Heimskringla - 14.03.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 14.03.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 14. MARZ, 1923. Bjarkarmál hin yngstu. í. Birkihrislan heldur í hendina á mér og býður mig velkominn — gestinn. Hún segir mér sögurnar sínar þrjár: Blómaldarsöguna björtu, fornu, Niðurn:Sslusöguna lamandi, liðnu, og Endurreisnarsöguna ný- byrjuðu, sem aldrei skal enda. 2. Hlið við hlið stóð hún með frum-. gróðri íslenzkrar menningar á sögu- öldinni. Niður í vanræksluna fylgdist hún með honum. Upp með honum rís hún sem end- urborin björk hins unga gróðurs, sem vex upp af stofni hins gamalfræga þjóðlífs. Hún er ímynd íslenzka kynstofns- ins. 3. Eitt höfuðskáld hvítra manna í Vesturálfu og Ijúfur alls brezka heimsins nú á tímum, Longfellow hinn lýðholli; sá er einn hinna örfáu þeirra átta söng um ísland og Norð- urlönd, lætur rauðu ljóðhetjuna sína, Hyawatha, 'biðja björkina um hjúp sinn: börkinn geislahvita. Björkin gaf honum hann. Ur honum smíðaði hann ferju fljóta og vatna, Indíánabátinn, hinn merkilega Kanó. Og hann bað björkina ennfremur um næfra sina. Hún gaf honum þá. A þá flúraði hann trúsagnir, æfin- týri og lífsmyndir þjóðar sinnar og náttúru þeirrar er hann og kyn hans bjó við. 4. skjöldur þessa lands, og getur orðið það langtum meira í framtíð með sí- vakandi, sivinnandi og sívaxandi ræktarsemi — þrátt fyrir holklaka, hlákur og vorþurð. Og hver hefir iðjað betur órækt- ina en hún? Hinn rauða leir, holta og móa og melflaga, hefir hún hno^að í rætur sínar, leggi og blöð, og aldrei slept einum einasta sólskinsdegi sér til hvildar frá því starfi, síðan hún stofnsettist endur fyrir löngu i land- inu. 9. - Bjarkarskógar komandi ára og alda eiga að innilykja landið; um- girða sveitir þess og dali. Bjarkarblaðið verður umgerð is- lenzkrar vors- og gróðrarsálar, frá fjallaeggjum til annesja, frá fjörðum til útskerja — til lands og sjávar. Sé það tákn eldtungu andans, sem láti oss tala tungum frelsis og rétt- lætis undir yfirstjórn samúðar. Þvi allur sannur gróður mannssál- arinnar grær að því hæsta, þekta marki á vegi fullkomnunarinnar eilíf-ungu. 10. Lifi íslenzka björkin um aldir alda: i líkingarmynd hinnar fornu menning- ' ar — hins gamla gróðurs. Sé hún endurvakin og endurreist i framþróun hins unga kyns, hins unga sáttmála, hins unga sumargróðurs hinnar ófæddu þjóðar vors unga Is- larttís. Þor. Þ. Þors. (‘‘Lögrétta”). -----------xx----------- Tvœr ræður, i | íluttar á mælskusamkepni Stúdenta- félagsins 2. marz. Barkarbátar dygðu oss Islenzkun eigi til sæfara, :em þeim eirrauðu vestra. En á börk og blöð skógarviðar vors — íslenzku ilmbjarkarinnar — er letruð þjóðarsaga vor. Eigi með táknum vesælla bókstafa, sem þúsund ár breyta og burtu má, heldur með lifsrúnum vors lifanda guðs. 5. Allir kannast við sögu frænda vorra og fornra átthaga, um Sverri konung og Birkibeina hans. Svo má segja að næfrar bjarkar- innar klæddu þá sigurklæðunum og skrýddu Sverri hásætisskrúðanum. Þannig á isletizka björkin, þótt í öðrum skilningi sé, að klæða sveitir vorar sigurklæðum sínurn, og skrýða fjöllin hásætisskrúðanum. 6. En vér misþyrmdum bjarkarætt- inni allri. Birkið, skógviðarbróðirinn og hris- ið hefir þolað og liðið tönnurnar, eggjarnar, rifrildið og eldinn af vor- um völdum. t Vér kunnum fæstir að meta hana lifandi til^verðs, sem Glúmur bóndi ög skáld á Þverá, en rífumst um hana rifna og dauða. En einn af ættinni, lágur í lofti, fjalldr'apinn, (frændi bjarkarinnar, hefir hefnt hennar á oss. Hefnt hennar og sin — óbeint þó. Rifið upp af rótum sínum hefir hrísið látið oss blæða. Refsivöndurinn, reyrður af oss sjálfum, hefir litað oss rauða í sjálfs höndum — og annara. 