Heimskringla - 06.12.1922, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.12.1922, Blaðsíða 6
6. BLAÐSit/A. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG 6. DESEMBER 1922. Hver varð erfinginn? Sigmundur M. Lony þýddi. Þannig stóð hún aðeins eina mínútu. En hún 'varð svo hriíin af að horfa á hinn sofandi mann, að hún hélt niðri í sér andanum, og eins og óafvitandi þokaðist hún nær og nær, og yfirvegaði hann nákvæmlega. Síðastliðin nótt hafði verið fyrir henni nær óslitinn draumur um þenna mann, og hvað hann væri ómótstæði- lega fallegur. En nú hafði hún hið bezta tækifæri til að sjá hann, eins og hann var í raun og veru. Fyrir augum hennar, sem sjaldan hafði séð annað en rétta og slétta verkamenn, var hann óviðjafnanlega fallegur. Enginn skáldskapur. hafði hrifið hana eins og hann, sem nú á við fætur hennar. Hún dáðist að honum og aumkvaði hann. Ástin var kviknuð í brjósti hennar, og hún lýsti úr hinum fögru augum. En hvað hann hafði verið þreyttur, að leggjast þarna fyrir, og svo svangur — hún tók eftir þvi heima, að hann hafði engan morgunverð fengið. Hringnum og bréfinu hafði hún ekki gætt að. ‘‘Aumingja niaðurinn,” sagði hún. "Hann er líka mjög fölur í andliti og —” og við það sleit hún sínu lága eintali, því fluga kom suðandi og gerði sig líklega til að setjast á andlit hins sofandi manns. Hún þorði ekki að reka þetta vonda kvikindi burtu með hendinni, því hún var hrædd um að hún vekti hann. En hún kraup á kné og var að hugsa um ástæður þeirra beggja, vegna þessa smákvikindis. Loksins kom að því, sem hún hafði mest óttast. Flug an kom og settist á vörina á Fred. Hún rak upp lágt hljóð, rétti út hendina snögt, en þó varlega, og rak ill- fyglið í burtu. En þó hún færi eins varlega og mögulegt var, snerti hún þó manninn með hendinni, svo að hann vaknaði, leit upp og sá augnatillit hennar. Fyrst hreyfði hvorugt þeirra sig. Hann til þess að geta notið draums síns, sem hann hugði þetta vera. Hún af því, að hún var eins og í leiðslu. En það varaði ekki lengi. Hún stóð upp og gekk í hægðum sínum áleiðis til tjarnarinnar. Fred Hamilton sá, sér til hjartanlegrat ánægju, að þetta var ekki draumsjón. Hann reis því upp og horfði ^ eftir henni. En um leið gætti hann að lítilli körfu, sem stóð hjá honum. ‘‘Bíðið þér við!” kallaði hann, eins hlýlega og hægt var að hugsa sér^- “Gerið þér svo vel að bíða við. Karf- an yðar hefir orðið eftir.” Hún nam staðar og leit til baka. Hann hélt a körf- unni í hendinni, en vildi ekki fæla hana með því að fara með hana til hennar. Aldrei á æfinni höfðu tilfinningar hans verið líkar því, sem þær voru á þessari stundu. — Mundi hún koma til baka eða ekki? Eitt augnablik lágu forlög þeirra milli hluta — svo kom hún til baka, en gekk ákaflega stilt. Andlit hennar breyttist stöðugt. Hún horfði á Fred með trausti og alvöru, og tók við körfunni af honum. “Hvers vegna flýttuð þér yður í burtu frá mér?” spurði hann í lágum róm. “Voruð þér hræddar um, að eg myndi gera yður eitthvað ilt?” Bros lék um andlit hennar. Það var sakleysislegt eins og barnsbros, en alvarlegt eins og konu. “Gera mér eitthvað ilt?” tók hún upp eftir honum. Nei, það gat mér ekki dottið í hug,” sagði hún og leit til hans með hreinskilnissvip. “Það hefði líka verið óv'ðurkvæmilegt af mér,” sagði hann í viðkvæmum róm, því hún horfði á hann dökku augunum sínum. “Eg hefði tekið það ákaflega nærri mér, ef þér hefðuð farið í burtu, því eg vildi feginn þakka yður fyrir, hvað þér voruð góðviljaðar gagnvart