Heimskringla - 01.10.1919, Side 3

Heimskringla - 01.10.1919, Side 3
WINNIPEG, I. OKTÓBER, 1919 HEIMSICRINGLA 3. BLADSIÐA Gulíbróðkaep Þorvaldar Þorvaldssonar og Þuríðar Þorbergsdóttur. GuIlbrúSkaup hinna öldnu og góðkunnu heiðurshjóna Þorvaldar Þorvaldssonar og Þuríðar Þorbergsdóttur, er lengst hafa búið, síðan þau fluttu hingaS til lands, í VíSi- dalstungu í ÁrnesbygS í Nýja Islandi, var haldiS hátíSlegt börnum þeirra, herra Sveini verzlunarmanni Thorvaldson viS Islendingafljót; Dr. Þorbergi Thorvaldson háskólakenn- ara í Saskatoon og GuSrúnu húsfreyju Johnson í Odda í Ar- nesbygS, sunnudaginn þann 14. sept., í samkomu húsi River- ton bæjar viS Islendingafljót. BoSsgestir voru á annaS h' ndraS manns, og flestir úr tölu hinna eldri samferSamanna þeirra hjóna. Voru þeir flestir innaft héraSs, og þó nokkrir frá Winnipeg. 1 tölu þeirra. er boSnir voru frá Winnipeg og þar voru staddir, voru þau hjón Þorsteinn byggingameist- ari BorgfjörS og kona hans; Sæmundur BorgfjörS, faSir Þor- steins; Gísli prentsmiSjustjóri Johnson og kona hans; scra Rögnvaldui^ Pétursson og kona hans; Jón Markússon og kona hans; Margrét Björnsdóttir og skáldiS Magnús Markúsion. Eru hin fjögur síSastnefndu fornir nágrannar þeirra hjóna heiman frá Islandi. MeSal sveitunga þeirra þar neSra má tilnefna: skáldiS Guttorm J. Guttormsson og konu hans; hr. Jóhann Briem og konu hans; Jón Sigvaldason og konu hans og dóttur; Þorgrírrj Jónsson og konu hans; Björn Hjörleifs- son og konu hans; Hálfdán Sigmundsson og konu hans; Lárus Björnsson og konu hans; Einar Þorbergsson og konu hans; Þorvald Þórarinsson bóksala; Jóhann GuSmundsson, konu hans og dóttur; GuSrúnu Illugadóttur 'og dóttur henn" ar; Baldvin Halldórsson og konu hons; Victor kaupmann Eyjólfsson; Gísla kaupmann Sigmundsson frá Hnausum; Sig- urjón Jónsson tengdason brúShjónanna; Jóhannes kaupmann SigurSsson frá Gimli, konu hans og börn; auk ótal fleiri, eldri og yngri, er vér eigi kunnum aS nefna, og svo börn, venzlafólk og ættingja gullbrúShjónanna. SamkvæmiS hófst um kl. hálf-þrjú, meS því aS hin öldnu hjón voru leidd til saetis af vinum þeirra og nágrönn- um, Jóhanni Briem og konu hans. SkipuSu þau sæti sitt til hvorrar handar gullbrúShjónanna, meSan á athöfninni stóS. BorS höfSu veriS reist e'ftir endilöngum salnum, og eitt yfir þveran pa'll viS innra stafn hússins. ViS þaS sátu brúS- hjónin, börn þeirra og venzlamenn annarsvegar, en barna- börnin andspænis þeim hinumegin. Út frá hliS þeirra sat og yngsti ættinginn, sonar-dóttur sonur þeirra. Voru þarna saman komnar viS borSiS fjórar kynslóSir. Gestir röSuSu sér viS langborSin fram um húsiS. Innan var húsiS prýtt flöggum, en borSin hlaSin vistum af ýmsu tagi og skreytt blómum. Eftir aS allir voru gengnir til sætis, hófst athöfnin meS því aS séra Rögnvaldur Pétursson, er stýrSi samkomunni, las nökkra kafla úr 1 39. Sálminum og flutti þar næst bæn. Var þá sunginn sálmurinn nr. 42 úr ViSeyjar-sálmabókinni: “Mín gæfa reist á guSs náS er.” eftir Þorstein prest Svein- bjarnarson á Hesti (1760—1798; dáinn 1814), er sunginn var áSur viS hjónavígslu þeirra fyrir 