Heimskringla - 21.03.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.03.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. MARZ, 1923 í---------------------------------------------------1 Hver varð erfinginn? Sigmundur M. Long þýddi. ...-------------—-----------------------------------' ‘ Ó, þér smjaðrið,” sagði hún með ánægjirvip. En, þey, þey, nú kemur ihann, og er þegar hálftaminn. Þetta er fyrsta tilraunin.” Og Dóru tii mestu undrunar sveif hún burtu úr fylgsninu og hvarf inn i gestaþröngina, og rétt á eftir sá Dóra hana dansa við hertogann. En sjálf dró hún sig til baka í felustað sinn og leit svo eftir Fred. Hann kom hægt og hélt á skál með ís i. Leit svo hálf- undrandi í kringum sig eftir láfði Edith. Og svo var eins og hann væri að hugsa um eitthvað háif spaugilegt. Síðan kom hann auga á hana, dansandi við hertogann. Fred litaðist um eftir stað, þar sem hann gæti sett skál- ina frá sér, en sá engan hentugan. Kastaði hann henni þvÞmeð innihaldinu í gosbrunn, eflausít til stórra óþæg- inda fyrir gullfiskana, sem voru þar á sveimi. Svo tók hann sér sæti og stakk hödnunum í vasana, og virtist vera niðursokkinn í hugsanir. Hann rétti hendina aftur fyrir sig og nærri snerti handlegginn á Dóru. Henni flaug í hug. hvort það myndi gleðja hann eða hryggja, eða hon- um stæði á sama, ef hún stæði upp eða nefndi hann á nafu. — Að hugsa sér annað eins! Hann sat þama sv) nærri, að með hendinni gat hann snert fallegu stúlkuna, sem hann fann i Sylvesterskóginum. Hana hafði oft dreymt, að hann væri hjá sér. F.n nú var það enginn draumur. Hve mikið langaði hana ekki að tala til hans, og ef hann aðeins sneri sér við og liti til hennar, eins og hann gerði um morguninn við tjörnina, mundi það gleðja hana óumræðilega. Hún striddi við freistinguna og sat hreyfingarlaus; en i hjarta hennar var ekkert nema hann. Hefði hún aðeins vitað, að á þessu augnabliki var Fred að hugsa um hana, og hafði yfir í huga sín'um hvert hennar orð og atvik. Hann tók ekki eftir hljóðfæraslætt- inum, en var í vakandi draumi í skóginum, og fanst hann heyra vindþytinn i laufi trjánna og sjá bárurnar á tjörn- inni. Hann tók ekki eftir neinu, sem gerðist i kringum hann, hugsaði einungis um hina undurfögru og saklausu skógarstúlku. Dansinum var lokið og lafði Edith kom þó ekki. Dansfólkið streymdi fram hjá Fred, en hann sat grafkyr og dreymdi um hana, sem sat rétt fyrir aftan hann og þráði eitt orð eða eitt tillit frá honum. Svo fann Dóra, að eitthvað féll niður í kjöltu hennar, það var blóm. Hún tók það upp og horfði á það, en hugsanir hennar voru á reiki. En alt í einu, eins og ósjálfrátt, lyfti hún blóminu upp að vörum sér og kysti það, stóð svo á fætur og lét Wómið detta á kné honum, og flýði svo þaðan eins fljótt og henni var mögulegt. ■ Fred hrökk við, laut niður og tók blómið, leit á það sem snöggvast og leit svo í kringum sig til að sjá, hvað- an það kæmi. En er hann gerði þetta, sá hann stúlkuand- !it bregða fyrir í spegli með pálmablöðum í kring. Eins og elding þaut hann á fætur og yfir að speglinum, en þá var fallega andlitið horfið. Hann sneri sér við fölur og titrandi af geðshræringu. En dóra hafði smogið milli hinna stórblöðuðu planta og komst svo inn í herbergið, þar sem ísinn var, og að því búnu hitti hún lafði Edith. Hún var rjóð í andliti og hló; augun voru fjörleg og hvarflandi éftir dansinn. “Nú/’ sagði hún, “hvar er ísinn minn?” Fred var eins og utan við sig og starði á hana. "Eg hefi setið hér og mig hefir vist dreymt,” tautaði hann. “Dreymt?’ sagði hún. “Hvað eigið þér við með því?” Hann strauk ennið. “Isinn yðar,” og hann gaut hornauga til brunnsins. “Eg 'bið afsökunar. Hvað gerði eg við hann. Eg skal útvega yður nýjan skamt” “Nei,” sagði Edith og hló. “Eg kæri mig ekki um hann nú, mér er of heitt til þess. Hafið þér sofið?” "Sofið?” sagði Fred og reyndi að jafna sig. “Eg hefi líklega sofnað. Hvað átti eg að gera, þegar þér yfirgáf- uð mig?” ' “Þriðja hrósyrðið,” sagði hún og brosti. “En hvert ætlið þér nú?” ' Fred starði sem sé inn í bakherbergið og þokaðist frá henni með hægð. ' “Eg — eg er hræddur um, að eg verði að fara. “Góða nótt,” sagði hún og sneri sér frá honum kulda- Iega. "Nei,” sagði hann, “eg ætla að vera kyr, ef eg má það.” 1 Hún sneri sér að honum með hrífandi brosi. ' “Nei, farið þér nú. Eg er ekki vanþakklát. Þér gerðuð vel að koma. En gleymið ekki morgundeginum.” “Nei, svaraði Fred. “Hvers vegna ætti eg að gera það ?” Hún rétti honum sína fögru hendi, “Góða nótt,” sagði hún, og rómurinn var mjög Iágur og viðkvæmur. “Góða nótt I” Fred fann hennar nettu og heitu fingur eins og vefj- ast um sína. “Góða nótt!” svaraði hann fljótlega. “Góða nótt!” 22. KAPITULI. Fred gekk mjög svo stilt gegnum hið fágæta safn af plöntum og blómum, og leit til beggja hliða, hvort hann k::mi ekki auga á stúlkuna, sem hann hafði nýlega séð, hér um bil eins og draumsjón. Þegar haftn var kominn í gegnum danssalinn, hraðaði hann sér gegnum framher- bergið, ofan stigann og út á götu. Margir vagnar voru þegar komnir. Hann gekk til eins af ökumönnuuum. “Hefir nokkur vagn farið héðan fyrir fáum mínút- um?” spurði hann. “Tveir eða þrír,” svaraði ökumaðurinn stuttur í spuna. Hann hafði öðru að sinna. Fred bretti upp kraganum á frakkanum sínum, færði sig yfir í skuggann og beið þannig heila klukkustund. En þó hann sæi mörg lagleg stúlkuandlit í vögnunum, sem komu frá húsi lafði Edith, gat hann ekki séð Dóru meðal þeirra. “Eg hlýt að hafa sofnað, og mig dreymt,” hugsaði hann. “Með hverjum hætti hefði hún átt að geta komið þangað ?” “Svo ók hann með vagni til klúbbsins síns. Hann var í miklum æsingi. Tvö andlit — lafði Edith og Dóru — voru á flugferð fyrir hugskotssjónum hans. Hann gat auðveldlega tapað vitinu, nema hann gerði eitthvað, sem krafði umhugsun hans. Það var aðeins einn vegur — hann mátti til að spila. Áður en nóttin var Iiðin, hafði hann tapað því, sem hann átti eftir af peningum. Dóra hafði verið furðu heppin í viðleitni sinni að kom ast burtu. Hún var nýkomin úr stiganum, þegar hún heyrði hrópað : “Vagn frú Lamonte. Vfirhöfn sinni náði hún tafarlaust, svo hún og hennar “önnur móðir” voru farnar af stað, áður en Fred kom ofan. “Nú,” Dóra min góð,” sagði frú Lamonte, “hefirðu skemt þér vel ? Þú ert föl og þreytuleg.” Dóra settist niður úti í horni. “Eg er mjög þreytt,” svaraði hún lágt. “Alt var svo nýtt og óvanalegt fyrir mig.” “Og lafði Edith var ástúðleg við þig og hugsunar- söm ?” “Jú,” svaraði Dóra og stun'di við. “Og hún er svo ljómandi falleg.” “Já,” sagði gamla frúin. “Hún er ein af hinum lán- sömustu stúlkum. Hún hefir alt 7— æsku, fegurð og auð — alt sem ætti ða gera hana farsæla. Segðtt mér, Dóra mín, hverja þú sást á samkomunni.” Dóra stokkroðnaði og lá við að titra. Hún taldi upp nokkra hina merkustu, en Fred Hamilton nefndi hún ekki. Hún gat ekki kontið nafni hans yfir sinar