Heimskringla


Heimskringla - 21.01.1920, Qupperneq 4

Heimskringla - 21.01.1920, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA. HEiMSkRlNGLA \v'iNNIPEG, 21. JANÚAR, 1920. HEIMSKRINULA (Stofnuð Keraur út á hverjura Mlt5vikude*l Otffefeudur og elgendur: í HE VIKING PRESS, LTD. VertJ blaTJsins í ^anada og BandaríkJ- unuro $2 00 um áritJ (fyrirfram borgatJ). íent til lslands $2.00 (fyrtrfram borgatJ). Aiiar borganir sendist rátJsmanni blatSs- ms. Póst eöa banka ávísanir stílist til Ttae Viking Presa, Ltd. Ritstjóri og ráSsmaSur: GUNNL. TR. JÓNSSON Skrlfntofai 729 SHERBROOKK STREET, WIMIPE^ P. O. Boz 3171 Talalml Girrj 41T0 WINNIPEG, MANITOBA, 21. JANLJAR, 1920. Afturköllun. i. AtEygli The Viking Press Ltd., sem eru eig- endur Heimskr. og útg., hefir verið dregið að ummaelum, er stóðu í dálkum blaðsins þ. 24. september 1919 og þann 8. októljfcr 1919, og sökuðu hr. W. T. R. Preston um kosninga- svik og persónulega hluttöku í ólöglegum og sviksamlegum kosningaverknaði. The Viking Press harmar mikillega þessi ummæli um hr. Preston og biður afsökunar á þeim, því við eftirgrenslan hefir félagið kom- íst að þeirri mðurstöðu að þau eru óverð- skulduð og c; !.i á rökum bygð, og að grein- arnar hefðu r'drei átt að birtast. Félagið er sannfært uru uð hr. Preston hefir aldrei verið við nein kosningasvik riðinn, hvorki beinlínis eða óbeinlínis, eins og honum er borið á brýn í nefndum greinum. The Viking Press harmar einlæglega að þessar greinar voru birtar í blaðinu og óskar að gera hr. Preston heiðarlega yfirbót, tví- mælalausa og fullkornna og fúslega viður- kenna þann órétt, sem heiðvirðum stjórnmála andstæðing hefir verið gerður. THE VIKING PRESS LTD. S. Thorvaldson forseti. Árni Anderson. vára-forseti. II. Eg, Gunnlaugur Tryggvi Jónsson, ritstjóri þessa blaðs, eftir að hafa verið bent á grein- ar þær, ssm að ofan er vikið tii viðkomandi • iVlr. Preston, afturkalla ummæli þau, sem þar eru gerð og lýsi djúpri hrygð minni yfir því, að hafa verið aðill að slíkum ummælum, og afturkalla þau hér með og bið afsökunar. Ummælin voru gripin úr lausu lofti, og að því mér er frekast kunnugt, hefir Mr.'Preston aldrei verið viðriðinn nein stjórnmála eða kosningasvik af nokkurri tegund. Gunnl. Tr. Jónsson. Eftirmæli. Meiðyrðamálið er úr sögunni og vér meg- um aftur um frjálst höfuð strjúka. Það var þegar í upphafi ljóst að ekki lágu nema tveir kostir fyrir höndum, annar sá að láta málið ganga dómveginn og eiga það á hættu að fá 10 þúsund dala skaðabætur á hálsinn auk málskostnaðar; hinn sá að reyna að ná sáttum á þann hátt, sem bezt mætti láta sig gera, og sú leiðin var álitin affarasælli und- ir kringumstæðunum. Því þess ber að geta að sökum vangá var Heimskringla ekki skrásett sem blað undir fylkislögunum og gat því ekki orðið þeirra" hlunninda aðnjótandi, sem ritfrelsislögin gefa blöðunum undir svipuðum kringumstæðum, nefnilega þá meiðyrðamál eru á ferðinni. Heimskringla stóð því berskjölduð út á ber- svæði hvað lögverndunina snerti. Pe.;s vegna var það álitið réttast að selja málshefjendum sjálfdæmi, og voru kröfur þeirra afturköllun og 450 dollarar í reiðu