Heimskringla - 04.04.1923, Blaðsíða 7

Heimskringla - 04.04.1923, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 4. APRIL, 1923. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA. <--------------------------------- The Dominion Bank HORN1 N»TKK UAMB A V K. M ■ HkCKMHOUKB HT. HöfuSstóll, uppb.....$ 8,000 000 Var*»jóöur ..........8 7,700,000 ▲llar eiguii, yfir ..$120,000,000 8ér*takt athyeli veitt viðakít- um kaupmann* oc TMhO-M ava. SDtriajóðsdeildin. Vertir af innstæðuifé greiddir Jafn háir og annarsstaðar vlO- PHONB A MM. P. B. TUCKER, RáðsmaJKir » --------------------------- . Fyrir börnin. Hún Kata á Hóli. Mikiö dæmalaust var hann gamli Rauöur latur. \Þaö stóö á sama hvað mikið liún Kata litla baröi fótastokkinn, hann varla hreyföist úr sporunum. Aum- ingja klárinn, hann var nú líka orö- inn tvítugur og haföi altaf veriö mesta vinnuskepna. En sú hæð! Kata náöi ekki einu sinni ofan á miðjar siöur með tærnar, hvernig sem hún teygði úr þeim. Hún reið á gömlum - þófa, hún Kata. Hún var svo lítil, aö hún gat setiö á hverju sem var. Hún var bara níu ára_ Hún haföi verið send ofan að Seli til að spyrja eftir dilká, sem tapast haföi úr fénu á Hóli. Hún átti aö lýsa markinu á henni, og biöja hana Ingu gömlu ráöskonu, ef smalinn yrði var viö hana, að láta boö komast upp að Hóli með næstu ferð sem fengist. Enn var hún ekki búin að gleyma markinu; nei. Það var blaðstýft ofan vinstra og biti neöan hægra. Ha? Nei, nei, það var nefnilega blaðstýft aftan vinstra og biti fram- an hægra. Já svona var það. En hvað Langaskarð var langt Það bar nafn með rentu. Og Selið var í því miöju. Og hún mátti til aö vera komin heim aftur fyrir myrkur. Hún var svo hrædd um aö hún kynni aö mæta Stebba flæking. Og hann var vondur maöur. Hvaö átti hún annars að gera, ef hann yrði á vegi hennar? En — nei, hann skyldi ekki ná henni. Þær voru litlar, fæturnar hennar Kötu, en hún gat hlaupið á þeim, ef á þurfti aö halda. Hún mundi geta hlaupið á við þrjá gamla Rauða, er aldrei komust úr sporunum, Nei, hann Stebbi flækingur skal ekki ná mér,” tautaði Kata litla, ‘‘því ef eg sé til hans, þá stekk eg aöra hvorá leiðina sem styttri er, ofan að Seli eöa heim aö Hóli. En hvaö var nú þessi þústa þarna framundan? Eitt- hvað svart. Skyldi það vera karl- herfan ?” Gamli Rauður fór að vingsa tagl- intt og sperra evritn, en ekki greikk- aöi hann samt sporið, annars hefði hún getað þeyst fram hjá því, hvaö sem þaö var. Máske það sé manneygður tarfur, sem liggttr og er að jórtra. Nú jæja, það er gott að eg er á bakinu á honum gamla Rauö, því boli nær ekki ttpp til ntín,” tautaði Kata. Nú var hún komin býsna nærri. “Nei, hver ansinn, það var þá bara svart moldarbarð.” Nú fór aö hýrna yfir Kötu. Nú sást ofan að Seli. Þaö rar þetta, sem gamli Rauðttr var að sperra eyrttn yfir. Hann hefir séö revk- Inn á Seli. Hann fór jafnvel að greikka sporið. Rattður gamli stansaði sjálfttr á hlaðinu, og Inga gamla rak út höf- uðiö. “Nei, er þetta sem mér sýnist, hún litla Kata á Hóli? Ja, nú er eg hissa! Komstu ein, barn?'’ “Kortjdu nú sæl, Inga mín. Já — nei, viö erum þrjú; eg, gamli Rattö- ur og MóriJ’ Og hún benti á gantl- an, sjóndapran og feitan hund, sem labbaö haföi í hægöum sínttm í för- in hans gamla Rattös. “Jæja, táta min, eg held þú sért nú jafnt ein fyrir því; þeir eru báðir affarafé. Varstu ekki hrædd á leiöinni?” “Nei,” svaraði Kata litla, sem ekki vildi kannast við hræösluna við moldarbarðið. Hún rendi sér hægt ofan af þóf- anum og ofan stöuna á gamla Rauö, tók fram af honum beizlið og slepti honum í nýsleginn hlaðvarpann, svo hann gæti naslaö stráin, «em eftir stóöu, á rneðan hún stæöi við. “Eg átti erindi, Inga.* Það hefir tapast lambá úr fénu á Hóli og mamma sagði mér aö ibiðja þig, ef smálinn yrði var við hana í hjáset- ttnni, að koma boðum upp að Hóli sem fyrst. “Hvaö ertu að segja, hróið mitt, Innbá núna um miðjan sláttinn? Það er þó vist búið að færa frá ívrir nokkru á Hóli núna,” sagði gamla Inga og sattg fast upp t nefiö. "“Heyrðtt, Inga ntín, það er tó- baksblettur á nefbroddinum á þér.” “Ojæja, tötrið mitt. Eg var rétt að fá mér korn í hægri nösina núna,” sagði Inga og brá svuntu- horn f u upp aö nefinu og snýtti sér rosklega. v “Nú, hefirött þá vinstri nösina út’tndan ?’ spuröi Kata. “Ónei, skinnið mitt, eg er bara að gera það upp á sparnaö, að láta t þær til skiftis, því um túnaslátt- irn má maður ekki vera aö því aö fara í kaupstað eða neina óþarfa útreiðartúra. — En hvaö sagðir þú um ána, Kata mín ? Hvernig var hún lit?” “Já,- eg var nærri búin aö gleyma því. Hún var dilkær, grámórauð meö svörtu Iarnbi, sem haföi hvítan blett , á rófubroddinum; og markið á henni er blaðstýft ofan — nei, aft- an vinstra, og biti neðan — nei, framan hægra.” Inga gamla glotti um leið og hún sagði: “Nú, jæja, hróið mitt. Þér er bezt aö koma inn og fá þér köku- bita og nýtt smjör og volgar áfir að drekka. Þú hlýtur aö vera þyrst, að 'vera komin alla þessa leið i sól- arhitanum.” Það var býsna gott að koma til Ingu gömlu og fá allar þessar góð- gerðir. Kata hafði komið þar einu sinni áður, en þá var hún hrædd að borða, því Stína . systir hennar horföi til hennar með bannandi augnaráöi, að nú skyldi hún ekki eta eins og hákur, svo hún varð enn feinmari við matinn og Ingu gömlu. En nú var alt annað. Henni fanst einhver hlýja streyma frá henni Ingu til sín, og hún var eitthvaö svo notaleg, þegar hún var aðhlynna að Kötu litlu, og leit til hennar svo meðaumkvunarfullu augnatilliti um leið og hún spurði: “Er hún mamrna þin góð við þig, Kata min ?” “Ja—á,” svaraði Kata dræmt, þvi hún var hálf-hrædd viö spurning- una. “Kyssir hún þig nokkurntíma ?” “Nei,” stundi Kata upp. Hún mundi ekki eftir, að nokkur hefði kyst hana. “Er hún Stína góö vjö þig, Kata?” “Já, stundum, en stundum slær hún mig utanundir.” “Því er hún ekki send með boðin alla þessa leið. Hún er þó tiu árum eldri en þú.” “Já, en mamma sagði að eg væri svo lítil og ónýt, og eg hefði ekk- ert annað að gera en að skottast með þau.” “ójá, það gerði þá lítið til, hvað fyrir þig kæmi á leiðinni,” sagði Inga gamla i hálfum hljóðum. “Ef þú verður send hingað einhvern- tíma aftur, Kata