Heimskringla - 03.11.1920, Síða 1

Heimskringla - 03.11.1920, Síða 1
I Sendi-B efttr TerHltsL* ttl ®S Roynl Crown Sonp, 1*0. 664 Maln 8t_, 'Wlnnlpeg OtóWMIT Senditt eftir vertiltsta tlt ___I 'V;_ Royal Crown *»•», Lt4 nmbUOJ' bo4 Main 8t., wtnntpet XXXV. AR WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 3. NÓVEMBER 1920. r;cMER 6 Harding kosirni forseti Bandaríkjamia. Republikkaflokkuiiim kemst aftur til valda. Kosningarnar í Bandartkjunum í gærdag fóru þannig aS sena- tor Harding frá Ohio var kosinn forseti rfkjanna með miklum yfir. burðum yfir demokrata andstæðing sinn, James M. Cox ríkisstjóra. OIl stærstu ríkin urðu Hardings megin og það með njiklum atþvæða. mun, svo að aldrei hefir annar slfkur verið gefinn nokkru forsetaefni aður. Austurríkin öll og flest af mið- norður- og vesturríkjunum, kusu Harding. Suðurríkin, sem aldrei 'bregðast demokrötum, héldu enn trygð við flokkinn og kusu Cox, en |þó stóð tæpt í sumum þeirra, svo sem Tennesee. Harding kusu þessi ríki: Connecticut með 7 kjörmönnum, Dela- ware 3, Idaho 4t Illinois 29, Iowa 1 3, Kansas 10, Maine 6, Massa- chusetts 18, Michigan 1 5, Neíbraska 8, New Hampshire 4, New Jersey 14, New York 45, Ohio 24, Oregon 5, Pennísyflvania 38, Rhode Is- land 3, Vermont 4, Washington 7, Wisconsirí 1 3, Wyoming 3. Alls 21 rlíki með 275 kj örmönnum. Cox kusu: Alabama með 12 kjörmiönn.um, Arkansas 9, Florida 6, Georgia 14, Louisiana 10, Missisippi 10, Nortih Carolina 12, Okla- homa 10, Souteh Carolina 9, Tennesee 12, Texas 20, Virginia 12. AHs 12 ríki með 1 36 kjörmönnum. I vafa eru ennlþá: Arizona með 3 kjörmönnum, Kentucky 1 3, Minnesota 1 2, Montana 4, Nevada 3, New Mexico 3, South Dakota 5, Utah 4, California 13, Colorado 6, Indiana 15, Maryland 8, Missouri 18 North Dákota 5, West Virginia 8. Alls 15 ríki með 120 kjörmönnum. Til að kjósa forseta þarf 266 kjörmenn, og er því Harding þegar kosinn, þó hann fengi ekkert af vafaríkjunum. Republikkar fengu einnig kosna fleirtölu þingmanna til neðri miálstofunnar og í senatinu hafa þeir 46 sæti, en demokratar 38. Óvíst er enn um 12 senatora, en af þeim þurfa republikkar aðeins 3 til að hafa meirihluta í senatinu. 34 ríkisstjórar voru kosnir og höfðu repuiblikkar þar einnig bet_ Ur og fengu kosna 19 ríkisstjóra. 1 Norður Dakota virðist O’Connor demokrat vera kosinn. IMest harma demokratar fall A. E. Smiths ríkisstjóra í New York. Varáforseti ríkjanan var kosinn Calvin Coolidge, ríkisstjóri í Massachusetts. CANADA Hon. McKenzie King, leiðtogi hberalflokksins, hélt hina fyrstu stjórnmálaræðu sína hér í Winni- Pe8 á miánudagskvöldið. Marg- menni kom til að hlusta á leiðtog- ann °S þótti flestum honum segj- ast fremur vel, þó (lítið hefði hann af nýsnælum að ifæra eða veiga- miklum loforðum, næði hann völdum. Mestur hluti ræð unnar gekk út á það að ihallmæla bæði Unionstjórninni sálugu og arftaka henríar Meighsenstjóminni, en eigi virtist nema lítill hluti • fundar- manna samihuga leiðtoganum í sleggjudómum hans. Auk Mr. Kings talaði Hon. H. S. Béland, fyrrum póstmálaráðgjafi Laurier- stjórharinnar. Var hann langt- um hógværari en King og fékk betri undirtektir. \ P. C. Mclntyre póstmeistari í Winnipeg, andaðist á laugardag- inn var eftir langvarandi heilsu- leysi, 66 ara gamáll. Mclntyre var merkur maður fyrir margra hluta sakir, og hafði áður en hann varð póstmeistari verið þingmað- ur fyrir Norður-Winnipeg í tvö kjörtímábil. Bramwell Booth yfirmaður hjálpræðishersins, er