Heimskringla - 21.02.1923, Blaðsíða 4
4. BLADSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 21. FEBRÚAR, 1923
HEIMSKRINGLA
(Itlhlt 18S«>
Keaaar •< a Bverjam aalSTlkailesX
Elííendur :
THE VIKiNG PRESS, LTD.
KlilVU SAKtíKVT AVE., WLVMIFK6,
Tal.latli N-«SJ7
Ver» ktalttal »r $*¦— «rr;..e«rlna fc.t*-
Urt fyrlr (ram. Allar barraalr ¦—Jlrt
rltnaml MaSalaa.
STEFÁN EINARSSON, ritstjóri.
H. ELIASSON, ráðsmaður.
Utaaaakrlft t» bla»»laa>
llrlmskrliiKla Nevrn & l'ulillshinc Co. .
T.pecgíi Qf
TH" TIKIWO PRKSS. I4&. »ar SlTt.
Wtaalaea;. Ilaa.
Ctaaaakrlft tU rltatjsvaaa
EBircn ¦¦iN'KBineLA, Wn sira
WlillfHI. Maa.
The 'Helmskringla" is printed and pub-
lished by Heimskringla News and
Publishing Co., 853-855 Sargent Ave.
Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537.
WINNIPEG, MAN., 21. FEBRÚAR, 1923.
Þjóðræknismál.
I. Þjóoræknisþingið.
Fjórða ársþing Þjóðræknisfélags íslend-
inga í VeSturheimi kemur saman næstkom-
andi mánudag í G. T. húsinu á Sargent Ave.
Það stendur yfir 'þrjá daga eins og að und-
anförnu, eða fram á miðvikudagskvöld.
SamkomUr, hvort sem ein eða fleiri verða
haldnar í sambandi við þingið, verða einnig
haldnar í Goodtemlparahúsinu.
Hve mikið starf liggur fyrir þessu þingi,
er ekki hægt eða nauðsynlegt að skýra hér
frá. En það er ohætt að fullyrða, að það
starf er bœði víðtækt og þá eigi síður mikils
vert.
Það má öllum Islendingum gleðiefni vera,
hve félagið hefir þroskast og dafnað á þess-
um fjórum árum síðan það var stofnað. Það
er víst um það, að hugmyndinni um stofnun
eins allsherjarfélags meðal Vestur-íslendinga
var tekið afbragðs vel, er henni var fyrst
hreyft. Það hefir einnig sýnt sig, að hug-
myndin sé framkvæmanleg. Þioski fé-
lagsins er til frásagnar um það. Það miun
ekki tekið meira eftir nokkru móti hér nú
orðið á meðal Islendinga, en ársþingi Þjóð-
ræknisfélagsins.. Félagið er með öðrum
orðum einn af okkar stærstu og víðtækustu
félagssköpum, eftir aðeins fjögra ára til-
veru.
En því má ekki gleyma, að eftir því sem
félagið eflist og útbreiðist, eftir því er starf
þess stærra og þýðingarmeira. Það hvílir
í raun og veru meiri ábyrgð á öllum Islend-
ingum nú hér vestra, en nokkru sinni fyr, að
gera sitt ítrasta og taka með ráði og dáð þátt
í verki, starfa að eflingu félagsins á hvern
þann hátt sem unt er, útbreiða hugsjónir
þess og draga athygli að verkefni þess í
heild sinni.
En til þess að starfsemin geti orðið eins
almenn og hinar góðu undritektir, er félag-
ið á að fagna í hugum íslendinga, er nauð-
synlegt að sem flestir sæki ársþing Þjóð-
ræknisfélagsins. Þar eru aðalráðin lögð á
fyrir starfseminni, hvernig henni skuli hátt-
að og hvernig hún komi að sem beztum og
víðtækustum notum. Þeim mun fleiri sem
taka þátt í störfum ársþingsins, þess full-
komnara verður verkið, sem þar er af hendi
leyst, og þess betur verður grundvöllurinn
lagður fyrir þjóðræknisstarfseminni.
