Heimskringla - 13.06.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.06.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. JONI, 1923. WINNIPEG, MANITOBA, 13. JÚNI. 1923. Leyndardómurinn (Þi^tt úr “Draumum’ Olive Schreiner’s, skáWkonu af enskum ættum í Suður-Afríku) Einu sinni var málari. Hann málaSi fjölda mynda. Aðrir málarar máluðu þó fleiri. Þeir máluðu einnig stórfenglegri myndir en- hann og höfðu stetkari og fáséðari liti. Þessi málari notaði aðeins einn lit. En roðinn, er lýsti af honum, varp einkennilegum töfra- jóma á mydirnar. Þeir, sem fram hjá mynd- um hans gengu, sögðu: “Ekki vitum við, hvernig á því stendur. En okkur geðjast altaf bezt að þessum myndum. Þessi^skæri roði á þeim er viðkunnanlegur.” Málarar komu til hans og sögðu undrandi sín á rniiíli: “Hvaðan fær hann þenna lit?” Og þeir spurðu hann að því. Hann brosti «g sagði aðeins: “Eg get ekki sagt ykkur það.” Og hann hélt áfram að mála, með höfuðið drjúpandi niður á bringu. Einn málaranna fór til Austurlanda. Hann keypti þar dýr og fjöl'breytt litarefni. Hann blandaði þau saman og málaði. En mynd- irnar héldust ekki litfagrar til Iengdar. Þær urðu með tímanum daufar og óskýrar. Ann ar málari las í eldri bókum. Marga sterka liti hafði 'hann og hreina. En á myndunum, sem hann málaði úr þeim, gátu þeir ekki orðið eðlilegir og lifandi, hversu fagrir sem þeir virtust. En þessi málari hélt áfram að mála. Mynd- irnar urðu æ rauðari og skærri, en sjálfur varð hann æ hvítari og fölari. Svo var það dag einn að nokkrir menn komu til hans. En þá lá hann dauður fyri framan eina myndina. Þeir tóku hann upp. Hann var jarðaður. Hin|r má'lararnir leituðu 'í öllum málpottunum að þessu efni, sem gaf myndunum þenna skæra roða. En þeir fundu þar ekkert, er þeir sj^Ifir höfðu ekki í litum sínum. Þegar þeir færðu hann úr fötunum og kfeeddu náinn líkklæðunum, sáu þeir sár of- arlega á vinstra brjóstinu. Það hlaut að vera gamalt sár, því barmarnir voru harðir og holdið dautt í kringum það. Skyldi hann hafa bonð þetta sár alla æfma? Það var ekki auðvelt að segja. Dauðmn, sem inn- sigli sitt setur á öll sár, hafði dregið barm- ana saman og lokað því. Og þeir grófu hann. Og enn hélt fólk áfram að spyrja: Hvaðan fékk 'hann litmn sinn ? Að nokkrum líma liðnum gleymdist öllum listamaðurinn og á'hann var ekki mmst. En ver*k hans lifa! Dýrmætasti dagur æfinnar. Dýrmætasti dagur æfinnar — hver er hann? Það er ekki fæðingardagur þinn, því aldrei er vissa fyrir, hvort æfibraut þín verður blóm um stráð eða þyrnum. ^ ^ ' Það er heldur ekki dagurinn, sem þú úl skmfast úr skóla, þó tímamót megi það heita, að því leyti sem þú ert þá einmitt að færast í fang skyldur þínar, og lífsstar'fið sé þá byrj- að. t Giftingardagurinn er það ekki, þó gæfa þín byrji oft eða endi með því spori, er þú stígur, þegar þú gengur upp að altari Jehova með lífsfélaga þínum. • Það er heldur ekki dagurinn, sem þú varst fyrstur í kapphlaupinu upp einhverja bröttu brekkuna, og lofið og lófaklapp Iýðsins dundi þér við eyra, eða jafnvel þó þú sért á gullslóli borinn fyrir frægðarverk þau, er aldarhátturinn metur mest. Nei, ekkert af þessu getur talist dýrmæt- asi dagur æfinna^r.. Veigamesta augnablik mannsæfinnar er það, er maðurinn eignast háleita hugsjón; hugsjón, sem honum er helgari og dýrmætari en aðt annað. Þá hugsjón, sem hann ihefir öðlast með súrum sveita og mikilli áreynslu, og orðin er að sannfæringu og undirstöðu fyrir vefkum hans. Hugsjón, sem vakið hefir það sjálfstraust mleð manninum, að hann er fús til að fórna öllu fyrir hana, auði, gleði, metorðum, kröftum