Heimskringla - 16.05.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.05.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. MAÍ, 1923. WINNIPEG, MANITOBA, 16. MAI, 1923. Tíu merkustu bækur heimsins. Það getur stundum komið fyrir, segir H. 'G. Wells nýlega, að |fávíslegar spurningar véki eftirtektarverðar umræður. Þegar hann lét sér þessi orð um munn fara, var hann að hugsa um það, er frétlaritarar nokkrir komu til hans og báðu hann að segja sér, hverja að hann skoðaði sex mestu menn heimsins. Hann svaraði spurningu þeina. Þó nokkrir yrðu Wells ósammála um þessa menn, gladdi það hann, að verða þess áskynja, að þetta efni skyldi hafa þau áhrif, er í eftirfarandi orðum og mörgum öðrum þeim svipuðum, birtust í blöðum og tímaritum: / “Míklir menn voru nefndir og um þá var rætt áf viti. Menn söktu sér niður í lestur æfisagna þeirra, og ekki nóg með það, held- ur var leitað í alfræðibókum og sögunni, að ummaélum um hetjur þær og mikilmenni, er hverjum einum voru kunnar. Sá lestur var óneitanlega hinn þarfasti.” Nokkru áður, og nú eigi alls fyrir löngu, var svipuð spurning aftur lögð fyrir H. G. Wells, af útgefendum ritsins “American Magazine”. Spurningin var um það, hverj- ar Wells áliti tíu markverðustu bækur heims- ins vera. Mr. Wells svarar einnig þessari spurningu. Dregur hann fyrst athygli að því, hve ósann- gjöm þessi purning sé, og hve erfitt sé að svara hfnm. En eigi að síður er hún svo töfrandi, að hann getur ekki látið vera, að leitast við að gera henni einhver skil. En ýmsar bækur varð hann að lesa aftur gaum- gæfilega til þess, og eitthvað af bókum, sem hann hafði ekki áður lesið. Og svo spyr hann fyrst: “Hvað er bók? Er biblían bók? Eru fjölfræðibækur það? Er “Hálf klukku- stund hjá beztu rithöfundum’ það? Eða lei’krit Wiiliam Shapespeares? Það væri ekki vandi að velja fyrstu bókina á skrána af tíu markverðustu bókum heimsins, ef við köllum bfblíuna bók. En hún er ekki bók út af fyrir sig, heldur heillar þjóðar bókmentir, segir Welis. Aðalvandamálið, að því er biblíuna snert- ir, er að ákveða, hve margar af hinum sextíu og sex bókum hennar, skuli taldar með þess- um tíu merkustu bókum heimsins. Mr. Wells nefnir tvær, Esaja-bók og Markúsar guð- spjall. Hina fyrri segist hann velja vegna þess, að hún sýni betur en allar hinar bækur Gamla testamentisins, hugmynd Gyðinga- þjóðarinnar um útvalningu vissrar þjóðar til þess að sannfæra heiminn um tilveru eins guðs allra manna. Og Markúsar guðspjall velur hann af því, að það skýrir betur frá Hfi og persónu Krists en önnur guðspjöll Nýja testamentisins. Meðal trúarbóka Buddah sér Wélls enga, sem eins áhrifamikil sé og Esaja-bók; hann gengur því fram hjá þeim og nemur næst staðar hjá Confiscíusi. Fer hann þessum orð- um um kínverska menningu: “Kínverska menningin 'má jafnvel fremur en Gyðingdómurinn og kristindómurinn heita til orðin fyrir bókmentir og teljast vernduð og geymd í bokum. En eigi að síður verður erfitt að benda á aðalbók þeirj-a í menning- aráttina. Hinn mikli kennari Kínverja, Con- jfucíus’ slkrifaði bók. Svo mikið er víst. En hún er ekki annað en hreinn og bejnn annáll — Lú-annálarnir svonefndu. Hina eiginlegu kenning hans er að finna í mörgum bókum, sem skrifaðar eru af lærisveinum hans, og jnunu “Hin miklu vísindi” (The Great Learnings) vera þeirra mest. Þá bók ætti að mega kalla hina þriðju mestu bók heims- • ** jns. Fjórða bókfn í upptalningu þessari verður Kóraninn, “þrátt fyrir galla hans og bók- mentalega fátækt í sjálfu sér,” segir Wells. “En han ner óneitanlega ein bók, en ekki margar, og er skrifaður af einum manni. Á- hrif hans Iiggja ef til mest í því, hve stað- hæfingar hans eru Ijósar og emfaldar, og ^inna *hispurslausastar í því, sem neitað er og fordæmit/ Með því að hann afneitar með öHu fórnum og slíkum yfirnáttúrlegum presta blekkingum, leggur mikla áherzlu á þá vissu, að spámaður þeirra hafi verið maður en ekki guð, og með því að 'taka skýlaust fram, að pílagrímsferðirnar til Mecca séu hjáilp til þess að kanna og vékja eftirtekt á siðakenning- unni, en sé ek'ki sáluhjálparskilyrði, er Kór- aninn ef til vill — ja, hvað skal segja? — ekki sú bók, er Ieng9t gengur í því að rífa niður skurðgoðadýrkun, en er að minsta kosti bók, er flestum bólkum fremur ætti að varna henni að festa rætur.” Ot frá þessum hugleiðingum snýr Wélls sér að grískum bókmentum. Bendir hann á það, að útbreiðsla Kóransins hafi gert vís- indaleit mögulega í arabiska heiminum. Ara- bískir og múhameðskir stúdentar litu rann- 6akandi augum aftur í tímann. Þeir komu aftur auga á hið forna Grikkland. Segir Wells þetta um grfsku bókmentirnar: , “Það mun mjög alment skoðað, að í sam- bandi við gríslkar bókmentir sé fyrst og fremst um tvo menn að ræða eða ritverk þeirra. Það eru þeir Plato og Aristoteles. Af ritverkum Platos ber eitt af ölllum hmum. Það er “Lýðveldið”. Hann reit það að vísu með sínom fyrstu verkum, en það er svo á- kveðið og sjálfstætt, að eitt út af fyrir sig má það stórverk heita. Það var hm fyrsta “Utopia”, sem skráð var, og hefir öllum bók- um fremur vakið frelsishugsjónir manna af sveíni....... Af ritum Aristotelesar eru tvö, sem eflaust kveður mest að. Það eru “Eðlisfræði” hans og “Sögu-annálarnir”. Hið síðara sýnir ef til viH betur en nokkuð annað, hina miklu andagift Aristotelesar, áhrif hans á samitíð sína og hina skörpu ’gagnrýni hans á, hvað sönn þékking er, og sem var mannkyninu hans stærsta gjöf. Af þessum tveim bókum itel eg “Sögu-annálana” eiga frekar heima sem sjöttu bókina á meðal hinna tíu mestu bóka heimsins, héldur en “Eðlisfræðina”. Sjöundu bókina nefnir Wells “Ferðir Mar- co Polos” Hina áttundu “Hringrás himin- hnattanna (The Revolutions of the Heavens) eftiar Copernicus. Báðar þessar bækur seg- ir hann “bókmentalegs eðlis, og báðar boði þær nýtt tímabil. Hin fyrri kom Vasco de Gama tií að fara til Indlands og Columbusi leita Ameríku, og gerði úr hihum flata, tak- markaða heimi forns átrúnaðar hina hnatt- mynduðu veröld vorra tíma. Hm síðari miðaði beint á það, sem segja má, að hé- gómagirni samfara þekkingarleysi mann- kynsins væri kærast. “Hún sýndi að jörðin var ekki miðpunktur heimsins, en aðeins plá- neta er ásamt nökkrum öðrum jarðstjörnum snerist um sólina. Þegar að vali níundu bókarinnar kemur, er