50 arum siSan. Flutti hann þá stutt ávarp til þeirra hjóna, og mintist helztu æfi- atburSanna, a,S heiman og hérna í landi. Var þar næst sung- inn sálmurinn nr. 589 í Sálmabókinni: “Hve gott og fagurt og inndælt er”, eftir Valdemar biskup Briem., Voru brúS- hjónunum þar næst afhentar margar og prýSilegar gjafir frá börnum þeirra og nákomnustu vinum. MeS gjöfunum mælti séra Rögnvaldur Pétursson nokkrum orSum og kvaS þeim fylgja hinar hugehilustu árnaSar og hlýjustu vina óskir, en gjafirnar fram bar Anna, elzta dóttir Sveins kaupmanns, og lagSi á borS fyrir afa sinn og ömmu: Gjafir barna þeirra voru: til brúSgumans gullúr, hiS vandaSasta aS öllu leyti; en til brúSurinnar nisti úr gulli, ítalskt aS gerS, og hinn feg- ursti gripur. Ótal fleiri gjafir voru þeim færSar, svo sem kaffi borSbúnaSur úr skíru silfri frá Jóhannesi kaupm. Sig- urSssyni og konu hans, og prýSisfagur hengilampi frá Þor" steini BorgfjörS og konu hans, o. s. frv. AS þessu loknu stóS Sveinn kaupmaSur Thorvaldson á fætur og bauS boSsgestina velkomna, fyrir hönd sína og systkina sinna, er til samkvæmisins höfSu efnt. KvaS hann þaS ótíSan viSburS og þess verSan aS hans sé rækilega minst, aS samleiSin verSi svo löng aS hjón fái setiS fim- tugasta brúSkaupsafmæliS. En fyrir þaS kvaS hann sig og systkyni sín vera af hjarta þakklát, aS foreldrum þeirra hefSi auSnast aS ljúka þeim áfanga, og óskaSi og vonaSi aS þau mættu enn lengi meS þeim dvelja, hraust og glöS, og aS nótt- in væri fjarri. ÞakkaSi hann gestunum komu þeirra á staS- inn, ogbaS þá aS neyta þess, sem fram yrSi boriS, og skemta sér eftir föngum.. Söng þar næst Gísli Jónsson fyrsta og tvö síSustu versin úr “Vísum Islendinga” eftir Jónas Hall- grímsson, en fjöldi boSsgesta sungu meS. Var þá tekiS til snæSings. AS borShaldinu loknu byrjuSu ræSuhöld og söngvar aS nýju. Tók Jóhannes kaupmaSur SigurSsson fyrstur til máls, og lýsti starfi brúShjónanna eftir hingaSkomu þeirra frá íslandi. Þótt starfiS væri margt og þarft kvaS hann þó ekkert lýsa heimilislífi þeirra betur en 'börn þeirra, er væru sómi og prýSi þessarar bygSar og vors vestur-íslenzka mann- félags. Flutti þá skáldiS iGuttormur J. Guttormsson brúS- hjónunum kvæSi þaS, er hér fer á eftir. AnnaS kvæSi flutti skáldiS Magnús Markússon þeim, sem og er birt hér líka. Auk þeirra, er þegar eru taldir, fluttu þessir ræSur; Jón Sig- valdason, er afhenti brúShjónunum $50.00 gjöf í gulli frá nokkrum vinum þar viS fljótiS; Hálfdán Sigmundsson; Mrs. GuSrún Briem. er aSallega beindi orSum sínum aS brúS- urinni; Björn Hjörleifsson og Þorvaldur Þórarinsson. Milli ræSanna skemti herra Gísli Jónsson meS söngvum, en meS söngvunum lék herra Viktor Eyjólfsson á píanó. Var þaS hin bezta skemtun. Voru þeir kallaSir fram hvaS e'ftir ann- aS. I eitt skifti, er Gísli var kallaSur fram, söng hann síS- asta erindi veizlukvæSis Guttorms, brúShjónunum og gestun- um til hinnar mestu ánægju. Um söng Gísla þar í veizlunni var þetta erindi kveSiS og oss sent nokkrum dögum síSar, af skáldinu þar nyrSra: “Gísli fyllir hæsta hús meS söng, Er heyrist fram um tímans löngu göng Og