silfri. Að þeim kostum var gengið sem að ofan má sjá. Það sem hér hefir hent Heinvkringlu, hsfir þráfaldlega komið fyrir önnur blöð þessa lands, og það eru ekki nema fáar vikur síðan dagblaðið Winmpeg fribune varð að aftur- kal'a ummæli um Dixon þingmar.n og biðja fyrirgefningar; kaus það heldur en dómveg- inn. Saturday Post varð að gera það sama við J. A. Ashdown, og þannig mætti rekja dæmi fram í það óendanlega. Það er svo afar títt að blöðin flytji orð og ummæli, sem þyki meiðandi og hafa má á. Hjá oss Vestur-íslendingum hefir þetta ver- ið með dálítið öðrum hætti. I öll þau ár, er íslenzk blöð hafa verið hér við lýði, hefir þeim liðist það óáreittum að bera sakir á hérlenda menn, sem voru pólitískir andstæ'ðingar þeirra, og það oft og tíðum langtum verri og stærri sakir og meið- yrðameira, en grein vor hafði að færa um Mr. Preston; en landinn var þá svo góðsamur að hann þýddi ekki greinarnar og sendi þeim, sem skammaðir voru. Það var þá nokkurs- konar hefð, að það sem gerðist meðal Vestur- íslendinga, hvort heldur í ræðu eða riti. færi ekki út fyrir íslenzku véböndin. I því skjóli skákuðu svo ritstjórarnir, og varð engum meint af. En tímarnir breytast og mennirnir með; en sleppum því. Meiðyrðamálið er því af höndum vorum, og berum vér enga djúpa hrygð yfir því. Það hefir kent oss margt. Og dalirnir, sem vér höfum orðið að baki að sjá, hafa margborgað sig í vináttu landa vorra. Þeir hafa sent oss andvirði blaðsins í ríkum mæli, og margir hafa orðið kaupendur, sem ekki voru það áð- ur, því þeir vissu að stofnað hafði verið til fjörráða við blaðið, og það fanst þeim ó- drengilega að verið og ósamboðið Islending- um. Vér þökkum því löndum vorum kærlega vinarþel þeirra og vonum af alhug að Heims- •kringla megi verða þeim kærkommn gestur um ótalin framtíðarár. Að svo mæltu dregur Heimskringla gunn- fánann við hún, og heldur ótrauð út á ólgu- sjó stjórnmálanna- að nýju. • Tvær þjóðir. i. Friðarþingið hefir nýlega gert tvær mikils- varðandi ákvarðanir viðvíkjandi framtíð tveggja þjóða. Var önnur þjóðin banda- þjóð Þjóðverja, hin aftur á móti stóð á önd- verðum meiði. Þjóðir þær, sem hér ræðir um, eru Tyrkir og Svartfellingar. Tyrkir eru upprunalega Asíuþjóð, og eru ennþá miklu frekar Austurlandaþjóð en Ev- rópuþjóð, þrátt fyrir það að þeir hafa verið í Evrópu síðan á fimtándu öld. Tyrkir hafa aldrei átt vinsældum að fagna meðal Evrópu- þjóðanna. Þeir hafa verið hataðir og fyrir- litnir, vegna grimdar sinnar og ofsóknar gegn kristnum mönnum. Þeir hafa ekki kunnað að fara með vald sitt og hvert ríkið á fætur öðru hefir undan þeim gengið, þar til nú í byrjun stríðsins mikla að þeir héldu aðeins höfuðborginni Konstantinopel og landmu um- hverfis. I Asíu áttu þeir aftur á móti lendur miklar. I upphafi stríðsins voru Ung-Tyrkir við völdsn, og hafði helzti maður þeirra, Enver Pasha, hermálastjórnina með höndum. Var Enver mikill Þjóðverjavinur, enda mentaður þar í landi. Eins voru flestir af hershöfð- ingjum hins tyrkneska hers. Að Tyrkir gengu því í lið með Þjóðverjum, kom fæstum á ó- vart. En stjórnmálamenn og blöð banda- þjóðanna Breta og Frakka, lýstu því