Heimskringla - 06.06.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.06.1923, Blaðsíða 6
\ÐSIE/A. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 6. JONÍ, 1923 Hver varð erfinjinn? Sigmundur M. Long þýd li. Enginn af gestunum hafði tekig eftir neinum mismun á framkomu laföi Edith, eöa getið sér tiJ um ástæðurnar fyrir 'því, að hún lét samkvæminu lokiö fyr en vanalega. Stilt en fölleit gekk 'hún til Gladys og fylgdist meö Ihenni út í ganginn. “Er hann kotninn?” spurði *hún ihvíslandi. “Nei,” svaraöi stúlkan. “Að vísu báöuö þér mig, laföi Rusley, einungis aö láta yöur vita, þegar iherra Hamilton kæmi, en samt fanst mér rétt að færa yðir þetta hréf.” Laföi Edith greip bréfiö meö ákefð. “Þaö gerðuö þér rétt í,” mælti hún. Með titrandi íingrum opnaði hún ibréfið og las: ‘“Kæra laföi Edith ! Mér þykir fyrir, að eg get ekki komið, eins og eg bafði (lofað. Mjög hörmulegt atvik hefir komiö fyrir mig, svo eg get ekki yfirgefið Lundúni. Yöar skuldbundinn, Fred Hamiltjon.” Fyrst í svip starði hún á þeSsar fáu línur, svo þrýsti hún bréfinu að vörum sfinum, en um leið og hún gerði það, sá hún að Gladys stóð enn skamt frá henni. Hvers vegna eruð þér hér ?” spurði Ihún reið. Gladys gerði sig líklega til að fara, en hin stanzaö: hana. “Bíðið!” sagði 'húsmóðir hennar. “Þér verðiö að fyr- irgefa mér. Með fyrstu lest í fyrramáliö fer eg til Lund- úna. Getið þér 'haft alt undirbúiö í tíma?” Gladys hneigði sig játandi. “Og — og þér þurfið ékki að sitja uppi,” bætti lafði Edith við. “Þakk,” sagði Gladys stillilega og fór. 1 34. KAPÍTULI. Óöum leið að jólunum. Þrátt iyrir það að ótölulegur fjöldi manna flyktist út á land, sem áttu þar heimili eða voru boðnir þangað, virtist sama umferðin og ærslin vera í Lundúnum. Ymiskonar skrautvtagnar voru á ferð um skemtigarðana og klúbbarnir voru hálffullir á hverju kvöldi. Margir voru komnir að þeirri niðursrtöðu, að bezt roundi vera aðhailda jólin í höfuðborginni. Þegar til alls kom, var þar lifvænlegast. Steikt nauta'kjöt og .plómubýting má eins vel borða þar eins og úti á iandi. í .þeitn flokki var einnig lafði Edfih. Þó hún ætti tvo eöa þrjá búgarða, þar sem 'hún hefði getað haft fjölda af gestum, kaus hún þó heldur — af vissum astæöum að eyöa jólunum í Lane Park. Hún var niáske sömu skoöunar og Ed Newton, sem áleit að Lundúnaborg væri óviðjafnanleg. Og svo v?r það aö hansi skoðun, aö bezti bletturinn þar væri “Lavv Uourt”. Vetur, sumar, vór og haust dvaldi hann þar, að undanskildum tveim eða þrem vikum um hásumarið. Ö!1 vetrarkvöldin sat hann þar við skjalaskriftir. En allmikil breyting var orðin á þessum manni, sem ekki leyndi sér. Hann sýndist ekki hafa elzt, jafnvel þvert á móti. I staðinn fyrir hið þreytulega og hjárænulega út- lit, sem hann hafði á meðan hann var að leita eftir ungfrú Gladys HaJcomb, var þar nú auðvelt að sjá staðfestu og von. Herbergið hans hafði einnig tekið umbótum. Það var nettar og smekklegar um það