Heimskringla - 17.08.1921, Síða 5

Heimskringla - 17.08.1921, Síða 5
WIMNIPEG, 17. ÁGÚST, 1921 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÐA Upplýsingar gefnar með ánægju. Ný “Verzlunar starffræðisdeild” hefir nýlega verið stofnuð við bankann. Hlutverk hennar er að sjá um að viðskiftavinum vorum sé sýnd kurteisi og fullkom in þjónusta og að störf vor séu í fylsta máta vel af hendi leyst. Fyrirspumum viðvíkjandi öllum banka störfum er öskað eftir af deild þessari. IMPERIAL BANK or CANADA Riverton bankadeild, H. M. Sampson, umboðsmaður Útibú að GIMLI (354) Minni Islands, FLUTT AÐ GIMLI 2. ÁGúST, 1921 •vH.li *' •'J Þú hjartkæra ísland við útjaðar heima, við öffrum þér hátíðar dag. Þú ímynd af fegurð vors guða bjarta geims við glitrandi kvöldsólar lag. . Þú fjallanna drotning, þú mentanna mey, '■* vor móðir, svo göfug og prúð, í gleði sem þrautum við gleymum þér ei unz gnoðin lífs strandar á flúð. M - .m.,. Þú hjartkæra eylandið umvafið sjó, við útnorður hafskauta slóð, Aitr^j um heiðar sem grundir oss færandi fró, þínar fjölbreyttu sögur og ljóð. Hve dýrðleg er sveitin nær blikar við brún þín bleikrauða miðnætur sól, ,z8 þær indælu hlíðar með iðgræn tún i - og ástlþrungin landseta ból. • j: Þú sögunnar landið með sigrandi móð, þú sannreynda frelsisins jörð, með eldfjöll og jökla og þrekmikla þjóð sem þolir öll stormviðrin hörð, og hverju sem heimurinn slettir í slóð, * þó siitni öll menningar grið, ykkur hlýtur í æðum að buna það iblóð sem bregst ekki í þúsunda lið. j Ást minning glæði og elskunnar raust hin ilmríka bláberjalaut, og íslenzki jökullinn tryggi ykkar traust og trúmensku dalanna skraut; og svo nóttin sólbjarta safni ykkar dygð og sæihljóð veiti ykkur ró, og unaðsrödd lóunnar létti ykkur hrygð og lækurinn hjartanu fró. Þú hjartkæra foldin, hvar fæddur eg var ó, fegurðar dalurinn minn. Þá lífsmagnið æskunnar léttur eg bar, við Ijóðstrauma fossniðinn þinn, þá sóleyjan holtanna prýddi mín plögg sem perlur af dýrasta seim, þar Ieit eg þá hreinustu og guðsdýrðar dögg á drifhvítu blómunum þeim. Minningin blíða og hugsunin heim sem hreyfist í brjóstum á mér, hver stórhríðar bylur í þeim bláfjalla geim er bjartur sem sólskinið hér. Við skiljum það ljóslega allir sem einn, aldri svo þrjóðræknin þver, hvert puntstrá á Islandi er traustasti teinn vort tauganna kerfi sem ber. Þú hjartkæra Island, við útjaðar heims, við offrum þér hátíðar dag. Þú ímynd af fegurð vors guðs bjarta geims, við glitrandi kvöld sólarlag. Svo faðmi þig gæfan, vort feðranna land, ei fölni þín gullroðna brá, eins lengi og bárukvik suðar við sand, vort sjálfstæði dvelji þér hjá. JÓN STEFÁNSSON i MO 1 i Minni Canada, ►(>-«■10 i c 1 2 flutt á Gimli, 2. ágúst, 1921 1 2 Eftir Bergþór Emil Johnson i 1 Hér fyrri var órækt og eyðileg mörk j i og urðir og torfæru leiðir. c * 1 Þá drotnuðu ei menn en dýr og björk 1 i og dalir og hólar breiðir. í V Og eina þakið var þjótandi ský, ! i og þrekvöxnu skógarins greinar. . iy i ▼ Um loftið sér vendi þá fuglinn frí 1 ! ■ með frelsisins söngraddir hreinar. i Nú er ræktaður skógur og skrautleg torg i i í skjóli við hæðimar standa. 