Heimskringla - 03.04.1919, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.04.1919, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. APRIL 1919 WINNIPEG, MANITOBA, 3. APRIL. 1919 íslendingafélagið. Stofnun allsherjar Islendingafélags hér í álfu hefir bæði víðtæka og mikilvæga þýð- ingu. Að Vestur-Islendingar taka nú loksins saman höndum með f>ví augnamiði, að sam- eina krafta sína til eflingar og viðhalds því dýrmætasta og bezta, sem þeir eiga í “íslenzk- um arfi”, er markverður atburður, bæði í sögu þeirra sjálfra og þessa lands þjóðar. Hafi félagsmyndun þessi þær afleiðingar, sem allir einlæglega vona, að íslenzk tunga verði viðtekin sem kenslugrein við einhverja af helztu æðri skólum landsins, og að íslenzkar deildir verði stofnsettar við einhver stór- borga listasöfn í Canada eða Bandaríkjunum, hver getur þá annað en játað, að árangurinn sé lofsverður ? Hver vill halda þvj, fram, að arfurinn íslenzki hafi þá ekki mentandi og auðgandi áhrir í hérlendu þjóðlífi? Hætt er við, að félagið mæti töluverðri mótspyrnu í byrjun. Til eru margir, er líta það tortrygnisaugum.og þó einkennilegt megi virðast, margir góðir fslendingar. Skoða þeir slíka félagsmyndun óþarfa og miðandi til þess að einangra íslenzkan þjóðflokk héry í landi! Til séu önnur ráð að halda hér við fslenzkri tungu í lengstu lög og íslenzkum séreignum, er bygða og borga fólk eigi völ á — án þess að myndað sé allsherjar þjóð- emisfélag. Aðrir, sem ekki eru eins íslenzkir í anda, skoða félagsmyndun af þessu tagi blátt áfram hættulega og stuðla til þess að gera Islendinga að lélegri Canada og Banda- ríkja borgurum. Viðhald íslenzkrar tungu hafi hér enga þýðingu; enskan sé hér lands- mál og hana ættu allir sannir borgarar að láta sér nægja að kunna! Þannig og svipuð er röksemdaleiðsla þeirra, sem glatað hafa öllu íslenzku í fari sínu og þegar eru horfnir eins og dropi í sjóinn. En í mjög fáum tilfellum eru slíkir “umskiftingar” nokkur gróði hér- lendu þjóðfélagi og vart munu áhrif þeirra þessa megnug, að hnekkja gengi hins ný- myndaða Islendingafélags. Síðan þjóðernisfélags hreyfingin hér fyrst hófst, hefir ekkert það komið í ljós í sam- bandi við hana, er votti að stefnt sé í bága við þegnhollustu og skyldur íslenzkra borg- ara hér í álfu. Stofnendur Islendingafélags- ins éru yfirleitt eins góðir þessa lands þegnar og nokkurir Islendingar hér aðrir. Markmið- ið er ekki að vinna á móti hérlendri þjóðar- hugsun, þó reynt sé að halda á lofti dýrmæt- um séreignum íslenzks þjóðflokks hér í iandi. Þetta þurfa allir góðir íslendingar að gera sér skiijanlegt, hvort sem þeir eru borgarar Can- ada eða Bandaríkjanna . Þá munu þeir fús»r að styðja “Islendingafélagið” og stuðla að því eftir megni, að það megi bera sem beztan árangur. Og telja má nokkurn veginn víst, að góðr- ar samvinnu sé að vænta frá hálfu Austur- Islendinga. Blaðið “Tíminn” hefir þegar hreyft þeirri tillögu, að Austur-íslendingar myndi samskonar félag og óefað mun áður langt líður koma í ljós hvernig tillögu þeirri verður tekið. Sýnir ritstjóri þess blaðs fram á með ljósum og greinagóðum rökum, að slíkt geti haft happasælustu afleiðingar fyrir þjóðarbrotin beggja megin hafsins. Leggur hann mikla áherzlu á nauðsyn meiri samvinnu og staðhæfingar hans allar eru þrungnar af velvilja í