Heimskringla - 21.02.1923, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.02.1923, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 21. FEBRÚAR, 1923 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA. t— The Dominion Bank ■ URNI RtTU un AJU. — IHBRMOOKJI rr. HöfuSstóll, uppb...| 6,000 000 T*r*»jó8ur ........6 7,700,000 A.11&T eignir, yfir.6120,000,000 Mntakt athygll reitt TÍðokTt- kairpinann* oc MÍHIHll •m*. Sparisjóösdoildin. Ycxtir af innstæðuifé greiddir Jafn háir og annarætaTJax Tlö- *«ng«t PHOSB A tm P. B. TUCKER, Ráðsma?kir Island. Islandsbanki. — Tveir bankastjór- arnir þar, þeir H. Tofte og Hannes Thorsteinsson víkja úr bankastjórn- inni 1. febrúar n.k., eftir samkomu- lagi viS bankaráöib. Island og Noregur. — Fyrsta og merkasta af Islendingasögum þeim, sém félagið “Riksmaalsværnet” í Noregi er að láta þýða á norsku, Njála, er nú komin út í vandaöri þýöingu eftir próf. Frederik Paasche ásamt skýringum. Allur frágangur bókarinnar viröist vera hinn prýöi- legasti. ' Heiðursmerki. — Hinn‘13. f. m. hefir konungurinn sæmt eftirtalda menn stórkrossi og riddarakrossi Fálkaoröunnar: Stórkrossi Kris'ján Jónsson dómstjóra hæstaréttar og riddarakrossi K. Zimsen borgarstjóra Þórunni Björnsdóttur ljóámóöur, O. C. Thorarensen, fyrv. lyfsala, E. Nielsen framkvædastjóra, Eggert Laxdal kaupm., Stefán Th. Jónsson kaupm. á Seyöisfirði, Sæmund Hall- dórsson kaupm. i Stykkishólmi, Pétur Gddsson kaupm. í Bolungarvík, Halldór Jónsson umboösmann í Vík í Mýrdal, Magnús Benjamínsson úr- smiö, Sölva Vigfússon hreppstjóra á Arnheiðarstööum, Eyjólf Guömunds son hreppastjóra í Hvammi á Landi, Magnús Bergmann hreppstjóra í Fuglavík, Arna Á. Þorkelsson hrepp- stjóra í Geitaskaröi, Guöm. A. Ei- ríksson hreppstjóra á Þorfinnsstöð- um og J. P. Hall hreppstjóra á Löngumýri. Barnaveiki gengur nú á Isafiröi. Hefir barnaskólanum þar verið lok- aö. Leifur hepni hefir í síðustu för sinni til Englands fengið mjög full- komin loftskeytaáhöld. AfbragðstiS hefir verið á Noröur- landi síðan um jól, sebir símfrétt frá Akureyri í gær — hreinviðri cn frost vægt flesta dagana. (Morgunbl.) -----------XXX---------- Skrítlur. Faöirinn: “Jú, börnin min góö. Lloyd George hefir gert það sama fyrir England og Mæriu frá Orle- ans fyrir Frakkland. Hann hefir frelsað þjóö sína, þegar henni reið mest á.” Eitt barnanna: “En, pabbi, hvenær ætla þeir þá að brenna Lloyd George? Vinnuveitandinn: “Ertu giftur, maður minn.” Vinnuleitandinn: “Nei, en eg er trúlofaður og það er svo gott sem að vera giftur.” Vinnuveitandinn: “Það er betra, þó þú vitir það ekki.” H. J. Palmason. , Chartered Accountant 307 Confcdcration Life Bldg. Phone: A 1173. S Audits, Accounting and Income Tax Service. Jgr’ KENNARA VANTAR ^53 fyrir Pine Creek School District, nr. 1360, með Second Class Certificate. Skóli byrjar 10. marz og stendur yfir til 30. júní. Umsækjandi tiltaki æf- ingu og kaup. E. E. Einarsson, Scc.-Treas. Piney, Man. 21—22 Upplýsingar um hveiti- verð. Teknar úr 4. nr. Lögbergs. Frá Montreal til Liverpool er flutn ingsgjald undir eitt bushel (mælir hveitis) af hveiti 6,97 cents — nærri 7 cents. En frá Edmonton til Montreal, sem að vegalengd eru 2247 mílur, er flut- ingsgjaldið rúmt cent, eða 1,07 á míl- una, sem gerir $22.47. þar við bætist nærri 7 cents yfir sjóleiðina (frá Montreal til Liverpool), sem gerir þá alls frá Edmonton til Liverpool $22.54. Setjum nú svo, að bændur fái $1 fyrir bushelið (1 mæli hveitis, komið á markaðinn í Liverpool, sem þar verði borgaður í canadisku gulli! Hvað verður þá mikið eftir handa bóndanum? Aumingja bóndinn. Nú skyldi Hudsons flóa brautin verða fullger, sem þá styttir flutn- ingsleiðina um 971 mílu. Með þvi myndi flutningsgjaldið lækka um $9.71 ,þvi flutningsgjaldið, eftir j?ví sem Líögtoerg segir frá, er rúmt cent á miluna. Það færði gjaldið niðör í $12.83. Þá færi nú að toorga sig að rækta hveiti fyrir $1.00 bushelið. Hvað mikið verður þá eftir af $1.00, þegar búið er að borga í farm- gjald $12.83? Biðjið um frekari upp’.