Heimskringla - 28.03.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.03.1923, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. MARZ, 1923. >____— ..... ------------------.» HEIMSKRINQLA (StofnfiS l«h«) K«h« It A hverjHfn ml»v1kml«fL Elgevdnr: THE VIKING PRESS, LTD. H&S Of HZ!> SAKGENT AVE„ WIN.NIIPEG. TaMml: Pr-6.%37 Vcr* blaVnlnR er árfaafðrlBB fcorf- lot fyrlr 1 ram. Allar borfaalr Readlat ráðHmannl klaValaR. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaður. Uta-a.krlft tll> blaS-laKi HelrnskrliiKla Vrwn & I*ul»IÍNhlnK Co. THK TIKIlfHIrK«lSS?fI.tí., Bax UTI, Wlaal»«f, Ifaa. VtanAmkrlft tll rktatJArana EDfTOR HEIWSKRITC.LA, Boz HTt Wlaatpoff, Nan. The ‘Heimskrinffla” is printed and pub- lished by Heimskringla News and Publishing Co., 853-855 Sarsrent Ave, Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. W- ' ■ ■ ■■ ---r. M.. m ■ I " ■!■■■ —■ • I. llT »11 ■ — WINNIPEG, MANITOBA, 28. MARZ, 1923. Það má litlu muna. Það j>arf ekki mikið að Eera út af |>ví vanalega í stjórnmálum nú á tímum, til þess að eftir því sé tekið og það sé lagt misjafn- lega út. Ekkert ber þetta greinlgar með sér en umiæðurnar, sem spunnist hafa bæði hér í Canada og á Englandi út af fiskiveiðasamn- ingunum, sem Canada gerði nýlega við Bandaríkin. Samningur J>essi er um bað, að veiði á heilagfiski sé bönnuð frá 16. nóvember til 15. febrúar ár hvert í ein fimm ár, á fiski- miðum beggja landanna. Eftir þann tíma má breyta til og gera hverskonar friðunar- samninga sem þjóðirnar komá sér saman um. Hon. Ernest Lapointe, fiskimálaráðherra sambandsstjórnarinnar, hefic skrifað undir þessa samninga fyrir hönd Canada, en Cbarles E. Hughes ritari fyrir hönd Banda- ríkjanna. En það sem óvanalegt er við þetta, er það, að maður héðan, en ekki brezki sendi- herrann í Bandaríkjunum, skrifar undir þessa samninga. Og blöð og einstakir menn b^ggja megin hafsins þykjast þarna sjá stigið fyrsta spor- ið til þess að losa Canada undan brezkum yfirráðum. Það er ef til vill ekki sagt eins berum orðum og iþetta, en hugmyndin er sú sama og engin önnur. En þetta er mesa fjarstæða. Það befir oft verið á það bent, hve nauðsynlegt það væri fyrir Canada, að hafa canadiskan sench- herra í Washington. Á móti þöi^finni á því er ekki hægt að bera. Canadamaður skilur betur viðskifti þessa lands við önnur en maður frá Englandi. Að hann gæti leyst sendiherrastörf fyrir Canada betur af hendi en brezku sendiherrarmr, er enginn vafi á. Það var skýrt bent á þetta af Tom King, fréttaritara canadiskra blaða, í sumar, og var sú grein birt í Heimskringlu. En þó að þetta komi nú málinu mikið við, er það ekki efnið, sem um er deilt, heldur hitt, hvort Hon. Ernest Lapointe hafi haft vald til að skrifa undir þessa samninga. Til þessa hefir enginn haft vald til að skrifa undir utanríkissamninga nema brezkur sendi herra. Og það er snaginn, sef blöðin, sem verst láta út af þessu, hengja hattinn sinn á. En hér er um ekkert gerræði frá Canada hálfu að ræða. Bonar Law stjórnin á Eng- landi hefir lýst því yfir í þinginu, að Canada hafi haft leyfi ríkisins til þess að gera þessa samninga við Bandaríkin sjálf, og án þess