garð Vestur-Islendmga. Þar sem blaðið "Tíminn” er nú sagt að vera eitt af útbreiddustu og áhrifamestu blöðum íslands, mega Vestur-Islendingar vissulega gleðjast yf- ir afstöðu þess í þeirra garð. - Eigi sér ekki stað flokkadráttur eða sundr- ung í sambandi við það, er framtíð “Islend- ingafélagsins” borgið. Nú er um að gera fyr- ir Vestur-íslendinga, að vera samhenta og samhuga, þá fer alt vel. felag þetta var lengi á leiðinni, hefði átt ^að vera myndað fyrir löngu síðan, en vonandi mun á því sann- ast, að “betra sé seint en aldrei.” KoTungahrun og keisara. Við árslokin 1918 er Evrópa keisaralaus. Nóvembermánuðurinn síðasti var nokkurs- konar fellivetur fyrir hin krýndu höfuð Norð- urálfunnar, meiri og grimmari en nokkur annar, sem sögur fara af. Þýzkaland var Gósenland konungdómsins. Þar var keisari, margir konungar og heil hers- ing prinsa, hertoga, fursta og baróna. Sumir af þessum höfðingjum gátu rakið langfeðga- tal sitt jafn langt aftur í tímann, eins og Is- land hefir^verið bygt. Göfgi söguhelginnar hvíldi yfir þessum ættum. I skjóli hennar hélzt við, ekki sízt í keisaraættinni þýzku, sterk trú á guðlegan uppruna konungsvalds- ins. Keisaradæmin þrjú: Rússland, Austur- ríki og Þýzkaland, voru höfuðvígi miðalda'- legrar fámennisstjómar. Ósigrar og gengis- leysi þessara þriggja Stórvelda hefir grafið undan hornsteinum hins arfgenga og guðum- vígða höfðingjavalds. Nikulás II. hrundi fyrstur. Svo kom hlé þar til í haust, að Mið- veldin gáfust upp hvert af öðru. Ferdinand Búlgaríukeisari gekk þar í fararbroddi. Næst- ur kom Vilhjálmur II. I fótspor þeirra fetuðu síðan keisarinn í Austurríki og allir undir- konungar í Þýzkalandi. Alstaðar kemur lýðstjórn í staðinn. En margt er þar á hverfanda hveli. Þar sem harð- stjórnin hefir verið mest, og mentun fólksins minst, eins og í Rússlandi, lendir alt í stjórn- leysi og grimdaræði. Múgurinn kann sér þar ekki hóf, og hefnir undangenginna misgerða valdhafanna með stjórnlausri grimd. Á Þýzkalandi og í Austurríki er stjórnarbylting- in framkvæmd með meiri festu og samheldni, enn sem komið er. En glögglega gætir þó öfganna í þeim löndum og viðbúið, að verra sé þar fyrir höndum, en það sem komið er. Fáir menn verða til að harma hrun fámenn- isvaldsins forna. En óvíst er hvað við tekur, og blikur víða í lofti. Samt er engin þeirra keisarablika. Og að líkindum hverfur það stjórnarform inn í forngripasöfn sögunnar eins og spangabrynjur miðaldanna og leður- fallbyssur Gústafs Adolfs. Freilsisþráin ólgar í brjóstum samtíðarmannanna. Fjölmörg bönd og hömlur springa. En menn vita ekki geria, hvað á að koma í staðinn. Múgurinn á eftir að læra þá vandasömu list, að drotna yfir sjálfum sér. Af því stafa mörgu dökku blik- umar, sem bera nú við sjóndeildarhringinn bæði í austri og í suðri. I okkar augum er langur tími frá 1 789 til 1918. Þegar sagan verður skráð í framtíð- inni, munu þau ár tákna upphaf og enda hins sama tímabiis.