7. Nú eru dagar eymdarinnar liðnir, eins og ljótur draumur í loftillum sal, sem skilur samt eftir sárinda- drætti í svip þess, sem nývaknaður er. Fyrir innan bæjardyrnar vakir hinn ungi áhugi. Utan þeirra bíður starfið — end- urreisnar- og umibótaverkið, sem end- ist til íslenzku daganna enda. 8. I framtíðinni á bjarkargreinin að innritast í landsmerki vort og iðn- rreiki — hið ytra. Hið innra í hjarta og hug. Vér eigum að elska hana. Og vér erum ekki sannir menr. ef Vér gerum það ekki. Björkin var eitt sinn skjól og Spámcnn og skáld. Mig langar til þess að fara nokkr- um orðum um spámenn og skáld. Spámenn eru ekki ætíð skáld og skáld ekki ætíð spámenn; en eg vil sameina hugtökin í kvöld, og minnast á þá spámannlegu andagift, sem skáldunum er oft veitt. “Spámaður”. Þegar vér heyrum það orð, dettur oss ósjálfrátt í hug Jesaja eða Jeremía, eða einhver af spámönnum kamla testamentisins, vegna þess að þeim spámönnum kynt umst vér flest fyrst. Þar af Ieiðandi hugsum vér oss spámenn þá, sem voru sendir af guði til sinnar þjóð- ar, tiT þess að ávita þjóðina, þegar hún hafði sokkið í pillingu, til þess að vekja hana, þegar hún hafði lagst í andvaraleysi, eða til þess að hug- hreysta hana á dögum hörmunganna. Spámenn mega einnig kallast þeir menn, sem flytja oss guðlega speki og vizku. Allar þjóðir jarðarinnar eiga margt sammerkt x sögum sínum. Eins og sagt er um kynslóðirnar, svo má segja um þjóðirnar: þær “koma og fara, allar sömu æfigöng”. Hv r þjóð á í sögu sinni tímabil andlegrar spillingar, andvaraleysis eða hörm- unga; og til þjóðanna allra sendir guð sina spámenn. Þér minnist þess, hve oft í ritum spámanna gamla testamentisins er þannig komist að orði: “Og orð drott ins kom til mín”, eða “Svo segir drottinn”. Það var ávalt orð drott- ins, sem þeir fluttu þjóð sinni. Þtir voru sendiboðar guðs: þeir menn, sem höfðu talað við guð. Alt i gegnum sögu aldanna hafa verið til þeir menn, sem hafa talað við guð, og þeir eru til enn. Manns- andinn á heima í æðri tilveru. “Föðurland vort er á himnum.” ÖH- um er oss eitthvert sinn gefið að lí*a þangað inn. Þeir eru ef til vill margir lyklarnir, sem opna oss dyrn- ar þangað, en öll eigum vér lykil kærleikans. jFlestum er oss ef til vill farið líkt og moldvörpunni: birt- an blindar oss, því vér erum svo vön sortanum hér neðra; og vér förum varhluta af þeirri dýrð, sem þar ber fyrir augu. Nokkrir eru það þó, sem lauga sig í ljósinu, og sem sjá og heyra pg skynja undarlega hluti. Eg á við skáldin.. Það sem þau þar skynja, brotnar svo í orðum eins og sólar- geislarnir brotna í regndropunum, svo vér sjáum friðarbogann. Og vér segjum þá að skáldin séu innblásin. Orð þeirra eru oft þrungin af því, sem virðist meira en mannleg speki. Hjá Shakespeare eru óteljandi dæmi þess. Og þegar vér lesum eða syngj- um “0, guð vors lands”, dylst oss ekki, að Matthías hefir verið inn- blásinn, þegar hann orti það dýrð- lega kvæði. Ekki einungis flytja skáldin oss speki frá guðheimum, en þau veita einnig inn til vor hreinu andlegu lofti. Sá maður, sem að ittan kemur inn í loftþungt hús, finnur betur hve loftþungt það er en sá, sem stöðugt hefst þar við. Sá maður, sem andað hefir að sér hinu tæra lofti , heimi andans, finnur betur, hve loftþungt er hjá oss andlega, og hann opnar sálarglugga vora til þess að hleypa inn hreina loftinu. Flest skáld vor hafa veitt inn meira eða minna af Slikum andlegum loftstraumum. Les- ið söguna um laugina í “Sögum Rannveigar”, og þér hljótið að finna hreint, andlegt loft streyma inn í sál- ir yðar. Þá eru þeir spámenn, sem koma með andlegt ljós og huggun á tímum hörmunganna. Vér Islendingar eig- um einn hinn mesta þeirra, Hall- grím Pétursson, sem gaf