titrandi varir. “Alt helzta fólkið í höfuðborginni,” sagði frú La- monte og brosti. “Innan skams verður þú talin með heldra fólkinu, Dóra min.” “Nei, nei ” hrópaði Dóra og hvitnaði upp. “Ef til vill kent eg þar ekki aftur.” Frú Lamonte leit til hennar Tannsóknaraugum, og þagði eftir það, þar til þær komu heim. Þegar þær vorti komnar inn í dagstofuna, sagði hún með veiklulegu brosi: “Dóra, eg hefi frétt af Georg syni mínum.” “Frá syni yðar?” “Já,” svaraði gamia konan. “Það eru góðar fréttir. Hann er orðinn stórríkur. Frændi hans, herra Arthur Lamonte, hefir arfleitt hann að öllum sínum auð. Dóra kiptist við og fölnaði. F.ftir því hafði Fred ekkert fengið, og það var þess vegna, að hann var svona alvarlegur. “Alt saman ?” spurði hún. “Alt saman,” svaraði frú Lamonté og stundi. “Wood Castle, jarðeignir og peninga — já, hann er stórauðugur.’ Dóra var eins og í draumi. Hún gat ekki sagt: “Eg gleðst fir þvi. Frú Lmaonte beið attgnablik. “Til þin, Dóra mín, er lika ofurlitið,” sagði frúin hik- andi og hélt á bréfi. “Til ntin?” sagði Dóra undrandi. “Já, Georg er svo hugsunarsamur, hann gleymir ekki öðrum, jafnvel ekki í sinni miklu hepni. Hann sendir þér vingjarnlega kveðju og segist vona að þú saknir ekki Syivesterskógarins og unir þér sæmilega í kyrðinni hjá mér. Hann veit ekki vitund af því, að við séum komnar inn í skemtanir, og mundi verða hissa, ef hann kæmist að því. Já, það mundi Georg, en líklega tæki hann ekki hart á því.” “Það er vel gert af honum,” sagði Dóra lágt. Frú Lamonte stundi. “Hann er ætið góðttr og umlhyggjusamur. Hann seg- ir mér, að fyrst um sinn muni hann ekki hafa hentug- Ijika á að koma heim. ‘Hann hefir í svo mörgu að snú- ast. Eignin hefir verið vanhirt og það er ýmislegt, sem hann verðttr að sækja til lögmannanna, og má til að vera til staðins. En eins fljótt og hann kemur þvi við, ætlar hann að koma. Þangað til, segir hann, að eg verði að iláta þér líða eins vel og eg get. Eg vona að mér hafi hepnast það fram að þessu, Dóra mín,” bætti hún við. Dóra stóð upp, kysti hana og sagði: “Já, sannarlega líður mér einstaklega vel.” Svo sneri hún sér undan til að leyna tárunum. “Komdu, það er kominn timi til að hátta,” sagði frú- in. “Annars verðurðu fölari í andliti.” Svo fékk hún Dóru ljós og bauð henni góða nótt með kossi. Töluverður timi leið áður en Dóra gat sofnað. Við- burðir kvöldsins svifu fyrir hugskotsaugum hennar eins og draumur, og Fred stóð eins og lifandi fyrir henni, einkum hans góðmannlégu og sorgbitnu augu. — Herra Arthur Lamonte hafði arfleitt Georg að öllu, en Fred var fátækur og yfirgefinn. — Sólin var komin hátt á loft, þegar hún vaknaði; og morgunverðurinn beið hennar, þegar hún kom ofan. Frú Lamonte heilsaði henni brosandi. “Mér þykir svo vænt um að sjá þig aftur heilti og höldnu, Dóra min góð.” sagði hún. “Og rauðu rósirnar þinar eru neð blómlegasta móti. Þú getur varla gizkað á, frá hverjum þetta er,” og hún sýndi henni bréf. “Það er frá lafði Edith. Hún er gröm við þig fyrir að hafa flogið burt eins og viltur fugl. Þegar hún saknaði þín, varstu horfin.” Dóra roðnaði. “Var það ókurteisi af mér?” spurði hún. “Mér þyk- ir fyrir því.” “Kærðu þig ekki um það, Dóra, hún hefir líklega fyr- irgefið þér, eða segist gera það, ef þú viljir koma neð henni og ýmsum öðrum út á vatn í dag.” Dóra brá litum. “Eg?” sagði hún og var þungt um andardrátt. Frú Lamonte opnaði miðann. “Já, hún segir að afsvar gildi ekki. Fólkið