hátíðlega yfir, að með þessari framkon.u sinni hefðu Tyrkir kveðið upp dauðadóminn yfir sjálfum sér sem Evrópuþjóð, því yrði bandamönnum sigurs auðið, skyldi ríki þeirra sundrast og þeir afnumdir úr tölu Evrópuþjóðanna. Og alheimur gladdist yfir þessari yfirlýs- ingu. Níðingsverk Tyrkja á kristnum mönn- um, bæði fyr og síðar, sérstaklega á Armen- íumönnum, höfðu gert þá að viðurstygð hins síðaða heims. “Morðinginn í hásæti” hafði gamli Gladstone kallað Tyrkjasoldán, er að ríkjum sat næst á undan þeim, sem nú er sol- dán. Og árin hafa að engu breytt háttum eða lundarfari Tyrkjans. Nú voru dagar beirra taldir í Evrópu, héldu menn, því þe'r höfðu farið halloka í stríðinu. Og nú var aðeins beðið eftir því að friðar- þingið kvæði upp dóminn. En bardamenn gátu ekki verið sammála um skiftingu þrotabusins. Öll stórveldin vildu ná yfirráðum í Konstantinopel, og þar með sund- unum inn í Svartahafið. Vildu Bretar að Konstantinopel yrði fríborg undir sinni i í,rnd. Frakkar vildu hið sama. Italía vildi ! leggja borgina undir sig og slíkt hið sama heimtuðu Grikkir. Þeir bygðu kröfur sínar ; :ý bví, að af íbúum Konstantinopel væri fullur j helmingur.Grikkir, og borgin væri uppruna- j !c<?a grísk, höfuðborg hins gríska keisaraveld- j r. þar til 1453, að Tyrkir unnu hana. Frið- arþing’ð fjallaði um þetta vandamál í fullar sex vikur, og vildi engann slaka til fyrir hin- um. Niðurstaðan varð því sú á endanum, að Tyrkjum var leyft að halda borginni, og þeir j héldu áfram að vera Evrópuþjóð, þrátt fyrir aft sem á undan var gengið. Tyrkinn situr því þar sem hann er, ekki af því að allir séu þess ekki fyllilega sammála að hann hafi unnið sér ti! chelgis, heldur vegna þess að menn komu sér ekki saman um skift- in þrotabúsins. Er þetta í þriðja skiftið, sem slík sundrung hcfir bjargað Tyrkjum frá burtrekstri úr álf- unr.i. II. Svartfelhngar urðu ekki eins lánsamir. i Þessi harðfenga fjallaþjóð unir sér bezt við J hernað og vopnabrak og hafa um aldaskejð ! átt í baráttu við Tyrki og varðveitt sjálfstæði j sitt. Svartfellingar hafa altaf borið hlýjan hug til hinna serbnesku bræðra sinna, og þeir börðust jafnt fyrir frelsi þeirra sem sínu eigin j frelsi. I Balk'nstríðinu, sem hinar sameinuðu Balkanþjóðir háðu gegn Tyrkjum, mun engin þjóðanna hafa lagt jafn mikið að sér sem | Svartfellingar, en auðvitað báru þeir minst frá borði vegna þess að þeir voru minsta þjóðin. Þeim kann að hafa sárnað það sérstaklega að fá ekki að halda borginni Scutari, sem þeir höfðu tek;ð og þráðu að halda. En þeir hlýðnuðust fyrirmælum stórveldanna möglun- arlaust. Svo þegar friðslitin urðu milli Austurríkis og Serbíu, voru Svartfqllingar fljótir til að segja Austurríki stríð á hendur, og börðust sem hetjur við hlið hinna serbnesku frænda ! sinna meðan þess var auðið, þó um síðir yrðu i þeir yfirbugaðir af ofureflinu. I fjögur ár var hin litla fjallaþjóð í hönd- um óvinanna og hart leik’n. Fara ljótar sög- ! ur af grimdarverkum þeim, sem Búlgarar frömdu á Serbum og Svartfellingum, því þeim ; hafði verið faiið að gæta hinna yfirunnu 1 þjóða. Svartfellingar báru harm sinn í hljóði | og biðu eítir bjartari