um tvær bækur að velja. Það er “New Atlantis” eftir Francis Bacon og “Principia” (undirstöðulögmálið) eftir Newiton. Velur hann samt þá fyrtöldu, og færir þær ástæður fyrir því, að bók sú, sem undirstöðu lagði fyrir “óorganiskri” rannsókn, og sem ótak- möfkuðu áframhaldi hafi rutt braut í vísinda legum rannsóknum, hljóti jafnvel að vera tal- in fremri hinni dásairílegu útskýringu New- tons á tiðfangsefni sínu. / iSíðasta og tíunda bókin, er hann nefnir, er “Uppruni tegundanna” (Origin of Spec- ies) ef.tir Darwin. Segir Wélls um þá bók, að hún hafi ráðið niðurlögum einnar stærstu blekkingarinnar, sem manrtkynið hafi ver- ið haldið af. Með henni endi 25 alda æska mannkynsins, en manndómsaldir þess byrja. Með þeirri bók hætti maðurinn að lifa í hin- um takmarkaða og barnalega skapaða heimi sínum, sem fynr hann átti að vera skapaður og með honum átti að ná fullkomnun sinni, og byrjaði að gera sér grem fyrir því stóra, mikilfenglega og fagra, hinum ótákmörkuðu möguleikum og hmum endalausa æfmtýra- Jífi, í stóru sem smáu, í albeiminum, eigi síð- ur en í vorum jarðneska heimi og Iíft. Þeir miunu aðeins fair, sem ekki er ofvax- ið að gagnrýna ástæður Wells fyrir vali þess- ara tíu beztu bóka heimsins. Og’ eflaust hefði hann getað bætt við öðrum tíu bókum, sem lítið standa hinum upptöldu að baki að áhrif- um og mikilvægi. En með því að talan var svona takmörkúð, var ekki Ikostur að geta þeirra. En eins fyrir^það getur mörgum þótt fróðlegt, að heyra, hverjar hinar fyrstu tíu baekur Wells skoðar markverðastar, og það sem hann um þær segir, þó ékki sé nema Íítillega á það drepið hér. Hvað er að frétta frá » Evrópu? Er ekkert nýtt í fréttum fráEvrópu? Sýð- ur altaf í pottinum þar? Breytist átsandið ekker til batnaðar? (Vikulega og jáfnvel daglega spyrja menn þessara spurnin^á. Og það er eðlilegt. Þó Evrópa sé f jarri, snertir ástandið þar oss ék'ki svo lítið. En fréttiirnar eiu ekkert betri en fyr. Hat- urseldurinn logar stöðugt undir pottinum, og ef til vill aldrei glaðar en nú . Eðlilegasta spurningin er: Hve langt verður þar til upp úr sýður? , Frakkar eru að stíga fastar og fastar á hálsinn á Þjóðverjum í Rubr, dag frá degi, og hatur Þjóðverja til þeirra vex að sama skapi. Lausannefundurinn, sem haldinn var til að reyna að koma á saéttum á Tyrklandi, Sýrlandi og Mesopotamírí, kemur engu til leiðar í þá átt. Fulltrúarnir sitja þar ráða- lausir og horfa hver á annan. Utanríkisritaiji Breta hefir sent Rússum ,skeyti, sem undir venjulegum kringumstæð- um hefði vakið óhemju æsingu, og hefði ef til vill verið skoðað hið sama sem að segja Rússum stríð á hendur. Síðustu fréttir frá Englandi herma, að stór um sé verið að auka flugliðið. , Lloyd George lýsti því nýlega yfir — og yfirlýsingar hans þýða stundum eitthvað — að brezika ríkið hafi frélsað Frakkland og Belgíu frá glötun, og það ætli sér að vernda freisi heimsins, meðan nokkuð sé ef.tiir af því, hvað sem það kosti. Þetta er strengur, sem vel Iætur í eyrum manna að heyra slegið á, enda vöktu ummælin lófáklapp mikið í Lundúnumi. Og Poincaré, hinumegin við Ermarsundið, er að verða svo húsbóndalegur, að