að sendiherra Breta í Bandaríkjunum væri fenginn til að skrifa undir þá. Bretland hefir með þessu gefið Canada leyfi til að gera samninga á eigin spítur við Bandaríkin, eins og Canada hefir lengi æskt eftir. Bretland hefir með öðrum orðum sýnt nú (em fyr í verki, að það ann nýlend- um sínu^ fullkomins frelsis, þegar vissa er fyrir, að þeim má það til góðs verða. Canadiskur sendiherra getur eins verið fullrúi konungs eins og brezkur sendiherra. Það stendur alveg eins á með viðskifta- samningana, sem Canada gerði nýlega við Frakkland. Fjármálaráðherra Fielding og fiskiveiðaráðherra Lapointe gerðu þá og skrifuðu undir þá, en ekki sendiherra Breta á Frakklandi. En auðvitað var Ieyfi kon-' ungsfulltrúans, bre'zka sendherrans þar, feng- ið áður. Þó að mikið álitamál sé, að Can- ada hafi verið^hagur að þeim samningum, kemur það ekki þessu máli við. Sambands- stjórn þessa lands er hliðholl Frökkum. Það verður ekki af henni skafið, og sem stendur er ekki neitt hægt við því að gera. Það er engum vafa bundið, að þetta er frelsisspor fyrir Canada, að hafa fengið þessa viðurkenningu frá brezka ríkinu, að mega, ef sérstaklega stendur á, skrifa undir utanríkiss'amninga. En að Canada noti sér það aukna frelsi til þess, er umræðurnar um það mál benda á, er fjarri öllum sanni og öllu eðlilegu. " - Draumur Swedenborgs Eitt sinn brá Swedenborg sér í draumi inn í eilífðína. Gaf þar margt að líta. Vakti sumt mjög eftirtekt hans. Eitt af því var það, hve kvalalítið væri að deyja. Menn voru í hópum saman komnir yfir djúpið mikla, er aðskilur jarðlífið og eilífðina, án þess að þeir hefðu noRkra hugmynd um það. Svo viðbrigðalítið og eðlilegt var/að deyja. Einnig hitti hann þar marga, sem voru dauðir. en vissu ekki að þeir væru skildir við þetta líf, fyr en hann vakti athygli þeirra , á því. Svo sælt og værukært var að eiga heima í ríki hinna dauðu. Hvað á Swedenborg við með þessum draum? Andlega heiminn, sem mennirnir lifa í. Þetta er dagdraumur. Það er hægt að benda á mörg dæmi þess, að það hvíiir værukærð og svefnhöfgi yfir hinu andlega lífi nú. Þó talað sé um vakn- ingar í tilefni af stríðinu mikla, koma þær ekki nema lítillega í ljós. Þetta er kyrstöðu- tímabil. Mók eftir brjálsemina, sem gagn- tók hugina á árunum 1914—1918. Dr. Frank Crane, segir meðal annars nýlega: Bonar Law stjórnin á Englandi og Harding- stjórnin í Bandaríkjunum, sem kosnar voru I í því augnamiði, að þær hefðust ekkert að, sýna, hve andleg kyrstaða er nú landlæg hjá i þjóðunum.” Fleirum farast líkt orð í ræðu og riti. Kyrstöðutilhneigingin, sem nú er ríkjandi í hugum manna, er víðtækari en margur ætlar. Og hún Iamar framfaravið- i leitnina í þjóðfélagsmálum öllum, bæði stórum og smáum. Menn taka ef til vill ekki eftir henni sjálfir, fremur en þeir, er Swed- enborg hitti í eilífðinni. En hún er til eigi að síður. Ef undramaðurinn Swedenborg væri nú á meðal hinna lifandi á þessari jörð og gæti J sagt drauma sína, er hætt við að þeir gætu enn orðið um sofandi menn, sem halda að þeir vaki, og dauða, sem halda að þeir lifi. Þarfur félagsskapur. “Félag Vestur-Islendinga”, sem stofnað hefir verið í Reykjavík