Heimskringla - 31.01.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 31.01.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNJPEG, 31. JANOAR, 1923. Hver varð erfinginn? Sigmundur M. Long þýddi. ------------------------------------------------------' Dóra leit niöur fyrir sig og einsetti sér, að hvað sem 'hún sæi um kvöldið, skyldi hún ekki láta á því bera. að <>að heföi nein áhrif á sig. Samt hélt hún sig sem næst frú Lamonte á leiSinni inn í lestina, og settust hvor hjá annari í vagninum. “SjáiS þér til,” sagSi gamla konan, “ekki getum viS sofnaS fyr en við komum tiT Lundúna.” “Til Lundúna! Förum við til Lundúna?” spurði Dóra í lágum róm. “Já,” ‘svaraSi frú Lamoftte. “Eg á þar heima í vest- urhluta borgarinnar.” “Já, eg þekki áttirnar. FaSir minn kendi mér að þekkja á áttavitann,” sagði Dóra og stundi við. — “Aum- ingja faðir minn.” Frú Lamonte horfði á hana forvitnislega. “Eg held faðir ySar hljóti að vera sérstaklega vel að sér,” sagSi hún. “ÞaS virSist sem hann hafi uppfrætt ySur mikið. Eg á viS” — og hún hikaði — “eg á við til dæmis þetta hreina mál, sem þér taliS.” “Já, faðir minn er mjög vel mentaSur,’ svaraði Dóra. “Mér fanst næstum, að hann vita alt.” Gamla konan brosti veiklulega eins og henni var eig- ánlegt. t “ÞaS er einkennilegt,” sagði hún. “Eg vona aS þér misvirðiS það ekki við mig, en menn í hans stöSu eru sjaldan margfróðir.” “Eru þeir það ekki ?” spurði Dóra stillilega. “Eg þekki það ekki. Máske faSir minn hafi alla sína þekk- ingu af bókalestri.” “Og svo kendi hann ySur. Viljið þér segja mér, hvaða bækur þér hafið helzt lesið?” sagði frú Lamonte. Dóra brosti blíSlega, en um leið og hún gerði þaS, hrökk frú Lamonte við og horfði með ótta og alvörusvip á stúfkuna. “Er nokkuð aS ?” spurSi Dóra. “Ekki svo sem neitt,” var svarið. “Þegar eg sá yður brosa , datt mér viss persóna í hug. Eg get ekki sagt, hver hún var. En — bækurnar. Þér ætluSuð aS segja mér, hvaða bækur þér hafið lesið.” “Eg man ekki nafnið á þeim öllum.” svaraði hún. En svo nefndi hún nafniS á nokkrum bundnu bókunum, sem voru í skápnum í litla húsinu. Frú Lamonte athugaði hana nákvæmlega. “Þetta eru mest fræðibækur frá eldri tímum,” sagði hún. “Hafið þér a'ldrei lesið skáldsögttr, þar sem hvers- dagslífinu er lýst, eins og það kemur fyrir nú á tímum?” Dóra hristi höfuSið. “Ekki man eg til þess,” sagði hún. “Þá eruð þér fáfróðar um mannlífiS, eins og það er,” 6agSi frú Lámonte. “ÞaS mun vera svo,” svaraði Dóra. “Nú skil eg, að skáldsögur geta verið til nokkurs nýt- ar sagði gamla frúin. “Af lestri þeirra geta eftirkomandi kynslóðir séð, hvernig aldarhátturinn er á okkar tímum, og sjálfar munuð þér komast aS ýmsu, sem yður þykir undarlegt, ttngfrú Nichols.” Dctru varð hverft viS. Nafnið var henni svo óþekt, að hún varla skildi það. “Kæra frú Lamonte, þér megiS ekki kalla mig þessu nafni,” sagði hún og lagði hendi sina á handlegg frúar- innar. “Eg heiti Dóra, og það vil eg að eg sé kölluS.” “ÞaS