degi. Og þeir komu j tímarnir að óvinirnir voru reknir burtu og Serbía og Montenegro stóðu aftur undir sínum j eigin fánum. En það stóð aðeins skamma stund fyrir ; litlu Svartfjalla þjóðinni. Stjórnarvöld frið- | arsamninganna ákváðu að gera eitt voldugt I ríki úr Serbíu og fylkjum þeim að norðan, er tilheyrt höíðu Austurríki og Ungverjalandi, ; en nú höfðu undan þeim gengið. En hér skyldi einnig bæta við Montenegro — Svart- | fjallalandinu, svo að hið nýja ríki gæti orðið bæði víðlent og voldugt. Meginþjóðin í þess- um sameinuðu ríkjum skyldu vera Serbar og konungur þeirra verða konungur í hinu sam- | einaða veldi, er heita skyldu Jugo-SIavia. Serbar undu þessu hið bezta, en Svartfellingar urðu óðir og uppvægir. Þetta voru þá laun- j in fyrir að hjálpa Serbum, að fá þá fyrir hús- I bændur. Þeir höfðu verið sjálfstæð þjóð í svörtu fjöllunum sínum lengur en nokkur önnur af Balkanþjóðunum, því þeir höfðu fyrstir orðið ! til þess að iosa sig undan ánauðaroki Tyrkja, J og jafnan verið þeim slæmur Þrándur í Götu. Að gefa nú upp þjóðfrelsi sitt og sjálfstæði, fanst þeim með öllu óbærilegt, og þeir neit- uðu að hlýða fyrirskipunum friðarhöfð’ngj- ai>na. x Serbar voru þá ekki seinir til að senda her manns á henlur þessum bandamönnum sínum og ætluðu að leggja landið undir sig og kúga þjóðina til hlýðni — bræður sína, sem mest og bezt höfðu hjálpað þeim, er þeim lá á. Svartfellingar veittu harða mótstöðu og ráku Serba af höndum sér. Sendu Serbar þá meiri j liðsafla og mun nú mega heita svo sem þeir séu orðnir ráðandi í landinu, og berast ljótar sögur af hryðjuverkum þeirra á konum og börnum Svartfellinga. Á karlmönnum geta þeir ekki hefnt sín, því þeir liggja flestir á j fjöllum úti og vinna Serbum þaðan alt það tjón, sem þeir geta. En meðan þessu fór fram j Montenegro, | fjallaði friðarþingið um málið. Sendinefnd frá Svartfellingum mætti fyrir þinginu og bar fram kröfur .sínar um sjálfstæði landsins. Bentu á að Svartfellingar hefðu verið fyrsta þjóðin, sem komið hefði Serbum til hjálpar, og barist.undir merkjum bandamanna meðan líf og kraftar entust. Launa bæðust þeir engra annara en að fá að halad sjálfstæði sínu sem sérskild og óháð þjóð, eins og þeir hefðu verið í meira en heila öld. Fulltrúaráð friðarþingsins hlustaði á sendi- nefndina, en Iofaði engu. Svo hðu nokkrir dagar að okkert gerðist. En þann 15. þ. m. skeði sá atburður, sem Svartfellingar munu, seint gleymc ■ ' V-nn dag dæmdi fulltrúaráð- ið af þeim siálfstæði og þjóðarrétt og skipaði svo fyrir að Montenegro skyldi héðan í frá vera eitt ríki í hinu sameinaða Jugo-Slava ríki undir serbneskum húsbændum. Dauðadóm siálfstæðis hinnar litlu kotþjóðar undirskrif- uðu þeir Lloyd George af hálfu Breta, Clemenceau af hálfu Frakka og Nitti af hálfu ítala. FuIItrúar Bandaríkjanan eru farnir af þingi. • En á sama degi sem friðarþingið tók sjálf- stæðið af Svartfellingum, kom fulltrúaráð al- þjóðasambandsins saman. Eins og ;enn muna er það aðal tilgangur alþjóðasanib mds- ins að vaka yfir rétti lítilmagnans og smáj jóð- anna og sjá um að sjálfstæði og þjóðrétti þeirra sé ekki misboðið.. Á sama degier sjálfstæði