Heimskringla - 28.02.1923, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.02.1923, Blaðsíða 1
SenditS eftir vert51ista til Royal Crown Soap Ltd. 664 Main St., Wlnnipeg Verðlaun gefin fyrir Coupons og umbúðir Verðlaun gefin fyrir Coupons og umbúSir SendlS eftir vertSlista tl) Royal Cromi Sonp Ltd 654 Main St„ Winnipeg XXXVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 28. FEBROAR 1923. NOMER 22 Canada. Manitobaþingií. % 8.1. miðvikudag var tillaga £or- sætisróðherra Brackens lögð fyrir þingið, viðvíkjandi hví, að senda sambandsstjórninni áskoranir um að byrja nú.lþegar á verki og hætta ekki fyr en lagningu Iludsonsflóa- brautarinnar væri lokið. Benti forsætisráðherra á, að $22,000,000 hefði verið eytt til brautarinnar, og féð, sem leggja þyrfti fram til jiess að ljúka við hana, væri kom- ið inn til sambandsstjórnarinnar,1 ])ví braut þessa hefði átt að leggja; með sölu heimilisréttarlanda í Sléttufylkjunum og nú væru 28, miljónir dollara komnar inn fyrirl sölu slíkra landa. Hann benti ó, hve mikils vert væri, að fá l)essa braut. Kornvara Vesturlandsins væri 1000 mílum nær Liverpool- markaðinum, þegar ihún væri fuil- gerð. Olía frá Peace River daln- um yrði flutt til Evrópu þessa leið. Auk þess væru 80,000,000 ekrur >f skóglandi þarna. Kol mætti og flytja ódýrar til Vesturlandsins hvort sem væri frá austurströnd Canada eða Evrópu. öllu þessu hlyti innflutningur fólks að fylgja í Peace River daiinn og þessi norð- lægari héröð. Hann kvað landkosti jiarna svipaða og í Svíþjóð sum- staðar, en þó væri sá munur á, að jafnstórt landflæmi þar gæfi af sér um $75,000,000 dollara 'árlega, þar sem að héröð þessi framleiddu nú ckki yfir $1,000,000. Tillagan var | samþykt í einu hlljóði. Dómsmálaróðherra R. W. Craig skýrði friá, að það vekti fyrir stjórn- inni, að gera lögin um beina lög- gjöf svo úr garði, að l>au væru sam- kvæm stjórnskipunarlögum Can- ada. Hann kvað þetta hefði verið búið, ef stjórnin hefði ekki orðið að vinna svo að segja nótt og nýt- an dag síðan að hún tók við völd- um. Lög eða frumvarp Norris-1 stjórnarinnar um beina löggjöf, hofðu farið lengra en réttindi fylkisins náðu og hefðu því verið : dæmd ósamkvæm stjórnskipun, landsins. -r Dómsmálaráðherrann hcldur, að snlða megi lögin þann- ig, að þau séu lögmæt. Og það ætlar stjórnin að reyna, hvort sem ]>að blessast eða ekki. R. G. Willis, þingmaður fyrir ^ Turtle Mountain, og John Haig, þingmaður fyrir Winnipeg, töluðu1 af móði með því, að skattar væru I lækkaðir og vildu byrja á að lækka sveitaskattinn. Kváðu þeir stjórn-j ina gera ininna að þvl en skyldi, að lækka útgjöld á bændum. Einnig voru sveitalánin ranld af þefm. Segir frá því á öðrum stað, og svo kemur það mál seinna fyrir þing. Ennfremur lagði Haig til, að fjár- mólareikningarnir fyrir komandi ár væru færðir niður um $1,300,000. Yildi hann afncma sumar stofnan- ir stjórnarinnar , sameina aðrar, minka útgjöld til mentamála og tillagið til ekna, til þess að þetta væri hægt. Þótti F. J. Dixon illa til fallið að taka brauðið frá kkj- um og munaðarlausum til þess að seðja með hungur fylkispyngjunn- ar. — Var núverandi