Heimskringla - 17.08.1921, Page 4

Heimskringla - 17.08.1921, Page 4
A. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. ÁGÚST, 1921 HEIMSKRINGLA (Stofau * 1880) Kenur íít n hveijum mlðvlkudegl. útjcefendur *>K eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 720 SHEttmtOOK£ ST, WINNIPEG, MAX. TalKluU: X-6X17 Verí blnftslitM cr $3.00 ftrKan«urlun bor^- ÍHt fyrlr fram. AUar horteantr Hcudiat rfiSnmanul bUHninM. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstj órar : BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON litnllkHX tlt Itlfiðaliwi THE VIKIXu J’UiÚSS, Uá, Bn 3171, Wtanlwes. Mmm. Vtanlxtrlft tll rUltitnUM Burron HUIMSKRINULA, Bot 3171 WlaalHB, Mu. The "HatsMkrtarla" »rtnt«í *nd pnk- llshe hy the yikl»« Pr»s, linalt**. at 729 ShafbWMike atr*»t Winnlpe*. Manl- teba. Telephone: N-6637. WINNIPEG MANITOBA, 17. AGÚST 1921 Frið»rf«indurinn. Blöðin hér hafa undanfarið varið tölu- verðu rúmi til að ræða um friðarfundinn fyrirhugaða í Chicago, sem haldinn verður 1 l. nóv. n. k. — sama daginn og vopnahléð varð og stríðinu mikla linti. Um fund iþennan hafa menn gert sér háar vonir. Það æskja allir friðar og góðra griða fyrst og fremst; stríðið mikla hefir skilið svo ægilegar myndir eftir í hugum manna um það óvit sem framið er með stríði, að þau vekja ógn og ótta hjá mönnum enn og munu lengi gera. Það skiftir minstu hverja skoðun menn hafa á fyrirkomulagi þjóðfélagsins yfirleitt, hvort menn eru ánægðir með ástandið eins og það er eða ekki; friður, varanlegur og óslítandi, er nú öllum fyrir mestu. En ,svo hefir Jjetta oft átt sér stað áður Og þessi fundur er ekki fyrsta tilraunin í friðar-áttina. Alþjóðafélagið var með þeim ásetningi stofnað. En það hefir að nokkru leyti þótt bregðast vonum manna. Wilson, f. v. forseti gat ekki komið sínum fögru hug- sjónum um alheimsfrið í framkvæmd t>ar, og menn hörmuðu það mjög. Og það er látið heita svo að minsta kosti, að Bandaríkin hafi tekið það svo nærri sér, að þau skárust úr leik, og vildu ekki taka saman höndum við þjóðirnar, sem að stofnun og viðgangi og vexti þess félagsskapar unna; þótti flestum fyrir að svo fór. Ástæður Bandaríkjanna kunna að hafa verið góðar og gildar fyrir því að gerast ekki meðlimir félagsins. En rnn það má samt deila og hefir verið deilt. Ef ástæðan hefir algerl £a verið bygð á því, að alþjóðafélag- ið hafi ekki fylgt friðarhugsjóninni eins vel og til var ætlast, hafi sú hugsjón á annað borð terið iramkvæmanleg, er hún á stæðilegum grundvelli bygð. En hafi sú stefna verið hin eina færa í svip, er alþjóðafél. tók og breyt- ingin sem á henni var gerð frá því er menn uj>prunalega hugsuðu sér, verið notuð af Bandaríkjunum til þess að vinna einum stjórn málaílokki óhag en öðrum gagn, hafi með öðrum orðum verið notuð til þess að koma sérveldislmönnum að völdum, en samveldis- mönnum frá í Bandaríkjunum, án nokkurs til lits til annara ástæða fyrir breytingunni, fell- ur blettur á tilgang Bandaríkjanna fyrir það að innritast ekki í alþjóðafélagið og neita samvinnu við það. Alþjóðafélagið er ekki fullkomið. Það skal játað; enda er það skoðun margra. Það er mannaverk og það er fátt fullkom- ið, sem eftir þá liggur. En sumt af því hefir skilvrði til vaxtar og umbóta. Og ef til vill hefir alþjóðafélagið það. Vér segjum að stjórnir sem