Heimskringla - 10.01.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.01.1923, Blaðsíða 6
6 blaðsiða: HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JANOAR, 1922. % Hver varð erfinginn? Sigmundur M. Long þýddi. “Horföu á mig, Dóra sagöi hann. — Hún sneri sér viö, en var niöuúlút og varirnar titruSu augnablik.. * “Já, faðir.” “Dóra!” isagöf hann. “Hvað á þetta að þýða? Hvers vegna ertu ivona breytt? Þú virðist vera mer frábitin. Hver er orsökin ?” / Hún leit til hans. I þvi tflliti mátti sjá sakleysi, stolt og staðfestu. “Eg dreg mig ekki frá þér, faðir minn,’ sagði hún í lágum róm. Hönd Nichols seig niður af öxl hennar og áhyggju- svipur kom á andlit hans. “Er 'það nú komið fram, sem eg hefi lengi kviðið fyrir?” spurði hann' sjálfan, og gekk um gólf í herberg- inu. Það var því líkast sem hann vildi komast að ein- hverri niðurstöðu. Dóra gaf honum gætur með dreymandi og spyrjandi augnaráði og dapurlegum svip. — Því voru allir menn svona vondir? Hvers vegna var þessi fallegi maður með hljómfagra málrómmn verri en allir aðrir ? Hvað var það, sem faðir hennar vissi um og var þess valdandi, að hann hataði þenna mann svo biturlega? Það voru þessar spurningar, sem kvöldu ihana, meðan hún sat þarna, þegjandi og hreyfingarlaus. Ldksins sneri Nichols sér að henni. * “Dóra!” sagði hann. “I gærkvöldi furðaði þig á því, að kjör þín skyldu vera öðruvísi en annara ungra sfúlkna. Þú skildir ekki, hvers vegna eg hafði haldið þér allan þenna tíma hér inni í skóginum. og ekki gefið þér tækifæri til að sjá neitt af heiminum. Er þetta ekki satt?” Hún svaraði ekki með orðum, en augnatillitið sagði honum skiljarilega “já". Hann stundi við og strauk 'hendinni um ennið. Hún sýndi, að hún var vön við harða vinnu, en samt var auð- séð, að það var ekki vanaleg verkamannshendi; og mál- ið, sem hann talaði var heldur ekki venjulegt bændamál. “Dóra! Mig hefir grunað. að þú myndir bera' upp svona spurningu; og eg hafði einsett mér, að nær seni hún kæmi fyrir, mundi eg svara henni. En” — og hún sá að varirnar titruðu — "eg get það ekki — nei, eg get það ekki.” Og andlitssvipurinn sýndi, að hann leið allmiklar sálarkvalir. “Mín vegna máttu ekki neyða mig til þess. En fyr eða síðar færðu að vita. hvers vegna þú hefir orð- ið að eyða æfinni í fámenni, útilokuð frá heiminum. Þér hefir komið trl hugar, að þar væri launungarmál á bak við — og það er einmitt svo. Enn sem komið er. má eg ekki — aðallega þin vegna — svipta tjaldinu frá þvi sjón- arsviði, og varir rriínar eru þögular þessu viðvíkjandi. — Finst þér, barnið gott, að þú hafir verið ófarsæl, þó þú hafir verið i fámenni og að nokkru leyti í einveru ,J “Faðir minn !”' sagði hún lágt, og a-ugu hennar fyltust tárum. “Guð fyrirgefi mér, ef eg hefði þá skoðun." H.