min, þá gáktit bara inn, ef eg heyri ekki, þegar þú berð að dyrum; þaö getur skeð að eg verði annaðhvort lasin eða þá sofandi. Þú þarft ekki aö veröa hrædd; eg vildi heldur gera þér gott en ilt; og þú veizt að eg er hér fram eftir ölltt á haustin og mest af tím- anttm ein_ Og farðu nú að fara, svo þú verðir komin heim fyrir myrkrið, hróiö mitt.” “Eg skal láta smalann hérna koma boðum um dilkána, ef hún sést hér. Segðu þaö á Hóli.” Og Inga gamla klappaði á kollinn á Kötui um leið og hún hjálpaði henni til aðklifrast upp á þófann á bakinu á honum gamla Rauð. “Vesalings litla tátan; það er auð séð að þú ert tökubarn; annars heföir þú ekki verið látin fara alla þessa leið einsötnul. Og hún mamma þín, sem þú kallar, hsfir aldrei kyst þig! Ónei, tökubörn þurfa ekki á kærleik að halda. Vesa- lings litla tátan,” tautaöi Inga gamla um leið og hún brá fingurgómunum upp í augnakrókana og þurkaði eitt tár, sem var að læðast ofan á hrukk ótta kinnina á henni. Kata heyrði ekkert af þessu hljóö skrafi, því hún var komin af staö, og var að hugsa um, að hún Inga gamla væri annars allra bezta kerl- ing, og ekki fanst Kötu hún neitt forneskjttleg, eins og hún hafði heyrt sagt. Nei, þvert á móti, hún var svo góð við hana Kötu og klappaði á koliinn á henni. Það hafði enginn sýnt Kötu eins mikil gæði eins og hún Inga gamla. Það svndi sig sjálft. Hún hlaut að vera allra bezta grey. Kata var í góöu skapi og haföi nóg að gera að yfirvega Langa- skarð, sem kallað var. Henni fanst það sérstaklega fagurt þetta kvöld_ Hún Skarðsá teygöi sig eftir því miðju eins og Ijósblár þráður, sem lagður er á dökkan vef. En hvaö hún var blá og vatnið í henni silfurtært. Kötu varð litið ttpp í loftið; þaö bar sama lit og áin. Var ekki þetta útsýni annars dásamlegt? Þessi feiknaháu fjöll til I*eSSja hliða, með holtum, börðum hólum og grænum rindum og hrís- runnum, klettum og giljum, og litlu, niðandi lækirnir, setn skriðu í ótal krókttm' ofan brekkurnar; og bless- I að sólskiniö, sem gaf þessu öllu svo j ttndurfagran, gull-litaöan blæ. Og yfir öllu þesstt hirin yndislegi, blái, skæri himinn. þessi fagra hvelfing, sem Kötu langaði svo fjarska mikið j til aö vita, úr hverju væri búin til. En enginn vissi það nema guö, og j hann sagöi nú engttm frá því. En Kata gat nú ekki skilið að það þyrfti aö vera svo sem neitt leynd- armál, hvaða efni væri í því. Stína hafði sagt henni, að það væri bara reykur; en hún trúði því nú varla, því reykur gat ekki verið svona fagurblár. Kata litla hrökk upp af þessum httgsuniim. þegar hún fann aö Rauð ur gamli beygði við. Hún sá, að þatt voru komin upp úr Langa- skarði. og upp í Efridal, svo nú var þó farið að styttast heim. En hún bjóst ntt við aö fá skammir fvrir að hafa verið svona lengi, þegar hún kæmi heim. Æi, hvern- ig gat fólk altaf veriö aö skamma krakka, þegar veðrið var svona gott og heimttrinn svona undttr fag- ttr, hvar sem á hann var litið? Kata skildi ekkert í því. j Þegar hún kom heim, stóð mamma hennar úti á hlaði, og Kötu_ sýndist j hún svipþung; svo hún flýtti sér af baki og slepti