stjórn talsvert borið á brýn, að hún hefði ekki uppfylt sín kosningaloforð með að létta sköttum af þjóðinni og töldu sumir vafasamt, að hún hofði til vaida verið sett, ef menn hefðu vitað, hve litlar framkvæmdir henn ar yrðu í þessu efni. En ekki þurfti stjórnin mikillar varnar við sjálf í þessu efni, því þegar Bernier fór að bera henni þetta á brýn, kom séra Bailey með þá spurningu til hans, hvort að hann hefði ráðfært sig við kjósendur, er hann skifti um skoðun; hann hefði verið kosinn sem Óháður, en væri nú konserva- tívi. Lauk aðfinslunum á hendur stjórnarinnar með þessu. Sá eini, sem í orði og verki þorir að líta eftir hag þingmanna, eigi síður en fylkisins, á þinginu, er Bernier. Á hann heiður skilið fyr- ir þá hreinskilni. Hann barðist á móti kauplækkun þeirra, þó að hann biði þar ósigur. Og nýverið bar hann upp tillögu þess efnis, að farið væri fram á það við sam- bandsþingmanna í þessu efni. isþingmönnum frítt far með járn- brautum, til hvaða staðar sem væri i Canada. Þeir gætu fræðst af því um hag landsins og unnið þing- srörf sfn þar af leiðandi betur. l>að vreri einnig órétt að gera upp á miili ' fylkisþingmanna og sam- bandsþingmanan í þessu efni. Þ.etta þótti þingmönnum þjóðráð og var tillagan samiþykt í einu hljóði. Nú var ekki ver.ið að þyngja skattabyrðina á fylkinu. Þó að hún ykist á landinu, gerði minna til. Þingmennirnir eru rétt- nefndir Sólonar að speki, eins og dagblöðin hérna kalla þá. Sambandsþingið. Fjórhagsreikningarnir fyrir kom- andi ár — frá 1. apríl 1923 til 1. apr. 1924, hafa verið lagðir fyrir þingið. Alls nema þeir $427,511,235. Um $268,850 359 eru greidd atkvæði af þ ssari fjárupphæð, httt er ákveð- ið að landslögum fyrirfram. Reikn- ingur iþessi er $51,660,156 lægri en á árinu 1922—23; úbgjöld stjórnari m- ar eru svo mikið lægri. Þetta er nú gott og blessað. En hvaða undur eru það, sem því valda, að reikningarnir eru nú lægri en í fyrra? Árið 1922—23 þurfti stjórnin að leggja í járnfcrautarkertið um 99 miljónir dollara. Nú er gert ráð fyrir 75 mi'jónum til þess eða 24 miljónum minna. Þarna er nú strax kominn helmingur af út- gjaldasparnpðinum. Til járnbraut anna eru útgjöldin ávalt að lækka, sem eðlilegt er. Árið 1921—22 voru ú gjöklin $188,000.000. Nú er búið að gera svo mikið til þes.? að bæla þær, að það ætti að vera lftið, sem hér eftir þaif til þeirra að leggja. Að öðru leyti eru “hin ýmsu út- gjöld” (miscellaneous) miklu minni nú en undanfarið. Alls hefir sá lið- nr reikninganna verið færður nið-; ur um $15,000,000, eða úr $20,000,000 niður í $5,000,000. Þessi lækkun á rætur að rekja til þess, að stjóm- in hefir algerlega hætt við að velta fylkjunum nokkurt lán til húsabygginga, og að öðru leyti er engin ráðstöfun enn gerð fyrir upp bót á kaupi þjóna hins opinbera. í fyrra voru eftirlaun eða elli- styrkur um $34,000,000; nú er hann $33,000,000. Til heimkominna her- manna (Soldiers’ Civil Reostablish- inent) voru 1922—23 veittar $15,000,- 000; nú eru það $12,000,000. Einnig er nú gert ráð fyrir, að á aðra milj- ón minan verði veitt til atvinnu- lausra manna heldur en í fyrra. Eftir l>ví sem lengra líður