Heimskringla - 30.05.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 30.05.1923, Blaðsíða 6
\ÐS1E)A. HEIMSKRINGLA WINNÍPEG, 30. MAI Í923 /—------------------------------------------------------ Hver varð erfinginn? Sigmundur M. Long þýddi. -----------------------------------------------------/ Hann sat ttm stund mefí hendurnar fyrir andlitinu, í '•vo djúpum hugsunum, aö ihann vissi ekki, Ihvort hann var einn eöa aö fleiri voru í herberginu. Honum fanst Ihann sjá fyrir framan sig hið ástúölega andlit Dóru, með fallegu og trúfestilegu augun, og heyra hennar hljóm- fagra róm í síöasta sinn. Hvaö átti haan aö skrifa? Já, hVað átti hann aö ákrifa? Georg læddist til hans. “í*ú veröur aö skrifa gætilega og leyna sannleikanum, Tred mirvn góöur,” hvíslaöi 'hann. Fred stóö upp og Jeit til Georgs á þann hátt, að hann færöi ■sig sem fljótast fjær. “Hvers vegna er iþað, aö eg sleppi því, sem mér er dýr- mætara en alt annað \ heiminum?” sagöi hann gremjulega. Svo greip hann pennann í fáti og skrifaði meÖ ákjálf- andi hendi: “Eláku hjartan mitt. — Siöan þú fórst, hefir nokkuö •komiö fyrir, sem gerhreytir lífsleið okkar. Eg má ekki 'segja meira, en bið þig umfram alt aö misskilja mig ekki. Ef ‘þú vissir kringumstæöur mínar, ,þá mundi þér fekiljast, hvers ve;gna eg breyti þannig, og þú mundir tniklu fremur aumkva mig en dæma mig hart. Dóra, frá þessari stundu skilljast leiöir okkar. Eg get ekki sagt þér meira. Ö, guö gæfi aö eg gæti það ! Fyrst og fremst hefi eg aldrei verið þér boölegur, og nú síður en nokkru sinni áöur. Eg þori ekki aö biöja þig um aö minnast mín. Nei, gleymdu mér, Dóra — gleymdtt aö þú hafir nokkurntíma þekt mig. Eg bið til guös, aö við mætumst aldrei framar. Hvaö sem |þú kant að heyra, þá hugsaöu ekki ilt um mig. Þaö sem eg nú geri, stefnir eins ihikið að þinni velferð •sem minni. Guð sé ætíö með þér. Hvaö sem fyrir kem- ur, get eg aldrei hætt aö minnast þin og elska þig. Vertu sæl. — Fred.” r Hann lét umslag um bréfið og rétti það svo að Nathan Nichols. SVo leit hann i kringum sig eftir hattinum sínum. “ViJtu ekki glas af víni, Fred?” spurði Georg lágt. En Fred heyrði það ekki, eöa lézt ekki heyra það. Hann tók hatt sinn og yfirgaf herbergið. Þaö létti yfir Georg. “Nú, herra Nichols, við höfum sigrað,” sagði hann. “Eg skal sjá um, að þetta bréf komi til skila á hæfilegum -tíma.” ’ hCíott,” svaraðii Nfchols, en svo þagnaði hann og hleypti brúnum. “Eg er hnugginn vegna þessa ungi manns,” bætti hann viö. Geörg brosti og sló út hendinni. “Eg þekki minn góða Fred,” svaraði Georg. “Það lít- ur svo út sem hann taki sér þetta ákaflega nærri. En að minni hyggju veröur það ekki langvarandi. Hvaö viljið þér þá til að hressa yður á, herra Nidhols?” Hann gaf ‘því engan gaum, en setti á sig hattinn. “Eg skil bréfið eftir hjá yður,” mælti hann. “Góða nótt!” Georg fylti glas af koníaki og drakk þaö, en höndin var óstyrk. Svo horfði hann rannsóknaraugum á bréfiö frá Fred, og eftir litla stund hélt hann því uppi yfir gufu af heitu vatni, sem Simpson hafði útvegað honum. A þann hátt var hægt aö opna umslagiö án þess að skemma þaö. “Mjög svo einfaldlegt Ibréf,” tautaði hann, er hann fór aö lesa. “Nokkuð dularfult, en þeim mun betra. En hætt er viö, að sumir, sem læsu þetta bréf, kæmust að þeirri niðurstöðu, að hann heföi ásett sér aö giftast lafði Edih, en skorti þrek till að kannast viö þaö.” Svo lokaði