ekur til Richmond, og á leiðinni ætlar hún að mæta þér. Langar þig til að fara með, Dóra mín?” Dóra hugsaði sig um. Hana langaði til að vera með í förinni. En svo var hún hrædd um að mæta Fred, ef hann yrði í samkvæminu. Frú Lamonte áleit að hún samþykti með þögninni. Það þarf ekkert svar, Dóra,” sagði hún og hló við. “Lafði Edith tekur ekkert tillit til, hvort þú segir já eða nei. Hér er miðinn, ” og hún rétti hann yfir borðið til hennar. Dóra las hið vingjarnlega bréf, og stundi við. Hún sá skjaldarmerkið, sem það var stimplað með. “Það er vingjarnlegt,” sagði hún. “Já, eg vil fara þangað, en þó því aðeins, að þér séuð vissar um, að yð- ur leiðist að vera ein heima.” Eftir morgunverðinn fóru þær að ráðgast um, hvern- ig Dóra skyldi vera klædd, og urðu ásáttar um, að hún væri í kjól úr satin með nýtízku sniði, og enda þó Dóra hefði á móti því, varð svo að vera, að henni væri hjálpað til að klæða sig. Það var ekki auðgert að finna búning, sem átti betur við hina yndislegu æskufegurð stúlkunnar. Og þegar May hafði burstað hið þykka, silkimjúka hár, svo það var eins og gull gljáandi, þá var hún svo yfirburða fög- ur. að frú Lamonte gat ekki stilt sig um að hrópa af undrun og ánægju. Dóra var ekki til hlítar búin að læra að meta sína eig- in fegurð, og þvi var það nú, er hún starði á þenna há- vaxna, fríða kvenmann í speglinum, að hún varla trúði því, að þetta væri hún sjálf. Gantla konan stóð enn og horfði á hana, og May var að lagfæra hitt og þetta smávegis, er þær heyrðu að vagn nam staðar nærri húsdyrunum. Frú Lamonte sagði Dóru að hraða sér ofan. Lafði Edith Rusley var þegar komin inn í dagstofuna og tók Dóru i faðm sinn, eins og hún væri skólastelpa i staðinn fyrir fullvaxin kona, sem var hærri en hún sjálf. “Barnið mitt, eg hafði einsett mér að ávíta þig, — og ætlaði ekki að hlífa þér. En þér hafið gert mig spaka eins og lamb.” Hún hélt Dóru fyrir framan sig og yfirvegaði hana nteð ánægju. “Barn.” sagði hún. “Þér eruð mynd. Það er næstum eins og mig hálflangi til að fara heim aftur án yðar. j Hvað ætli verði urrr mig? — Frú Lamonte, finst yður ekki að eg haga mér einfeldningslega, sem nteð þessu er að taka lifið af mér sjálfri?” Frú Lamonte brosti og horfði á hið yndislega andlit lafði Edith, sem vel mátti segja að ljómaði, og svo hristi hún höfuðið. "Já, eg veit tið eg hefi rétt fyrir mér,” sagði lafði F.dith, eins og hálf ólundarlega. “Mín er ekki að geta i samanburði við hana. En eg verð máske til einhvers með tíð og tírna. Komið, við verðum að fara. — En hvað er þetta — mjólk ?” “Já,” svaraði Dóra og rétti að henni glasið. “Hún drekkur ekki annað,” sagði frú Lamonte. “Þess vegna er hún svo hörundsbjört, ’ sagði hin auðuga iafði Edith. “Nei, það er nú samt ekki af því; þó eg drykki alla þá mjólk, sem til er í Lundúnum, fengi eg ekki eins rauðar og hvítar kinnar.” “Þér megið ekki koma neinum hégóma inn hjá henni,’ sagð frú Lamonte. Lafði Edith hló. “Kæra frú Lamonte; það er einmitt sent hana vantar. T'að er engin fullkomin kona, sem ekki er meira eða minna hégómagjörn; en Dóra veit ekki, hvað það er. Lít- ið á hana, hún er eins alvarleg og köld eins og dómari,” og hún snerti handlegginn á Dóru með sólhlífinni. Stúlkan hrökk við — hún hafði verið að hugsa um, hvort Fred Hamilton rnndi vera í vagninum fyrir utan. Einhverjir voru að tala í vagninum, hún heyrði það gegn- um opinn gluggann; og hún hlustaði eftir, hvort hún heyrði málróm