gengið. Að vísu héngu hnefaleikahanzkarnir og allar stúlknamyndirnar enn á veggjunum, en bæíkurnar hans Freds, vindlakassar og fleira rusl, var nú ekki á stólunum. Máske herra New- ton hafi saknað þessarar óreglu, því af og til leit hann upp frá vinnunni, horföi í kringum sig og stundi við. Oft gekk hann inn í ávefnherbergi Freds, sem var við hliðin.i á hans, en ekki eins illa um gengið og venjulega. Nú var þaö nett og vel um búiö — en autt. Stundum sagði New- ton þá viö sjálfan sig: “Aumingja Fred.” Svo dró hann fram skúffu í skrifborðinu, tók þar fram nisti og starði lengi og alvarlega á mynd, sem þar var geymd, andlit, sem mjög líktist Gladys Halcomb. Þegar því var lokiði tók hann til vinnu sinnar aftur. Þetta kvöld hafði Newton verið inni í auða herberginu óvanalega oft, þvi honum leiddist, og hann hefði viljað gefa mikiö til að heyra fókatak Freds í ganginum. “Aumingja Fred,” tautaði hann. “Hvar skyldi hann vera nú?” Það voru sem sé liðnir margir mánuöir siðan hann fann á skrifborðinu nökkur kveðjuorð frá Fred. Þau gáfu í skyn, aö hann væri hjálparvana og örvæntandi. Hvert hann hafði farið, vissi enginn, ekki einu sinni Móses, sem hafði leitað hans hvarvetna. Sama var að segja um lafði Edith, hún vissi ekkert um Fred. Þegar hún kom til Lundúna frá Dillingihom Court, var hún orð- in of sein til að finna hann, og frá hans eigin vörum fá vitneskju um, hverrar tegundar það mótlæti var, sem hann mintist á 5 llínunum, er hann sendi ihenni. Newtorf gat held- ur ekki gefið henni upplýsingar. Hann vissi aðeins, að trúlofun þeirra Freds og Dóru var upphafin, og það var af Freds'hálfu —’ en af hvaða ástæðu, var honum ómögu- legt að gizka á. Þetta varö laföi Edith að láta sér nægja. “Þér voruð bezti vinur hans?” sagði hún við Newton. “Getur yður ekki dottið í hug, hvar hann kynni að vera?” Newton hristi höfuðið hryggur á svip. “Nei, mér er það ómögulegt,” svaraði hann. "Hann var 1 þungu skapi og ófa’rsæll. Einu sinni talaði hann um 5 gamni og alvöru, að ganga i herinn, því hann var í stór- vandræðum.” “Peningavandræðum?” hafði lafði Edith spurt. “Já, það voru peningasakir,” svaraöi Newton, en hún hafði 'hnigið niður istól Eds og núið saman höndum í örvæntingu. “Peningar, peningar! O, hvaö eg hata heiminn! Og eg setn á «vo mikinn auð, að eg veit ekki, hvað eg á að gera við hann.” “Viðvikjandi Fred getði það engan mismun,” mæltt Newton stillillega, og lafði Edith stundi — n»stum kjökr- aði — og fór svo þaðan með hálf-kramið hjarta. — Svo leitaði hún 'hans. eins opinberlega og hún framast þorði, en árangurslaust. Þó komst hún að því, að það voru menn í hundraða tali, sem líktu^t Fred Hamilton, og sam- kvæmt auglýsingum gáfu sig fram, en urðu mjög svo gramir, er það koni í Ijós, að þeir voru ekki réttu menn- irnir. Þannig voru liðnir margir mánuðir, og í klúbbnum var “villimaöurinn” að rr.estu gleymdur, nema af ein'hver af hans nánustu vinum, mintist á hann sem fvrirtaks öku- 