hann bréfinu aftur, og íagðist að því búnu til hvíldar, og svaf svefni hinna réttlátu. » Um sama leyti ráfaði Fred um göturnar i Lundúnum; hann var alveg utan viö sig. Loksins fór hann heim. Það var dimt í herberginu og Newton sofandi. Fred kveikti, settist niður og skrifaði bréf til lafði Rusley. — Hann lét hana vita, aö vegna vissra orsaka væri sér bægt frá að koma til Dillingham Court, — hann útskýrði það ekki frekar. — Svo fór hann aftur út og var á þessu rölti, þar til komið var að dögun. Þegar 'hann kom heim, sat Newton aö morgunverði. Hann starði á Fred með undrun og ótta, sem nú var hræöi- lega breyttur. , “Minn góði gamli vinur,” byrjaði 'hann, en Fred gaf honum ekki tækifæri til aö segja meira. “Ed, eg er hinn aumasti og ðhamingjusamasti maður 1 heiminum. Alt er búiö aö vera á milli okkar Dóru, en þú mátt ekki spyrja mig um orsökina.” “Það er ómögulegt I” hrópaöi Newton. “Þaö getur sýnst svo, en samt er þaö satt,” svaráði Fred. “Alt er búið á milli okkar; og þyki þér nokkuö um vert vináttu rrtína, þá láttu mig aldrei framar heyra nafn hennar.” “En —” sagði Newton, “Þetta er nóg,” tók Fred fram í fyrir honum. “Það, sem eg segi þér, er satt.” “Móses hefir enn verið á ferðinni,” mælti Ed. “Mér er alveg sama um þaö.” , “En, góði Fred minn —” “Eg gef því engan gaum. Þó hundrað hans Iíkar væru á ferðinni, hefir þaö enga þýðingu fyrir mig nú. Látum hann gera alt það ilt, sem hann getur.” “Þú veizt ekki, hvað það versta er. Hann befir þig algerlega í hendi •V'nni.” “Látum sVo vera,” svaraði Fred kuldalega. “Látum hann neyta sinna yfirburða til bins ítrasta.” Newton hafði aldrei séö Fred vin sinn i slikum ham. “Móses getur látið strika þig út af hverjum einasta klúlilj í Lundúnum, svo þú sért álitinn ®em afhrak verald- ar. Reyndu nú að gæta Skynseminnar, Fred minn.” “Mér er það ómögulegt,” svaraði Fred. “Eg er alveg eyðilagður og einkis viröi. Með Dóru fór alt, sem vert var að lifa fyrir í heiminum. Eg hirði ekkert um Móses eöa hans gerðir.” 33. KAPITULI. “Innan stundar verður hann hér,” sagði Dóra og horfft út um gluggann á búningsklefa sínum. “Innan stundar!” Og við þá hugsun var sem gleðiljómi liði yfir andlit henn- ar. Hú hafði Ilka sérstaklega vandað búning sinn í til- efni af komu 'hans. Fred var óþre>-tandi að dáðst aö hemii °fí fegurð hennar, en ekki spilti það henni á nokkurn hátt. En þetta kvöld fanst henni sig langa til aö vera sem allra mest hrifandi í hans augum, svo að hann jafnvel gleymdi fegurð lafði Rttsley. En hún hafði yalið þann búning, sent henni féll bezt, og með óvanalegri nákvæmni valið falleg- ustu blómin úr hinum kostbæra blómvendi, 9em hún með- tók kvölds og morguns frá blómahúsinu á Wood Castle. Hún lét lika á sig hringinn og fleiri skartgrripi, sem Fred hafði gefið henni. Frú Lamonte hafði líka gefiö henni skrautgripi, suma verömikla og fágæta, en þetta kvöld ha'fði hún ekki annað en það, sem var frá Fred. “Hann kemur frá lafði Editb, með sína kostulegu de- manta og safíra, og í samanburði við þá eru minir munir MtMsvirði. En ‘hann getitr þó séð, að eg skreyti mig með því, sem hann hefir gefið mér, og met það mest af öllu.” Af og til gekk hún frá glugganum og skoðaði sig í speglinum. Hana langaði til aö Fred yröi sem mest hrif- inn af fegurð hennar. Siðrfstu dag'ana hafði hún verið venju fremur þögul og fölari i kinnum en hún átti að sér. Hinar lymskufuJIu glósur Georg's