nýlega, og grein birtist um í síðasta blaði Heimskringlu, eftir ungfrú Hólmfríði Árnadóttur, er óneitanlega þarfur félagsskapur. (Hann er einn hlekkurinn í keðju þeirri, sem þjóðræknismenn, bæði hér og heima á Islandi, eru að bræða saman til þess að halda sambandinu óslitnu sem lengst á milli Vestur og Austur-Islendinga. Það fer eflaust í vöxt, að Vestur-íslend- ingar heimsæki ættjörðina. En þar sem að nánasta skyldfólk þeirra er oft alt hér vestra og langt ér síðan að margir þeirra fóru að heiman, er skemtilegra fyrir þá að vita til þess, að félagsskapur skuli vera til heima, sem góðfúslega býður þeim að snúa sér til sín eftir leiðbeiningum; félagsskapur, sem menn eru í, er hér hafa dvalið og skilja til hlítar, hvað og hvernig þeir geta greitt götu i Vestur-Islendinga, og gert þeim heimsókn- | ina að mörgu leyti ánægjulegri en ella. I stjórn þessa félags eru menn héðan að vestan, sem allir svo að segja þekkja hér. Formaður þess er Guðmundur Sigurjónsson glímukappi; ritari ungfrú Hólmfríður Árna- dóttir og gjaldkeri Guðrún Jónasson. Auk þess eru margir aðrir nafnkunnir menn í fé- laginu, sem dvalið hafa hér vestra. Eru þar á meðal: Séra Bjarni Þórarinsson, séra Frið- rik Friðriksson, séra Jakob Kristinsson, frú Stefanía Guðmundsdóttir, A. J. Johnson, Steingrímur Arason kennari, Baldur Sveins- | son ritstjóri Vísis o. fl. Nú þegar eru félags- menn um 50. Allir þjóðræknissinnaðir Islendingar — 1 og það vonum vér að Vestur-íslendingar séu yfirleitt — munu bera hlýjan hug til þessa nýja félags og árna því heilla, og gjalda þeim, sem til þess hafa efnt, þakkir. Kveld-órar. • i. Af mér fáum fjöðrum Fletta Eggert skal — Syngi hann yfir öðrum! Ef það kostar dal. Svona hafði eg kveðtð, áður en Eggert í Stefánsson kom til Markerville og söng þar I yfir fullri kirkju af ánægðu fólki, fyrsta þessa mánaðar. Það er “ílt að heita strákur og vinna ekki til , og lítið gaman, að vera nefndur níðskældinn, en kveinka sér við- að kveða skammarvísu . Eg vissi vel, þegar eg kvað þetta, hvað klukkan slær í mínu “söng- eyra”, og í “bankabók” minni líka. Samt gekk eg í kirkju eins og aðrir — og iðraðist þar vísunnar. II. “Guð sé oss næstur! ” segja þeir nú víst, sem “söngeyrun” eiga, “ætlar þó ekki hann Steþhan G., sem eigi þekkir C frá D í söng- fræðinni, að fara að dæma um söng! Flestar kápur fara honum eins!” “Vel segir þú minn frómi!” verður þá mitt viðkvæði — en eg kem ekki “til dómsins”, heldur til að malda í móinn fyrir mig og mína líka, sem erum “á söngvum stirfnir og heldur viðskota illir”, og sýna fram á, hverjum brögðum við verðum að beita við sjálfa okkur, til þess að verða ekki féflettir með freistandi söng. III. Galdur minn er þetta: Þó lærdómurinn sé enginn, eyrun fölsk og æversnandi, hefi eg álpast inn á ofurlítið lag á sjálfum mér, sem er einfalt eins og eg er. Eg hefi ímyndað mér, að þessir tónar myndu vera að túlka mér eitthvað, sem ég hefði áður orðið var, reynt eður hugsað, í steinhljóði ins fyrirfar- andi. Við og við fanst mér það koma fram. Svona barnalegur galdur við sönglistina er auðvitað bara kukl, borin á borð við lista- skilning þeirra, sem eru “innblásnir”, en er þó eina björgin, þeim sem eru eins þykk- heyrðir og eg. Þessu takinu á sjálfum mér náði eg þó ekki við “sólskinsdaginn” ítalska’ sem Eggert söng fyrst, en fanst það þó borg- un, hátt upp í dalinn minn, að hlusta á, hve röddin var “hugljúf og hrein”. Aftur á móti þótti mér eg komast í samræmi við annað ítalskt lag, sem Eggert söng — þjójtandi gleðilag. Eg var álinn upp í nánd við ís- lenzkan foss. Þegar eg var unglingur lá eg þar stundum við hann, á titrandi berginu, unz mér fanst eg orðinn einn strengurinn í fallinu, sem henti sér þeisandi, hlæjandi, hlakkandi, í hoppandi skeytingarleysi gegn- um gljúfrin. IV. Bráðum kom svo Eggeit með Islending- ana — íselndinga í húð og hár, þannig, að bæði orð og ómar voru verk íslendinga. Þar bjóst eg við að þekkja mig betur. Til dæm- is: eg “Hef’ verið við Valagiisá” Sveinbjarn- ar og Hafsteins, og átt leið yfir hi.ia, sem hún er heitin eftir, þó ætíð lægi hún þá niðri í lítil-læti sínu. En, séð hefi eg systur henn- ar í svaðilförum — einkum eina, Grjótá. Hjá henni hafði eg heyrt flauminn í fylgi- röddunum, Gróttusönginn í grjótkastinu und- ir straum-strengnum, og furðað mig á því sem hljómarnir fullyrtu ekki um: “Að brjóstrekinn klár hafði betur”.. Þó vissi eg að Eggert myndi ekki fara með það lag. V. “Öðruvísi syngur hann nú þetta en við gerðum heima!” hvíslaði einhver jafnaldri minn að mér. Eggert var að syngja: “Ríð- um, ríðum, rekum yfir sandinn”, ferðavís- ur Gríms Thomsens, við lag eftir Sigvalda Kaldalóns. Já, einu sinni var það kvæði ferðasálmur okkar piltanna, en — við belj- uðum það þá með “gamla laginu”. Nú varð eg altekinn af rödd Eggerts: framkepninni í henni að hraða nú ferðinni — ískyggileikn- um, að sól var að setjast bak við Arnarfell, og nótt í nánd — geignum, af að verða ef til vill fyrir álfareiðinni og villast, og verða þar til, einn og uppi á öræfum, fjarri krist- inna manna bygð — alvöru neyðar-kaups- ins, að vilja gefa “vænsta hestinn sinn”, til að hafa náð næsta áfangastað við hana — og hita bænarinnar til drottins, að hjálpa hesti sínum til að bera sig með heilu og höldnu, svo langa og skuggalega leið. Það var satt: Eggert söng þetta “öðruvísi en við”. | VI. I eitt skiftið söng Eggert “Systkinin”, kvæði eftir Einar Hjörleifsson. Þar studdi rödd hans á annan streng, og væri erfitt að gera sér grein fyrir svo sljófri heyrn, að flesta, sem við voru hefði ekki snortið við- kvæmnin í rödd han$, til dæmis hvernig hann fór með hendinguna: “Drengurinn litli sem — dó”, svo alment sem sú tilfinning er þó til. VII. Einnig söng Eggert “Sverri konung”. lag Sveinbjarnaj við kvæði Gríms Thomsens. Þá varð hann — og oftar — að “aðstoða” sjálf- an sig við hljóðfærið. Skiljanlegt væri, að þeirri tvískifting á sjálfum sér, finnist það verða næmleik raddar sinnar nokkurt of- verk, þeim, sem sjálfur þekkir, ef hann nýt- ur sín ekki til síns bezta. Þó hefi eg aldrei haft meiri unun af að heyra það Iag en hjá Eggert. Kanske af því, að það var í þriðja sinnið, sem eg hefi heyrt með það farið, og ætíð af snild. En þessi syngjandi “Sverrir konungur” er einn af þqim Islendingum frá Ljóða-landi, sem mér