Heimskringla - 01.10.1919, Síða 4

Heimskringla - 01.10.1919, Síða 4
4. BLAÐSIÐA. HElMSkRINGLA WINNIPEG, 1. OKTÓBER, 1919 HEIMSKRINGLA f 188«) Kemur út á hverjum MitSvikudegl Ctgefendur og cigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blatlsine í Canada og BandaríkJ- anum $2.00 um áriti (fyrirfram borgatS). >*TErnt til tslands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rátismanni blatis- ins. Póst eóa 'uanka ávísanir §tílist til The Viking Press, L,td. Ritstjóri: GUNNL. TR. JÓNSSON ShrlfRtofml 72» SHERBRO0KB P.S.Boi 3171 STKEET, WlNlllPlSe TalalnU Oarry 41T0 WINNIPEG, MANITOBA, 1. OKTÓBER, 1919 Árgangamót, Með þessu blaði byrjar Heimskringla 34. aldursárið, og er því farið að Iíða á fjórða tuginn fyrir henni. Hér í Canada mun Heimskringla vera elzta blaðið, sem gefið er út á útlendu tungumáli, og hún er annað elzta blaðið í heiminum, sem gefið er út á íslenzku — Isafold ein er eldri. Árin, sem liðin eru, hafa ekki gengið bar- áttulaust. Hefir oftlega verið þröngt fyrir dyrum Heimskringlu, þó jafnaðarlega hafi furðu vel ræzt fram úr fyrir henni á endanum, því vinsældum hefir hún jafnan átt að fagna og margir verið viljugir að greiða götu henn- ar. Þessi síðustu tvö árin hafa verið ein hin allra erfiðustu í sögu blaðsins, og má kenna það sem annað dýrtíðinni. Kostnaður allur við blaðið hefir tvöfaldast og sumstaðar þrefaldast við það sem var fyrir stríðið. Prentararlaun voru þá 18-—22 dalir um vik- una, núna 30—35. Prentpappír var þá 2c pundið, nú 6 cent og þar frajn eftir götúnum. En þrátt fyrir þennan mikla kostnaðarauka, er verð blaðsins hið sama, þó það að réttu lagi ætti að vera tvisvar sinnum hærraf. Blöð- in á íslandi, t. d. Lögrétta, sem kostaði 5 kr. fyrir stríðið, kostar nú 20 kr. fyrir árið. Ensku blöðin hafa og flest hækkað verð sitt um helming eða meira. Islenzku blöðin hér eru þau einu, sem ekki hafa hækkað verðið. Það er ekki tilgangur vor með línum þess- um að tilkynna verðhækkun á blaðinu, þó svo væri eðlilegast. Heimskringla getur fleytt sér á hinu lága verði, ef kaupendur blaðsins gera skyldu sína við hana og greiða skilvís- lega andvirði hennar. Heimskringla á nú úti standandi hátt á áttunda þúsund dala, og væri henni það ómetanlegur styrkur, ef þeir pen- ingar kæmu inn í haust. Heimskringla er orðin eitt af helztu líffær- ununa í þjóðernislíkama Vestur-Islendinga, þeirra er þ<ví hlynna sem mest að henni, og það gera þeir bezt með því að gjalda henni sem hennar er. Verði það, drekkur Kringla í sig ásmegin og lifir þaðan í frá í endurnýjung lífdaganna, sér og öðrum til heilla og gleði. Borgið Heimskringlu. Flokksþing Conserva- tíva. Miðstjórn conservativa flokksins hér í Manitoba hefir ákveðið að kalla saman flokksþing, sem haldið verður hér í borginni og hefst 6. nóvember n. k. Tilgangurinn með saman köllun þess er sá, að semja stefnuskrá fyrir flokkinn og velja leiðtoga. Síðan 1915 hefir flokkurinn ver- ið svo að segja höfuðlaus hér í Manitoba, því þó hann hefði bráðabirgðaleiðtoga á þingi, þá gætti hans lítið út í frá. Albert Prefontain er heiðarlegur maður og nýtur sem bóndi, en hann skortir flesta þá hæfileika, sem leiðtoga eru nauðsynlegir. Og kemur því