á ferðalagi í Ganada. I Toronto var honum fagnað sem þjóðhöfðingja og hvarvetna annarsstaðar, er hann hefir komið, hefir honum verið tekið með fögnuði. Hingað til Winnipeg er hann væntarílegur í vikulokin. Stjórnmálaleiðangur Rt. Hon. Arllhur Meighen og félaga hans maetir hvarvetna góðum viðtök- um. I Vancouver talaði Meighen 7 sinnum á föstudaginn og fengu faerri áð heyra hann en vildu. I Victoria hélt hann tvær ræður á laugardagskvöldið, og varð fjöldi frá að hverfa báðum stöðunum^ sem stjórnarformaðurinn talaði á vegna rúmleysis. Ræðum stjórn- arformannsins var alstaðar vel tekið; en aftur á móti átti Hon. J. A. Calder í vök að verjast, því nokkrir íufturkomnir hermenn voru ekki ánægðir með skýringar hanis og Joforð á styrkveitingun- úm til hermannanna; þó tókst honum að sefa svo hugi manna, að Mappa ðvar fyrir honum í ræðudok. Gömlu sýnmgabyggingarnar í Brandon, Man., brunnu á laugar- dagsnóttina. Þar brunnu inni yf- ir 30 hross. Skaðinn metinn um $50,000. Borgarstjórinn í Hamilton, Ont. hefir nýlega lýst vanþóknun sinni á þeim isiðbetrunarírömuðum, er vilja afnema alla tóbaksnautn. Fólk, sem þannig talar og kenn- ir, getur ekki verið með öllum mjalla, sagði borgarstjórinn ný- lega í ræðu. “Það er nærri því eins slæmt og kristilegu félögin, sem vildu banna að senda her- mönnunum í skotgröfunum vegna þess að Iþað væri siðspillandi. Þessi heimur verður ekki sérlega ánægjulegur, ef ekkert verður leyft utan rríatar en blávatn og guðsbl essun; en að því stefnir, eftir því sem nú horifir.” Sykurverðið er komið niður í 1 4 cent pundið í heildsolu í 'Hali- fax og St. John. BANDAMÖN Rannsókn stendur yfir í Was- hington út af drápi á eyjarskeggj. um á Haiti, sem hermenn úr sjó- liði Bandaríkjanna eru valdir að. Hafa 2250 eyjarskeggjar verið drepnir án dóms og laga, á síð- astliðnum 5 árum. Sjólið Banda- ríkjanna hefir nokkurskonar lög- gæzlu á Haiti, og hefir það ekki sjaldan borið viðt að þeir hafi skotið á eyjarskeggja, ef þeir hafa framið eitthvert lagabrot. Árið 1918 voru 1860 eyjarskeggjar drepnir. Við rannsókn málsins lýsti George Barnett hershöfðingi, sem aður hefir haft herstjórn á eyjunni, því yfir að hermennirnir hefðu þráfaldlega skotið eyjar. skeggja til dauðs fyrir litlar sakir, og þó hins vegar að margir hefðu verið sekir um þjófnað og grip. deíldir, og eyjarbúar í heild sinni væru að mörgu leyti vandræða- lýður, þá væri þetta tiltæki her- mannanna með öllu ósæmilegt og ekki ihægt að mæla því bót. En það virtist svo sem að hermönn- unum hefði fundist það sjálfsagt að taka lögin í sínar hendur og ,hegna fyrir öll afbrot með skoti in frekari umsvifa. Afsakanir þær, sem komið hafa fram í mál- inu, eru aðallega þess e'fnis, að rán, morð og gripdeildir hafi ver- ið orðið svo ilt á Haiti, að þurft hefði að bæla þá glæpaöld niður með harðri hendi. 1 9 manns druknuðu við strend- ur Rhode Island 29. f. m., er skipið Cape Fear sökk eftir á- rekstur á annað skip. 1 5 manns björguðust áf skipinu. Kona ein í New Haven Conn., Mrs. Alexander Sokolowsky, hefir nýlega verið dæmd í 10 ára fangélsi fyrir að hafa drepið manninn sinn með því að hel'la í andlit hans victroli, sem brendi hann svo að hann beið bana af. /Etlun konunnar var ékki að myrða bónda sinn, heldur að spilla hinni fögru ásjónu hans, er gerði hann, að því er konan og aðrir báru, að kvennagulli hinu mesta, og vildi kona hans koma í veg fyrir að sllíkt héldist fram- vegis. Gufuskipið Celtic kom til New York