Heimskringla - 17.10.1918, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.10.1918, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRlwGLA WINNIPEG, I 7 OKTÓBL.A ., . i WINNIPEG, MANITOBA, 17. OKT. 1918 Stórbreytingar á Englandi Rússneskur byltingamaður, Vladimir Bourt- zeff að nafni, er nú staddur í París á Frakk- landi. Hafði hann áður ferðast til Englands og dvalið þar lítið eitt. Frá Frakklandi hygst hann að haida til Ameríku og ferðast í ýmsa helztu staði Bandarfkjanna. Við fregnrita einn í París komst hann þannig að orði um England, eins og það nú kom honum fyrir sjónir: “Eg kom til Englands í ágústmánuði 1914, skömmu eftir að styrjöldin var hafin. Nú kom eg þangað aftur í júlímánuði þetta ár og hlýt að meðganga, að þá gat eg ekki þekt Engiand fyrir sama land og áður. England í dag er alveg ólíkt og fyr, ekki eingöngu að ytra útliti, heldur að öllu leyti. Gamla England, er eg heimsótti 1914, virt- ist ókunnugt öllu stríðinu viðkomandi. Um- ræður manna hneigðust ekki oft að því yfir heila tekið og úti á götunum sáust ekki margir hermenn. Fyrir fjórum árum síðan virtist sem England væri land gjörsnautt af hermönn- um og meðlimir landhersins—‘fyrirlitlega smá hersins’, eins og Þjóðverjar komust að orði— voru engan veginn eins vígamannlegir að ytra útliti og frakkneskir eða þýzkir hermenn. Svo virtist, sem England á þessu tímabili gæti ekki stært sig af öðru en sínum ágæta sjóflota og sínum snarráðu, veðurbitnu sjóliðsmönnum. En við seinustu komu mína til Englands varð eg þess brátt vísari, að stórmiklar breyt- ingar hefðu átt sér þar stað. Landið í heild sinni er nú eins og orðið að einni afar-stórri herstöð. 1 Lundúnaborg og sveitabæjum, á götunum, á járnbrautarlesfunum, á gististöðv- unum og ökuvögnunum — í stuttu sagt alls- staðar þar augum er litið — sér maður nú hermenn eða eitthvert starfsfólk í sambandi við stríðið. Borgarar, sem hvorki eru í her- þjónustu eða við stríðsstörf riðnir, sjást sjald- an. Hvar sem fólk mætist, í heimahúsum eða á mannamótum, er stríðið nú aðal-umræðu- efnið og blöð og tímarit lcindsins fjalla nú um það að heita má eingöngu. Jafnvel brezka gripasafnið (Museum), stofnun eins fjarskyld hernaði og unt er að hugsa sér, hefir tekið þeim breytingum, að sumar stofur hennar eru notaðar til ýmsra stríðsstarfa. Mér var mjög umhugað að heimsækja eina lestrarstofuna, uppáhaldstað minn til forna. En nú kom eg þar að læstum dyrum og varð um leið var við þá breytingu, sem þarna hafði átt sér stað. Þannig notast nú skólar, opinberar byggingar, prívat hús mörg o. fl. eingöngu til stríðsþarfa eða sem skýli fyrir hermenn. Það hlýt eg þó að segja, að ekkert á Eng- lartdi vakti nú meir eftirtekt mína en kven- þjóðin enska. Úti á götunum mætti maður stöðugt kvenfólki í einkennisbúningum. Marg- ar þessar stúlkur starfa á orustuvellinum sjálf- um og eru þannig önnur hönd hermannanna, sem berjast í skotgröfunum. Nú eru þær ann- að hvort að koma heim fyrir stutta dvöl eða þær eru að leggja af stað til vígvallarins aftur. Auðveldlega má sjá á einarðlegum svip þeirra, að núverandi störf þeirra hafa gagntekið alt þeirra líf og þær helga þeim alla sína krafta. Á meðal þeirra sér maður kven- fólk, er kemur frá þeim nýlendum Breta, sem lengst eru burtu — komu sjálfviljuglega til þess að leggja fram ‘sinn skerf’ fyrir móður- landið. Sömuleiðis skipar kvenfólkið á