Heimskringla - 03.11.1920, Side 4

Heimskringla - 03.11.1920, Side 4
4*BLAÐS1íJA HLIMSKRINGilA WINNIPEG 3. NÓV. 1920 WINNIPEG, MAN., 3. NÖVEMBER, 1920. Agæt ræða. ' Ræða sú, sem stjórnarformaður Canada, Rt. Hon. Arthur Meighen, hélt hér í Winnipeg fyrra mánudag, var afburðagóð sem pólitísk bardagaræða. En henni var áfátt í 'því„ að hún hafði fá nýmæli fram að færa, sem vænta mátti að leiðtogi hins nýsamansoðna stjórn- Imálaflokks, sem kallar sig “The National Liberal-Conservative Party”, hefði fundið sig skyldan til að bera fram fyrir kjósendur á þessari fyrstu yfirferð sinni. En Mr. Meighen virtist líta svo á sem vörn fyrir Unionstjórn- ina og kveðjusendingar til andstæðingaleið- togans, Mr. McKenzie King, væri alt sem kjósendur væru færir um að mélta í. bráðina. Nýmæli þyrftu bæði umhugsun og jarðveg, og honum mun hafa fundist réttara að kynna sér hljóðið í kjósendum, áður en hann færi að demba yfir þá mýgrút af vafasömum ný- mælum. Meighen er maður vitur og varfær- inn og vill reyna ísinn áður en hann hleypur út á hann. En meistara'leg var ræðan engu að áíður. 'Hún var hvorttveggja í senn, varnarræða og ásóknarræða, flutt með þeim sannfæringar- krafti, að jafnvél verstu andstæðingar stjórn- arformannsins urðu að viðurkenna í ræðulok, að nú væri fremur sókn en vörn af hálfu stjómarinnar. “Bráðgáfaður, fjölhæfur, afburða ræðu- maður og rökfimastur manna á þingi, einarð- ut, djarftækur og ótrauður, en óvæginn og kaldur og harður sem stál,” er lýsing Free Press á stjórnarformanninum, og hún mun ekki fjarri sanni, þó frá andstæðing komi. Vörn hans gegn árásum þeim, sem Union- stjórnin hefir orðið fyrir, mun lengi í minn- um höfð; hún var aðdáanleg og áhrifamikil. Hann rakti aðgerðir stjómarinnar frá því (fyrsta til hins síðasta, bar þær saman við að- gerðir annara stjórna á sama tímábili, og sýndi sá samanburður að vér höfum haft hér i landi betri stjórn en nokkuð annað land. Þó viðurkendi stjórnarformaðurinn, að sumt hefði mátt fara betur, en bætti því við, að “eini vegurinn til þess að komast hjá mis fellum, væri sá að gera ekkert; en stjórnin hefði verið framkvæmdasöm”. Um tollmálin var stjórnarformaðurinn fjöl- orður. Kvað sanngjarna tóllverndun lífs- skilyrði fyrir land og þjóð. Sérstök nefnd væri nú að kynna sér vilja þjóðarinnar í toll- málum. Hefði hún verið á ferð um landið þvert og endilangt í því augnamiði. Og á tillögum þessarar nefndar; tillögum, sem bygðar yrðu á vilja meirihluta þjóðarinnar, yrði svo ný toll-löggjöf samin og lögð fyrir næsta þing. Stjómarformaðurinn fór ómjúkum hönd- um um McKenzie King og tollmálastefnu hans. Sýndi með óhrekjandi dæmum tvö- feldni liberalleiðtogans; dæmum, sem ekki var hægt að mótmæla, vegna þess að þau voru tekin úr ræðum Kings sjálfs. Þau sýndu að vestur í British Columbia taldi Mr King tollverndun nauðsynlega, sérstaklega á eplum, vegna þess að epli uxu í British Col- umbia. I Ontario taldi leiðtoginn sjálfsagt að hafa tolla og þá háa á akuryrkjuverkfær um, vegna þess að þau voru búin þar til