Heimskringla - 18.02.1920, Side 4

Heimskringla - 18.02.1920, Side 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. FEBRÚAR 1920 WINNIPEG' MANITOBA, 18. JANOAR 1920. Norrisstjórnin. i Vinur vor á Lögbergi fer á stúfana í síð- asta blaði sínu, til að andmæia ummælum vor- um um Norrisstjórnina, sem birtust hér í blaðinu 28. janúar og 3. febrúar. Er hann óvenju hógvær og blíður að þessu sinni, og skulum vér því gjalda honum tófiinn í sömu mynd, enda e rekkert við það að athuga þó ntstjón Lögbergs beri hönd fyrir höfuð Norrisstjórnarinnar. Hann hefir nýlega skrif- að skýrorðar hugleiðingar um hósbóndaholi- ustu og trúmensku' og hann breytir auðvitað eftir eigin ke~n ngum. En blind h sbóndahollusta getur líka verið varhugaverð, því hún skapar einhliða skoð- anir og getur ekkert rangt séð í fari hús- bænda smna. Engm stjórn þessa heitns er svo fullkomrn, að hún sé algerlega yfir allar aðfinslur hafin og verðskuldi ekkert annað en emtómt hrós og smjaður. Aímenningur verður því að draga sínar eig- in ályktamr, þegar Lögberg dæmir Norris- stjórnma. II. Helztu aðfinsiur vorar í garð Nornsstjóm- arinnar var eyðslusemi hennar, og munu flest- ir vera oss samdóma í þeim efnum. FjijJiags búsýsla stjórnarinnar hefir, frá því hún kom fyrst til valda og a!t fram á þennan dag, ver- ið með þeim hætti að fádæmum gengur næst. Fjárbruðl og bitlingar hafa keyrt fram úr hófi, og lánbrask stjórnarinnar hefir orðið fylkinu að stórtjóni. Að rekja fjármálasögu Norrisstjórnarinnar að þessu sinni yrði of langt mál, enda mun vikið að þcm efnum síðar, þegar'kosninga- bardaginn byrjar. En svona til málamyndar 1 má benda á einstök atriði, sem keyra fram úr öllu hó-fi. A fyrstu tveimur árum stjórnarinnar eyddi hún nálægt miljón dala í lögmannabitlinga og málavafstur, sem báru engan árangur, og þet^a var á þeim tímum þegar Iífsnauðsyn bar til að spara sem mest. Á fjórum árum nam prentkostnaður stjórnarinnar rúmlega 1/2 miljón dala, og va mest af þessu prentverki gert af fimm prentfélögum hér í borginni, er öll voru nákomin Norrisstjórninni. Engin samkepni um tilboð var leyfð, verkinu var út- hlutað milli hinna tryggu og trúu fylgjenda stjórnarinnar, og hámarksverð auðvitað greitt fyrir alt sem gert var. Slík var sparsemin. Þá komum vér ennþá einu sinni að þing- húsbyggingunni. Vér söguð áður að stjórnin hefði getað sparað fylkinu 3—4 miljónir daia- með því að láta Thos. Kelly & Son, halda áfram við bygginguna, og halda fast við þá samninga, sem við það félag höfðu verið gerðir, því að stjórninni hefði verið það í lófa lagið að hafa svo stranga umsjón með bygg- ingunm, að alt hefði verið gert, sem um var samið. En þetta finnur ekki náð fyrir aug- um vinar vors á Lögbergi. Hann segir það heimsku að halda að Kelly eða nokkur annar hefði getað bygt þá byggingu fyrir sama verð og um var samið 1913. Hvernig vék því þá við að 1916 fullyrti Norrisstjórnin, að hún gæti látið byggja þinghúsið fyrir miijón dali minna, en Kelly-samn’ngarn’r tiltóku. Reynsl- an hefir orði sú, að þinghúúð hefir