Heimskringla - 17.08.1921, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.08.1921, Blaðsíða 1
gefin fyrir Ti Sendia ettlr vertSllsta tll ®8 Royai Crimn Soap, Ltd. > , 664 Maln St., Wmnipeg tI!I!baOir __________________________________________) VerSIann gefin fyrir ‘Coupons’ og Sendit5 eftlr vertSllsta tll umbúðir Royal Crown Soap, L(4. 654 Main Stn Wlnnip«K XXXV. AR WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 17. ÁGOST 1921 NúMER 47 CANADA Útlit fyrir kosrJngar. Sambaads- kosningar er eitt af því sem menn .nú öSru fremur hugsa um, enda var Meighen ekki fyr kominn heim en álits ihans var leitaS í því efni. Og þaS er eftir honum sjálfum haft, að hann sé með^því, að þær fari fram í haust. Sumir í stjórn- inni er aftur á móti sagt að séu á móti þeim. Telja þeir hag lands- ins þannig, að til fleiri kosninga en haegt sé að komast af með, ætti ekki að vera stofnað. Er bent á atvinnuleysi og að ýmsu leyti ó- hagstæða tíma til þess. Segja betra að þingið snúi sér beint að þeim málum. Aftur ætla aðrir, og þar á meðal forsætisráðherrann. að kosningar geti ekki beðið eftir því að öll sár verði grædd sem fcetta land fékk við stríðið. En með því að tíminn fer að styttast, ef hafa á kosningu í haust, verður eflaust skamt að íbíða þess, að að verði gert heyrum kunnugt hvað gert verði í því e'fni. Endurköllun Bayleys. Undir- skriftum er sagt að verið sé að safna til þess að endurkalla W. D. Beyley þingmann fyrir Assini'boia- kjördæmið. Ástæðan fyrir endur- köllun Iþingmannsins, er sú, að hann á að hafa í ræðu sinni minst á trúmál gagnstætt því er kirkjur kenna. Beyley var kosinn við síð- ustu kosningar og er verkamanna fulltrúi; sá er á móti honum sótti var Wilton og fylgdi hann flokki óháðra. Á þinginu í vetur flutti Beyley oft langar og gagnorðar ræður. Hann var einnig yfirkenn- ari við King George V. skólann, en var sagt upp því emlbætti ný- lega. 'Er sagt að talsvert sé komið af undirskríftum, þó enn vanti mikið á að þær séu nægar til þess að hann þurfi að segja af sér þing- mannsemibættinu og verði ef til vfll aldrei. Fyrstu járnbrautarvagn.hlössin af hveiti fóru að streyma inn til bæjarins í byrjun (þessarar viku; á þriðjudaginn komu 15 C.N.R. vagnhlöss og nokkur með C.P.R.; voru flest þeirra send austur. Þresk ing er fyrir nokkru byrjuð í suður- hluta Manitoba og er nú vist um það byrjuð alls staðar. Aldinarækt í Vesturfylkjunum. Norman Ross, umsjónarmaður gróðrarstöðvar sambandsstjórnar- innar í Indian Head, segir að alls konar ávexti sé mögulegt að rækta í Saskatchewan fylki. Hefir hann í gróðrarstöð stjórnarinnar þ>ar ræktað epli, sveskjur og kirsu- ber (cherries) jarðarber(stravb-) him'ber (raspb.), kúrenur, stöng- ulber (gooséb.), og fleiri runn- ávexti. I sumar héfi-r gróðrarstöð- ín úthlutað yfir 3,000,000 af aldin trjám til bænda í grend við Indian Head. Sjálfsagt má rækta þessi aldini einnig í Manito'ba. Þinginu í Nýfundnalandi var slitið á föstudaginn var. Hefir það staðið yfir á fimta mánuð, og er það lengsta þing sem haldið hefir verið í 70 ár. Ýms mjög mikils verð mál snertandi fiskiveiðar og fiskimarkað tóku upp mikið áf