4 ¥ mann og ræðara. Alhægt er að komast að því, 'hvað litla þýðingu það hefir í heitninum, þó maður hverfi um nokkra mánuði. Þegar maöur svo kemur aftur, þá hafa aðrir fylt hans rúm, því að undanteknum fáeinum persónum hafa allir gleymt honiun. Heimurinn haggaöist ekki, þó Fred Hamilton væri horfinn. Aðeins tvö eða þrjú hjörtu liðu við 'hvarf hans, —Ed, hinn trúf^ti vinur hans í Iherbergi sínu í Law Court, lafði Edith i Lane Park og hin ðhamingjusama stúlka frá Sylvesterskóginum. Newton 'hugsaði oft um hina viðkvæmu, elskandi stúlku, og 'hafði eins mikla samhygð með henni og Fred. Hvernig þetta gat kotnið fyrir, var honum óskiljanlegr. Hann vissi, aö Dóra var á Wood Castle, en það var líka ailt og sumt. Endrum og sinnum mætti hann Geoorg í Lundúnum. Þeir heilsubust og töluðu stundum nokkur orð saman. F.n 'hann tók eftir því, aö Georg var eklci eins fölleitur og áður — jafnvel talsvert fjörlegri. — Georg'hafði einnig komtð til Law Court, og lét sem hann væri ininlega sorgbitinn yfir hvarfi Freds. Svo kvaddi hann með yfirskvns hluttekning og samúð og fór sína leið.----- Newton sat og hugsaði um þetta alt saman, miklu meira en hægt var að samrýma við ’hin daglegu störf hans. Hann 'heyrði að dyrunum var lokið upp, en Ieit ekki viö. því hann þóttist vita, að það væri 'húsmóðirin, og sagði: “Þakka yður fyrir, frú Ward, það er ekki meira i kvöld.” En þá heyröi hann skóhljóð eftir gólf- inu, sem ékki gat verið af vöídum frú Ward, og sterk- !e‘g hendi var lögð á herðar hans. Hann leit upp og sá Fred Hamilton. “Fred!” ihrópaði hann og tók ú hann dauðahaldi, eins og hann væri hræddur tim að missa hanrf aftur. “Guð ntinn góður, ert það virkilega þú?” Og það var ekki aö ástæðulausu, að hann sagði þetta. Að visu var Iþetta Fred, en svo breyttur, að lýsingin i blöðunum gat alls ekki vertö Ieiðlæinandi. Magur. fölleit- ur, þreytulegur og tærður af sorg og söknuði, var ekki mikið eftir af hinum fyrri Fred Hamilton. “í allra guða nafni, ert iþað þú, Fred?” “Já, þaö er eg. Það er að segja, það sem eftir er af mér, Ed. Þú ert vel útlítandi, gamli félagi, og gamla 'herbergið, ,hvað þaö er þrifalegt.” Og hann hló, en það var ekki nema veik viöleitni í samanburöi við hans fyrri hfátur, það var eiris mikið til að hryggja mann, eins og þó 'hann hefði grátið. “Fred minn góður, reyndu að vera stiltur. Segöu mér ekkert strax,” sagöi Ed meö veikum róm. “Þú gerðtr mig skelkaöan, Fred. Fáöu þér sæti. Hefirðtt verið veikur?” “Já, l’ítilsháttar,” svaraði Fred og brosti. “Og hvar, ihefirðu verið? Segðu mér alt — nei, nei, ekki fvr en seinna.” Svo tók 'hann út úr skápnum flösku af Whisky og helti á glas, sem hann blandaði með vatni. “Og svo ertt 'hér vindlar og eldspítur. Taktu líka af þér stigvélin. Eg læt hleypa fersku lofti inn i herbergið þitt. Hvað viltti fá aö borða?” Þannig lét Newton dæluna ganga meðan Fred drakk úr glasinu, reykti vindilinn og sýndist vera rólegur. Loks- ins sagði