mér í gærkvöldi.” Með sjálfum sér var hann óánægður, hvað þetta þakk læti var einfalt og ófullnægjandi. “Þér hafið ekkert að þakka,” sagði hún með hægð. “Jú/ sagði hann ákveðinn. “Hefðuð þér ekki komið til málanna — ” En svo þagnaði hann snögglega. H^nn sá, að það var ekki viðeigandi að kvarta yfir viðtökun- um, sem hann fék hjá föður' hennar. ‘íEg hegð- aði mér ekki eins og eg átti að gera,” hélt hann áfram. “Og það geri eg því miður of oft”. — Þetta var ef til vil! í fyrsta sinn á æfinni, sem hann iðraðist. “F.r það áreiðanlegt ?” sagði hún, eins og hún vé- fengdi orð hans. "Þér voruð þreyttur og holdvotnr — en þér megið ekki hugsa neitt misjnfnt um föður minn — hann —” “Þér megið ekki segja meira um þetta,” tók hann framm í fyrir henni. “Það var betur breytt við mig, en eg átti skilið.” “Hvers vegna fóruð þér í morgun á undan morgun- verði?” spurði hún fljótlega. Hann leit niður fyrir sig og spyrndi fætinum við mosa húrgu, sem þar var. “Eg hafði hann með mér,” svaraði hann. “Munið þér ekki eftir, að brauðið var eftir á Ijorðinu,’.’ bætti hann við og brosti. “Þurt brauð,” sagði hún með viðkvæmni. “Mér þykir það leiðinlegt. En ef eg hefði vitað þetta, skyldi eg hafa tekið mjólk með mér.” “Ó, mér hefir liðið heldur vel,” sagði hann. “Og nú eruð þér á leiðinni til Mörkdal,” spurði hún. Hann hneigði sig. “Það er að segja, þegar eg er bú- inn að hvíla mig dálítið meira. Mér liggur ekkert á að komast þangað. Viljið þér ekki setjast niður, ungfrú Nichols og vera mér til skemtunar?” Það lá við að hann sæi eftir að hafa talað þannig, und ireins og það var búið; og hefði það verið heldri stúlka, hefði hann ekki leyft sér það. En Dóra fann ekki, að þetta væri óviðeigandi, og hún settist niður undir einkar- stofni. “Yður finst líka einmanalegt í skóginum,” sagði hún. lún hélt að sér höndum og horfði á hann, þar sem hann á skamt frá henni. “Já, það er vist og satt,” svaraði hann. “Er ekki eins íyrir yður?” “Nei. En það er af því, að eg er hér upp alin og jekki hvergi annarsstaðar til.” “Svo þér eruð uppaldar hér?” spurði hann. “Já, síðan eg var þriggja ára,” svaraði hún, studdi hönd undir kinn og horfði á hann. “Átján ár,” sagði hann. “Svo nú eruð þér tuttugu og eins árs gamlar?” "Já," svaraði hún. “En hvað eruð þér gamall?” spurði hún svo með hægð og ákafalaust. “Tuttugu og tveggja ára.” “Tuttugu og tveggja ára ! Og allan þann tíirfa hafið þér verið í hinum stóra heimi, sem umkringir oss?” sagði hún undrandi. “Já, að mestu leyti,” svaraði hann. Hún stundi við og brosti svo. “Og að líkinclum farið þér þangað aftur, og í Syl- vesterskóginn komið þér ekki framar. En eg eyði hér æfinni þar til eg dey, og fæ aldrei að sjá veröldina, þar sem þér hafið dvalið. Finst yður þetta ekki undarlegj:?” “Getur það verið, að þér hafið aldrei komið neitt út úr þessum skógi,” sagði hann og reis upp við alnboga til þess að geta séð hana enn betur. “Já, síðan eg kom hingað, hefi eg aldrei komið út úr Svlvesterskóginum.” Honum fanst ólíklegt að þetta gæti verið satt. “En — hvers vegna?” spurði hann. Hún hikaði við að svara, og leit um leið til hans. “Satt að segja, veit eg ekki, af hvaða orsökum það er,” svaraði hún í einlægni. “Af einhverjum sérstökum ástæðum hlýtur það að væra,” sagði hann. “Hafið þér aldrei verið í Mörkdal eða annarsstaðar, fyrir utan þenna skóg?” “Nei,” svaraði hún og brosti barnslega. Segið méf eitthvað um borgirnar. Er þar fjörugt líf og mannmargt. Eru þar leikhús og lystigarðar, og frúr, sem fara um