almennan atkvæðisrétt viður- kenna og Iúta hans úrskurði, hafi nokkur vaxtar skilyrði. Eins gæti það verið með al- þjóðafélagið. Og er hægt að búast við meiru af því? Hlýtur það ekki að hafa orðið líkt með stjórnarskrá þess og stjórnarskrá hvers þjóðfélags? Gat stofnun eins og alþjóðafé- lagið orðið rýmri, frjálsari eða á neinn hátt öðruvísi, en þjóðfélögin mörgu sem þeir menn voru frá er það stofnuðu? Vér álítum að það hafi orðið að verða eitt og hið sama, án þess að það hefði átt að verða það, að vorri skoðun. Hinum víðtæku frelsis- og mannréttinda hugsjónum Wilsons reiddi eins af á Alþjóðaþinginu og mannréttindamálum almennings reiðir stundum af heima fyrir í þióðfélaginu. Vér finnum að því við Wilson að hafa fallið frá mannréttinda stefnu sinni á alþjóðaþinginu. En það er ekki á ólíkum rökum bygt og þegar vér finnum Karl Marx það ti! foráttu að hafa slegið af hugsjónum sínum. Frelsisvinirnir sem þóttust svo margir og töldu sig honum fylgjandi, brugðust er mest á reið meira en hann nokkurn tíma gerði; samt fella þeir sökina á hann en ekki á sjálfa sig. Þeir sem á alþjóðaþinginu fyrsta mættu fylgdu ekki Wilson að málum. Samt voru þeir þangað komnir með vilja og síim- þykki þjóðanna sem unnu eða létust unna hugsjónum Wilsons. Ef þeir ráku sitt erindi á alþjóðaþinginu slælega, geta þjóðirnar, al- menningur, kent sjálfum sér um það, þ\ í þær settu þá til valda. Þær mega því með eins fullum rétti áfella sjálfar sig fyrir stefnu al- þjóðafélagsins eða galla þess eins og Wilson. Almennigur í Bandaríkjunum hefir ef til vill ekki heldur gætt þessa. Hann sneri bakinu að Wison og lætur hann gjalda þess að skoð- anir hans urðu ekki ofan á; en ekki gætir hann þess, að það voru stallbræður hans, al- menningur hinna þjóðanna, sem menn sendu til alþjóða þingsins, sem áform Wilsons kæfðu, og báru því með réttu ábyrgð á því hvernig fór. Það atriði sannar, að þjóð- irnar skilja ekki enn sína beztu menn og sé því síður lagið að fylgja þeim, þó hart sé að þurfa að segja það. En svo vér snúum oss að þessum friðar- eða afvopnunar fundi í Bandaríkjunum, þá er auðvitað ekki með því sem hér er sagt um alþjóðafélagið verið að spá neinu um það hvernig málunum þar lykur. En vér álítum samt ekki úr vegi, að athuga gang málanna í alþjóðafélaginu í sambandi við þennan fyrir hugaða fund. Það er sagt að það sé margt líkt með skyldum. Og ef, eins og margir ætla, þessi friðarfundur á að taka við, þar sem alþjóðafélagið endar, og á að uppfylla óskir manna til fullnustu, að því er varaníegan frið snertir, getur þó alþjóðafélagið skoðast sem ein af forsendum algers friðar. En ein- mitt þessvegna má ef til vill margt af því Iæra, sem að góðu haldi má koma á Banda- ríkjafundinum. Þó hugsjónin sé fögur og sé tekin með óheyrilegum fögnuði, sem fyrir fundinum Iiggur, er ekki ómögulegt, ef var- huga er ekki gætt, að líkt fari um hana og áður hefir orðið raun á í félagssköpum, sem hana hafa haft fyrir mark og mið að keppa að. Sagan endurtekur sig stundum. Áform þessa Bandaríkjafundar er fyrst og fremst það, að jafna misklíðirnar sem staðið hafa um Kyrrahafsmálin sem kölluð eru, milJi Japan og Bandaríkjanna. En það álíta B.