Heimskringla - 17.10.1918, Síða 7

Heimskringla - 17.10.1918, Síða 7
WINNIPEG, 17. OKTÓBER 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Vi. BORGIN. Á sólar bárum borgin fagra rís og blikar eins og goða salur dýr, í ungdóms fegurð eilíflega nýr; þau andans heimkynni, sú töfra dís. Þar dögum eyða andinn frjáls sér kýs við unaðsríkar nautnir glaðvaers lífs; í andans samúð sorgar eða kífs, þar sannleiks mynd vors lífs er glögg og vís. ó, mannleg vera, hátt þinn hugur gnæfir, þér himininn er skuggsjá, litum skreytt, og mynd þín stendur merkt á hverjum stein. Þú vængi þinnar sálar ávalt æfir, sem alt af verður hærra og hærra beitt; þú vex sem eik og bætir grein við grein. Þú miðar, stikar, mælir himins rönd og myndar, dregur líking þess sem er; svo nákvæmt er það alt í höndum þér, að aldrei skeika samtengd stærða bönd. Und sömu reglu hefirðu höf og lönd. svo haganlega mælt og sundur deilt, að alt er þér í huga felt og heilt, jafnt hafsins djúp, sem grund og hæð og strönd. Hvert efnis lögmál áttu niður skráð, þín eðlisfræði sést í hverju verki, og náttúruöflin þú hefir fyrir þý. I fagurlistum þú hefir þroska náð, þú þíða tóna les af smáu merki og raddir tímans rúnum felur í. I sálu ber þú hulda heimsins mynd; þú heimsins sögu les af bjarkar grein og rúnir les af leiri orpnum stein, frá lægsta verpi, upp á hæsta tind. Þú forlög jarðar finnur í hverjum vind og fléttar segulböndum land og haf og gundurliðar gyltan geisla staf og getur tjóðrað náttúru öflin blind. I borgar sölum sál þín voldug býr; í sölum borgar starfar hönd þín efld og fagurlistin á þar aðal ból. Þar starfar mannsins andi ávalt nýr, þar öll er dýpsta mannlífs skákin tefld, þar á sér spekin æsðsta veldisstól. Og þar á ástin flest og fegurst spor; sú fylsta sæla, gegn um bros og tár. Þar rísa mannsins hæstu hugar þrár; þar hæst í fegurð glitrar lífsins vor. Þar hjartans strengir hæstu tónum ná; þar heitastur er ástar koss á vör; þar titrar næmast andans æsku fjör; þar unaðs rósir mestan þroska fá. Og þaðan lífsins æðstu straumar streyma úr starfseminnar ótæmandi flóði og dreifa sér um blómga landsins bygð. Og þar er manninn æðstu drauma að dreyma í djúpi sálar, bæði í sögu og ljóði. Já, þaðan kemur mannsins hæsta hygð. Ó, lífsins miðstöð, minninganna ból, þú munar-djúpsins insta hjartarót, þú hugar-strauma helztu tímamót, hvar heimsmenningin á sinn veldisstól. I skauti þínu Saga fjársjóð fól, sepi framtíðinni svo að erfðum ber, því alt hið liðna Ietrað er hjá þér; öll lífsins verund finnur hjá þér skjól. Þitt áframhald er eilífleikans mynd; þín undra fegurð glæðir mannsins þrótt. Hjá þér er að finna mæra Mýmis lind og menjar þínar birta lífsins gnótt. Þú framsækjandann hefur á hæsta tind; þitt hjartalag er bæði æst og rótt. S. B. Benedictsson. Iff * _• f • Þér hafiö meiri ánægju ivipin annpaia af biaBinu y®ar>efþérTit'ö, 4UVU1 meB sjálfum yBar.aö þér haf- •B borgaB þaB