gamla Rauð og bar þófablaðiö sitt inn í skemmuna og kastaði þvt þar upp á bita, “Nú, nú, ertu nú loksins komin, kindin? Þú ert aldrei fljót í ferð- um: Það er eins og vant er aö senda þig.” “Það var svo gott veðriö, mamma,” stundi Kata upp. “Já, eg veit það,” hi'etdti mamma hennar út úr sér; “þú ert altaf að hugsa ttm gott veður, ræfillinn þinn, í staðinn fyrir að reyna að gera eitthvað gagn og létta ttndir með nianni. Það er þó ekki svo lítið, sem þarf að hafa fyrir þér, drösull- inn þinn. Snevpstu nú inn og farðu j aö þvo askana og mjólkurílátin, og j flýttu þér svo að snáfa í bælið og | svtkstu ekki ttnt að lesa bænirnar þínar. Kata flýtti sér að gera alt, sem henni var sagt; en þegar hún var kömin í rúmið, þá gleymdi hún löngu kvöldbæninni, en fór að hugsa um gömltt Ingu í Seli, hvað hún hefði verið góð við hana,- og svo hvað himinhvolfið hefði verið blátt og yndislegt; og þegar kvöldgeislar sólarinnar liöu um fjallatindana og, máluöu þá svo fögrttm gullroða, og henni fanst hún sjá myndina af g'tiði í spegilfagurri tjörninni fyrir utan túnið; og altaf var mynd af einhverri ungri og fallegri kontt, er brá fyrir t huga Kötu litlu, innan um allar hinar mýndirnar, sem þar svifu fram og til baka. Þessi mynd færði Kötu litlu æf- inlega einhverja ró, svo hún sofnaði frá öllum þessum 'hugarstraumum, sem umkringdu hana. Þaö var komið 1angt fram í októbermánuð, og Kata litla var send aftur ofan að Seli til Ingu gömlu, meö skilaboð, sem lá á, og allir voru vant við komnir við haust anntrnar. Og Kata litla var viljug "aöfara. Kún hlakkaöi til að koma að Seli j aftur og fá góögerðir hjá Ingu. En nú gat hún ekki fengið gamla Rauð; hann hafði meiðst á fæti og var draghaltur. Svo Kata mátti til að ganga; en það gerði nú ekkert til, því hún var í rauninni fljótari að hlaupa, og svo fór Móri ganili ' með henni eins og vant var; hann var bara svo seinn aö hlaupa, afþví að hann var bæði feitur og gamall, ^ og hún þurfti oft að bíða eftir hcnum. Það var kominn haustkalsi í j veðriö og bláa himinhvolfið var ekki lengtir heiöblátt, heldttr grátt ! og þrungiö þokubólstritm og saman- ' dregnum skýjahnoðrum, sem spáöu I kalsaregni og dimmviðri. Litlu lækirnir virtust daufir á lit og nið- urinn í þeim var ólundarlegur og c'apur. Kata varö fegin, þegar hún sá ofan að Seli, og hlakkaði til aö komast inn i búrið hjá Ingu gömlu. Það væri þó ekki amalegt að fá máske heitt flatbrauö og þykka smjörsneið ofan á. Hvernig stóð á þessu, að það sást enginn reykur ttpp úr strompinum? Og nú var Inga gamla ekki úti; það var ekki von, það varsvo svalt. Hún sat sjálfsagt. viö hlóðirnar og var aö baka brauðið við hálf-út- ki’lnaðar glæöttr: þess vegna sást enginn reykur. Kata hljóp glöð heim að bæjar- dyrunum og larndi þrjú stór högg. Hún beið nokkuð lengi, en enginn | kom Hún Inga hlaut þó að hafa ^ heyrt það. Nú, það var bezt að I berja aftur. En það fór á sömu leiö. Þetta var skritið. Hún Inga ! gamla var þó aldrei vön að fat a j ne:tt enda var svo óttalega langt ti! bæjar. Og Kata baröi í þriðja sinn | c-ii enginn kom til dvranna. Alt