frá stríðinu, smá batnar hagur þessa lands som annara og útgjöld stjórn arinnar lækka um lcið. Enn má þess geta, að viðauka- reikningar fylgja ávaiit aðal-reikn- ingunum síðar. Bftir aðalreikn- ingi í fyrra og nú er útigjaldamun- urinn ckki nema $37,000,000. En þeg ar að aukareikningur ársins 1922— 23 var kominn inn á aðalreikning- inn, verður munurinn $51000,000. Nú .eru ekki aukareikningar neinir komnir til greina á komaiuli árs- útgjaldareikningi. Eflaust nemur liann nokkru. Og þá ætlum vér sparnað stjórnarinna ekki vera neitt meiri í ár en undanfarin ár. Það er aðeins hinn almenni hag- ur eða ástand, sem batnar eftir þvf som lengra líður frá stríðinu. En að stjórnin hafi “umskorist” og sé pú í “iðrunarbaði” af því hve út- gjöld séu há og ætli sér að skilta um óttir í því efni, fer mjög fjarri að þessi útgjaldamunur beri með sér. Fangavist og vandarhögg. J. H. Flynn í Toronto, einn af stofnendum United Veterans og fyrsti formaður þeirrar stofnunar, var dæmdur til tveggja ára fangels- isvistar og 10 vandarhögga s.l. laug- ardag, fyrir óheiðarlega breytni. Flynn þessi vakti grun á sér sem viðsjárverður maður fyrir nokkr- um árum, er hann krafðist $2000 styrks fyrir hvern hermann f ýms- um hlutum landsins. Hann hefir ekki verið við neina hermanna- félagsskapi riðinn síðan 1921. Smjör hækkar í verði. Bústýrur liafa orðið varar við það, að smjör hér hefir hækkað í verði um 7 cent jiundið s.l. 2 vikur. Þegar farið var að athuga, livern- ig á því stæði, kom það í ljós, að hér er skortur á smjöri, og að Can- ada verður að fá smjör alla leið frá Nýja vSjálandi, til þess að geta haft það á borðum. Er það fyrst ent til Eglands og svo þaðan og hing- að. Ef til vill á það einhvern þátt í þvf, hvernig bragðið er að þvf. Undarlegt er nú þetta samt. Eitt- hvað nærri 100,000,000 punda af smjöri er neytt árlega í Canada, en öll nemur smjörframleiðsla hér um 125,000,000 punda á ári. Um 25 miljónir punda eru því send út úr landinu eða til Bretlands, því það fer þangað ait. En svo er aftu dýrara og verra sinjör keyi)f‘tra Nýja Sjálandi. Ekki er etta alt með feldu. Ekki of háar kröfur. f ræðu, er Sir Clifford Sifton hélt nýlega í Montreal, gat hann þess, að nauðsynlegustu innflytj- endur þessa lands væru þeir, er “gerðu ekki eins háar kröfur til lifnaðarhátta sinna og alment ge1-- ist nú.” Skýrslur um drykkjuskap. iSkýrslur um neyzlu á áfengi ó árunum 1914—1922 sýna, að drykkju skapur í þessu landi hefir farið rénandi. Af stei’kara á"engi en öli neytti hver maður að jafnaði árið 1914 0,590 gallons (eða nærri tveim þriðju gallons), árið 1920 0,424 gall- ons, árið 1921 0,313 gallons, 1922 0.204. Neyzla öls var nærri 7 gall- on á mann árið 1914, en 1922 rúm 4 gallon. Ónnur lönd. Brezka skuldin. Þýðingarmikið spor má það heita og getur gefið gott eftirdæmi, að Bretland og Bandaríkin hafa nú gert samning með sér um greiðslu á lánuin Bretlands hjá Bandarfkj- unuin á stríðstímunum. Þótt þing- ið f Bandaríkjunum væri búið að ákveða, að skuldin yrði að greið- ast á 25 árum með ■i1/>% rentu, hef- ir nú samt orðið að satnningi, að hún yrði greidd á 62 árum, með 3% renitu