Belgía verður að minna hann á dygð þá, er var- færni heitir. Þegar tilboð Þjóðverja um borgun skaðabótanna kom til Frakklands, ætlaði hann ékki að iíta á það, og ef forsæt- isráðherra Belgíu hefði ekki mint hann á, að þeir yrðu enn að sýna þolinmæði, hefði 'hann kastað tilboðinu ólesnu framan í sendimenn Þjóðverja. ( Hvert stefnir þetta? Er menningin vest- ræna enn í hættu stödd? Er annað stríð að brjótast út? Er nokkur önnur úrlausn mögu- leg á öngþveiti því, er stjórnmál Evrópu eru komin í? Og verður hatrinu, sem þjóðirn- ar þar bera hvor til annarar, útrýmt áður en það brýzt út í stríði? Hér er farið að spyrja slíkra spurninga í fullri alvöru, svo ískyggilegt þýkir stjórn- málaástand Evvópu þessa stundina. Þetta er land alls þess, sem mikið er. Mikilla bygginga, mikilla landsvæða, mikilla vatna, mn'.:!Ia skóga, mikilar uppskem. mik- illa skulda! Hverju alþýðan orkar. Sykur er sagt að hafi lækkað eitthvað í verði, síðan efnt var til samtalka meðal ail- þýðu gegn háverðinu á honum. Þó samtök þau megi enn beita í fæðingu, virðast áhrif þeirra strax vera komin a*ð nokkru í Ijós. Qrsölkin fyrir háverðinu á sykrinum er al- ment skoðað að eigi rót sína að rékja til þess, að einhver hafi ætlað á stuttum tíma að mata krókinn á sölu á honum. En það getur illa brugðist, ef alþýðan skyldi taka höndum saman um það, að minka sykur- kaup sín ált að bélmingi næstu tvo mánuði. Og það er ekkert vafamáj, að ef fólk vill, getur það minkað sykurlkaup sín um 50%. Þetta ráð, sem atþýðan hefir gripið til í sambandi við sykursöluna, er eftirtektarvert að ýmsu leyti. Það kemur manni til að spyrja, hvort að þarna sé ekki að opnast ný leið, sem álþýðunni gæti komið að gagni að fara, þó um annað væri að ræða en sykur. Samsteypufélögin (Trusts) geta sett upp verð á vörum sírium. Það eru að vísu til lög, sem koma eiga í veg fyrir slíkt, en þau hafa sjaldan orðið alþýðunni til mikillar blessunar í reyndinni. Rn álþýðan er stærra og voldugra sam- steypufájag en verzlunarsamtökin, ef hún viíl beita valdi sínu. (Við skulum gera t.d. ráð fyrir, að ein* þver algeng vara hækkaði svo í verði, að auðséð væri, að með því ,ætti að auðga fá- eina menn. Ef — þó ek'ki væri nema fámenn ;— samtök væru hafin meðal álþýðu á móti því, yrðu félögin að sitja með vöruna óselda. Það þyrftu að vera ákaflega öflug verzlunar samtök, sem til lengdar gaétu haldið velli á móti samtökum lýðsins. Og nú á tímum er bæði fljótt og auðvelt að mynda samtök. þar sem bæði eru símar, blöð og greiðari samigöngur en ndkkru sinni fyr., Að ætla sér að flá alþýðuna og beita hana allskonar ósanngirni, getur dregið dilk á eftir sér framvegis. Framtíð Evrépu. Eftir Ludendorff marskálk. 1 bók sinni “Hugsanir. og endur- minningar” spáir Bi.sma.rok því um Evrópu, að annaðhvort vierði hún frönsk eða rúsisnesk, ef Þjóðverjar verði áhrifalaus jijóð og vanmiegn- uig þes« að ihalda Evrópufriðnum í jafnvæigi- Núverandi Bolshevika- herrokli Asíuþjóðarinnar í Búss- laudi, sern í raun réttri miðar að sam-.sliavne sk r i þjóðernishreytingu, getur enn sem komið er ’ eJdd bor- ið sfg saman við herveldi Frakka. Það mun tæplega geta látið til sín taka langt út fyrir landamiæri hinis núv’ierandi Búaslands. 