ekki til mala að hann geti leitt flokkinn við í hönd farandi kosningar. Og aðrir floksbræður hans í þinginu, að Talbot undanskildum, eru ekki hæfari til forustunnar eil hann. Og hvað Talbot viðvíkur, þá er hann lítt reyndur enn- þá og ekki kunnur, en hann talar vel og er duglegur. Af þessu verður séð að flokksþingið verð- ur að velja leiðtogann utan þings, enda hefir flokkurinn þar völ ýmsra ágætis manna. Tal- að hefjr verið um W. J. Tupper K. C. sem heppilegan leiðtoga. Hann er mikils metinn lögmaður hér í borginni og ræðumaður í bezta lagi, og er kominn af frægri stjórnmála- mannaætt. Faðir hans var Sir Charles Tupp- er fyrrum stjórnarfors'eti Canada, og einn hinn mikilhæfasti og mætasti stjórnmálamað- ur, er hér hefir verið uppi. Ætti sonurinn að hafa erft eitthvað af stjórnmálakænsku föð- ursms og afburðum. Annar hæfur maður til leiðsögu flokksms er John T. Haig lögmaður og fyrrum þing- maður. Er haiín vel kyntur hér í Winnipeg og í miklu áliti. Báðir þessir menn myndu reynast conserva- tiva flokknum góðir leiðtogar, og ávinna sér traust og virðingu kjósenda. Stefnuskrá verður og þingið að semja, sem du^ur er í, og sem fólkinu er geðfeld. Conservativa flokkúrinn hefir verið í mol- um hér í fylkinu síðan 1915. Með góðuin leiðtoga og ábyggilegri stefnuskrá, er ekki einasta hægt að sameina flokkinn, heldur og Ieiða hann til sigurs við næstu kosningar. / Auðmagn og vinna. Þýðingarmesta málið, sem liggur fyrir þess- ari þjóð og flestum þjóðum, er að koma á varanlegri samvinnu milli auðmagnsins og vinnunnar, því að á slíkri samvinnu hvílir vel- ferð og velmegun þjóðfélagsins. I flestum löndum heimsins eru nú ríkjandi meiri eða minni óánægja og órói meðal verka- lýðsins, og þó að vinnuveitendúrnir slaki við og við til og bæti kjörin, verða sættirnar ekki langheldnar, og þegar einu verkfallinu lýkur tekur annað við. Svona hefir það gengið til í meira en ár, og sjá allir að slíkt ástand er ekki til þjóðþrifa. En hvað skal taka til bragðs? Á iðnþinginu, sem haldið var í Ottawa fyr- ir skömmu, var rætt um þetta fram og aftur, en að engri niðurstöðu varð komist, sem á má byggja. Sátu þó þing þetta fulltrúar beggja aðila, auðmagnsins og vinnunnar, og orsökin til að ekki tókst betur, var sú sama og áður, að hvorugur hugsaði um annað en sinn eigin hag, og sjóndeildarhringurinn var svo þröng- ur að ekki sá út fyrir hlaðvarpann. Helzta málið, sem kom fyrir á þinginu, og sem gæti haft góðar afleiðingar í framtíðinni, ef næði fram að ganga, var um þátttöku verkamanna í stjórn iðnaðarstofnana. Raun- ar fór þingið fremur vægilega út í þá sálma og með sýnilegri hálfvelgju. Lagði það þó til að skrifstofa yrði sett á stofn undir umsjón atvinnumáladeildar sambandsstjórnarinnar, er útvegaði sér allar þar að lútandi upplýsingar, og jafnframt gefa upplýsingar í sambandi við málið hvenær sem verkamenn eða vinnuveit- endur óska. Og ef að þessir aðilar kæmu sér saman um að stofna sameiginlega stjórn fyrir iðnaðarfyrirtækin, skyldi skrifstofa þessi hjálpa sem bezt hún gæti að því að svo tækist. Hér hefir iðnþingið farið að nokkru leyti eftir tillögum atvinnumálaráðgjafans, senator Robertson. Eins og menn muna, lýsti hann