Heimskringla - 24.01.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 24.01.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. JANÚAR, 1923. --------------------------------1 Hver varð erfinginn? Sigmundur M. Long þýddi. 12. KAPÍT-ULI. Georg stóð upp og horfði.á eftir honum út um glugg- ann, en lét þó iblæjurnar hylja sig, þar til Nichols hvarf inn í skóginn. Svo fór hann út og brosti til móður sinn- ar sigri hrósandi, eins og sá, sem nýbúinn er að fram- kvæma eitthvert stórvirki i almennings þarfir. “Mér þykir fyrir því’ móðir rrtín, að eg verð að láta þig bíða.” sagði hann. "Eg hefi um ýmislegt orðið að semja við föðpr hennar.” Frú Lano'nte leit upp nreð þessum veiklulega auð- mýktarsvip, sem ætið var á andliti hennar, þegar sonur hennar var nærri. “í'að gerir ekkert til, Georg. Mér kemur vel að hvíla mig. En hvert fór maðurinn. Hann virðist vera siðaðri og mentaðri en alment er um skógarbúa og viðarhöggs- mann. En því er hann svo alvörugefinn og fráhrind- andi?” “Einveran i skóginum, án allrar samúðar frá öðrum mönnum, hefir gert hann énnannblendinn og kaldlyndanti. svaraði Georg. “Og svo fellur honum það þungt, að dótt- ir hans fer frá honum.” “Aumingja maðurinn — og stúlkan,” stttndi móðir hans upp. Georg leit til hennar og brosti spekingslega. En svo lagði hann evrun við að heyra skóhljóðið þegar Nichols kæmi, því hann vænti hans á hverri stundu. “I>ú ert viðkvæm og hjartagóð, móðir ntin. og eg sé það fyrirfram. að það líður ekki langt um, að hin unga stúlka verður svo hænd að þér’ að hún þarfnast ekki hluttekningar annara. Mér finst sem þú sért þegar reiðu- búin til að opna faðminn á móti henni og þrýsta henni að hjarta þér. Er það ekki þannig, móðir mín góð ?” Frú Lamonte leit upp. eins og hún vldi sjá á honum, hverju hún ætti að svara, og svo sagði 'hún “já”. Hún hélt að honum mvndi líka það bezt. “Já, það gleður mig að hafa stúlku, unga og góða stúlku, mér *il skemtunar, Georg.” sagði hún. “Siðan þú fórst frá mér hefi eg lengst af verið einmana.” “Eg hlýt oft að vera að heiman,” tautaði hann. “En, móðir mín góð, þú mátt ekki glevma því, sem eg sagði þér á leiðinni. Það eru ýmsar ástæður fyrir því, að halda hinni liðnu æfi stúlkunnar leyndri. Vinur minn- sem bað tnig fyrir hana, óskar helzt, ef mögulegt væri, að hún gleymi æskuárum sínum.” “Eg skil þig, Georg,” sagði móðir hans samsinnandi. Hann hugsaði sig um andartak og hélt svo áfram: “Og eitt er enn atbugavert, Þó þér ef til vill finnist hún sérkennileg í útliti og háttum, máttu ekki með neinu móti láta á því bera. Þú verður að taka tillit til þess, að hún hefir alla æfi sína verið í þessum þykka skógi, og ekki umgengist aðra en skógarhöggsmanninn og konu hans.” ■* “Föður sinn og móður?” spurði frá Lamoníe. Georg roðnaði lítilsháttar við spurninguna. “Eg sagði faðir hennar og móðir, eða gerði eg það ekki?” sagði hann smjaðrandi. “Jú, einmitt það, fað;r hennar og móðir, svo við megum ekki ætlast til mikils af henni. Og þó hún fyrst í stað verði kanske ærið almúga- Jeg