ríð- andi eða akandi? Og er þar rnikil umferð á götunum?” Fred Hamilton var nú seztur upp og þerraði af sér svitann. ^ “Nei, þetta er altof mikið. Nei, nei, og þúsund sinn- um nei!” hrópaði hann. Þeir bæir, sem þér hafið nefnt — Mörkdal og annar bær, sem þér hafið haft í huga, eru ekkert svipaðir því, sem þér hafið ímndað yður. Þér haf ð hugsað, að fáar mílur frá Slvesterskóginum, væru .tórborgir, i líkingu við London og aðra höfuðstaði, sem þér hafið lesið itm i bókunum yðar. Eg skil það vel.” “Já, eg átti við Ltindúni,” sagði hún með mestu still- ingu. “Ó, segið mér eitthvað um þá miklu borg. Eg hefi lesið svo mikið um hana.” “Lesið!” sagði Hamilton með kímnisbrosi. “En til ’ivers er það ? Þér verðið að skoða mannlífið eins og það er. I þvi efni eru bækurnar verra en ekkert, þvi þær gefa ntanni rangar hugmyndir ttm, hvað lifið er t rattn ig vertt. Þetta er mín skoðun, þó eg, satt að segja, hafi ;kki lesið mikið.” "F.n viljið þér ekki segja mér ofurlítið um, hvernig til hagar, þegar komið er út úr þessum skógi, og sönitt- leiðis ttm vðttr sjálfan." “Um ntig sjálfan?” hafði hann upp eftir henni og lagðist aftur niður og sömu stellingar og hann hafði áð ur legið i. Það leit svo út, sem hann vildi lesa sem mest úr hintt yndislega andliti. “Eg get ekki skilið, að yður þætti það mikils vert,” svaraði hann alvarlegttr. “Jú,” sagði hún hreinskilnislega. “Eg vil heldur hevra eitthvað um yður sjálfan en nokkuð annað.” Fred leit með stóritm spurnaraugtim á hina ungu og saklausu stúlku. Hann vissi ekki, hverju hann ætti að trúa. Var hún að gabbast að honttm, eða hvað átti hún við með þessu. Hræsni gat það ekki verið. Hann leit niður fyrir sig, kafrjóðttr i andliti. “Satt að segja er eg í vandræðum. Eg veit ekki, hvað eg ætti að segja yður,” sagði hann. “Eg hefi ekkert að segja, sem líklegt er, að yður þætti nokkurs um vert.” "O, segið þér bara það, sem yðttr dettur fyrst í httg,” sagði hún stillilega. “Til dæmis um föðttr yðar og móð- ur.” “Þau eru bæði dáin,” svaraði hann. “En faðir yðar er þó lifandi.” “En liklega eigið þér þó bræður og systur. Eða er ekki svo,” spurði hún. “Nei, foreldrar mínir eru dánir fyrir mörgum árttm, og eg á engan nákominn ættingja, nema ef til vill eitt systkinabarn.” Þegar hann nefndi þetta, varð hann svo dapttrlegur á svip. “F.n það gleður mig,” sagði hún mjög lágt. Hann undraðist þessi orð hennar og hristi höfuðið. “Það megið þér ekki gera,” svaraði hann. “Mér fell- ur ekki við hann, og við getum ekki komið okkttr sam- an; það eru fullkomin sannindi.” “Já, þá hlýtur hann að vera vondur maður,” sa>gði hún, eins einlægnislega og áður. Hristi höfuðið. “Nei, þvert á móti segja margir, að eg sé vondur. Og máske þeir hafi rétt fyrir sér.” Dóra horfði á hann, einsog hún áliti hann fullkomin i ölltt. “Eg trúi því ekki, að þér séuð vondttr,” sagði hún. “Þér trúið því ekki, og það er alvara yðar. Mér þyk- ir sannarlega vænt um að heyra vður tala þannig. En þegar ti! alvörunnar kemur, er eg hræddur um, að það sé satt, að eg sé ekki i öllu eins og eg ætti að vera.” - “Viljið þér þá segja ntér — hvað hafið þér aðhafst, sem verðskuldar svo þltngan dóm?” spttrði hún. Hann brosti og roðnaði í framan. “Hvað eg hefi gert? Það, að mér hefir aldrei hab!