yfir því í þinginu í vor, að eina ráðið til að koma á samvinnu milli auðmagnsins og vinn- unnar, væri það að sameiginleg stjórnarnefnd beggja aðila stýrðu framkvæmdum fyrirtæk- isins, því um leið og verkamaðurinn fengi hönd í bagga með verkhögun og stjórn iðn- greinar þeirrar, er hann inni við,, þá um leið væri um hans eigin hagsmunamál að ræða, að sem bezt gengi starfrækslan. Það mun og flestum í fersku minni, að sambandsstjórn- in skipaði nefnd manna undir forustu Mathers dómstjóra hér í Manitoba, og að sú nefnd átti einmitt að rannsaka þetta mál, og koma fram með tillögur, hvernig bezt mætti efla sam- vinnuna milli auðmagnsins og vinnunnar, og tillögur nefndarinnar voru sviplíkar skoðun ráðgjafans.nefnilega að eina ráðið til sam- vinnu væri að gefa verkamönnum hlutdeild í stjórn iðnaðarryrirtækjanna. ^ Úr því nú að sambandsstjórnin, Mathers- nefndin og iðnþingið, eru öll á sama máli, að sameiginleg hluttaka í stjórn iðnfyrirtækja sé eina ráðið til þess að koma á varanlegum friði á milli auðmagnsins og vinnunnar, þá ætti að vera gerð bráð gangskör að því að koma slík- um breytingum á. Heimurinn stynur undir því óstjórnar og ó- eirðafargani, sem leitt hefir af missættinni milli þessara tveggja aðila, og hólpið er það land, sem getur jafnað þær sakir svo báðum líki. ** Auðmagnið og vinnan eru tveir aðilar, sem hvorugur getur án annars verið. Og það er lífsnauðsyn fyrir velmegun hvers lé^ids, að báðir þessir aðilar læri listina þá að skoða hverja iðngrein sem nauðsynlegt líffæri j þjóðarlíkamanum, og hafa það þugfast, að þefr bera báðir að jöfnu ábyrgð á því að líf- færi þetta þroskist og starfi sem bezt. En hér er talsverð breyting frá þeim hugsunar- hætti, er aðeins lítur á eigin hagsmuni, sem flestum hefir löngum verið tamastur. Samúð í þjóðfélaginu er nauðsynleg. Án hennar er framþróun hvers lands í voða. Canada má ekki við því að sundrung ríki í landinu til leagdar, og eini vegurinn til bóta er fóstbræðralag — fóstbræðralag auð- magnsins og vmnunnar. Verði það, á Canada bjarta framtíð fyrir böndum. Hlustarstyft bæði eyru Hann Jón vor Bíldfell er dásamlega Iikur sjálfum sér í síðasta Lögbergi, og sýnir venju ; a fremur hvílíkt prúðmenni og siðavandlætari hann er. Hann hefir rekist á greinarstúfí Heims- kringlu, sem honum finst nauðalíkur smágrein sem hann sér í Morgunblaðinu, og hann fyilist heilagri vandlætingu yfir þessum ósköpum, birtir • greinarstúfinn og kallar oss þjóf að honum. Þvílík ósvinna, að stela hálfrar áln- ar langri grein. Og dánumaðurinn krossar sig og ákallar hinn heilaga Gabriel — og alla halaróuna — sér til verndar en oss til refs- ser ingar. Ein ræknlhnn er nú sá, að greinar skömmin er alls ekki stolin, heldur þýdd úr danska blaðinu Politiken, og er lítill efi á því að Morgunblaðið hefir tekið hana þaðan Iíka, og mismunurmn á Heimskringlugreininni og Morgunblaðsgreininni, þó lítili sé, ætti jafnvel að sannfæ a Jón um að sona er málinu hagað. En Jón greyið kann nú ekki dönsku, og verð- ur því að -s irða honum til vorkunnar þó hann hafi hugsað ilt í sínu hjarta, og skoðað oss af sama sauðahúsinu og sjálfan sig. Því eins og flestum er kunnugt, hefir prúð- mennið og vandlætarmn