í eintt mttndi Kata eftir þvi, ;>ð Iaga gamla hafði sagt við h ttta ; um sumarið, að ef hún kæmi ekki ,’.'l dyanna, þá skyldi hún Ka.a bara gar.ga inn og ekki vera hradd þvt 'ttin gæti annaðhvort verið stf- j andi eða lasin. Svo Kata herti ttpp , hugann og tók í bæjardyraklinkuna j og opnaði httrðina, en hikaði við að fara inn. Henni varð litið til Móra. Hann sat frammi á hlaðvarpanum og ým- ist spangólaði eöa ýlfraði. Hvað gekk að honum? Hann var ekki ■ vanur að Iáta svona. . Skyldi hon- | iim hafa orðið ilt af hlaupunum? I Nei, hann bara lét svona upp úr þurru, ólukku rakkinn. Samt fanst i Kötu að einhver leiðindi gripa sig. I Átti hún aö fara inn? Já, það var , líklega bezt. Nú var hún komin ^ 'nátt á níunda árið og var ekki hrædd við neitt. Hún teygði úr sér og leit alt í kringum sig. Já, það var læzt hún færi inn. Inga gamla hlaut að sofa fast, að vakna ekki við höggin og spangólið í Móra. Kata gekk á tánum inn göngin. Hún leit inn í eldhúsið. Það var enginn eldur í hlóöunum. Já, nú var úti um heita flatbrauöið, sem hún átti von á. Hún leit inn í búriö. Engin Inga þar. — Nú jæja, þá var bezt aö fara inn í baðstofuna, og sjá hvort gamla Inga svæfi. Já, þarna var hún og hafði lagt sig útaf í öll- um fötunum. En hún skyldi sofa með galopinn munninn, og annað attgað dregið í pung, en hitt hálf- opið. Þaö voru undarlegar stelling- ar þetta. Átti Kata að ýta við henni ? Nei, það var bezt að lofa henni að sofa ofurlítið lengur. Kata setfist á fótaskammeliö hennar Ingu göntlu og smáhorfði til hennari. hvort hún mundi ekki vakna. Ósköp var hún annars hvít í fram an, og hún hraut ekki nokkra minstu vitund. Þáö var hann Sig- mundur gamli á Hóli þó vanur aö gera, þegar hann svaf. En hvaö var þetta? Hún gat ekki heyrt hana Ingu gömlu draga andann hitð allra minsta. jKata spratt upp af skammelinu og tóð á öndinni. “Guö hjálpi mér! ætli hún Inga sé dauö? Kata tók handlegginn á henni, en hann var kaldur og stíf- ur. “Inga gamla! Ertu sofandi ? Ertu veik? Ertu dauð?” Þögn. — Hún anzaði ekki. Hún var áreiðanlega dauð. Kata var of hrædd til að geta hreyft sig úr sporuntim. Henni fanst alt hring- * snúast í baðstofunni. Alt í einu duttu henni í hug orðin, sem Inga gamla sagði við hana ttm sumarið:! “Vertu ekki hrædd, eg vildi held- ur gera þér gott en ilt”. Kötu fanst að hræðslan hverfa af sér. En nú var hún Inga gamla dauö, og hún hafði altaf veriö góö við hana. j Skyldi hún vera öll eins köld og stíf eins og handleggurinn á henni? Kata þorði ekki fyrir nokkurn mun að snerta hana aftur. En hún kall- aði hástöfum: “Inga mín, geturðu ekki lifnað aftur? Eg og Móri erum hérna alein.” Nei, hún heyrði ekki. Kötu langaði til að taka til fótanna og hlaupa alla leið upp að Hóli, en hún mundi eftir því, að hún hafði heyrt sagt, að ef fólk fyndi dauða mannöskju, þá ætti æfinlega aö hlynna eitthvað að því, svo það ekki fvlgdi þvi. Kata haföi engan klút til að breiða ofan á andlitið á Ingu gömlu, en hún gæti tekiö af sér svuntuna — það var lítil sirz- svunta — og breitt hana ofan á hvíta, stórskorna og hrukkótta