og það hefði verið atkvæðatap að telja sig fylgj tollafnámi. En vestur í Alberta og Sask- atchewan, þar sem lágto'lastefnan væri rót- gróin, þar hefði King verið eldheitur með af- námi tolla og frjálsri verzlun, jafnvel ber- orðari en Dr. Clark, hmn alkunni fríverzlun- arpostuli frá Red Deer. “Þegar að Mr. King segir að hann vilji af- nema tolla og á sama tíma vernda iðnað landsins, þá fer hann með bull,” voru meðal sveiga þeirra, sem stjórnarformaðurinn rétti að liberal-leiðtoganum. Þá gaf stjórnarformaðurinn fyrirheit um fambandikosmngar áður Iangt um liði með svofeldum orðum: “Þeir tímar eiga ekki Iangt í Iand, að þjóðin fær að kveða upp dóm sinn yfir stjórninni, en fyrir þeim dómi ber eg engan kvíðboga.” Vel gjtur því far.o svo, að kosningar fari fram þegar eítir næsta þing, eða á komandi vori, þó meiri líkur séu til þess að þær verði látnar bíða, þar til manntalið, sem fer fram hér í landi á næsta sumri, er um garð geng- ið. Eykur það tvímaélalaust þingmanna- fjölda vesturfylkjanna um 10—20, og mættu því vestanmenn una vel biðinni, þar til kjör- dæmaskipunin nýja yrði lögleidd. En hvenær sem að kosningum ber, þá mega menn ganga út frá því sem gefnu að stjórnarflokkurinn verður harðsóttur, því honum stýrir sá maður, sem öllum er fremri til sóknar og varnar í Iandi þessu, ótrauður og óvæginn, en þó maður varfærinn og gæt inn; maður, sem ber höfuð og herðar yfir hina pólitísku andstæðinga sína, reglulegt pólitískt risamenni. Arthur Meighen er því ekkert barna meðfæri. Og hvort heldur að stefna hans er viftsæl eða óvinsæl, hvort heldur sem hún er til framsóknar eða afturhalds, þá verður hún meistaralega varin, um það efast enginn. Norrisstjórnin. Eftirþv sem nú horfir, eru litlar Iíkur til að stjórnarskifti verði hér í fylkinu, fyrst um sinn að minstfi kosti. Norrisstjórnin virðist jafnvel fastari í sessi nú, en hún var fyrir tveimur mánuðum síðan. Raunar hefir þing- fylgi hennar ekki vaxið beinlínis, hún er enn minnihlutastjórn, en óbeinlínis hefir það vax ið við þá ákvörðun bændaflokksins, að bregða ekki fyrir hana fæti á komandi þingi, °g fylgja henni að málum í öllu því, sem flokknum sé geðfelt. Blaðið Free Press, sem er aðal málgagn Norrisstjórnarinnar, segir frá þessvun ráða- gerðum bændaflokksins, og ber fyrir þeim ritara flokksins, Mr. Bovin, þingmann fyrir IberviIIe kjördæmið, svo ætla mætti að hér væri farið með rétt mál. En undarleg mun mörgum finnast þessi niðurstaða bænda- flokksins, eftir alt, sem á undan er gengið. Menn muna ósköpin, sem á gengu eftir kosningarnar. Þá átti að vera myndað sam- band milli allra andstæðinga stjórnarinnar, bændaflokksins, conservativa og verka- manna, til þess að steypa stjórninni og mynda stjórn. Bandalagið miHi verkamanna og bænda átti sérstaklega að vera styrkt og varanlegt, en conservativar voru ekki vel séðir meðal verkamannaleiðtoganna, svo að snurða kom á þráðinn, er fara átti að jafna niður í ráðgjafaembættin. Eins féll con servativum ekki stefna vefkamanna í geð né verkamönnum stéfna