fyrirfram. Hvernig standiB þér vjB Heimskringlu ? eðið fjölskylduna þjóðrœknislega Sparið Hveitimjöl í allri Bökun, og fáið betri afleiðingar með því að blanda PURITY OATS saman við (GOVERNMENT STANDARD) WESTERN CANADA FLOUR MILLS CO., LTD. Winnipeg. Brandon. Calgary. Edmonton. Flour License Nos. 15,16,17,18. Cereal Iúcense No.:2-009 Gunnar á Hlíð- arenda. (Úr "Skírni.") II. (Framih. frá síðasta blaði.) Njála byrjar frásögn sína af Gunnari á því, aS hann tekur að sér fjárheimtu frændkonu sinnar, Unnar MarSardóttur, er skiliS hafSi viS Hrút Herjólfsson. Hann leitaSi ráSa Njáls, sem eSlilegt var. Njáll ræSur honum aS veiSa upp úr Hrúti, hversu stefna skuli, og stefna honum nákvæmlega eft- ir fyrirsögn sjálfs hans. Njhll segir Gunnari greinilega fyrir samræSu þeirra Hrúts, er hann kemur heim til hans meS þeim hætti, er Njáll réS til. Er ekki gott aS verjast þeirri trú, aS þar sé frjálslega — og skáldlega---meS efni fariS. Ef eg kann skapi tveggja manna og einkennum þeirra í máli, kann eg aS geta gizkaS á tal þeirra, aS hverju þaS berist, meSal annars, og ofurlítiS um, hvernig verSi aS orSi komist. En miklu get eg ekki spáS um þau efni. ViSræSur manna fara óskipulega og því ó- fyrirsjáanlega fram. ÞaS verSur því erfitt aS segja fyrir, í hvaSa röS samræSuefni beri á góma. En þaS gerir Njáll í sögunni. Hann ætlar, aS viSræSa þeirra Hrúts og Gunnars fari eins og gangnaseSill um sveitir. Hann kveSur Hrút munu spyrja Gunnar, er kallar sig Kaupa-HéSinn og EyfirSing, hvort margir séu ágætir menn í Eyja- firSi (efamál, aS Hrútur spyrSi svo, því aS honum hefSi átt aS vera þaS kunnugt af alþingi, þar sem þangaS kom margt manna úr öllum landsfjórSungum). Hann veit, aS Hrútur spyr þá um kappa í Reykjadal, menn í AustfirSinga- fjórSungi, og aS tal þeirra kemur á Rangárvöllu. Og hann veit meira. Hann segir t. d.: "Þá mun Hrútr svara: Þótti þér ekki á verSa fyrir honum (c: MerSi gígju), er hann náSi eigi ténu, en bjó þó til málit?” Og enn fremur: "Mælta ek þat,” mun Hrútr segja, “ok þótti þat heimskum mönnum, sem lög væri; en mátti þó málit upp taka á öSru þingi, ef hann hefSi þrek til haft.” Vér nútíSarmenn getum ekki trúaS svo nákvæmri framsýni. Höf. vill í þessum kafla (c. 22-23) sýna spávit og ráS- kænsku Njáls. Og þaS hefir hon- um yfirleitt vel tekist. ÞaS hefir veriS sagt, aS för Gunnars og meinslungin aSferS öll viS málshöfSunina hafi veriS ó- þörf. Gunnar hefSi getaS lýst sök- inni á alþingi, eins og MörSur gerSi, faSir Unnar, er hann heimt- aSi fé hennar. Þá þykir þaS og undarlegt, aS Gunnar þarf aS ginna Hrút til aS segja, hversu orSa skuli stefnuna. ÞaS sé ó- skiljanlegt, aS Njáll, einhver lög- kænasti maSur sinnar tíSar, hafi ekki vitaS slíkt. En hér misskilur lögfræSingur skáld. ÞaS er aS sönnu ekki ó- líklegt, aS höf. Njálu hafi haldiS, aS lýsa m'ætti löglega þessu máli á alþingi, þar sem Hrútur mótmælti því ekki í sögunni, er MörSur gígja hóf þetta sama