steypis fossi hljóms, of heljar þögn Er henni snýr í Iífsins söngva'mögn.” Þá voru lesin tvö bréf til brúShjónanna frá GuSna Þor- steinssyni og B. B. Olson á Gímli. AS loknum ræSum stóS brúSirin aldna á faetur og þakkaSi gestum sínum komuna, vináttuna yfir umliSnu ár- in, gjafirnar og kveSjurnar mörgu og hlýju. DáSust allir aS því hvaS hún var ern og hress þrátt fyrir háan aldur og hve vel hún kom fyrir sig orSi, þótt fremur hafi hún annaS tamiS sér um æfina, en ræSuhöld. Samkvæminu sleit um kl. 9 meS káffidrykkju og ÞjóS- söng vorum Islendinga “Eldgamla Isafold”. Þau hjónin Þorvaldur Þorvaldsson og ÞuríSur Þor- bergsdóttir eru bæSi ættuS úr SkagafirSi. Þorvaldur er fæddur á Hafragili í Ytri-Laxárdal 30. júlí áriS 1842. Voru foreldrar hans Þorvaldur bóndi Þorsteinsson á Hafragili og María Egilsdóttir bónda á MiSgrund, systir Gottskálks silfur- smiSs á Völlum. En Þorsteinn faSir Þorvaldar á Hafragili var Þorvaldsson, á SkíSastöSum, Þorsteinssonar á SkíSa- stöSum, Þorvaldssonar. Er þaS hin alkunna og fjölmenna SkíSastaSaætt í SkagafirSi. En kona Þorvaldar yngra Þor- steinssonar á SkíSastöSum var Þórunn GuSmundsdóttir, Jónssonar, SigurSssonar lögréttumanns í Ási í Hegranesi, Jónssonar, Teitssonar, Björnssonar prests á Melstad, Jóns- sonar 'biskupsí Arasonar. Ungur aS aldri misti Þorvaldur föSur sinn; ólst hann þá upp meS móSur sinni fyrst á Hafra- gili til 10 ára aldurs, þar næst á IngveldarstöSum í sömu sveit, og síSari manni hennar, Ólafi Kristjánssyni til fúlltíSa aldurs. ÞuríSur Þorbergsdóttir er fædd á Dúki í SæmundarhlíS 8. janúar áriS 1837. Voru foreldrar hennar Þorbergur hreppstjóri á Dúki, annálaSur greindarmaSur á sinni tíS, lónsson hreppstj. á Dúki, Oddssonar bónda á Tunguhálsi, Sveinssonar prests í GoSdöIum ('frá 1 736—1757), Páls- sonar prests í GoSdölum (frá 1712—1736), Sveinssonar prests á BarSi í Fljótum (frá 1649—1687), og Helga Jóns- dóttir prests Reykjalíns á Ríp í Hegranesi (frá 1839— 185 7). Hjá foréldrum sínum ólst ÞuríSur upp til fullorSins ára. Þann 1 1. júlí áriS 1869 voru þau Þorvaldur og ÞuríS- ur gefin saman í hjónaband í ReynistaSarkirkju af sóknar" prestinum þar, séra Magnúsi Thorlacius. Voru svaramenn þeirra Þorbergur hreppstj. Jónsson á Dúki og Einar umboSs- maSur Stefánsson á ReynistaS. Bjuggu þau fyrst nokkur ár á Dúki, eSa ofan aS árinu 1874, en þá færSu þau sig aS Reyn í Hegranesi, er þá var í eySi og bygSi Þorvaldur upp jörSina. Þar bjuggu þau í 9 ár. ÁriS 1883 færSu þau sig aS Ytri-Hofdölum í BlönduhlíS og bjuggu þar um 4 ára tíma, eSa þangaS til þau 'fluttu alfarin af lslandi til Vestur- heims áriS 1887. Er hingaS kom settust þau aS í Árnes- bygS í Nýja Islandi, í VíSidalstungu, og þar hafa þau búiS í 29 ár. ÁriS 1916 létu þau af búskap og færSu sig norSur aS Riverton bæ viS Islendingafljót, til Sveins sonar síns, og þar hafa þau átt heima síSan, í húsi er þeir synir þeira létu reisa handa þeim. Átta börn hafa þau hjón eignast Mistu þau fjögur heima á Islandi, er svo hétu: María, Ólafur, María, Helga, er öll dóu í æsku, en fjögur fluttust meS þeim hingaS vestur: Sveinn, kaupmaSur viS