skal eg gera,” svaraði frú Lamonte. “ Þér hafiS lofast til aS láta yðttr þvkja vænt um ntig,” 'sagði Dóra. Frú Lamonte sneri sér að henni og kysti hana. “ÞaS loforS vona eg aS verði auSvelt fyrir mig aS uppfylla,” sagði hún og vöknaSi um attgti. “Þegar son- ur minn gerði mér boð að mæta sér við Glenwood-stöS- ina, datt mér sízt i httg að hann mundi fara með mér til dóttur.”'" “Sonttr yðar. Gerði hann boS eftir yður?” spurSi Dóra meS ákefð. “Hvernig vissi hann, aS eg var til ?” “Frá vini sínum,” sagSi frú Lamonte feimin. “Sonur minn er góSttr maSttr og sístarfandi að einhverju, sem gott er og nytsamt fyrir einn eSur annan. Eg , veit að yður fellttr vel við hann, þegar þér kynnist honum bet- ur,” bætti hún við; en þó hún léti sem sér þætti mikið í hann var>S, þá var þó i rómnum einhver blendingur af kvíSa og ótta, þegar hún nefndi nafn hans eða talaSi um góðverk hans. “Já,” svaraði Dóra blátt áfram. “YSar vegna vil eg revna það.” “ÞaS er vel gert af yður, góða Dóra mín,” sagði frú Lamonte í hálfum hljóSum. “En hvertiig var þaS?” hélt Dóra áfram eftir stund- ar umhugsun. “Hvernig gat þessi vinur hans vitaS um mig, hafði faSir minn —” “ÞaS veit eg ekki, Dóra,” Sagði frú Lamonte. “ÞaS er margt, sem Georg talar ekki um viS mig. ÞaS er svo mikið, sem hann hefir aS hugsa, og ekki sizt um þessar mundir, eins og þér skiljið, eftir fráfall frænda síns.” “Já,” sagði Dóra meS hluttekningu. “Hann hefir ekki haft tækifæri til að segja ySur þetta, en síðar meir gerir hann það. Eg samhryggist honum yfir að missa frænda sinn.” Eftir litla þögn spurSi Dóra svo: “EruS þér ríkar ?” “Rikar!” endurtók frú Lamonte. Spurningin kom henni svo óvænt aS hún kiptist viS. Þetta var svo óvana- legt og undarlegt og meira en þurfti til aS verka á hennar veiklaða taugakerfi. Loks svaraSi hún þó: “Já, eg álít mig vera ríka.” “Er sonur yðar ríkur ?” “Það er, líklegt, aS hann verði þaS,” svaraði frú La- monte eftir litla umhugsun. “En við vitum ekkert með vissu fyr en erfðaskrá frænda hans verður opnuð.” “Eg veit hvað erfSaskrá er,” sagði Dóra og brosti.. "ÞaS er skrifað skjal, þar sem einhver maSur ráðstafar eignum sínum að sér dánum, og George —” “Þér eigið að segja herra Georg, eða herra Lamonte,” sagði frúin. "ÞaS gerir mér ekkert til, þó þér nefniö hann aðeins Georg, en — en —” Hún leit i kringum sig eins og í örvæntingu. Hvernig átti hún aS kenna Dóru, þessari fallegu og tilgerSarlausu stúlku, siði er tíökast meðal heldra fólks? “Hver og einn sem talar um eða við persónu, sem ekki er tengd eða skyld, nefnir hlutaðeiganda sem herra, frú eða ungfrú.” “Eg skil þetta.” svaraði Dóra. “Herra Lamonte ger- ir sér von um aS erfa frænda sinn, og þá verSur hann rikur. ÞaS gleður mig hans vegna. Hann býr ekki í sama húsi og þér ?” ' “Nei,” svaraöi frú Lamonte og þaö var eins og fögn- uSur í rómnum, er hún sagði þetta. “Nei, þegar hann er í Lundúnum, heldúr hann til í sínum eigin herbergjum. F.n í seinni tiö hefir hann veriS á Wood