Heimskringla - 21.02.1923, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.02.1923, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 21. FEBROAR, 1923 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA. The Dominion Bank ¦ UKNI N«TR« BAH AYB. <MI HöfuSstóll, uppb. Var»»jó«nr..... Allar oisrnir, yfir . ,.| 6,000 000 .4 7,700,000 ..$120,000,000 géretakt athyell Teitt t1McM> «m kaupmann* o* wnhm* a«*. Sparisjóðgdeildin. Vextir af innstæouifé greiddir Jafn hair og annanwtaWar tOT- í«ng«t. PHOIf ¦ A P. B. TUCKER, Ráðsmafcir Island. hlandsbanki. — Tveir bankastjór arnir þar, þeir H. Tofte og Hannes Thorsteinsson ví'kja úr bankastjóm- inni 1. fcbrúar n.k., eftir samkomu lagi viS bankaráSiS. Island og Noregur. — Fyrsta og merkasta af Islendingasögum þeim, sém félagið "Riksmaalsværnet" í Noregi er aS láta þýSa á norsku, Njála, er nú komin út í vandaSri þýSingu eftir próf. Frederik Paasche ásamt skýringum. Allur frágangur bókarinnar virSist vera hinn prýSi- legasti. Heiðursmerki. — Hinn*13. f. m. hefir konungurinn sæmt eftirtalda menn stórkrossi og riddarakrossi FálkaorSunnar : Stórkrossi Kris*ján Jónsson dómstjóra liæstaréttar pg riddarakrossi K. Zimsen borgarstjóra Þórunni Björnsdóttur ljósmóSur, O. C. Thorarensen, fyrv. lyfsala, E. Nielsen framkvædastjóra, Kggert Laxdal kaupm,, Stefán Th. Jónsson kaupm. á SeySisfirSi, Sæmund Hall- dórsson kaupm. í Stykkishólmi, Pétur Oddsson kaupm. í Bolungarvik, Halldór Jónsson umboðsmann í Vík í Mýrdal, Magnús Benjamínsson úr- smiS, Sölva Vigfússon hreppstjóra á ArnheiSarstöSum, Eyjólf GuSmunds son hreppastjóra í Hvammi á Landi, Magnús Bergmann hreppstjóra i Fuglavík, Arna Á. Þorkelsson hrepp- stjóra í GeitaskarSi, GuSm. A. Ei- riksson hreppstjóra á ÞorfinnsstöS- um og J. P. Hall hreppstjóra á Löngumýri. Barnavtiki gengur nú á IsafirSi. Hefir barnaskólanum þar veriS lok- aS. Lcifnr hcpni hefir í síSustu för sinni til Englands fengiS mjög full- komin loftskeytaáhöld. Afbragðstíð hefir veriS á NorSur- landi siSan um jól, se„ir símfrétt frá Akureyri í gær — hreinviSri en frost vægt flesta dagana. (Morgunbl.) KENNARA VANTAR fyrir Pine Creek School District, nr. 1360, meS Second Class Certificate. Skóli byrjar 10. marz og stendur yfir til 30. júní. Umsækjandi tiltaki æf- ingu og kaup. E. E. Einarsson, Scc.-Treas. Piney, Man. 21—22 Skrítlur. Upplýsingar um hveiti- verð. Teknar úr 4. nr. Lögbergs. Frá Montreal til Liverpool er flutn ingsgjald undir eitt bushel (mælir hveitis) af hveiti 6,97 cents — nærri 7 cents. Faöirinn: "Jú, börnin min góö. Lloyd George hefir gert þaS sama fyrir England og Mærin frá Orle- ans fyrir Frakkland. Hann hefir frelsaS þjóS sína, þegar henni reiS mest á." Eitt barnanna: "En, pabbi, hvenær ætla þeir þá að brenna Lloyd George? Vinnuveitandinn: "Ertu giftur, maSur minn." Vinnuleitandinn: "Nei, en eg er trúlofaSur og þaS er svo gott sem aS vera giftur." Vinnuveitandinn: "ÞaS er betra, þó þú vitir þaS ekki." H. J. Palmason. 0 Chartered Accountant 307 Confederation Life Bldg. Phone: A 1173. Audits, Accounting and Income Tax Service. En frá Edmonton til Montreal, sem aS vegalengd eru 2247 mílur, er flut- ingsgjaldið rúmt cent, eSa 1,07 á mil- una, sem gerir $22.47. þar viS bætist nærri 7 cents yfir sjóleiSina (frá Montreal til Liverpool), sem gerir þá alls frá Edmonton til Liverpool $22.54. Setjum nú svo, aS bændur fái $1 fyrir busheliS (1 mæli hveitis, komiS á markaSinn í Liverpool, sem þar veröi borgaSur i canadisku gulli! Ilvaö verSur þá mikiS eftir handa bóndanum? Aumingja bóndinn. Nú skyldi Iludsons flóa brautin veroa fullger, sem þá styttir flutn- ingsleiSina um 971 milu. Með því myndi fllutningsgjaldiS lækka um $9.71 ,því flutningsgjaldið, eftir þvi sem Lógfoerg segir frá, er rúmt cent á míluna. 