Heimskringla - 11.04.1923, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.04.1923, Blaðsíða 1
\ Sendtí efttr verttlista ttl Kojnl Crown Soap Ltd. 6B4 Matn St„ Wlnnlpeg. Verðlann gefin fyrir Coupons og umbúðir Verðlaun gefin fyrir Coupons SendltS eftir vertSltsta tt) Royal Crown Soap Ltd. umbúðir 66« Maln St„ Wlnntner cm XXXVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 11. APRIL, 1923. NCMER 28 Canada. / ■ ■ ■ Manitobaþingið. Forsætisráðherra Bracken skýrði frá því s.l. föstudag i þinginu, að Manitoba hefði heitið samibands- stjðrninni samvinnu í því, að gera frekari rannsóknir á kornverzlun Canada. Sagði hann að fundur yrði senn hafður, þar sem nefnd manna yrði kosin til að hafa rannvsóknina með höndum. í fundi þessum taka öll vesturfylkin þátt með sambandsstjórninni. Hverjir í rannsóknarnefndinni verða, frétt íst ekki fyr en eftir þenna fund. J>etta virtist koma eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir suma þing- mennina. og spurðu þeir, hver væri valtlur að þessu, að fara nú að leggja drög fyrir "ýja rannsókn í kornverzlunarrekstrinum. En þeirri spurningu var álitið óþarft að svara. Há var rætt um fjárveitingarn- ar. Mr. Dixon lagði tii, að veit- ing fyrir ýmsan kostnað við dóms- máladeildina væri færður niður í $15,000, úr $38,885. Hann vildi með öðrum orðum lækka hana sem nam því, er .T- B. Coyne lögmaður gerir kröfur til í sambandi við rekstur Kellymálanna. En það var felt. Taylor foringi conserva- t Jva gerði aðra breytingartillögu1 við þonna reikning, sem að því I laut að lýsa vantrausti á liberal-| stjórninni fyrir, að gera þenna reikning ekki úr garði sem aðra reikninga. Hefði svona tillagai getað komið sér illa fyrir Norris- stjórnina, ef hún hefði verið við ( völdin, því hún var hrein og bein vantraustsyfirlýsing. En Mr. .Tacoh kom til bjargar liberal- stjórninni sælu eigi að síður, enda varð ekki slys neitt af þessu! Um ótal margar aðrar veiting- ar urðu nokkrar umræður, en þær voru að lokum flestar samþyktar með litlum ibryetingum eða eng- um. Skipar að hegna lögbrjótum- þarna gull í svona stórum stíl til að byrja með. Mikilsmetinn canadiskur efna fræöingur. Próf. W. Lashmiller, yfirmanni efnafræðisdeildar háskólans f Tor- onto, hefir verið boðið að halda fyrirlestur við opnun hinnar nýju efnafræðisstofnunar við Yale, og er honum með því skipað á bekk með heimsins mestu efnafræðing- um. Óttast vatnsgang í vor. íbúarnir í grend við Emerson, Man., hafa smíðað báta til þess að greta haldið uppi ferðumhindr- unarlaust í vor, ef mikið áflæði verður og vatnagangur, sem þeir búast. við. Vínföng tekin. Fylkislögreglan í Niagara Falls, Ont., tók járnbrautarvagnhlass af skozku Whisky í sínar hendur s.l. miðvikudag. Það er metið $9000. .Yaran kom austan að og hét “molasjkur” á vöruskránni. Fremur sjálfsmorð. Burton L- Perry, 22 ára að^aldri, og fyrrum í þjónustu Canadian Bank of Commerce í Calgary, réði sér bana, er lögreglan nálgaðist gistlhúisið, er hann dvaldi á, til þess að taka hann fastan fyrir að lvafa gefið lit einkis verðar liankaávísanir. Olíugerð. í Lethbridge, Alberta, á að reisa $75,000 oiítigerðarhús á kom- and’ sumri. Féð til fyrirtækteins kemur frá Vanvouver og Leth- briclge. Félagið á að heita Dom- in’on Refineries Ltd. Efnið til framleiðslunnar verður tekið úr oiíulindunum á landamærum Al- berta og Britisli Columbia. J. C. Williamson frá Vancouver hefir nmsjón verksins