Castle.” “Á Wood Castle?” hafði Dóra eftir og daufur roSi færðist’yfir andlit hennar. En hvað þetta var alt undar- !egt. Hinn — er sifelt stóð íyrir hugskotsaugum hennar — hann var þá á leiSinni til Wood Castle. “Já, á Wood Castle,” sagði frú Lamonte, aftur. “Þekk- ið þér það höfðingjasetitr ?” Dóra aSeiris hristi höfuðiS. Hana dauölangaði til að vita meira — spyrja frá Lamonte, hvort hún þekti þenna mga mann, sem kom til skógarhússins, heimilis hennar; en hún treysti sér ekki til þess. Astin kennir manni sitt af hverju. Þessari ungu, örlyndu og saklausu stúlku hafði hún kent að dylja hugsanir sínar. “ÞaS er mikil eign,” hélt frú Laamonte áfram, “og stórar byggingar,” og það var sem hana hrylti viS. “Og fef gamli herra Lamonte hefir arfleitt Geeorg frænda sinn Og son minn, þá er líklegt að hann setjist þar áð.” “Fellur ySur þaS ekki?” sagði Dóra. Hún var glögg og athugul og fanst hún sjá þetta. “Nei,” svaraSi frú Lamonte óvanalega alvarleg. “Nei, eg er þar eins ög hrædd. Eg hefi aðeins einu sinni veriS þar, og eg var guðs fegin, þegar eg komst burtu þaðan, og ftó er húsið rúmgott og fallegt.” “En af hverju kemur það þá?” spurSi Dóra áköf. “Af því — hafiS þér aidrei heyrt talaS um Arthur Lamonte ?” Dóra httgsaSi sig um, hún hafði heyrt um hann. “Hann var undarlegur maður; mér fanst hann hræði- legur. Hann var þannig eygður, sem hann gæti séð í gegnitm mann; og svo hafSi han nbreytt svo illa.” Gamla konan sagði víst meira en hún ætlaði. Hún þagnaöi því snögglega. en Dóra stundi við. Þar var þá annar af ættinni, sem var vondur maSur. “Hvað veldur því, að mennirnir ertt svo vondir?” spurSi hún lágt. “Eg — eg veit það ekki. Þetta er lika ttndarleg spurning,” sagði frú Lamonte, “sem enginn getur svarað. Máske kemur það sumpart af því, að þeirra innræti sé öSruvísi en okkar. En þér þurfið ekki aS vera svo á- hyggjufullar, góða barnið mitt,” bætti hún við og brosti. “Þér þurfiS ekki að kynnast neinum vondum manni.” Dóra sneri sér1 undan og stundi. “Ja, hver veit þaS,” sagSi hún. “ÞaS er ekki hægt að þekkja vondu mennina frá hinum, nenta ef það væri af þvi. að manni þætti vænst um þá, sem verstir eru.” Frú Lamonte varS bæði skelfd og undrandi vfir þess- ari einkennilegu setningu. Hún hnipraöi sig saman í end- anum á sætinu án þess að svara þessu. T'egar þær nálguSust Lundúni byrjaSi reykurinn, sem vanalega hvílir yfir heimsborginni, að gera vart viS sig, og Dórtt fur.SaSi á því, að hetini fanst lestin fara yfir þök- in á húsunum, og þau væru svo þétt saman, að ekki væri nema þumlungttr á milli þeirra. Hún sat viS gluggann og notaði augun eftir föngum; en hún haföi einsett sér, aS láta hvorki hræðslu né ttndrun í ljós, hvað sem ht'tn sæi. Á sitmum götunum var svo þáttskipað af fólki, að það var eins og ein kös, og skildi hún ekki, hvernig á því gæti staðiö. Hún vildi ekki spyrja frú Lamonte, sem hallaöi sér upp að sætinu og hafði attgtin aftur. Hún hlaut að vera þreytt að fara þessa ferS fram