á laugardaginn og Ihafði meðal annars meðferðis 344 kassa af gullli, sem virtir eru á $12,000,000, og átti að fara til fjárhirzlu Bandaríkjanna. Það þykir tíðindum sæta, að auðmaður einn í Bandaríkjunum, Walter Clarke að nafni, hefir ver- ið lögsóttur um $50,000 af tveim konum. Konur þessar voru gest- ir auðmanrísins á lystiskipi hans, sem brann á Láke George í ágúst- mánuði. Urðu konurnar til þess að bjarga lífi sínu að steypa sér í vatnið og synda til lands. Föt sín öll og skartgripi mistu þær með skipinu og voru lasnar í fleiri daga eftir hrakningana. Fyrir þetta ált heimta þær $50,000 af Clarke. Bandaríkjastjórnin ihefir ákveð- ið að viðurkenna hina nýju stjórn í Mexico. Bandarfkin 'hafa ekki opinberlega viðurkent neina stjórn þar í landi síðan Madero forseti var drepinn 1913. Kona ein í Los Angeles, Mrs. Louise L. Peete, er kærð fyrir dómstólunum þar um að hafa myrt mann einn, er Denton hét. Það sem merkilegast þykir við þetta mál, er að konur hafa verið skipaðar í kviðdóminnf og er það í fyrsta sinni, svo sögur fari af, að konur hafi haft með mieð höndum glæpamál af slíku tæi. 34 . sentora og 28 ríkisstjóra átti að kjósa í Bandaríkjunum í kosningunum í gær, auk forseta og varaforseta ríkjanna. Byrjað er að grafa göng und- ir Hudsons fljótið í New York rík- mu. Eiga göng þau að kosta $28,000,000 þegar þau eru full- gerð. I beinum sköttum tók Banda- ríkjastjóm hálfri annari biljón I dála meira inn á fjárhagsárinu er ! endaði 31. júní s. 1., en hún gerði j árið á undan. Skatturirín á mun- aðarvörum nam $373,000,000, á j víni $343,000,000 og á bifreið- í um $144,000,000. BRETI.AND Kolanámuverkfallið er nú á enda, að því er flestir hálda. Hefir samkomulag komist á milli stjórn- arinnar og leiðtoga verkfalls- manna, sem ætla má að verði að fullkomnum samningum. Hefir stjórnin samþykt að verða við kauphækkun þeirri, sem námu- menn báðu umf en aftur hafa verkfallsleiðtogarnir fállið frá kröfum sínum um ívilnun á kola- verðinu til heimanotkunar. En þegar þessir samningar voru born- ir undir námumenn, mættu þeir misjöfnum viðtökum. Námu- mennimir í Wales neituðu að: ganga að þeim, en á öðrum stöð- urn náðu þeir samþykki me, litl- um atkvæðamun. Alment er þó álitið að Walesmenn verði að beygja sig undir vilja leiðtoga' sinna, og verði svo, er verkfallið ur sogunni. 1 i Jarðarför McSwiney iborgar-' stjóra fór fram með óvenju mikilli viðhöfn og hluttekningu. Fyrst var líkið flutt í helztu kaþólsku kirkjuna í London, St. George’s Cathedral, þar sem helztu menn kaþólsku kirkjunnar á Englandi mintust hins framliðna. Þar var margt annara stórmenna og hélztu leiðtogar verkamannaflokksins. Á kistunni var silfurskjöldur, sem á var ritað: “Myrtur af útlend- ingum í Briton fangelsi í London 25. okt, á fjórða ári lýðveldisins. 40 ára gamáll. Drottinn sé sálu hans líknsamur”. Er kistan var fltjtt út úr kirkjunni fyllgdu henni þúsundir manna eftir götum borg- arinnar á járnbrautarstöðvamar. Líkið var síðan flutt til Cork og jarðað þar með mikílli viðhöfn. Hölfðu þúsundir manna víðsvegar að af Iríandi komið þangað til að heiðra minningu hins látna föður- landsvinar. Fór alt friðsamlega fram -og létu ihervöldin jarðarför- ina með öllu afskiftalausa. Víðs- vegar annarsstaðar voru minning- arhátíðir haldnar til heiðurs hin- um framlliðna. Til dæmis í París á Frakklandi og í Montreal í Canada. En mest létu þó Banda- ríkin tíl sín taka í þeim efnum. I stórborgunum öllum voru stór- kostlegar