Jón ekki einasta tek- ið upp smágreinar án heimilda við og við fyrir dálka Lözbergs, heldur hefir hann emnig hnuplað heilum bókum og útbýtt þeim svo í smáskömtum í blaðmu, svo að menn skyldu fremur ætla að hér ysi hann úr sínum eigin vizkupotti. Að hnupla heilum bókum er svo líkt honum Jóni — hann er svo stórtækur í öllu, maðurinn. Mest ber á hnuplinu í Sólskinsdáíkum Lög- bergs. En þó eru ritstjórnardálkarnir furðu fengsælir. Eða ^hvar fékstu greinina þína um hann Louis Botha í síðasta biaði, Jón minn? Eða greinina um Parneil og Lincoln í næsta blaði þar á undan, Voru þær þitt heilasmíði eða bjargaðir þú þér svona hms- eginn? 1 “Sólskins”dálkum Lögbergs hefir kveðið svo ramt að hnuph, að því nær hver ein og einasta smásögubók, æfintýri, þjóðsögur og þess háttar, sem út hefir komið á íslenzkú síð ustu fimtíu árin, hafa orðið fyrir meiri eða minni búsifjum, og þó heimilda sé sumstaðar getið, þá er hitt þó miklu oftar, sem þeim er gersamlega slept, og eyrnamarki Jóns fjár- bónda smelt á í staðinn. Hér skulu nökkur dæmi tilfærð máli voru til sönnunar. Árið 1856 var á Akureyri gefið úí kver af séra Sveinb. Hallgrímssyni, sem hann kallaði “Afmælisdagar í tólf stundum”. Voru það ýms heilræði til æskulýðsins. Kverinu. eins og það leggur sig, 64 bls., hefir Lögbergs- ritstjórinn hnuplað, og birtist það í I 1 númer- um af blaðinu, nr. 2—á. Heimilda hvergi getið, og því með eyrnamarki Jóns. Líklega hefir hann haldið, að þar sem heill mannsaldur væri liðinn frá útkomu ritsins, að fáir mundu við það kannast, og því óhætt að : klófesta það. Lesbók þeirra Guðm. Finnbogasonar og fé- laga, hefir Lögberg orðið matur úr, og hafa sögur, æfintýri, kvæði og kviðlingar verið hnuplað þaðan mjög tíðum, þó stundum sé getið heimilda. I Lögbergi 3. okt. 1918 má lesa: “Þegar hann var búinn eð einsetja sér þetta, greip hann hið fyrsta tækifæri, sem honum bauðst, til þess að strjúka frá hús- bónda’sínum, og faldi sig í þéttum skógi. En þá varð hann þess var að hann hafði flúíð úr einni eymdinni , aðra. Hann var búinn að ráfa þar í skóginum, matarlaus, og loks fór hann í örvæntingu inn í helli, sem hann fann. Þar ætlaði hann að bíða dauðans.” 1 Lesbók, I, bls. 123, má lesa: “Þegar hann var búinn að einsetja sér þetta, greip hann hið fyrsta tækifæri, sem honum bauðst, til þess að strjúka frá hús- bónda sínum, og faldi síg í þéttum skógi. En þá varð hann þess var, að hann hafði flúið úr einni eymdinni í aðra. Hann var búinn að ráfa þar um skókginn, matarlaus, og loks fór hann í örvæntingu inn í helli, sem hann fann. Þar ætlaði hann að bíða dauðans. I Lögbergi 12. júní 1919 er sögunni “Þyrnirósa” hnuplað. Því til sönnunar fylg- ir hér kafli úr henni: “Hrossin í garðinum stóðu upp og hristu sig, dýrhundarnir brugðu á leik og dingluðu rófunum, dúfurnar á þakinu reistu höfuðin upp undan vængjum sínum og flugu út á ak- ur; flugurnar tóku að skríða eftir veggnum, eldurinn kviknaði í eldhúsinu og logaði vel, svo að maturinn soðnaði, en steikin suðaði og smitaði; matreiðslumaðurmn rak eidasvein- inum rokna löðrung, svo að hann æpti upp, og eldabuskan reitta af hænunni það sem eftir var af fiðrinu.” I Lesbók, ÍL, bls. 70, má lesa: “Hrosmn í garðinum stóðu upp og hristu sig, dýrhundarnir brugðu eik og dingluðu rófunum, dúf- urnar á þakinu reistu höfuðin upp undan vængjum sínum og flugu út á akur; flugurnar tóku að skríða eftir veggnum, eldurinn kviknaði i eldhúsinu og Iogaði vel, svo matur- ínn soðnaði, en steikin suðaði og smitað.; matreiðslumaðurinn rak eldasveininum rokna löðrung, svo að han næpti upp, og eldabuskan j I reytti af hænunni það sem eftir var af fiðrinu.” Dugar þetta, Jón sæll, til að ! ?ýna blaðamensku frómleik þinn ? Ef ekki, er auðvelt við að bæta. Og aðferðin þín er í samræmi við þín eigin orð, þú Iýsir henni svo aðdáanlega í síðasta Lögbergi: “En aðferðin, sem þarna er brúkuð, er lævísleg og minnir oss í fjármark eitt, sem vér heyrðum alað um, þegar vér vorurn dreng- ur. En það var afeyrt á báðum eyrum. Og það fylgdi hjá þeim, sem vér heyrðum tala um þetta mark, að sem betur færi fyndist sjaldan fé með því marki, en þeg- ar það kæmi fyrir, þá þætti djöfull- nn æfinlega veri kominn í spilið.” Er hér ekki dásamlega að orði komist? Og eiga ekki- orðin vel við hann Jón? Að endingu viijum vér leggja ritstjóranum á hjarta heilræðið: “Þeir, sem búa í glerhúsi, ættu ekki að kasta steinum”. Dodd’s Kidney Pills, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um iyfsöium eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. Hánnessonar og konu hans, morgun. Þau utanlands. dveljast nú bæJ5i Sigurlánsbréfin íæra tvöfaldan ábita. ser- Bændur Vesturlandsins hafa staka ástæðu tU þess að kaupa Victory Bonds. Þegar bóndinn í Vesturlandinu, eða hvar annarsstaðar í Canada sem er, ver peningum sínum til að kaupa sigurlánsbréf gerir hann sjáifum sér tvöfaldan hagnað. ann slær tvær fluugur í einu höggi. Hann hjálpar með því að koma afurðum landsins á markað- inn, svo að hann sjálfur geti hagn- ast meira. Hann leggur peninga þá, sem hann getur sparað, í það öruggasta fyrirtæki, sem til er, og það sem mest er áríðandi. Bændur Vesturlandsins fá í ár að mmsta kosti $2.15 fyrir hvert bushel af hveiti, og hlutfallslega gott verð fyrir aðrar afurðir. Þeir hafa því í sannleika fulla ástæðu til að styðja Sigurlánið að þessu sinni. Framkvæmdanefnd Sigurlánsins skorar alvarlega á Vesturlands- bændurna að íhuga þetta, og veit hún að ef þeir gera það, muni þeir finna hjá sér ekki einungis skyldu- kvöðina til að kaupa, heldur og hagsýniskröfurnar. Sigurlánsbréfin ættu því að selj- ast vel og fljótt, þegar þau koma á markaðinn seint í þessum mánuði. Frá SiglufirSi kom sú frétt í -ær, aS róstur hefSu orSið þar all- miklar milli NorSmanna, og hefSi slands Falk lánaS menn í land til aS skakka Jeikinn. Jónas Árnason bóndi á Reyni- felli í Rangárvallasýslu andaSist aS heimili sínu 28. f. m. Hann var hinn mætasti maSur og góSur bóndi. Tún háfa nú víSa veriS tvísleg- in hér í bænum og grendinni, og eru sumstaSar alhirt. Heyf sem nýlega var flutt hing- aS til bæjarins, og átti aS teljast fullþurkaS, var vegiS viS móttöku og reyndist þá aS vera rúm 1 I þús. kíló, en var síSan breitt og þurkaS eina dagstund, þá vegiS aftur, og var þaS þá aSeins rúm 8 þús. kíló; þaS hafSi þannig lézt um rúmlega Li- — Nýlega var hér í blaSinu sagt frá heykaupum bæjarins, en ef þeir 5 00 ( ? ) hestburSir, sem þar var um aS ræSa, hafa veriS á- líka vel( !) þurrir og þetta hey, þá lætur nærri aS 1 35 hest'burSir hafi veriS — vatn, sem flutt hefir ver- iS til bæjarins meS ærnum kostn- aSi, og kostaS hingaS komnir hátt á fjórSa þúsund krónur. Rán kom frá Englandi í gær: hafSi selt afla sinn fyrir tæp 1 000 pd. sterling. Ekki gat skipiS fengiS kol til flutnings aS þessu sinni. 