- ríkin bezt gert með því, að takmarka víg- búnað til sjávar. En þá kemur Bretland auð- vitað einnig til greina, þar sem það hefir allra þjóða mestan herflota. En svo var í þinginu í Wáshington jafnframt samþykt að takmarka landher og afvopna að miklu leyti allar þjóðir eins og frekast hægt væri. Eru því allar eða flestar þjóðir boðnar á þennan fund; Þýzka- land, Frakkland, Ítalía og Kína hafa látið til sín heyra og munu sækja fundinn auk hinna fyrtöldu og eiga eflaust fleiri þjóðir eftir að bætast við; nýlendur Breta munu allar senda erindreka. Þetta verður því alþjóða fundur, um eitt alvarlegasta mál þjóðanna og verð- skuldar að vera gefin djúp og alvarleg at- hygli. En hvernig taka þjóðirnar, eða réttara sagt stjórnir annara þjóða, undir þetta mál? Þær taka flestar málinu vel; engar algerlega fjarri. En hver þeirra hefir samt sínar athuga- semdir að gera í sambandi við það. Bretar virtust taka málinu fremur þurt meðan aðeins var að ræða um takmörkun sjóhers, enda gat það litið svo út sem að þeim einuim væri gert að skyldu að afvopnast en öðrum þjóðum ekki, þar sem herafli þeirra er mestmegnis sjóher. En síðan málið var tek ið fyrir í víðtækari skilningi, láta þeir betur yfir því, þrátt fyrir það að þeim finst sú skoðun heldur um of augljós, að Bandaríkin séu með þessu að taka sér fyrir hendur verk- efni alþjóðafélagsins og virðist þau eins mættu innritast í það, eins og að vera að bauka með nýtt alþjóðafélag með sama tak- marki og hitt. Og Lloyd George og Curzon er sagt að hafi ekki enn ráðið það við sig setn stendur, hvort þeir sæki Bandaríkjafundmn eða ekki. En svo getur það breyzt. Hjá Jöpum virðist fundurinn yfirleitt mæl- j ast all-vel fyrir. Þar er að vísu voldug her- j stjórnarklíka, sem ekki er mikið um hana verði veitt alger vernd fyrir Þjóðverjum, og sú vernd verði að vera meira en orðin tóm, hún verði að eiga sér stað í reynd og verki. ítalía virðist rnálinu fylgjandi. Segir hug- myndina góða, en gerir sér ekkert frekar von- ir um framkvasmdir hennar í verki. Hún telur það þó málinu mikinn styrk, að Bretland og Bandaríkin fari af stað með það, því sam- einuð orki þau afar miklu. Og hvað Frakk- land snerti, þá sé það fullkomlega verndað fyrir Þjóðverjum með sambandinu við Belgíu og Pólland. Þjóðverjar tala vel um hugmyndina. Segja þeir að ef hún yrði framkvæmd, ætti það að létta óttanum af Frökkum við hefnd frá þeim, enda þótt þeim hafi aldrei búið nein hefnd í huga. En verzlun sína segjast þeir verða að fá þá rýmkaða, og Pólland megi ekki stynja undir hernaðarfargi, ef þeir sjájfir eigi að leggja niður vígbúnað. Kína lætur sér fátt um friðarfundinn finn- ast. Ekki svo mjög af því að þeir séu hug- myndinni mótfallnir eins og hinu, að samn- ingar við Bandaríkja- og Evrópu-þjóðirnar hafi þeim aldrei reynst happadrjúgir. Þegar þeir séu sannfærðir um að þeir eigi aukið frelsi í verzlun og öðru í vændum, séu þeir ekki á móti afnámi vopnaburðar. Heita þeir á þennan fund að taka þær kröfur sínar til greina. -. ,• _ Af þessu sem nú er tekið fram sézt, að það er afar mikið verkefni sem fyrir þessum friðarfundi liggur. Nálega hver einasta þjóð þykist eiga við eitthvert ranglæti að búa frá einhverri annari þjóð, og fyr en þeir steinar eru allir úr vegi teknir, er ekki um varanlegan og réttlátan frið að ræða. Ýmsir gera sér góðar vonir um að þessu verði orkað á þess- um fundi, þó alþjóðafélagið væri þess ekki megnugt, en hætt er þó við að það verði