ún stóð upp þegjandi, lagði hönd sina á handlegg hans og færði sig nær honum, svo hann skyldi kyssa hana; en með vingjarnlegri hreyfingu hélt hann henni frá sér. Dóra, taktu nú eftir. Eg 'hefi um æfi mina aðeins haft eitt hlutverk — gæfu þína og farsæld: Þín vegna dró eg mig út úr heiminum, frá virðing og velgengni —" Hann þagnaði snögglega, aðvaraður við roða á andliti hennar. Svo hélt hann áfram: “Þín vegna — einungis þín vegna. Heldurðu að eg hafi gert það að gamni mínu, að dylja þig fyrir heimin- um? Nei, eg neyddist til þess. Dóra. milli þín og heims- ins er breið torfæra. Annars vegar er lán, friður og sakleysi — hins vegar fátækt og fyrirlitryng.” Undrandi og fölleit starði hun á hann, og er hann sá hið barnslega sakleysi í svip hennar, ko/n hann til sjálfs sin aftur. “I stuttu máli, þú mátt treysta mcr, Dóra. Það er ekki tilgangslaust fleypur, sem eg er að segja við þig. Gleymdu því ekki, sem eg hefi sagt 'þér, þegar hugur þinn hvarflar út i veröldina, sem er fyrir útan skóginn. Ef þér finst lífið 'hér vera einmanalegt og þreytandi, þá minstu þeSs, að það er eini vegurinn fyrir þig, án þess að verða að fara yfir hyldýpið, sem eg nefndi — friður og sakleysi annars vegar, fátækt og fyrirlitning hins vegar. Það varð stundar þögn, en svo hélt hann áfram: “C(g nú óska eg. að þú lofir mér einu, Dóra.” “Að lofa þér, faðir minn?” hafði hún eftir lágt. “Já, eg æski þess, að þú lofir mér þvi, að þó þessi ungi maður komi aftur hingað — eins og hann hótaði mér — að þú hvorki hlustir á orð hans né svarir honum.’ Hann þagnaði og gráu augun hans hvíldu á henni með hátiðlegri alvöru. Hún gat grafkyr og þegjandi, nið- urlút og með augun aftur. .Það var sem blýþungi legðiSt á hjarta hennar, sem henni fanst óbærilegur. Nichols hleyptj brúnum óþolinmóður. “Er þetta svo mikið, sem eg bið þig um,” sagði hann í lágum róm. “Er það svo stórkostlegt, að biðja þig að sneiða hjá manni, sem þú hefir aðeins tvisvar séð á æfi þinni, og sem þú veizt, að er vondur maður?” Var það mikið? Henni fanst það svo mikið og þungbært, sem hann bað um, að það fvlti hjarta hennar kvíða og örvæntingu. “Stúlka!” hrópaði hann hörkulega um leið og hann færði sig nær og tók í öxl hennar. “Er bannfæringin þegar fallin á þig? Hefir hann töfrað þig? Talaðu! Hvers vegna svarar þú ekki ? Hefir þá varkárni og um- hyggja min þessi mörgu ár verið til eirikis, eyðilagst við að sjá einn af hans ætt, og heyra fáein orð töluð af ein- um af þessari fyrirlitlegu fjölskyldu?” Hrifinn af hinni óstjórnlegu geðshræringu, þreif hann til hennar með sinni sterku hendi svo hörkulega, að hún ■ reinaði lágt af sársauka. I sömu svipan tók hann hend- ina til sin og laut niður auðmjúkur. "Fyrirgefðu mér, Dóra,” sagði harm með veikurn rómi. "Þú sérð, hvað mér félst um þetta. — Getur þú ekki hugsað þér, hve voðaleg sú hætta hlýtur að vera, sem eg vil frelsa þig frá? Lofaðu mér þessu, sem eg bað þrg um — þin vegna. Já, og hans líka.” “Hans vegna?” tautaði hún. “Já, hans vegna,” svaraði hann og augnatillitið varð ógnandi. “Ef hann aðeins reynir að finna þig, þá skal eg e’kki hálda að mér höndum. Eg gerði það einu sinni, og hafi eg óþökk fyrir. — Lofaðu mér, hans vegna, að þú skulir ekki tala við hann.” Föl og titrandi mætti Dóra ennþá hans alvarlega og ógnandi tilliti. “Faðir minn! Hvað er það, sem hefir komið þér til að hata þenna mann þannig?" spurði hún. Hann hikaði við að svara, eins og 'hann vildi ná meira jafnvægi; en svo sagði hann : “Hans ætt hefir eyðilagt mitt og þitt líf. og það svo, að þar fást aldrei bætur á. En eg hvorki vil eða get sagt þeir