og ónett í háttsemi, þá er þó, þegar til alls kemur, eins t-kemtilegt að hafa þá stúlku í kringum sig- sem er óspilt' pg ósnert af hinni svo kölluðu fáguðu siðmenningu mannféiagsins.” “Eg er vel ánægð, sé hún aðeins góð stúlka,” svaraði móðir hans. “Einmitt. Dygðin er dýrmætur eðalsteinn, jafnvel þó utmgerðin sé fátækleg —” Georg þagnaði svo snögglega, að frú Lamonte leit upp og í síimu átt og hann. Síðan stóð hún upp og sta’-ði þangað. — Nichols var ekki einn, er hann kom aftur. peorg og móðir hans höfðu búist við að sjá hér ónetta og fátæklega klædda almúgastúlku. En þeim til hinnar mestu undrunar, kom fram úr hinum þvkka og skugg sæla skógi, stúlka. sem þau vel hefðu getað i myndað sér að væri skóggyðja. En hvað þau höfðu farið vilt. Frú iLamonte varð svo frá sér numin og forviða, að hún varð að setjast niður aftur. Georg stóð andartak mállaus aí undrun. með augun fest á þessari óvanalega fallegu mynd sem nú kom í augsýn. Hann var svo hrifinn, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Loksins áttaði hann sig svo, að hann tók af sér hattinn og heilsaði. Hæglátlega en með þeim yndisleik, sem henni var meðfæddur og sem svo ágætlega hafði þroskast í hinu óþvingaða lífi, er hún var uppalin við’ gekk Dóra til hans. Einungis daufur roði í hinu fagra andliti var merki þess, að hún hafði tíðan hjartslátt. Hún leit á þau með föstu og djarflegit tilliti sinna djúpu augna, sem höfðu svo mikil áhrif á Fred Hamilton. T annari hendi héit hún á blómvendi, sem hún hafði tínt upp hjá blett- inum, þar sem hann hafði legið og hvílt sig. I hinni hendinni hélt hún á hattinum sínum. Jafnvel búningur hennar, er var úr hvítum ibómullardúk, gerði sitt til að auka aðdáun þeirra frú Lamonte og Georgs, sem nú sáu hana í fyrsta sinni, svo ákaflega ólíka þvi, sem þau höfðit búist við. Nichols kom gangandi, kaldur og hörkulegur, og þegar hann kom heim að húsinu, tók hann í hendina á Dóru, en horfði djarflega framan í Georg og ságði: “Herra Lamonte, eg hefi sagt dóttur minni frá þvú að móðir yðar hafi boðist til að taka hana til sín, og eftir minni skipan svarar hún þessu, þegar hún hefir séð ykk- ur.” Georg Lamonte hneigði sig og lagði hvítu hendina á handlegg móðttr sinnar. “Ungfrú Nichols,” sagði hann með samblandi af lotningu og föðurlegri velvild. ‘“Þessi kona er móðir min. Eins og flestar mæður. sem börnin hafa yfirgefið og horfið út í heiminn, lifir hún í einveru, sem henni þó Ieiðist. Hún yrði þvi glöð að fá unga stúlku til sín, sem fús væri til þess að vera hjá henni. Það er ekki einungis heintili, sem hún býður yður — en mér er víst óhætt að fullyrða það, móðir góð, að þar fylgir með hlýlegt og gott hjarta.” “Já, það er áreiðanlegt,” svaraði móðir'hans, og róm- urirm titraði og tár voru í augum hennar,. er hún rétti fram hendina. “Dóra’ sem hafði horft á þau til skiptis, færði sig nær og tók i hönd konunnar. En á næsta augnabliki sneri hún sér við grátandi og tók um handlegginn á Nichols. “Nei, faðir minn, eg get ekki yfirgefið þig,” stundl hún