mál á hendur honum meS lýsingu aS Lögbergi. En vér vitum ekki, hver ákvæSi hafa gilt um þetta á dögum Njáls og Hrúts. En þó aS lýsa hefSi mátt málinu, voru ráS Njáls og stefnan ekki tilgangslaus. Gunnar átti ekki víst, aS Hrútur kæmi á þing. I öSru lagi voru stefnuferS- ir í aSra landsfjórSunga ekki hættulausar, eins og Finnur Jóns- son hefir tekiS fram, og því ör- uggast aS fara huldu höfSi. I þriSja lagi var þaS ágætt bragS, aS stefna afgerlega eftir fyrirsögn Hrúts sjálfs. Þá gat hann ekki vé- fengt, aS rétt væri stefnt. Gunn- ari, ólögfróSum manni, var og ó- hættast viS aS fipast í stefnunni, fara í nokkru skakt, meS þessu lagi. Alt er því hér meS ráSi gert. Hvert atriSi í ráSageS Njáls er gagnhugsaS. Hann ræSur Gurjn- ari aS gista á HöskuldsstöSum, halda síSan aS næsta bæ viS HrútsstaSi, bæ Hrúts, og stilla svo til, aS hann lendi í áflogum viS bóndann þar, en gæta þess þó, aS hann yrSi ekki kendur. Myndi þá sent til Hrúts aS segja honum tíS- indin. Hann myndi þá senda eftir honum, “enn þú skalt ok þegar fara.” MeS þessu móti gat Hrút ekki grunaS, aS Kaupa-HéSinn (c: Gunnar) ætti til hans nokkurt erindi, og allra sízt varaS sig á, aS hann væri í stefnuför til sjálfs hans. Og vel er þaS hugsaS, sem Njáll ræSur Gunnari aS svara, spurningum Hrúts. “Ærinn hafa þeir búskap," á hann aS segja, er Hrútur spyr, hvort allmargir séu ágætir menn í EyjafirSi. “Þjófar eru þar ok illmenni,” á aS svara, er Hrútur spyr um kappa í Reykja- dal. “Þá mun Hrútr hlæja ok þykkja gaman at,” bætir Njáll viS. ÞaS er ekki smáræSis mannþekk- ing, sem birtist í þessum brögSum og hugsuSu svörum málfærslu- mannsins á Bergþórshvoli. “Fýsir eyru ilt aS heyra," jafnvel eyru, er vaxa á slíkum öSlingum sem Hrúti Herjólfssyni. Sigmundur í dyngju HallgerSar er dæmi þess, aS háS og spott er æ vænlegt til góSrar skemtunar. Þeir eru ekki leiSinleg- ustu gestirnir, er bezt kunna fyrir sér í þeirri íþrótt. Þetta veit Njáll, eins og sagan sýnir hann, og eftir því leggur hann Gunnari ráS. Öll- um á Gunnar ----- í gervi Kaupa- HéSins — aS “fá nokkut ámæli”. ÞaS var líklegast til aS teygja úr viSræSum þeirra um nafnkenda menn um land alt og koma talinu á Rangárvöllu svo aS Hrúti dytti ekki í hug, aS slíkt væri í þágu gests hins málreifa, aS þar byggi nokkuS undir. Frásögnin af lög- krókum Njáls geymir ágætis lýsing á mannlegu eSli. Hún er og ein- kennilegt dæmi “hagnýtrar sálar- fræSi." En undan hvers rifjum runnu þessi raunsæju ráS? Njáls eSa höfundar Njálu eSa einhvers ann- ars? Hér er erfitt pm svör. Fyrr er drepiS á, aS vér vitum ekkert um heimildir höfundarins, hvaS hann hefir heyrt eSa lesiS um þ<ju efni, er hann segir frá, hvaS þá heldur meira, t. d. sögu heimilda hans, munnlegra eSa skriflegra eSa hvorttveggja. Þó aS þessi frásaga og fleiri samskonar í Njálu g e t i veriS sannar — aS sleptum nokkrum ýkjum og aukum — fá- um vér ekkert um þaS vitaS, sök- um alls skorts á heimildum