Heimskringla


Heimskringla - 16.06.1920, Qupperneq 4

Heimskringla - 16.06.1920, Qupperneq 4
>» 4. BLAÐSIÐA HEIMS K.RINGL A WINNIPEG, 16. JONl, 1920. WINNIPEG, MANITOBA, 16. JÚNI, 1920. Stefnuskrá Conservativa. Á flokksþingi er Conservativar héldu hér í bænum 14. apríl s. 1., var stefnuskrá flokksins yfirfarin og endurbætt. Sérstakt tillit var te'kið til hinna margvísulegu þarfa fylkisbúa, eins og nú standa sakir. Fylkið hefir safn- að skuldum unnvörpum, undir núverandi stjórn, svo útsvör eru farin að verða ægileg. Var það því áltiði hið fyrsta og sjálfsagðasta að halda í við þann fjáraustur, sem átt hefir sér stað, afnema þau embætti, er eigi virðast til annars vera en að draga há laun, og koma betra skipulagi á fiármálin yfirleilt. Helzta inntak stefnuskrár flokksins er á þessa leið: I. Að afnema allar þær fjölda mörgu nefnd- ir, sem nú verandi stjórn hefir skipað og eigi gera annað en það sem stjórnarskrifstofurnar eiga sjálfar að gera. Telur flokkurinn það gagnstætt anda og tilgangi laganna, að' þeij menn, sem kosnir eru af almenningi, fái svo öðrum í hendur það umboð sitt, og sitji svo bálf-auðum höndum, landinu til hins mesta tjóns og almenningi til aukinna útsvara og ó- þæginda á allan hátt. II. Flokkurinn skuldbindur sig til að létta af abnenningi auka-skatti, er fylkisbúar undir- gerigust áð bera, og verja átti til styrktar fjöl- skyldum, þeirra hermanna, er sendir voru til Evrópu meðan á ófriðnum mikla stóð, en sem nú er eigi lengur til þess notaður, heldur til ýmislegs óþarfa, sem stjórninni dettur í hug- . Þessum skatti, sem nefndist hér áð- ur “Patriotic Tax”, og almenningur var lát- inn greiða hvarvetna um fylkið, hefði átt að vera létt af fylkisbúum fyrir löngu síðan, en það hefir eigi fengist enn. Kom þetta til tals í haust eð var, og krafðist þá Wmmpegbær að skattnr þessi væri afii'.immn, en hr. Bro\ r. og Norris sýndist annað. Vildu þeir ekki sleppa tekjum þessum, þó með svikum væri náð út úr fólkinu og til alls annars notaður en upp- haflega átti að vera. Kom sér vel að hafa skildingana, því margir voru munnarnir, er einhverju þurfti upp í að stinga. III. Með því að alhr þeir skattar, er Iagðir voru á fýlkisbúa í sambandi við stríðið, eða undir því yfirskyni, að verja ætti því fé í þarf- ir hersms eða aðstandenda hermannanna, hafa nú verið gerðir að fastasköttum í fylkinu, til þess að launa með því allskonar aukanefnd- ir, sem settar hafa verið, þá lýsir flokksþingið því yfir, að hér sé um beint gerræði að ræða og svik við fylkisbúa, og skuldbndur sig til að afnema öll þesskonar útgjöld. í stjórnar- þjónustu (civil service) eru nú langtum fleiri menn en nokkur sanngirni mælir með. Á viss- um tímum meðan á stríðinu stóð þótti nauð- synlegt að sk-pa menn til ýmsra verka, er þá í bráð þurftu að gerast. En að verkinu loknu var engin ástæða tií þess að halda þessa menn áfram. En það hefir stjórnin látið sér sæma. Nú skuldbindur flokkurínn sig til að afnema öll þessi óþörfu embætti, svo að tekjuhalli við afnám þessara skatta verði jafnaður, með afnámi þeirra embættislauna, sem nú eru ó- þörf. Stjórnarkostnaður fylkisins nemur nú $10,000,000 á ári. Hefir hann hækkað upp í þetta úr 5 miljónum síðan Norrisstjórnin kom til valda. Sýnir það betur en flest annað, hvernig ráðsmenskunni er varið. Erfðafé og