meira. — F.g bíð eítir loforðinu." Hún stóð upp náföl og titrandi. “Eg lofa þv'í,” sag-ði hún. T’að var auðséð, að Nichols var hugfuegra. “Það, er gott,” sagði hann. “Eg treysti þér, Dóra.” Þér er það óhætt." svaraði hún lágt. Svo gekk hún þvert yfir gólfið og upp á herbergi sitt. 10. KAPITULI. Það var annaðhvort, að Fred Hamilton tók ekki eftir þvi, að Georg veitti 'honum eftirför, eða þá að hann lét sér standa a sama. Hann gekk inn í veitingahúsið og upp á 'herbergi sitt. Hann varð að ganga í gegnum veit- ingastofuna. Þ«ir voru ýmsir gestir, sem heilsuðu upp á hann vingjarnlega, en sögðu ekki neitt meðan hann heyrði til. “Fred Hamilton er bezti drengur,” sagði gestgjafinn. “Tókuð þið eftir útliti hans, þegar hann gekk um? Eg er hræddur um, að herra Arthur Lamonte sé dáinn. Mín vegna má ’hann hvila i friði. Mér er ekki gjarnt til að hallmæla dauðum mönnum.” Það leit svo út sem hinir væru honum samdóma, og það virtist hvetja ‘hann til að halda áfram. F,n fyrst að- gætti 'hann, hvort útihurðinni væri vel lokað. Síðan leit hann til manns, sem sat í króknum við eldstæðið. Hann var lítill maður vexti og grannur, í dökkum, slitnum föt- um. Manni gat helzt dottið í 'hug, að hann væri skrif- ari hjá lögmanni, enda var hann það líka. “ííú er vist alt um garð gengið, herrá Graff?” sagði gestgjafinn og hóstaði við. “Hver skyldi nú taka við j tigninni næst?” Gamli skrifarinn opnaði augun og hristi sköllótta höfuðið qg brosti þurlega. I háttalagi var hann ærið lik- ur húsbónda sinum, Leister lögmanni, og hann var mikits metinn meðal gestanna. sem vanalega heimsóttu "The P>ee". Ojæja,” sagði hann. “Það sannast á sínum tíma, herra Black," og um leið sneri hann sér að veitingamanninum. Hann horfði í kring og hneigði sig, og maður gat séð, að honum fanst til um orð skrifarans, eða eins og hann vildi segja: “Já, þú ert ibyggin fugl, herra Graff, veizt alt út í hörgul um erfingjann, en lætur á engu bera.” “Ef eg réði nokkru, þá veit eg, hvern eg myndi kjósa, sem erfingja,” sagði sveitarskrifarinn og benti upp á loft- ið. Hann átti við Fred Hamilton, sem var í herberginu uppi yfir veitingastofunni, og sem þeir heyrðu að gekk um gó1f uppi vfir þeim. “Við höfum fengið nóg af Lamonte-fjölskyldunni.' sagði malarinti, en fékk svo bendingtt frá einum af gest- unum. “Engin niifn hér — engin nöfn. Við ertim hér á opin- berttm stað, og mér sýnist viðeigandi að hver sjái um sig.” “Að minsta kosti hafði herra Arthur heitinn það svo,” sagði malarinn, sem ekki gat stilt sig. “Hann lét aðra af- skiftalausa og hjálpaði aldrei neinum. Ekki ‘hefi eg haft eins skildings tekjttr frá Wood Castle. Er nokkur hér inni, *em telur það skaða, að herra Atthur félli frá?” Það var steinþögn, sem var ljósari en svar, og malar- inn smáhló. Það var sem allir væru á sama máli og hann. “En,’ hélt hann áfram,*“verði herra Georg Lamonte eigandi að Wood Castle, þá eru ltilar líkur til að breytjst til batnaðar.” “Hann er þó nettmenni,” svaraði klæðskerinn hintt- megin við borðið.” “Það er einskonar korntegund. sem malast svo fint, að hið mesta af henni fer út í loftið, en gott efni í brauð er það ekki. Nei, ungi maðurinn uppi á loftinu er