Svartfellinga frá þeim tekið. / Er það ekki furðusamleg tilviljun? Glemenceau. Stjórnarformaður Frakka, Ge- orges Clemenceau, er nú að enda sitt skeið sem stjórnmálamaður, eftir meira en hálfrar aldar uppi- haldslausar baráttu á stjórnmála- brautinni. Á sínum yngri árum var hann hófl^us æsingamaður, en smá stilt- ist með aldrinum, og nú er hann orðinn íhaldssamur í meira lagi og gætinn. Hann hefir mestan hluta tjórnmálaferilsins verið stjórnar- mdstæðingur. Það var alveg sama hvaða flokki stjórnin til- aeyrði, Clemenceau var ætíð á móti henni, og hann kom þeim mörgum á kné, því hann var hamhleypingur á ræðupallinum. Kvað jafnvel svo ramt að því að hann hlaut upp- nefnið ráðuneytabani. Það var aður ráðuneytabani. Það var fyrst 1907, að Clemenceau varð ráðherra og þóttu það stórtíðindi. Var hann þá kominn yfir sextugt. Síðan hefir hann bæði verið stjórn- arformaður og ráðherra öðru- hvoru. 1 byrjun stríðsins var hann ; aðeins þingmaður, en þegar Frakk- ar voru aðþrengdastir og alt virt- ist tapað, tók karl við stjórnar- taumunum, talaði kjark í þjóðina og Ieiddi hana til sigurs. ' Dugnaður, ráðsnild og heift gamla mannsins, mun heiminum lengi minmsstæð. Hann var bar- dagamaður fremur öllu öðru — ieiðtogi, sem öll þjóðin leit til með átrúnaði á þrautatímunum, en sem helmingur hennar hataði, og hinn helmingurinn elskaði, þá friður var í Iandi. TV!onn hefðu haldið að hin | franska þjóð mundi krýna elliár j gamla skörungsins með forsetatign- irni, en svo varð ekki. Hann beið j !ægri hluta fyrir Paul Deschanel forseta þjóðþingsins. Sýndi það sig þar, sem svo oft áður, að á tím- j um nevðarinnar var Clemenceau bjargvætturinn, en þegar henni létti, voru öðrum veitt launin, sem honum báru. En þó nú að Clemenceau verði. aldrei forseti franska lýðveldisins1 og sé á förum frá stjórnarfor- mensku og þingstörfum, og ætli sér að setjast í helgan stein það sem eftir er æfinnar, þá mun heimurinn heiðra minningu hans og sagan telja hann með helztu mikilmennum hinna nýrri tíma. Dodd’s Kidney Pills, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. hafði verið af miðstjórn bænda- flokksins. Voraldarmaðurinn heldur áfram að sýna bændavináttu sína í því að ökamma leiðtoga bændanna, Crer- ar. Af því má nokkurnveginn marka afstöðu mannsins gagnvart bændum. Málaferlin innan Tjaldbúðarsafnaðar, (Framh. frá 1. bls.) un séra FriSriks J. Bergmanns þá kaami so'fnuðinum þaer eigi við því hann hefði aldrei samiþykt þær. Til stuSnings sínu máli kölluðu þeir sem vitni enskan lúterskan prest, er hingaS var nýkominn til bæjarins sunnan, úr Bandaríkjun- um og alinn var upp í Missouri Synodunni, til þess aS bera um hvaS væri hin sanna lút. trú. Kvað hann játningarband vera lagt á alla trúarskynjun manna, og eigi leyfi_ legt fyrir TjaldbúSarsöfnuS aS- víkja frá því atriSi í væntanlegum safnaSarlögum. JátaSi hann þó aS eigi vissi hann neitt um hina ís' lenzku kirkju, hvorki hér í álfu né á Islandi, og aS eigi skildi hann. orS í íslenzku! AS yfirheyrslu allra voitta lok- inni, stóS nú máliS um þaS, hvort TjaldbúSarsöfnuSur væri bundinn játningarritum, *og gæti því eigi viSurkent