7800 tunnur af steinolíu flutti olíuskipiS Rollo, sem hingaS kom í fyrrinótt. ^ GóSan afla fá bátar þeir,, sem róiS er héSan. (Vísir.) ÍSLAND. (Framh. frá 1. bls.) málverk og teikningar, 22 líkam- smíSi og l.'hústeikning. Islenzk list er ung enn, en óhætt er aS fullyrSa, aS sýping þessi verSi af oilum talin landinu og íslenzkum listamönnum til sóma. Þar eru saman komin verk hinna elztu listamanna okkar, sem allir kann- ast viSf Ásgríms, Einars og Þórar- ins, og verk hinna yngri og yngstu listamanna og listmannaefna okk- ar, sem sumir eru þegar orSnir þjóSkunnir, en aSrir, þótt byrj- endur séu og flestum áSur oþektir, líklegir til þess aS vinna sér margt til ágaetis er stundir líSa. Síldaraflinn á öllum veiSistöS- um fyrir norSan og vestan er nú •• á . agSur orSinn í mesta lagi um 'oús. tunnur. 50 Dr. Kr. Kalund hefir arfleitt rræSafélagiS íslenzka í Kaup' nannahöfn, aS öllum eignum sín- -m, og sýnt í því bæSi höfSings- kap og ræktarsemi til Islands. SilfurbrúSkaupsdagur þeirrs íijónanna GuSmundar prófessors Kvef í Maganum er Hættulegt. “I'fi.undlr fftlkw hnfa l>a« o*r vlfa ekkl af l»v1,” sesrir elnn lœknlr. AllfitS ati vern meltinBarleyai.— HverniK þekkjn »kal l»etta og lieknu. *‘I>úfsundir fólks þjálst meira og mlm.1 af andremmu, sárum bruna- verkjum í maganum, tííum uppköst- um, magaverkjum, bitrum ropum, gasi, vlndgangi o. s. frv., og kalla þab alt saman meltingarleysi, þegar í raun- inni þetta er a« kenna magakvefi”, skrlfar New York læknlr. Kvef i maganum er hættulegt vegna þess, a« magahimnurnar bólgna og slímhú® sest fyrir, svo ab meltingar- vökvarnir ná ekki aö blandast vili fæö- una. Þetta ásigkomulag framleiöir hættulegar hakteríur í ómeltri og skemdrl fæöunni. BlóöitS vertiur eitr- ati, og ber eitrits út um allan líkamann, Magasár vertia til og oft eru þau fyrsta orsök til þess ati krabbl vaxi. T>á kvef er í maganura, er besta ráti- 175 ab taka inn á undan máltít5 teskeitS aí hreinn'i Bisurated Magnesiu í hálfu glasi af heitu vatni — eins heitu og þú getur framast drukklb . Heita vatniti þvær slimltS úr magaveggjunum og dregur blótiiti at5 maganum, en Bisur- ated Magnesia er uppleysandi efni og eykur áhrif heita vatnsins. Enn frem- ur hefir Bisurated Magnesia þau áhrif aö eyöa súrefnum magans og hreinsa fsetiuna til góörar meltingar. Hæg og náttúrleg melting er afleitiing brúkun- ar þess. Bisurated Magnesia er ekki laxerandi, er þættulaus, bragögóti og autitekin og fæst hjá öllum lyfsölum. Varist aö taka misgrip á Bisurated Magnesia og ötirum tegundum af mag- nesiu, mjðlk, citrates o. s. frv.. en veriti viesir ati fá atS eins hreina Bisurated Magnesia, (í duftl etia plötum), sér- staklega saraan setta fyrir magann. /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.