um Fred og lafði Edith, höfðu ekki farið fram hjá henni. En hin stað- fasta von, aö Fred væri þgear væntanlegur, brá fínum roða yfir andlit hennar. Og úr hinitm fögru augum hennar lýsti bæöi von og ást. Frú Lamonte leit til hennar og brosti ástúðlega, þeg- ar 'hún kom inn t dagstofuna. “En hvaö þú lítitr vel út í kvöld, Dóra mín!” sagði hún og setti hana hjá sér í legubeknum og kysti hana. “Eg held að það sé satt. sem Fred segir, að þú fríkkir með hverjum deginum sem líður.” “Hvaöa vitleysa,” sagði Dóra og roðnaði. “Það er sumt einfaldlegt. sem Fred segir.” “Fred væri 'hygginn maður, ef hann segði ekkert óskynsamlegra en þetta,” svaraði frú Lamonte. “Hvað skyldi hann nú vera kominn langt?” Dóra leit á 'klukkuna. “Eftir fjörutiu mínútur ætti hann að vera kominn,” svaraði hún. Frú Lamonte brosti og klappaði á hendina á henni. “Þú telur mínúturnar,” ,sagði hún vingjarnlega. “Ast- in er einkennileg. Hvað yrði úr mannlífinu, ef hún væri ekki ?” “Lifandi dauði,” syaraði Dóra og brosti alvarlega. Gamla konan stundi við. “Fred er hamingjumaður,” mælti hún. “F,g skil varla að Georg komi i kvöld.” “Vitið þér það ekki ?” spttrði Dóra forviða. “Nei, en mér datt í hug að hann hefði máske sagt þér það.” “Mér?” sagði Dóra undrandi. “Nei, hví æt:ti hann aö segja mér þess háttar?” “Eg vissi þaö ekki,” svaraði frú Lamonte róleg. “Mér datt 'I hug að hann segði þér alla hltrti.” Dóra brosti. “Hann er mér góður og eftirlátur,” sagði hún eins og hálfgert utan við sig. “Já, honum ferst vel við mig, og Ihann gerir alt til þess, að mér skuli Hða sem bezt.” “Já, hann vill gera þig sem hamingjusamasta,” svar- aði frú Lamonte viökvæmnislega. “Aumingja Georg,” og hún stundi viö. En Dóra tók hvorki efiir viðkvæmni hennar né andvarpi. Hún var staðin upp og gekk í kring í herberginu, með niðurbældri óþreygju, sem þeim er eðlileg, er væntir gæfu sinnar. Alt í einu þeyrði ihúrt hjólaskrölt, og meö áköfum hjartslætti leit hún á klukk- una. — Enn voru tíu minútur þangað til Fred var vænG anlegur. Hún roðnaði af þakklátssemi yfir stundvísi hans, og laumaðiát upp á herbergi sitt, til að geta orðið sem rólegust. Hún heyrði að vagninn staðnæmdist við dvrnar, og að'svo var farið með hann ti! hesthúásins. Hún heyröi fótatak á marmaragólfinu í ganginum — og svo fór hún ofan, með heitan gleðivarma i andlitinu. og gekk inn í dagstofuna. — En þau Vonbrigöi! Framan við eld- stæðið stóö Georg og ornaði sér á höndunum. en Fred var þar ekki. Georg sá I speglinum, að hún kom inn, og sá að hún hrökk til baka og ástarroðinn hvarf af andliti hennar. Hann sneri sér við tiil að heilsa henni. — Hann var þreytu 1egur og fölleitari en yanalega. Hann leit til hennar og brosti einkennilega. Það hefði mátt kalla það merki um sigurhrós, en þó blandað áhyggju. “Eg er kominn aftur, eins og þér sjáiö,” mælti hann. “Hvernig líður vður?” Dóra tautaði eitthvað; sem ekki heyrðist, svo ihann fór aftur að eldinum, en andlitið var fölara. “Hvað ihún er falileg!” hugsaði hann. “Og svo yndis- leg. Hún er þess virði, að maður leggi alt í sölurnar — já, a!t hennar vegna.” “Viltu ekik fara óg hafa fataskifti, Georg?” sagði móðir hans. “Það er vel heitt í herberginu þínu, eg hefi verið iþar uppi.” “Já, já,” sagði hann eins og í draumi og fór.” “Georg er þreytulegur,” sagöi gamla konan þegar hann var farinn. “Eg er hrædd um að hann hafi staðið í einhverju, sem veldur honum