með höndum. iliutir verða ekki seldir í félagi þessu. hann ennfremur, “er fyrir löngu fær um að taka hlutina í sínar hendur, og það miin sannast fyr en seinna, að hann grípur valdið og ráðin úr höndum auðkóng- anna.” Dómsmálaráðherra Hon. R. W. Gripakaupendur frá Englandi. Craig hafði nýlega fund með dóm- urmri og iögreglu Winnipegtoorgar og Manitobafyilkis, viðvíkjandi hegningu fyrir vfnbannslagalbrot. Gaf hann þá skipun að fram- fylgja lögunum nákvæmar en gert liefir verið og leggja fangelsisvist við fyrir fyrsta lagahrot. Lögin ákvæðu það og það yrði að fgi'a að framfylgja því ákvæði, ef lög- ( in ættu ekki með öllu að verða fótunj troðin og virt að vettugi. Eigendur hótelanna eru æfir út f þetta, og segja það til þess gert að sýna, að vfnbannslöggjöfin sé áhrifameiri í augum alménnings, sem bráðum á að greiða atkvæði ^ um hana, en haldið hafi verið. Hér f bænum hefir þetta mjög! takmarkað ef ekki með öllu tek-^ ið fyrir vínsölu. Rice Lake gullnámuhérað. Um $4000 dollara virði af gulli hefir verið sent frá Rice Lak< | héraðinu til peningasláttustofnun ar stjórnarinnar í Ottawa, af I Kingtisher námafélaginu í Winni- peg. Af þeirri upphæð þurfti fé | lagið að greiða $106 f ' afgjald (royalty) til stjórnarinnar- Félag þetta hefir hlotið fyrsta (fjögra kvarts) námuleyfi sambandsstjórn arinnar. Og Rice Lake héraðið er nú markað á kortinu sem gull-J námnhérað, að skiptin stjórnar-^ innar. Ánægja er látin í ljós f fregninni af þesu yfir því,, að það I skyhli vera féiag, sem heima áttij innan fyikisins (Manitoba), sem fyrst varð til þess að framleiðal Hér í Canada er staddur maður, er Hiil Foster heitir, frá Norfolk á Englandi, og er að kaupa naut- gripi. Hann ætlar að kaupa um 20—30.000 nautgripi liér, ef hann getur fengið þá. Maður fyrir hans hönd I.jijaði að kaupa naui pening f g 'ipagarðinum í St. B jf.i face s. 1. laugardag. 4. júní helgidagur' Dar sem fæðingardag konungs, 3. júní, ber upp á sunnudag, verð- ur mánudagurinn 4. júní haldinn helgur í CanaFa. Sambandsstjórn in lýsti þessu yfir nýlega. Bylting eina vonin. “Það er aðeins eitt, sem sveigt getur frnnska lýðveldið frá þeirri j sbefnu, sem jiað hefir tekið gagn-! vart Djóðverjum, og það er, ef J vottaði fyrir hyltingu á býzka- landi.” Dannig fórust Dr. Henri Hauser, prófessor í þjóðmegunar- fræði við hásköliann í Parfe, orð á mentamálaþingi Oaniada, sem nii stendur yfir í Toronto. “Frakkland er enn hreyfiafl trelsisins. Ef þýzkaland væri í veruleika lýðfrjálst land, myndi Fi-akkland og franska þjóðin kki iiika við að fela stjórninni á hend ur að gera friðarsamninga við það nágranna lýðveldi. En Frakk- land getur með engu móti samið við hina harðsvíniðu auðvalds- sinna, sem þar ráða nú lofum og lögum.” sagði prófessorinn. “býzki verkalýðurlnn," segir Önnur ltfntf. •‘Rommflotinn”. Graham þingmaður frá Illinois hreyfði því nýlega, að þeas yrði ekki langt að bíða, að • stjórn Bandaríkjanna fyndi sig knúða til að senda sjóflota sinn út af örk- inni, til þess að herja á “romm- flotann” svokaliaða, sem út við landhelgtemörkin fer á sveimi og grípur hvert tækifæri sem gefst til að smygla áfengi inn í Banda- ríki.n. Vínsmyglun sú er orðin þjóðinni til skammar og skaða og verður að upprætast, segir þingmaðurinn. Þess má geta, að Graham þessi hefir mikið fylgi hjá stjórninni, og er talinn lík- legur til að verða leiðtogi repu- hlika á næsta þihgi. Sú átjánda. Kona ein í Wilkes Barre í Penn- sylvania, höfðaði nýlega má' á móti manni sínum, Charles W. Davis að nafni, og brá honum um samúðarleysi og skort á heimilis- skyldurækni. Dómslólarnir mrolt- ust til þess að konan sýndi um- burðarlyndi, því Davis væri 73 ára að aldri og svo væri hún átj- ánda konan, sem hann hefði gifst um dagana. Pan-American félagiö. Dr. L- S. Rovve, einn í Banda- ríkjanefndinni á Pan-American fundinum í Santiago í Chile, hefir lagt til að .