1 >:i<S færði gjaldiS niður í $12.83. Þá færi nú að borga sig að rækta hveiti fyrir $1.00 busheliS. llvað niikið verður þá eftir af $1.00, þegar búiS er að borga í farm- gjald $12.83? líiðjið um frekari uppíýsingar á skrifstofu Lögbergs!! Forvitinn. BARNAGULL. SkrifaS af scra E. J. Mcían. Köllun Dygðarinnar. GangiS inn um þrönga hliðiS; því aS vítt er hliSiS og breiSur vegurinn, er liggur til glötunarinnar, og margir eru þeir, sem ganga inn um þaS; því aS þröngt er hliSiS og mjór vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru þeir, sem finna hann. (Matth. 7, 13. 14.) ViS freistingum gæt þín og falli þig ver, , því freisting hver unnin til sigurs þig ber. Gakk öruggur rakleitt mót ástríSu her, en ætíS haf Jesúm í verki meS þér. Ilinn vonda soll varast, en vanda þitt mál og geymdu nafn guSs þíns grandvarri sál; ver dyggur, ver sannur, því drqttinn þig sér, haf daglega Jesúrrt í verki meS þér. (M. J.) Þegar Herkúles vttr næstum kominn til lögaldurs, fór hann út í óbygðir til þes sað hugsa um, hvaSa lífsstefnu hann ætti aS taka. Er hann sat þarna og hugsaSi um þetta, komu til hans tvær mjög hávaxnar konur. Önmir konan var aðlaðandi og yndisleg, siSprúS í framgöngu og klædd hvítrí skikkju. Hin var álitleg, af því aS hún hafSi meS ýmsum ráð- um gert yfirbragS sitt fegurra en þaS var í raun og veru. Hún var frekjuleg i látbragði og mjög skrautlega klædd, og hvenær sem hún mátti því við koma, þá horfSi hún á skuggann sinn og skoSaSi sig í spegli. Þegar konurnar sáu Herkúles, gekk hin síðarnefnda djarflega til hans og sagSi: "Eg sé að þú ert hikan«'. yí- ir því. hvaða lifsstefnu j:ú skulir taka. Ef þú vilt gerast vínur niinn. mun eg leiSa þ:g ettir auSförnum og unaSs- lc-.gum æfistíg. i'ú munt oSlast sérhverja gleSi. sem til er. og lifa Hfi þinu laus við áhyggjur og 1»")!. lui skall ekkert þurfa yS \;-ma, og aldrei eiga vií nokkurt erfiði að etja, en blunda blítt '. rósum og fá hverri þinni þrá svalað áhyggjulaust, án andlegrar eða líkamlegrar fvrirhafnar." Herkúles hlustaði á liana og mælti : "Ilvtið heitir þú, kona?" Hún svaraði: "Vinir mínir nefna mig Hamingju, en fjandmenn mánir kalla mig ödygC Og mi koni liin konan og niælti við Ilerkúles á þessa eiS: "Eg hefi einnig komið hingað til þess atS ávarpa þig, af því að etí þekki foreldra þína og hefi veitt þvi eftirtekt, að þú hefir löngun til að verða hraustur og drenglyndur. Vegna glæsilegra hreystiveíka þinna von- ast eg ti! að verða uppáhald mannanna. Engan flátt- skap eða undirmál vil eg við þig hafa, þvi vil eg eigi heita þér tómri gleði, heldur mun eg segja þér frá öllu eins óg það í ratui og veru er og guð hefir gert þaS. Gttð gefur oss ekkert nema t'yrir mikið starf. Ef þú yilt hljóta ást manna <>g þakklæti, veröur þú að gjalda fyrir það þjúuustu. Viljir þú verða heiðraður i borg þinni, verður þú að vinna til heioursins. Viljir þú öSlast afl, þá verBur þú að æfa líkama þinn viS erfiSi, svo að hann hlýfii lioðum vilja þíns." Þarna tók ödygðin fram í fyrir hinni konunni, sem hét DygS, Og mælti: "Sér þú nú eigi, Herkúles, eftir hvaða þyrnibraut kona þessi víll leiSa þig? En minn veg- ur er hægur og stuttur og leiSir til algerðrar hamingju." "I'ú illa vera," mælti DygSin, "hvaS gott átt þú, og hvaða sanna gleSi getur þú