annað, sem hefir verið í vörzlum stjórnarinn- ar, hefir verið notað í stjórnarþarfir, og til i þess að bæta upp þann halla hefir sköttum þessum verið haldið við. IV. Flokkurinn fordæmir framkomu Norris- stjórnarinnar og a!!a hennar meðhöndlun á málum verkamannastéttarinnar innan fylkis- ins- Hann skuldbindur sig til að setja verka- málaráðherra vð fylkisráðuneytið, er með höndum hafi öll mál, er viðkomi iðnaði og kaupjöfnun innan fýlkisins, er ennfremur beri hag verkamanna fyrir brjósti, og sé málsvari þeirra utan þings og innan. V. Conservative flokkurinn skuldbindur sig til að leggja undir úrskurð almennings og at- kvæði endurbætta bindindisiöggjöf, er komi í veg fyrir yfirtroðslu bindindislaganna, eins og nú á sér stað undir núverandi stjóm. Með lögum þessum verður gert ráð fyrir algerðu aðflutningsbanni eigi síður en vínsölubanni. Drykkjustofur fyrirboðnar með öllu og öll leyniverzlun með áfengi. VI. Flokkurinn skuldbindur sig til að berjast fyrir því, að fylkið fái fult umboð og óskertan eignarrétt yfir öllum auðsuppsprettum innan fylkisins, svo sem námum, fossum, skóglönd- um, fiskivötnum o. fl. Og getur hann þar búst við happasælum málalokum, því það var hann, sem fékk því til leiðar komið að fylkið var stækkað um árið, og að alt hið mikla landflæmi, er lá fyrir norðan það, og er talið með-því auðugasta námulandi í Canada, var lagt við það. VII. Conservative flokkurinn viðurkennir og játar þann vanda, sem stjórn fylkisins er á höndum, avalt og á öllum tímum í sambandi við uppeldi og uppfræðslu barna, og skuld- bindur sig því til af alefíi að koma skólunum í það horf, að að þeim séu vistaðir kennarar er veitt geti fullkomna tilsögn í öllum þeim fræðigreinum, er þar eiga að vera kendar; að húsnæði sé séð fyrir, svo börn þurfi eigi að fara á mis við þá uppfræðslu, sem þeim að réttu lagi ber; að lögð sé áherzla á að kenna þeim tungu þessa lands, svo að þau verði þar fullnuma; að sjá kennurum fyrir betri launum og meiri lífsþægindum, svo að fremur verði sótt í þá stöðu en úr henni, eins og nú hefir verið; að aðstoða skólanefndir til að koma á fót betri og fulikomnari skólum hvar sem því verður við komið; í fáum orðum sagt, að efla alþýðumentun hvaAetna um fylkið. Þá skuldbindur flokkurinn sig til að styrkja bú- fræðisnám með því að koma á fót tilsögn í því við alþýðuskólana, og efla búfræðisháskóla fylkisins sem bezt, með því að vista þangað hæfa kennara og gefa þeim fult frelsi til að stunda þar köllun sína án allrar íhlutunar frá stjórninni. Ennfremur viðurkennir flokkur- inn þörf á því, að komið sé á fót sæmilegum háskóla, er verið geti þeim, sem æðri mentun stunda, til hinna fylstu nota, og samboðinn sé íbúum þessa fylkis. Skuldbindur hann sig til að koma upp þeim byggingum, er skólinn þarfnast, á góðum og hentugum stað fyrir alla hlutaðeigendur, og láta eigi við það staðar numið fyr en háskólanum er svo fyrir komið að hann geti fullkomlega talist til jafns við hvem annan fylkisháskóla, sem er í landinu. VIII. Flokkurinn skuldbipdur sig til að kcma á stofn betri heimamarkaði £n verið hefir fyrir hinar algengu landsafurðir, og láta af kappi halda áfram vegagerðum á öllum stöðum í fylkinu, svo bændur fái komið frá sér varningi sínum og dregið að sér nauð- synjar sínar með sem hægustu móti- IX. Með því að konur