ann- arar tegundar. T'að væru sannarlega góð tíðindi, ef svo færi, að Fred Hamilton yrði erftnginn.” Sveitarskri farinn hóstaði. “En,” sagði hann og brosti þýðingarmiklu brosi, “ef alt, sem uni hann er sagt, væri satt, þá er hann ærið vilt grein þess stofns, sem hann er sprottinn af.” Malarinn hnegði sig og brosti samþykkjandi. “Menn segja, að hann sé mikill fyrir sér,” sagði hann og revkti pipuna sina. “Það er vtst áreiðanlegt,\að hann hefir ætíð verið það. Eg man eftir, þegar hann var drengur og kom heim í skólafríinu. Hann kom þá vana- lega niðttr til mylnunnar og stalst til að veiða urriðana mina. Hann var þá ekki hærri en borðið það arna, en fallegur var hann á velli. Einn dag kom'ég að honttm og sagði honttm i fttllri alvöru. að annaðhvort yrði eg að berja hann, eða kæra hann fyrir frænda simVn, sem við kölluðum vanalega herra Arthtir gamla frænda hans. — “Það er eins og það á að vera,” sagði hann, “en bíddu við þangað til eg er búinn að koma þessum silung á þurt land, og svo semjum við á milli okkar eins og heldri menn.” “Eins og heldri menn !” og malarinn hló himin- glaður yfir, hvað hann mundi þetta vel. “Annað sinn kom eg að honum i eplagarðinum ntínum. “En, herra Fred,” sagði eg, "eru ekki nóg epli á Wood Castle, úr því að þú kemur og rænir frá mér?” Hann hugsaði sig unt augnablik; þegar hann leit upp, sagði hann og ‘horfði á mig djarflega. “Bannaðir ávextir ertt gómsætastir, herra Small; eg leyfi yður að taka jafnmikið í garðinum á Wood Castle.” Hvað getur maður gert við svona dreng? Hræddur ! Hann þekti ekki þá tilfinningu. Er nokkur hér, sem man eftir hryssunni, er gamli presturinn átti ?” — Nokkrir af gestunum svöruðu játandi. — “Nú, jæja; einn dag heyrir Fred talað um þessa óviðráðanlegu hryssu. Hann fer og biður prestinn að Ijá sér hrossið, en eins og við var að búast sagði presturinn nei. Tveim kvöldum síðar fer Fred t hestlhúsið og tekur hrossið út, leggur á hana reiðfæri.og riður af stað. Þetta kvöld var eg seint í mylnunni og heyrði hann koma með hávaða miklum. Fred sat á hrossinu; augttn glóðu og hárið flaksaðist; hlæjandi var hann og hinn allra ánægðasti. Eg flýtti mér yfir engið, þar sem fínþráðuð gaddavírsgirðing var fyrir. Hann kom á eftir mér og stefndi á girðinguna: hann veifaði hendinni og hljóðaði. Merin hentist yfir, en kastaði honum af sér um leið. Eg kom til hans. Hann var handleggsbrotinn og andlitið alt blóðugt. Samt hló hann og sagði»að það hefði verið eg, sem fældi hryssuna.. — Og 'hvað afl og barsmíðar snerti, þá leið engin vika svo, að hann kæmi ekki í’ mylnuna blár og blóðugur. Konan mín þvoði af blóðið og gerði að áverkunum sem bezt hún gat. Við svona tækifæri vildi hann aldrei fara heim til Wood Castle. T'að byrjaði snemma, að þeim kom ekki saman, herra og herra Arthur gamla. Þeim bar ýmislegt á milli, og gamli maðurinn nefndi hann hversdagslega “villinginn”. Eg hefi heyrt, að hann hafi líka verið kallaður það í Lundúnum. Og þó var hann hvarvetna velkominn, bæði þar og hér. Hann lá marga nótt á mylnuloftinu, eftir eina eða aðra hreðuna: og ekki var það heldur fátítt, að herra Arthur kænii að sækja hann, og ætið með svipu í hendinni". / “Þér segið, að