■ifarfssvið félagsins sé víkkað svo, að það láti sig her- mál skifta, eigi síður en verzlun- ar- og mentamál. Lamin svipum. Mrs. Fredericka Pace frá New York og Lynwood Bright frá Ma- con, Georgia, voru á skemtigngu í gre.nd við Macon nýlega, er nokkrir dulklæddir menn gengu fram á þau og .lömdu þau og hýddu með hestasvipum. Brigjht þessi hafði nýlega krafist skiln- aðar frá konu sinni og var veitt- ur liann. En málið vakti óhemju æsingu, og kona hans nefndi þessa Mrs. Bace sem orsök skilnaðarins að nokkru leyti. Ku Klux Klan er ltaldið að gefið hafi Bright og Mrs. Pace þessa ráðningu. Doyle kemur með nýjar sannanir. Sir Arthur Conan Doyle kom með skipinu Olympic til New York s.l. miðvikudag. Hann hefir nú með sér nokkur ný gögn við- víkjandi sálarrannsóknum og ætl- ar að leggja þau fyrir visTnda- menn og láta þá skera úr, hvort þau séu nokkur sönnun fyrir/skoð unum sínum á tilveru lífsins eftir dauðann. I . Kvarta undan valdi Frakka. Verþamannasamtökin á býzka- landi hafa sent verkamönnum víðsvegar út um heim ávarp, sem biður þá um að sporna af mætti á móti valdi Frakka. Segjast þýzku samtökin ekki gera þetta vegna sjálfra sín, heldur vegna allra verkamanna, því afleiðingin komi öðrum við eigi síður en þýzkum verkalýð- Afnám fjölkvaenis. Múhameðstrúarmenn f Albanfu höfðu nýlega þing með sér í Tir- ana. Var h»r santþykt að afnema fjölkvæni og skylda konur ekki til að bera blæjur fyrir andliti á opinberum stöðum, livað sem kal- ífa-reglan segði um það. Cornarvon jarl dáinn. Carnarvon jarl, sá er fyrir leit- inni í gröf Faraós Tut-ankt-amen ;stóð á Egyptalandi, lézt s.l. mið- vikudag. Dauðamein lians \iar blóðeitrun, sem stafaði af biti eit- ur skorkvikindis. Carnarvon hafði liaJdið uppi leitinni eftir þessari gröf á Egyptalandi í 7 ár og hafði varið til þess utn $100,000 úr eigin vasa. S.l. desember datt hann loks ofan á hana. Jarldóminn erfði hann eftir föður sinn 1890. en hann var fjórði jarlinn af Car- narvon, merkur maður og var nýhnduritari í stjórnartíð Der- bys. Hann var og annar flutn- íngsmaður North American ný- lcndulaganna í brezka þinginu. Móðir þessa nýlátna, eða fimta jkrls af Carnarvon, var komin af rott Chesterfields lávarðar, stjórn- málamanns mikils. Fimti jarlinn af Carnarvon var fæddlir. 26. júní 1866. Árið 1895 giftist hann Almina W'omhwell- Hún erfði mikið af auði Roth- childs, auðmannsins mikla. Hún. ásamt dóttur þeirra og syni, Port- chewster lávarði frá Indlandi, voru við dánarbeð hans. Eins og við er að búast, halda margir á Egyptalandi, að dauði Carnarvons jarls hafi komið sem hogning frá Faraó gamla fyrir að raska ró hans í gröfinni. bykjast margir þess fullvtesir, að karlinn hafi liaft eiturefni með sér í gröf- ina til þess að hegna þeim, er þangað leituðu. Og að jarlinn af Carnarvon hafi snert þessi eitur- cfni og blóðeitrunin liafi stafað af þvf, finst þeim auðsær hlutur. En vfeindameinn telja ekkert eit- urefni hafa getað ha.ldið áhrifum sínum svo