ekki alt í einu gert. Tækifærið er hið sama og öllu betra þó, en þegar alþjóðafélagið var stofnað. En hvernig það verður notað, fer eftir einlægni þeirra er fundinn sækja og málum stjórna fyrir þjóðirnar. Væru það alt menn sem fyrst og fremst Iétu sig snerta kröfur almennings, að því er afnám vopna- burðar snertir, en ekki viðskifta keipar eða rellur stjórna til réttinda sem að einhverju vafasömu hagsmuna takmarki fyrir almenn- ing stefna, er hugmynd fundarins borgið í verki. Eigi hið gagnstæða sér stað, er lítill efi á að afdrif þessa mannréttinda- og vel- ferðarmáls verða nú svipuð og á alþjóða- þinginu, spor í áttina, en ekki nein fullnaðar- friðargerð. Þjóðar-atkv. heima í hverju landi fyrir sig ætti að skera úr þessu máli, eftir að það hefir verið rætt og skýrt þar fyrir þjóð- inni. Enn sem kómið er, má þó stórmerki- legt heita hvað almenningur lætur sig þetta mál litlu skifta. Það vriðist ekki góður fyrir- boði Að kasta því stjórnunum skilmálalaust í fang, virðist stefna almennings og auðvitað koima svo á eftir að öllu loknu og kvarta undan afdrifum málsins og ef unt er að kenna beztu mönnunum um það en ekki sér sjálfum. Ef vér kynnum að taka saman höndum og nota það frelsi sem vér höfum, þyrftum vér ekki eins oft að kvarta undan ófrelsi og vér gerum. Sum blöð, einkum í Evrópu, hafa það út á fund þennan að setja, að Bandaríkin séu með honum að “dára” alþjóðafélagið. Segja þau að B.ríkin hefðu átt að brjóta odd af ofíæti sínu og gerast félagi þess og vinna með þeim þjóðum er því heyra til að þessu af- vopnunarmáli. Hvort sem Bandarikin hafa gilda ástæðu fyrir því eða ekki að ganga í alþjóðafélagið, spillir þetta eflaust ekki Iítið fy/ir máli þessa fmdar. Og að öllu athuguðu, sézt að það eru smá-atriðin sem halda á til skila hvort sem það verður aðal málinu að falli eða ekki. stöðu um sameining ríkis'ns og sér réttindi og frelsi nýlendanna, og samt væri hugmyndin u.n það bundin ,vn traustum 'hlekkjum í meðvitund hlutaðeigandi þjóða, að hún mundi reynast óslítandi. Það er margt sem ástæða getur verið til að dáðst að, en eitt sem vér höfum sérstaka löngun til að minnast á og dást að því, en það er hve leiðandi menn nýlendanna eru mikilii staðfestu gæddir, hve auð- velt þeim er að túlka hugsanir þjóða sinna með göfugleik og restu en sýna á sama tíma það víð- sýni sem nauðsynlegt er fyrir nvem stjórnmálamann að hafa, þar sem ríkjasambandið er eins og í Breta- veldinu. Þegar nógu langur tími er liðinn frá því að alríkisfundur- inn var haldinn og vér getum vegið ’og virt starf hans til fullnustu, þá mun það ekki dyljast neinum, hve þýðinganmikil þátt-taka Meighens var í málunum þar; því betur sem það er athugað, því meira verður starf han? metið. Hann hefir sýnt og það án nokkurs efa, að Canada sé ákveðið í því aS samþykkja ekkert það alríkisákvæði, sem lúti að því að spilla vináttH^ambandi þess við Bandaríkin, og hann hefir samið uppkast að lögum um af- stöðu nýlendanna gagnvart alrík- inu sem bæði er frumlegt og víð- tækt. Þar sem það er fyrsta sporið til þess að ráða málujn al-ríkisins til farsælla lykta, að hafa djörf- ung til þess að horfast í augu við erfiðleikana og að hafa nóga fram sýni til að bem ti! að Icysa úr þeim, megum vér í alla staði vera Meighen þakklátir fyrir starf hans á fundinum, og án þess að gera upp á milli stjórnarflokkanna í Canada að minsta leyti, vonum vér að þetta verði ekki síðasti al- ríkisfundurinn sem Meighen situr.” _..Dodd’s nýsTKspiSnr eru bezt? nýriKeueðalfS. Lækna og gigt. bakverk, bjertabiliun, þvagteppu. og önnur veíkincli, sem stafa fr£< nýrssnam. — Dodd’s Kidney Pillts kosta 50c askjasi eíia 6 öskjur fyr- ár $2.50, og fást hjá öilum lyfsöL um eSo frá The Dodd’s Medicinp Co. Ltd., ToTonto, Ont... Skóa-gerð og vinnnlaun. .