- ist á peningum.” “Mér sýnist það ekki svo hræðilegt. Auðvitað er það verst fyrir yður sjálfan,” sagði hún. j “En svo leiðir af því,” sagði hann lágt, “að eg er í “Einmanalegt er það,” sagði hann. Því trúi eg vel. .kuldum, og — cn eg vil ekki segja yður meira, því eg En svo er annað— menn tala um bækur — og þetta Iíkist il ekki stuðla til þess, að þér leggið hatur á mig.” j skáldsögu. Ef eg færi að segja vinttm mínum frá ungri “Hatur á yður?” sagði hún stillilega. “Nei, það get- stúlku, sem hér um bil alla æfi sína hafði verið innibyrgð í stórum skógi, og aldrei séð annað af heiminum en skóg- r ekki átt sér stað.” Hann stóð snögglega á. fætur og gekk nokkttr skref ram og til baka; lagðist svo niður aftur rétt við hliðina á Dóru. “Jæja, þetta er alt sem eg hefi að segja um mig sjálf- an,” sagði hann. "En nú verðið þér, ungfrú góð, að Tera svo vel, að segja mér alt, sem þér getið, um yður sjál fa.” “Nei, fyrst verðið þér að segja mér, hvaða erindi þér hafið til Mörkdal.” “Eg fer þangað til þess að fara þaðan með járnbraut- arlestinni til Wood Castle, til þess að hitta þar ættingja minn — systkinabarn eða eitthvað því um líkf, — Arthur Lamonte.” “Er það gatnall maður ?” “Já, afgamall, og vondur maður líka. öll fjölskyld- an er illa kynt, nema systkinabarn mitt, George Lamonte.” “Er það hann, sem þér erttð óánægður með?” “Já, það er hann,” svaraði Fred og brosti. “George er reglulegttr engill,” bætti hann við í háði. “Engill? Þvi segið þér það í þessum róm? Það get- ur ekki verið alvara yðar.” “Jú, George er einn af þeim mönnum, sem eru of góð- ir fyrir þenna synduga heim. Hann er helzti meðlimur fjölskyldunnar, og því verðum við að hafa hann í heiðri. Hann er erftngi Arthurs Lamonte — eða að minsta kosti fær alla hans peninga, og gamli Lamonte er stórauðugur. Skiljið þér það?” “Já, það skit eg,” svaraði hún alvarleg. Svo leit hún til hans hýrleg í bragði. “En eruð þér ekki rétti erfing- inn?” Hann aðeins hneigði sig og hló, eins og hann furðaði sig á þessari spurningu. "Jú. það er alveg rétt. En eg skil ekki, hvernig yðttr gat hugkvæmst það. Eintt sinni var eg átrúnaðargoE gamla mannsins, en svo urðttm við missáttir. Hann var gamaldags i öllum sínum háttum, og — það bar okkur milli. Svo komst George inn á milli okkar, svo eg te} þar ekki til neins framar.” “En hvers vegna eruð þér nú á leið þangað?’ spurði hún með áhuga. “Af þvi Arthur Lamonte, hinn mikli auökýfingur, lét skrifa mér, að”ég skyldi koma,” svaraði Fréd. “Og þér hafið gengið alla þessa leið?” spurði hún tindrandi. Honum lá við að skammast sín. Til þess þó að af- saka sig með einhverju, sagði hann: “I’ér getið séð, að eg ætlaði að fara skemstu leif gegnum skóginn.” Dóra lagði aftur augun, og virtist vera áhyggjuf'11. hre dhorfði a hana og var að leggja niður fyrir sér, hve nær hún væri fallegust, hvort það væri, þegar hún væri alvarleg, eða þegar hún brosti. En áður cn hann hafði komist að nokkurri niðurstöðu i þessu e"ni. sagði 1 ún fljótlega: “Þér áttuð að vera þar nú, og ekki tefja á leiðinni. Er George frændi yðar þar nú?” “Eg veit það ekki.” svaraði hann kærrleysislega.” “0, þér hefðuð átt að vera kominn þangað. Herra Lamonte myndi haf3 verið yður velviljaðttr.” Hinn ttngi maður hristi höfuðið og h!