boSiS? Þú gefur munaS, en enga sanna ánægju. Þú getur reitt rekkju, en býrS ei neinum bltuid; við krásum hlaSin borS þín kennir enginn sannrar matarlystar. Þú ert útlagi guðsástar og manns- ástar. Enginn hrðsar þér, enginn treystir þér. Þú tor- timir þeim, sem unna þér. En eg er vinkona guSs og góöra manna. Engin dáS er dygS án minnar aSstoSar. Vinir mínir njóta matar og drykkjar meS ánægju, af þvi aS starfiS gefur þeim lystina. Þeir blunda værar en let- ingjarnir, sem þú kallar þína vini. Hamingja ungling- anna er hrós þeirra sem gamlir eru og æskunni er ljúft lof hinna gömlu. Þeir minnast fornrar frægSar meíS gleSi, og hlakka til aS drýja dáSir á ný. Fyrir áhrif mín eru allir elskaSir af vinum sinum, heiSraSir af þjóðinni og þóknanlegir guSi. Og v^S lok æfiskeiSsins hvílast þeir eigi gleymdir né fyrirlitnir, heldur lifir hróSur þeirra í lofsorSum og ljóSi sem þeirra manna, er voru ljós heims- ins. Þvi getur þú, Herkúles, einungis meS því aS kjósa niig. öSlast hina æSstu hamingju." Hér lvkur siigunni um*val Herkúlesar, en vér vitum hvora konuna hann kaus; því að öll höfum vér heyrt um hinar tólf þrautir, er hann leysti af hendi, og hve dá- samleg hetja hann var. Hefnd. Sjá, hversu litill neisti getur kveikt í miklum skógi. (Jakobsbr. 3, 5.) Þá gekk Pétur til hans og mælti viS hann: "Herra, hversu oft á eg aS fyrirgefa bróSur mínum, er hann hefir syndgaS á móti mér? Alt aS sjö sinnum?" Jesús segir viS hann: "Ekki segi eg þér alt aS sjö sinnum, heldur alt afi sjötíu sinnum sjö." (Matth. 18, 21. 22.) Sælir eru friSflytjendur, .því aS þeir munu gu"Ss synir kallaSir verSa. (Matt. 5, 9.) Sælir eru sáttfýsandi, síSar friSarljós þeim skin; friSarins guS á friSarlandi faíSmar þá sem börnin sín. (V. B.) Einu sinni var rússneskur bóndi, sem Ivan hét. Hann var sterkur, duglegur og auSugur. Nágranni hans hét Gavrilo. Hann var kryplingur. BáSir áttu þeir mörg börn og bjuggu þarna saman í sátt og samlyndi, þangaS til dag einn, aS sundurlyndi vaknaSi meS þeim. Hæna sem dóttir Ivans átti, flaug yfir í garSinn hans GavYilos, og nokkru síSar heyrSist eggjagarg í hænunni. HugsuíSu þau þá aS hún hefSi verpt þar í garSinum og fóru aS leita eggsins, en fundu ekki. l>á ásakaSi Ivans-fólkiS börnin hans Gavrilos um það, aS þau hefSu stoh'S egginu, en þau sögStt, aS þar sem hænurnar hans Ivans verptu ekki, væru börnin hans aS reyna aS stela eggjum frá þeim. Þannig hókst þrætan og snerist nú vinátta þessara tveggja fjölskylda upp í hina mestu óvináttu. Þeir skömmuSust, rifu fötin hvor af öSrum og fóru svo aS fljúgast á. Ivan sleit stóran lepp úr skeggi Gavrilos, og Gavrilo sagbi aS Ivan skyldi lenda í svartholiS fyrir þaS. Presturinn, sem þá var orSinn gamall, reyndi að sætta þá; sagSi þeim, aS þeir færu heimskulega að ráði síntt. "Segjum að börnin tækju eitt cgg; þaS væri ekki s mikils virSi. GuS sendi öllum gnægS. Þeir skyldu nú jafna þetta meS sér, eSa ilt mundi verSa verra." Kn þeir vildu ekki hlusta á hann o'g fóru til dómarans. A meSan máliS var fyrir dómstólnum, hvarf nagli úr vagninum hans Gavrilos, og hann sakaSi dreng Ivans um það, að hann hefði stoliS naglanum, og út af þessu fóru þeir svo í annaS mál. Karlar, konur og börn úr báSum fjölskyldunum áttu í sífeldum ófriSi. Ýmist lét Ivan setja kryplinginn inn fyrir einhverja óknytti, eSa Gavrilo lét sekta Iva.r fyrir >.að, sem hann hafði gert, og nú var komiS óslökkv- andi htitur a milli heimtlanna. Svo bar það til í brúökaupsveizlu einni, að kona Ivans ásakaði Gavrilo um hestaþjófnað. BarSi