Newton: “Nú, jæja, gamli félagi, nú geturðtt byrjað. Hvar hefirðu verið?” “Eghefi verið í Ameríku,” svaraði Fred. “Spurðu mig ekki um meira, Ed, því það 'hefði litla þýðingu. Sumt af tímanum 'hefi eg ekki verið með fullilu viti, og hinn hlut- ann veikur. Það er ekki svo vel aö það gæti gefið þér efni í blaðagrein, þó eg heföi viljað.” Og hann reyndi að brosa, eins og þetta væri spaug. “Guö komi til!” hrópaði Ed. “Er þetta alt?” “Já, það er alt,”‘svaraði Fred þreytulega. “Þig lang- ar til að vita, hvernig og hvers vegna eg kom til baka? Eg varð veikur af endalausum vonbrigöum. Mér leiddist Iandið og flækingurinn, og sýndist þó skárra að fara til baka og láta okurkarlinn taka mig. Eg vona að hann sé ennþá^lifandi.” “©g’þannig ertu þá kominn,” sagði Newton. “Já, eg vann fyrir fargjaldinu,” svaraði Fred. “En eg var ekki vel vinnufær, fékk ofkæling, svo það var varla að eg gæti verið á ferli, þar til eg kom til Lunduna. Og nú er eg hér. Þetta er nú ekki glæsilegt, vinttr minn, en i meira hefi eg ekki að segja.” “Atuningja gamli félagi,” tautaði Ed. “Og nú kemur röðin að þér,” mælti Fred og kveikti í nýjum vindli. “Segðu mér alt, sem hefir skeð, Ed. Fyrst um sjálfan þig. Hvernig líður klúbbfélögum mín- um? Þú lítur ve! út — betur en þegar eg fór. Eg vona að þér hafi farnast vel.” “Svo þú 'hefir þá ekki gleymt mér,” sagði Newton þakklátur. “Nei. Þaö 'hefði líka verið- á móti öllum likindum. .Vlarga nóttina 'hefi eg hugsaö ttm þig, þegar eg var veik- tr og gat ekki sofið. Ertu giftur?” Hann horfði um 'her- ærgið, eins og hann ætti von á að sjá frú Newton i ein- hverju horninu. Vinur hans roðnaði. “Ó, hvaða bull Eg er ekki giftur. En mér liður sérlega vel, gamli vinur. Eg hefi nær sagt verið alsæll, ef mig hefði ekki vantað þig.” “Það er gott, og það gleður mig, að þér hefir liðið veþ en þó saknaö min. Hvar er Gladys Halcomb, — þú heyrir, að eg man nafnið.” Newton hugsaði sig um, og var eins og á báðum áttum. “Eg — eg er 'hálfhræddur um að eg megi ekki segja þér það. Sjáðu til, Fred, ástamál rrtín eru enn sem komið er, nokkurskonar leyndarmál. Gladys hefir óskað þess, að eg haldi því leyndu, ihvar hún 'hafist við um þessar mundir. Eg skil ekki, hvernig á því stendur. Bn um mig og mína 'hagi vil eg vera sem fáorðastur. En það er máske ein önnur, sem þú vi'ldir vita um.” Fred Ieit upp snögglega og rétti hendina aðvarandi fram. “Nei, nei, ekki eitt orð!” mælti bann. “Segðu mér ekki eitt einasta orð um 'hana. Eg — það efni er farið hjá — dautt og grafiö. Um fram alla hluti, Ed minti, máttu aldrei víkja aö þvi efni, Svo eg heyri.” Newton Stundi við. “Segðu mér meira tttn sjálfan þig, Ed,” hélt Fred á- fram óþolinmóður, eins og hann vildi hvarfla frá hinu efninu. “Þú segir að það sé leyndarmál í sambandi við ástir þínar.” “Já,” svaraði Ed, “það er eitthvert launungarmál; og eirrs innflega og eg elska hana — og eg vona, að sama sé nt hennar 'hálftt — þó vill hún ekki segja mér