ó. “Eg er hræddur um, að nú skjátlist vöur. Hitt þætti ntér sennilegra, að hann hafi boðað mig á sinn fund ;il að gefa mér dttglega ráðiningu t orði kveðr.u, út af vand- ræðtim. sem eg hefi lent í.” “Segið mér um það,” sagði hún og leit á hann biðj- andi. “Það er viðvíkjandi peningttm — eins og oft vill verða. Eg var í skuld og nevddist til að fá peningalán iijá Gyð- ingi, og þorparinn kom ntér til að skrifa undir vtður- kenningu. þar sem eg lofaðist til að borga, þegar herra Arthur Lamonte væri dauður. Skjalið var þannig stilað, að þá vissi eg naumast hverju eg lofaði, en nú veit cg það; og án þess eg viti, hvernig það hefir atvikast, þá hefir herra Arthur Lamonte komist að þesstt. Hann skrif aði mér og Gyðingnum líka, að eftir sig fengi eg ekki einn einasta eyri. Eins og nærri má geta, varð Gyðing- ttrinn bálvondur. En eg gaf honttm aðra viðurkenningu, og með því var málinu lokið.” “Að þvi undanteknu, að þér mistuð af arfinum,” sagði Dóra og stundi. “En hvað ætlið þér nú að taka fyrir'” “Það er óráðin gáta,” svaraði hann, “og langt siðan að eg gafst ttpp við að ráða hana.” Hann leit til Dóru, og svo næstum kallaði hann: “Ja, nú veit eg það — eg ætla að konta hingað aftur og þá verð eg viðarhöggsmaður í Syl vesterskóginum.” Blóðið hljóp frarn í kinnarnar á henni og augun ljóm- ttðu af gleði. “Datt yðttr þetta í hug?” spurði hún. “Er yður alvara? Ó, nei. þér sögðuð þetta í gamni.” Fred Hamilton stökk á fætur og fór að ganga fram og aftur, því samvizkan sló hann. Honum varð það ljóst, að hann var að tala við barrf, sem treysti honum, og tók hvert orð, sem hann talaði, sem fylstu alvöru, og sem var eins ótortryggin og hún var saklaus. ' “Jeg — hvers vegna gæti það ekki verið alvara?” sagði hann fremur við sálfan sig en hana. “Þætti yður að því. Eg á við — ætti eg að koma aftur í þenna stóra skóg?“ Og hann lagðist aftur tiiður í grasið. Hún horfði á hann eins og í draumi. “Já,” sagði hún, “mér myndi þykja vænt um það. O, það gæti verið svo. skemtilegt. Þ^gar þér hefðuð lokið dagsverkinu, gætum við setið og talað saman. Eg gæti sýnt yður hina einstöku náttúrfegurð, sem hér er á ýms- um stöðum. En þér segðttð mér alt, sem þér hafið séð og framkvæmt á æfinni. Hér í skógttnum er ærið ein- manalegt stundum; en þá yrði það alt öðruvisi.” Hamilton aumkvaði hana í hjarta' sínu, sem frá náttúr- unnar hendi var þó ekki sérlega viðkvæmt. inn, þá myndu þeir ekki trúa mér. En svo er eitt, sem mér er forvitni á að vita. Hafið þér aldrei verið í einum eða öðruni skóla í nágrenni við heimili yðar?” “Nei, eg hefi aldrei verið í skóla, svaraði Dóra og brosti. “Hvernig hafið þér þá lært að lesa? Eg ætti ekki að pyrja þannig. En þér talið svo afbragðs vandað og hreint mál.” “Er það svo,” sagði hún hugsandi. “Eg hafði ekki hugmynd um að svo væri. Faðir minn hefir kent mér.” Fred mintist þess nú með sjálfum sér, að hann hafði séð ýmislegt í skógarhúsinu, sem bar vott um meiri smekk, mentun og menningu, en vænta mátti á slíkum stað. Gat það verið mögulegt. að þessi stúlka, sem í útliti og allri framkomu liktist því, að hún væri af heldra fólkrkomin, hefði notið slikrar fræðslu og uppeldis hjá vanalegum skógaríhöggsmanni ? Hinum unga manni, sem hvorki gat heitið skarpskygn né djúpvitur, fanst þetta mjög undar- legt. Gat það skeð, að eitthvert leyndarmál væri á bak við þetta með skógarhúsið og íbúa þess? “Manni finst það næstum ótrúlegt,” sagði hann, eins og hann vildi ekki reyna til að leysa þessa gátu. “Eg bið afsökunar. Eg alít, að faðir yðar hljóti að vera afbragðs kennari. Mér dettur í hug, að þér vitið meira en eg, jg þó hefi eg verið á Oxfordskólanum. Mér er þetta ó- skiljanlegt.” Dóra brosti. Henni fanst hann tala undarlega, en skildi þó meininguna. “Já, faðir niinn er snillingur. Hann er frábrugðinn öðrum skógarhöggsmönnum.” “Mér dettur nú i hug, að þegar eg er búinn að taka á móti ákúrunum og kem hingað aftur og sezt hér að, þá ætla eg að fá hann til að kenna mér. Að sönnu er eg hræddur Um, að hann vilji ekki takast það á hendur.” Eitt augnablik sat Dóra hugsandi. Alt, sem Fred hafði sagt, tók hún sem alvöru. “Föður mínum er ekki um gesti gefið,” sagði hún og roðnaði, henni runnu í hug viðtökurnar, sem Fred hafði fengið kvöldið fyrir. “Hann segir, að alt fólkið, sem lifir út um hinn stóra heim, sé ófarsælt.” “Þessa stundina er eg þó ekki ófarsæll,” sagði hanf'. “Það gleður mig stórkostlega,” svaraði hún. En hvað veldur því, að yður líður svo vel ?’ “Af því eg er hjá yður,” svaraði hann. En á sama augnabliki iðraðist hann eftir, að hafa sagt þetta, því htn fölskvalausa og innilega gleði, sem lýsti sér á andliti hennar, olli honum samvizkubits. “Er það af því?” sagði hún blíðlega. “Eg er líka framúrskarandi ánægð, og það kemur sjálfsagt af því, að eg er nálægt yður.” Hamilton varð blðrauður i andliti og leit niður fyrir sig. Hjartað sló tíðara og hann átti erfitt með að dylja tilfinningar sínar. ’ “Hér má eg ekki vera. Eg verð að fara. Hún hefði ekki átt að segja það, sem hún sagði. En ekki má eg láta á Þvi bera. Nei, eg verð að fara.” Og hann stóð upp og leit á klukktt sína. “Eg er hræddur um, að mér veiti ekki af að halda áfram," sagði han nog reyndi að segja það kalt og kæru- leysislega. Dóra leit til hans og stundi lágt. “Já,” sagði hún, “þér hafið líklega tafið hér alt of lengi. Eg vona að yður verði að því, að Arthur Lamonte hafi fyrirgefið yður. Eg held hann verði að gera það. Með þvi móti komist þér í efni, sameinist heimslífinu og minnist þess aldrei framar, að þér hafið vilzt í Sylvest- erskóginum. En eg skal ekki gleyma því. Get það ef til vill ekki, þó eg vildi.” “Nei,” tók hann fram í. “Eg skal ekki gleyma því. En ef svo færi, viljið þér þá ekki fyrirgefa mér eitt — nei, eg vil ekki biðja yður um það.” “Hvers vegna ekki?” spurði hún ttndrandi. “Er það meiningin, að eg wíti að gefa yðttr eitthvað, svo þér gleymduð því ekki? Já, eg er fús til þess. En hvað á það að vera?” Og hún leit í kringum sig. “Gefið mér eitt blóm,” sagði hann með innilegri við- kvæmni. Honuni hafði dottið í hug, að biðja hana að gefa sér einn koss. En þeirri hugsun gat hann útrýmt í tíma. Dóra sleit strax upp eina rós og rétti honum. “Hérna!” sagði hún. “I það minsta munið þér eftir Sylvesterskóginum þar til þessi rós er visnuð. En- það tekur ekki Iangan tíma,” bætti hún við og stundi. Hann starði á rósina og bar hana svo upp að vörunum. Þessi rósartegund gefur engan ihn frá sér,” sagði hún. “Alls enga, en því hafði eg gleymt,” sagði hann og roðnaði. “Svo verð eg að kveðja yður. • Það gerum við með handabandi, Dóra. Það er yðar nafn, er ekki svo? Dóra, það er fallegt nafn,” sagði hann og horfði á hana. “Finst yður það?” sagði hún með dreymand: tilliti. Eg hugsa að það sé svo. Segið þér það aftur,” bætti hún við biðjandi. “Dóra,” endurtók hann. “Verið þér sælar. Við sjá- umst aftur.” Hún horfði á hann með alvörusvip og hristi lítið eitt höfuðið. “Haldið þér það ? Þá verðið þér að koma aftur hing- að.” “Já, það er það, sem eg ætla mér,” sagði hann í fullri alvöru. “Og eg kem bráðutn, svo við sjáum hvort ann- að. Verið þér sælar.” Og hann stóðst ekki freistinguna. Hann greip hönd hennar og þrýsti henni að vörum sínum. Stúlkan kafroðnaði. Þetta var fyrsti kossinn, sem hún hafði tekið á móti af vandalausum. “Verið þér sælar,” sagði hann og slepti nauðugur hendi Dóru. 1 því bili var önnur harðari hendi lögð á öxl honum, Ctg sveiflaði honum til.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.