Þegar ársþingið er haldið, er því mjög
mikilsvert, að þeir af utanbæjarmönnum, er
til Winnipeg koma um þær mundir, gefi sér
tíma til að vera á þinginu, og meira að segja,
þeir, sem heima eiga í þessu fylki, ættu sem
flestir að gera sér ferð hingað til þess að
vera með í ársjþingsstarfinu. Menn eru ávalt
að heimsækja kunningja sína hingað til
bæjarins, eða koma hingað sér til skemtun-
ar. Slíkum ferðum ætti sem oftast að haga
svo, að hægt væri að sitja á ársþingi Þjóð-
ræknisfélagsins um leið.
Fundarstörfin fara vanalega fram að deg-
inum. Á kvöldin eru samkomur. Þjóð-
ræknisdeild Winnipeg-lslendinga, "Frón",
heldur skemtifund eitt kvöldið. Má þá bú-
ast við eins góðri skemtun og völ er á hér á
meðal Islendinga..
Ennfremur virðist oss viðeigandi, að
eitt kvöldið að þessu sinni sé helgað minn-
ingu hins nýlátna mikilmennis íslenzku þjóð-
arinnar, skáldsins og stjórnmálamannsins
Hannesar Hafsteins, ástmegi þjóðar sinnar.
Og ef til vill hefir stjórnarnefnd Þjóðrækn-
isfélagsins gert ráðstafanir fyrir því, þó oss
sé það ekki kunnugtr
Islendingar! Sækjum þjóðræknismótið og
verum með í þjóðræknisstarfinu, hver og
einn eftir því sem orka og ástæður leyfa.
II. Framkvæmdaþrek.
"Já, þetta er nú gott og blessað," segja
sumir. "En hvers vegna eigum við að vera
að leggja þetta þjóðernisvafstur alt á okk-
ur?
Það má altaf búast við þessari spurningu
frá ýmsum. Henni hefir að vísu verið svar-
að ótal sinnum. En í hvert skifti sem eitt-
hvert atriði, er svar má heita við henni, er
við hendina, er ekki úr vegi að benda á það.
íslendingar voru einu sinni þrékmikil
þjóð. Þeir voru atorkumenn miklir, bæði í
friði og ófriði. Það ber sagan skýlaust vitni
um frá fyrri tíð. En framkvæmdaþrekið
lamaðist. Samt segir Jón sagnfræðingur
Aðils í "Islenzku þjóðerni", að Islendingar
hafialdrei. mist alt þrek. Þeir hafi altaf ver-
ið gæddir þrekinu til að þola og líða. Og
hann gerir ráð fyrir, að þar sem að slíkt
þrek hafi staðist allar eldraunir þióðarinn-
ar, hljóti framkvæmdaþrekið senn að koma
til sögunnar aftur.
Er því nú að heilsa? Það má að ýmsu
leyti benda á bágan hag hjá íslenzku þjóð-
inni. En ef þjóðin heldur í horfinu andlega,
þá er því öllu borgið. Og oss virðist margt
benda til þess, að framkvæmdaþrek þjóðar-
innar sé aftur að vakna. Hinir yngri Islend-
ingar, sem eru að reyna að ryðja sér braut,
eru djarfmannlegri yfirleitt, virðist oss, en
þeir hafa áður verið. Þegar einhverra hæfi-
leika kennir hjá þeim, eru þeir sér þess bet-
ur meðvitandi en áður, og eru ótrauðari til
að leggja alt í sölur til þess að fá að reyna
og efla og þroska þá hæfileika.
Tökum sem dæmi Einar Jónsson mynd-
höggvara. Sömuleiðis Gunnar Gunnarsson,
svo emn sé nefndur af mörgum á sviði bók-
mentanna. Og hér á meðal vor er nú einn
slíkra afburðamanna staddur, sem er Egg-
ert Stefánsson söngvari. Hví hafa hæfileik-
ar eins og þessara manna svo lengi legið í
dvala 'hjá þjóðinni? Ekki af því að þeir hafi
ekki verið til. En vér hyggjum fram-
kvæmdaþrekið hafa skort, til þess að leiða
þá í ljós. Og þar er komið að efninu, sem
oss þótti vert að benda á í sambandi við
þjóðræknisstarfið hér. Fyist og fremst er
um góð foreldri að ræða og hraust að fornu
og nýju. Og svo er vissan ávalt betur og
betur að koma í Ijós í því efni, á afkomend-
um. Það er ekki aðeins seiglan og mót-
spyrnuþrekið, sem áar Islendinga voru á
síðari tímum gæddir, sem nú verður vart,
heldur einnig framkvæmdaþrek eins hraust-
asta og frjálsasta þjóðarstofnsins, sem uppi
hefir venð. Þegar vér tölum um það, að
þjóðræknisstarfið borgi sig ekki hér, er það
þess vert fyrir oss, að minnast þessa og gefa
gætur að gangi sögunnar.