lengi í gröfinrti, þó trú- in um það, að Faraó hafi látið eitthvað af þeim fylgja sér, væri á einhverju bygð. Cecil lávaröur og Bandaríkin. Robert Cecil lávarður frá Eng- landi hefir verið í Bandaríkjunum undanfarið. Hann hefir afdráttar- laust talað um þörfina á því, að Ba/ndaríkin gerðust félagi í þjóða- sambandinu, til þeas að hjálpa Ev- rópu til að komast sem fyrst aftur á fæturna. Að Bandaríkin taki sig út úr og láti sig engu skifta, hvernig alt gengur í Evrópu, á- lítur hann ólofsverða stefnu. beg- ar hagur Evróþu batnar, hafa Bandarfkin hag af því sem önnur lönd og bera sig eftir viðskiftun- um. Hví draga þau sig nú f hlé, þcgar þau geta orðið Evrópu til svo mikils góðs? Hann heldur ])ví fratn, að það sé einhliða inni- lokunarstefna, sem Bandarfkin veifa fyrir sig. Hvort sem Cecil lávarður hefir rétt fyrir sér í þessu eða ekki, er það að verða ro ljósara og ljósara, að í Bandaríkjunum er að vakna taiteverð hreyfing í þessa sömu átt um afstöðu Bandarfkjanna og Cecil heldur fram. Því itefir ver- ið lýst yfir skýrt og skorinort af mörgum, að aðalmálið f næstu kosningum skuli verða um af- stöðu Bandaríkjanna í Evrópu- eða utanríkismálum. Og forseta- kosning fer fram að ári liðnu. Að ferð Cecils hafi nokkur áhrif á þær, er því all-lfklegt. Gömul stytta fundin. f Mesopotamíu hefir nýlega s fundist stytta, sem haldið er að' sé 5200 ára gömul- Hún var fund-J in af leiðangri, sem gerður var út j af háskólanum í Pennsylvania og, brezka safninu sameiginlega. Það var í Kaldeu, Úr megin, er verið var að grafa, er styftan fanst. Hún er haldin að vera af Ennan- tum konungi f Lagash, sem ríkti 3200 árum fyrir Krists burð. Stytta þessi mun vera ein sú elzta, sem til er. Hún er öll þakin með sögulegri áritun, sem eflaust er hm mikilsverðasta fyrir söguleg- ar rannsóknir þessara fyrri alda. ,á Dominion verzlunarskólann í vet- ur. fóru s.l. laugardag til Riverton og munu dvelja þar i sumar. Winnipeg. Thqrvaldur Thorsteinsson frá Keewatin, Ont., seni ásamt dóttur sinni, Mrs. Fraser, Hefir um tveggja vikna tíma dvaliö hér vestra, í Sel- kirk og Wininpeg, hjá kunningjum og venzyafólki, iagði af stað heim- leiðis aftur s.l. laugardag. Bótnar við vísuhelmingana í seÍR- asta blaði hafa margir borist og verða þeir geymdir og birtir í næsta blaði, ásamt fleiruni, er berast kunna. Misprentun varð á aðgöngumiö- um að afmælisfagnaði Samtbands- safnaðar; þar stóð “marz”, en átti að vera af>ríl. Þetta eru menn beðnir að athuga. Bjarni Sveinsson frá Howard- ville, Manitoba, er oss sagt að ætli að flytja búferlum í lok þesSa mán- aðar til Iveewatin í Ontario. Leikmannafélag Sambandssa f naö - ar er að undirbúa skemtisamkomu, sem haldin verður seint í þessum mánuði eða í byrjun ma'í. Góðir ræðumenn verða fengnir til að kapp ræða þar um vínbannsmálið; einnig upplestur, söngur og fleira verðuc þar til skemtunar. SkemtiskráÍR verður auglýst s’ðar. Isleifur Johnson frá Hove var staddur í bænttm s.l. fimtudag. Hann kvað líðan Islendinga þar í bygð góða. Mr. og Mrs. Elías Elíasson £rá Westbourne, Man., voru stödd hér í bænum um páskana. Þau brugðu sér norður til Selkirk til að heim- sækja skyldfólk sitt þar, en héidtl heintleiðis s.l. mánudag. Jónas Hall frá Edinburgh, N. D., var staddur í bænunt yfir páskana. Hann var að leita sér lækninga við augnveiki. Af viðtali við hann, meðan hann stóð við inni á skrif- stofu Heimskringlu, duldist það ekki að hann er