kostað 3—4 miljónum meira, og ennþá ekki séð fyr- ir endann á kostnaðinum. Sú viðbára ritstjórans, að frá siðferðislegu sjónarmiði hefði það ver;ð ranglátt, að fá slíkum manni sem Kelly trúnaðarmál í hendur, er létt á metunum. Fyrst var það að Kelly hafði það með höndum, svo það þurfti ekki að fá honum það í hendum, og svo hitt, að einmitt meðan Kelly var í hegningarhúsinu, veitti borgarráðið í Winnipeg Kellyfélaginu stóra contract” við vatnsleiðslugerðina- og frá siðferðislegu sjónarmlði hafði enginn neitt út á það að setja. Verkinu er nú lokið og málsaðilar ánægðir. Eftir kenningum Lögbergs hafa siðferðis- kreddur Norrisstjórnarmnar kostað fylkið 3—- 4 miJjónir dala. Þá hefir eyðslusemi stjórnarinnar verið hófiaus í ýmsum kaupum til þinghússins. Skrautmunir, sem bíða máttu betri tíma, hafa verið keyptir uppsprengdu verði á Englandi, og fluttir hingað með ærnum kostnaði. Má þar tilnefna tvo afar stóra “bronce buffalos”, sem sagt er hafi kostað 50 þúsundir dala, og annað fer eftir þessu. .T. d. tvö gólfteppi, annað 60 fer-yards, og hitt helmingi minna, voru keypt í New York, og kostuðu með toili og flutningskostnaði 4200 dali. Minna teppið, sem kostaði tæpa 2000 dali, er í mót- tökuherbergi fylkisstjórans í þjnghúsinu, sem aðeins er opið 1 eða 2 klukkustundir á ári. Mundi ekki hafa mátt skreyta gólfið það dálít- ið ódýrar ? Hvað því viðvíkur að Norrisstjórnin þafi j veitt meira til vegabóta og mentamála, en í 'Roblinstjórnin gerði, þá mun það rétt vera. ( En er árangurinn meiri ? ? Eru méntamálin ' í betra horfi nú en þá? Eru vegabætur að j sama skapi meiri og betri? Vér vitum að 1 skólakennarar eru sáróánægðir við Norris- j stjórnina, en þeir voru ánægðir á tíma Roblin- j stjórnarinnar. Og vér vitum einnig að lítið j sem ekkert héfir verið gert að vegabótum í j þeim kjördæmum' sem mest' þurftu þeirra við. En peningum hefir stjórnin varið ríkulega til ! að láta gera skemtivegi fyrir bifreiða-kapp- í akstur og skemtikeyrslu. En bóndinn hefir | eftir sem áður átt að stríða við vegleysur og i kvikSyndi. III. Skuldir fylkisins hafa vaxið stórkostlega síðan Norrisstjómm tók við völdunum. Fjármálavafstur Hon. Edwards Brown hefir bakað fylkinu stór tjón. Núna síða§t hafði hann nærfeit heila miljón af fé fylkisins í lán- : bralli, og má slíkt fáheyrt kallast. Mestar skuldir fylkisins voru í tíð Roblin- stjórnarinnar hjá enskum bankafélögum. Þessu vildi Edward Brown breyta og tók það því til bragðs að taká lán í Bandaríkjunum til þess að innleysa skuldir hjá Enskinum. Fylkið græddi meira að segja nokkur þúsund á þessu braski, og Hon. Brown söng sjálfum sér og stjórninni lofsöng að vel unnu verki. En svo kom að því að Manitobastjórnin varð að borga réntur og afborganir, og nú, eins og menn vita, er Canada dollarinn tekmn með stórum afföllum í Bandaríkjunum, og því er ekki að sökum að spyrja. 