and- litið. En hvað það var náfölt, og enn var tóbaksbletturinn á nef- broddinum. En sá sóöaskapur, að deyja með kolsvartan blett á nefinu. Hún var samt allra bezta kerling, hún Inga gamla. Kata tók af sér litla sirzsvuntu- bleðilinn og hélt í spælana á henni. Hún breiddi hana yfir hina köldu, hvítu ásjónu og stóð á fótaskemlin- um á meðan. Atti hún aö signa hana líka? Þaö var svo sem sjálf- sagt. Hún hafði signt yfir gráa ketlinginn hennar kisu gömlu á Hóli. þegar hún jaröaði hann í moldarholunni fyrir neðan túnið. Og vist átti hún Inga gamla ekki rninna skilið af henni en ketlingur- inn. Hún byrjaði á signingunni, hélt uppi hendinni og sagöi: “I nafni —”; en þá slapp hún með atinan fótinn ofan af skammelinu og gerði dálítinn hávaða, svo hún varð of hrædd til að halda áfram. “Þetta verður að duga handa henni Ingu gömltt,” sagði hún við sjálfa sig og skalf af ótta. Hún þorði- ekki að snúa bakinu aö Ingu, svo hún gekk aftur á bak frarn úr baðstofunni og fram öll göng, þar til hún kom út. Þá skelti hún aftur hurðinni og kallaði á Móra og hljóp alt hvað fætur toguðu. Skyldi nú Inga gamla lifna viö eða ganga aftur og koma á eftir henni ? Æ, hún þorði ekki að líta til baka. Aumingja gamli Móri var víst langt á eftir. Hann var svo ónýtur að hlanpa. Og hún mátti til að hægja á hlaupunum. — En hvað það var gott aö hann var með henni. Hún hefði annars dáið af hræösht. Hún var orðin svo þreytt og hana svimaði. En það var íarið að rigna og það hresti hana að blotna. En hvaö var að verða kalt! Hún mátti til aö hlaupa, Móri gat tölt á eftir henni. Henni fanst hún vera búin að hlaupa í marga klukkuttma, og loks var hún komin upp úr Langa- skarði. Þá fvrst þoröi hún aö líta við. Hún sá Móra langt á eftir sér. Hún mátti til aö setjast niður og kasta mæðinni. Hún var svo þreytt og það rann úr fötunum hennar. Aftur fékk hún þenna svima og eitthverk mók sveif á hana. Hún rankaði viö sér þegar eitt- hvað volgt kom viö kinnina á henni. Það var tungan á honum Móra; hann var að sleikja á henni andlitið. Hann gékk upp og niður af mæði, en samt togaði hann í handlegginn á Kötu meö tönnunum, eins og hann vildi segja: Þú mátt til aö komast 'heim. Hún stulaðist á fætur, en riðaði öll til áf óstyrk. En það var ekki mjög langt heim. Hún gat ekki hlaupiö Iengur, en þurfti að styöja sig viö Móra sinn með köflum. Þau voru komin heim undir túnið á Hóli. Þaö var orðið hálf-dimt. Þarna kom einhver á móti henni. Var það Inga gamli í Seli? Nei — nei — það var hann Sigmundur gamli próventukarl. Hann var oft góður viö Kötu. Hann kallaði til hennar: “Hvaö gengur að þér, barn? Er þér ilt ? Hvað ósköp varstu lengi; eg var orðinn hrædditr um þig. En guð hjálpi mér, hvað er að sjá þig, barn ?” Hún Inga gamla er dauö. Eg breiddi svuntuna ntina ofan á and- litið á henni.” Um leið og Kata litla sagði þetta, hné hún niður magnþrota, eins og í yfirlið. Gantli Sigmundur laut niður og tók hana í fang sér og bar hana heirn, þó hann haKur væri. Hún var gagndrepa af rigningunni og skalf og nötraði af kulda og geðs- hræringu. Hún vissi óljóst um það