1 1 Við himininn gnæfir hver og bær og borg i s og bryndrekar vagga við sanda. I 1 Nú eimlestír bruna um fyrnindi og fjöll í og frjósömu akramir gróa ? c og fæða jafnt kotung sem konung í höll \ því kostína geyma þeir nóga. 2 f ™ 1 i En sporio pitt stærsta er óstigio enn i • í þú æskuland manndómsins fríða: I Að slíta þau bönd sem að bunchi þig menn i f í baráttum liðinna tíða; 'r ■ að stjóma þér sjálf með hugsjón hátt o 1 og hrinda burt viðjum sem íama. 1 Við hjarta þér áttu þá menn og mátt i 8em megnar þig leiða til frama. 1 l -— • - • Hír- I c ▲ 1 skauti sér framtíðin felur þau blóm 1 * sem frjóvgast við menningaranda. , í Og eining og kærleikur hefja þann hljóm 1 1 sem hugdeyfð og vesaldóm granda. i s Og bömin þín, Canada, hjarta og hönd f og hugsjónum munu þá beita, i i að slíta öll feyskjandi fortíðar bönd, I en að frelsi og víðsýni leita. t i í * Minni Islands, i c 1 FLUTT AÐ GIMLI 2. ÁGúST 1921 i c f ísland, Ó, Island, vort öndvegis land 1 Í r vort óðal í tímans hylling. c f Nú syngur þér bára við sogsins grand 1 við sólroðans töfra gylling; . ,v i 2 i- sumarsins hljómþýða tungutak 1 1 ^ við tárabros fegins stundar. i 1 * sem þagnar-rödd ljúf við Ijósskýja bak . þá lífið í faðmi þér blundar. . > i i Heyr þú úr vestrinu huliðs mál l i D í heiðblámans firð og veldi. 1 X. 1 r Þú langelda kyndir við lýsheims bál i í leiftrandi vafuT-eldi. I ‘ 1? Heyr böm þín af vestrænni Vinlands grund 1 1 með vorljóð á móðurtungu. 1 handtaki þögul og hljóð í lund sem húmdögg á sumri ungu. t 1 i í Eg lít þig í anda, landið mitt, mig lað-a þín ginnhelgu regin, í með brádrift í gegn u-m brosið þitt, , r þú bendÍT mér heim á veginn. j í Þú tárast við sögunnar sorgarlag og sál þín er bljúg í svörum, i i þú fagnar við brosandi frelsisdag í c með framtíðar ljóð á vörum. f 1 ..... J 4 S. E. BJöKNSSON > * -44 i O mmumtmoma Islenzkur feðraarfnr. Erindi flutt á þjóðminningardag. inn 2. ágúst. s.l. fyrir hönd Þjóð. ræknisfélags Vestur-fslendinga af séra Rúnólfi Marteinssyni — Enska skáldið Chaucer, er hann lýsir unaðarríkum apríl-degi, seg. ist hálfjtrúa því, að hann hafi heyrt laufin og blómin vaxa. Hver hefir svo næm eyru, að hann geti heyrt blómin vaxa? Skáidlegt í- myndunarafl aðeins, segir ein- hver. Já, að vísu færir skáldlegt ímyndunafafl sannleikann stund- lum í óvanalegan búning, en gagns laus væri sú list, ef ekki væri um sannleikann a ð ræða. Jurtimar vaxa. Á þeim vekur skáldið svo óvanalega og unaðslega eftirtekt. “Það er svo bágt að standa í stað mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.” Þannig farast íslenzka skáldinu orð. Enska skáldið lísir vaxtar- lögmáli jurtalífsins, íslenzka skáld ið sama lögmáli í mannlífinu, og þetta er cngu síður sannleikur í síðara tilfell inu. Mannlifið er eins og úthafið, með hjartaslög sem aldrei hljóðna. Að minsta kosti einhverstaðar frá úthafinu berst