þingtímanum. Aftur kemur þing- ið saman 12. desember, n.k. Epla uppskera er sögð ágæt í British ColumJbia fylki, og er bú- ist við að verðið verði 50 centum lægra í haust á hverjum kassa en í fyrra. Tripzig línuskipið mikla sem Þjóðverjar byrjuðu að smíða á stríðsárunuim og luku nýlega við, hefir C.P.R. félagið keypt og bætt við línuskipaflota sinn á Kyrrahafinu. Skipið hefir nú verið skýrt upp og heitir “Empress of Chma”; er það 19,300 smálestir (ton) að stærð. Um 7000 verkamenn komu frá Ontario og Québec á miðvikudag- inn var; héldu þeir viðstöðulaust vestur í land; voru sumir þeirra ráðnir áður en þeir fóru að aust- an. Von er á nokkrum síðar, en annars héfir verið tilkynt héðan, að fleiri manna vaeri ekki þörf við uppskeru vinnu að austan. Fiskitollur hár. Tollurinn sem legst á fisk sem sendur er frá Can- ada til Bandaríkjanna er æði hár, samkvæmt hinum nýju tolllögum sunnan línunnar. Fiskimáladeild sambandsstjórnarinnar hefir ný lega verið að rannsaka það efni og kemst að þeirri niðurstöðu, að ef tollinn, sem nú er á fiski, hefði þurft að borga í fyrra, hefði hann numið $1,500,000 f stað ekki fullra $100,000 sem borgað var. Fiski-fita eða olía sem send er til Bandaríkjanna nam í fyrra $409- 000 og var tollur á henni þá $15,000; nú er tollurinn á sömu upphæð $51,000. Þetta nægir til að sýna hvernig tolllögin nýju snerta viðskifti Canada við Banda ríkin. --------o------- BANDARIKIN Meir en biljón, hefir verið tekið út- í lífsábyrgð hjá Bandaríkja stjórninni undir hinu nýja lífsá- byrgðarfyrirkomulagi hennar, eftir skýslu C.R.Fobes umsjónarmanns þeirrar deildar að dæma. Æðsti réttur héfir úrskurðað, að lög Washingtonríkisins sem ákvarða að þeir sem kaupa eða leigja land í því ríki verði að vera eða þá að gerast borgarar þess, séu rétt og komi ekki í 'bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Dr Perry M. Lightenstein lækn- ir við fangahúsið í New York, heldur því fram að það áfengi sem selt he'fir verið síðan bannlögin gengu í gildi, hafi orsakað meiri brjálsemi ,en öll þau áhrif sem stríðið hafði á þá sem á orustu- völlinn fóru. Roosevelt, skip það sem Robert Perri fór á hina frægu norður- heimskautaferð sína, hefir verið leigt til að fara til Beringssundsins til hjálpar “Maud” skipi capt. Roalds Amundsonar. Yfri Atlantshafið á 40 klst. er sagt að hinn nýsmíðaði loftbátur sjóliðs Bandaríkjanna geti ferðast Loftdreki þessi var srrúðaður á Englandi og er sá steersti og kraft- mesti sem enn hefir af stokkum hlaupið. Kínverjar stelast til B.ríkjanna. Bandaríkjastjórnin hefir verið að smá réka sig á það að Kínverjar eru að reyna að flytja inn til Bandaríkjanna þrátt fyrir það, að strangt bann sé lagt við innflutn- ingi þeirra. Á hverju skipi sem beina leið kemur frá Kína til B.ríkjanna, eru ávalt nokkrir Kín- verjar sem teknir eru fastir og bannað er að setjast þar að. Ný. iega voru þannig 40 manns tekrnr á einu skipi, sem allir verða sendir til baka; hafa sumir þeirra borgað ýmsum $200—$500 til þess að greiða veg þeirra inn í landið, sem Kínverjarnir auðvitað tapa þegar svona fer. Alþjóðafundur um peninga- verðfall. Bandaríkin eru iðulega