oss Passíu- sálmana. Ætíð þegar þjóðirnar hafa legið í andvaraleysi eða dáðleysi, hafa ein- hverjir verið uppvaktir til þess að vekja og hvetja. Þeir sjá líka oft fyrir óorðna hluti, því þeir hafa staðið á sjónarhæðum andans. Ef til vill skilja þeir ekki ætíð sjálfir fylli- lega merkingu þess, sem þeir sjá og boða. Áður en um loftskip var rætt, sá Tennyson loftin fyllast flotum. Hann dreymdi einnig um bræðrasam- band eða bandalag þjóðanna. Einnig vér eigum spámenn á þess- um sviðum. Svo að segja öll íslenzk skáld á seinni hluta átjándu aldar og fyrrihluta nítjándu aldar ortu harð- úðug kvæði um kúgun Dana, og dreymdi um sjálfstæði Islands. Jón Ölafsson var gerður útlægur fyrir eitt slikt kvæði, þegar hann var að- eins átján ára að aldri. Hann sá líka “Islenzku kaupförin sigla um sjá”, og þótti það miður líklegt um þá daga. Að síðustu þetta: Spámanna má enn eiga von. Skyldum vér Vestur- Islendingar eiga nokkra slíka í framtíðinni ? Ekki er það ólíklegt. Sárt væri þá, að vér gætum ekki til- einkað oss þá sem Islendinga, vegna þess að þeir hlytu að spá á enska tnugu. Þetta virðist í fljótu bragði eigingirni, en þá er það líka eigin- girni, sem liggur til grundvallar fyr- ir allri ættjarðarást. Getið þér les- ið hin gullfallegu íslenzku ættjarðar- ljóð, og sagt svo að eigingirnin sé hvötin, sem liggur á bak við þau ? Tökum til dæmis fyrsta erindið úr kvæðinu “Sumar á Fróni” eftir Steingrím Thorsteinsson: “Algrænu túnin og engjar og hlíðar, árvötn og hvammar og dalverpin frið, sjórinn, fjöll eyjar og útsjónir víðar, indælir morgnar og sólsetrin blíð.” Finnið þér ekki, hvernig andi skáldsins faðmar landið sitt ást- kæra ? Já, það er sárt, ef framtíðarskáld’ vor Vestur-íslendinga þurfa að yrkja á enska tungu. Ef til vill rís upp ein- hver spámaður á meðal vor, sem sér betur en fjöldinn, hvað þarf að gera til þess að bjarga oss þjóðernislega, og sem vísar oss leiðina inn í íslenzkt framtíðarland. Aðalbjörg Johnson. Aths. — Fyrir ræðu þessa voru verðlaunin gefin á stúdentamótinu. Ritstj. I ______________ Bjartsýni. Herra forseti, kæru tilheyrendur! Eg þykist vita að flest ykkar kann- ist við kvæðið “Vonin” eftir Krist- ján J-ónsson. Það byrjar með þess- ari spurningu: “Hvað er Hfið? Hvað ér heimur? Klæddur þoku draumageimur, þar sem ótal leiftur ljóma, lifna, deyja og blika um skeið?” Þessi spurning vakir sífelt fyrir okkur öllum: Hvað er lifið? En engin nokkar getur svarað henni. Við verðum því að endingu að sætta okkur við þá úrlausn, sem við finn- um í trú okkar, og lífið verður okk- ur það, sem við trúum. Eg vil því biðja ykkur að hlusta á trúarjátningu — trúarjátningu manns þess, sem af samtíð sinni var kallað- ur trúlaus. Og hún hljóðar þannig: “Eg trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni, , og þér vinn eg, konungur, það sem eg vinn, * og því stig eg hiklaus og vonglaður inn í frelsandi framtíðar nafni.” Ef það er nokkur sú játning til, sem allir trúarflokkar heimsins gætu komið sér saman um, þá hygg eg að hún felist í þessum orðum Þorsteins Erlingssonar. Mönnum kemur eigi saman um, á hvern hátt skuli “vinna” sannleikanum, en þeim konungi neit- ar enginn hollustu — sé hann ekki “eðli sínu fjær”. Trúin á sigúr sannleikans er huggun og styrkur allra þeirra, sem unna velferð mann- kynsins, og umbun alls erfiðis og mótlætis. Eg veit þið hafið öll fundið til þess, hversu ósigrandi þið værttð, þegar þið höfðuð sannleikann á ykk- ar hlið — ykkur fanst þið hlytuð að bera sigur úr býtum — jafnvel þó það yrði ekki fyr en eftir ykkar dag. Það má með sanni segja, að við lif- um í þessari trú — án hennar væri lifið oss aðeins grimmur forlaga- leikur: “Sælublöndnum sollinn hörmum, sjónhverfing