ávált öldufalla eimur.” Þetta er mikilsvert atriði fyrir menn að athuga í sambandi við þjóðernismál Vestur - lslendinga. Þótt unt sé að benda á mannfép lagsbrot, þar sem kyrstaða ihefif verið eitt aðal einkennið, getur slíkt ekki komið til greina meðal vor á þessum tímum, og engum meðalmanni ætti að vera vorkunn að vita þetta. Þó eru til margir grunnhygnir menn, sem ekki að- gæta hraða straums þess er ber oss áfram, sem hugsa að vér og afkomendur vorir getum ávalt ver ið sömu Islendingarnir, sem vér vorum, þegar vér fórum frá Is- landi; að afkomendur vorir um allar ókomnar aldir séu sjálfsagðir að vera eins íslenzkir í anda og þeir, sem ólu allan sinn aldur upp í afdal á Islandi; og vanalega eru þetta sömu mennirnir, sem ekki vildu gefa 5 cent tíl mentastofn- unar, sem hafði það markmið að varðveita með ungu kynslóðinni íslenzku feðra-arf eftir mætti, sem ekki kenna bömum sinum eina ís- lenzka vísu, sem ekki kaupa handa þeim eina íslenzka bók, sem ekki vilja afla sér nokkurrar þekkingar viðvíkjandi því, hvernig íslenzk- um feðraarfi verður bezt haldið við í þessu landi, og ekki vilja neitt á sig leggja þessu máli til stuðnings. Vesturjlslendingur, straumurinn er hraðfara sem ber þig áfram. Ef þú ekki áttar þig á því, er ekki til neins að vera að tala um neina þjóðrækni. Alt það, sem fáeinir einstaklingar eru nú að gera til að hlúa hér að íslenzkum blómum, er þá unnið fyrir gíg. Hallaðu þér á koddann, góðurinn minn, berstu með straumnum og glataðu öllu, sem glatast getur. En ef þú hefir augun nógu vel opin til að sjá hvað er að verða, máttu til að leggja eitthvað á þig fyrir feðra- arfinn. Einlægni þín í þessu máli, eins og öllum öðrum, er í ná- kvæmu samræmi við það verð, sem þú vilt borga fyrir hnossið, sem þú telur þér kært. n ■ Hvað viltu borga fýrir það hnoss að hér varðveitist íslenzka gullið? Það er ekki nóg að gala með öðrum einu sinni á ári: ‘ * Is- I—'d'ngar viljum vér allir vera.” Það er satt einnig í þessu máli, að “ekki munu allir þeir, sem segja herra, herra,” eignast hnossið, heldur þeir einir, sem gera það sem gera þarf. Það nægir helduf ekki.að úthrópa þá og bannsyngja þeim, sem eru að verða al-enskir. Maður frelsar sjaldan mann með því að bölva honum. Og eg ætla að vera svo djarfur að segja, að tæpast er það vissasti vegurinn til viðhalds öllum góðum íslenzkum feðraarfi hér í Ameríku, að níða þá menn niður fyrir allar hellur, sem eru af einlægni að berjaust fyr ir þessu málefni, þó þeir séu ekki alveg í sömu sauðagirðingunni eins og þeir sjálfir. En fyrir hverju er að berjast? Fyrir skömm-u kom eg heim til miín hér í Winnipeg eítir fárra daga burtveru. Mér varð einna fyrst litið á lítinn og ómerkilegan bló-mareit, sem þar er. Sá eg þá, að mörg iblómin voru dauð, ein- hver, líklegast óviti, hafði, að mér virtist, troðið fram og aftur eftir beðinu; mold lá nú ofan á blóm- unum, en þau voru brotin og dauð. Blómin voru vinir mínir og mér féll ill-a að sjá þau svona hart leikin. Blómin voru ekki kostbær og