sínum og lífi. Sé hugsjónin sönn og háleit og bygð á nákvæmri athugun og einlægri, og djúpri lífsreynslu, þarf það ekki að aftra neinurn frá að vinna að henni, berjast og stríða fyrir hana, að aðrir hafa ekki komið auga á hana áður. Sannleikurinn sigrar að lókum. Sannfæring- in fyrir gildi sannra hugsjóna ber manninn að lokum upp á sigurtindinn, þaðan sem bjart er umhorfs, Joft heiðskírt og leiðir all- ar beinar. Hver maður er sagt að eigi dulda í djúpi sálar sinnar einhverja slíka hugsjón. Þegar sálin gefur sig henni á vald, þá renn- ur upp dýnnætasti dagurinn í æfisögu mannsins. Hsimaiðnaður. Þó að þetta orð sé notað fyrir hugmyndina sem vakir fyrir oss, er eklki með því átt við iðnað, sem gerður er á heimilunum. Sá iðn- aður má hú heita kominn í kaldaköl alstað- ar. Hið sameiginlega áhugamál allra, sem utan um hann ófst og batt alla á heimilinu saman, andlega talað, er dottið úr sögunni. Og heimilisKfið er þeim mun veikara fyrir, eftir en áður. Þræðina, sem í þeirri uppi- stöðu eru, sjáum vér annars vera að slitna hvern af öðrum, og mlá hamingjan sjá fyrir, hvar það lendir með tímanum með þetta eina hæli, sem maðurin getur sagt, að hann hafi átt — og á ef fil vilil enn — í þessum heími. En það er ekki þetta, sem hér er átt við með orðinu heimaiðnaður, þó að það sé hin eiginlega merking þess. Vér ætlum a^5 •nota það fyrir hugtákið, sem felst í iðnaði í öðrum skilningi, ekki í heimilisiðnaði, held- ur í iðnaði þessa lands eða hinna ýmsu hJuta þess eða fylkja, því um heimaiðnað er ekki að ræða nú orðið í öðrum skilningi, eins og vikið hefir verið að. > En undir iðnaði í þessum skilningi er vel- | ferð Iandsins komin, eins og velferð heimilis- íns undir heimihsiðnaðmum. 1 Canada má þó segja, að iðnaðurinn sé mjög takmarkað- úr. Og borinn saman við framlleiðslumagn eða möguleika landsms, er hann afar lítill og í VesturJandinu sérstaklega sama sem eng- inn. Það sem hér er framleitt af efni, sem iðnað mætti byggja upp, er sent óunnið, að minsta kosti til annara hluta landsins, ef ekk’ alveg út úr landinu. Samt hafa hér stórbæir risið á fót og nægilegt vinnuafl til að annast um iðnaðarstarfið á efninu. Að það skuli ekki nú þegar hafa verið gert, ber vott um afskaplegt öfugstreymi í þjóðfélaginu hjá 0ss. Bæjarlýðurinn gengur viflnulaus, en ull og húðir, sem hér er framleitt, er selt til Bandaríkjanna, á lágu verði, og svo eru klæðnaður og skófatnaður aftur keypt tilbúið þaðan. Og hver er svo afleiðingin? Borgarar þessa lands verða að elta vöru- efnin suður til Bandaríkjanna, og leita sér þar að vinnu. Er á þetta er minst, sést hversu öfugt að unnið er hér að innflutningsmálum, þar sem skrumauglýsingum rignir héðan yfir öll lönd heimsins, og til þess er varið ærnu fé af því opinbera. En heimaiðnaðinum er ekki sint, og fólkið, sem auglýsingarnar og fé landsins dregur hingað, hleypur til Banda- ríkjanna jafnhraðan eða hraðar en það kem- ur hingað. Það verða þá öll notin og gæð- in fyrir þetta land, sem leiðir af þessari kák- aðferð til þess að fjölga hér fólki og byggja upp o^ styrkja canadiska þjóðfélagið.. Þessu er hin mesta þörf á að kippa í lag og það hið bráðasta. • Manitoba Woolen Mills Ltd. Þessar ofanskráðu hugleiðingar duttu oss í hug, þegar vér nýverið fórum ásamt fleir- um og skoðuðum rekstur þann eða vísi til iðnaðarrekstur þess, er ofanskráð félag hef- ir með höndum í þessum bæ. Félag þetta er aðeins tveggja ára gamalt, og hefir ekki auglýst sig sjálft, eins og vér álítum, að boi - ið hefði að gera, því að þar er óneitanlega um þarfa stofnun að ræða. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að ull er framleidd í stórum tíl í þessu fylki og í öllu Vesturlandinu. En verð á henni hefir j verið — eins og flestum búnaðarafurðum — afarlágt síðastliðin ár. Iðnaðarstofnanir annara landa hafa svælt þessa vöru út úr framíleiðandanum fyrir skammaríega lágt verð, sem hafá unmð fatnað og klæði úr »i henni og selt oss aftur — á ekki svo lágu verði, að oss hefir virzt. Áhugasamir bænd- ur í þessu fylk: tóku sig þá til og mýnduðu félag það, sem hér að ofan er nefnt, í þeim I tilgangi að bæn úr þessu ástandi. Efnahag- urinn var þröngur til að byrja með og miklir erfiðleikar á að fá því verki hrint af stað. En fyrir frábæran dugnað þess manns, sem hrinti því fyrst af tað, og sem nú er formað- ur þessa félags, Alberts McLeod, hefir fyrir- tækið hepnast vonum framar enn sem komið er. Um 235 bændur eru hhithafar í félag- inu nú þegar, og fjölgar þeim daglega. Enda þarf svo að vera, því upp á eigin spítur verð- ur félagið að spila. TiJ stjórnar fylkisins Ieit- aði það fyrir nokkru, er erfitt var fyrir það að komast yfir það af véhim, sem nauðsyn- legt var að hafa. En iþó akuryrkjuráðgjaf- mn og fiestri í stjórnmm tækju málinu vel, sá fjármálaráðgjafi R. W. Black sér ekki fært þá að veita nein nstuðning, enda var fjár- hagurinn eins og aliir vita. Bót í máli er það að stjófnin er LJynt stefnu þessa félagsskap- ar og væri vel, að hún styddi hann, er efnin leyfa það. Með auknum áhöldum nú þegar gæti félagið unnið svo mikJu meira og full- komnara' að tiJgangi sínum, en hann er ®á, að vinná (Júka úr allri ullinm, sem það kaup ir, en selja ekkert af henni óunninni. En að því sleptu má með rétti segja, að félaginu farnist vél. Það á orðið tasvert af áhöJdum. Það kaupir mikið af ult og tætir hana og spinnur. Það vinnur prjónles úr batidinu og vefur dúka í þykkar treyjur (mackinán coat) o.fl., nú þegar. Sel- ur það svo sjálft þessar vörur, plögg, peysur og treyjur. Undireins og félaginu vex fiskur um hrygg, ætlar það að bæta svo miklu við sig af vélum, að það geti unnrð allar tegund- ir af dúkum úr ullinni. Félagið selur ekki til heildsöluhúsa, héldur ætlar sér sjálft að vera heild- og smásaJi vöru sinnar. Getur það mieð því selt ódýrar en aðrir og haft samt dáJftinn ágóða i aðra hönd. E*» hver svo sem hann verður, skiftist hann upp á-milli hJut- hafanna, ems og á sér stað um hvert annað samvinnufyrirtæki. Og hluthafar geta bænd- ur or,ðið með því, að senda félaginu uli í stað peninga. Bændur geta reit't sig á, að þarna er fé- lagsskapur af stað farinn, sem bætir hag þeirra. Hann er með því augnamiði stofn- aður, að útvega betri og greiðari markað þessum vörum þeirra. Og það sem áfgangs er starfskostnaðinum, geta þeir sjálfir orðið aðnjótandi með því að gerast hluthafar. Vér álítum rétt að benda íslenzkum bænd- um á þetta. Félagsskapur þessi er svo þarft spor í þá átt að bæta uílarverzlunina hér, og er svo glæsilegt spor til stofnunar þörfum iðnaði, að þeir ættu að gefa honum gaum og veita honum stuðning með því að skifta við han neða á hvern annan hátt sem vera má. I il ritstjóra I.