ýsingar á skriístofu Lögbergs!! Forvitinn. EATON’S Spring and Summer GENERAL CATALOGUE, 1923 IS NOW READY FREE TO YOU ON REQUEST Are These Special EATON Issues: SEED CATALOGUE ------ GROCERY CATALOGUE WALLPAPER AND RADIO BOOKLETS ,,„.PIANOS AND ORGANS, AND HOUSE AND BARN PLAN FOLDERS You Will Find It Economlcal TO BUY FROM EATON’S If a copy does not reach your house shortly through the mail, write for it. SENT FREE ON ST: EATON C LIMITED CANADA BARNAGULL friðarins guð á friðarlandi faðmar þá sem börnin sín. (V. B.) Skrifað af séra E. J. Mclan. KöUun Dygðarinnar. Gangið inn um iþrönga hliðið; því að vítt er hliðið og breiður vegurinn, er liggur til glötunarinnar, og margir eru þeir, sem ganga inn um það; því að þröngt er hliðið og mjór vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru þeir, sem finna hann. (Matth. 7, 13. 14.) Við freistingum gæt þín og falli þig ver, , því freisting hver unnin til sigmrs þig ber. Gakk öruggur rakleitt mót ástríðu her, en ætíð haf Jesúm í verki með þér. Einu sinni var rússneskur bóndi, sem Ivan hét. Hann var sterkur, duglegur og auðugur. Nágranni hans hét Gavrilo. Hann var kryplingur. Báðir áttu þeir mörg börn og bjuggu þarna saman i sátt og samlyndi, þangað til dag einn, að sundurlyndi vaknaði með þeim. Hæna sem dóttir Ivans átti, flaúg yfir í garðinn hans GavYilos, og nokkru síðar heyrðist eggjagarg í hænunni. Hugsuðu þau þá að hún hefði verpt þar í garðinum og fóru að leita eggsins, en fundu ekki. Þá ásakaði Ivans-fólkið börnin hans Gavrilos um það, að þau hefðu stolið egginu, en þau sögðu, að þar sem hænurnar hans Ivans verptu ekki, væru börnin hans að reyna að stela eggjum frá þeim. Þannig hókst þrætan og snerist nú vinátta þessara tveggja fjölskylda upp í hina mestu óvináttu. Þeir skömmuðust, rifu fötin hvor af öðrum og fóru svo að fljúgast á. Hinn vonda soll vaíast, en vanda þitt mál og geyrndu nafn guðs þins grandvarri sál; ver dyggur, ver sannur, því drottinn þig sér, haf daglega Jesúm í verki með þér. (M. J.) Þegar Herkúles vnr næstum kominn til lögaldurs, fór hann út í óbygðir til þes sað hugsa um, hvaða lífsstefnu hann ætti að taka. Er hann sat þarna og hugsaði um jetta, komu til hans tvær mjög hávaxnar konur. Önnur konan var aðlaðandi og yndisl^g, siðprúð í framgöngu og klædd hvítrl skikkju. Hin var álitleg, af því að hún hafði með ýmsum ráð- um gert yfirbragð sitt fegurra en það var í raun og veru. Hún var frekjuleg í látbragði og mjög skrautlega klædd, og hvetiær sem hún mátti því við koma, þá horfði hún á sktiggann sinn og skoðaði sig i spegli. Þegar konurnar sáu Herkúles, gekk hin síðarnefnda djarflega til hans og sagði: “Eg sé að þú ert hikand. yf- ir því, hvaða lífsstefnu þú skulir taka. Ef þú vilt gerast vínur minr.. mun eg leiða þ:g ettir auðförnum og unaðs- legum æfistig. Þú munt öðlast sérhverja gleði, sem til er, og lifa lífi þinu laus við áhyggjur og böl. ! Þú skalt ekkert þurfa rð \inna, og aldrei eiga við nokkurt erfiði að etja, en blunda blítt rósum og fá hverri þinni þrá svalað áhyggjulaust, án andlegrar eða likamlegrar fvrirhafnar.” Herkúles hlustaði á hana og mælti: “Hvað heitir þú, Ivan sleit stóran lepp úr skeggi Gavrilos, og Gavrilo