rnargir aðrir blómareitir voru miklu fegurri, en það voru blómin mín. Fátæklingurinn getur elskað eina larnbið sitt af eins mikilli ein- lægni, eins og auðkóngurinn sínar þúsundir fjár. Islenzk sál er blómstur. Blóm- in eiga að lifa. Það á að hlúa að þeim, þó þau fari í annað lofts- lag. Vér eigum ekki að láta rækt- arleysið, hégómaskapinn, auð- fýsnina, valdafýknina -eða aðra óvita vaða fram og aftur um þann blómreit með dauða -og tortím- ingu í hverju spori. Hörmuleg sjón er traðkað blómabeð. Grátleg sjón er hagl- sleginn hveitiakur. Getið þér tára bundi-st, er þér horfið á blómareit sálarinnar traðkaðan, eyddan? En svo spyrja menn:Eru nokk- ur sérstök blenzk blóm? Finnast ekki öll íslenzk blóm annarsstað. ra? -Er nokkuð í íslenzku þjóð- erni annað en það, sem finst í öðru þjóðerni? iHöfum vér Is- lendingar í Canada nokkuð að varðveita frá Islandi? Þegar alt er talið, sem íslenzku þjóðerni til- heyrir, finnum vér það ekki alt í canadisku þjóðerni? Tvent er það líklega, sem öll- um kemur saman um að Islending- ar eigi sem séreign: íslenzk tunga og íslenzkar íbókmentir. Islenzk -tunga ihefir gildi í heimi mentanna. Hún er nærri óviðjafn- anlega dýrmæt í samanburðar. málfræði Germana; hún er ná_ skyld frummáli Englendinga; í hana er vitnað til samanburðar stöðugt í enskum orðábókum. Viðurkenning þess gildis, sem hún hefir, er það, að hún er nú numin við flesta merkustu háskóla Amer- íku, fyrir utsm alla þá rækt, sem lögð er við hana við háskóla Norð urálfunnar. Tungumálsins eins vegna virðist því vera ástæða til að leggja rækt við íslenzkuna, og er ekki sann- gjarnt að ætlast til þess, að Is. lendingar og afkomendur þeirra geri þetta betur en nokkur annar flokkur manna? Á sviði bókmentanna hafa ls_ lendingar framleitt þrent, sem er sérkennilegt: Eddurnar, Islend- inasögurnar og rímurnar. Þar að auki eru Þjóðsögurnar, andleg og veraldleg Ijóð fyr og síðar, leik- rit og skáldsögur, sem hafa á sér einkennilegan íslenzkan blæ og eru ávöxtur af íslenzku lífi og ís- lenzkri hugsun, og í samræmi við eðlilegan þroska þessarar norrænu þjóðlífsgreinar. Skyldi nokkur segja, að þetta sé einkisvert? Nú eru Passíusálm- arnir sungnir suður í Mið-Amer- íku. Ættum vér þá, Islendingar, að kaasta þeim í haf gleymskunn- ar? Englendingar, Ameríkumenn, iÞjóðverjar, Norðurlandalbúar og fleiri þjóðir þýða og lesa ljóð vor og sögur; skyldum vér þá varpa þeim í sorphauginn? Þá kemur rothöggið frá þeim, sem á móti mælir, eða það, sem hann hyggur rothögg. Það er þetta: Hvað góð sem íslenzkan er, þá er þó enskan betri mál, og hversu fagrar sem íslenzkar bók- mentir eru, þá er það satt, að ensku bókmentirnar eru enn feg- urri. Hinar ensku eru dýrðlegustu ‘bókmentir lí heiminum. Ef eg má standa upp eftir rot- höggið, vil eg segja, að ekki dreg eg' úr gildi ensks máls eða bók- menta. Enskustu lslendingarnir í Ameríku meta þetta ef til vill ekki mikið meira en eg; en eg hefi aldrei heyrt það haft fyrir satt, að ekkert hefði gildi annað en það sem æðst