þessa fylkis eru full- veðja við karlmenn hvað atkvæðagreiðslu og kjörgengi snertir, ber þeim og hin sömu rétt- indi hvað löggjöf og lagaframkvæmdir snert- ir. Skuldbindur flokkurinn sig til að koma þar á fullu jafnrétti og krefja sambandsstjórn- ina þeirra réttarbóta, er til þess þurfa að þessu takmarki verði náð, en einkanlega á þeim lögum, er nú gilda um erfðir, borgaraleg rétt- indi, hjónaskilnað o. fl. í þessu sambandi álítur flokkurinn rétt að taka það fram, að í sambandi við dómsmaladeild fylksins adtti kona að vera skipuð sem ríkis-málafærslu- maður, og fyrir hana að koma öll þau mál, er snerta konur eingöngu, og kærð eru fyrir hinu opinbera; ennfremur að konur ættu að vera skipaðir dómarar í unglingarétti, þar sem gert er um mál unglinga, er gengið hafa glapstigu. Konur ættu og að eiga sæti f kviðdómi. AHar lagabreytingar, er til þurfa, svo þessu verði fullnægt, skuldbindur flokkur- inn sig til að gera strax og hann er kominn til valda. . X. Flokkurinn skuldbindur sig til með nýj- um lagaákvæðum að koma skattamálum fylk- isins í viðunanlegt horf og sjá svo til að þar verði með jöfnuði að farið, í stað þess ójafn- a$ar, sem nú á sér stað. Að sjálfsígðu af- nemur hann því skattanefndina, er Norris- stjórnin hefir skipað til óbætanlegs tjóns fyr- ir fylkið. Nefnd þessi var skipuð til þess að koma á, sem nefnt var, jafnaðarskatti á alt Jand og allar húseignir innan fylkisins. I atað þess að tillögur hennar bæru með sér nokkurn jöfnuð hvað skattaálögur áhrærði, þá gerðu-þær mismuninn enn stærri en áður var, svo að smáþorp og bæir fá naumast und- ir risið, eða þeir bændur er búa á rýrum jörð- urri. Er því fylsta ijauðsyn á að leggja nefnd þessa niður og finna önnur ráð til þess að koma skattamálum fylkisins í sæmilegt horf. XI- Conservative flokkurinn skuldbindur sig til að efla bændaverzlun á allan hátt. 1) Með því að skipa umboðsmann, er upplýsing- ar veiti ábyggilegar um skepnuverð á öllum tímum árs; ennfremup urn flutningsgjald: gæzlu og hirðing sláturgripa, sem sendir eru til markaðar, lestagang með járnbrautum o. fl.. Skal hann hafa aðaiskrifstofu við “The Union Stockyards”. 2) Að fyl'kið leggi alla stund á að eyða illgresi, sem nú er útþreitt um fyjkið og eyðiieggur uppskeru að stóru leyti á ári hverju. Ennfremur maðki og maur, er skaða vinnur á garðávöxtum, trjám, ökrum og engjum: 3) Að kóma á stofn almennum sláturhúsum á kostnað fylkisins, kæluhúsum, bar sem geyma megi kjöt og aðra matvöru, sem undir skemdum getur legið. 4) Að end- urreisa innflytjendastofu fyikisins og styðja að innflutningi ákjósanlegra landnema og bú- enda. Telur flokkurinn það vænlegast til framfára fyikinu og landbúnaðinum, að hin víðlendu héröð, sem nú eru óbygð, verði num- in og setin af dugandi búendum, er margir eru, og gjarna viidu hingað flytja og hér búa. JIII. Flokkurinn telur það eitt af hinum nauðsynlegum framförum, setn koma verði í gang á næstkomandi árum, að reistar verði rafstöðvar við hina mörgu og vatnsmiklu fossa fyikisins, hvar sem því verður við kom- ið, svo að öllum iðnaði innan tagmarka fylk- isins verði gert léttara fyrir með að hagnýta ódýrt hreyfiafl til vélareksturs o. s. frv. XIII. Flokkurinn skuldbindur sig til að láta halda áfram með lagningu Hudsonsflóa braut- 'arinnar og ljúka við hana í nálægri