það. Eg segi ekki að hana vanti viljann til þess, en'henni finst hún ekki hafa rétt tH ‘þess.” “Eg man,” sagði Fred, “að hún hafði á 'hendi ein- hverskonar ttmiboð til framkvæmda; í það minsta eitt- hvað 't þá. átt; en það er sem hulda yfir því öltu.” “Já,” svaraði New'ton og stundi, “og framkvæmdirnar á þessu eru eftir, og það tefur giftingu okkar. En eg er rólegur að btða — og mér líöttr vel.” Fred Hamiltcm stundi. “Og þú átt þaö sannarlega skilið,” sagði hann. “Nei, þaö er ekki svipað því!” hrópaöi Newtion hrygg- ur, “þar sent eg er að hampa ánægju minni framan í þér, kæri vinur. En þar kemur kvöldverðurinn,’ bætti hann við, er þjónn frá matsöluhúsi þar nærri, kom með ltann á bakka. Þeir settust niður og iþað var sem Newton gledd- ist við hvern bita, sem Fred borðctði. Jafnframt talaði hann fjörlega og npplífgandi. “Þaö er mannmargt í Lundúnum í vetur. Fred.” “Já,” svaraði hánn og þeit ttpp. “En eg forðast aö láta sjá mig, vegna okurkarTsins/ “Hann fær ekki að vita, að þú sért kominn. Eg ætla aö sjá við þvt. Viö förum eittlhvað út á land áðttr en nokkttr sér þig. Eða 'hefir þú mætt rtokkrum?” “Nei, eg hefi engttm mætt. En eg sá Georg Lamonte. “Georg Lamonte?” “|á, eg sá faann, en eg held hann hafi ekki tekiö cftir mér.” Newton hneigði sig. “SvO hann sá þig ekki — en þaö hefði heldur ekki gert míkið til.” "Nei,” svaraði Fred og stundi við. “Heyrött, Ed, þeÞa er fyrsta verulega máltíöin sem eg ihefi neytt síðan eg yfirgaf England. En nú er eg þreyttur.’ “Eg sæ það,’ svaraði Newton. “Farðtt þvi að hátta, við tö'lum ekki meira 'í kvöld.” Fred stóð ttpp og tók Ijósið. “Jú. eitt enn. Ed,” sagði hann og hélt í hendina á New- ton. “Er — er hún heilbrigð?’ “Já, ekki veit eg annað —” “Það er alt,” greip Fred fram í. “Góöa nótt. Svo gekk hann hratt inn i svefnherbergið. Newton læddist nokkrum sinum ttm nóttina inn í her- bergið tiH Freds og yfirvegaði hinn sofandi mann, þetta þrevtta og breytta andlit, sem þrátt fyrir megurð og hrukk- ttr var enn fallegft, nráiske enn fríðara en áðttr, þvi and- sréymi og þjáningar s’na enn glöggar verðleika manns- ins á andliti hans, sem fyr gátu verið fólgnTr með honum. Newton hörfði á hann meö innilegri hluttekning. '“Attmingja gamli vinur og félagsbróöir. Hann hefir orðið fyrir einu því þyngsta mótlæti sem til er. , Daginn eftir kom Fred á fætur til morgttnverðar. Hann var miklu friskari og útlitsbetri en um kvöldið. “Þaö er sú fyrsta værðarnótt, sem eg hefi haft siðan __ó, það er of langt síðan til þess að muna það, Ed. Mig dreymdi. að alt þetta, sem komið hefir fyrir, væri draum- ur. Og er eg vaknaði, ætlaði eg að fara þangað og sjá —Hann þagnaði snögglega og varp öndinni. Það var mikil ánægja fyrir Newton, að sjá hann svo ntiklu hreiísari. “Við skuhtm hafa okkur strax út úr borginni, Fred, sagöi hann. “Það vill svo vel til, að eg hefi lokiö þeim verkttm, sem eg hefi fyrirliggjandi, svb eg má eiga frí. Við skulum evða jólunvtm í