllafossi, nema haldið er frá Köldukvísl alla leið að Koliafirði, bæ eem stendur undir fjaliinu. Farið skal upp með Kolla- fjarðará og haldið upp með Kistu- felli inn í gil og þar upp á brún. Kistufell er sá hluti fjallsins, sem lengst gengur í suður. Af brúninni er haldið til norðausturs upp á Há- vatind, sem sé>st strax af fjallsbrún- inni. Hann er 909 metra hár. Þar er ágætt útsýni um alt Suðurland. 6. Fífilsfell. Haidið er eftir austurvegi upp fyr- ir Sandskeiði. Þar er farið út af veginum og stefnt á fjallið austan- vert. Er þar góð leið upp á tind- inn, og ekki erfið. Vifilsfell er 655 metra. Sést þaðan um Suðursveitir og til Vestmannaeyja. Til baka ættu menn að fara suðaustur úr fjallinu niður í Jósefsdal og þaðan út á veg- inn. 7. Hengill. Til þess að komast þeissa leið þarf að nota seinnipart iaugardags lfka. Er haldið upp að Kolviðarhóli og gist þar um nóttima. Þar er gott að vera. Morguninn snemma skal geng- ið á fjallið. Farið er upp Sleggju- beinsdal, sem er norðaustur írá bæn- um. Upp á brún Sleggju og nið- ur í Instadal. Þar eru grænar og sléttar grundir. Þareru brennisteins hverir, og er jarðhiti þar mikill. Sjást reykirnir úr þeim langt að. Frá hverunum er haldið í norður, upi> á ihæsta tindnn Þar er glæsi- legasta útsýni af nálægum fjöllum. Þaðan sjást fieiri kirkjur en af nokkru öðru fjalli á landinu. Best er að halda sömu leið til baka. 8. Kleifarvatn. Það liggur við vesturendann á LönguhHð. Það er stórt vatn og fallegt. Liggja fjöil að þvf á tvær hliðar. Haldið er frá Hafnarfirði upp með hamrinum og síðan eftir Ketilsstíg. Þegar komið er lítið eitt suður fyrir Helgafiell, skal stefma á vestur- enda Lönguhlfðar sunnan og austan vert við Undirhlíðar. Þegar þang- að er komið, blasir vatnið við. í leiðinni ættu menn að ganga upp á Lönguhlíð og er það hálftíma ferð. Landslagið á þessari leið er mjög einkennilegt. 9. 1 berjaleit. Farið er gangandi til Vífilsstaða og þaðan haldið suður að Gjáarrétt. Þaðan í norður og austur fram eftir Vatnsendahjöllum, út að Elliða- vatni og þaðan beinustu ieið til Reykjavíkur. 10. ÞINGVELLIR. Þingvellir eru að verða aðal at- hvarf Reykvíkinga á sumrin og er það vel farið. Staðurinn er hinn merkasti sunnaniands og vel fallinn til gleðskapar og sumardvalar. Hvergi er meira gaman að vera en á Þingvölium þegar -alt er þar sveipað sólskini og margt er af ungu fólki. Þegar allir eru brosandi og allir skemta sér. Þá er hvergi skemtilegra og þá er hvergi eins fallegt. Fyrsta verk þeirra, sem dvelja á Þingvöllum nokkurn tíma, ætti að vera að ganga upp á Súlur.. .Þaðan er þriðja 'bezta útsýni á iandinu og engum er ofvaxið að ganga upp á fjallið. Er það sex tfma ferð frá Þingvöllum og til baka aftur. Menn ættu heldur ekki að láta undir ihöfuð leggjat að fara út að fossinum Glym, sem mun vera þriðji hæsti fioss á landinu. Leiðin liggur fram með Súlum, sunnan og vestan yfir Leggjabrjót. Leiðin er vörðuð og því auðrötuð. Aðaltorfæran, sem verið hefir á þeirri ieið, Biskups- kelda, er nú brúuð. Leið þessa má fara á 10 tímum fram og aftur. Er margt að sjá í slikri för og mun engan iðra sem hana fer. —Þingvellir eru 1 niðurníðslu, og er slfkt hin mesta skömm. Ekkert er gert tll þess að staðurinn verði vistlegur, og er mesta furða að ekki skuli vera búið að fæla alla frá að koma þangað. Úr þvf haldið er opn- um gistiskála þar, það minsta sem hægt er að heimta, að mönnum sé veittur sæmilegur beini. Ættu gest- irnir ekki að þurfa að flytja með sér matvæli og annan útbúnað sökum þess hversu kotungslega er að dreg- ið og vandræðalega stjórnað af þeim sem greiðann selur. Ef vel væri, ætti landið að halda þar opnum stórum og veglegum gistiskála yfir sumar- mánuðirua og sjá um risnu. Þing- vellir eiga skilið að þeim sé sómi sýndur. Og þess ætti ekki að verða langt að bfða, að skafinn verði kot- ungsbragurinn af þessum öndvegis- stað landsins. Sagan. Framh. frá 6. ibls. Jeff þagnaði nú um stund, og notuðu tilheyr- endurnir þá t*ögn til að tala um þessi undur sín á milli og dást að þreki spæjarans og þekkingu. ' Mig hafði grunað frá því fyrsta, að eitthvað þessu líkt adtti sér