upp. Nichols laut niður, rnáske til að hylja andlit sitt og geðshrærínguna. “Hvaða vitleysa,” sagði hann. “Þetta er þér til góðs. ÍVlundu hvað eg hefi sagt þér. Og þig langar til að sjá heiminn —’* “Já. með þér,” sagði hún, svo hátt, að allir gátu heyrt það. Nichols hristi höfuðið. “Nei, Dóra, það getur ekki komið til mála. Eg hei’i sagt skilið við heiminn fýrir löngu siðan.” “Fæ eg þá aldrei framar að sjá þig?” spttrði hún og tárin streymdu niður vanga hennar. Jú, jú,” svaraði hann. “Við sjáumst af og til.” Og hann leit gremjufullur til Georgs, sent með sinni mjúktt tungu tók þátt í samræðunum. “Eg vona. ungfrú Nichols, að með tið og tíma getum við vanið föðtir yðar af þessari löngun til einveru. Þér hljótið að vera segulmagnið, sem alregur liantt frá fá- ntenninu og inn í mannfélagið.” “Viltn koma og sjá mig, faðir minn?” spttrði Dóra. “Já, það er sjálfsagt.” Og ltann horfði yfir höfuðið á henni og til Georgs. “Eg skal finna þig. hvar sem þú £rt. Eg vaki yfir þér og vernda þig. Ef þér væri gert ilt nteð einhverju —” “Gert ilt!” sagði hún grátandi og leit fratnan í hann. “Herra Nichols, þér megið ekki gera dóttur yðar hrædda,” sagði Georg vingjarnlega. “Hún kynni að hugsa sér heitninn fullan af úlfum og ljónum, síleitand' að bráð sinni. Eg held. ungfrú Nichols, að þér verðið óhultar á heimili móðttr minnar og ttndir hennar ttmsjá.” “Já,” sagði frú Lamonte og iþokaði sér nær Dóru. “Eg hefi aldréi átt dóttur. Ef þér kontið til mín, vil eg vera yður sem rnóðir, og- vona að þér verðið sem dóttir tBÍn.” Dóra horfði á hana sem snöggvast, og með hægð los- aði Nichols hönd hennar úr sinni, og lagði hana í fram- rétta hendi frú Lamonte. Frúin bað hana að setjast hjá sér á bekkinn, og Nichols benti Georg að koma með sér inn í húsið og lofa þeim að vera í næði. Stundarkorn sátu þær þegjandi. — Með atigun hálr’- fttll af tárum starði Dóra inn í skóginn. — Loksins var hún nú komin að hinu stóra takmarki’ sem hún hafði þráð t seinni tíð. F.n þetta var svo óvænt, að hún var alveg utan við sig. Ymist httgsaði hún með fögnttði tint hiím nýja heim, sent nú lvkist upp fyrir henni, eða hugurinn hvarflaði til heímilisins, sem hún var að vfirgefa, og for- eldrana. Þá grét hún sárt*með hjartslætti og kvíða.. Frú Lamonte hélt t hendina á Dóru. Taugar hennar vortt ekki styrkari en stúlkitnnar. Af og til leit hún laumulega, en með hluttekningu á hið elskttlega andlit stúlkunnar, sem nú var fölt og tárvott. Að síðustu sneri Dóra sér að henni. “Þér hljótið að álíta ntig vanþakkláta,” sagði hún við frú Lamonte. blátt áfram og djarflega. “Nei, það fer fjarri þvi, barnið mitt.” svaraði hún. “Eg álít það eðlilegt fvrir yðar viðkvæma hjarta. Þér hafið aldrei fyr verið í burtu frá heitíiilinu ?” “Nei, aldrei. Eg hefi aldrei einu sinni séð út úr Svl- vesterskóginum.” Frú Lamonte horfði á hana. “Aumingja barnið mitt,” sagði hún blíðlega. "Ekki dettur mér í hug- að þér séuð vanþakklát. Eg met það mikils, að þér takið það nærri yðttr að skilja við foreldra og heimili. F.n samt