að hún hallaði höfðinu upp aö öxl- inni á Sigmundi gamla. Hún fann skeggið á honum koma við kinn- ina á -ér. En þaö geröi ekkert til. hún var komin heim — og aftur seig á hana þetta skrítna mók. Hún fann eins og í draumi að karlinn bar hana inn i baðstofu og lagöi hana í rúrnið hennar. Henni heyrð- ist hann kalla í byrstum róm: “Ertu þarna, Sigurlaug?” — Þaö var mamma Kötu. — “Þér finst líklega ekki komið mál til að líta eftir krakkanum. — Ekki væri þaö of- snemt þó að henni væri sýnd ofurlítil meðaumkvun, ef þú vilt aö hún haldi bæði lífi og viti. Það er ann- ars dáfallegt til afspurnar, aö senda barn á þessum aldri alla þessa leið og í ööru eins veðri og núna er, og láta hana finna dauða kerlingu. Það er nú svo, aö hún er tökubarn, En mig minnir að þú lofaöir henni Katrínu sálugu móöur hennar, að þú skyldir ganga krakkanum í móð- ur stað, þegar hún var aö deyja. Þú hefir víst ekki svikist um það!” Kötu heyrðist Sigmundur hlæja kuldahlátur, en Sigurlaug kom más- andi. “Hvað gengúr að Kötu?” “Hvað gengur að henni ?” át Sig- mundur garnli eftir henni. “Ef þú getur ekki sýnt henni, að þaö sé einhver snertur af móðureðli í þér. þá ætti líklega ekki að þurfa að reka hana áfrain hér eins og seppa. Það verður einhver til að taka hana hér í sveitinni.” hreytti hann út úr sér og pjakkaði síðan harkalega of- an í pallinn. Sigurlaug beygði sig niður og sagði: “Hvað gengur að þér, Kata?” “Mamma!” hvíslaöi Kata litla; “eg gat ekki skilaö boðunum. Hún Inga garnla er dauð.” Það kom eins og fát áSigurlaugu. “Hún Inga gamla dauð? Og þú fanst hana, barniö? Guð fvrirgefi mér.” Hún tók Kötu litlu upp á kné sér og dró af henni vosklæöin, og vafði svo volgu sjalinu sínu utan um litla kalda kroppinn. Hún kallaöi á Stínu og skipaði henni aö koma fjjótt með heita mjólk handa Kötu. Hún hallaði henni upp aö sér og strauk henni um vangann. Kata skalf og nötraöi og grét og hló, alt í senn. “Sigurlaug! Ertu ekki mamma mín?” spurði Kata. 1 “Jú, barnið mitt, eg skal reyna að vera það hér eftir. — Og þú 1 fanst Ingu gömlu lauða! Drottinn minn, ef þú héfðir brjálast af hræðslu, þá hefði guð aldrei fyrir- \ gefið mér.” Og hún þrýsti Kötu ' litlu að sér og lét hana drekka J mjótkina, sem Stína kom með í skál. og Móra var líka gefin volg j mjólk að drekka. — Þegar Kata j litla haföi sagt söguna, lagði mamma hennar hana í rúmið, og settist hjá henni og klappaði ofan á hana. Kata fann eitt tár hrynja ofan á kinnina á sér, og hevrði mömmtt 1 sían tauta: “Vesalings barnið ! Guð I fvrirgefi mér! Eg skal reynast i henni betri mamma hér eftir. Þetta ! hefir vakið mig.” Kata sofnaði og dreyntdi Ingtt l götnlu í Seli, og svo ttngu og fall- i egu konuna, sem kotn og kvsti hana á ennið. Henni heyrðist hún [hvísla: “Eg er móðir þin, Kata | litla, eg elska þig. Og Kata sofn- | aöi ennþá fastara, og dreymdi að ! englar í hvítum klæðum svifu kring um rúmiö hennar. Næsta morgun var himinhvolfið hennar Kötu litlu á Hóli oröiö fag- urblátt, og hún var aldrei oftar send ein ofan að Seli. Yndó.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.