8á tími virðist því vera nærri, að Evrópa verði frönsk. . Frakkiiand er nú stærsta herveldi veraidarinnar. Þess vegna á það vini og bandamenn á meginlandi Evrópu. Með fáheyrðu broti á Yersalasamningunum hefir það ný lega hertekið Buhr-héraðið og aðra þýzka landishluta, og mun taka enn mleira síðar. Fyigir það þar hugsjónastefnu sinni í hier- miálapólitlk, að leysa þýzka ríkið upp, og þannig ná fuillnaðarhefnd á þeim mótstöðumanni sfnum, sem sögunni samkvæmt hefir ávalt get að boðið valdaistefnu Frakka byng- inn, þansgað til að Þjóðverjar á sviksanilogan hátt afvopnuðu sig sjálfa. Ennfi'emur ætla Frakikar endanilega að stafna og tryggja harðstjórn sína yfir Ewópu. Með því að inniima f Frakkland Bínar löndin og Wastfalen, ætla þeir að fá hrörnandi þjóð sinni nýjan lífc- þrótt og hersveitum sfnum nýja nýliða, og með því að eignast hin- ar mikihi kolanánnur og fá umráð- in yfir iðnaðinum, er hvorttveggja er svo mikiilsive.rt fyrir heimlsvið- skifti og styrjaldir, ætla þelr að ná fjárhagislegum yfirráðuin yfir Evrópu og slá vamagla við þeirri hættu, senn stafað getur af hafn-1 banni í stríði framvegis. Vitanlega er þessi valdapólitík í samræmi við áhugamái franiska stóriðnaðarins, sem hefir öflug- ustu áhrif á franska s.tjómar- stefnu og hefir tekið merg og blóð í sína þjónulstu- Hin sigr- andi ríki Mið-Evrópu, Pólland og T je kk ó-SIó\-akía, að meðtalinni ítalíu, eru gersamlega háð Frökk- um og verða, hvort eem þeim þyk- ir betur eða ver, að hjálpa þeim til að eyðileggja Þýzkaland, til þess að fá að launum' ýmislegt það, sem friðarskipanirnar í Ver- sölum og St. Germain hafa að áliti þeirra lialdið fyrir þeim. Þjóðverjar standa einir uppi í vörninni gegn Frökkum og sam- herjum þeirra. En hugboð Aust- urríkismanna og Ungverja, sem hvorirtveggja eru ósjálfbjarga er það, að örlög þeirra séu ákveðin með örlögum Þýzkalands. Með festu og ró halda Þjóðverj- ar uppi varnarstefnu sinni gegn Frökkuin í Buiir-héraðinu. Iðju- höldarnir, vprkaruennirnif og em- bættismiennirnir ásamt öðrmn í- búium héraðsins, ha.fa tekið af- stöðu og standa sainan í ákveðn- um varnarvilja, sem franskir byssuistingir, brynreiðar og yél- byasur fá engu orkað gegn. Stefna Frakka f herteknu héröðunum gengur greiniiiega í þá átt, að egna Þjóðverja til vopnaðrar mót- stöðu, með því að beita ]>á ótrú- legri þvingun, og á þann hátt að fá átyllu til að segja þeim stríð á liendur, svo að hægt verði að troða Þjóðverja algerlega niður í skítinn. — Og þegar Frökkum, vegna annálsverðrar stillingar Buhr-tbúa, ekki tekst að koma þýzku þjóðinni iiit úr jaifn- vægi, ætla þeir að fá komimiinist- um í Ruhr-héraÓinu vopn f hend- ur, til þess að fá með aðstoð þeirra ástæðu til að segja Þjóð- verjum stríð á hendur. Þar með viti allur heimur, að sökin á nýj- um ófriði er eingönigu hjá óvin- um Þjóðverja — alveg eins og í he i mss ty r jöld inni- Bandaríkin í Ameríku hafa eng- an áhuga fyrir þýzkum málefnum, eins og nú er háttað. England hélt fram, eftir ófriðinn, friðar- kendri, óljósri afvopnunarpólitik, og hefir farið svo mjög aftur