Að slíta sig frá áhrifum þess stofns, er
slíkan lífsþrótt hefir, er í fylsta máta var-
hugavert fyrir oss, þótt aldrei nema að það
eigi að heita gert til þess, að renna þeim
mun lystugar niður hérlendum áhrifum. Hin
heillavænlegu áhrif, sem vér hér getum orð-
ið fyrir, fara ekki fram hjá oss fyrir því.
Vér erum hingað komnir til þess að taka við
þeim einnig. En þegar um slík áhrif á kyn-
slóðina er að ræða, mega menn ekki láta
blekkjast af því, að halda undantekningar-
laust, að áhrif stórrar og auðugrar þjóðar
séu betri en áhrif smærri og fátækari þjóða.
John Ruskin var óþreytandi í því að brýna
fyrir þjóð sinni, ensku þjóðinni, að auður
hennar væri fólginn í því, hve andlega auð-
ug börn hennar væru, en ekki í því, hve
mörg sterlingspund seðla hún hefði handa á
milli. Honum var það Ijóst, að auðurinn j
var ekki hinn sanni grundvöllur til þroskun- ,
ar mannkyninu. Líf fjöldans getur verið ,
lágt og fáskrúðugt hjá efnuðustu þjóð heims
ins. Framtíðaráhrifin verða að koma frá '
einstaklingum þjóðarinnar, frá "börnum"
hennar. Þar í er auður, velferð og framtíð
einnar þjóðar fólginn.
Menn eru alvarlegar en nokkru sinni fyr
farnir að gagnrýna og skoða áhrif auðsins, '
og það er útlit fyrir, að þess verði ekki langt
að bíða, að áhrif hans á þroskun mannkyns-
ins verði ekki skoðuð eins mikil og stundum |
er nú álitið.
Alt er þetta þess vert, að það sé tekið til
greina í sambandi við þjóðræknisstörf vor
hér.
III. Tilfinningamál.
En það er ekki aðeins, að hægt sé að
ræða þetta mál á kóldum og áþreifanlegum
grundvelli og sýna með rökum fram á, að
það sé í alla staði ákjósanlegt, að rækja
þjóðræknisstarfsemina fyrir oss Islendinga
hér. Það er og hlýtur einnig að verða ó-
skift tilfinningamál vort. Það er ekki aðeins
"landið og hafmið í sóhoða baðandi",
er vér, sem fæddir erum heima, eigum mynd
ina af æskustöðvunum greypta í minningu
vora, heldur:
— "er hitt meir, ei eru í öðru landi
öræfin eins hjartanlega fríð",
og heima, í hugum vorum. Steingrímur
Matthíasson læknir segir að vísu, að vér sé-
um of andlegir, þegar vér tölum um þjóð-
ræknismál vor. En eru hugsjónir þær, er af
djúpum tilfinningum spretta, þá gagnslaus-
ar? Það skýzt mörgum á, pá skýr sé. Og
það hefir einmitt hent skurðlækninn að þessu
sinni. Það að ættjarðarástin er tilfinninga-
mál, dregur ekkert úr gildi hennar. Ást,
hverju nafni sem nefnist, er ekki annað en
tilfinníng. Spillir sú tilfinning t. d. sambúð
í hjónabandi ? Eða er ást foreldra til barna
einkisverð?
Öll ást er andlegs eðlis. En hún er eigi
að síður veruleg. Svo veruleg, að hún stend-
ur ef til vill að baki öllu því, er einkent er
með orðinu manndómur, í fari voru.