stað, en það var ekki fyr en í dag, að eg fékk fulla vissu um það. Og nú er að eins eitt eftir ógert í þessu sambandi.” Og það er?” spurði Walter. Að koma þessari pípu til skila. Koma henni til hins rétta eiganda. Ef það er ekki gert, munu þessi morð koma fyrir aftur, jafnvel eftir nokkur ár, því þeir verða aldrei í rónni, fyr en þeir fá pípu sína aft- ur, eða hafa myrt alla þá, sem hana hafa með hönd- um haft, hvort sem það er karl eða kona. Og eg sé hér nú fyrir framan mig æði marga, sem það hafa gert, og trúið mér, að þeim öllum er ætlaður sami dauðdagi, þó síðar verði.” Það fór hrollur um áheyrendurna. En hvað er um glæpamennina?” spurði nú yfir- maður lögreglunnar frá Philadelphia. “Eiga þeir allir að sleppa? Á ekki að láta þá úttaka sín mak- leg málagjöld?” “Þeir hafa allir verið teknir fastir og eru nú í varðhaldi þar sem þeir geta ekki gert neinum neitt mein fyrst um sinn. Og vitnakeðjan á móti þeim er svo löng og sterk, að eg sé engan veg fyrir þá að sleppa.” “En hvað gott gerir þá pípan morðingjanum, ef hann verður dreginn fyrir lög og dóm og meðtekur sína hegningu, sem að sjálfsögðu verður líflát.” “Hann mun sjá um, að hún komist til einhverra af ættinni,'þegar dómur hans er uppkveðinn. Berið engan kvíðboga fyrir því. Og þetta, herrar mínir og frúr, bindur enda á þetta leyndardómsfulla mál, sem bakað hefir yður svo mörgum sorg og mæðu. Eg skil hér við Rauða dreka merkið.” "Eg geri tillögu um það, að við tökum allmenn samskot og myndum sjóð handa Mr. Jeff erson Clay- lon, svo hann þurfi ekkert að starfa hér eftir að öðru en að leiðbeina öðrum í því að ráða til lykta flókin °8 leyndardómsfull mál. Það yrði lítill þakklætis- vottur frá okkur öllum til hans í þarfir mannúðarinn- ar. sagði Walter háum rómi svo allir skyldu heyra. Jeff roðnaði ögn í andliti. Ef það hefir verið ykkur nokkurs virði, sem eg hefi gert í þessu máli þá ætla eg að biðja ykkur að gera ekkert af því sem þessi tillaga fer fram á að þið gerið. Eg er enginn gjafa þurfi. Lifi ekki á bæ eða sveit. Eg aetla að taka með mér pípuna og græna guðinn í bili, því hvort tveggju er mikils virði við yfirheyrzlu þessara glæpaseggja. Og svo, herrar mínir og frúr, fer eg og býð yður öllum góðan dag. með von ura, að þetta komi ekki fyrir aftur; eg vona að við séum komin fyrir upptökin, og að okkur hafi tekist að stemma stigu fyrir nokkrum frekari morð- tilraunum frá höndum Kínverja eða Japaníta.” Jeff var kominn út úr herberginu áður en fólkið varði, og það sá ekkert meir af honum. Á heim- leið.nni var hugur hans farinn að starfa að' öðrum málum, og hann var búinn að gleyma að hann hafði l-okkru sinni fengpst við rauðadreka málið, sem ó- haett er að fullyrða að engum hefði tekist að ráða fram úr á eins heppilegan hátt og Jefferson Clayton. ENDIR. Stríðstí m a-Mj öltegundir PURITy FC0IIR (GOVERNMENT STANDARD) OG PURITY HAFRAMJÖL f Allri YSar Bökun. SkrifiS eftir matreiSslubók WESTERN CANADA FLOUR MILLS C0„ LTD. \V innipeg. Brandon. Calgary. Edmonton. Flour License Nos. 15,16,17,18. Cereal License No. 2-009 » " * * « • •> 1 jl • • / __ • Þér hafiB meiri ánægju fiPiri aiMPOriA af blaöinu yBar, ef þér vitiB, Af 1 me0 Sj41{um yt)ariaö þér haf- iö borgaB þaB fyrirfram. Hvernig standiB þér vjB Heimskringlu ? & X FLESTIR, en þó ekki ALLIR kaupa Heimskringlu BlaS FÓLKSINS »g FRJALSRA skeðana og elsta fréttablað Vestur- islendmga Þrjár Sögur! og einn árgaogur af bktSÍMi fá aýir kaupenduu sem senda 096 fyrirfram eiai árs andvirSt blaðsins. — Fyr eSa síSar kaupa flestir lskncEagpar Hotsmkringlu. — Hví ekki að bregða við oú og neka bezta tekifœriB? — Nú geta nýir kaupendur TaliÍ þrjir af eftirfyigjandi sögum: “SYLVIA.** UB1LEYNDAF •'ÆTTAREINKEWŒ).- "LARA.” TJÓSVÖKÐURm DÓTTIR AMTMAWBINS.” <tl s' TJLLU SKJÖK” “DOLORES.” "JÓN OG LARA.” “KYNJAGULL” "BRÖÐUR- Sögusafn Heimskringlu r kostxsat). Viltur vegar Sfn H > 'n Vjwmw . 0.75 0.50 MórauSa oán 0.50 Syfvfa $0.30 fí -■ 0.30 Dcdoraa — _ . ._ 0.30 Hin leyndartftnrftiDu skjol 0.40 Jófi Og ____ 0.40 ÆttaraiakflHBtð 0.30 LiósvarSnrnw 0.45 KyniagniS 0:35

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.