sagði að Ivan skyldi lenda í svartholið fyrir það. Presturinn, sem þá var orðinn gamall, reyndi að sætta þá; sagði þeim, að þeir færu heimskulega að ráði sínu. “Segjum að börnin tækju eitt egg; það væri ekki svo mikils virði. Guð sendi öllum gnægð, Þeir skyldu nú jafna þetta með sér, eða ilt mundi verða verra.” En þeir vildu ekki hlusta á hann og fóru til dómarans. Á meðan niálið var fyrir dómstólnum, hvarf nagli úr vagninum hans Gavrilos, og hann sakaði dreng Ivans um það, að hann hefði stolið naglanum, og út af þessu fóru þeir svo í annað mál. Karlar, konur og börn úr báðum fjölskyldunum áttu i sífeldum ófriði. Ymist lét Ivan setja kryplinginn inn fyrir einhverja óknytti, eða Gavrilo lét sekta Iva:i fyrir eitthvað, sem hann hafði gert, og nú var komið óslökkv- andi hatur á milti heimilanna. Svo bar það til í torúðkauprveizlu einni, að kona Ivans ásakaði Gavrilo um hestaþjófnað. Barði hann hana þá svo til óbóta, að hún varð að liggja í rúminu vikum saman. Ivan sagði, að kryplingurinn skyldi lenda til Síberíu fyrir þetta, en hann var aðeins dæmdur til hýðingar; skyldi hann fá tuttugu vandarhögg þar í viðurvist dóm- aranna. Þegar Gavrilo heyrði dóm sinn, fölnaði hann við og sagði: “Gott og vel. Hann má berja bak mitt. Það nmn log-svíða, en hann mun henda það, s^m verra er.” Ivan heyrði, hvað hann sagði, og kallaöi til dómar- anna: 'TIeyriö þið hvað hann segir! Hann hótar að brenna húsið mitt.” kona?” Hún svaraði: “Vinir minir nefna mig Hamingju, en fjandmenn mínir kalla mig ödygð. Og nú kom hin konan og mælti við Herkúles á þessa leið: “Eg hefi einnig komið hingað til þess að ávarpa þig, af þvi að eg þekki foreldra þina og íhefi veitt því eftirtekt, að þú hefir löngun til að verða hraustur og drenglyndur. Vegna glæsilegra hreystiverka þinna von- ast eg til að verða uppáhald mannanna. Engan flátt- skap eða undirmál vil eg við þig hafa, þvi vil eg eigi heita þér tómri gleði, heldur mun eg segja þér frá öllu eins og það í raun og veru er og guð hefir gert það. Guð gefur oss ekkert nema fyrir mikið starf. Ef þú vilt hljóta ást manna og þakklæti, verður þú að gjalda fyrir það þjónustu. Viljir þú verða heiðraður í borg þinni, verður þú að vinna til heiðursins. Viljir þú öðlast afl, þá verður þú að æfa líkama þinn við erfiði, svo að hann hlýði boðum vilja þins.” Þarna tók Ödygðin fram í fyrir hinni konunni, sem hét Dygð, og mælti: “Sér þú nú eigi, Herkúles, eftir hvaða þyrnibraut kona þessi vill leiða þig? En minn veg- ur er hægur og stuttur og leiðir til algerðrar hamingju.” “Þú illa vera,” mælti Dygðin, “hvað gott átt þú, og hvaða sanna gleði getur þú boðið? Þú gefur munað, en enga sanna ánægju. Þú getur reitt rekkju, en býrð ei neinum blund; við krásum hlaðin borð þín kennir enginn sannrar matarlystar. Þú ert útlagi guðsástar og manns- ástar. Enginn hrósar þér, enginn treystir þér. Þú tor- tímir þeim, sem unna þér. En eg er vinkona guðs og góðra manna. Engin dáð er dygð an minnar aðstoðar. Vinir mínir njóta matar og drykkjar með ánægju, af því að starfið gefur þeim lystina. Þeir blunda værar en let- ingjarnir, sem þú kallar þína vini. Hamingja ungling- anna er hrós þeirra sem gamlir eru og æskunni er ljúft lof hinna gömlu. Þeir minnast fornrar frægðar með gleði, og hlakka til að drýja dáðir á ný. Fyrir áhrif min eru allir elskaðir af vinum sínum, heiðraðir af þjóðinni og þóknanlegir guði. Og vlð lok æfiskeiðsins hvilast þeir eigi gleymdir né fyrirlitnir, heldur lifir hróður þeirra í lofsorðum og Ijóði sem þeirra manna, er voru ljós heims- ins. Þvi getur þú, Herkúles, einungis með þvi að kjósa jmg, öðlast hina æðstu hamingju.” Hér lýkur sögunni um'val Herkúlesar, en vér vitum hvora konuna hann kaus; því að öll höfum vér heyrt um þinar tólf þrautir, er hann leysti af hendi, og hve dá- samleg hetja hann var. Hefnd. Sjá, hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi. (Jakobsbr. 