einhverjtt af hinttm ekta gam- aldags veitingalhúsi úti á 'landi.” Fred hofiföi á hann með þakklærti. “Þú ert bezti drengttr, Ed,” sagöi hann stillilega. Þú mundir jafnvel sleppa heitmey þinni vegna vinar þíns.” Newton roðnaði í andliti. “Eg er viss ttm, að hún yrði fljót til að samþykkja að við færttm þessa ferð. Gladys veit ekki, hvað eigingirni er.” “Nei, eg vi1 ekki að hún leggi það á sig mín vegna. Nei, Ed, eg vil fara héðan einn saman, áður en nokkur veit að eg sé kominn til baka. En — ihvað er þetta?” Þeir heyrðu skóhljóð í stiganum. Newton gaf Fred bendingu um að skjótast inn t svefnherbergið, og það mátti ekkí seinna vera, þvi næstum án þess að berja að dyrum, lauk Móses upp hurðinni. 35. KAPÍTULI. “Góðan daginn, hetra Newton,” mælti okurkarlinn og skimaði hringinn í kring. “Hér er eg enn, eins og þér sjáið, herra Newton. En hvar er herra Hamilton, því hann er hér; það er eg viss um.” “Þér sem vitið svo mikið, þurfið ekki að spyrja,” sagði Newton. “Hver sagði yður, aö hann væri hér?” Móses drap titlinga. “Eg er þefvís og hefi skarpa sjón, herra Newfion. Augu mín eru á verði og rrtínir fætur hvilast ekki.” “Það er rétt.’ mælti Newíon. “Og ef þér vilduð gera svo vel aö flytja fæturnar út úr miínu herbergi, þá væri það gott. Eg læt yður vLta, að þetta er mitt herbergi, en ekki Iberra Hamiltons. Og satt að segja vil eg helzt af öllu, að þér aldrei framar komið hér inn fyrir dyr.” “Þér eruð óvæginn, herra Newton,” sagði Móses. “ESn herra Hamilrton er 'hér. Þér þurfið ekki ein samall tvo bolla. tvær skálaf og tvo diska. Skiljið þér mig?” “Farið þér út!” mælti Newton, sem gat verið hvat- skeytislegur, ef honum mislikaði. “Farið þér strax, og það get eg sagt yður, að ef svo vill til að þer mætiö herra Hamilrton, vil eg ráöa yður tiL aö veröa ekki í vegi fyrir 'honum. Hann er kominn aftur frá Ameriku og ber á sér 'tvær margihleypur og einn rýting. Eg þarf ekki að segja yður, sem þekkiö hantv svo vel, aö frekar en aö 'sjá yöur mundi hann fúslega senda kúlu í gegnum hausinn á yður, eða stinga hnífnum inn á milli rifjanna á yður, — jafn- vel það helzt.” Móses fölnaði upp. “Eg vona 'þó að herra Hamiltoti breyti ekki svo óviturlega.” “Eg vii ekki fullyrða neitt um það,” svaraði Newton. “I’að er ekki talið með stórsyndum yfir í Ameriku, að taka lífið af öörum eins manni og þér eruð, Móses, og nú getið þér farið.” Móses fór, og Newton læsti dyrunum á eftir honuni. Fred kom inn og settist niöur, og var aivarlegur. “Eg gerði hann dauð'hræddan,” sagði Newton og hló. “Hann ónáðar þig ekki fyrstu tvo eða þrjá dagana. En ‘hvernig hefir hann komist að !