Og eitt er víst. Þegar vér sjáum það eins
glögt og vér þykjumst sjá það, að nú sé far-
ið að birta aftur yfir íslenzkri þjóð, og að
framkvæmdaþrekið forna sé aftur farið að
gera vart við sig, þá getur oss ekki staðið á
sama um það. Vér getum ekki annað en
fagnað því. Það heggur ávalt svo nærri oss,
er vo knýtt við tilfinningar vorar, að það
hlýtur að knýja á vora dýpstu strengi, og
örfa hvern sannan Islending hér til þátttöku'
og starfa í því, sem Islendingum er sameig-
inlegt. En það er fremur öllu öðru þroski
og viðhald hins fræga og hrausta norræna
stofns, viðhald íslenzks þjóðernis.
Það er ekki sízt vegna þess, að oss Vest-
ur-íslendingum er það tilfinningamál, að vér
getum vonast eftir að sigrast á öllum þeim
erfiðleikum, er viðhaldi þjóðernis vors hér
eru samfara.
Hvort sem vér lítum á andlegu hliðina á
máli þessu eða hina raunverulegu, getum vér
ekki annað en sannfærst um það, að það sé
miklu meira leggjandi í sölurnar fyrir við-
hald íslenzks þjóðernis og íslenzkrar tungu
og menningar, en vér höfum enn lagt fram
til þess. Það er meira að segja álitamál,
hvort hægt sé að leggja svo mikið í sölurn-
ar, að gróðinn af því verði ekki ávalt meiri
en tapið. Að læra eitt tungumál, auk lands-
málsins hér, er ekkert þrekvirki. En það er
alt sem með þarf. Annað kemur af sjálfu
sér. Og hví þá að skirrast við að leggja
hönd á plóginn — að vinna að þjóðræknis-
málinu?
Fær oss þótt vænt um
Island?
Eftír Rögnv. Pétursson.
Þessi spurning er ekki ótíð, þegar talað
er um viðhald hins íslenzka þjóðernis hér í
álfu. Ef til vill er hennar spurt hvað tíðast
nú um þetta leyti, er nær dregur ársþingi
Þjóðræknisfélagsins. Fær oss þótt vænt
um ísland, um það sem íslenzkt er, eða ger-
um vér rétt í því að Iáta oss þykja vænt um
það, hér í hinum nýja heimi?
Áður en eg reyni að svara því, vefjast
fyrir mér margar minningar frá yngri árum,
er sumar virðast benda í þá átt, að oss Is-
lendingum hér vestra þyki vænt um þjóð
vora og Iand, þrátt fyrir alt og alt, þrátt fyr-
ir deyfð og áhugaleysi að Iáta hið bezta
koma í ljós, er hjá oss býr, sýna hvert efni
í oss er, af hvaða rót vér erum runnin.
Mér kemur í hug saga ein, er gerðist fyr-
ir möigum árum síðan. Það var á frumbýl-
ingsárum vorum hér í landi á jólanótt, að
komið var saman til messu. Margt martna
var þar saman komið bæði eldri og yngri.
Fól'k gekk til sæta, en svo leið og beið, að
ekki kom presturinn. Eftir að búið var að
sitja lengi og örvænt var orðið um að prest-
urinn kæmi, var farið að brjóta upp á því,
hvort ekki mætti gera sér eitrhvað annað til
gagns og ánægju í messustað. Þetta var á
jólanótt. Var þá stungið upp á foví, að ein-
hver væri fenginn til að halda ræðu. Var þá
helzt leitað til manns eins er þar var staddur,
er hafði tamið sér ræðuhóld, og var hins
vegar mesti skýrleiksmaður. Lét hann að
lokum til leiðast. Hann tók til máls á þá
leið, að þetta væri jólanótt. Fólk hefði
þangað komið til að hlýða á messu, en fyr-
ir það væri séð, að af messu gæti orðið.
Ekki sagðist hann treysta sér til að bæta úr
því, en í staðinn kæmi sér helzt í hug að
minnast á ísland. Hann kvað það myndi
vera helzt í hugum allra og eigi sízt um há-
tíðar. Hann sagði að það væri lítið land og
hrjóstrugt og þó þætti börnum þess vænt um
það. Hvernig á því stóð, að öllum börnurn
þess þótti vænt um það, gat hann ekki.