hann hana þá svo til óbóta, aS hún varS að liggja í rúminu vi'kum saman. Ivau sagSi, aS kryplingttrinn skyldi lenda til Síberiu fyrir þetta, en hann var aSeins dæmdur til hýSingar; skykli hann fá tuttugu vandarhögg þar í viSurvist dóm- aranna. Þegar Gavrilo heyrSi dóm sinn, fölnaSi hann viS og <agði : "Gott og vel. Hann má berja bak mitt. Það mun Iog-svíða, en hann mun henda þaS, s^m verra er." Ivan heyrSi, hvttð hann sagSi, og kallaSi til dómar- anna: "HeyriS þiS hvað hann segir! Hann hótar að brenna húsiS mitt." I'eir létu leiSa Gavrilo til sin og spurSu hann, hvað hann hefSi sagt, og hann sagðist ekki hafa sagt neitt. ÆtlaSi hann aS bæta einhverju viS, en hætti við þaS og sneri sér undan meS heiftúSugum svip. Dómararnir urSu jafnvel hræddir. "HeyriS þiS nú," sagSi elzti dómarinn, "ykkttr væri betra aS jafna þetta meS vkkur. I'ú, Gavrilo minn, hefSir hæglega getaS drep- ið konuna hans Ivans. JátaSu og biddu fyrirgefningar og mun hann þá fyrirgefa þér, en vér breyta dómnum." En þaS var ekki viS það komandi. Dóminum var full- nægt. Ivan fór heim, hryggur meS sjálfum yfir því að hafa krafist þessarar hegningar fyrir rangindi þau, sem konan hans hafSi HSiS; einnig óttaSist hann hótunarorS Gavrilos fyrir réttinum. Aðtir en Ivan gekk til rekkju þaS kvöld, datt honum i httg aS svipast um úti viS áSur en hann háttaSi, og sá hann þá eitthvaS hreyfast úti viS girSinguna. Hann hlustaSi og heyrSi þá skrjáfa í heyi og laufum. Þá sá hann mann kveikja í heyknippi inni í kofanum sínum. "Nú hefi eg staSiS hann aS verki," hugsaSi hann met5 sér. IleviS blossaSi upp. Hann reyndi aS ná Gavrilo. En þótt hann haltur væri, hljóp hann í brott og á bak viS kofann. Ivan náSi í treyjuna hans, en hún rifnaSi; hann þaut áfram á eftir honum, en fékk, þá svo mikiS högg, aS hann hneig meSvitundarlaus niSur. A meSan á þessu stóS, logaSi eldurinn, því aS enginn var til þess aí5 slökkva hann. Kofinn brann; og þar sem alt var þurt, þá brann hús Ivans lika. Þá flugu neistarnir yfir i hús og byrgi Gav- rilos, og aS síSustu brann alt þorpiS og urSu þar allir húsviltir. Prestinum varS meS naumindum bjargað, og þegar Ivan kom til hans, mælti hann: "Þetta sagði eg þér. Hver kveikti í þorpinu?" "Hann Gavriol. Eg stóS hann að verki. Hann kveikti i rétt fyrir augunum á mér. Eg hefSi ekki þurit nema aS stíga ofan á íkveikjuna til aS slökkva og þá hefSi þetta aldrei komiS fyrir." "Ivan!" sagSi presturinn, "hvers er sökin? SegSu mér níi í viSurvist guiSs, hvers er sökin?" Þá sá Ivan fyrst, hvaS hann hafSi gert. Hann féll á kné fyrir prestinum ,og mælti: "FyrirgefSu mér, eg er sekur fyrir guSi, en á hverju eigum viS nú aS lifa?" En gamli maSurinn svaraSi: "ÞiS munuS komast af, ef þiS hlýSiS guSi, en segSu engum frá því, hver kveikti í. Þú skalt hylja synd nágranna þíns, og mun guS þá fyrirgefa ykkur báSum." Ivan hlýddi ráíSi prestsins. Aldrei vissi neinn um þaS, hver hefSi kveikt í þorpinu. Hugur Ivans hlýnaSi til Gavrilos, og Gavrilo varS forviSa, aS Ivan skyldi ekki segja frá glæpnum. Fyrst var hann hræddur viS Ivan, en smátt og smátt rénaSi hræSslan. Þegar þeir voru aíS hyggja húsin sín á ný, þá bjuggu báSar fjölskyldurnar í sama byrginu og áttust aldrei ilt viS. Ivan haffti látiS sér þetta aS kenningu verSa. Nú vissi hann, aS það á aS stöSva neistann áSur en hann verS- ur bál. Aí friBurinn er heillavænlegastur. --------------------------------------------------------------------------------------------------- I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.