725 þúsundir dala töpuðust fylkinu á þennan hátt. Og þegar þess er gætt að Canadiski dollarinn er í háu verði á Englandi, og að hefði sama ofborgun og renta verið Þorguð þangað, hefði fylkið grætt 250-—300 þúsundir dala. Hér ræðir því um miljónar tap fyrir fylkið, sem skam- j sýni og braski Norrisstjórnarinnar er beinlínis i að kenna. IV‘ ' . . Hvað öðrum syndum Norrisstjórnarinnar viðvíkur, sem vér áður drápum á hér í blað- j inu og Lögbergsritstjóririn fáyrðir um, skul- um vér ekki fjölyrða um að þessu sinni. Þó getum vér ekki annáð en lýst furðu vorri yfir j þeirri tregðu, sem dómsmálaráðherrann hefir sýnt í því að gefa upplýsingar viðvíkjandi upptækum vínföngum og ráðstöfun þeirra. Það er einmitt svoleiðis háttalag, sem skapar tortrygni og grun, meira en nokkuð annað. Enda ganga nú orðið ýmsar ófagrar sögur fjöllunum hærra; svo sem að hin upptæku vínföng séu í höndum launsala- sem prangi þeim út að nýju. Eins er það býsna kynlegt, ( að dómsmálaráðgjafinn hefir endurgoldið I dæmdum sökudólgum 16 þúsundir dala af sektum þeim, sem dómararnir höfðu dæmt þá í fyrir óleyfilega vínsölu, og e:ns látið sleppa mönnum úr fangelsi, sem til þeirrar hegning- ar voru dæmdir fyrir sömu afbrot. Hér er eitthvað e'kki með feldu, og þarf sannarlega skýringar við. — Má vera að vin- ur vor á Lögbergi geti það. I endalok greinar sinnar bregður svo rit- stjórvi n sér á kreik ftieð unnustusvik og Iausa- leik’króa. En þar látum vér vin vom einan um heiðurinn, því í þeirra Keflavíkinni höfum vér aldrei róið. Dyrtíðin og orsakir hennar. I bændablaðinu “Farmers Advocate”, sem kom út þann 28. f. m., er ritgerð eftir einn af allra frægustu búnaðarmáia fræðingum Bandaríkjanna, G. F. Warren Ph. D., prófess- or í bústjórnarvísindum víð Cornell háskólann. Ritgerð þessi er um verðlag á búsafurðum og líklegt framtíðarverðlag. Er þar greinilega sagt frá og með Ijósum rökum. Prófessorinn heldur því fram að dýrtíðin stafi aðallega af tvennu, vöruskorti og verð- falli á penmgum, og eigi hvorttveggja rót sína að rekja til ófriðarins milda. Vöruskorturinn sé að nokkru leyti því að kenna, að iandflæmi þau, sem eyðileggingar- alda stríðsins hafi brotist yfir, hafi verið ger- sneydd ailri framleiðslu, en þó enn meira því að kenna> að svo mikið af vörum fórust af vöidum stríðsins. En langmesta orsökin tii vöi uskortsins sé strí$svinnan. Menn og kon- ur í miljónatali hafí yfirgefið lífsköllun sína og unnið að stríðsþörfum, og þar með hafi framleiðsla lífsnauðsynja minkað að stórum mun. Bújarðir hafi lagst í niðurníðslu, sök- um þess að mannafli sá, sem venjulega var þar fyrir, var nú aliur í burtu á alt öðru verksviði, sem ekkert framleiddi til lífsviðurhalds. En aðcil orsök dýrtíðarinnar er hið láa verð- gildi peninganna. Kaupmagn dollarsins er heímingi minna núna en það var fyrir stríðið. Peningaumsetning Bandaríkjanna var 72 pró- sent njeiri 1919, en hún var í 5 ár samfleytt, 1910—1914, og bankainnlegg var 1 1 1 prósent meira en árin 1910—1914. Árið 1915 uxu bankainnlegg um 18 prósent, en heildsöluverð á öllum Iífsnauðsynjum stígur aðeins um 6 prósent. Árið 1916 uxu banka- innlegg urn 46 prósent, en vöruverðlag um 25 prósent. Ekki fýr en árið 1917 gat vöru- verð.