—Tíminn. ■■ ■■■»■— —-—-—- " " • " " ■ 4 Óttast sósíalismann. Samkvæmt tilmælum birtum vér hér með kafla úr grein, er nýlega kom út í blaðinu “Dispatch” í Norður-Dakota. Efni greinar- kafla þessa skýrir sig sjálft; “Þeir ríkis embættismenn og háttsettir leið- togar Nonpartisan flokksins, er síðustu viku hófust handa í mótspyrnu gegn vissum lögum, samþyktum á sextánda ríkisþingi og nýlega staðfestum af ríkisstjóra, hafa opinberlega lýst yfir vanþóknun sinni á þessum lögum af fylgjandi ástæðum: Hið svonefnda ‘Brinton frumvarp’, er fjall- ar um útgáfu blaða og annars, skapar stjórn- arnefnd tíl þess að tiltaka og ákveða eitt lög- helgað ‘stjórnarblað’ í hverju héraði, er í rauninni dauðadómur 200 óháðra frétta- blaða í ríkinu, sem tapa þannig öllum hlunn- indum nauðsynlegum til viðhalds, og er slíkt í alla staði ófrjálst og ‘óamerískt’. ‘Administration’ frumvarpið skapar aðal stjórnarnefnd, en hinar ýmsu ríkisdeildir og ríkisnefndir eiga að sameinast undir, aðskilda mjög og engan veginn samsvarandi, og legg- ur shkt fyrirkomulag ískyggilega mikið vald í hendur fárra manna og er hvorki alþýðuskól- unum í hag eða öðrum stofnunum ‘Immigration Commissioners’ frumvarpið fyrirskipár óþarfa eyðslu, þar feikna fjárupp- hæðir eru veittar til stuðnings því markmiði, sem engan veginn hefir verið nægilega út- skýrt. y Þannig hljóða aðfinslur þessar á yfirborð- inu og vissulega má ganga út frá því að hér sé um nægilegar orsakir að ræða til mót- spyrnu. En einnig á sér hér stað ákveðin grundvallarstefna, er speglast í þessum þrem- ur lagafrumvörpum, og ríkis leiðtogum þeim, er þá dáð hafa nú sýnt að hreyfa mótmælum, er slíkt fyllilega skiljanlegt og ljós sá tilgang- ur, er til grundvailar liggur. Eins og birzt hefir svo þráfaldlega í hinni margvíslegu löggjöf hinnar rangnefndu Non- partisan stjórnar, þá hefir hönd meistarans ‘sósíaliska’, er svo mjög hefir verið viðriðinn lagagerð þessa, ætíð unnið að því að skapa samfast kerfi, þar ríkis sósíalismi væri ráð- andi aflið. Frumvörpin öll eru nákvæmlega í samræmi við- það aðal-takmark í huga :— votta þar af Ieiðandi fyrirhugaðar tilraunir í áttina til ‘sósíalisks landnáms’. ‘Brinton frumvarpið’ (Senate BiII 157) veitir möguleika til þess að múlbinda óháðu fréttablöðin og tryggja skilyrði þess, að hægt sé óhindrað að hefja auglýsinga starfið í gegn um prentaða bæklinga og blöð. Innflutnings írumvarpið* (Immigration Bill) fyrirskipar nægilegar fjárveitingar til auglýsinga starfs í öðrum ríkjum — til útbreiðslu fagnaðarer- ndis sósíalismans frá hinni friðsælu Norður- Dakota höfn, er frjálshugsandi fólki fjær og nær verður boðið að koma til og gera að framtíðarheimili sínu. !Administration’ frumvarpið er ásinn, sem allar tilraunir að koma jafnaðarkenningunum að við alþýðuskóla ríkisms, snúast um—svo hægt verði að heilla æskulýðinn inn á brautir Walter Thomas MiIIs og hans frjálshugsandi fylgjenda. Karl Kositsky, ríkis-yfirskoðunarmaður, Thomas Hail ríkisritari og fleiri stjórnar em- bættismenn ýmsra ríkisstofnana, hafa opin- berlega lýst yfir vanþóknun sinni gagnvart lögum þessum. Hefir Kositsky staðhæft, að hann muni berjast fyrir því af alefli, að fá þau borin undir þjóðaratkvæði. . Lvnn I. hrazier ríkisstjóri hefir játað, að ef til vill Ieiki töluverður vafi á gildi ‘Brinton frumvarpsins’. Undirskrifaði hann það á síð- asta ausmabliki og á meðan stóðu þeir Willi- am Lenke og aðrir frjálshugsandi leiðtogar Townley sambandsins yfir honum með ‘stóru kylfuna (‘big stick). Skömmu síðar viður- kennir hann svo að ef til viíl sé vafi í huga hans hvað gildi frumvarps þessa snertir. ‘Ef kjósendur fella sig ekki við það, þá geta þeir hafist handa að fá því hafnað’, sagði hann. ‘Eg hefi ákveðið að gefa þeim tækifæri til þess að samþykkja eða fordæma það.’ Frazier ríkisstjóri virðist þó sannfærður um að löggjafar gjörða skrá Nonpartisan flokks- ins muni bera sigur úr býtum við skírskotun til þjóðaratkvæða. Er ráðgert kosningar þær verði haldnar í kring um 8. júlí næstkomandi. Um það vildi hann ekkert segja, hvort hann myndi leyfa sérstakar kosningar ef nægilega margir umbiðjendur krefðust þess og afstöðu sína í því sambandi skýrði hann þannig: ‘Eg hefi samþykt að stofna til slíkra kosn- inga, svo framarlega sem 15,000 undirskriftir fáist frá ábyggilegum kjósendum. Þetta þýð- ir, að nöfnin undir bænarskránni verði að vera nöfn manna úr öllum stéttum og úr öllum pörtum ríkisins. Að eins 15,000 nöfn nægja ekki, utan um sé að ræða nöfn ábyggilegra manna, er gera má ráð fyrir tali fyrir hönd fólksins’ (Hverjir verða dómendur í þessum sökum, Townleyítar?—Þýð.) Karl Kositsky, ríkis yfirskoðunarmaður, hefir látið þá skoðun í ljós, sem hann byggir á skýrslum úr ýmsum áttum, að hring-skrá (round robin, bænarskrá þar undirskriftum er skipað í hringi til þess að dylja röð þeirra), verði bráðum látin ganga manna á milli í Norður-Dakota, eins og þegar hafi átt sér stað í Minnesota ríki og skrá sú undirskrifuð verið af sautján leiðtogum og embættismönnum ‘sambandsins’. Verður þá skorað á Townley að endurskapa ‘Nonpartisan sambandið á grundvelli, er meir sé í samræmi við sannar lýðveldis hugsjónir. Sú skoðun er samt sem áður almenn, að þegar endursköpun bændafélagsins á sér stað, þá verði það stofnsett algerlega óháð Town- ley stjórnendum, sem drotnað hafa yfir því á síðast liðnum þremur árum.” Eins og skýrt er frá að ofan, þýðum vér greinarkafla þenna samkvæmt tilmælum. En hvað efni hans snertir erum vér höfundinum enganveginn samdóma í öllum atriðum. Skoð- un vor er sú, að hér sé alls ekki um sannan sósíalisma að ræða. Sannur sósíalismi miðar að stjórn fólksins, lýðstjórn með öðrum orð- um. Stjórn sú, er nú situr að völdum í Norð- ur Dakota, sé rétt frá henni hermt, er argasta fárra manna stjórn (oligarchy). - - — - ——- - ... - + Minnisyarðamálið. Af ófyrirsjáanlegum orsökum var máls þessa ekki getið í síðustu vikblöðunum, eins og þó hefði átt að vera, því að full nauðsyn ber til þess að halda því vakandi v hugum þjóðflokks vors hér vestra. Eg hefi áður getið þess, að minnisvarðafé- lagið hafi ekki hrapað að þeirri ákvörðun, ’ sem það hefir gert, að halda sér við skipun þá, sem samþykt var í einu hljóði á almenna fundinum þann 1 4. janúar s.l., að láta minn- ismerkið yfir fallna hermenn vora taka myndastyttu form, og leita 'fyrst til Einars Jónssónar með smíði minnisvarðans. Eftir því sem bréfum þeim fjölgar, sem fé- laginu berast, eftir því verður það Ijósara, að vandinn sem á féfaginu hvílir í því að velja það minnismerki er mætt geti samhuga skoðunum allra Vestur-Islendingac er meiri en svo, að lýst verði. Af öllum þeim skoð- unum, sem fram hafa komið, er nægilegt að geta þessara: I. Að semja og gefa út ná- kvæmt minningarrit með mynd- um og æfiágripum allra þeirra af þjóðerni voru, sem í stríðið hafa farið, og selja það ^ieð kost- verðL Þessi ungi bóndi er þakklátur. Fyrir hina Góðu Heilsu, er Dodd’s Kidney PiIIs Veittu Honum. 