ögbergs. “Lögberg” frá 7. júní s.l. flytur ritstjórn- argrein með nafninu “Furðuleg áskorun”, sem á víst að henta svar við spurningu rninni “Segðu mér —”, sem Heimskringla birti 23. máí þ. á. En grein þessi ,er ekki svar tiJ miín, heldur vitnisburður sorglega sýktrar blaðamensku, sem hikar ei við að “fara með fals og dár”. I hinum fáu orðum mínum til ritstjórans, bið eg hann að bitta nafn þess manns eða manna, sem VII. kaflinn um “Svikarann” geti átt við, sökuín þess að hann (ritstjórinn) hafi haft ummæli um, að þar sé átt við ein- hvern vissan mann eða menn. Eg bið hann því ekki að birta hugsanir mínar, sem sköpuðu VII. kaflann, heldur ‘þær hugsanir háns sjálfs, sem orsökuðu, að hann í ritdómi sínum skorar á mig að birta nafn “Svikarans’ ! Ef Titstjórinn hefði ekki við lestur “Svik- arans” í “Móðir í austri”, fengið augastað á einhverjum sérstökum náunga, og haft þann vissa mann í huga, er hann reit ritdóm sinn, íþá héfði hann ekki getað gert þessa áskorun, eins og heilbrigð hugsun hvers manns hlýtur að sjá, sem Jesið héfir ritdóm hans. Hvað eg hugsaði, hefi eg aldrei beðið ritstjórann að segja sjálfum sér, mér eða öðrum, eins og hann þó ' svari sínu segir að eg hafi gert. Hví er ritstjórinn að skrökva? Hvað skal fláttskapur sá? Sjálfur veit eg ósköp vel, hvað eg á við með “Svikaranum”, og standa mun eg óhræddur við öll orðin í “Móðir í austri”» Hitt er annað mál, að eg álít ékki skyldu mi'na að svara öllum óvitaspurningum — sízt, ef tuddalega er spurt. En þótt ritstjórinn verði nauðugur viljug- ur, neitandi, játandi, að viðurkenna, ,sam- kvæmt eigin krifi, að sér hafi dottið ein- hver viss maður í hug við lestur “hinnar makalausu ‘Móður í austri’,” þá er það engin sönnun þess, að mér hafi dottið sá sami í hug, né heldur þess, áð eg hafi haft nokkurn vissan mann í huga. Og ennfremur sannar það ekki, að hægt sé að heimfæra “Svikár- ann” upp á nokkurn einstakan mann. Þegar ritstjórinn birtir nafn mannsins (eða mannanna, eins og h/inn sjáífur segir í ritdómi sínum), sem VII. kaflinn á að vera “þræJslegar ákærur” á, eftir hans eigin orð- um, þá, en ekki fyr, er mitt að svara. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Haía rannsókiiir sól- myrkvans sannsð Einsteins kenninguna. (Lauskga þýtt: af A,ma S. Mýrdal.) Hin margumrædda Ein.steins-kenn- ing um afstööuleikann íbefir nú öðl- ast stuðning vísindalegra sannreynda hvað bevgingu ljósgeyslans sner.tir. Þó ekki sé neraa um staðfestingu smáatráða |þessa nýja hugmyndakerf- is að ræða, raskar iþað gömlum, við- iteknum reglum, og er líklegt til að kollvarpa ýmsum öðrum rótgrónum vísindalegum sannreyndum. Long- feMow sagði eitt sinn, að allir hlutir yirðu að bneytast * ei.thvað nýtt, < eitthvað sérkennilegt, og iþessi þjóð- venski vi'sindamaður virðist nú hafa orkað stónvægilegri breyti.ngu. Þeir, sem dregið hafa dár að hugmynd- um hans o gmesa mótspyrnu veitt, fara hægar í sakirnar nú. Vitaskuld fasr allur þorni manna eigi skilið þegar í stað víisindagildi né mikil- vægii þessarar kenningar; (hún i.igg- nr fyrir utan skilning hinna ólærðu. Þeitta verður auðskildara, þegar þdirrar staðlhæfingar er getið, að einungtis tólf menn í heimi vísind- anna ,hafi getað fylgst með prófess- or Einstein, Iþegar hann fyirst hleypti kenmingu sinni af stokkunum. Hin- ar nauðsynJegu skýrtingar sl.ikra við- fangsefna geta aðeins fengkt með aðstoð hinnar hterri tölvísi samfara skynsennisá 1 yktunum, er liggja innqn takmarka sérfræðiisvísinda. Aðeins ein hlið máJsíns er auðskilin. Ein- Stein fuliyirðir, að ijósið sé ein teg- und efmis, að það ihafi þyngd og þéttleiika, og þannig ásigkoraið Ihljóti að hlýða lögmáli Iþyngdaraflsins. j Hann 'hddur (því fram, að 'ljósgeisl- I ami.r læygist iðn'lega af áhrifurn jarðarinnar og annara himintungla. Hann segir t. d.: “Stefni stjörnu- geisli fram hjá istórum hirruinihnetti, beygist hann frá ibeinni stefnu sök- um þyngdaraflsins”. Sönnun þessa aitriðiis er, að hin umrædda stjarna, sýnd á ljósmyndaplötu, vLrðist nokk- uð fjarlæg sinni róttu stöðu. Þetta hefir nú sannast með afar nákvæni- um ljósmyndum, er