ð komist í jöfnuð við bankainnlegpn. Síðan hafa þessi tvö skötuhjú vegið salt. Nokkrir hafa álitið að verð það, er bænd- ur fengju fyrir afurðir sínar, hafi verið höfuð- orsökin til dýrtíðarinnar. En slíkt er fjar- stæða hin mesta, því heildsöluverð á matvöru, verð^borgað bændum fyrir afurðir sínar- og heildsöluverð á öðrum nauðsynjum, hækkuðu öll því nær samtímis, en öllu voru þau langt á eftir hækkun bankainnleggsins. I hinu lækkandi verðgildi dollarsins, sém stafar af vaxandi skuldum ríkisins, er dýrtíð- in nærð og borin. Meðal annara orsaka til dýrtíðarinnar, eft- ir því sem margir áJíta, má nefna fastsetta hveitiverð ð, gróðabrall, okur og há laun. Hveitiverðið var lækkað svo með ákvæðis- verðinu, að það átti alls engan þátt í dýrtíð- inni, fyrst framan af að minsta kosti. Hveiti- vérðið 1917 var svo lágt, saman borið við aðrar afurðir, að það varð að banna að selja það til skepnufóðurs, og fyrir vor var það alt uppsett. Verðið á hveitinu 1918 var svo lágt, að það var nær uppselt þegar næsta upp- skera kom af akrinum. Og allan þann tíma, sem ákvæðisverðið hefir verið á hveitmu' hef- ir hveitiúrgangur, sem þykir óhæfur fyrir mylnurnar, verið seldur til skepnufóðurs fyrir hærra verð en ákvæðisverðið á góða hveitinu. Vöruokur er frekar afleiðing en orsök hins háa verðlags. Hagsýnir kaupsýslumenn sáu sér hag í því, og hann góðan, að taka peninga að láni til að kaupa Hfsnauðsynjar, sérstak- lega matvöru, og geyma hana þar til hún hækkaði í verði. Því er nú þannig varið, að ejnhver verður að hafa vetrarforða af eggj- um, smjöri og kartöflum, og einhver hefir auðsjáanlega selt fyrir fleiri dollara en vana- lega. Kaupmenn og fjölskyldur, sem höfðu sinn vana forða, urðu þess brátt áskynja að þessar vörur fóru hækkandi. Stundum hefir þessi búforði verið svo mikill að hann hefir verið kaHaður “hoarding” (samanhrúgun), en það mun mega kallast undantekning, því venjulega hefir matarforðinn ekki enst til næstu uppskeru. Verðcikur er því afleiðing hins háa verðs, ekki orsök þess. V Verkalaun eru heldur ekki orsök til dýrtíð- aþnnar. Þau hafa farið hækkandi vegna hennar, en hún ekki orsakast þeirra vegna. Og þannig er um flest annað' sem sagt er að sé orsök dýrtíðarinnar. Hvað lengi varir dýrtíðin. Blöðin og almenningur héldu, að dýrtíðúmi mundi lokið samtímis stríðinu, og vakti það undrun mikla að svo skyldi ekki verða. Nú er.sú skoðun komin inn í huga margra, að dýr- tíðinni muni aldrei lokið, og mönnum beri að haga sér eftir því. Jafnvel merkir hagfræð- ingar eru þessarar skoðunar. Eg ímynda mér þó, að flestir þeir, sem íhugað hafa verðlags- rásina, muni vera mér samdóma um, að úr því að lækkandi verðgildi peninganna er að al orsök dýrtíðarinnar, og vöruskortur önnur helzta orsökin, að þá fari hún lækkandi um leið og peningagildið eykst og vöruskorturinn þverr. Ef þessi skoðun mín er rétt, þá ligg- ur það næst að spá, hvenær vöruskorturinn þrýtur og hvenær jafnvægið kemst á peninga- verðgildið. Þá heldur prófessorinn því fram, að það muni að minsta kosti taka fimm ár að reisa fönd þau úr rústum, sefn ófriðurinn lamaði mest. Þá fyrst megi fara _?