conservativa. Aftur voru bændaflokksmenn ekkert að brjóta heilann um stefnur; þá vantaði völdin, líkt og flokksbræður þeirra í Ontario, og því fúsir til samkomulags við hverja sem var, ef því takmarki var náð. Næst skeði það, að meirihluti conservative þingmannanna gekk inn í bændaflokkinn og sömuleiðis flokks- leysingjarnir, en þeim tilheyrði meðal annara Hon. Joseph Bernier, fyrrum ráðgjafi Rob- lin stjórnarinnar og conservative af hinum gamla, góða skóla. Lá sumum við að tár- fella, er þeir heyrðu um hin pólitísku sinna- skifti uppgjafaráðgjafans. En “Joe” vissi að í öllum stjórnum þurfti lögfræðing til þess að taka dónismálaembættið og; og þar sem nú að bændurnir höfðu engum slíkum á að skipa og þvtí síður verkamenn, þá fanst hon- um það heilög skylda sín að koma þeim til hjálpar, enda var hann og hálfgerður bóndi, að því er honum fanst, því tvær átti hann kýr og nokkur hænsni, þar fyrir handan ána í St. Boniface; og þó það væri ekki stórbú, þá var það þó nógu stórt til þess, að friða sam- vizkuna og sannfæra sjálfan sig um, að hann sigldi ekki undir fölsku flaggi sem bóndi. En nú virðist sem allir útreikningar bæði hans og annara, ætli að verða að engu. því oftar sem hinir sameinuðu komu saman, þess minni urðu samvinnuhorfurnar, þar til nú að svo er komið, að bændaflokkurinn hefir gefið upp vonina um völdin og lofað stjórninni hálfvolgu fylgi sínu. Verkamannaþingmennirnir og leifar con- servativaflokksins, verða því hinir eiginlegu stjórnarandstæðingar, og er það hálfkátbros- legt, þegar þess er gætt, hvernig afstaða þeirra var áður fyr. Um stjórnarmyndun gátu þeir ekki komið sér saman, en að vera móti stjórninni í samkomulagi géta þeir alls hugar fegnir. Norrisstjórni.i fær því að ’íkindum að sitja áfram, ekki að vilja fólksins, heldur vegna ósamlyndis mi'IIi andstæðinganna. samþykt í öllum þessum fylkjum með álitleg- u.n atkvæðamun, svo að vilji fólksins var ó- tvíræður, sérstaklega þó í Nova Scotia, þar sem bannið sigraði með nærfelt 40,000 at- kvæða meirihluta. 1 Saskatchewan sigraði bannið með rúmum 1 1 þús. atkv. og í Al- berta með tæpum 9 þús. I Manitoba var meirihluti bannvina tæp 1 1 þús. Vér höfum nú með höndum fullnaðarúr- slitin í hinum ýmsu kjördæmum Manitoba fylkis. Sex kjördæmi voru" á móti banninu, þar á meðal Winnipegkjordæmin þrjú, og hin voru nágrannakjördæmin, sem snerta út- jaðra borgarinnar, nema Provencher, sem er fyrir suðaustan borgina; búa þar mest Frakk- ar og eru þeir venjulega Bakkusarvinir. ÖIl hin kjördæmi fylkisins urðu bannmegin. Mestur sigur bannvina var í Souris kjördæm- inu; eru þar margir Iandar, því Argylebygðin er meir en hálf í því kjördæmi. Aftur var |oað einkennilegt við atkvæðagreiðsluna í Winnipeg, að Suður-Winnipeg, þar sem flest- ir höfðingjarnir búa, var nærri því jafnskift ;í atkvæðagreiðslunni, andbanningar aðeins 13 atkvæðum á undan. Aftur fór mið- og norðurhluti borgarinnar með miklum at- kvæðamun andbanningamegin. Spurningin, sem atkvæðin voru greidd um, var svolátandi: “Ertu fylgjandi