til sam- anburSar. En þar sem skapara- hendur slíks snildarskálds sem höfundar Njálu fást viS efni, má búast viS, aS margt sé höggviS eitthvaS til og tálgaS, þó aS stubb- ur og stubbur séu notaSir aS öllu, einsog þeir komu smiSnum í hend. ur. Ekki er ólíklegt, aS einhver fótur sé fyrir ^essari sögu af ráS- snilli Njáls. En hygni eftir á er tíSari en forsjálni. Því tel eg sennilegt, aS svo spakleg ráSagerS sé, aS minsta kosti aS hokkru, hugsuS eftir á, aS Höfundur Njálu hafi skoriS og sniSiS þetta efni, eftir því sem meginhugsun sög- unnar þarfnaSist. Og ekki er tor- fundiS hvaS þaS var. Baath hefir bent á þaS. RáS Njáls kom aS notum. Gunnar náSi fénu Unnar. En fleira leiddi af ráSi lögfræS- ingsins. Fyrir bragSiS fékk henn- ar ValgarSur grái. Þótt þaS sé ekki sagt berum orSum í sögunni, verSum vér aS skilja hana svo, aS goSinn aS Hofi á Rangárvöll- um hafi átt konu sína til fjár. Þann skilning höf. má heyra á orSum Hrúts: "Illa mun þér launat verSa” (Nj. c. 24). Hrútur getur hér ekki átt viS aSra en frændur Unnar, enda kvaSst Gunnar “meira heimta þykkjast eiga at henni síSan ok hennar frændum, en-at öSrum mönnum,” er hann færSi henni fé hennar. Og þaS er ekki tilviljun, aS einni línu síSar en segir frá þessu, í byrjun næsta kapítula (25), er ValgarSur nefndur, síSan sagt frá kvonfangi hans og getiS sonar þeirra, MarS- ar, og aS hann hafi veriS verst til Gunnars allra frænda sinna. FæS- ing og líf MarSar var afleiSing af ráSi Njáls og ójöfnuSi Gunnars. En MörSur bruggaSi Gunnari böl og bana og tældi sonu Njáls ofan i gjá ógæfunnar, þar sem þeir létu lífiS, og Njáll sjálfur hlaut af því aldurtjón. ÞaS þarf ekki aS rökstySja þaS, aS Hrútur gat ekki svo mikiS sem rent grun í fæSing MarSar né hug- arþel hans óborins í garS Gunnars né heldur hjúskap hans og Hall- gerSar, er hann spáSi um í sömu andránni (“ok þó er þatr líkast, at hann snúist til várar ættar um vinfengit.’ Þessi spásögn Hrúts er skáldskapur, nema forfeS- ur vorir sumir hafi veriS gædd- ir hæfileika, er nú er týndur. Hér bregSur ímyndunarafl skáldins upp ljósi er lesa á viS “hulin norna ráS”. ViS þaS eiga aS sjást ógn- þrungnar afleiSingar af sigri Njáls og Gunnars. Ósýnilegt samband orsaka og atburSa verSur viS þaS sýnilegt. Þeir vinir duttu báSir ofan í þá gröf, er Njáll gróf Hrúti. Sigur þeirra var ósigur lífs þeirra — og er þaS höfuSefni Njálu. £)g því áhrifameiri urSu örlög þerra, því spaklegar sem ráSin voru lögS. GóS list heimt- aSi, aS höf. gerSi sem mest úr þeim og milli þeirra. Og nú skilst oss, hví MörSur kemur of snemma viS sögu, sem fyr er á vikiS. Því meira ilt sem af honum hlauzt, því afdrifameira reyndist ráS Njáls, því grimmilegar hefndist Gunnari ójöfnuSur hans viS Hrút. Eg verS enn aS fjölyrSa um þetta efni, því aS hér er þaS tætt og kembt, er skapaþræSir sög- unnar eru spunnir úr. Hér er dep- ill.er finna verSur ef skilja á Njálu. ÞaS er einkennilegt, aS atvik og