enn sem fyr ungur í anda og athitgull. Halldétr Daníelsson frá Langrutlt leit inn á skrrfstofu Heintskringiu s.l. miðvikudag. Hann stóð stutta stund við, en hafði frá niörgu skemtilegu að segja, enda er hann þiilur í íslenzkum fræðum. Hann var þingmaður um eittskeið heima á Islandi. Samkoma til hjálpar nauðstaddri fjölskyldu vetrður haldin næsta mánudagskvöld (16. þ. m.) í Sam- bandskirkjunni á horni Sargent og Banning stræta. Þar flytur séra Rögnv. Pétursson stutta ræðtt. og söngvar verðá þar ntargir og góð'r. og þarf ekki nema benda á nöfn þessara. er þátt taka í þeini: Mrs. I’. S. Dalmanrt. Mrs. Alex Johnson. séra Ragnar E. Kvaran, Arthur Furney og Mrs. C. Brown. Svo hefir og ung stúlka Jiar upplestur. Samkoman byrjar kl. 8.15 að kvöld- inu. Inngangur 25c. Jóhannes Johnson frá Mikley var stadur í bænum s.l. fimtudag. Hann var að sjá fiskiviðskiftamenn , . . ' . i stna í Selkirk og brá sér til W-nnt- peg um leið. Mrs.' Sigurborg Haligrímsson að Glenboro, Man., lézt mánttdqginn 2. apríl s.l. Jón Reykjaltn frá Selkirk var staddur í bænuim í gær. Brynjólfur Þorláksson eöngkenn- ari kom nýlega til bæjarins. Hann hefir verið noröur í Arborg um tíma við söngkenslu og við að stilla hljóðfæri. Hann hygst að dvelja hér, til loka þessa mánaðar og gefur sig við að stilla hljóðfæri þann t'ma. Vér viljum benda þeim Islend ingum á það, sem þttrfa að láta stilla hljóðfæri sin, að Mr. Þorlaks- son er þaulvanur þvi verki. og er kunnur að vandvirkni. Hann er að hitta daglega að 631 Victor St. Sími N 6549. Sjá auglýsingit á öðrum stað í blaðintt. Kriðrik Guðmundsson frá Mozart, Sask., var staddur hér í bænum t vikunni sem leið. Hann hélt vestur aftur á föstudag. Sttnnudagaskóli Sainliandssafnað- ar byrjar framvegis kl. 11 f. h., í stað kl. 2 e. h., eins og áður var. Foreldrar þeir, er senda börn á skólann eru beðnir að athuga þetta. Einar Þorgr'tmsson frá Amaratith var staddur i bænurn s.l. mikviktt- j dag. Árni G. Johnson frá Vogar, Man. var staddur i bænum s.l. miðviktt- dag. Hann fór út til Langruth og bjóst við að dvelja þar mánaðar- tíma. Steinunn Jónsson frá Hnausum kom til bæjarins s.l. miðvikudag. ; Hún fór dagin neftir út til Lundar i til að heimsækja systur sina Kat- rinu, og dvelur hjá henni nokkra j daga. | Séra Albert Kristjánsson kom til bæjarins á þriðjudaginn í síðustu viku. Hann kom til þess að jarS- syngja Mts. G. Mathews, er jarð- sett var þann sama dag. Mrs. G. Hansson og sonur hennar Ingi Hansson, sem gengið heftr hér Þá hefir Manitoha þingið sam- þvkt að veita áfengisfélaginu hérna (Moderation League) ósk sína, og láta ganga til atkvæða á næsta sumri, liklega í ' byrjun júní, um það. hvort vinbanniö skuli halda á- fram í Manitoba eða ekki. Við Goodtemplarar vonum, að all ir bindindisvinir beiti áhrifum stn- um og atkvæðum þannig, að vín- bannið verði samþykt á ný með meiri atkvæðamun en áður. En þetta strið, sem við erum nú neyddir tjt i, kostar okkur meiri peninga en við höfum ráð á. Þess vegna var kosin nefnd í stúktmni Heklu til þess að safna fé, ‘ og sú nefnd hefir nú samþykt að 'eita samskota í þeirri von og trú, að því verði vel tekið af öllum þeim, sem unna vínbanninu sigurs á ný. Hvort þeir eru i Winnipeg eða öðrum bæjum og bygðum, nær eða fjær, öll hiálp i þessu efni verður þakk- samlega meðtekin og kvittað fyrir. B. M. Long. 620 Alverstone St., WinRÍpeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.