#—<*. _____ r Skór eru dýrir. Húðir eru ódýr-- ar. Vinnan við að gera skó hlýtur því að vera dýr. Að súta húð- irnar kostar einnig tiltölulega Ktið, og borið saman við verð á skóm, kemur það varla til greina. Há-- verðið hlýtur því að vera háum vinnulaunum að kenna. Þannjg rekja margir orsökina til hins háa verðs sem nú er bæði á sköm og ýmsum öðrum vörum. En er það rétt ályktun? Það var nýlega borið á verkamenn, að verðlækkun á skóm gæti ekiki kom ið til greina vegna þess að vinnu- laun væru svo há. Varð það hlut- verk E.W.O’Dell, aðalumsjónar- manns félagsskapar þess er verka- menn á skóverkstæðum hafa stofn að með sér að svara því og er það> svar sem hér segir: “Vinnulauniin sem goldin eru fyrir hvert par af sJkóm eða stíg- Efri Slésíu málin eru að verða vélum nema að jafnaði sem næst eða eru orðin eitt mesta vandræða því að vera ejnn dolIar. Laununum mál Evrópu. Eins og getið hefir ! munar ag VI'SU dáJítið eftir því verið um áður, var nýlega fundur hvernig skórnir eru. Þau Yandræðamál. Vér viljum ekki spá neinu um þennan fund. Vér vonum aðeins að þetta mikla og Iangþreyða velferðarmál verði leitt til far- sælla lykta fyrir lönd og lýði. Forsætisráðherra Canada. Brezka blaðinu “Manchester Gardian’ haldinn í París um málið, og tóku vestlægu sarrtbandsþjóðirnar á- samt Bandaríkjunum þátt í honum. Llyd Geórge lét vel yfir, að hann sæi ráð til að ráða málinu til Iykta og bar í því efni upp á fundinum tillögur um nýja skiftingu á Slésíu. Var þeim all vel tekið í fyrstu, en ekki voru þó umræður langt komn- ar um málið, þegar sú skifting var álitin ófær og kveðin niður. Og sömu útreið fengu aðrar tillögur er upp voru bornar eftir það. Sá fundurinn sér þá ekki fært að eiga við málið, en kom sér þó saman um það, að vísa því til alþjóða- félagsins til úrskurðar. Takist aEþjóðafélaginu að leiða málið til farsælla lykta,, eftir að helztu stjórnmálaimenn þjóðanna hafa gefið það frá sér, má heita að það ynni af höndum kraftaverk. Félagið tekur máJið fyrir 20. ág. n.k. Frakkar og ltalir una því vel að málinu var vísað til Alþjóðafé- lagsins; Bretar einnig. En Þjóð- verjar óttast að félagið verði ekki eins hliðstætt sér og Parísarfund- urmn. Bandaríkin eru út úr málinu þar sem þau heyra ekki alþjóða eru. Pau eru sumum nokkuð minni en þetta, en á öðrum aftur dálítið meiri; aldrei munar það þó mjög miklu. Fyrir par af skóm sem seldir eru á $16., nema vinnulaunin $1.25.”