minningaratháfnir haldn ar. Gengu menn í tugum þús- unda um göturnar í Boston og New York undir írskum fánum og hrópuðu iriótmæli yfir aðför- um Breta við Iríand. Um 40,000 manna komu saman á New York "Polo Grounds” og samþyktu þar áskorun til forseta Bandaríkjanna til að mótmæla aðförum Breta á Irlandi og viðurkenna hið írska lýðveldi. Samskonar samlþykt var gerð í Chicago. Stjórnin í Peru hefir að undan- fömu verið að reyna að fá inn- flytjendur frá Bretlandi og býður þeim ýms hlunnindi er ganga langt fram úr því, sem aðrar þjóðir hafa ennþá boðið, svo sem fríja ferð yfir hafið, og lán ti'l þess að setja saman bú, er til Peru komi. Brezka stjórnin lítur þess- ar tilraunir Perustjórnarinnar ó hýrum augum. ÖNNURLÖND. Wrangel hershöfðingi beið ný- lega mikinn ósigur fyrir hersveit- um Bolslhevika, og er haldið að harín verði að hörfa af Krímskag- anum.. Grikkir hafa kallað Paul, yngsta son Konstantíns fyrv. konungs, til konungs yfir Grikklandi í stað Alexanders heitins bróður síns. Hvort að Pault sem er enn ófull. veðja ungllingur, tekur vfð kon. ungstigninni, er undir föður hans komið. Sjálfur vill Konstantín gjarna ná í konungdóminn aftur, en Grikkir vilja ekkert frekar hafa saman við hann að sælda sem konung. Neiti því Konstantín að leyfa Paul konungdóminn, verður bróður hans Georg prins, sem nú á heima í Parísar'borg, boðin kór- ónan. Stjórnarskifti hafa orðið í Sví- þjóð. Hefir Hjalmar Branting, jafnaðarmannaforinnginn orðið að leggja niður völdin, og í hans stað hefir Gústaf konungur kvatt hægrimann, 'Louis De Geer, til stjórnarformanns og er ráðuneyti hans að mestu skipað hægrimönn- um. Álandseyjamálið varð Bran- ting ráðuneytinu að falli. Gulan gengur í Vera Cruz í Mexico, 'og hafa 50 manns dáið úr henni. Hefir Ö31 borgjn verið sett í sóttvörn. Stórtíðindi mega það kallast, að maður nokkur í París, Albert Grandin að nafni, játaði nýlega á j banabeði sínu að hafa stolið ná- lægt 3,000,000 marka úr fjár. hirzlu herpósthússins; og þaðt sem merkilegast er við þetta, er það, að alt fram á þenan dag höfðu menn ekki hugmynd um þjófnað- inn, fyr en hinn deyjandi maður vísaði á hvar þýfið væri geymt, sem óeytt var. Ástæðan fyrir því að yfirvöldin urðu ekki þjófnað- arins vör, var sú,, að mörkin höfðu verið keypt af frönskum flóttamönnum frá Elsass Lothrin- gen, og síðan Iátin í geymislu í hvel'fingu pósthússins og ekkert frekar skift sér af þeim. En Gran- din hafði umsjón með henni, og í félagi með bróður sínum og tveim vinstúlkum þeirra, 'hafði honum tekist að koma fénu á burtu. Næstu mánuði lifðu þeir Grandin bræður og vinstúlkur þeirra í dýrðlegum fagnaði og eyddu fé sem stóreignamenn, en samt kom engum til hugar að auðurinn væri ekki fenginn á ráðvandlegan hátt, fyr en Albert lagðist veikur og gerði játningu sína. Stjórnir Norðurlanda hafa gert 4 breytingartillögur við þjóða. bandalagssáttmálann, og eiga þær að koma til umræðu á fyrsta fundi bandalagsins í Genf 15. nóv. — Fyrsta tillagan er um fultlrúafund { bandalaginu, sem halda skuli að hausti til, t. d. annan sunnudag í septemlber á hverju ári. — Önn. ur tillagan er þaðt að 10 félagar bandalagsins skuli geta heimtað fund hvenær sem sé. — Hin þriðja vill nema burt orðið “venjulega” úr ákvæðinu um gerðardóm í milliríkjadeilum, svo að ákvæðið verði ákveðnara í þá átt, að gerðardómur skuli ætíð fjalla um slík mál. — Fjórða til- lagan er viðvíkjandi viðskifta- kreppu, sem er lögð í hegningar- skyni á eitthvert