hans. Hún skalf innvortis og fylgdi með lafði Edith. Fjórir hestar biðu með óþreyju og lömdu niður hóf- unttm. Vagninn var afar langur;; hann var þeirrar teg- undar, sem ætlaðir eru ti! skemtiferða út á land, og geta rúmað margt fólk. Hann var sem næst fullur. I fyrstu sá Dóra aðeins hóp af kvenfólki í dýrindis morgunbúnaði og karlmenn í hvítum flónelsfötum. En fljótlega sann- færðist hún um, að Fred var þar ekki. Þegar hinar tvær ungu stúlkur komu inn í vagninn, datt skrafið og hlátrarnir niður, og Dóru var veitt sér- stök athygli, þó ekki með nærgöngulli eða særandi for- vitni. En lafði Edith var ekki feimin. “Dóra, komið þér,’ sagði hún glaðlega. “Fanny, viljið þér gefa ungfrú Nichols rúm við hliðina á yöur?” Sú sem til var talað. var greifafrú Wilmington. Hún stóð upp og brosti alúðlega. “Komið þér sælar, ungfrú Nichols,” sagði hún vin- gjarnlega. “Eg hefi heyrt, að þér hafið verið á dans- samkomunni hjá lafði Edith t gærkvöldi. Þvi létuð þér hana fela yður fyrir öllum?” Dóra þagði. En 'það vildi svo vel til, að þegar Cunn- ingham fór af stað með hinn stóra vagn, varð svo mik- ill hávaði og órói, að ekki var hægt að tala saman um stund. Og þegar kyrð komst á aftur, var Dóra búin að átta sig. Hún þekti ýmsar persónur, háttstandandi herra og frúr, sem lafði Edith hafði bent henni á kvöldið fyrir. Það var þægilega glatt og skemtilegt meðal þessa fólks, miiklu hóflegra en oft vill verða meðal þeirra, sem minni siðfágun hefir hlotið. Karlmennirnir hlóu og létu gamanyrðin fjúka. Það var auðfundið á öllu, að þetta fólk var úti til að skemta sér. Það drógst ekki lengi, að Dóra lenti inn í samtalið. Lafði Edith veik málinu til hennar. Rósirnar dreifðust um vangana og henni létti fyrir hjartanu, og áhyggjum sínum gleymdi hún að mestu leyti, vjð að athuga h^5 ein- staklega fallega landslag, sem ekið var i gegnum, áður en komið var til Richmond. Hún hafði hér um bil alveg gleymt að Fred var ekki með, þegar hún snögglega sneri sér við og sá lafði Edith. Hún sat eins og í draumi og svipur hennar lýsti því, að hún var gröm yfir einhverju. Þá skildi Dóra, að það var ekki einungis hún sjálf, sem saknaði vissrar persónu, því lafði Edith gerði það líka. En lafði Rusley var ekki lengi að ná sér. Þegar vagn- inn ók upp að veitingahúsinu í Richmond, skein út úr henni gleðin eins og mest gat verið. Miðdegisverðurinn hafði verið sendur til eins af hin- um allra skemtilegustu stöðum á bökkum Thames-fljóts- ins; en svo var til ætlast, að þaðan væri farið á bátum upp til hinnar litlu eyjar, sem ferðinni var heitið til. Voru karlmennirnir við því búnir að klæðnaðinum til, en bát- arnir biðu við árbakkann. Síðan var haldið af stað með gleði og gamanlátum. Þetta var afbragðs skemtilegt. Vatnsflöturinn var sem fágaður silfurskjöldúr landa á milli, en á bökkunum skrúðgræn engi eða stórvaxinn skógur. Bátarnir voru þrír, vel liðaðir ungum, fjörlegum mönnum, í þokkalegum sjómannabúningumi Dóra, sem var alin upp í skauti nátt- úrunnar, -,ar mjög hrifin af hinu fagra útsýni. Það var n.esutm er.n fallegra en í Sylvesterskóginum. Hún hall- aði sér upp við i góðu sæti í afturskutnum á fremsta bátnum og undi sér mjög vel. Laiöi Edith gaf henni nákvæmlega gætur. “Vður sýnist líða afbragðs vel, barnið m'itt,” sagði hún ií lægri róm ett hún var vön að tala. “Já, mér líður ágætlega,” svaraði Dóra blátt áfram. ‘ Þér eruð eins og sköpuð til að taka þátt i svona skemíunum,” sagði ein af