ætlið þér að fara til fPlín, er ekki rvo?. Það hrygði mig og værtt átakanleg vonbrigði, ef þér kæmttð ekki til m?n, nú þegar eg hefi séð yður.” ^Þegar þér hafið séð mig?” hafði Dóra eftir henni. “Já, því eg er sannfærð um, að mér þykir sérlega vænt tim yður, og það innan skams. Og eg vona, að það verði hið santa með yður.” “Er það svo?” sagði Dóra hugsandi, og hún horfði á þetta föla, liðandi andlit, o gblátt augun góðlegtt. “Já,” sagði hún, “eg skal láta mér þykja vænt ttm yður.” Frú Lamonte þokaði henni nær sér með hægð og af- sakandi. “Viljið þér kyssa mig’ góða barnið mitt?” sagði hún, og Dóra laut niður að henni dg kfsti hana. “Og nú, er þér hugsið — jafnvel eruð viss um, að okkur komi vel saman — ætlið þér þá að koma?” spurði hún auðmjúk. í svipinn varð Dóra hugsandi, næstum utan við sig. Síðan svaraði hún : “Já, faðir minn vill að eg fari með yður. En hvers vegna óskar hann, að eg komi inn í þessa veröld, sem ^tann hatar og óttast svo mikið ? Seinast i gær varaði hantt mig við að æskja þess, og sagði eg gæti ekki verið þar sæl, ef eg yfirgæfi skóginn. Því hefir hann ssvo snögg- lega skift um skoðanir?” Fyrst í stað var sem frú Lamonte vi;si ekki, hverju hún ætti að svara; en svo sagði hún: “Eg — eg imynda mér, að það sé Georg, sem hefir komið honttm á aðra skoðun. Eg heyrði að þeir töluðu saman.” “Georg — hann er sonur yðar,” sagði Dóra. “Já, hann er sonur minn. Hann er vel gefinn og góð- ur drengur. Hann hefir verið mér ástúðlegur og aldret valdið mér sorgar eða áhyggju.” Það var athugavert, lvað hún var áköf, er hún full- vissaði Dóru um þetta. Hún sýndist hvorki glöð eða stolt yfir því’ en miklu fremur sem hún vær,i að friða sam- vizku sína með þessu. Dóra horfði á hana hugsandi. Þetta vakti eftirtekt hennar og forvitni, Það var aðgætandi, að þetta var ifyrsta konan, sem hún hafði talað við. “Eru allir synir þannig?” spurði hún. “Nei, það er ekki svipað því,” var svarið. “Er hann ekki heilsuhraustur ?” spurði Dóra eftir litla þögn. “Hvað eigið þér við ?” spurði frú Lamonte. “Hann er svo fölur x andliti,” svaraði Dóra. “Já, Georg er fölleitur,” sagði móðir hans. “Það or- sakast af djúpum hugstinum og miklum lestri, og svo hefir hann orðið fyrir þvi mótlæti. að frændi hans dó fyrir þrem dögum.” “Er það þess vegna, að þið eruð bæði dökkklædd? Eg samhryggist yður,” sagði Dóra. “Þakka þér fyrir, kæra barnið mitt,” sagði frú La- rnonte. “Það var vel gert af yður að segja þetta, og er ljós vottur góðs hjartalags. Já, frændi hans’ herra Arth- ur Lamonte, er nýdáinn. En því hefir það svo mikil á- hrif á yður ?” — Dóra hafði kipst við og horfði á hana með athugun. — “Þektuð þér hann? Nei, það getur ekki verið, þér sem hafið altaf verið i þessttm skógi — sem mér finst þó ótrúlegt. En þér hafið kanske heyrt talað um hantt ?” “Já,” svaraði Dóra lágt, “eg. hefi heyrt hann nefndan.’ Á sama augnabliki var dyrunum Jokið upp og Nichols og Georg komu út. Eftir venju var hann glottandi, en hinn aftur á móti með íbyggnum ijlvörúsvip. Nichols tók ofan fyrir frú Lamonte, þegar hann kom til þeirra, en lagði hendina á öx.1 Dóru. “Farðu til móður þinnar, Dóra,” sagði hann stillilega. Dóra stóð upp og horfði framan í þá báða, og svo fór hún inn. Georg opnaði dyrnar fyrir hana, og lét þær svo aftur og kont til hinna. “Móðir min,” sagði hann, “herra Nichols og eg höfum afgert alt okkar á milli, og nú veit ttngfrú Nichols um þessa brevtingu, og þvi álítur hann hyggilegast, að þau verði samferða heim til þín í tíag.” Móðir hans hneigði sig og leit hálf hræðslulega á hið alvarlega andlit Nicho's. “Frú Nichols er þessu samþvkk og er nú aö útbúa ttngfrú Nicho.s :;1 ferðarinnar,’ sagði Georg ánægjtiegur. Nichols hneigði sig samþykkjandi og bauð síðan frú Lamonte að koma itm og þiggja einhverja hressingu, cn hún neitaði því. “Eg vil heldur btða hér,” sagði hún veiklulega. — “Herra Nichols, eg vona að á því augnabliki, sem þér trú- ið mér fyrir dóttur vðar, séttð þér sannfærður um, að hún fái farsælt og gott heintili, að því levti sem í mínu valdi stendur.” Nichols leit til hennar sem snöggvast’ eins og hann hefði ekki heyrt, hvað hún sagði. Svo laut hann niðttr og sagði snögt, eins og honum var gjarnt til: "F.g trevsti yðttr, frú.” “Já,” sagði Georg smjaðurslega. “Eg get fullvissað frú Nichols um, að þessi breyting sé góð fyrir stúlkuna, og henni verður ekki sýnt annað en það sem gott er. Mér dettur í httg, að þið séttð þegar orðnar. góðir vinir. Er það ekki satt?” “Mér virðist hún vera indæl stúlka, sem manni hlýttir ;ið þykja vænt ttm,” svaraði móðir hans. Georg brosti til herra Nichols, en hann breytti eklci stnu harða og alvarlega andliti. An þess að svara eimt orði gekk hann inn í húsið og kom aftur nteð eplavtn í glasi og nokkrar heimabakaðar kökttr. og setti hjá frú Lamonte. Síðan fór hann að ganga fram og aftur i skugga ejkitrjánna. Frú Lamonte smakkaði á vininu, en neytti einkis ann- ars. Georg sat og aðgætti þenna sterkbygða mann, sent gekk frani og aftur lotinn og með krosslagða handleggi. I’annig leið hálf klukkustund. T>á komtt þær Dóra og frú Nichols út. Dóra var mjög föl. en móðir hennar grátþrungin, og tárastraumurinn byrjaði á ný> þegar frú Lamonte tók í hendina á henni og fttllvissaði hana um, að dóttur hennar skyldi líða vel. “Eg þakka yðttr fyrir það,” sagði hún. ‘Eg hefi sagt, að þetta hlyti að koma fyrir. Nathan gat ekki ætlast til, að hægt væri í það óendanlega að balda henni innibirgðri í þessum skógi, eins og fugli í búri. Það var óskynsam- legt. En þetta kom svo snögglega og óvæht.” Meira gat hún ekki sagt fyrir gráti. Augu frú Lamonte fyltust líka tárum, og hún leit til Georgs, eins og hún vildi tefja tim- ann, en Nichols hafði látið koma með vagninn áð dyrun- um. Með hinni sömu stillingu og Nichols hafði sýnt þenna dag, tók hann Dóru í faðm sinn og hélt henni þar örlitla stund og hvíslaði: “Mundu eftir þvi. að hvar sem þú ert, þá vaki eg yfir þér.