því, að þú varst kominn aftur? Hann hefir þó ekki haldið vörð alla þessa mán- uði ?” “Eg skil það ekki. Einhver hlýtur að hafa séð mig. En hver það hefir verið, veit eg ekki. Og nú fer eg út.” “Nú, Fred?” sagði Newton hálfhfræddúr. “Nei, hér eftir fer eg ekki í burtu nema eg segi þér frá því og kveðji þig. Eg geng aðeins mér til hressingar' og kem aftur til miðdegisverðar.” Newton horfði á eftir honum og var kvíðandi. I hintr hugsanaríka og föla andliti Freds var eitthvað svo ákveð- ið og óvanalegt, sem skélfdi hann. Fred gekk og gekk. Hann tók ekki vagn, og þó hafði Ed neytt hann til að taka við fáeinum skildingum. Og ekki nam hann staðar fvr en hann kom til heimilis lafði Editih. Hann gekk meö 'hægö upp tröppurnar. Dymar voru opnaöar af þjóni, sem ekki þekti hann. Fred, sem ekkert nafnspjald ihaföi, nefni nafn sitt og maðurinn sagði herbergisþernunni það, en svo rangfært, að það var naumast þekkjanlegt fyrir Hamilton. Fred var ví'sað inn í dagstofuna, þar sem hann Iþekti sig Svo vel. Han.i settist i stól. sem hann haföi svo oft setið í áður. Hon- um fanst ákaflega langt um liðið síðan ,hann var þar sein- ast. Litlu síðar var lokið upp dyrum og lafði Edith kom inn. Hamilton sá hana í speglinum áður en hún kon auga á hann. Hún var Smekklega en látlaust klædd, og var fullkomlega eins fögur og hún hafði verið, en ekki eins fjörleg og Ijómandi. Eftir því tók Fred, að hún var undarlega mikið breytt, likast því sem Ihún hefði orðið fyrir einhverskonar stórkostlegu mótlæti. Alt í einu leit hún upp og sá ihann. Hún nam staðar og með annari hendinni studdi hún sig við stólibrík, og yf- ir hvíta andlitið færðist dökkur, eldheitur roði. Fred stóð upp. “Mér þykir fvrir, ef eg hefi gert yður hrædda,” sagði hann afs’akandi. Laföi Edith var fljót að átta sig. Hún gekk til hans með útrétta hendina. En það sem lá í augnatilíiti henn- ar. revndi hún að dylja. “Fred!” sagði hún eins og óvart. “Já, það er eg, eins og peningur, sem ekki er gjald- gengur. kem eg til baka, lafði Edith.” Um leið h1ó hann og settist niður. Hún settist á stól við hdiðina á honum og yfirvegaði andlit hans, sem Sorg og andstreymi 'höfðu breytt Svo mikið. “Hvar hafið 'þér verið?” spurði hún hlýlega. “t Ameríku,” Svaraði Fred. “Hafið þér verið veikur?” spurði hún með enn meiri hluttekningu. Fred hneigði sig. “Já, en nú er eg, heilbrigður aftur. En þér? Mér sýnist þér hafa breyzt síðan eg sá yður sein- ast.” “Sýnist yðitr þaö,” sagði hún og brosti. “Eg er Iþó vel heilibrigð. En er þetta alt, sem þér getið sagt mér af ferðum yöar?” “Nei, viö tækifæri ætla eg að segja yður alt af létta,” svaraði hann með 'hægð. “Svo þér eruð þá ekki að fara alftur ?” mælti hún og leit á hann, en horfði svo brátt niður fyrir sig afftur. Hann roðnaði. “Það er bundið við sérstakt atriði. “Hvað er það?” spurði hún. “Það snertir yður,” svaraði hann. Lafði Edith hrökk við. Roði fór yfir andlit hennar og hák. Varirnar titruðu og hún sneri sér und^n. “Kemur það rriér við?” spurði hún iágt. “Já, sannarlega,” svaraði Fred alvarlegur. “Lafði Edit'h, eg er kominn aftur til að spyrja yður, hvort þér viljið verða konan mín?” Hún 'þagði og 'sneri sér undan, svo hann sá ekki tárin, sem streymdu af attgum hennar. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.