Islendingafljót; GuSrún, gift Sigur- jóni Jónssyni í Odda viS Árnes; Dr. Þorbergur í Saskatoon- bæ, prófessor í efnafræSi viS háskóla Saskatchewan fýlkis, og Þorvaldur kandidat í náttúruvísindum, er andaSist viS Harvard háskólann fyrir nær því 16 árum síSan, rúmt 25 ára gamall, án alls efa hinn efnilegasti námsmaSur, er Is- lendingar hafa átt í hópi sínum hér vestra. Hin öldnu hjón eru búin aS afljúka miklu og þörfu dagsverki. ISni og trúmenska hefir auSkent þau alla þeirra daga. Þau hafa veriS sí-starfandi og ber jörS þeirra í Ás- nesi þess merki, er heita má aS öll sé nú lögS í ræbt, en áS- ur var öll í stórskógi, er þau námu sér þar bólfestu. Þau hafa mátt heita nýbyggjar í tveimur heimsálfum, og segir þaS sig sjálft aS einhverntíma hefir orSiS höndu til aS taka. Gest- risni og greiSasemi hefir og einkent þau og vin’festa og stöS- uglyndi eru þeir kostir, er þau hafa eignast í ríkum mæli. Þau eru bæSi prýSis vel gefin og hafa hagnýtt þá gáfu sér og öSr- um til blessunar. Undir æfikvöldiS njóta þau nú þeirra launa, sem nytsamt líf alla jafna veitir, sæmdar og virSingar samferSamannanna, nægtar og rósemdar aS erfiSinu loknu. í GULLBRÚÐKAUPI Þorvaldar Þorvaldssonar og ÞuríSar Þorbergsdóttur. ÞiS brúS'hjón, silfri sæmd af háum aldri, MeS sveiga gulls, sem tíminn lét í arí — ÞiS heyriS nú, af hörpu strengja galdri, öll hjörtun þakka sjötíu ára starí. i Á meSal okkar eilíft lff sér hreyfir, Og ykkar líf er brot af geisla þeim, En niSja ýkkar andi gulli dreifir Og undrabliki ljóss, um Vesturheim. ÞiS gerSust heild, en heildin sú er eining, Sem hér í lífi skiftist ekki í tvent, Og ékki’ er dauSinn sjálfur sundurgreining, HvaS svo sem okkur hefir veriS kent. Þess hinstu rök aS heilu megi deila, Þau hljóta aS falla skóla vorum í, Því aldrei getur veriS hálft þaS heila, Og hjónin verSa lengstum eitt af því. ViS biSjum þess, aS gæfan ykkur geymi Og géfi aS hjá oss lengi dveljiS þiS, Því yndisstundir vorar hér í heimi Er himnum ekki dælt aS jafr.ast viS. Og hverju sem um sáluhjálp þiS trúiS, ÞiS saman flytjiS Drotni þakkargjörS, AS friSsæl, glöS og frjáls þiS hafiS búiS I fimtíu’ ára ríki hans á jörS. Guttormur J. Guttormsson. Til Mr. og Mrs. Þ. Þorvaldssonar á 50 ára hjónabandsafmæli. Hélgur heilla dagur hreifir instu tónum, hálfrar aldar hagur 'hugans lyftir sjónum gegnum liSnar leiSir lýsir hjartans minning, blíSum geislum breiSir bæSi tap og vinning. Á sigurdegi himin heiSum frá hjartans grunni 'brenna ljós, um h'álfa öld sem lýstu leiSum til láns og frama hal og drós, og vígSu starfiS von og dug meS viljans kraft og bróSurhug. 1 Frá manns og konu kærlei'ks arni fær kraft og menning sérhver þjóS, þar fyrsta ljósiS 'brosir barni meS bending út á tímans flóS, ef æsku stigin stefna rétt er starfi lífsins takmark sett. ÞiS göfgu hjón í hug og verki sem hafiS fylgst um langa braut, hér gnæfir ykkar gulliS merki viS geislum fágaS haustsins skaut, þó haíli degi enn er afl í meS eld og þol viS lífsins tafl. Nú fagn>a vinir hlýtt af hiarta, sem hafa ncitiS ykkar liSs, meS ósk um framtíS unaSs bjarta unz öldur þagna hinsta miSs, og signir fagurt