trúfrelsiS né kenninga- frelsiS, innan sinna vébanda, og hvort ríkiskirkja íslands væri eigi scmu lögum háS. Ennfremur hvort nokkuS tillit bæri aS taka til skoSanaaifstöSu séra FriSriks J. Bergmanns í þ'essum ©fnum sem. áhrærandi afstöSu safnaSarins. Rangmæli. Voröld frá 16. janúar segir í Bita-báik sínum, að Heimskringla hafi sagt að tveir þriðju hlutar nú- verandi samþandsstjórnar væru bændur. Slíkt hefir aldrei staðið j í Heimskringlu. Vér sögðum að tveir þriðju hlutar sambandsþings- ins væru bændur og er það sitthvað og stjórnin. Ritstjóri Voraldar er að reyna að breiða yfir svik sín við bænd- urnar í Assiniboia kosningunum, með því að telja mönnum trú um ao Gouid hafi ekki yerið verðugur bændafulltrúi, heldur dularklæddur afturhaldsmaður, sem siglt hafi undir merkjum bændaflokksins. Þessi afsökun ritstjórans er frá- munalega barnaleg og veigalítil. Bændaflokkurinn er nýr og breiðir faðminn á móti öllum bændum og bændavinum, hvort heldur sem þeir hafa verið conservativar eða liberalar; stjórnmálafortíðm er bændaflokknum létt á metum, því all flestir, sem í honum eru nú, hafa áður tilheyrt öðrum hvorum gömlu flokkanna, og ef að ritstjóri Vor- aidar ætlar sér að fylgja þeim bændum, sem voru svo sannfrjáls- lyndir að vera á móti herskyldunni og sómasamlegri þátttöku Canada í heimsstríðinu, þá rnunu það verði nauða fáir bændur, sem hann getur '•amvizku sinnar vegna léð fylgi útt. Hvað Mr. Gould viðvíkur, þá var hann áður liberal en ekki con- servativ, en hann var meðr her- kyidu en Motherwe!I ekki. Þess ' cgna fylgdi Vo aldarmaðurinn hinum síðamefnda en barðist gegn ^ bóndanum Gould, sem útnefndur( Mótmælti málafærslumaSur sækj- enda því harSlega, að söfnuS- urinn hefSi leyfi til aS viSurkenna nokkuS annaS en þaS sem játning- arnar bæru meS sér. Til yfirlýs- ingar safnaSarins viSkomandi hinni frjálsu stefnu var þá aS sinni eigi hægt aS vísa, því safnaSar- bækurnar frá þeim tíma fundust eigi. SpurSist þaS síSast til binna eldri safnaSabóka aS þær hefSu veriS afhentar Ólafi S. Thorgeirs- sjmi, en hann vissi eigi hvaS um þær var orSiS. Annars var minni hans altaf fremur á reiki. Lauk svo yíirheyrslunni en eigi var dómur feldur aS svo stöddu. ÞaS var eigi fyr en 1 8. des. s. 1. aS dómarinn tilkynti aS hann legSi úrskurS á máliS og kvaS hann þá upp svohljóSandi dóm: AS sajnkvæmt annari grein grundvallarlaga TjaldbúSarsafn- aSar, er svo hljóSar: "GuSs orS, eins og þaS er opinberaS í hinum heilögu kanonísku bókuim ritning- arinnar, er hin sanna uppspretta og hiS fullgilda lögmál fyrir kenning, trú og hegSan sáfnaSarins. SöfnuSurinn játast undir lær- dóma heilagrar ritningar á.sama hátt og hin lúterska kirkja á Is- landi í trúarjátningum sínum.” — Þá væri söfnuSurinn bundinn viS játningarritin, bví aS kirkjan á íslar.di mundi vera þeim bundin, þó vafalaust þar ætti sér mikiS frjálslyndi staS, eins og komiS hefSi fram í vitnisburSi verjenda. en þær stefnur hefSu eigi veriS viSurkendar. Þess vegna hefSi söfnuSurinn eigi heimild til aS taka boSi ÚnítarasafnaSarins og dæmd' ist því sú samþykt ómerk og ónýt.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.