áhyggju. Þess háttar get eg ætið séð á yfirbragöi hans.” “Mér þykir fyrir því,” sagði Dóra hlýlega. “Já, hann er mjög þreytulegur,” bætti hún við, en horfði um leið á klu’kkuna. Tíminn Jeið, og nú var íheil klukkustund liðin fram yfir hinn ákveðna tíma. Svo var sagt, að miðdegisverðurinn væri tilbúinn. “Eg ætla að bíða um stund eftir herra Hamiltoti,” sagði frú Lamonte. En Dóra roðnaði lífiLSháttar og sagði í lágum róm: • “Nei, það ættuð þér ekki aö gera, þ'vl eg veit líka að herra Lamonte er sérlega matarþurfi.” Frú Lamonte, sem helzt vildi vera öllum til geðs, tók í hendina á Dóru og þær gengu inn < borðsalinn. Georg kom á eftir þeirn og settist viö borðið. Hann hafði eng- in orö um það, aö Fred vær.i ekki kominn. Hann lét jafn- vel sem hann heyrði það ekki, þegar móðir hans sagði viö þjóninn, sem þjónaöi við boröið: “Segðu þeim íddhúsinu, aö halda súpunni heitri handa herra Hamílton.” Réttirnir hurfu hver eftir annan. Dóra gerði sitt ítrasta til að borða eins og hún var vön, og af og til tók hún þátt í samtali mæðginanna, en augun haföi hún altaf á klukk- unni, og hluistaði eftir, hvort hún þeyrði ekki vagnskrölt eða hófaglamur. Rorðhaldið var hjáliðið og súpunni var haldið heitri til einkis, þvi Fred kom ekki. Það færðist kyrð og þögn yfir þessar þrjár manneskjur, og þegar frú Lamonte stóð upp, fann hún til hlýrrar meðlíðunar með aumingja stúlkunni, sem Ihenni þótti svo vænt tim, og vissi að leið svo ákaflega illa. “Eg skil ekki, hvað tefur hann,” sagði hún, þegar þæ- voru orðnar einar. “Ef það væri einlhver annar en Fred, mtindi eg vera hrædd — en alls ekki um hann. Vegurinn frá Dillingham Cottrt er góður og Fred er þaulvanttr reiðmaður.” “Máiske,” sagði Dóra og starði t glóðina. “Máske lafði Edith hafi neytt hann til að vera við kvöldverð, og því komi hann seinna en ella.” “Já, það er satt,” svaraði frú Lamonte. “Þú hefir Iík- lega rétt fyrir þér, og hann kermtr bráðum, óður og upp- vægttr yfir því, hvað hann komi seint og hverjutn það sé að kenna. Þegar Fred tekur sinnaskiftum, þá er hann naumast einhama, en það varir ekki lengi.” Dóra 'hlustaði á orð Ihennar, og það var sem þau gleddtt hana. Svo kom Georg Inn — svo hljóðlega, að það lá við að þær yrðtt skelkaðar. Hann Iaut ofan að móðttr sinni. “I morgunverðarherberginu er hlutur, sem eg kom með frá Lundúnum. Viltu fara og líta á það?” Hún stóð strax upp. “Góða Dóra mtn, vilttt Iíta eftir teinu? Eg kem strax aftur.” Dóra hneigði sig og settist nærri borðinu. Georg stóð við eldinn og vermdi sig. Hann leit til Dóru með hálfopn- ttm rannsóknaraugum. Hann var með hjartslætti og titr- ingi. Ætlunarverk hans óx honttm í augitm og hann kveið fyrir því. Hann var órólegur í skapi. Bréfið frá Fred hafði hann í vasa sínttm og Ihafði aðra hendina á því. “Það er kalt í kvöld,” sagði hann eins og utan við sig. “Fred sagði Iika í morgun, að vindstaðan hefði breytt sér,” “Fred!” sagði Dóra og le.it ttpp, heit og rjóð í andliti. “Hafið þér séð hann? Hafið þér veriö á Dillingham Court ?” Georg hleypti brúnum, eins og honum gremdist, að hafa slept orði, setn ekki hefðl átt að vera talað. “Nei, nei,” svaraði hann hikandi. “Nei, eg sá hann í Lundúnum. Hann er ekki á Dillingham Court.” “Ekki á Dillingham Court?” hrópaði Dóra undrandi. “Hvernig á eg að skilja það? Ó, hann mttn þó ekki vera veikur ?” Georg sneri sér að eldinum, svipdimmur og með sam- anklemdar