ð búast við fullri framleiðslu frá þem löndum. Þá segir hann að mikið bæti það úr vöruskortinum, þegar að Rússland og Balkanríkin komist á fastar fætur; þaðan sé mikið flutt út af matvörum. En einmitt hvénær þessi lönd verða | á þeim fótum, sé óvissast af öllu. j Ems heldur prófessorinn því fram, j að þegar að endurreisn hinna löm- uðu stríðslanda sé lokið, muni koma afturkippur í allar framfarir um stund og fjármálavandkvæði, en ekki hættuelg þó. Ræður hann því mönnum til að fara hægt og gætilega að öllu og* reisa sér ekki hurðarás um öxl. Peningamarkaðurinn. Hvað Bandaríkin snertir, þá muni þeir tímar koma áður en angt um Iíðu,r, að tekjur stjórnar- innar verða meiri en útgjöldin. Pegar svo er komið, fer jafnvægið að komast á að nýju. En aðrar or-" akir eiga líka hér hlut að máli. wrópuríkin hafa uppblásið mynt iína mikið meira en vér, og eru nikið ver stödd í því tilliti. Vér íöfum lánað Evrópu stórfé. Þessi ián hafa hækkað verðgildi okkar Deninga, en dregið úr verðgildi unna. Og þetta getur ekki lagast yr en Evrópa fer að flytja hingað vörur til skifta, eða borgar þau lán, jem Bandaríkin 'nafa látið þeim í té. Vel getur svo farið, að við ná- jrn aldrei því verðlagi, sem í gildi /ar fyrir stríðið. Én við tals- verðri verðlækkun má búast á næstu 5 til 15 árunum. Þegar dollarinn er lausbeizlaður, verða afleiðingarnar víðtækar. Ef verðgildi myntarinnar tvöfaldast, og vöruv^rðlag tvöfaldaðist á ama tíma, færi ekkert úr skorðum og heimurinn gengi sinn sama gang. En þegar dollarinn er á sí- feldri rás' kemst Ios á hugsanagang mannanna og vandræði hljótast af. ýerst er að blöðin, stjórnmálaleið- :ogarnir, og almenningur í heild sinni, reyna að skella skuldinni á einhvern vissan flokk mannfélags- ns. Að ota stétt á móti stétt, er það háskalegasta, sem getur komið fyrir, og er bein afleiðing af pen- ingaveltunni — rangsnúin eins or hún nú er. Dollarinn er ekki lengur góður mælir verðgildis, hafi hann nokk- urntíma verið það. Hinn bezti mælíkvarði fyrir verðgildi er kaup- aflið. Verðgildi dollarsins er nú sem næst 50 cent. Ef bóndi t. d. fyrir fimm árum síðan seldi bú- jörð fyrir 100 dollara hverja ekru, en selur hana nú fyrir 200 dollara ekruna, þá gæti hann í hvort sinn keypt álíka mikið fyrir söluverðið. Hann er engu betur fannn nú með 200 dali fyrir ekruna, en fyrir 5 árum með helmingi minna sölu- verð, vegna þess að kaupmagn dollarsins er nú helmingi minna en unnar það var þá. 1 einu tilfelli gæti bóndinn þó grætt, og það væri með því að greiða gamlar skuldir, en sá gróði væri gerður á kostnað þess, sem léði. En í hvorugu tilféllinu hefir þjóðfélagið ástæðu til að kvarta. Og hér er alt á sömu bókina lært. Það er eins og martröð hvíli yf- ir öllu. Maður hefir mist traustið p samfélögum sínum í mannfélag- inu og jafnvel glatað trúnni á himnaföðurinn, vegna þess að doll- arinn hefir verið óábyggilegur. Bændurmr eru þeir einu, sem geta hrist af sér martröðina’ því