ríki. Gengur til- lagan í þá átt, að nágrannaríki skuli með leyfi bandalagsstjórnar- innar að einhverju leyti mega taka upp viðskifti við hið ein- angraða ríki til þess að tryggja sig gegn árásum frá því. Á þetta á- kvæði einkum að vera sett með tilliti til þess, að smáríki eigi í hlut. — Þessar tillögur hafa þegar verið sendar öllum félagsríkjum þjóðabandalagsins til athugunar. Til þess að þær nái gildi verður bandalagsráðið að fallast a þær og^fulltrúafundur að leggja á þær samþykki. Ibúatala Danmerkur reiknaðist að vera 3 miljónir og 49 þús. manns 1. júli s.l. Árið sem letc hefir fjölgunin verið 26 þúsund sem er 0,86% af íbúatölunni. Ár- in fyrirfarandi hefir aukningin ver- ið mikið meiri, alt upp í 1,30% á ári. Þessi litla fjölgun árið sem leið stafar af því, að fæðingum hefir fækkað að miklum mun. Upp á síðkastið hafa Gyðinga- ofsóknir farið mjjög í vöxt á Rúss- landi. T. d. voru um 200 Gyð- ingar nýlega drepnir í litlum bæ í Síberíu. Stóðu hermenn rauðu hersveitanna fyrir ofsóknun’um. Svíar hafa nú um nokkurt skeið flutt imbur^ í stórum flekum eða flotum, sem bygðir eru eins og skip í laginu til þess að þeir fari betur í sjó. I einurn fleka eru oft mörg þúsund tonn af timbri og myndi það krefja mikinn skipa- kost að flytja það öðruvísi. Um Eystrasalt og til Danmerkur hafa verið dregnir margir slíkir timbur- flotar og einnig um Norðursjó- inn. Einn heljar stór var á leið tíl Amsterdami í miðjum septem-f ber. í honum voru ekki minna en 140,000 trjástofnar. En sam- festinigin hefir ekki verið sem tryggust, því við Elbuósa gliðn- aði hlaðinn í sundur; hann var um 6 métra á hæð og afarlangur — og lenti sumt á grunn en sumt flaut út. Var sagt að sigling um Elbuósa hefði verið mjög torveld þá dagana vegna trjástofna, sem flutu þar þúsundum saman. En strandbyggjar þar næriendis gera sér vonir um góðan reka. BLAND Rvík 11. okt. Júlíusi Havsteen hefir nú verið veitt Þingeyjarsýsla. “Vér morðingjar” Kambans fá góða dóma hér í leikhúsinu. Þykir ágætlega leikið í flestum hllutverkunum. Dáinn er á Landakotsspítala Björn Jónsson frá Akureyri, prentsmiðjueigandi og fyrrum rit- stjóri Norðra. Kom hann hingað á spwtalann með GuSlfoSsi síðast. Björn var góðum gáfum gæddur og hafði mikinn áhuga á lands- málurn öllum. Nú upp á síðkast- ið, áður en iheilisufari hans hnign- aði, 'hafði hann á hendi ýms störf fyrir Fiskifélag Islands norður þar og beitti sér mjög fyrir því að koma á samvinnu meðaL sjó- mannastéttarinnar. Hann var hniginn að aldri og hafði verið heilsuveill nú um nokkurt skeið. Guðm. Eggerz sýslumaður Ár- nesinga hefir sótt um lausn frá erríbætti sökum heilsubilunar. Hann og frú hans og dóttir fóru til Danmerkur með Isllandi og ætla að dvelja þar fram eftir vetri. Rvík 6. okt. 4 menn drukna. Frá Staðarfelli í Hvammsfirði fóru nýlega þrír menn og einn kvenmaður út í eyju þar á firðinum að Hta eftir heyi. Á leiðinni hvolfdi bátnum og druknuðu allir, sem í honum voru. Mennirnir hétu Gestur Magnússon, Magnús Guðfinnsson og Þorleifur GuðmUndsson. Um nafn kvenmannsins er ekki getið. Sex manns voru á þessu heimili og er þetta því mikil blóðtaka fyrir það. Nánari fregnir eru enn ekki komnar með hverjum hætti þetta hörmulega slys hefir borið að. Nýr læknir. Guðm. Thorodd- sen iæknir er einn meðal farþega á Gullfossi. Ætlar hann að setj- ast að hér í bænum, að sögn. Bætist bænum þar góður læknir, og er það mikill ávinningur.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.