og til baka sama da^inn. Alt í einu nam lestin staðar. Þar var alt fult af fólki. Gamla konan leit upp. BurSarkarl kom að dyrunuri, tók farangur þeirra út úr vagninum og fékk fyrirskipuu hon- um viðvíkjandi. Ðóra fann aS henm btá. Þaö voru alt of mikla- mót- stæSur, litla húsiS í Sylvesterskóginum og járnbrautar- stöðin í Lundúnum. “HaldiS ySur sem næst mér, Dóra,” sagSi frú La- monte, sem einkttm virtist veikluS og úrræðalaus, þegar sonur hennar var við. “Komdu, þarna er vagn.” Dóra fór tneS henni þegjandi. Karlmenn — og jafn- vel konur líka — litu við og horfSu á eftir þessari há- vöxnu fallegu stúlku, í hvítum kjól óbreyttum. ÞaS starði á þetta ástúölega andlit. Dóra var niðurlút og hálf-smeik, en þó forvitin, því hún vissi að fólkið horfði á hana. ' “Hvers,vegna horfir fólkiS svopa á mig?” spurSi hún, þegar iþær voru komnar inn í vagninn. Frú Lamonte leit til hennar brosandi, og t fjörlegu augun hennar. Mundi þaS geta átt sér stað, að þessi unga stúlka vissi ekki af því, að hún var framúrskarandi falleg? f “ÞaS er hér bæjarsiSur, aS þeim er veitt sérstök at- hygli, sem er aökomandi, og fólk sér aS þér eruS gest- ur í þessari stóru borg,” sagði frúin. “ÞaS er kjóllinn minn, sem veldur þvi,” sagSi Dóra, sem sat viö gluggann og horfSi á nokkrar frúr, sem klæddar voru eftir nýjustu tízku. “Hann er alveg ólíkur ’ tjólunum þeirra. Sjáið þér frúna þá arna, því er kjólT- nn hennar svona síSur? Hún veröur aS halda honum ippi meS annari hendinni.” Gamla konan brosti og sagði tim leið : “Já, þaS er eflaust kjóllinn ySar, Dóra mín, sem fólk er aS gæta aS. Þegar við komuni heim, skal því verða brevtt sent fyrst.” Vagninn ók frá stöðinni og kont í stóra götu, og Dóra varð marghissa á því, sem hún sá. Hefði það ekki veriö vegna þess, er hún var búin að einsetja sér, mundi hún hafa reynt að fela sig í vagninum. Mannfjöldinn og há- vaðinn gerði hana bæSi hrædda og undrandi. Gat þaö ekki skeS, að alt þetta margmenni væri sinnisveikt, sem þeyttist eftir götunum með alvörusvip? Hún hafði aldrei séð föður sinn ganga sérlega hart, nema þegar hann hljóp frá tré, sem hanh var að fella, svo það kæmi ekki ofan á hann. Svo föru þær ttm aðra götu, enn glæsilegri. Þar var búiS að kveikja götuljósin og sölubúðirnar voru upp- ljómaöar af óteljandi gasljósum. Vagnar af öllum teg- ttndttm voru á flugferö fram og aftur um götuna. Loksins, þegar hún var orðin uppgefin í augunum að horfa á þetta alt saman, sagöi hún: “Þetta — þetta er þá heimttrinn!” “Já,” svaraði frú Lamonte og stundi. “Þetta er ver- öldin, Dóra rnin.” Og þegar þær fóru eftir götunum í West End, spttrði Dóra: “Eru þetta hallir?” “Nei,” svaraöi frúin. “Það eru aöeins hús, þar sem auðmennirnir búa.” “En það eru engin tré," sagði hún og stundi. “Nei, Dóra min, hér inni t bænum eru engin tré. En í skemtigörSunum eru tré. ÞaS er náttúj’Iegt, aö þér saknið skógarins.” “Já,” svaraöi Dóra í klökkum róm. “Eg hlýt aö sakna eikanna minna, sem eg hefi alist upp