2. Að semja og gefa út minn- ingarrit með stórum litmyndum allra þeirra af íslenzku kyni, er í herinn hafa gengið og í svo stóru formi, að hver mynd sé ekki minni en 16 þuml. löng og 14 þuml. breið, og skuli bók sú gefin öllum foreldrum og aðstandendum her- rnanna. 3. Að bók sé samin og gefin út, sem lýsi nákvæmlega framgöngu íslenzkra hermanna í stríðinu, bæði þeirra er féllu og hinna, sem af komust hólminum. Og bók sú sé rituð eftir sögusögn afturkom- inna hermanna, þar sem hver þeirra segði sína sögu og þeirra, sem með honum voru frá því fyrst þeir fóru í hermanna búning og þar til þeir fóru úr honum. ' Við þessar bóka útgáfu tillögur er það að athuga, að eftir því sem félaginu er frekast kunnugt, þá mun það vera tilgangur allra stjórna í Vesturfylkjum Canada, að minsta kosti, að gefa út bækur, er hafi að geyrna stutt æfiágrip og myndir allra þeirra úr hverju fylki, sem þátt hafa tekið í stríðinu, og er nú þegar tekið að undirbúa til þess starfs, en enginn þarf að ætla, að svo umfangsmikið verk verði leyst af hendi í mjög nálægri ’fram- tíð. Þess má og geta, að Jóns Sigurðssonar félagið hér í borg, sem svo mjög hefir látið sér ant jafnt um velferð og heiður manna þeirra af íslenzku kyni, sem í her- inn hafa gengið alt frá því er stríðið hófst, hefir í hyggju að koma út riti með nöfnum og æfi- ágripum eða ættfærslu allra þeirra sem það hefir fregnir af að í hern- aðinn hafi farið. Minnisvarðafé- lagið telur því máli þessu allvel borgið. Þá eru hinar aðrar uppá- stungur: 4. Að stofna sjúkrahús. 5. Að stofna barnaheimili. . 6. Að stofna bókasafn. 7. Að stofna sjóð til styrktar námsmönnum af ísl. ættum. 8. Að stofna verðlaunasjóð í líkingu við Nobel’s sjóðinn fræga, til að verðlauna afreksverk, sem íslendingar á komandi tímum kunna að koma í framkvæmd. 9. Að hvert sveitarfélag ann- ist um að reisa minnisvarða í kirkjugörðum sínum yfir þá, sem úr þeim sveitum hafa látið lí'f sitt í stríðinu. 1 0. Að fé(ag sé stofnað til þess að hjálpa afturkomnum hermönn- um til að fá atvinnu og líta eftir þeim, sem eru atvinnulausir. 1 1. Að sjóður sé myndaður til hjálpar afturkomnum þurfandi hermönnum. 12. Að stofna listasafn, eða vísi til þess. 1 3. Að minnisvarði, er reistur verði, verði settur niður í Reykja- vík á Islandi. 1 4. Að keypt sé flugvél og hún send til lslands og menn fegnir til þess að fljúga henni þar, til þess að halda uppi minningu þeirra manna af íslenzkum ættum, sem fallið hafa í stríðinu. Minnisvarðafókigið efar ekki, að hver einasta af þessum tillög- um sé af hlýjum huga gerð og af einlægum áhuga fyrir því, að veg- semd vorra föllnu hermanna sé á lofti haldið, og það er innilega þakklátt öllum þeim mörgu, sem sýnt hafa með bréfum sínum þennan áhuga. En hins vegar tel- ur það víst, að alþýða manna muni', af því sem að framan er tal- ið, sjá og sannfærast um hve al- gerlega ómögulegt það myndi reynast, að sameina þessar skoð- anir imi nokkra sérstaka sameigin- lega lögun eða mynd minnisvarð- ans, og að undir þeim kringum- stæðum hafi það gert það eina á- kvæði, sem kostur var á, það, að halda í þessu efni við ákvæði al- menna fundarins hér þann 1 4. jan. síðastliðinn. Að þetta sé rétt skoðað, má meðal annars merkja af því, að Frank Corrigan Þját5ist af Sárum Bakverk í Tvö Ár, en Ein Askja af Dodd’s Kidney Pills Bætti Hon- um