Englandi nú flestar stöður karhnannanna; innir af hendi þyngstu erfiðisvinnu í sumum til fellum og lætúí sér fátt um finnast. Konur aka nú bif- reiðum, stærri og smærri og fara engu síður geyst eftir götum en karlmennirnir; þær fást nú við umsjónar og gæzlu störf og gegna flestum stjórnarstöðum; úti á ökrunum ganga þær á eftir plógunum, í skógunum sjást þær sveifla exi og saga. Karlmennirnir eru komn- ir til vígvallarins og konurnar hafa orðið að taka að sér störf þeirra heima fyrir, og þetta líka borið svo góðan árangur. Kunningi minn > einn sagði mér, að jarðyrkja á Englandi hefði fjórfaldast síðan stríðið byrjaði. Þó er jarð- yrkja þar nú mestmegnis stunduð af kven- þjóðinni. Þrátt fyrir stríðið, halda öll opinber störf brezku þjóðarinnar áfram og engin afturför eða niðurhrörnun er þar sjáanleg. Þjóð þessi samlagaði sig hmum nýju og áður óþektu kjörum á aðdáunarverðan hátt og eg er viss um einstaklingar hennar margir eiga nú full- örðugt með að hugsa sér lífið án stríðs! Stríðið er nú orðið hversdags starf meiri hlut- ans þar, eða nærri allra þar, mætti segja, og án þess að vera mikið kvíða slegið talar fólk þar nú um stríð, sem ef til vill muni endast í tvö, þrjú ár eða fimm ár lengur. Til þess að geta háð þetta stríð, hefir brezka þjóðin orð- ið að breyta allri tilhögun í landi sínu og að skapa her, sem nú samanstendur af mörgum miljónum, úr mönnum, er áður voru óæfðir og fákunnandi í hernaðarlistinni. Og svo vel hefir þetta tekist, að England er nú ósigrandi. Stríðið er nú háð þar af allri þjóðinni í órjúf- anlegri heild. Markmið þjóðar þessarar er líka sigur til fulls. Það er verkefnið, sem fram undan liggur og í þessari stefnufestu brezku þjóðarinnar felst líka tryggingin fyrir sigri hennar.---- Eg er nú á förum til Ameríku. Fýsir mig að sjá með eigin augum störf Bandaríkja- þjóðarinnar í sambandi við stríðið og komast eftir hvort viljinn að sigra er ekki orðinn þar að þjóðlegu markmiði. Og enn fremur fer eg þangað til þess að leggja minn skerf til bar- áttunnar þar gegn amerískum og þýzkum Bolshevism — þeirri veraldar plágu.” Þegar herra Bourtzeff var spurður hver skoðun hans væri gagnvart sókn Czecho- Slovaka í Síberíu, svaraði hann samstundis og hiklaust: “Eg er ákveðinn fylgismaður Czecho-Slovaka og þeirri stefnu, að skorist sé í hildarleikinn í Síberíu og vona að þetta geti borið fljótan og heppilegan árangur. Sann- færing mín er að þetta sé eina úrræðið til frelsunar Rússlandi.” -. . - - - - —- .» Frægur íslendingur Enginn lslendingur, fyr eða síðar, hefir náð annari eins heimsfrægð og Vilhjálmur Stefáns- son norðurfari. Nafn hans er að heita má á hvers manns vörum um heim allan. Flestir, ef ekki allir, vita líka, að hann er af íslenzku bergi brotinn, norrænn í húð og hár og þar af leiðandi lítt gjarn að renna af hólmi. Islenzka og norræna þrekið Iætur ekki hugfallast, þó “endrum og sinnum gefi á bátinn.” Síðustu viku birtist um Vilhjálm grein í merku Boston blaði, sem er all-ítarleg þó hún sé ekki löng og finst oss hún fyllilega verð- skulda að koma fyrir augu íslenzkra lesenda. Þó vér höfum oft flutt greinar um hann áð- ur, vonum vér að engir skoði rúmi þessu illa varið. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. — Greinin umrædda hljóðar sem fygir í ís- lenzkri þýðingu: “Svo mikið af dirfsku, hættum og í stuttu sagt öllum viðburðum réttnefnds æfintýra- lífs, er samtvinnað landkönnunum Vilhjálms Stefánssonar, að þó oft hafi frá honum heyrst þessi fimm ár og hálft síðan hann lagði í sein- ustu ferð sína til hinna ókönnuðu íshafs- svæða, mun sagan frá ferðum hans og land- fundum engu gildi hafa tapað. Sögu þá mun hann bráðum segja frá ræðupallinum í fyrir- lestraferðum sínum. Stefánsson er í tölu allra atorkumestu landkönnunarmanna, sem til norður íshafanna hafa farið. Leitina eft- ir norðurpólnum hefir hann eftirskilið öðrum. 1 hans augum húa hin snjófgu svæði hinna þögulu norðurslóða yfir mörgu, sem engu síður er þýðingarvert en norðurpóllinn, og flest af þessu marga hefir honum tekist að finna. Nú er hann kominn aftur til heimalands síns Canada og hefir í skýrslum sínum leitt í í ljós aðal-ástæðuna fyrir því, að í seinni tíð hefir hann ekki fundið nein ný lönd — sem er sú, að á þessum parti jarðarhvelsins er ekki fleiri ný lönd að finna. Skýrslur hans frá þessum fimm og hálfs árs tíma sýna, að hann hefir fundið land, sem enginn hvítur landkönnunarmaður hefir áður augum litið; hann hefir fundið nýja og áðu, óþekta strauma, og er það öllu þýðingar- meira, en þó nýtt land hefði fundist; hann hefir fært áreiðanlegar sannanir fyrir því, að nýtt meginland er þarna ekki til, og í þess stað glöggvað sig á tveimur eyjum, sem báðar til samans eru um 30,000 fermílur að stærð; á eyjum þeim hefir hann fundið kol, er engu síður eru aðgengileg en Spitzbergen kolanám- urnar og sömuleiðis hefir hann fundið þar kopar. Alt, sem hann hefir fundið, verður eign Canada sambandsins, er hrinti leiðangri hans af stokkum og kostaði hann að öllu leyti. Fá- ir hinna mörgu leiðangra norður á bóginn hafa vakið jafnmikið athygli. Stefánsson hafði með fyrri ferðum sínum vakið eftirtekt alls heimsins áður hann lagði af stað í þessa seinustu. Meðal annars hafði hann fundið ljóshærðan Eskimóa kynflokk, og Ieiddi þetta til endalausra bollalegginga á meðal mann- fræðinga og annara lærðra manna. I bréfi er hann ritaði frá “Mynni Dease árinnar 18. okt. 1910”, sagði hann meðal annars: “Á körtinu virðist ekki, að við höfum afkastað miklu; aðrir hafa komist á undan okkur til Dolphin og Union Straits — við höfum ferðast þetta fyrstir að vetrarlagi og fyrstir farið landveg. Frá mannfræðislegu sjónarmiði og landfræð- islegu sömuleiðis höfum við þó afkastað ein- hverju, því við höfum fundið fólk á þeim svæðum, sem áður voru haldin mannlaus. Við höfum lifað nokkra mánuði á meðal fólks, sem aldrei hafði augum litið hvíta menn eða Indíána (þó haft hefði það fregnir af þeim) og sem gat ekki glöggvað sig á því, að eg væri ekki Eskimói — svo takmörkuð var þekking þessa fólks á útliti hvítra manna. Við höfum fundið Eskimóa (hvað tungu og siðvenjur snertir), sem eru nauðalíkir Skandi- növum í ytra útliti.” Hann heldur því svo fram, að fundur þessi verði sú byrjun, er leiði til úrlausnar á spurningunni: “Hvað varð af þeim 3,000 Skandinövum, sem hurfu frá Grænlandi á fimtándu öldinni?” Er hann kom úr leiðangri þessum, var sið- menningin meir en viljug að heyra hann ítar- lega skýra þau atriði, sem hann hafði að eins stuttlega drepið á í fréttaskýrslum sínum við og við. Og hinn hugsandi heimur var ekki meir en ögn farinn að átta sig á þeim undra- verða fróðleik, er hann hafði verið að flytja, þegar hann var lagður af stað í einn leiðang- urinn enn. Nú var hann farinn, að sagt var, í