3, 5.) Þá gekk Pétur til hans og mælti við hann: “Herra, hversu oft á eg að fyrirgefa bróður mínum, er hann hefir syndgað á móti mér? Alt að sjö sinnum?” Jesús segir við hann: “Ekki segi eg þér alt að sjö sinnum, heldur alt að sjötíu sinnum sjö.” (Matth. 18, 21. 22.) Sælir eru 'friðflytjendur, því að þeir munu guðs synir kallaðir verða. (Matt. 5, 9.) Sælir eru sáttfýsandi, síðar friðarljós þeim skín; Þeir létu leiða Gavrilo til sín og spurðu hann, hvað hann hefði sagt, og hann sagðist ekki hafa sagt neitt. Ætlaði liann að lweta einhverju við, en hætti við það og sneri sér undan með heiftúðugum svip. Dómararnir urðu jafnvel hræddir. “Heyrið þið nú,” sagði elzti dómarinn, “ykkur væri betra að jafna þetta með ykkur. Þú, Gavrilo minn, hefðir hæglega getað drep- ið konuna hans Ivans. Játaðu og biddu fyrirgefningar og mun ’hann þá fyrirgefa þér, en vér breyta dómnum.” En það var ekki við það komandi. Dóminum var full- nægt. Ivan fór heim, hryggur með sjálfum yfir því að hafa krafist þessarar hegningar fyrir rangindi þau, sem konan hans hafði liðið; einnig óttaðist hann hótunarorð Gavrilos fyrir réttinum. Áðitr en Ivan gekk til rekkju það kvöld, datt honum í hug að svipast um úti við áður en hann háttaði, og sá hann þá eittihvað hreyfast úti við girðinguna. Hann hlu9taði og heyrði þá skrjáfa í 'heyi og laufum. Þá sá hann mann kveikja i heyknippi inni í kofanum sínum. “Nú hefi eg staðið hann að verki,” hugsaði hann með sér. Heyið blossaði upp. Hann reyndi að ná Gavrilo. En þótt hann ‘haltur væri, hljóp toann í brott og á bak við kofann. Ivan náði í treyjuna hans, en hún rifnaði; hann þaut áfram á eítir honum, en féklf þá svo mikið högg, að hann hneig meðvitundarlaus niður. Á meðan á þessu stóð, logaði eldurinn, því að enginn var til þess að slökkva hann. Kofinn torann; og þar sem alt var þurt, þá brann hús Ivans líka. Þá flugu neistarnir yfir í hús og byrgi Gav- rilos, og að síðustu brann alt þorpið og urðu þar allir húsviltir. Prestinum varð með naumindum bjargað, og þegar Ivan kom til hans, mælti hann: “Þetta sagði eg þér. Hver kveikti í þorpinu ?” “Hann Gavriol. Eg stóð hann að verki. Hann kveikti í rétt fyrir augunum á mér. Eg hefði ekki þurit nema að stíga ofan á íkveikjuna til að slökkva og þá hefði þetta aldrei komið fyrir.” “Ivan I” sagði presturinn, “hvers er sökin? Segðu mér nú í viðurvist guðs, hvers er sökin?” Þá sá Ivan fyrst, hvað hann hafði gert. Hann féll á kné fyrir prestinum og mælti: “Fyrirgefðu mér, eg er sekur fyrir guði, en á hverju eigum við nú að lifa?” En gamli maðurinn svaraði: “Þið munuð komast af, ef þið hlýðið guði, en segðu engum frá því, ihver kveikti í. Þú skalt hylja synd nágranna þíns, og mun guð þá fyrirgefa ykkur báðum.” Ivan hlýddi ráði prestsins. Aldrei vissi neinn um það, hver hefði kveikt í þorpinu. Hugur Ivans hlýnaði til Gavrilos, og Gavrilo varð forviða, að Ivan skyldi ekkt segja frá glæpnum. Fyrst var hann hræddur við Ivan, en smátt og smátt rénaði hræðslan. ^ Þegar þeir voru að byggja húsin sín á ný, þá bjuggu báðar fjölskyldurnar í sama byrginu og áttust aldrei ilt við. Ivan hafði látið sér þetta að kenningu verða. Nú vissi hann, að það á að stöðva neistann áður en hann verð- ur bál. Að friðurinn er heillavænlegastur. ------------------ I I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.