framtíð. XIV- Flokkurinn skuldbindur sig og einnig til að veita alla nauðsynlega aðstoð til þess að unnar verði hinar mörgu og auðugu námur, er fundist hafa eða finnast kunna innan fylk- isins. Þetta þýðir aðallega vegalagningu inn að námusvæðunum, svo komið verði þangað nauðsynlegum vélum, ef nota þarf við námu- iðnað allan, vöruflutninga að og frá og apnað þessháttjir. Eigi fyikið fyrir höndum að eignast allar námur mnan síns umdæmis, hefir þetta stórkostlega þýðingu í för með sér fyrir framtíðina. Hér er komið með ákveðið “prógram” fyr- ir næstkomandi ár. Réttarbætur þær, sem hér er um talað, eru afar víðtækar og horfa allar til meiri jafnaðar meðal allra fylkisbúa en ver- ið hefir. Taka skal eftir því að fyrst er gert ráð fyrir að leggja niður ötl hin mörgu og ó- þörfu embætti, er enga þýðingu hafa aðra en að eta upp fyikissjóðinn, og skapa óteljandi ómök þeim, sem einhver erindi þurfa að reka við stjórnina. Vísast til nefndar, og frá nefnd til nefndar, svo hvert mál er tafið marg- faldlega, er afgreiða mætti á skjótum tíma. En það hefir verið reglan. Þesskonar stjórn- arfyrirkomulag tíðkaðist í Norðurálfunni fyr- ir öld síðan. Það er kallað “Burtíauocracy”. Síðustu leifar þess fundust í Rússlandi undir haust eð var. Hingað var send lest eftir Iest af sláturgripum, en hér var þá svo fult fyrir að enginn staður var til að geyma þá í, né mögulegt að fá fóður fyrir þá. Urðu marg- ir því að selja fyrir minna en hálf- virði. Engum varð þetta þó til gagns nema þeim, sem smeygja sér á milli seljenda og neytenda og græða á beggja neyð. Kjöt féll ekki í verði, en arði seljandans stungu þessir millimenn í vasa sinn. Margt fleira mætti tilnefna um stefnuskrá þessa og verður ef til vill gert síðar. Stefnuskráin er eigm- lega í öllum afriðum bænda-“pró- gram”, enda allar líkur til að þei^ tveir flókkar verði samferða á næsta þingi- Eftir hverju ber að sækjast. Það er oft sagt að lífið sé ein- tóm samkepni frá vöggunni til grafarinnar, fyrst og fremst séu skilyrðin þau, að við ótal öfl sé að etja, bæði sýnileg og ósýnileg, og svo sé það eðli þess að reyna-orku sína við alt hvað fyrir er, alt sem á veginum verður. Þetta er satt, eftir því sem vís- indin segja oss. Við ótal öfl er að etja. Fyrst og fremsí eru h'fteg- undirnar sjálfar í einlægum ófriði hverjar við aðra, og verða hver annari að bráð; og svo er geimur inn, andrúmsloftið sjálft, fult af óumræðilega smáum lrfandi ver- um, að naumast verða þær séðar nema í beztu smásjá, — er hver keppir við aðra að lifa. Þessar lifandi verur keppa og einmg við hinar stærstu lífmyndir jarðarinn- ar, svo sem menn og skepnur, og leggja þær að velli. Verur þessar, ef því nafni geta kallast, eru vald- andi að allskonar sjúkdómum, sem geisa um heiminn og fella menn og skepnur hópum saman. En þá fara þær í torfum og trijjóna tugum saman. Lífskjörin hafa verið þUm hagstæð, svo þær hafa getað eflst og margfaldast alveg á óskilj- anlegan hátt. En svo er það ekki eirigöngu loftið, sem er fult af þessum ver- um, heldur og vatnið um alt yfir- borð jarðar. En þar búa þær mis- munandi þétt, eftir því, hvað þeim þykir verustaðurinn góður. Einn dropi af sumu vatni veitir bústað jafnve) miljónum þessara smávera, •11 /Jr \ ' * Dodd’s Kidney Pills, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll- um lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. ea Sá fyrri svaraði engu “Það er dropi af gryfju mum. sagði: vatni”. Hvort skáldið hefir viljað gefa til kynna eða eigi með sögunni, að stórbæir, þar sem kappleikur lífsins er hvað harðastur, væru eigi annað en dropi af gryfjuvatni, og að það sem unf væri kept, væri eigi í sjálfu sér þýðingarmeira en það, er þessar smá-kveikjur í gryfjudrop- anum keppast um — er eigi gott að segja — en margur hefir svo viljað útskýra þá sögu. Áreiðanlega er það öllum ljóst, að oft stendur þar kapp um lítið og eigi um meira en milli mauranna í sýkisdropanum. Eigi er þó um ann- an árangur kepst en að draga fram lífið. Mætti þá stundum sýnast„ að verða mætti þessa ávinnings að- njótandi, þó hægar væri farið, og jafnara leikið og æðið öllu minna- — En því eiga máske sumir bágt með að trúa. Þetta óvenju kapp gengur oft lengra en hófi gegnir, og verður það þá eins og hin blinda barátta þessara smáu lífagna, er hvorki virðist stjórnast af vilja eða hugs- un. Auðvitað er lífið barátta, ein endalaus sókn og vörn, en barátt- unni og sóknýjni munar, eftir því á keisarastjórninni. En til þess það skyldi ekki *em eru illar og góðar og búa eigi alveg hverfa úr mannkynssögunni, hefir þessi vísir þess verið plantaður hér í Manitoba og berið, sem Norrisstjórnin er að reyna að móðna í vermireit fylkisráðsins, svo fólk fái svolítið bragð af því, hvernig stjórnarfyrir- komulag þetta er, er lögregluflokkurinn nýi og hinn þriðji, sem hún ætlar að setja til höfuðs lýðfrelsinu hér í fylkinu, fái hún að sitja við völdin. Þetta kallar maður nú rækt við sög- una! Alt þetta ætla “Conservativar” að afnema. Þá er og réttarbót þeirra í sambandi við borgaralega stöðu kvenna hér í fylkinu mik- ils varðandi. Það segir sig sjálft að konur ættu að hafa sæti í dómhring, þar sem um þau mál er að ræða, er snerta konur eingöngu. Eins er það sjálfsagt að kvenlögmaður sé sett- ur saksóknari fyrir ríkisins hönd og hafi með höndum þau mál er konur snertir. Það er ekki eingöngu siðferðisleg skylda hverrar stjórnail-, að sjá svo til að þeir, sem fyrir rang- indum verða, geti Ieitað réttar síns og vernd- ar laganna, en á það mun oft vanta að konum sé gert það mögulegt, er óframfærnar eru.og sækja þurfa til einhvers og einhvers lögmanns- rudda, er saksóknari kann að vera af hálfu þess opinbera. Að minsta kosti er meiri trygging veitt fyrir því að þær nái fuilum rétti með þessu fyrirkomulagi, en því sem er. Skip- aðar verða og konur sem Iögregluþjónar til gæzlu og eftirlits með þeim konum er réttvís- in lætur taka til fanga eða geyma í Varðhaldi. Réttarbót er það mikil, að skipa viðskifta- ráðunaut fyrir bændur, er upplýsingum safni um alt markaðsverð landsafurðum viðkom- andi. Einmitt hefir verið til þess fundið á liðinni tíð, hve óhagkvæmt það hefir verið fyrir þá, er langt hafa átt að sækja inn til bæj- arins, að vita eigi um ástand markaðarins hér fyr en hingað hefir komið. Og þá hefir stundum verið hér svo ástatt, að helzt hefir verið ómögulegt að koma skepnum hér fyrir, eða bíða daglengis eftir að fá selt við sæmi- legu verði. Þetta kom sérstaklega í Ijós í ávalt í sátt og samlyndi. Sagan af vatosdropanum, eftir danska skáldið fræga, H. C. And- ersen, sýnir hvað vatnsdropinn er krökur af þessum smá líftegundum, og getur líkst þétt skipuðum manna bustöðum. Það kannast margir við þá sögu. Hún segir frá karli, sem átti stækkunargler. Eitt skifti tekur hann dropa úr polli, sem var í gryfjubotni, bregður glerinu fyr- ir augað4og horfir.