með. En heimurinn sýnist vera undrastór. Eg hugsaSi að —” Hún hikaði við að segja þaö, sem hún ætlaði. “Hvað er nú?” spurSi frú Lamonte. Henni lá viö að hafa gaman af, hvað Dóra var feimin. “Eg hélt að fólkiö í heiminum þekti hvaS annaö. En eg held aö þaö geti ekki verið.” Hún stundi á ný. Henni var það nú ljóst, aö þó hún væri nú í heiminttm, þá var hún engu nær honum, sem var henni alt í öllu. Frú Lamonte hristi höfuöiö. “ÞaS ertt tiltölulega fáir, Dóra mín, sem þekkjast,” sagði hún. “Þaö er stór heimttr, þessi Lundúnaborg, og ntig ttndrar, ef yöiir líSur hér vel.” “Eg ætla aö kappkosta að vera glöð og ánægS, ef vö- ur þykir vænt um mig,” sagöi Dóra meS svo mjúkum róm og aðlaðandi augnatilliti, sem hlaut að hrífa, þó harðara hjarta hefði verið en þaS, sem frú Lamonte bar í brjósti. Eitthvað í orðttm Dórtt var þess valdandi, að garnla kon- an titraði. Hve ntikla ábyrgö haföi hún ekki tekið ttpp á sig, er hún tók þessa stúlku til sín, sem var svo yfirburða fríð, að fólk á götunni, sneri sér við til aS horfa á eftir henni, og eins saklaus og ótortryggin eins og barn? Eftir þvi sem Dóru virtist óku þær mílu eftir mílu, og fram hjá hústtm, sem Dórtt sýndist vera kastalar. Loksins nam vagninn staðar hjá einu stórhýsinu, sem virt- ist vera í kyrlátari hlutanum af þessari ógnar stóru borg. Húsdyrnar vortt opnaðar, og vinnukona, sem kom út, gekk að vagndyrunum og lauk upp htirðinni. Fullundrunar kom Dóra inn í hina stóru framstofu, með gaslampa og fjölda af blómttm. Hún fylgdist tneS frá Lamonte inn i dagstofuna. sem henni fanst vera eins og hluti af töfrahöll. En hún hélt fast við áform sitt, að láta enga undrttn í Ijós, og hún fann það fremttr en hún sæi, að vinnukonan horfði á hana meS aðdáun. “KomiS upp, Dóra mín,” sagði frú Lamonte, og Dóra fór með henni. “Hér er yðar herbergi, barnið mitt,” hélt hún áfram eftir aS þær höfðtt farið í gegnttm annað her- bergi alt blómum skreytt, sem frú Lamonte haföi dálæti á — þvt þetta var hennar eigið herbergi og lá við hliðina á himt. “Þetta er vðar herbergi, barnið gott, ef vður líkar það.” “Ef mér líkar þaS?” svaraði Dóra ttm leið og hún undrandi horfði í kringum sig. “Er mér ætlað þetta her- bergi?” “Já, ef þér erttð ánægð með það.” Dóra hrosti, en þó uröu augun full af tárum, og án þess að segja nokkuð IagSi hún handlegginn um háls gömlu konunnar. “Þetta er of skrautlegt herbergi handa mér, cn þó hlýtur mér aö þykja vænt um það.” “Eg skil ekki að nokkuö geti veriö of fallegt handa þér, Dóra, og frá þeirri stundu þúaSi frú Lamonte hana, en hún skildi ekki verulega lofiö, sem lá í orSumgömlu konunnar. “Eg vildi fegin,” hélt hún áfram, “gefa þé* alt sem þú girnist, góða Dóra m'tn, en tré gét eg ekki út- vegað þér.” “Dóra brosti í gegnum tárin. “Eg skal ekki óska eftir trjám, þar sem eg hefi gnægð margskonar blóma,” sagSi hún. “Þau eru alstaðar.” “Já, mér þykir mjög vænt um blóm,” svaraði frú’.n. Eftir hálftíma verður hringt meS bjöllu, og þá skaltu. koma