aðflutn- ingsbanni?” ' Andbanningar svöruðu með “nei”, bannvinir með “já”. Féllu atkvæð- ir eftir því þannig í hinum ýmsu sambands- kjördæmum fylkisins: Andbanningasigrar Alls: 18703 38663 20960 Öll atkv.: 49884 60843—110727 Meirihluti bannvina er því 10,959, saman talinn úr öllu fylkinu. Aðeins 60 prósent af þeim, sem á kjörskrá voru, greiddu atkvæði. Hinir kusu heldur að sitja heima, og er það illa að verið. Yaldsvið járnbraníar- ráðssins. Aðflutningsbannið. Eins og getið var um í síðasta biaði, unnu bannvinir mikinn sigur í Manitoba, Sask- atchewan, Alberta og Nova Scotia, við at- kvæðagreiðsluna 25. f. m. Aðílutnings- bann á vínföngum til almenningsnota var , “Á afturfótunum” er vinur vor að Lög- bergi að hamra því í Iesendur sína, að vér höfum verið að fara með rangt mál, er vér sögðum að sambaiídsstjórnin hefði ekki vald til þess að ónýta gerðir járnbrautaráðsins í flutningsgjaldamáhnu. Það vill nú einmitt svo vel til að formaður járnbrautaráðsins var staddur hér í Winnipeg fyrir fáum dögum síðan, og í viðtali við Free Press lýsir hann því ótvíræðilega yfir, að járnbrautaráðið sé með öllu óhátt sambandsstjórninni og beri engin skylda til að taka bendingar frá henni til greina, hvað þá að hlýðnast skipunum hennar. i !■■! ‘1'j Vill nú nokkur verða til þess að segja, að Hon. Frank Carvel viti ekki, hvað hann er að fara? Vits hefir honum enginn frýjað fyr né síðar, og manna bezt ætti hann að þekkja valdsvið járnbrautaráðsins, sem hann er for- jmaður fyrir. Það var heldur ekkert hik á manninum, er hann gerði yfirlýsingu sína um valdsvið ráðsins, hann vissi sig vissan í sinni sök; og hann stóð á föstum grundvelli, stofn- skrá járnbrautarráðsins, er hann hafði hjálp- að Laurierstjórinni til að semja. Hvorum höfðingjanna vilja því lesendur trúa, Jóni vorum Bíldfell eða Hon. Frank Carvel? Valdsvið járnbrautaráðsins og viðskifta- réttarins eru gagnólík, sem sjá má bezt á því ^ið hæstiréttur ríkisins hefir viðurkent full- veldi járnbrautaráðsins, en úrskurðað verk- svið viðskiftaréttarins takmarkað og ráðgef- andi frekar en afgerandi; svo að kenning Lögbergs um jafnveldi þessara tveggja er í mesta máta fráleit og villandi, sem flest ann- að í þessari afturfótagrein. Og ekki getur Lögbergsritstjórinn borið á móti því, að þjóðnytjadómarinn hér í Mani- toba sé skipaður af fylkisstjórninni og að jfylkisþingið samdi lögin um valdsvið hans. 1 Nei Já Meirih. Suður-Winnipeg ... - . .. 8098 8085 13 Mið-Winnipeg .. 1081 7563 3248 Norður-Winnipeg .. 5978 2973 3005 St. Boniface .. 1838 674 1164 Provencher .. 1176 1019 157 Springfield .. 3280 1866 1414 Alls: 31181 22180 9001 Bannvinasigrar i- Nei Já Meirih. Brandon 3716 6360 3644 Selkirk .... 