leit eftir nýju meginlandi og var haldið, að þessi leiðangur hans myndi ekki vara leng- ur yfir en þrjú ár. Hvorttveggju áform þessi brugðust. Þeir atburðir komu fynr, sem alls ekki hafði verið hægt að reikna upp á fyrir fram. Slíkt er títt í norðurhöfum. Skipið Karluk fórst og þeir, sem með því höfðu siglt norður á bóginn, urðu aðskila. Bartlett kaf- teini og átta öðrum var bjargað. Til Stefáns- sonar spurðist ekki neitt all-Iengi, en sá spá- dómur Bartletts, að hann myndi ‘skila sér’, náði þó að rætast. En ófáanlegur var hann að hætta að svo búnu og þrátt fyrir þó tapið á Karluk þýddi tveggja ára töf, hélt hann landkönnunum sínum áfram. Eins og þegar hefir verið tekið fram til- heyrir alt, sem hann hefir fundið, Canada sam- bandinu, en á komandi hausti og vetri verður honum þó leyft að segja all-ítarlega frá öllu, bæði í Canada og Bandaríkjunum. Jafnvel þó blöðin vissu eitthvað um fundi hans og um sumt af því, er hann hefir orðið var þenna fimm og hálfs árs tíma, væri óviðeigandi að þau færi nú að birta það og þannig að reyna að draga úr ánægjunni, er fólk hefir af því að heyra Stefánsson segja frá þessu sjálfan. Vilhjálmur Stefánsson, þrátt fyrir stafsetn- inguna á nafni hans, er Canadamaður í húð og hár. Hann er fæddur í Manitoba og af íslenzku bergi brotinn. Undirbúningsmentun sína fékk hann í Manitoba og við ríkishá- skólann í Norður Dakota, þar sem hann út- skrifaðist. Fullnaðar mentun hlaut hann við Harvard háskólann og gerði þetta honum mögulegt að leggja í rannsóknar Ieiðangur til Islands árið 1905. Ferð sú var byrjunin, er vakti landkönnunar Iöngun hans, og stöðugt síðan hefir hann annað hvort verið að ferðast um hinar þögulu norðurslóðir eða semja rit- gerðir og halda fróðlega fyrir lestra um það, sem hann hefir séð á þessum ferðum sínum. Hann er einhver sá skemtilegasti ræðumað- ur, sem fjallað hefir um rannsóknar tilraunir í norður íshöfunum. Margar þúsundir eru jafnan til staðar að heyra til hans og aldrei er annars getið, en góður rómur sé gerður að ræðum hans og fyrirlestrum.” *..... - ■■ ■ ---------—--------— - - ■* Stuðlið að velgengni Ganada Á undan síðasta sigurláni töldu fjármála- menn landsins margir útlitið mjög tvísýnt hvað Canada snerti. Stjórnin gat engin lán fengið erlendis. En varð nauðsynlega að hafa mikið fé með höndum til þess að geta mætt hinum margvíslega stríðskostnaði. Og þar sem fé þetta fékst ekki utan að, hlaut Canada að stóla upp á eigin krafta og að skora á aðstoð þegna sinna. Svo fram úr skarandi góðar voru undir- tektir þjóðarinnar 1917, þegar sigurlánið var hafið, að hið ískyggilega útlit tók algerðri breytingu. Canada var ekki í fjárþröng leng- ur, þar sem meira fékst en um var beðið. Alt var nú eins og knúð áfram af nýju hreyfi- afli, landbúnaður allur og í stuttu sagt allur iðnaður þjóðarinnar. Verzlunarlífið varð að stórum mun fjörugra og velgengni þjóðar- innar yfir höfuð á fastari grundvelli en áður. nODD’S NÝRNA PILLUR, *ó«ai lyriT allskonar nýrnaveiki. Lækni gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s Kidniey Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, fijá öllum lyfsölum eða frá Dodd’s Medicine Go., Ltd, Toronto, Onk Eins og áður hefir verið tekið fram, var nú fylkisstjórnum, sveita- stjórnum og öðrum lántakendum mögulegt að fá þarfir sínar upp- fyltar heima fyrir. Hinar drengi- legu undirtektir þjóðarinnar