inn í herbergið mitt hér til hliðar, eg verð þar fyrir. Venjulega loka eg ekki dyrunum á milli þessara her- bergja.” Svo benti hún á vegginn á móti og hélt áfram: “En svo eru hér dyr, sem liggja út á ganginn.” Meö þessutn oröum yfirgaf frú Lamonte Dóru, sem nú var einsömul. I svipinn var hún öldungis utan viS sig yfir þessu skrautlega herbergi, sem henni hafði verið úthlutaS. Svo gerði hún það, sem henni hugkvæmdist að væri viSeigandi við máltíð í þessu stóra og ríkmann- lega húsi. Hún tók upp úr litla kofortinu sínu óbreyttan mussulínskjól, og ennfremur, eins og af dálítilli hégóma- girni, stakk hún rós í háriö.. Hún var naumast húin tneö þenna fábreytta undir- búning, þegar bjölTunni var hringt, og hún fór inn í næsta herbergi. Stúlkan, sem hafSi lokið upp fyrir þeim, þjón- aði frú Lamonte. Hún hneigði sig fyrir Dóru, eins og í kveSjuskyni, en húsmóðirin sagSi með sínum hikandi framburði: “May, þetta er ungfrú Nichols.” Dóra brosti til hennar og ætlaði að rétta henni hend- ina, en sá sig um hönd, þvi hún sá aS þessi velklædda stúlka mundi ekki ætla að sinna því. "May er sérstaklega þjónustustúlka mín, og ef þú þarfnast þess, mun hún einnig rétta þér hjálparhönd.” ^agöi frúin. May heilsaði henni á ný, en Dóra tók eftir þvi, að hún horfði á mussulínskjólinn hennar með undrun og for- vitni. “Komdtt,” sagði frú Lamonte. “Við skulum koma of- an, kvöldverðurinn er tilbúinn.” Og svo fóru þær. Húsin í þeim hluta Lundúna, þar sem frú Lamonte bjó, eru flest heldur smá, en Dóru, sem ekki þekti annað en hin þröngu herbeygi i smáhýSinu þeima hjá Nicholis, fanst boröstofan svo rúmgóö, að hún hefði getað veriö gestastofa í furstahúsi. Frú Lamonte þoldi ekki mjög skarpa birtu, svo þar var nærri skuggsýnt, en samt fanst Dóru það sem annaö aðdáanlegt. Hér sem annarstaöar i húsinu, var fult af blómum. I’egar þær settust til borðs, gaf frúin ná- kvæmar gætur að Dóru, en hún hefði vel getað sparaS sér það ómak, því heima var Dóra vön aö hafa pentudúk, hn’tf og gaffal, enda hagaöi hún sér þannig við borðið, að það var óaSfinnanlegt. “Þessi herra Nichols hlýtur að vera fágætur maður,” hugsaði frú Lamonte. En hún hafði ekki minsta grun um þá furöu, sem greip Dóru, þegar lntn sá alla þá rétti, sem fram voru bornir, súpu, fsik, sleik, fuglakjöt og aTls- konar krýddmeti. Heima hafði hún vanfst einum eSa í mesta lagi tveimur réttum. Dóra fylgdi því trúlega, sem hún hafði ásett sér; það var hægt að imvnda sér, aS hún væri þessu alvön. Jafnve! stúlkan, sem bar á borðið, hafSi ekkert að setja út á hegðun hennar. Hún fylgdi öllum þeim borSsiðum, sem tiSkuðust nteðal heldra fólks- ins, og því sagöi stúlkan úti í eldhúsinu: “Hver sem þessi nýkomna stúlka er, þá er hún vel sið- uð. En hvaðan hún kemur, er ómögulegt að segja. Hún er í hvítum mússuTínskjól, og eftir sniðinu aS dæma, gæti hún hafa erft hann eftir langömmu sina.” Loksins var máltíSinni lokið. Dóru fanst hún hafa varaS í eilíföartima. , Frú Lamonte stóð