hefir fund- ist fagurkvæðastur við minn skorna-skamts skilning, ef til vill af því, að einhverntírna í æsku lás eg Sverris-sögu, og fanst eg kynnast manni, sem átti í örð- ugustu vök að verjast, að vísu fyrir sinni eigin tign, á yfirborð- inu, en í raun og veru fyrir uppi- stæði norræns þjóðernis, og féll að lokum óhelgur í valdabanni j þeirrar trúar, sem hann sjálfur hélt, og ef til vill gat óttast, að kanske hefði mátt til að loka fyr- ir sál sinni hliðum himnaríkis líka, þó enn ætti hann þá vini, sem gætu veitt líki hans kristilegan umbúnað, í trássi við æðsta ! kirkjuvald. “Andvaka var alt mitt líf!” Undir orðum Gríms og lagi Sveinbjarnar, finst mér eg enn ganga með í þúsund ára líkfylgd þjóðskörungs, merkja latínu-söngl munkanna, og heyra líkhringing 1 kirkjuklukknanna. Dodd’s nýrnapUlur eru bezta nýmameÖaliÓ. Lækna og gigt. bakverk, hjartabilun, þvagtepDu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney PilU kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ■r S2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s Medic1®* Co.. Ltd., Toronto, Ont. , VIII. Þar nem eg nú staðar — en Eggert gerði það ekki. Eg hefi sýnt, hversu ósöngvinn eg er! en hann ekki, hversu listilega honum léti að syngja. Hann söng mikið meira. Til dæmis: “Þó þú lang- förull legðir”, lag eftir Sigvalda Kaldalóns. — — — Átti eg ekki á von! Þessu þurfti Steph- . an að koma að, af því að vís- urnar eru eftir hann sjálfan, hugsar nú einhver, sem J>etta les, og er ekki nema eðlilegt. Þó væri það rangt gizkað á raunar- lausa von. Eg get ekkert sagt um það lag enn, og einmitt af því að vísurnar eru eftir sjálfan mig — ekki einu sinni heimsku, eins og um hin lögin. Vísurnar mínar eru mér unaður, meðan eg er að setja þær saman, þar á eft- ir eru þær mér fremurtil fáleika, að minsta kosti í mörg ár. Get- ur þó verið, að ef eg lendi á þeim aftur, eftir langan tíma, orðnar nærri gleymsku-gamlar, að þá fmni eg þó enn .einhvern yl úr glæðunum, sem einu sinni brösuðu þær saman. Eg segi þetta í því skyni, að menn vill- ist síður á því, að þetta stafi frá vanþökk eða vandfýsi. Það er einskær afkáraskapur, sem ein- hverntíma kann að venjast af mér, en eg get ekki að gert. Þvert á móti, er eg á minn hátt þeim þakklátur, sem verið hafa ýð leita lags við baslið mitt — tek það þeim og mér tilmetnað- ar. En efinn minn spyr ætíð: Ei ekki þessu smáræði mínu gert þarna of hátt undir höfði? Og þá fer hugur minn “útaf laginu”. IX. Með Eggert var Pétur G. Magn- ús frá Glenboro. Hann hafði áð- ur verið hér staddur “Islendinga- dag” fyrir nokkrum árum síðan, með Gunnari Matthíassyni. Þeir skemtu okkur þá með söng sín- um. Pétur hefir meira en meðal- gjöf, af sál og barka söngmanna. Bygðar-búar hér mundu þetta enn, og fóru að hvískra um, að þeir vildu, að Pétur léti einn söng ti! sín heyra, frá öndvegi jdag- skrárstjóra, sem hann skipaði, áður en upp væri staðið. Loks lét hann tilleiðast. Upp á þessu fann fólkið sjálft. Hvað myndi þá verða, ef fynr einhverju af því ætti það að liggja, að mæta Eggert aftur? skyldi |>essi skalli hafa heyrt “skammavísuna” mína, sem eg byrjaði þetta blaður með, og hann