á dropann. Sér hann þá að í honum iða allskonar tegundir lifandi vera, er hann hafði aldrei áður séð- Næsta voru þær ólíkar að Iátæði hver annari. Sum- ar voru í endalausym'' róstum og rifu og slitu nábúa sína í sundur, aðrar gleyptu alt, sem fyrir þeim varð, og enn aðrar vildu helzt fá að vera í friði, en fengu það ekki fyrir hinum. Dreypti nú karlinn einum dropa af töfralyfi yfir drop-, ann, og breýtti það honum svo, að nú sýndist dropinn eins og heil borg, en allur þessi skari eins og bofgarlýður. Kom þá til hans ann- ar karl og spurði hann, að Bverju hann væri að huga svo vandlega. Hinn kvaðst eigi geta sagt honum það, en ef hann gæti getið þess, skyldi hann gefa honum það. Tók þá síðari karlinn til að rýna í gler- ið. Sá hann þá að þarna undir glerinu var einskonar smá borg, og þúsundir þúsunda é harða hlaup- um, er keptust hverjir við aðra og tróðu hverjir aðra undir. Þeir kiptu hver öðrum af fótunum, eða slitu hvern annan í sundur eða tog- uðu í ýmsar áttir. Seinni karlir.n kýmdi, leit upp og sagði að þetta væri auðráðin gáta; þetta Vær Kaupmannahöfn eða einhver önn- ur stórborg, einhversstaðar í heim- hvaða stigi lifið er. Á fullkomn- ara stiginu þarf það ekki að vera eingöngu gagnsókn, eigi jafnveí samkepni, heldur framsókn- Á það stig ætti hið siðaða mannfélag að vera komið. Þegar alt líf- ið snýst eigi lengur eingöngu um líkamlega viðhaldið, þá ætti það eigi lengur að þurfa að vera gagn- sókn, þar sem einn keppist við að hrinda öðrum úr vegi. Þegar lík- amlega viðhaldið er orðið stig eða meðal til æðri og fullkomnari lífs- þroska, þá ætti haráttan að verða aðallega fólgin í framsókninni, þar sem eins væri hugsað um þann aftasta sem þann fremsta, svo að fylkingin rofnaði ekki og allir kæmust áfram, og á það stig ætti hið siðaða mannfélag að minsta kosti að vera komið. Á villimannastiginu er líkamlega viðhaldið æðsti og einasti tilgang- ur lífsins. Þar er samkepnin hörð- ust. Þar vegast menn'á með öllu, sém hönd á festir. Þar rífur hver annan í sundur. Þar er togast á um þau gæði, sem jörðin ber, ó- yrkt og óstudd af mannlegu (hyggjuviti eða orku. Og hverjum virðist þaú eigi meiri en svo, &<S það nægi sér einum. Þar er sam- kepnin svo hörð að lífið fær naum- ast haldist við, né lífsmyndunum fjölgað, mönnunum sjálfum fjölg- að. Samkepnin, með hið eina takmark, viðhald hins líkamlega lífsins, verður svo strÖng að hún ó- nýtir sinn eigin tilgang, svo að hann næst eigi. Og það er hið einkenni- Iega við allan þvílíkan tilgang, er eigi gerir ráð fyrir neinu nema hinu líkamlega, að hann felur í sér sína eigin glötun. Heimurinn verður sýkisdropinn og baráttan snýst urin það, hver fái gleypt mest. Þetta sýnr sig bezt á því, hvaS allar villiþjóðir eru fámennar. Um það leyti sem álfa þessi var numin af hvítum þjóðum, voru hér eigi fleiri menn fyrir, en nú búa í einu smáríki. Yfir alla álfuna þvera og endilanga eigi fleiri en nú rúmast á nokkrum fermílum. ’ Þessi eini lífs- tilgangur, er þó var laus við alt annað, svo að hann gat snúið allri *

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.