2699 3552 853 P‘ La Prairie 1136 2652 1517 Macdonald 1905 4204 2299 Mar9uette 2049 3853 1804 Nelson 378 1252 874 Neepawa 1606 3518 1912 Souris 2402 7424 5022 Dauphin 1459 2276 817 r...Lisgar 1354 3572 2218 Samlíking vor á honum og járn- brautaráðinu er því engan vegir eins fráleit og Lögberg segir hana vera. Og ef bæjarstjórnin í Winnipeg eða borgarbúar hefðu vald yfir núverar.di þjóðnytjadóm- ara, mundi honum fljótlega vikið úr sessi. Hann er skipaður af Norrisstjórninni að borginni forn- spurðri, en er henni óháður eins og járnbrautaráðið sambandsstjórn- inni, og þetta veit Lögbergsrit- stjórinn að er sannleikur, ómeng- aður sannleikur. VerðfalJ. Bændur, ba^ði hér í Canada og Bandaríkjunum hafa orðið fyrir slæmum vonbrigðum með verðið á hveiti sínu. Verðmæti biljón bushéla hefir minkað sem svarar 50—60 centum á hvert bushel þessa síðustu viku„ og litlar horf- ur eru til að það hækki aftur að nokkrum verulegum mun. Þessi verðlækkun hefir í för með sér að minsta kosti $500,000,000 tap fyrir bændur landanna, og það ei engin smáræðis fúllga. En auk hveitisins hafa hafrar, bygg og hör lækkað í verði að sama skapi, og ofan á þetta bætist svo hér í Can- ada hækkun flutningsgjáldanna sem gera bændunum enn þyngri búsyfjar. Hér í Iandi er mikið talað um það, að sambandsstjórnin taki aft- ur að sér kaup og sölu á hveiti, og endurlífi hveitikaupanefndina. En þetta sýnist all kynlegt, þegar þess er gætt, að leiðtogar bændanna vildu ólmir fá hveitikaupanefnd- ina afnumda meðan hún var við lýði, og sögðu hana baka bænd- unum stórtjón; frí og óhindru? sála á hveitinu væri bændunum arðvænlegust, og þar fram eftir götunum. Stjórnin varð að lok- um við kröfum bændaleiðtoganna og uppleysti hveitikaupanefndina En er það kom á daginn, að hveiti verðið með hinni frjálsu samkepn varð lægra en áður hafði verið meðan stjórnin hafði ákvæðisverð á hveitinu, snéru bændaleiðtog- arnir við blaðinu, og vildu að stjórnin kallaði hveitikaupanefnd ina aftur til lífsins. En við þeim kröfum hefir stjórnin ekki getað orðið, og telur réttast, eins og eðlilegt er, að hveitiverzlunin sé frjáls. En sannleikurinn er sá, að jafn- vel stjórnarverzlun á hveiti hefði ekki getað komið í veg fyrir verð- fall þess, nema þá sér í stór skaða, því það er ekki eins auðvelt að selja hveitið nú og verið hefir. Almenningur vill ekki kaupa eða getur ekki keypt; en það er eitt og hið sama fyrir framleiðand- ann. Hveiti og allar aðrar land- búnaðarafurðir eru á verðlækkun- arleiðinni og fólk vill þess vegna ekki kaupa nema það állra nauð- synlegasta meðan verðið er á nið udeið. Og þetta er ekki nema eðlilegt, slíkt mundu allir gera á öllum tímum, um Ieið og verð fer að lækka, í von um að það lækki enn meira. Sumir hafa haldið því fram, að hið lækkandi hveitiverð, væri að kenna samtökum meðál hveiti- kaupmannanna. En svo mun ekki vera. Verðlækkunin hefir dýpri rætur en það. Orsakirnar eru af- staða almenningsálitsins gegn hinu háa verði, sem verið hefir á öllu nú í nokkur ár. Almenningur vil) og krefst þess að ált fari lækkandi í verði; og hvað hveitið snertir ^ þá er það ver af en flestar aðrar afurðir, vegna þess að þeir, sem ....Dodd’s nýrnapfllur eru bezta nýmamettakð. I jrlmo og gigt, bakviik^ hjHtsbðn, þvagteppu, og önnor veidndi, sesn stafa frá nýnmum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan cða 6 öskjur fýr- k $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl. um e8a fra The Dodd’s Medicine Co. Ltd., Toronto Ont....... þu'rfa þess mest með, eru Evrópu- menn, og þeir hafa ekki peninga til að borga fyrir það. Ekkert að bjóða'í staðinn nema pappírspen- inga, sem eru hér teknir með stór- im afföllum. Þess vegna er það hið lága verð á útlendum gjald- eyri, sem skapar hið lækkandi verð á hveitinu, frekar en samtök: nokkurra hveitikaupmanna. Verðfall er fyrirsjáanlegt á öll- um afurðum, hvort heldur er bænda-afurðum eða íðnaðar-af- urðum. Hvenær að verðlækkun- in nemur staðar, er ómögulegt að segja. Hagfræðingar hvarvetna um heiminn hafa spáð því, að erf- iðir tímar væru fyrir höndum í öllum Iöndum heimsins. Þeir hafa spáð því að iðnaðarhrun og at- vinnuleysi stæði fyrir dyrum og alt viðskiftalífið lamaðist af þeim á- stæðum. Og þó að Bandaríkin og Canada standi að flestu leyti betur að vígi en- önnur lönd hins mentaða heims, þá fara þau ekki heldur varhluta af þeim slæmu tímum, sem hagfræðingarnir spá að séu í þann veginn að dynja yfir. En þó nú að spádómar þessir um hina örðugu tíma, sem séu í vændum, hafi að sjálfsögðu viS talsvert að styðjast, þá má þó enginn taka það svo, að hállæri sé fyrir dyrum. Hér í Canada er hagur manna svo góður yfirleitt. að þó að afturkippur komi í við- skiftalífið, þarf ekki að hljótast af því tilfinnanlegt þjóðaiböl. AS sönnu verða framfarir ekki eins miklar og á góðu árunum, og auð- sældin minni; en með fyrirhyggju og dugnaði þurfa hvorki bændur né borgarar að líða nauð þó að gróðavonin reynist minni en áður. Verðfall er heldur ekki orðið alment hér ennþá, þó spáð sé að svo verði innan Ktils tímía. Helzta verðlækkunin hefir orðið á inn- kaupsverði á hveiti og annari kornvöru og á sláturfé, en í út- sölu hafa vegsummerkin naumast sýnt sig ennþá. Brauð hefir tif dæmis ekkert lækkað í verði, þc' að hveitið hafi lækkað, og er því um kent að brauðgerðarhúsinir séu en nað baka úr dýra hveitinu. Sama er með kjötverðið í kjöt- búðunum. Sláturhúsin segjast enn vera að selja kjöt af gripum þeim, sem þau keyptu á háa verðinu. Og svona gengur það með flest ann- að. En þeir tímar koma, að alt lækkar í verði, og af því hlýtur að leiða að vinnulaun fara einnig nið- urávið. Markaður landsins við önnur lönd hlýtur að fara mink- andi, vegna þess, að fæst af Ev- rópulöndunum verða þéss megn- ug að kaupa héðan að nokkrum mun. Af minkandi framleiðslu stafar svo atvinnuleysi og atvinnu- leysið hlýtur að draga kaupgjald- ið niður, ef alt gengur sína vana- legu rás.( En einkennilegt má það kalla, að sú atvinnugrein sem vér þekkj- um bezt, sem er prentiðn og blaða útgáfa; þar virðist engin breyt- ing á Iækkunarveginn fyrirsjáan- Prentaralaun hafa hækkað um 15 dollara á viku á þessu síð- asta ári, og það kaupgjald gildir til næstu júlíloka. Og pappírs- verksmiðjurnar segjast heldur hætta að framleiða pappír heldur en að Iækka hann í verði, og má það dæmalaust kalla eftir því sem nú horfir.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.