þeir geta hugsað um hlutina án þess að þurfa að blanda þeim sa^man við dóllara.' Þeir geta talað um verð á hveitibusheli eða mjólku^pott á mælikvarða vinnunnar. Dodd s Kidney Pills, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um iyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. Málaferlin innan Tjald- búðarsafnaðar. Saga TjaldbúSarmálsins, sem aðeins byrjun af hefir birst Tnokkr um undanförnum blöðum, hættir að birtast hér í blaðinu um tíma, og gefur eftirfarandi bróf ástæS- una fyrir því^ að þessi ákvörðun hefir verið tekin: Ráðsmaður Viking Press, Limited. 729 Sher*brooke Street. City. Kæri herra! Nú um tíma hafa í hverju blaðí Heimskringlu verið greinar um mál það, sem nú er fyrir dómstól- unum, milli hinna tveggja klofn- inga Tjaldbúðarsafnaðar. Þér vitið án efa að^Jaað er lítilsvirðing við réttinn (contempt of Court)', að birta greinar, sem ræða um. verðaleika þeirra málefna, sem fyrir dómstólimum eru. Af þeim ástæðum er það ekki leyfilegt fyrir þá málsaðila, sem árásin er gerð á, að svara greinum þessurn. Af þessu getið þér séð hversu ósann- gjarnt það er, að halda áfram að birta þessar greinar, fyr en mála- lpk eru fengin. Nema að birting þessara greina sé þess vegna hætt, þar til nrí?lið er útkljáð fyrir dómstólunum, neyðist eg til að leiða athygli réttarins að iþeim, svo bæði ritstjóri blaðsins og þeir, sem greinarnar skrifa, verði þar látnir sæta þeirri ábyrgð sem réttinum þykir tilhlýðilegt. Yðar einl. H. A. Bergman. Með því að vér höfum enga löngun til að fá aðra málsólkn á hálsinn svona fyrst um sinn, þá högum vér oss í þessuim efnum samkvæmt fyrirmælum Mr. Berg- “Ranghermi. 1 greininni, "Viðhald íslenzk- í síðasta blaði, er sagt að í ráði sé að útrýma íslenzkunni úr sunnudagaskóla Fyrstu lútersku kirkjunni, en þetta er ekki rétt, að iþví er oss hefir verið tjáð af þeim, sem málunum eru kunnugastir. I ráði er að kenna bæði á ensku og íslénzku, eftVþ ví sem börnin, eða öllu heldur íoreldrar bamanna kjósa. Hefir þessi breyting verið gerð, að því er oss er sagt, vegna þess að mörg böm háfa engin not af kristindómskenslunni, fari hún fram á íslenzku, þau séu orðin svo ensk! Vér höfum hér tekið helztu kafl- ana úr ritgerð prófessorsins og gef- ið útdrátt úr hinum. Má vera að >etra hefði verið að þýða greinins heild sinni, en o pótti hún oí öng og álitum, að þJð, stm héi hefir verið tilfært, 1 etti að gagn coma, í þeim mynut í sem þac birtist. The Dominion Bcmk IIORM NOTRE DAME A V E. OG SHKKRKOOKE ST. <511 uppb...........| 0,000,000 VnrnwjrtíSur . . . ..........0 7,000,000 AHar eit;nir ................978,000,000 ikujn e ma oe inarmanná oar ábyrgrjumst ab gefla þeim fullnægjú. Sparisjóbsdeild vor er sú stærsta, sem nokkur banki hefir í borginni. íbúendur þessa.hluta bocgarinnar óska atí skifta vil stofnun, sem þeir vita aó er algerlegra trygg. Nafn vort er full tryg&ing fyrlr ejálfa yt5ur, konur ybar ogr börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHONE O.ARRY 3450

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.