“ Og svo lét hann hana upp í vagninn hjá frú La- monte, sem Georg var búinn að hjálpa upp. Hann þurfti líka að hvisla áminningarorðum: “Þú verður að muna það, móðir min, að minnast ekki með einu orði á liðna tímann. Æfi hennar byrjar með þessum degii Svo leit hann á klukkuna oog sagði hátt við ökumanninn: “Þér hafið mátulegan tíma til að ná lest- inni. Og verið þið nú sæl.” Með átakanlegri viðkvæmni kysti hann móður sína. Svo tók hann af sér hattinn og rétti Dóru hendina. “Verið þér sælar, ungfrú Nichois” sagði hann. “Þér byrjið nú nýtt líf. Enginn — ekki einu sinni faðir yðar — getttr innilegar óskað yður sannrar farsældar en eg geri.” Dóra, sem næstum sá ekkert fyrir tárum, rétti honum héndina, en kipti henni snögglega að sér aftitr, þvi hendi hans var ísköld. Á sama augnabliki ók vagninn af stað, og þessir tveir menn voru einir eftir. Þeir horfðu á eft- ir vagninum þar til hann hvarf inn á mitli trjánna. Þá sneri Nichols sér að Georg: “Herra Georg Lanmonte,” sagði hann stillilega, cn i alvarlegum róm. “Aðeins eitt orð að skilnaði. Yður hef- ir nú hepnast það sern þér æsktuð eftir — látum það svo vera. Yðar vegna vona eg að það fari vel, því fari það illa, þá kentur til rninna kasta. Og eg er ekki létthentur, þegar um hefnd eða hegningu er að ræða. Eg hefi látið hana frá mér fremur en að hún kæmist að ætterni sínu, eða fengi að vita um þá smán, sem loðir við fæðingu hennar. Ef þér óskið að vera óhultur um ilíf og limi, þá hafið góðar gætur á henni, því eg krefst af yðttr’ að henni Hði vel og sé farsæl.” “Nichols minn góður,” byrjaði Georg, en hinn tók fram i fyriY honttnt. “Það er nóg sagt, og orð yðar met eg einkis. Frá þessari stundu förum við sína Ieiðina hvor.” Georg hristi höfuðið óafvitandi. “Það er leiðinlegt,” tautaði hann. “En sent þér seg- ið, eg hefi fengið ósk mina uppfylta, eða réttara sagt full- nægt skyldu minni. Hina ástæðulausu tortrygni yðar verð eg að bera. Verið þér sælir, kæri herra Nichols.” Og hann rétti fram hendina. “Eg hefi svarið þess eið, að snerta ekki ótilneyddur hendi nokkurs af ætt Arthurs Lamonte,” sagði Nichols biturt. "Þarna er stigur. sem þér getið farið.” Og hann benti á leið, sem lá til Glenwood járnbrautarstöðvanna. “En í svip er leið mín hingað.” Með litilsháttár hrevfingu í kveðjuskyflt gekk hann heim að húsintt. Georg hristi höfuðið og stundi við. Hann beið ofur Htið til að sjá, hvort Nichols sæi ekki eftir að hafa talað svona hranalega og liti til baka, en það varð ekki, og svo fór hann leiðar sinnar. I’egar hann var kominn inn í skóginn, þar sern enginn sá hanm hvarf uppgerðar brosið, og andlitið varð órólegt og kvíðafult. “Forlögin eru mér liðholl,” sagði hanm við sjálfan sig. “Þessi Nichols veit ekki — getur ekki gizkað á —- sannindin í þessu efni. Eg gat ekki ímyndað mér, að mér gengi svona greiðlega að ná stúlkunni úr klóm hans. Nú er hún komin undir rninn verndarvæng, og — eg hefi hana á mtnu valdi. En” — og andlitið varð hugsandi og augun skimuðu í allar áttir — “en hvað á eg að gera við hana? Hún er ljómandi falleg. Hvað lengi mun hún geta verið í Lundúnum án þess að tekið verði eftir henni ? Einn eða annár