farin að fá 'bréf og skeyti frá Evr- ópu, sem fara fram á það, að þau gangist fyrir að alþjóðafundur verði haldinn um réttmætara og hagkvæmara fyrirkomulag á gildi peninga, og sem afstýri því geysi mikla verðfalli sem á þeim sé nú, og sé að gera utan lands viðskifti sem næst ómöguleg. Bandaríkin taka þessu dauft, og er sagt að þau muni ekki láta sig það mál miklu skifta, ef hjá því verður komist, enda græða þau ekki á því og það er sú öld ennþá, að það er hver sjálfum sér næstur. Fjögra ára drengur datt út um glugga á fjórða lofti á byggingu í New York og niður á glerharða steinstéttina, en meiddist ekkert. Foreldrar hans, sem hlupu til hans, urðu heldur en ekki hissa, er dreng urinn kom hlaupandi á móti þeim alheill og bað þau um ísrjóma. Læknar skoðuðu hann í x-geislum og kváðu hann óskaddaðann. Drengurinn hafði verið að tusk- ast við bróðir sinn í rúminu og dottið út að glugganum og skot- ist út við fallið. “Frændi” Hardings. Ameríku- menn hafa jafnan mikla dýrkun á forsetum sínum, einkum eftir að þeir eru nýseztir á valdastólinn. Þá “snobba” þeir fyrir forsetun- um, engu minna en Evrópuþjóð- irnar fyrir konungum sínum áður. Hefir nýlega komið þar fyrir at_ vrk, sem sýnir hversu blindir menn eru í þessu tilliti og hefir sú blindni verið notuð óþyrmilega til þess að draga fólk á tálar. I Chicago átti ungur maður heima «r hét Everett Harding. — Nafnið vakti undir eins athygli á manninum; fólk sem hi.tti hann var altaf að spyrja hvort hann væri ekki frændi for- setans nýja og þar fram eftir göt- unum. Manninum datt því í hug hvort ekki gæti verið að hann væri frændi forsetans og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri eitthvað skyldur honum. Sá hann að skyldleikinn gæti komið sér að góðu haldi, eftir að nafn Hardings væri orðið víðfrægt, og fór þá að kalla sig “frænda” forsetans, hvar sem hann kom og var fyrir bragðið gerður að heiðursmeðlim í möígum stjórnmálafélögum, fékk peninga til að stofna nýtt Harding-tímarit og fjölda af sæl- gætisverzlurtum, sem bera skyldu nafn Hardings. Þegar forsetinn tók við forsetatign í “Hvíta hús- inu” 1. marz, leigði Everett heila aukalest frá Chicago til Washing- ton, til þess að verða staddur við hátíðahöldin og borgaði járn- brautafélaginu fyrir með falsaðri ávísun sem hljóðaði upp á -1900 Gerðist hann æ fífldjarfari eftir því sem áleið. Sagði hann meðal annars, að systir sín 1 3 ára göm- ul, hefði verið boðin í “Hvíta hús ið” og ætti hún að vera þar fram- vegis til að lífga upp hjá “frænd- fólkinu”. Og blöðin tóku fregnina á lofti og birtu stórar myndir af systurinni og fluttu greinar uimj hana og veru hennar í “Hvíta hús inu". En þar hafði Everett telft of djarft. Harding sá myndina í blöðunum og símaði þeðar í stað til lögreglunnar í Chicago.að hann þekti ekkert til þiessa “frænda” og hafði ekki boðið neinni telpu heim til sín. Og nú situr “frændi forsetans” í svartholinu. Mbl. BRETLAND Lausn Markievicz. Á lrlandi er greifafrú ein er Georgína Markie- vicz heitir; hún hefir setið í fang- elsi síðan 28. desember, á Eng- landi, en var nú nýlega látin laus með írsku þingmönnunuim, sem eninig ha'fa