upp frá boröinu. Hún bað Dóru að koma meS sér inn í dagstofuna. “Ertu mjög þreytt, Dóra min,” sagSi hún um leiS og þær settust niSur i dúnmjúkan hægindastól. “Nei,” svaraSi Döra. Henni kom í hug, hvað mikið hún hefði stundum gengiS í Sylvesterskóginum. “Eg er ekki þreytt; en sumt finst mér nýstárlegt.” “Er það sto ?” sagði gamla konan. “Já. Búa allir Lundúnabúar eins og hér — í svona fallegu húsi, með fólk til aS þjóna sér, meS allskonar á boröum, vandaSan húsbúnaö og alt fult af blómum?” “Nei, ekki allir,” svaraði frú Lamonte um leið og hún með sjálfri sér dáðist að hreyfingum og limaburði hinn- ar hávöxnu fallegu stúlku. “Nei, ekki allir, en það tæki of langan tima að útskýra það fyrir þér. Hér finst þér vel um gengið, en þaö er þó aðeins svipur hjásjón í sam- anburöi við ,aTt þaS skraut, sent er í höllum attSkýfing- anna.” Dóra sagði ekkert. Hún gekk í kring ng leit á mynd- irnar. sem prýddu veggina, einkttm brjóstmyndirnar. “Eru þessar myndir af vinum yðar?” spurði hún. “Hver er þetta?” og hún benti á eina myndina. Frú Lamonte reis ttpp til hálfs og studdi alnlxtganttm á stólinn. “Þessi?” spurði hún. "I>að er mynd af manninum, er eg nefndi þegar við vorum á eitnlestinni. ÞaS er Arthur — herra Arthur Lamonte á unga aldri. Myndin vár tek- in. þegar hann vrar á sínttni beztu — og verstu dögum. I’egar ntyndin var málttð, höfðtt karlménn síðara hár en ntt tiðkait, og grejddu það afttir fyrir eyrun.” Snjóhvítri hendi var til hálfs stungið intt ttndir barminn á Frakkan- itm. í hinni hendinni hélt hann á svipu. Dóra yfirvegaði myndina lengi og með alvörusvip. Frá Lamonte tók eftir því, að hún heyrði ekki ti! Dóru, svo hún stóð upp og gekk til hennar. “Já,” sagöi hún, "þetta er herra Arthur Lamonte. Mvndin var máluö, þegar hann var á líku maldri og þú ert nú, Dóra. — O!” hrópaöi hún svo alt í eintt. Dóra sneri sér við og leit til hennar. “HvaS er,um aö vera ?” spurSi lntn. Frú Lamonte stóð þar föl og hrifin, svo tók hún bt- inn spegil, sem lá á borðinu, og brá honum upp fyrir and- lit Dórtt. “Sjáöu !” hrópaði hún. Dóra sá sjálfa sig í speglinutn og sneri sér svo viS brosandi. “HvaS svo?” sagöi hún. “HvaS svo!” hafði frúin eftir. Getur þú ekki séð þaö ? ASgættu betur! Alveg sama andlitiS, þaS er eft- irmyndin hans. Það er Arthur Lamonte, oröinn aS stúlku !” hrópaði hún. , Og áöur en Dóra hafði tima til að líta aftur í speg- ilinnj lagöi frú Lamonte hann aftur á boröiö. “Er eg svo lík honum?” sagði Dóra og brosti. “Það er mjög undarlegt. Hann sýnist hafa veriS friður maður. “Falleg augu, og þú ert —” sagði frúin, en þagnaði í miðri setningunni, er hún sá forvitnina í tilliti Dóru. — “Ef þú hefir gaman af aS skoða myndir, þá er hér al- búm, sem þú getur farið í gegnum.” Dóra tók albúmið og blaðaði í þvi. Alt i einu stanz- aði hún og roðinn hvarf af andlitinu. Með auösjáan- legum ákafa gekk hún til frúarinnar, og hélt á mynda- bókinni opinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.