Algjörlega. Island Brook, Que., 31. marz (Skeyti). --- Ungur bóndi hér, Frank Corrigan að nafni, segir þær góðu ifréttir, að bakverkur, er þjáði hann síðast liðin tvö ár, hafi algjörlega horfið við stutta brúkun Dodd’s Kidney Pills. "Já, eg er algerlega læknaður,” segir Mr. Corrigan með ánægju- brosi, og Dodd’s Kidney Pills gjörðu það. ‘Bakverkur minn byrjaði með tognun og eg þjáðist í tvö ár. Hafði sífeldan bakverk og svefn- inn varð mér óvær og ekki end- umærandi. Eg var máttlaus og syfjaður eftir máltíðir. Eg svitn- aði mjög við alla áreynslu, varð þunglyndur og leiður á lffinu, og hafði oft þungan þrýstings-verk ofan á höfðinu, samfara sárum stingjum í höfði. ”Eg fór til læknis, án þess að fá bata, en ein askja af Dodd’s Kid- ney Pills læknaði mig algerlega.” Dodd’s Kidney Pills gáfu svo fljótan og fullan bata vegna þess, að sjúkdómur Mr. Corrigans sta'f- aði 'frá nýmnum. Þær em að eins nyrnarríeðal. Þær eiga langa frægðarsögu í læknun nýrna sjúk- dóma. Spyrjið nágranna yðar um Dodd's Kidney Pills. þjóðemisfélagið nýmyndaða, sem gefið var nafnið Islendingafé- lag > bauð minnisvarðafélagpnu samvinnu sina, með öllum greidd- um atkvæðum, að 6 undantekn- um, og kaus nefnd manna til þess að vinna með því til þess að várð- inn verði reistur. Þetta er minnisvarða félaginu hið mesta ánægjuefni, því að með því virðist þjóðflokkurinn sam- einaður, sem starfandi heild til framgangs málinu. Það vill nú svo vel til, að herra Einar Jónsson, er nú staddur hér í borg og verður væntanlega við- staddur opinberan fund hér, sem haldinn verður í þessari viku til stuðnings minnisvarðamálinu og þar sem að vonað er að geta sýnt fyriíhugaða lögun varðans og aðrar upplýsingar veittar í sam- bandi við hann. Fundur sá er auglýstur á öðruir* stað í þessu blaðL Meira í næstu viku. B. L. Baldwinson. ------o------- Sambandsþingið. (Framh. írá 1. bta.) Vildi hann ekki einasta að stjórn- in tæki upp á sína arma G.T.P. og Grand Trunk, heldur C. P. R. líka. Kvað hann C. P. R. nú vera að reyna, að ná kaupum á Grand Trunk, því það teldi, að ef stjóm- in tæki G. T. yfir, þá fengi C. P. R. 'félagið of sterkan keppinaut í hinu sameinaða stjórnarkerfi; og til að forðast þann fjanda, vildi það heldur kaupa Grand Trunk með húð og hári. Talaði Mac- lean langt mál og snjalt, en end- aði ræðu sína fremur snögglega, og rauk út í 'hasti. Eg vissi ekki hver þremillinn gekk að mannin- um, þar til næsta dag eg las um hann í blöðunum; hann hafði nærri vcrið búinn að n.issa af lest- inni til Toronto. Maclean helfir nefnilega þann sið, að vera aldr- ei næturlangt úr Toronto, ef því verður við komið; bæði er hann ritstjóri þar og svo er borgin hon- um að sjálfsögðu einkar kær. Hann hefir verið þingmaður í tæp 30 ár, og jafnan haft þann sið, að koma til Ottawa einu sinni í viku eða svo, um þingtímann, halda ræður og hraða sér svo heim aft- ur. Annars er Maclean mikilhæf- ur maður, þó hann hafi ekki notið sín á þingi. Hann er conservatíve að nafninu til, en hefir jafnan ver- ið langt á undan flokknum í öllu; var til dæmis hlyntur kvenfrélsi fyrir 25 árum síðan, þegar slíkt var með öllu óheyrt hér í Iandi, sem víðast annars staðar Hann hefir þráfaldlega verið flokki sín- um örðugux á þingi, sem og von

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.