sólarlag í sæmd og þökk um merkan dag. M. Markússon. Frœgðarljóminn sem bliknaði. VJokkrir af hershöfSingjum ófriS* arins mikla, sem aSeins náSu bráSabirgSar fótfestu á hátindi frægSarinnar. Nú þegar heimsstríSiS mikla er um garS gengiS og maSur íer aS hugleiSa ýmislcgt í sambandi viS þaS, verSur fyrst fyrir hugskots- sjónum manna allur sá sægur af hershöfSmgjum, sem risu til frægSar, en sem hurfu svo aftur,. eftir aS þeir höfSu baSaS sig í frægSarsól blaSdálkanna og al- menningsálitsins, nokkra daga eSa mánuSi. Sumir þeirra féllu í ónáS, aSrir reyndust óhæfir til aS gegna yfirherstjórn, þó kappar he'fSu reynst undir öSrum og ó- sigrar urSu frægS sumra þeirra aS fjörtjóni. Og nú er hljótt um þa alla. Hér skulu nokkrir þessara fyrr- um frægu” nefndir. VerSur þá fyrst aS minnastj rússneska hershöfSingjans Alexis A. Brusiloff. Um eitt skeiS var | hann kallaSur frelsari Rússlands og máttarstoS bandamanna en refsi-j vöndur Þýzkalands. Nú veit eng- inn meS vissu hvort hann er lífs eSa liSinn. Sú óskapa öld, sem yfir Rússland hefir duniS síSan keisaranum var hrundiS af stóli, hefir gleypt Brusiloff meS húS og hári. Brusiloff ávann sér frægS í byrjun stríSsins, þegar hann og Rusky stjórnuSu vinstra fylkingar- armi hins volduga rússneska 'hers undir yfirstjórn Nikulásar stór- fursta, er réSist á Austurríkismcnn fyrsta mánuS stríSsins. Austur- ríkismenn undir yfirstjórn Auffen- bergs og Dankl höfSu einnig búiS sig undir árás, og miðja vega lenti herfylkingunum saman. Unnu ( Rússar þar frægan sigur og Aust- urríkismenn urSu aS flýja inn ýfir landamæri sín og ætluSu þar aS veita viSnám, en Brusiloiff og Rusky voru á hælum þeirra og önnur orusta fylgdi, sem Rússar og unnu, og þá tóku þeir Lemberg, höfuSborgina í Galiciu. Hér fylgdi sigur á sigur ofan. Cracow var tekin og í marz 1915 tókst Brusi- lóff aS taka hiS ramgervasta vígi Austurríkismanna, Przemysl, eftir mannskæSa orustu. Og upp á Karpatafjöll komst Brusiloff meS her sinn. Fyrir neSan blöstu viS sléttur Ungverjalands, og þaS leit út sem Brusiloff mundi þá og þeg- ar veita Habsborgarveldinu bana' sáriS. En þá komu ÞjóSverjar til hjálpar samherjum sínum, Austur- ríkismönnum. Mackenzen sigraSi Rússa undir Dimitrieff viS Duna- jec og þeir samherjarnir héldu á- fram sigurgöngu sinni austur á viS. Her Brusiloffs í Karpatafjöllum var í hinni mestu hættu. því ekki einasta voru óvinir því nær búnir aS umkringja hann, heldur og voru vopnabirgSir hans á þrotum. En meS snrræSi og dugnaSi tókst Brusiloff aS bjarga sér og mönnum sínum, og á því undanhaldi sýndi hann hvaS bezt, hvílíkur hers- höfSingi hann var. En þaS var áriS 1916, sem Brusiloff varS frægastur. ÞjóS- verjar voru þá aS hamast um Ver- dun og megin her Austurríkis- manna var aS berjast viS Itali í Alpafjöllunum. Þá gerSu Rússar nýja árás í Bukovina og Galiciu, og unnu hvervetna sigur, og her- fangiS, sem Rússar tóku þá. bæSi fangar og vopnabirgSir, var svo mikiS aS sagan getur ekki um ann- aS slíkt. Brusiloff ógnaSi aftur Habsborgarveldinu og ÞjóSverj- (Framh. á 5. bJg.)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.