er. “Margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni”, segir gott íslenzkt máitæki. Það hafa fleiri menn rétt til að lifa, en fullkomnasti maðurinn. “Það er víðar guð en í Görðum”. Fátæk- lingsbörnin og smámennin geta verið þættir í hinu nytsama, þó þeir séu ekki mestir í heimi. Og við þessa ensku Islendinga vildi eg segja: Þetta eigið þér að gera, en hitt ekki ógert að láta. Enskuna lærum vér, íslenzkunni glötum vér ekki. Úr því þeir, sem engan skyldleika hafa til íslenzkr- ar tungu og íslenzkra bókmenta, finna það nytsamt og að sumu leyti óhjákvæmilegt að bæta við ensku eða þýzku auðæfin sín ís- lenzku gullkornunum, ættum vér ekki að vera þeir lánleysingjar að tapa óðulum vorum fyrir bauna- sk)ál eða alveg ekki nei-tt. Það er líka heimska að hugsa, að hinn íslenzki arfur sé ein- göngu fólginn í -tungu vorri og ibókmentum. Tungan er miðill, verkfæri, tákn. Það mætti líkja henni við'vefstól, en bókmentun- um við vef. Hvorttveggja þetta stendur í sambandi við lifandi sál. Sú sál kemur hugmyndum sínum í verklega framkvæmd og velur sér hentugt verkfæri til þess þetta megi hepnast sem bezt. En verk- færið sjálft er líka mynd af því, sem bjó í einhverri sál, og tungan á vörum þjóðarinnar er sérstak- lega lifandi verkfæri. Hún, ásamt /bókmentunum, er -ofin saman við hvem eineista lífsþráð þjóðarinn- ar. Með henni hafa þær (tung- an og bókmentimar) mætt hverri holskeflu á hafi þjóðlífsins, geng- ið með henni á grænum grundum, að hinum kyrm vötnum, hlustað með henni á söng fugla og nið- fossa, hvílst á hennar brjóstum, gengið í gegnum eldraunir hennar og sigra, lyft með henni enninu til hæða ljóssins, sungið með henni frelsis og sigursöngva, verið hold af hennar holdi og bein af hennar beinum. Þannig er tungan og bókment- irnar ofnar saman við líf þjóðar- innar, og það er einmitt þess vegna sem þær eru oss nytsamar og dýrmætar. Á sviði þess lífs er ekki ólíklegt, að allmargt komi til grema, sem drættir í þjóðlífs- myndinni, arf-fest einkenni, ávöxt ur af lífi, baráttu og hugsun þjóð- lífsins og einstaklinganna, sem henni tilheyra. Maðurinn -er ekki sál, sem fest er aftan við hnakk og troðið verði í og tæmd, heldur lifandi sál, gædd anda og -háð vaxtar- lögmáli hins eilífa láfs. Hvernig vex sálarlíf mannsins? Islenzkt skáld, í anda statt úti í skógi, segir: ”1 gegn um laufþakins ljóra eg sá ljómann af vorinu bjarta. Mig snart einn geisli frá blá- ldítsins brá, eg brjótast og iða fann lífsins þrá í eggskums-hjúpi míns hjarta.” Þetta ljóðbrot svarar spurning- unni: í eggskurns hjúpi hjartans býr þráin, hæfiledkinn, lífsneist- inn, sem bíður eftir geisla frá blá- loftsins brá, sólargeislanum, sem vekur frækornið til Jífs, áhrifun- um, sem skapa -eldmóðinn, líf- kveikjunni, sem Drottinn sendir til að vekja af svefni dauðans sér- hvað gott, sem lifað getur. Við þetta verður að bæta því. að geislamÍT frá bláloftsins brá skapa á endanum ástand, sem (Framh. á 8. bls.)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.