Lýsti hann svo nokkrum atburð-
um og siðum að heiman, og var
svo ræðan ekki lengri.
Ekki skifti það skoðunum, að
ræðan þótti góð, og efnið ciga vel
við hátíðina. Hugðnæmara efni
en mfinningar um föðurlandið var
ekki hægt að velja á fagnaðar-
hátíðinni mestu — hinni fornu
ljóss hátíð hinna norrænu þjóða.
Island eða minnirtg og saga
þjóðarinnar er efst í huga á öllum
hátíðum — á þeim stundum, þeg-
ar mennirnir íklæðast sparibún-
ingnum andlega og líkamlega,
þegar hug9unin lyftir sér yfir
hvers dags argið og umstangið,
þegar h'fsmatið gerir upp reikn-
ing, og tölur munns og maga
ganga allar upp í manngildistöl-
una. Raddirnar, er stundum heyr •
ast um einkis virði ætternis vors
og þjóðernis, eru frá hversdags-
dögunum, eru kliðurinn frá borð-
unum í forgarði musteiisins, þar
sem verið er að kaupa og selja
turtildúfur og fórnarlömb, sem
hinum þjóðernislega bersynduga
er talin trú um, að hann þurfi til
útlausnar sálu sinni í útvalningar-
landinu. Frá útlausnargjaldinu
vilja hagsýnir menn komast sem
léttast, og draga svo úr stórsynd-
inni að vera borinn og barnfædd-
ur í sínu föðurlandi, eða erfða-
syndinni að eiga kyn sitt að rekja
til þióðar sinnar, í þeirri von að
þeir fái þetta kvittað með smá-
fórninní, með turtildk'ifu eða tveim
titlingum — sem seljast þeim fyr-
ir einn pening.
Þaðan berast raddirnar, þessar
hjáróma raddir — frá söluborð-
unum.
Getið þér ekki — mér finst að
eg geti — sofið fyrir söngvunum
þeim?
Land vort er lítið og hrjóstrugt
og þó þykir börnum þess vænt um
það. Ræðumaður gat eigi um,
hvernig á því stendur, og það er
ef til vill mörgum gáta, hvernig
hægt er að 'áta sér þykja vænt um
h'tið land og snautt. — Ógreitt
virðist vera að svara þeirri spurn-
ingu. Einhvern veginn virðist það
þó liggja í spurningunni, er leynast
muni í svari.
Engi veit hvenær Hávamál voru
kveðin, en snemma hafa þau orð-
ið til. Þar standa þessi orð: "Bú
er betra þótt lítið sé, halr er heima
hverr. Þótt tvær geitr eigi ok
taugreptan sal, þat er þó betra en
bæn". Hvað felst í þessum orð-
um? Ætli að það sé ekki eitt-
hvað hið sama og er í tilfinning-
um Islendinga, er þykir vænt um
landið sitt. Heimilið, öryggið er
veitir skjól og hæli og maðurin.i
sjálfur á. Kend sú er forn í eðli
allra manna. Við það eru bundn-
ar minningarnar. Heimilið eins oj
það er og þeir er þar 'hafa búið,
um ár og aldir, hrygst þar og
glaðst — gengið hratt eða hægt
um gleðinnar dyr. I tilfinningunni
fléttast saman staðurinn með hin-
um ytri einkennum, er vakið hafa
margar hugsanir, og þeir sem þar
hafa dvalið og hugsanir vaknað
hjá, er þeir hafa stráð á veginn.
Tilfinningin er alt eins mikið frá
hinu innra sem hinu ytra, frá hin-
um ósýnilega sýnilega heimsins.
Sem allir vita, er á hverjum
stað ósýnilegur heimur, í, með og
undir hinum sýnilega, og í hon-
um Iifir maðurinn að mestu Ieyti.
Hvar á jarðarkúlunni sem er,
snertir himinn jörð.