. Samkvæmt þessu mundi þaS> varla gera til né frá hvað verð á skóm snertir, hvort nokkur vinnu- laun eru borguð fyrir að gera þái eða ekki; að það geti haft nokkur áhrif á verðið þó núverandi vinnu- laun væru ofurlítið klipin niður, fer ennþá fjarri. '• f, Minnisvarði J. S. gefið, og segir að landið tapi verzlun sinni i mjög merku blaði farast orð um forsætis- við þetta í Kína og í Síberíu og við aðrar j ráðherra Meighen á þessa leið: þjóðir ef til vill, enda sé það einmitt það sem fyrir Bandaríkjunum vaki að hnekkja verzl- un þeirra; þau standi með Kína en séu yfir- leitt á móti hag Japa; vilji helzt loka þá inni, “Arthur Meighen, forsætisráðherra Cam- ada, sem fyrir skemstu var gerður að heiðurs borgara í Lundúnum, hefir nú einnig hlotið sama heiðurinn í Endinburgh og við Eidin- burgh háskólann. Meighen er einn af þessum einlægu og ákveðnu canadisku forsætisráð- herrum, sem, eins og Sir Wilfrid Laurier og Sir Robert Borden, hefir lagt sig allan fram til þess að vinna að sameining Bretaveldis, en hefir á sama tíma krafist fulls réttar fyrir hönd nýlendanna og þess frelsis er þeim má sérstaklega verða til þroskunar. Hann vék að segja hvað þá snerti sé ekki um neina af- því í ræðu í Endinburgh, hve menn ættu erf- vopnun að ræða, nema því að eins að þeim itt með að «kilja þessa stjórnarfarslegu af- svo að þeir séu vissir um, að þeir festi ekki fót á Vesturströnd Bandaríkjanna. En þó að nokkrir menn reyni að Ieiða stjórninni þetta fyrir sjónir, er hinn flokkurinn miklu stærri, sem hvetur stjórnina til að vinna að afvopnun allra þjóða, og stjórnin mun ekki sjá sér fært að standa á móti honum. I Aftur taka Frakkar málinu þannig, að þeir Þá er nú minnisvarði Jóns Sig- urðssonar reistur. Og þó niður- staðan yrði sú að þinghúsflötur- ínn væri valinn, sem ýmsir virtust ekki álíta ákjósanlegan, hefir samt ekki neitt verið kvartað und- an því enn sem komið er. Það munu flestir skoða staðinn sóma- samlegan hvað sem öðru líður; að velja stað mitt á meðal íslend- inga, eða í einhverjum hjarta- púnkti íslenzkrar bygðar, eins og sumir vildu, hefði orðið afar erf- itt og ómögulegt svo öllum líkaði, félaginu til; láta þau sem þau uni j því ein bygðin hefði þá þózt ís- því vel, þótt öðrum finnist að þau j lenzkari en önnur og svipaðri í standi sig illa við það sóma þeirra anda Jóni Sigurðssyni, eins og vegna, að draga sig út úr, þegar stundum gengur og gerist. Um um eins alvarlegt efni er að ræða ( staðinn verður því vonandi ekki og Slésíu málið er. j mikið deilt, jafnvel þó hann væri Hlutaðeigandi þjóðir hafa allar , valinn af nefndinni að Islendingum tjáð sig fúsar að hlýða úrskurði J yfirleitt fornspurðnum. alþjóðafélagsins, nema Pólland. Aðal-áhugaefni manna í sam- Þegar það frétti að málið hefði j bandi við minnisvarðann var það, ekki verið ráðið til lykta á Parísar að hann yrði reistur, en yrði ekki fundinum, er sagt að þeir hafi far- látinn kúra á kjallaragólfum innan ið að búa sig undir nýtt áhlaup í um iíkkistur og nái manna út ann- Efri Slésíu. | an áratuginn. I augum þeirra er fjarri þessu j En þar sem þessar óskir eru nú máli standa og ekki eru því kunn- , uppfyltar, er þá ekki annað ógert ugir til hlýtar, kann það að þykja j en að heyra nú frá minnisvarða- fremur lítilsvert. En þeir sem vita nefndinni hvernig hag fyrirtækisins hvernig því er háttað niður í kjöl- inn, þykjast greinilega sjá þar efni til annars alheims-stríðs. Væri betur að sá brunnur yrði byrgður áður en barnið er dottið ofan í hann.. er ikomið að verkinu loknu. Satt að segja held eg að nefndin hefði átt að vera búin að tilkynna það, en svo er hún ef til vill önn- um kafin yfir uppskeru tímann eins og aðrir.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.