gjálífur lausungi fær máske ást á henni, og fvr en varir er hún þá gift —” Mitt í þessum hugsunum flaug önnttr hugsun með eldingarhraðaa í gegnum huga hans. Roða sló á hvíta vangana og augun Ijómuðu óvanalega. “Gift! En hví ætti eg ekki að giftast henni sjálfur?” — En í sama andartaki brá fyrir í huga hans myndinni af ungfrú Gladys Holcamb, sem hann hafði lofað eigin- orði. Með flýti og óþolinmæði veik hann þeirri hugsur. frá sér. “Hvers vegna ekki,” hvíslaði hann. “Það væri greiðastí' vegurinn til að gera sjálfan mig óhultann. Já — eg vil það.” J’essi htigsun létti svo á honum og gladdi hann, að hann nam staðar, hallaði sér upp að eikarstofni; tók af sér hatt- inn og lét svalandi andvarann leika um enni sér. “Hún er ljómandi falleg og rétti erfinginn að Wood Castle og öllum hinum mikla attði,” sagði hann við sjálfan sig. “Því ekki ? Þá yrði eg um leið ugglaus og óhultur, og þyrfti ekki fratnar að httgsa ttm. hvað otðið hefði af þesssari ótætis erfðaskrá. Eg vil,” sagði hann á ný og beit á jaxlinn. Svo lét hann á sig hattinn, broski með meðaumkvttnarsvip og tautaði: “Aumiiigja Gladys, aumingja Gladys.” 13. KAl’lTULT. I Gegnum tár sá Dóra stðasta sinni skógarhúsið, sem í svo mörg ár hafði verið heimili hennar. Með sjálfri sér kvaddi hún skóginn’ þessa laufriku eign, þar sem hún hafði eytt æfi sinni í kyrð og næði, tíðindalaust að heita mátti. Frú Lamonte sat einttig þegjandi og hélt utan um hina tnjúku og heitu hendi, sem henni hafði verið rétt með attðskilinni bæn um vernd og samúð. — En æska og tár á ekki vel santan til lengdar, og áður en þær höfðu náð til hins litla stöðvarþorps, ljómuðu augu Dóru af forvitni og athugun. Það var sannarlega nýstárlegt fyrir hana að aka eftir götum með smábúðttm og veitingakrám. Og hún var rjóð í andliti. “Er — er þetta heimurinn ?” spurði hún lágt. Frú Lamonte leit til hennar brosandi. Það var fyrsta brosið, sem Dóra hafði séð á þessu magra og föla and- liti. Seinna komst hún að því, að frú Lamonte brosti aldrei, ef sonur hennar var nærstaddur. “Heimurinn, vina mín ” svaraði hún. “Jú, að sönnu er það, en þetta er kyrlátasti hluti hans.” “En hér er þó svo margt fólk á götunum, og — nú—” hrópaði hún, er eimlestin hrunaði inn á stöðina. Frú Lamonte kiptist við. Hún var ekki taugasterk, og mundi ekki eftir því, að samferðastúlka hennar þekti ekki meira af hinni almennu siðmenningu en Indíáni, sem aldrei hefir komið út fyrir veiðistöðvar sinar. “Þetta er járnbrautarlest,” sagði fntin. “Þér megið ekki verða hræddar.” Dóra roðnaði. “Eg bið afsökunar,” sagði hún. “F,g veit að það er eimlestin, eg hefi lesið um það, og er ekki hrædd,” bætti hún við svo stilt og fullorðinsleg, að frú Lamonte varð hissa. “Góða mín” sagði hún. “Eg sagði þetta í hugsunar- leysi, þvi eg þurfti ekkert að finna að framferði yðar. En svo var það ekki ttema eðlilegt, þó yður hefði furðað á ýmsu. En svo verður það alt stórkostlegra, sem fyrir aug- ttn ber, þegar við komum til Lundúna.” J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.