og leiðsla hál.” Nú koma stundum yfir tímabil í sögu mannkynsins, þar sem jafnvel sumum þeim bjartsýnustu verður á að örvænta. Það virðist, að í hví- vetna verði sannleikinn að lúta í lægra haldi fyrir eigingirni og hatri. Menn ofsækja og jafnvel lífláta frelsara sína. Þá verður mörgum að orði með persneska skáldinu: “Hér leikur dutlungafullur guð stór- fenglegan hrikaleik sér til dægrastjrtt ingar gegnum eilífðina.” Nú á yfirstandandi tímum heyrum við af og til á meðal okkar harma- kvein yfir heimsástandinu. Menn tala um að þjóðirnar, nýrisnar úr blóðbaði, standi ógnandi með reiddan hramminn hver gagnvart annari, að engin þeirra virðist vilja skerða eig- in hagnað fyrir velferð mannkynsins í heild sinni, og á meðal einstaklinga virðist auður og metorð vera helzta starfshvötin. En þeir eru samt á meðal vor, þrátt fyrir hið dökka útlit, sem sjá roða fyrir fegurri degi. Þeir trúa því að allir menn eigi eftir að finna sam- eiginlegan tilgang í lífinu — að það verði samræmi milli einstaklings og alheimsviljans. Þeir trúa því, að mönnum lærist að helga gervalt líf sitt því sanna og rétta — því sann- leikurinn er sá sami á öllum stund- um og stöðvum; menn aðeins sjá hann í fyllra ljósi með vaxandi þekk- ingu. Þeir trúa því, að sú stund muni koma, er hver einstaklingur finnur til þess, að líf hans er einn þáttur í eilífum virkileika, með viss- um og óraskanlegum tilgangi, og að hann læri að haga hverri sinni athöfn í samræmi við þann tilgang. Þeir trúa því, að meðvitund manna vakni fyr eða síðar, fyrir sínu sameiginlega guðseðli, er lýsir sér í ást þeirri, sem er ótakmörkuð og æskir einskis end- urgjalds. Þá höfum við guðsríki á jörðu. Hugsjónamenn á öllum öldum hafa reynt að opna augu okkar fyrir þessu, en við höfum ekki gefið þeim nægan gaum. Við höfum kallað spá- dóma þeirra draumóra — að vísu fagrar hugmyndir, en ósamræmar því /-----------------------* Pantið nú og veriS viss urn aí fá bíl á eftirfar- andi verSi. RUNABOUT .... $405 TOURING .. .. $445 COUPE .. .., .. $695 SEDAN.............$785 CHASSIS •• .. .. $345 TRUCK CHASSIS .. $495 P. O. B. FOOO, ONT. OOVO. TAXES EXTRA STARTINO ANO ELECTRIC LIOHTINO STANDARD EQUIPMENT ON SEDAN AND CUPE ÞÚ ert að hugsa um að kaupa bíl. En þú ert ekki alveg viss um, hvaða bílar eru beztir. Þig fýsir að vita, hvað aðrir hafa að segja um þá. Það má fara nærri um það, er þess er gætt, að fjörutíu og sjö af hverjum hundrað bílum, sem keyptir eru, eru Ford-bílar. Hinir fimtíu og þrír af hundraði, eru seldir af ótal félögum, en ekkert eitt hefir selt yfir sextán af hundraði. Fjörutíu og sjö af hundraði ættu yfirleitt að dæma betur en sextán. Sá fjöldi keypti ekki bíla sína umhugsunarlaust. . Heima átti það fólk einhversstaðar milli Halifax og Vancouver, og á því svæði eru brautir og aðdrættir alólíkir. Þeir keyptu Ford-bíla. Af hverju? Dómgreind þeirra sagði þeim; Á Ford-bílum er niðurborgun lægst. Það er kostnalarminst að halda þeim við. Ef stykki bilar í þeim, er hægt að fá þau ódýrari en í aðra bíla. Og þau fást oftast hvar sem er. Einnig eru aðgerðarstöðvar um alt, eða á 3000 stöðum milli Vancouver og Hali- fax; ef í beinni röð væru, væri aðeins ein míla á milli þeirra. Einnig vita menn að verð Ford-bílanna er eins sanngjarnt og hægt er að hugsa sér. Það ætti að geta verið þeim, er bíl ætla sér að kaupa, góð leiðbeining um, hvaða teg- und er bezt, að fjörutíu og sjö af hundraði hafa keypt Ford-bíla. Verð á Touring-bílum er $445. Burðargjald og stjórnarskattur er ekki í þeirri sölu innifalinn. Og það er hægt að kaupa hann með því að borga nokkuð mánaðarlega. FORD MOTOR COMPANYOF CANADA» LIMITED, FORD, ONTARIO.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.