frúnum. “Eg er viss um, að þér gæfuð því engan gaum, þó hellirigning kæmi, en við hinrr yrðum ráðþrota af hræðslu og fötin okkar eyði- legöust.” “Eg óttast ekki rigningu,” svaraði Dóra. “Það er heppilegt,” sagði Cunningham, sem var nteð eina árina og reri knálega, en Bygelow, sem var að baki h.uts, dró af sér sent ntest. “Eg er viss um, að við fáutn eitin eða tvo skúra. Það er alvanalegt á þessum skemti- feröum úti á vatni.” “Þér megið ekki spá þessu, herra markgrei'fi,” sagði Iafði Edith. “Það lítur ekki rigningarlega út — hvergi skýhnoörí á loftinu.” “Mér þykir það slæmt,” svaraði hann með uppgerðar- alvöru, “því eg er ákaflega þyrstur.” Þessu var enginn gaumur gefinn í bráðina, en þegar komið var nokkru lengra upp eftir fljótinu, lét lafði 'Edith bera fram kampavín og sódavatn, og drykkurinn var Ixtrinn á milli í stórum silfurbikar, merktum með skjaldarmerki Rusley-ættarinnar. Þegar röðin -kom að Dóru, hristi hún höfuðið og leit spyrjandi til lafði Edith. “Þér verðið að drekka, góða Dóra mín.” sagði hún, “annars verða kverkarnar á yður þurrar.” “Gefið mér ofurlítið af sódavatni,” sagði Dóra og myndaði ein's og drykkjarholu í lófann, það hafðx hún vanið sig við- æsku. Hún laut út yfir borðstokkinn og drakk svo úr lófa sínum, róleg og tilgerðarlaust. Greifafrú ein horfði á hana nteð alvörusvip, og Sir Putman hvíslaði að Cunningham: “Hvaðan er hún ?” “Eg veit það ekki,” svaraði hann í sama róm. “En það veit eg, að eg skyldi með ánægju drekka vatn allan daginn, ef hún leyfði mér að drekka úr þessu íláti. O, hún er falleg — óviðjafnanleg.” “Þey, hún heyrir til þín,” sagði Sir Putman aðvar- andi, en hann þurfti ekki að óttast neitt þessháttar. Dóra sat sem í draumleiðslu. Hún heyrði ekki annað en fuglasönginn og áraglammið. Litlu síðar lenti báturinn við eyjuna. Hinir bátarnir voru rétt á eftir, og svo sté þetta háborna fólk á land. Nú urðu þeir, sem vanir voru að hafa þernur og þjóna í kringum sig, að hjálpa sér sjálft, og það gerði það lika. Hinar mörgu ikörfur bar það eða dró frá bátun- um, og setti þær frá sér itndir hinum háu, skuggasælu eikum. Tvær frúr breiddu stóran dúk á grasið. Lafði Edith og fleiri dömur höfðu nóg að gera við að taka alt ttpp úr körfunum, en einn af karlmönnunum fékk það starf að koma kampaVinsflöskunum fyrir, þar sem fljóts- bakkinn var lægstur. Meðan látið var á dúkinn, var ær- in glaðværð á ferðum. Sú óhepni hafði viljað til, að ein af kampavínsflöskunum hafði oltið út í ána og hvarf, og þegar til kom, vantaði áhald til að opna flöskurnar með. Til allrar hamingju hafði þó einn af karlmönnunum tappa togara í vasa sínum. Slíkt verkfæri kvaðst hann ætíð hafa með sér, þegar svona bæri undir. Kvenfólkið settist á herðaklúta og vagnsessur, og alt var í góðu gengi. Cunningham skar upp hinar mörgu “Pie”-tegundir, sem aldrei eru látnar vanta við skógargildi. Skortur var á hnífum og diskum, svo hver varð að hjálpa öðrum eftir samkomulagi, og á þVí virtist enginn skortur. “Ekki kemur regnið ennþá," sagði laíði Edith. “Líklega dettur þá einhver af okkur i ána,” sagði einn karlmannanna með alvörusvip. “Annaðhvort rignir, eða eitthvað sérstakt kemur fyrir í hverju skógargildi. Viljið þér meiri rjóma, lafði Rusley?” Lafðin hristi höufðið og hló. “Nei, þakka yður fyrir,” svaraði hún. “En hvað þetta er skemtilegt. Hvers vegna getttm við ekki haft skógar- gildi á hverjum degi?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.