fyrstu 10 árin en 314% eftir það. öll er skuldin sem stendur að upphæð $4,604,128,085. Er gert róð fyrir, að strax séu goldnar $4,128,085 af henni. Afgangurinn, sem greidd ur verður samkvæmt samningun- lun, nemur því $4,600,000,000. Það sem Bretar þurfa að borga órlega eru sem næst $188,000,000. Gangi 62 ár til þess að greiða alla skuldina, þurfa Bretar að borga sem næst $10,000,000,000 til þess að þurka hana út. Þeir hafa nú samt sem áður rétt til þess að greiða meira af henni í einu, ef fjárhagur- inn leyfir það. Hafa báðar deildir Bandaríkjaþingsins samþykt samn ing þenna. Þýðingarinikið sögðum vér þotta spor. Það ætti að geta orðið það að því leyti, er samvinnu snertir milli Breta og Bandaríkjanna, bæði inn á við eða sín á milli, og út á við, eða bjástrinu við hinar eirðar- lausu þjóðir í Evrópu. Til' eftir- breytni ætti það einnig að geta orðið Evrópuþjóðunum eða stjórn- málamönnum 'þeirra, þegar sjón i þeirra á hlutuniim batnar dálftið úr því sem nú er, og geðslagið skánar. Balfour segir af sér. Mælt er að Balfour. lávarður ætli ó næsta fundi alþjóðaráðsins I að segja af sér fulltrúastöðunni, er j hann hefir þar gegnt fyrir hönd i Bretiands. Sá er við starfi iians j tckur mun vera Robert Cecil ló- varður: hans er von tll Bandarfkj- anna bráðlega. Kvenfrelsi í Japan. - Á þinginu í Tokio f Japan var sl. mánudag verið að ræða um frum- varp því viðvíkjandi, að veit..« kon- um atkvæðlsrétt. >Svo var ákafi í kvenfrelsiskvennanna þar mlkill, að lögreglan varð rð halda vörð i um þinghúsið meðan ó umræðun- i um stóð. Líkur cru til að konum 1 verði veitt réttindi sín, I Slys við jarðarför. í bænum Youngstown í Ohio var verið að jarða mann s.l. laugardag, er járnbrautarlest kom á fleygiferð ! og rann á líkfylgdina, e hún var að fara yfir sporið. Tvær nonur dóu. Kolaskortur. Hver einasta borg og bær i norð- j urhluta New York ríkis, var illa ' staddur vegna kolaskorts i hörku- veðri, er þar var um síðustu hclgi. ---------XX---------- Arstundur Sambandssafnaðar. Eins og áður hefir verið getið : um í blaðinu, var ársfundur Sam- bandssofnaðar haldinn eftir messu sunnudagana 4. og 11. þ. m. Þá voru og birtar allar nefndarkosn- ingar. Á fyrri fundinum las fjármálarit- aii safnaðarins, P. S. Pálsson, upp skýrslu um fjárhag safnaðarins, og eru niðurstöðutölur hans þessar: Sjóður frá f. á ........ $ 270.93 Inntektir á órinu ...... lfc,209.41 $11,480.34 Útgjöhl á árinu ................ $10,492.18 í sjóði 1. febr. 1923 .......... 988.16 $11,480.34 Hér á eftir fer útdnáttur úr gerð- um síðari fundarins. Sökum veikinda var forseti sa.fn- aðarins, dr. M. B. Halldórsson, eigi viðstaddur, og stýrði varaforseti [ Steindór Jakobsson fundinum. 51 rs. Jakob Krlstjánsson las þá upp skýrslur kvenifélagsins, er sýndi $956.89 tekjur á árinu, en út- gjöld $934.29: i sjóði því $22.64. Þá las Miss Hlaðgerður Krist- jánsson upp skýrslu frá stúlkna- félaginu Aldan, er var stofnað 29. iriarz 1922 með 15 meðlimum, en tel- ur nú 43. Inntektir á árinu voru $355.55, útigjöld $329.73, í sjóði $25.82. Þá las Mr. Bergþór Emil Johnson upp skýrslu ungmennafélagsins. 