höfðu gert þetta að verkum. Sigurlánið 1918 miðar að sama takmarki og 1917. Á undirtektum þjóðarinnar hvílir nú fjárhagsleg framtíðar velferð Canada. Vel gengni allra einstaklinga hennar er undir þessu komin. Stuðlið að velgengni sjálfra yðar og velferð Canada með því að vera viðbúin að kaupa VICTORY BONDS. ------o------ Frú Guðrún Thorlacíus Hinn 8. febr. s. 1. andaðist frú Guðrún Thorlacius að heirniíli tengdasonar síns og bróðursonar, séra Friðriks J. Bergmanns í Winni- peg, 87 ára að aldri. Hún var fædd í Garðsvík á Sval- barðsströnd árið 1831. Foreldrar hennar voru merkishjónin Jónas Sig- fússon Bergmann bóndi í Garðsvík og Valgerður Eiríksdóttir. Faðir Jónasar var Sigfús bóndi í Víðidals- tungu, Sigfússonar prests á Ríp og Felli, Sigurðssonar prests að Barði f Fljótum Einarssonar. En kona séra Sigurðar var Ragnhildur dóttir Guðmundar prests Jónssonar á Helgafelli, bróður frú Valgerðar konu Steins biskups. Björn faðir Guðmundar landlæknis og frú Guð- rún voru bræðrabörn. Valgerður móðir frú Guðrúnar var dóttir Ei- ríks prests að Þóroddsstað í Köldu- krnn og fyrri konu han-s Kristínar Ingveldar Jónsdóttur Pálssonar og Guðrúnar. Minnir mig, að frú Elín- borg systir Péturs biskups og Jóns háyfirdómara segði mér, að Guðrún þessi hefði verið ömmusystir þeirra systkina. Víst er það, að frú Elín- borg og frú Guðrún áttu skamt að rokja ættir sínar. Ljósmóðir frú Guðrúnar, Ingi- björg Helgadóttir, kona Indriða Jónssonar bónda í Leifshúsum, flutti hana heim með sér næturgamia og átti hún ekki að vera ihjá þeim ihjó.n- um í fyrstu, nema meðan móðirin væri að hressast, en sú dvöl varð lemigri. Tóku þau hjón slfku ást- fóstri við barnið, að þau mæltust til að fá að ala hana upp, og var hún hjá þeim í 13 ár, unz hún fór til móð- ur sinnar, er þá var orðin ekkja. Dvaidi hún hjá móður sinni nokk- ur ár. Árið 1853 giftist hún séra Magnúsi Thorlacíusi, er þá var orð- inn aðstoðarprestur hjá föður sín- um, Hallgrími prófasti á Hmfmagili. Átba árum eftir að hún kom í Eyja- fjörð, fékk séra Magnús veitingu fyr- ir Fagranes prestakalli og nokkrum árum síðar voru honum veitt Reyni- staðarþing, og bjuggu þau á Haf- steinsstöðum. Mann sinn misti hún í desembermánuði 1878. Hætti hún þá búskap næsta vor óg bygði jörð- iima Jóni hreppstjóra og dbrm. Jónssyni og Steinunni Árnadóttur frá Mói, er þar búa enn og hafa keypt þá jörð. Á Hafsteinsstöðum dvaldi hún til ársims 1889, að hún fluttist með syni isínum Hallgrími presti Thorlacíusi að Ríp, er þá hafði fengið veitingu fyrir því brauði. Árið 1894 fluttist hún með honum að Glaumbæ, en árið 1897 fór hún til tengdasonar síns séna Frið- riks Bergmanns f Winnipeg. Þau séra Magnús og frú Guðrún ábtu 5 börn. Af þeim eru 4 á lífi: Guðrún ekkja séra Friðriks BeTg- manns elzt, Anma glft Grönvold yfir- kennara við mentaskólann í Hamar í Noregi, Elín ógift í Winnipeg og Haillgrímur prestur Thorlacíus í Glaumbæ. Dren-g misbu þau árs- gamlan. Indriði fóstri frú Guðrúmar var valinkuimnur sæmdarmaður í lwí- vetn-a, gáfumaður hirnn mesti og skáld gott. Lýslr bændavfsa sú, er um hann var kveðim, honum einkar vel: “Gíarn á fagurt glaðlyndi, greiðafús og vitur, orðahagur Indriði á Leifsihúsu-m situr.” En enginn var hamn auðmaður, og fékk þvf frú Guðrún litla tilsögn í uppvexti sínum, enda voru konur þá lítt settar til m-enba, en mjög glæddi kveðskapur Indriða hjá h-enni