verið þar í varðhaldi. Greifafrú þessi hlaut kosningu til ríkisþingsins í Bretlandi 1 3. maí,s. 1., en var þá fangi. Var hún tekin föst fyr% þátttöku í að stofna til félagsskapar á Irlandi, sem fyrir Sinn Feina-málum þar barðist. Hún er fyrsta konan er til ríkis- þingsins á Bretlandi hefir vejið kosin, þó hún 'haf.i ekki enn setið á þingi. Svar íranna. Eamonn de Valera leiðtogi lýðveldissinnanna á Ir- landi, er nú kominn aftur til Lundúna með svarið frá Irum, snertandi friðartilboð Breta. Af- henti hann það Austin Chamber- lain í fjarveru Lloyd George, sem var á ríkja-fundinum í París. Hvert innihald svarsins var, vissu menn því ekki fyr en Lloyd Ge- orge var heim kominn. Fylgdi sú skýring fréttinni, að svarið mundi þannig, að fundir yrðu haldnir og málið rætt ennþá. En nú hefir það ekki reynst svo. Eftir síðustu frétt- um að dæma, er ekki framar um sáttatilraunir að ræða. Irar háfa neitað að taka boði Betlands. En það var fólgið í því, að veita Irlandi sömu réttindi og nýlend- um sínum, að veita því vald til að fara með fjármál sín að öllu leyti, póstmál, löggæzlu inn á við eða íheima fyrir, en væri í kon- ungssambandi við Bretland eða brezka ríkið. Var þeim þar á móti áskilin vernd út á við, og í raun og veru lýtur sarnbands-krafa Bretlands aðallega að því, að enshu-mælandi þjóðir, standi í sem órjúfanlegustu samlbandi til þess að geta því betur varið sig í hvað sem skerst. En þessu neit- uðu írar. Vildu ekki sættum taka nema því aðeins að þeir yrðu al- gerlega lausir undan Bretum;væru með öðrum orðum viðurkendir sem sjálfum sér ráðandi og lr. land lýðveldi. Að þessari kröfu er sagt að Lloyd George hafi þver- neitað að ganga, og sátta-tilraun- unum sé því lokið í svip, að minsta kosti. En að málið falli al- gert niður, er varla hugsanlégt, því svo mikil áhrif og umhugsun héfir það vakið bæði á Englandi og lrlandi. Og þó að Lloyd Ge- orge og de Valera virðist báðir eindregnir í því að sllaka hvorugur á stefnu sinni, því Lloyd George segir um algerðan skilnað sé ekki að ræða, og de Valera að um ekkert minna en algerða lausn sé að gera, þá samt virðast þjóðir beggja landanna enn ekki von- lausar um milliveg á milli þessara tveggja ákveðnu stefna. Fréttir frá Evrópu sem hingað berast, eru stundum úr lagi færðar og einkum þó ýktar. Er ekki ómögulegt að svo sé um það er Lloyd George og de Valera greinir á um, þó mikið virðist á því bera sem stend ur. Lausn McKeowns. Málið um lausn McKeowns úr fangelsi, eins og írar fóru fram á, kom fyrir brezka þingið og samþykti það að láta McKeovm lausan; eigi að síð- ur sagðist Chamberlain ekki kann- ast við að öðru vísi stæði ekki á með hann en hina fangana, en lausnin væri veitt heldur en að láta það efni verða til að spilla fyrir framgangi friðartilraunanna. “Times”. Sá orðrómur hefir bor ist frá Englandi, að Northcliffe lá- varður mundi vera að losa sig við blað sitt, "Times”. Ástæðan til þess er talin vera sú, að stórkost- legt tap hefir verið á blaðinu nú í seinni tíð; nemur útgáfukostn- aður þess á viku 2500 sterlingsp. Þessi breyting á stjórnendum blaðsins þykir vera mikill sigur fyrir Lloyd George, því