7 starfsfundi og 5 skemtifundi hefir J»að haldið. Tekjur á órinu $77.09, útgjöld $66.25, í sjóði $10.84, Með- limatala 50. Þá las ritari sunnudagaskólans, Fred Swanson, upp skýrslu, r náði yfir það tlmabil, er hann var ritari skólans, 15. október 1922 til 1. febrúar 1923. Við byrjun þess tímabils voru 58 börn innrituð við skólann og 8 kennarar; síðan bæzt við, svo nú væru 82 börn innrituð og 12 kennarar. Tekjur — aðallega samskot — sunnudagaskólans frá 22. okt. 1922 til 1. febr. 1923 hefðu numið $58.92, útjgöld 49.33, í sjóði $9.59. — Viðgang og vöxt skólans kvað ritarinn vera að þakka lægni og duignaði sunnudagaskólastjó a og alúð og ástundun kennaranna og væri samvinna hin bezta. Sunnudagaskólastjóri gaf munn- lega skýrslu um starf skólans, og lauk han nmesta lofsorði á kenn- arana, er við skólann eru og gerði grein fyrir anda og stefnu kensl- unnar við skólann. Samþykt að borga presti safnað- arins $2000.00 í laun á komandi óri, auk húsnæðis. Þá las séra Ragnar E. Kvaran, prestur safnaðarins, upp^ sína skýrslu, er sýndi guðsþjónustur fluttar á árinu 51. Af þeim fluttu séra Rögnv. Pé*u rsson 6, séra M. J. Skaptason eina, séra Eyjólfur Mel- an eina, séra A. E. Kristjánsson 1, Bergjiór Emil Johnson og Jón V. Straumfjörð eina undir umsjón Ungmennafélagsins og próf. W. T. Allison eina. Skírnir 15 hjóna- vígslur 6, jarðarfarir 7, fermd 12 börn. í söfnuðinn hefðu gengið 60 ó árinu fullorðnir, og vTænti þess, að á læssu ári héldi stöðugt áfram vöxtur safnaðarins. Á hinu liðna óri hofði söfnuður- inn afkastað miklu og iagt mikið á sig f.tármunalftga með ríflegum til- lögum til safnaðariþarfa, og eðli- lega væri ef til vildi gengið nærri gjaldþoli safnaðarins. Samt lang- aði sig til að vökja máls á því, að söfnuðurinn fengi pfpuorgel í kirkjuna, sem nauðsyn væri á, þar eð hljómlistin hefði afar mikla þýðingu og áhrif við guðsþjónust- una. Væntanlega mætti komast að vmilftgum borgunarskilmálum við ]>au félög, er pípuorgél selja. Einn- ig leiddi hann athygli að því, að vel færi á að kirkjan væri prýdd að innan, veggir og hvelfing. — Var þessu vel tekið af fundinum. Hannes Pétursson benti á í þessu sambandi, að söfnuðurinn gæti keypt pípuorgel á árinu án þess að leggja nokkuð meira á sig en hann hefir gert hið liðna ár, með því móti . að hver safnaðarlimur fengi cinn nýjan meðlim á árinu. Af fsUendingum hér í borginni væri ekki helmingur í íslehzkum söfnuð- um, svo þefcta væri ekki ókleyft 1 verk. «- Einnig skýrði hann frá því, að j þau hjónin Mr. og Mrs. Gunnar J. Goodmundson hefðu gefið krikj- j unni tvo muni. Einnig lagði ræðumaður söfnuð- inum ó hjarta, að hlynna að sunnu- J dagaskólanum, J>ví hann væri fjör- j ogg kirkjunnar. Þá tóku og til máls Þorsteim\ S. | Borgfjörð, séra Rögnv. Pétursson og P. 8. Pálsson. Og var svo fundi slitið. —---------XX---------- Kappræfrugarpar. 