hann hafi lifað glöðu lífi í Lundúnum og evtt ölhtm sínum peningum." sagði sveitarskrifarinn. “Já, að vísu,” tók malarinn frani í. “Ef það er talið með að vera örlátur, þá er það rétt. Hann kunni ekki að halda í skildingana, þegar hann var drengur. Hann var vis til að gefa fyrsta flækingnum, sem varð á leið hans, það sem hann hafði. — Eg drekk skál góðrar heilsu nýja herrans — ef það verður Fred Hamilton." Og hinn rösk- Iegi malari lyfti upp glasinu sínu og tæmdi það. I'eir sátu þarna áfram og skröfuðu um hitt og þeta. Það var sýningin i veitingastofunni. En uppi á loftinu gekk Fred Hamilton um gálf. Hann hafði aldrei verið eins gagntekinn á æfi sinni. Fyrst var það hið sviplega fráfall gamla herra Arthurs, sem kom honum svo á óvart, þar eð hann vissi ekki um veikindi hans fyr fen á síðustu stundu. Nú mintist hann þeirra mörgu velgerninga, sem þessi niaður hafði auðsýnt honum. En mest httgsaði hann ttm — hin fáu en hátíðlegu en öldttngis óvæntu orð, sem hann heyrði af vöruin 'hans svo að segja í andlátinu. — l'essi orð endttrnýjuðust aftur og aftur í Intga hans. Og án allrar peningagræðgi mintist hann þess einnig, að hinn dáni sagðist hafa minst hans í erf'ðaskránni. En það var honum óskiljanlegt, að hinn framliðni hafði gef- ið i skyn. að megirihluti eignanna hlotnaðist öðrttm, þvi hann viidi vera réttlátur. — Hvað átti það að þýða — Georgs nábleika og óttaþrungna andlit, og hinar alvar- legtt og undarlegtt spurningar gamla lögmannsins? Og ekki það aðeins — því aðfarir Georgs ttm kvöldið voru enn meira gátuefni. Að Vera úti meö Ijósbera að leita að blaði, sem.hann þóttist hafa týnt. Og yfir því var hann svo örvita, að hann réðist á Fred eins og hamstola maður. Eins og búið er að tilkynna lesaranum, var Fred Ham- ilton enginn sérlegur skarpleikamaðttr. Honuin fundust hlutirnir svo ósamstæðir, að þegar hann bar eitt saman við annað, gat hann enga heild gert úr því. Fyrir hitg- skotssjónum hans var það eins og mistur eðtt móða, og því þéttari se mhann grublaði nteira.. Þaö er ekki nema fyrir þaulæfðan fant að geta öðrum nær, sem er af sömu tegund, og þjófur er hentugastur til að fanga þjóf. Fred vat hvorugt þetta og því manna ól'íklegastur til að skilja Georg Lamonte. — Að Fred hataði hann, eða réttara sagt gat ekki fallið ltann og hafði skömm á honum. var næstum sjálfsagt. En hefði einhver sagt hiklaust, að Georg hefði stolið erfðaskránni, þá hefði hann hreint ekki trúað þvi. Nei, mundi hann hafa sagt við sjálfan sig; það er óhugsand*, að Georg hafi gert sig sekan um sltka svivirðingu. Attk þess sem hafði gerst á Wood Castle, þá var ýmis- legt fleira, sem gaf honum umhugsunarefni. Hann gat ekki stilt sig um að láta htigann við og við hvarfla til Svivesterskógarins og þess, sem þar fór fram. Honum fanst svo afar langt síðan hann var þar á ferð og vilt- ist. Og'Dóra, fallega stúlkan. sem hann mætti þar, tal- aði við og kysti á hendina á henni. Mynd þessarar góð- legtt og fögru meyjar var upptnáluð fyrir hugskotssjón- ttm hans, og blandaðist þar saman við Georgs náhvita og afskræmda andlit; og svo frændi hans í andarslitrunum. En af þessari saklausu veru fanst lionum leggja geisla yfir