hvað Dodd’s nýmapillur eru bezta nýrname'ðajið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun, þvagtepDU, og önnur veikindi, sem stafa frá- nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. W $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um e5a frá The Dodd’s Medickae Co., Ltd., Toronto. OnL herafla snertir, að það er orðið of veikt til að taka um úifliðinn á Frökkum og fá framgengt þeirri jafnvægispólitík á meginilandi Ev- rópu, sein það hefir bariist fyrir um aldir. Ef Frakkar mola Þjóð- verja og ná yfirráðum í hermálunT og viðskiftamiálnm á meginiandí Evrópu, þá staflar af því hætta fyrir Breta, sem þeir geta ekki heldur á komandí tíð spyrnt á móti án miikilla enfiðleika. Hvort tilrannir Breta um engil-saxneska samibands póditík við Bandaríkine gegn Frökkuan lukkast, er mikil ástæða til að efast irm. Engiand þekkir ástand sitt að | fuJlu. Belgía, Holland og Dan- mörk, og þegar alt kemur til alis, einnig Noregur og Sviþjóð, verða ekkert annað en frönisk lýðríki, ef Frökkum tekist að koma stefnU sinni f framkvæmd. En þetta skiija rfki þesisi ekki enn. Tyrkland og Ai'abaríkin eru of fjarlæg til ]»eis.s að geta haft nokfc ur áhrií á ástandið í Mið-Evrópu. Hagur Þjóðverja virðiist einnig vera hinn hörmuilegasti. En þrátt fyrir þetta mun þýzka þjóðin ekki hika við að fylgja atjóm sinni, sem er uppfylt sama viijanum til að lifa, eins og allur almenningur meðal þjóðarinnar- Um þetta get- ur ekki framar verið nokkur vafi, eftir hetjulega framkomu þýzkra verkamanna j Rnhr-héraðinu. — Þjóð, sem er gagntekin af þessum vilja til að lifa, er óvinnandi, og mun gegnum ]>jáningar, sem erfitt er að gera sér grein fyrir, þó bera sigur af hólrni 4 þessari ójöfnu viðureign. Germanskar * þjóðir og mótmæl- endur, hefðu einnig gott af að heyra ]>að sérstaklega, að eyðing þýzka ríkisins og þýzku þjóðar- innar táknar einnig gereyðandi á- rás á norræn-germanska kynþátt- inn, þýzka menning og trúiarbrögð mótmælenda. Það eru því óvenju mikiar sögu- legar spurningar, sem krefjast svars innan skams tíma. Aliur heimurinn mun enn einu sinni fá hjartsJátt og halda niðri í sér and- anum meðan hann hlustar á, hvað gerist í Mið-Evrö(pu. Óskanlegt væri að allir vildu skilja, að úr- slitin ráða þvf, hvtort Evrópa - & að vera frönsk ár.atug eftir ára- tug, eða hvort þýzku þjöðinnf tekst að frelsa álfuna frá þessum þrældómi. (Lögréfcta.) ----------XXX-------‘--- I s 1 a n d. Otto Levali heitir söngvari frá Prag í Tjekkó-Slóva'kíu, isem nú er á leið hingað til lan<is. Er hann tenor-'söpgvari ag hefir .hlotið ágæt- an orðátír úti í heimi. Hr. LeVal ætlar aö haída hér nokkrar söng- samkomur, og ,mun hann yera fyrst- ur útlendra söngvará til þess að koma til Islendinga og biðja sér hiljóðs. , Eins dœmi. — Til marks um það hVe afbrigSa góS tíSin hefir verið norSan liands síöari hluta vetrbr, má geta .þess, aS í einni svéit í Eyja- firSi utartverSum var fariö aS taka mó fyrir rúmri viku siöan, Er slikt gert þar venjulega síSast í mai og: i byrjun júni. Klhki var engu meiri í jörS nú í marzmúnuöi en áður í júnímánuði.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.