'l’veir íslenzkir piltar frá Norður- : Dakota hafa unniS frægan sigur í j kappræðum, sem nýlega hafa farið I fram iþar syðra. Þeir heita Jónas Sturlaugsson og Snorri Þorfinnsson. Piltar þessir ihafa nýlega reynt sig viS pilta frá búnaðarskólanum í Massachusetts, Connecticut, Maine, j New Humpshire, Pennsylvania og j Michigan. Á öllum þessum stöðum j imnu landarnir kappræöurnar. Eftir j frásögn enskra blaöa aö sunnan aS dænia, eru landarnir ósigrandi. I öllum Austurfylkjunum, sem kölluS eru, er enginn skóli nú, sem stenzt fyrir þessum útsendurum frá NorS- ur-Dakota búnaSarskólanum, og hafa þó Austurfylkin lengi veriS fræg fyrir sína mælskukappa. Oft leiS ekki nema dagur á milli þess, aS kappræSurnar voru háSar. En þaS bugaSi landana ekkert. Heldur ekki ferSalögin, og segja blöS aS sunnan, aS þaS sé íslenzk hreysti, sem þar komi til sögunnar. Fyrir piltum þesstím liggur enn aS kappræSa viS námsmenn frá Montana States Coll- ege, og svo viS vini sína frá NorSur- Dakota háskólanum. En vegna þess hve vel þeir hafa reynst, eru menn nú farnir að treysta þeim til aS glíma viS pilta frá hvaSa skóla sem er. En hvernig svo sem þeir seinni leikar ganga, eiga drengir þessir skilinn heiSur og þökk frá Islending- um fyrir frammistöSu sína, sem kom- iS er. --------xx-------- Winnipeg. Ungmennafélag SambandssafnaSar er aS stofna til Tombólu, sem haldin verSur í fundarsal kirkjunnar þriSju- daginn 13. marz. Unglingarnir eru nú sem óSast aS safna dráttum, og mega menn eiga von á ýmsum eigu- legum munum þar. GuSm. O. Einarsson frá Arborg var staddur i bænum s.l. laugardag. Hann sat á nefndarfundi bændaráSs- ins fyrir SelkirkumdæmiS; hann er einn af fulltrúum bænda i ráSinu. Ungmennafélag SambandssafnaS- ar heidur fund á laugardagskvöldiS kemur, á vanalegnm staS og tíma. MeSlimir beSpir aS mæta stundvís- lega. Dr. Þorbergur Thorvaldson há- skólakennari frá Saskatoon, hefir verið í bænum s.l. viku. Hann hefir flutt fyrirlestra í efnafræSi á hverj- um degi viS Manitobaháskólann síS- an hann kom. Mun siSar verSa send- ur maSur héSan til Saskatoon til þess aS flytja þar jafnmarga fyrirlestra, því þetta mun í kennaraskiftum gert vera. Geta má þess, aS þegar svo stendur á, eru ekki sendir menn af verra tæinu út af örkinni. Sveinn kaupmaSur T.horvaldson frá Riverton var í bænum fyrir helg- ina. Jóns SigurSssonar félagiS heldur fund 6. marz n.k. aS heimili Mr. og Mrs. Borgfjörö 832 Broadway. Byrjar snemma aS kvöldinu. Félags- konur eru ámintar um aö koma. Séra Kristinn K. Ölafsson flytur fyrirlestur á ársfundi ÞjóSræknis- félagsins í kvöld Fulltrúanefnd The Icelandic Good Templars of Winnipeg, gerir hér meS kunnugt, aS hún hefir skift um iV.lánsmann fyrir Goodtemiplarahús- iö á Sargent Ave.; tru því allir leigj- endur vinsamlega beönir aS snúa sér til hins nýja útlánsmanns eftir 1. marz, sem er Gunnlaugur Jóhannsson og er hann til viStals alla virka daga í sölubúö hans, “G. J. Groceteria”, 646 Sargent Ave., talsími B. 572. Hei'.nili 572 Agnes St., talsími B. 1727. 26. febrúar 1923, I umboSi fulltrúanefndarinnar, Sigurðnr Oddleifsson ritari. Thor I. Jensen frá Wynyard kom til bæjarins s.l. fimtudag. Hann var aö leiSa sér lækningar viö botnlanga- bólgu, og var hann skorinn upp s.l. ardag. Honum heilsast vel. Einar Jónsson frá Lundar var í bænum fvrir helgina. Hann var aö leita sér lækningar yiS gigtveiki.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.