Skýrir ekki þetta að einhverju
leyti, hví íslendingum þykir vænt
um landið sitt? Já, og að vissu
leyti skýrir það hina sömu tilfinn-
ingu hjá öllum þjóðum, þar sem
um andlegt líf er að ræða, þar
sem ósýnilegur heimur umlykur
efnisheiminn, þar sem himinn
snertir jörð. — En er þessi til-
finning hjá oss viturleg? Er hægt,
þegar vits er gætt, að láta sér
þykja vænt um það land, sem er
lítið og smátt? Er hún á nokkru
bygð?
Landið er lítið og hrjóstrugt.
Er ósýnilegi heimurinn gróður-
meiri, er hann stærri, sjást englar
fara upp og niður stigana, sem þar
eru reistir af steinum upp að
skörum himna?
Landið er lítið, en það er líka
Dodd's nýrnapfllur eru bezfa
nvrnameðali'S. Lækna og giei,
bakverk, hjartabilun^ þvagteppu,
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd's Kidney PUls
kosta 50c askjan eoa 6 öskjur fyr.,
¦«¦ £2.50, og fást hjá öllum Iyfsöl-
ura eða frá The Dodd's Medic1***?
Co.. Ltd., To'onto, OnL
stórt. Það er hrjóstrugt, en það
er h'ka gróðursælt — gróðurinn
er meiri í ósýnilega heiminum —
ofan við en á jörðunni. Það er
nakið, en þar er þó skjól, og þar
hefir það fundið skjól, er kalið-
hefir í köstulum og marmarahöll-
um annara landa, undir runnum
suðrænna skóga. Hvergi hefir
betur verið í ljós Ieitt en þar, sann
indi spakmælisins: "Það er margt
í koti karls, sem kóngs er ekki í
ranni".
Er hægt að láta sér þykja vænt
um þetta land, um það líf, sem
þar hefir varðveizt í þúsund ár
og er samgróið þessu landi? Er
þar eins bert og næðingasamt og
af er látið?
Eg vil ekki fara í landajófnuð,
þesskonar er heimska. Mér er vel
við alla jörðina. Eg veit að sólin
skín á hana alla. Eg trúi á sann-
indi goðasögunnar fornu um hinn
þróttmikla Son jarðar, er "þrung-
inn móði" snýr sigri hrósandi móti
öllum myfkra og fávizku her. Þau
örlög eru ásköpuð jarðarsonum,
að sigrast á skuggum og skynvill-
um. En eg vildi aðeins mega
benda á, að enn sem komið er,
hefir ekki á landi voru fokið til
muna í þau skjólin, sem helzt
þurfa að hlífa, til þess að mann-
lífinu sé borgið meira en til hnífs
og skeiðar.
Til eru sólbjört og sígræn héróð1
og þjóðlönd. Fáum vér sagt það
sama um þau suðrænu lönd?
Fyrstu landa er gelur í sögum
manna, eru þau, sem liggja aust-
ur við Persneska flóa — londin,
sem liggja í nánd við hinn sæla
Eden. Þar er fjjósemi svo mikil,
að ákrar spretta ósánir. Þar eru
víðlendar sléttur, er myndast hafa
með framburði fljóta, og jörð svo
feit, að þar spretta pálma- og
kókustré, og þaðan er hveitikorn-
ið fyrst fengíð. Þar voru borgir
reistar í fornri tíð úr bökuðum
leir, og þar er oss sagt, að menn-
ingin hafi fyrst numið sér iönd.
En hvað fann skjól í skauti
þeirrar menningar, hvað hefir hún
eftrrskilið heiminum? Þar ríktu
konungar —¦ þrælahúsbændur.
Þar voru menn seldir mansali,
þangað safnaðist of fjár, afrakst-
ur verzlunar og rána, hernaðai* og
yfirgangs við nærliggjandi þjóð-
lönd. Hið eina, sem geymst hef-
ir. eru fá ein leirspjöld, klöppuð
rúnum, er erfitt er að ráða í, en
sem fróðleiksfýsn mannanna hef-
ir laðað þá til að lesa. Og hvað
hafa þeir svo lesið á þessum leir-
töflum? Fánýtt lof um fánýta
einvalda, er greypt hefir verið að
boði þeirra sjálfra \ leirflögurnar