viSburSir eru hér skýrS, áSur en þau gerast. Hér holdgast andi sögunnar áþreifanlegast. Höf. Njálu ann siSferSilegu líf- erni, er hrifinn af göfgi þess og fegurS. Hann er í senn raunsæis- og hugsæis-skáld. Og í spádómi Hrúts birtist siSferSistrú þans, aö hiS illa fái makleg málagjöld, og þá lífsskoSun höf. á Njála aS sýna. Og þessi skilningur á sögunni er ekki skáldlegur hugarburSur aS- dáunarfullra ritskýrenda, er vilja skreyta hana meS djúpsóttum skýringum. ÞaS er sagt svo skýrt, aS um verSur ekki deilt: “Hvárt mun Gunnari aldri hefnast pessi ójafnaSr?’ spyr Höskuldur Hrút. “Eigi mun þat," segir Hrútur, hefnaz mun honum víst” (sbr. og fyrnefnd orS hans: “illa mun þér launat verSa”, og ósk Höskulds: “njót þú nú sem þú hefir aflat” (Nj. c. 24). Og mér þykir líklegt, aS sama sé hugsun höfundar, hákristins hugsjónamanns, um hörmuleg á- hrif ráSs Njáls á örlög sjálfs hans og sona hans, aS honum hafi hefnst fyrir brögSin viS Hrút í málinu. En sá skilningur verSur ekki ráSinn eins ótvírætt af sög- unni og sú skýring aS Gunnari hafi komiS í koll aSfarir sínar viS •Hrút. Honum virSist ekki hefnast fyrir, aS hann lék á Hrút, heldur fyrir hólmgönguáskoran sína (sbr. orSiS “ójafnaSr"), en á henni átti Njáll enga sök. Ósk Höskulds og spá Hrúts eiga eingöngu viS Gunn- ar. Og segja má, aS sagan héfSi aS líkindum gefiS þaS í skyn á ein- (Framh. á 8. bls.) Fyrir Sjúkleik Kvenna Dr. Martel's Female Pllle hafa ver- ið eefnar af lœknum of seldar hJ4 flestum lyfsölum i fjóröune aldar. Taki® engar eftirlíkingar. K. X FLESTIR, en þó ekki ALLIR kaupa Heimskringiu Blað FÓLKSINS og FRJÁLSRA skoðana og elzta fréttablað Vestur-lslendinga Þrjár Sögur! og einn árgang af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda oss fyrir fram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða síðar kaupa flestir Islendingar Heimskringlu. — Hví þá ekki að bregða við nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum: “SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖL.” “DOLORES.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” JÓN OG LÁRA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “LARA.” “KYNJAGULL.” “BRÓÐURDÓTTIR AMTMANNSINS.” Sögusafn Heimskringlu Þesaar bækur fást keyptar á skrifstofu Heimskringlu, meðan upplagið hrekkur. Enginn auka kostnaður við póst- gjald, vér borgum þann kostnað. Viltur vegar ........................ $0.75 Spellvirkjarnir....................... 0.50 Mórauða músin ........................ 0.50 Sylvia............................... 0.30 » Bróðurdóttir aimtmannsins ............ 0.30 Dolores .............................. 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............ 0.40 Jón og Lára ........................ 0.40 Ættareinkennið ....................... 0.30 Ljósvörðurinn......................... 0.45 Kynjagull ............................ 0.35 5? 54

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.