alt hitt, og luigfastast var það, er hún lá í grasinu nærri honum, — Og svo kringumstæðurnar, sem snertu hana. Faðit' hennar, þessi merkilegi maður í verka- niannsfötum, en talaði mál lærðra manna. Hverskonar leyndarmál hvíldi yfir þessu fólki, sem lifði þarna inni í skóginum eins og falin fyrir heiminum ? Fred vissi hvorki upp né niður; þetta var honum alveg óskiljanlegt. En eitthvað einkennilegt var við það. — Það voru aðeins þrír dagar siðan hann yfirgaf Lundúni, hina óskáldlegu Lundúnaborg, og nú var hann, fyrirvaralaust kominn inn i óleysanleg Ieyndarmál og skáldlega viðburði. í einu var hann þó ákveðinn. Það var loforð hans eða réttara sagt hótun um að heimsækja aftur Sylvester- skóginn og sjá hina fögru Dóru, hvernig svo sem hinn bráðlyndi faðir hennar léti. Fyrst kom honunt í hug að fara þangað daginn eftir; en sá hins vegar, að réttara myndi að bíða þar til jaröarförin væri afstaðin. ”Nei„’ sagði hann við sjálfan sig. “Eg verð hér, þar til búiö er að grafa frænda minn, og svo —” Enda þótt hann væri þreyttur og þungbúinn. gat hann þó ekki sofnað fyr en eftir flgiri klukkustundir, og í draumum sinum var hann í Sylvesterskóginum. Var þetta ást við fyrstu sjón? Hann mundi hafa verið manna fyrstur til að hæðast að þess háttar. En aðgætandi er, að þó.hann á sinni breytilegu og kærulausu lífsleið marg- sinnis hefði fundist hann vera ástfanginn, ]xá höfðu þær tilfinningar verið alt öðruvási en sú ástarþrá, sem hann bar nú til indælu stúlkunnar í Sylvesterskóginum. Þess háttar hafði aldrei fyr haldið fyrir honum vöku eða kom- ist inn í drauma hans. Hann var fastur við ætlun sína. Það liðu 5 dagar, ’sem hann var á Bee. Auðvitað voru það Teiðinlegustu dagarnir, sem hann hafði lifað, og siðar mintist hann þeirra með hryllingi. Á hverjum degi datt honum í hug að fara til Lundúna og vera þar unz jarðarförin færi fram. En hann hafði lofað Leister lögmanni að vera á veitingahúsinu, og það vildi hann ekki láta bregðast. Strax fyrsta daginn kom bréf með breiðri sorgarrönd frá Georg. Það var alvarleg áskorun til Freds að koma til Wood Castle. En hann skrifaði til baka og hafnaði boðinu. Georg sjálfan sá hann ekki. Lögmaðurinn hafði einnig l>oðið honum til sín, en hann þáði það ekki. Ástæðan var sú, að Fred vildi helzt vera einn og í næöi, til að hugsa um það, sem kom fyrir í Sylvester- skóginum, og íanda að geta verið hjá fallegu stúlkunni. Sem fyr segir, var hann á “The Bee”. A hverjum morgni baðaði hann sig i ánni. Gekk svo stundarkorn í kring, talaði við hina og aðra og gaf börnunum. sem hann hitti, smápeninga. Það vildi Tíka til, að hann kom inn í hús og talaði um stund við fólk, sem hann þekti frá yngri árttm sinum, en lengstaf var hann í herbergi sínu. Vanagestirnir á “The Bee” ræddu um hann á kvöldþn. Þá furðaði að hann skyldi ekki vera á Wood Castle; ekki svo mikið að hann kæmi þangað, og svo skyldi hann nú verða erfinginn. Loksins kom greftrunardagurinn, — kaldur og hráslago legttr. Það var sem haustið boðaði komu sína. Fred fór til Wood Castle, klæddur sorgarbúningi. Hann hafði ekki séð Georg síðan kvöldið, er þeir rákust saman. Þeg- ar Fred kom inn í ganginn varð fyrir honum gamall maður, skorpinn og skininn, t dökkum fötum slitnum. — Það var skrifari Leisters lögmanns. Hann horfði á Fred með forvitnissvip og heilsaði honum. Fred opnaði dyrn- ar að bókhlöðunni Leister lögmaður sat þar við borð. Hann leit ttpp — andlitið var hrukkótt og augun hvöss. 