vera að sneiða að mér? Vonandi ekki — og hefði aldrei skilið hana hjálparlaust. Svo fór hann að lýsa ánægju sinni með kvöldið yfirleitt. Tók til tvo hljóma, sem hann sagði að Egg- ert - næði, og skaraði mörgtim færum söngipanni fram úr í, og nefndi þá á máli söngfræðinga. og virtist vita. Eg lagði þar ekkL orð í. Vissi við hvern var um að eiga: mann, sem eg gat ekki “svarað einu orði til þúsund” í þessu máli — eins og VídaFn endurtök, um aðra tvo ójafna, en í öðru efni. Þó veit eg ekki, hvort þessi er svo “magnaður” að sönglistin sé honum sú “opin- berun”, að hann geti skriðið til vatns með Fofnir — “riðið vaf- urlogann” með Sigurði — lifað fógnuð Ragnhildar, er hún kva'ð: “Bjór ber eg þér” — og örlaga- harm Guðrúnar í “Einstæð er eg orðin”—þeyst Sprengisand meÓ Islendingum og sungið Sverri konung til moldar, fundið sífelt til þess við hvað hann er stadd- ur, án þess að hafa heyrtnokkru sinni getið um Niflunga og Rín^. Islendinga og Sprengisand. XII. Á leiðinni 'heim um nóttina kom yfir mig skáldsaga, sem egr hafði einhverntíma lesið. Ein- mitt “skáldsaga” — af því a$ sannleikurinn hafði ekki trúaS neinum nema skálcli fyrir að segja hana rétt: — Ung hjón settust að, í nýbýli á hrjósturlandi íss og auðna* eignalaus að öllu nema þrekinu,. viljanum, vonunum. Árin Iiðu. Bletturinn, sem þau ruddti í ó- frjóva mörkina óx að vísu, en arðurinn af honum ekki. Erfiðið þyngdist. Högum þeirra hnignaði. Löks flutti manntötur konu sína til grafar í sveit, líkt og “Oti- legumaðurinn” hans Einars Jóns- sonar. Hann endar á orðunum: Þann- ig bygðust auðnir Fannlands! Eg veit, hver sögustaðurinn er, þó aldrei hafi eg þangað kom- íð. Eg hefi lesið orð útlends manns, sem hefir litið yfir “breiða bygð”, sem þar er nú, og með líkri tiifinningu eins og Gunnar, þegar hann horfði til hlíðannnar. X. Enn bætti Eggert við, til að fleytifylla útlátin, broti úr ítölsk- um söngleik, sem ekki hafði á dagskrá staðið. Að endingu sungu eða stóðu allir útgöngusálm kon- ungs vors. XI. Eg var staddur í dyralþröng- inni, þar sem einhverjir dokuðú' og ræddu það sem gerst hafði. “Þetta^er gjöf en ekki gjald,” sagði einhver, “einn dalur fyrir annan eins söng! Trú mér til, því eg hefi reynt það, værum við stödd í stórborg, yrðum við að láta út 4 til 5 dollara fyrir annan eins söng — ef til vill lakari”. Eg vftr orðinn meira en ánægður með mín kaup við Eggert. Svo datt mér í hug söngmað- ur, sem leggur lönd uftdir fót, £ þeim erindum, að gæða dreifð- um samlöndum sínum á svifhærri sönglist, en þá flesta hafði áður um dreymt, og að auki að kenna ; cðrum þjóðum það, að Island | sé líka gætt söng og rödd, sem | þær. Honum verður alt til erf- ! iðis, tími og tíðarfar, lítill far- | kostur, örðug aðstaða, óviðbúið ! folk og ónæm eyru. Hann er al- staðar einstæðingur, nema hjá gesta-greiðvikni landa sinna, því henni hafa þeir enn ekki gleymt í ókunnugu landi, og hún gerir Hvað hún kann. Frá slíkum manni hillir að vísu, undir ræktuð lönd í ríki tíðar og tíma, “bleika akra og slegin tún”-----en, þegar þar kemur: Þannig bygðust auðnir Ems’enzkra lista! \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.