áður hafði blaðið, og einkum nú síðast, er bar á milli í stiórnmálastefnu Eng- lands O'g Frakklands, heldur verið á öndverðum meið við Lloyd Ge- orge. Haldið er, að aðalritstjóri “Times” muni verða Sir FTiilip Kerr. Hann hefir, þar til nú fyrir skemstu, verið áhrifamikill á hlið Lloyd George og var þá ritari hans Er hann maður á bezta aldri, og var, áður en hann gekk í þjónustu Lloyd George, einn aðalstarfs. maður timaritsins “The Round Ta’ble’ ’, og er talinn vel að sér í öllum utanríkismálum. ÖNNUR LÖND. T rúarbragða-stríð eða “heilagtl stríð, eins og það er hér kallað, hefir konungurinn í Hidjas lýst yfir að íhann og þjóð hans væri lögð út í við Grikki í Litlu-Asíu. Hefir hann hlaupið undir bagga með tyrknesku nationalistunum í viðureign þeirra við Grikki. Kon- ungurinn kallar menn sína S stríð- ið til verndar trúnni en landstrú þeirra er sem Tyrkja múham meðstrú. Fyrsti dauðadómur sem kveð- inn hefir verið upp yfir nokkrum manni á Frakklandi síðan á mið- öldunum, var nýlega látinn ganga yfir mann nakkum er Savin heitir. Ódáðaverkið sem maður þessi vann, var það að hann læddist að bandarískum hermanni úti á víðavangi og særði hann og rænti fé því er í vösum hans var; yfir- gaf hann hermanninn og hélt hann dauðann. En svo reyndist það þó ekki, og hermaðurinn lifir enn. Fyrir þetta níðingsverk er Savin þessi dæmdur til dauða og á að framkvæma þá athöfn, að öllum sjáandi á einhverju stræti borgar- innar. Steinaldarmenning. Það munu fæstir gera sér í hug, að nokkur nú.lifandi þjóð eða mannflokkur lifi samkvæmt hætti eða menn- ingu steinaldarinnar. En maður að nafni Dr. Northcote Deck, sem er missíóneri á eyjunum norður af Ástralíu, fullyrðir að hann hafi fundið menn þar sem lifi á sama menningarstigi og steinaldar-þjóð ir. Mannflokkur þessi er Dr. Deck kyntist, helzt við á Reunell-eyju svo kallaðri og er hún ein a'f Sóló- mons eyjunum í Kyrráhafinu. I- búar eyjarinnar eru um 500. Þar eru engar hafnir og ferðir til eyj- arinnar sama sem engar. Vopn þeirra og áhöld eruöll úr steini eða við. Og fyrst eftir að Dr. Deck kom þangað, virtust eyjabúar una því vel. En eftir a'ð þeir sáu áhöld úr járni hjá honum, leyst þeiim samt svo vel á þau, að þeir eru nú til með að skifta við hvern sem er á þeim og ýmsum munum úr steini. Eyja-lbúar eru bardaga og glímumenn miklir. Spjót hafa þeir úr tré og ydda þau vanalega með beini úr imannskandlegg eða fæti, og kasta þeim með frábærum fim leik. Hið einmanalega líf þeirra héfir sett mót sitt á þá að ýmsu leyti. Þeir eru þunglyndislegir á svip og rödd þeirra er mjög ótam- in og óviðfeldin. Og hljómleika þekkja þeir ekki aðra en þá, að þeir iberja saman spíitum, og dansa eftir því. Peningar þeirra eru tannir úr refum sem haldast við á eyjunni í hellum og skútum. Aðra mint þekkja þeir ekki. Dauðahegning afnumin. Sá merkisatburður hefir nýlega orðið í löggjöf Svía, að dauðcihegning hefir verið numin þar úr lögum. Var þetta til umræðu í báðum deildum þingsins síðast í fýrda mánuði, og fékk nær því óskift fylgi beggja deilda. Var það sam- þykt í erfi deild með 62:23, en í neðri deild með 116:48. Þykir þetta merkisviðburður á löggjafar sviðinu sænska, og láta blöðin það ótvírætt í ljósi, að hegningar- löggjöf flestra þjóða stefni í mannúðar.