varir. “Nei,’ ’svaraði hann dræmt, “hann er ekki veikur.” ‘En hvers vegna hefir hann þá ekki farið þangað?” spurði hún. — Georg þagði, en hún starði á hann, stóð svo upp og gekk til hans stillilega. “Þér haf.ið eitthvað að segja mér,” sagði hún og studdi hendinni á handlegg hans. Með lágum og veikum róm hélt hún áfram: “Hvað er það ? Eg vona að þér segið mér það. Hefir lafði Edith oröið fyrir nokkru? Er hún ekki á Dillingham Court?” “Jú, hún er þar,” svaraöi hann kuldalega. “Eg veit eklki annað en að henni liíði vel.” “En það er þá eitthvað að með Fred!” mælti hún í titrandi róm. < “Hvers vegna segið þér mér það ekki ?” Örvænting hennar gerði hann reiðan. “Eg skal segja yðttr, að hann er nokkurnveginn heil— brigðttr,” svaraði hann hálf-biturlega. “Þegar viö skild- um var hann það. Við vorurn saman að kvöldverði, og hann veitti raufenarlega.” “Þér eruö reiðir við Ihann. Hvernig hefir hann ttnn- ið til þess?” Hann lyfti upp hendi hennar og lét hana svo detta, eins og honum væri gert herfilega rangt til. “Hvað hefir ihann gert,” hafði hann upp eftir henni. “Aumingja Dóra, eg á ekki orð til að Iýsa þv't, eins og tað er.” Hann sneri sér að henni og lagði hendina hughreyst- andi og gælulega á handlegg hennar. En Dóra var svo utan við sig. að hún tók dkki éftir þvtt. “Segið mér það,” stundi hún upp. “Gerið svo vel og segið mér alt. Er það nokkuð Fred viðvtkjandi ?” “Já,” svaraði hann. “Hann er dáinn!” stamaði hún. Augun teigtt aftur og allur Hkaminn titraði. “Guð hefði betur tekið hann burt á undan þessu,” sagði Georg með lágum og hatursfullum róm. “Nei, eg hefi sagt yður það setn satt er, hann er við fulla heilstt, þegar við skildum, og — guð fyrirgefi honum það — hann Ieit út fyrir að .vera ánægður.” Dóru var þungt um og 'hún brostí veiklulega. “Hvað hafiö þér um hanTi að segja, sem er svo hræöi- legt, úr þvi hann er heilbrígður og ánægður ?” “Hann er lifandi, en fyrir yður er hann sejm dauður, góða Dóra m'ín.” “Dauður fyrir mig?” endúrtók frún, eins og hún skildi eklki meininguna í orðum hanjs. “Dauður fyrir mig? Eg skil það ekki.” Hann stóð þegjandi, en meðlíðun og sorg lýsti sér á andliti hans. Þá var sem Dóra fengi nýja hugSun. “Segið það aftur,” mælti hún. “Er það meiningin, að hann Ihafi yfirgefið mig?” , Georg varð niðurlútur, en Dóra hrópaði eftir stundar- þögn: “Það er ekki satt!” “Betur að það væri ekki satt,” tautaði hann. “Farinn frá mér! Yfirgefið mig umtalslaust!” sagði Dóra og brosti háðslega. “Var það ímyndun yöar, aö mér kæmi til Ihugar að trúa þesstt?” “Nei,” svaraði hann, “enginn mundi trúa svo hræöi- legum svikitm, nema hann hefði sannanir fyrir þeim.” “Sannanir,” hafði hún eftir honum f veikum róm, og henni fanst hjartað kiprast saman. “Sannjnir? Komiö með þær!” Georg tók bréfið upp með hægð, og eins og hálfnauö- itgur. Er Dóra sá það, fór hún aö, titra. “Það er frá honum,” sagöi hún og rétti fram hendina eftir þVi. Georg tók í hana og Ihélt henni attgnablik. “Bíðið ! Guðs vegna, b'íðið!” sagði hann og Iézt vera mjög ákafttr. “Mér datt í hug að opna það, og út- skýra —” “Fáiö mér það !” var alt sem 'hún sagði. “Takið það þá,” sagði hann skjálfraddaður. “Takið það ! F.g óska að hann hefði fengið einhvern annan ’til að færa >rfiur þaö !” Dóra tók við bré/inu og gekik með hægð yfir í hinn endann á herberginu. Þar staðnæmdist hún stundarkorn, eins og til að búa sig undir að opna bréfið. Þessi