1 þeim var ekki annað að sjá en hörku. Fred heilsaði homtnt með handabandi og leit í kringum sig. “Hvar er Georg?” spurði hann, — og í sömu svifum kont hann inn. Fred, sem var tilgerðarlaus og blátt á- fram. horfði á 'hann forviða. TTagana undanfarið lei-t ekki út fyrir að Georg liði vel og væri frískur. Nú var hann engtt líkari en afturgöngu. Hið hála andlit var hláhvítt, dökkir hringir í kringum attgun og kringum mttnninn djúpar línur, sem urðu að óeðlilegu glotti. Hann heilsaði Fred og rétti honum hendina. Fred tók i hana lauslega — hún var ísköld. Enginn talaði orð, fvr en dyrunum var lokið upp og þeim var gefin bending. Herra Leister sagði þá í dimm- tirn i'ónt: “Erutn við tilhúnir?” Þeir urðu samferða út. T'egjandi stóðu þeir við gröf- ina meðan kistan var látin síga niður, og svo sneru þeir heint á leið i bókhlöðttna. Herra Leister settist við borðsendann. Georg fleygði sér niðttr i stól við hlið hans með augun næstum aftur. Fred stóð með handleggina krosslagða út við gluggann og horfði yfir grasslétturnar. Vinnufólkið var líka við- statt. Þegar allir voru komnir inn, tók lögmaðurinn úr vasa sínttm samanbrotið skinnblað, lét á sig gleraugun með mestu hægð, og sagði án þess að líta í ■kringum sig: “Nú les eg arfleiðsTuskrá Art’hurs Lamonte. Hans siðustu ráðstöfun.” Þá varð þögn — hátíðleg þögn. Svo leit hann upp og sagði: “T'essa erfðaskrá samdi eg í janúar árið sem leið. Eft- ir þvi sem eg framast veit, er það hans síðasti vilji. Þrátt fvrir nákvæma leit og eftirgrenslan hefir ekki annað skír- teini fundist, þeirrar tegundar. Er þetta ekki þannig, herra Georg Lamonte?” Um leið sneri hann sér snögglega a'ð Georg og allra augu fylgdu honum. Georg þagði augna- blik, leit svo upp og hristi höfuðið eins og til samþyktar. Herra Leister lét hvössu augun Sín hvila á honum stutta stund og svo horfði hann þangað sem Fred var. “Nákvænt og svikalaus leit,” sagði lögmaðurinn á ný. , Fred, sem vissi, að þessari athugasemd var beint til sín, hneigði sig og hörfði sem fyr út um gluggann. Herra Leister ræskti sig og fletti sundur skjnnblaðitiu. í herberginti rikti sannnefnd grafarþögn, svo jafnve! mátti heyra hinn erfiða andardrátt Georgs. Með sama þurra og óviðfeldna rómnum byrjaði lögmaðurinn að lesa erfðaskrána, setning eftir setning, samið á hinu stirða og leiðinlega lagamáli, svo flestir tilheyrendurnir fylgdu ekki efninu. En svo kom ein grein, sem allir skildu. Það var tillagið til vinnufólksins og sorgarhringur til herra Leist- ers. Svo las hann upp eftirfylgjandi: “Frænda minn Georg Lamonte, arfleiði eg að öllum eignum minum, hvort sem það eru lönd eða peningar, hús eða verðmæt skjöl Eignir af öllum tegundum, að frádregnum fvrnefndttm gjöjum.” Þeir sem viðstaddir voru, litu allir sem einn til Georgs, þar sem hann sat nábleikur og hreyfingarlaus, naumast að hann gæti skolfið. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.