átt. Frá Islacdi. VÍKINGABLÓÐIÐ Ameríkumenn dást að íslenzk fon sjómönnum. Blaðið “New York Globe” flutti, síðast þegar Lagarfoss var í New York, smá- grein um komu skipsins. Lýsir hún óblandinni ánægju þess sem rit- að hefir fyrir “smáskipum” eins og Lagarfoss, sem hætti sér út á Atlantshafið um hvaða tíma árs sem er. Greinin hljóðar svo: — Fjórum til fimm sinnum á ári, fá New York-búar sönnun fyrir því, að víkingslundin er enn ekki út- dauð hjá þeim, sem lifa á hafinu, sem sé þegar hið litla, veikbygða skip Lagarfoss frá lslandi kemur hingað Við næstu bryggju við Lagarfoss liggur eitt af stórskipum Cunardlínunnar. Einn af fyrirlið- unum bendir á Lagarfoss og segir: “Þessi kuggur var að koma hing- að inn áðan, í versta veðri sem komið hefir á vetrinum, eins og ekkert hefði í skorist. Þeir segja mér þar, að það taki venjulega 12— 14 daga að komast hingað frá Reykjavík, svo þérs jáið hvem ig verið hefir núna, þegar ferðin tók 19 daga. Þessi skel er ekki stærri en bátarnir, sem New York- búar hafa í skjögt út að Liberty- styttunni. 700 smálesta skip með 200 smálestir af kolum. Getið þér hugsað yður það? Hugsið þér yð- ur að fara fyrir Cape Race í veðr inu, sem okkur finst stundum vera hérna á skipinu. Þeir segja mér að þeir hafi orðið að fara 300 milur úr leið. Þeir hefðu eins vel getað lent í Aberdeen eins og í New York. — Fciilþegarnir á skipunum hjá okkur eru að fjargviðrast yfir veðrinu sem þeir fái áleiðinni, en þá liggur nær að fara og taka ofan fyrir piltunum sem eru að ganga um þarna á þilfarinu eins og ekk- ert hefði ískorist, þó hléborðið hjá þeim hafi lengst af verið í sjó og öldurnar hærri en siglutopp- arnir. Ef nokkur æfintýri gerast framar á sjó, nú á dögum 50 þús- und smálesta skipanna, þá farið þér til drengjanna þarna; þar heyr ið þér þau. Þvií það eru, svei mér, sjómenn!” Mbl. Séra Friðrik Friðriksson verður fulltrúi Islands á fyrsta bama og ungmenna-verndarþingi Norður- landa. Spánarsamningurinn. Stjórnin hefir fengið símskeyti, sem segir, að við getum ekki fengið að halda áfram vægustu kjörum sem tollög Spánar heimila, á fiski héðan, ef ekki sé leýfður hingað innflutn- ingur spánskra vína. Fjárkláði magnaður er nú í suð- urhluta Ámessýslu. Er iHannes Jónsson dýralæknir nýkominn að austan og segist honum svo frá. að kláðinn hafi gripið mjög um. sig á sumum bæjum og sé á all- háu stigi. Sjúka féð hefir verið skilið úr ósjúku eftir föngum og komið fyrir í girðngum. Tundurdufl hafa rekið nú að undanförnu til og frá við Suður- land og Vesturland, eitt í Rangár- vallasýslu, annað á Miðnesi, þriðja í Keflavík, fjórða í Hnífs- dal. Hafa þrjú hin síðastnefndu verið eyðilögð, hið síðasta við Keflavík í gær. Nú síðustu dagana hafa stjórnaxráðinu borist fregnir um, að tundurdufl hafi sést úti fyrir Dýrafirði, annað utan við Patreksfjörð og utan við Arnar- fjörð. — Þessi tundurdufl munu vera komin frá Ameríku, að minsta kosti er það víst um sum þeirra. ---- -i'.—O' ■

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.