stund fanst Georg óendanleg. En loksins braut Dóra upp bréfið og las það ihvað ejtir annað, eins og hún vildi rótfesta hvert orð íhjarta isínu. Svo stakk hún því á sig og gekk aftur að eldinum. Georg sneri sér við og rak upp hræðshtóp yfir breyt- ingttnni, sem hún .hafði tekið. Svo ætlaði Ihann aö ganga til hennar, en hún benti honum aö koma eíkki nær sér. Hún var orðin breytt, ekki aöeins i andliti, heldur og i skoðttnum. Fyrir fáum augnablikum hafði hún verið viðkvæm, Iiðandi stúlka, en nú var hún kona ,sem hafði orðið fyrir tilfinnanlegri rangsleitni. “Talið!” sagði hún, og orðin hrutu sem ískögglar af vörum henanr. “Þér töluðuð um að útskýra. Viljiö þér segja mér alt, sem þér vitið ?” “Góða mln — eklki núna — á rrtorgun —” En hún tók fram í með brosi, sem var óeðliLegt, nærri voðalegt að sjá, þár sem hún var örvingluð, þó hún værí stilt. “En, þegar það er ósk rrtín ?” “Það er auðskýrt,” s\*raði Georg. “Hans var freist- að, og þaði stóðst hann ekki. Æru sína hefir hann se!t fyrir guIL. En spyrjið mig ekki um fleira.” Dórtt var þungt um andardráttinn. “Þess þarf ekki,” mælli Ihún. “Þér eigið viö, að hann hafi yfirgefið mig ,af því eg er fátæk, en snúið sér að lafði Rusley. sem er rík !” Georg sneri sér undan og stundi þungan.. Dóra leit á 'hann sem snöggvast, en settist Svo við l»rðið. “Viljið þér elcki fá te?” spttrði hún róleg. Gebrg hrökk við og horföi á hana. Hún hafði tekið rjómakönnuna með styrkri hendi. Var þaö mögulegt, að hún tæki sér þetta ekki nær .sér en svo — að þegar til kom, þótti henni ekkert vænt um Fred. DilTandí fagnaðar- hljómur kvað við i hjarta hans. “Ó, hvað það gleður mig, að Iþér getið mætt svona hörmulegri bnevtni — með tilhlýðilegum viðbjóði,” sagði hann, Hún Teit til ihans með einkennilegu bnosi á _sínu föla andliti, og rétti honum tebolíann. En þegar hönd hennar kom nærri hans, datt bollinn niður og brotnaði, en sjátf hneig hún niðtvr eins og Tiðið íík. Þetta sama kvöld sat lafði Edith í gestasalnum á Dill- ingham Cottrt. Búningur hennar var enn kostbærari eu venjulega, settur perlttm, gufli og eðjlsteinum. Þar var mjög gestkvæmt. Fjórar eða fimm fjölskyld- ur úr nágrenninu höfðu verið þar til miðdegiisverðar. Skfftist þar á skemtifegar Samræður og hljóðfærasláttur. Eins og vanalega, var hún umkringd af ungum mönn- um, sem hún auðveldlega gat haft á sínu valdi, vegna fegurðar, ættar og auðs. Hún var drotning í félagslífinu, og aldrei hafði ikveðið rtteira aö henni. Það var sjálfaögö sannfæring flestra. að ef nokkur kona í heiminpm væri farsæl, þá væri það hún. Og þó hitldi þetta fagra yfirbragð Itðandi 'hjarta. — Hver fyrir sig af herrunium vildi vera næstur henni. Sá eini, sem ekki kom, af þeim sem boðnir vorti, var ungttr maður, fátækur og valdalaus; en hann mat hún meira en alla hina, því hann haföi hertekið hjarta hennar. Frá þv: um miðjan dag Ihafði hún*vonast eftir honum, og eins og Dóra, oft þurft að Hta á stofuklukkuna. Hún taldi mín- úturnar og enn var hann ekki kominn. En nú var um að gera fyrir ihana, að dylja örvæntingu sína og hrygð. undir yfirskini uppgerðar kæti. Hún reyndi til hins itr- asta að útrýma honttm úr huga sínum. En augu hennar og eyru vildu ekki hlýða henni. Þau vonuðit ennþá, og svo alt ,í eintt sá hún persónu t dyrunum. En það var ekki karlmaður. Það var Gladys Halcomb — Della Brow.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.