skáldle-gan smekk. Frú Guð- rún var sjálf ágætlega bagorð, en fór dult með. Svo voru og -f-lest -systkini hennar, t. d. Jón Bergmann, faðir séra Friðriks. En þótt Guðrún -væri í uppvext- inum lítt til menta sett, þá var hún þó ágætl-ega að sér bæði til mupns og handa, og iþað langt um fram marga skóladrósina. Sjálf kendi hún sér að skrifa ágæta hömd, reikning og réttritun Dan-ska tungu nam hún -af sjálfsdáðum svo vel, að hún skildi hverja bók á þvf máli reip- rennandi. í sögu var hún einkar vel að sér og hafði un-un af ættfræði. Eitt sinn hlustaði sá er þetta ritað á viðræður þeirra frú Elinborgar systur Péturs biskups og fnl Guð- rúnar og hafði uiniun af, því báðar voru einkar fróðar og höfðu frá mörgu að segja. Skorti þar ei vitur- leg orð. Frú Guðrún var hin mesta starts- kona og stjórnsöm -á heimili. Kom það sér vel, þvf séra Magnúsi var fremur ósýnt um búskap. Var hann of bókhneigður til þess, og áhugi hams allur við lestur og fróðleik, er ekki var embættisönmum að sinna. Il-afði hamm og úr mægu að blaða, því eims stórt bókasafn hefir -að lík- infu-m enginn átt hér nyrðra, nema ef vera skyl-di séra Þorvaldur á Mei. Bústjórnin kom Iþví mest á frú Guð- rúnu og gegndi hún henni með frá- bærri atorku, og var jafnam sfsbarf- andi og athugul úti og inni. Frú Guðrún v-ar ekki smáfríð, en höfðingleg og tilikomumikil í sjón og kjarkleg, gáfu-leg og skemtin í við- ræðum, tryggiynd og vimföist. Elsk- uðu h-ana o-g virtu allir þeir, er nokkur kyrami höfðu af ihenni. Hún er ein af þeim fáu konum, sem eg undiantekningarlaust hefi alla heyrt lofa, en en-gan lasta. Minning hemnar mun lengi í iheiðri höfð hér í Skagafirði. Jón Björnsson, (Nágranni til forraa.) — ísafold. Gjafir til Jóns Sigurðssonar télagsins. Mrs. Kristín Lovísa Johnson, Sel- kirk, $2; Mrs. G. Amderson, Pike Peak, >Sask., $5; Mrs. Jónina Arnaeon, Wpg., $3; Mrs. H. Floyd, Vidir, Man., $5; Si-gurjón Axdai, Wynyard, Sask., $5; Mrs. S. Sigurðsson, Keewatin, $2; Ben. Rafnkelsson, Clarkleigh, $25; Miss Thordí-s Gísl-adóttir, Plumas, Man„ $1; Miss L. B. Johnson, Wpg., $2; Mrs. O. Andersom, Lögberg, Sask., $5; Mrs. Björn Jóhannsson, Vfðir, $5; Mrs. Guðr. Stengrímsdóttir Ouð- mundisons, Foaim Lake, $5. Safnað af Mrs. B. rawford, Win- nipegosis:—Oiafur Jóhannesson, $1; August Johnson, $1; Mrs. Th. John- sora $2, Otto Christianson $1, Thorar- inn J-ohnson $1, Ármann Bjömsson $1, Gunnlaugur Schaldemoise $1, H. Leo Hjálmarsson $2, Vilh. Johnson $1, Gunnar Friðriksson $1, Bjarni Árniason $1, Jón Stefánsson $1, Mal- vin Einarsson $1, Paul Pau-lison $1, Finnbogi Hjálmar-sson $1, Jón Thor- leifsson $1, Guðm. Guðhmundsson $2, Stefán Jónsson $1, Thor. Stefáns- son 10c„ Albert Stefánson $2, Ellis Magrtússon $1, Ágústa Crawford $1, Björn S. Crawtford $1. Sokkar.—Mrs. Liija Bergm-ann, Bif- röst, 1 par; Mra. Ásta Árnason, Pe-m- bina, N. D„ 1 par; Miss Jódís Sigurðs- son, Húsavík, 2 pör; Mra. Guðrún Keliy, Selkirk, 2 pör. Frá Mra. O. Thorlacius, Doliy Bay, $5; Mre. E Steíánsson, Pebible Beach, $3; Mrs. Margr. Eiiasson, fyrir ísl. hermenn, $3; kvenfél. ísafold, Víðir P.O., fyrir ísl. iher-menn, $20; kvenfél. Sólskin, Vancouver, $30. Félagið þakkar innilega allar þess- ar gjafir. Rury Arnason, féh. 631 Furby str., W.peg. /--------------------------- Hafið þérborgað Heimskrmglu ? - - ---- - - -■*

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.