reyndust í fylsta máta samræmar stjörnufræðislegum útreikningum. Hugmynd Einsiteins verður að standast ýms stjörnufræðisleg próf, og eiitt þeirra er að komast að því, | hvor,t geislar stjörnu, er streyma1 fram hjá' sólinni, beygist út frá beinni línu sökum aðdráttarafls. hennar. Þetta segir prófessor Mich- élson og ýmiSir aðrir stjörnufræð- ingar, að hafi reynst hér um bil eins og Einstein gat til. Staðfesting þessarar tligátu fékst af Ijósmyndum er teknar voru af sólmyrkvanum á norðvesturrönd Astralíu síðastliðinn septembermánuð af dr. Champbell ; og förameyti hans. (Leiðangur þessi | var hafinn frá Lioks stjörnuturnin- j um.) Meðan á ailmyrlkvanum stóð, sá rannsókn.'trnefndin Ijóssveig (cor- | ona) uTnhiverfis sólina, 40,000 lúílna breiðan, og úit úr honum stóðu stór- I ar ljóstungur. Bin þeirra náði 2,500,-! 000 mílur frá miiðdepli sðlar. Mynd- j ir stjarnanna voru svo örlitlar, að ekkert sást með berum augum, og varð því að stækka þær að milduni j mun, svo samanburður yrði greiður. Mörgum vÍHÍndamanni hrá í brún, þegar árangur rannsóknanna birtist. Hann vair alit annað en búist var við. ' Viitnisburður Michelsons í þess.t máli er afar þýðingarmikill, þar sem hann var aðal mótstöðumaður Ein- < steins framan af — þar til ítrekaðar rannsóknir töldu honum hughvarf. [ Hann jcveðst hafa nákvæmlega próf- j að kenningu þessa, hva^ð beygingu j ljósgeislanna snertir, og hefir árang- j urinn orðið sá, að hann er nú ör- uggur fulltingismaður afstöðuleika- i kenningarinnar. Staðfesting henn- j ar kemur einnig 'frá dr. Mitchell,, forstöðumanni stjörnufræðisdeildar-1 innar við Virginia háskólann. Hann segir meðal annars: “Það er máske e};ki of djúpit tekið í árinni að segja J að uppgötvun beygingar ljósgeisl- aus sé þýðingarmest allra vísinda- J legra uppgötvana á síðastliðmim 250 : árum. Mikilvægi hennar innifelst í I því, að hún fullsannar einn þátt af- j stöSuleilkakenningarinnar, þáttinn, I Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmanieðalið. Lækna og gigt> bakverk, hjartabilun( þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eíSa 6 öskjur fyr. kr $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um e<5a frá The Dodd’s Medicksa Co.. Ltd., Toronto. OnL , sem er srvo afar þýðingarmikill fyrtr eðliisfræði nútimans.” Á þeissu sumri hefir prófessor Michelaon í hyggju að leiða enn skýrari rök að kenningu Einsteins. Tilraunin verður þannig gerð: Um- hverfis ferflöt, eina mílu að um- máli, verður lögð 12 þml. stálpípa. Með því að dæla öllu lofti úr stól- pípunni, verður kiomist ihjá aliri loft- hindrun i 'Jnenni. Við tilraun þessa notar hann “hindrunarmæli”, er hann hefir sjálfur uppfundið, og ætlaður til að stindurliða Ijósöldurnar. I hvert horn pípulhringsins setur hann spegil. Frá einu ihorni pípunnar verður ljósgeisla hleypt af stað'um- hverfis hana, í söniu áitt og jörðin snýst. Samstundis verður öðrum ljósgeisla stefAt í gagnisitæða átt, Speglarnir hafa þait áhrif, að ljós- geislarnir beirast jafn greiðlega um pípulhyrninginn sem á beinni braut. Með hindrunarmæli sínurn býst Michelison við að geta aðgreint ljósgeislana jafnskjótt og þeir koma aftur að horni því, er þeir voru sendir frá. Reyniist hinn iminsti mismunur á umferðartima Ijós^eisl- anna, færist ábyggileiki Einsteins- kenningarinnar á enn traustaii grundvöll. Ljósmyndir voru teknar um næt- úrtíma, á Tahiti-eyjunni, þrem mán uðum fyrir sólmyrkvann, er voru hafðar til samanburðar 'við Ijós- myndir, sem teknar voru af sömu stjörnuim í AstraMiu raeðan á myrkv- anum stóð, og sem þá voru í sól- nánd. Prófessor Champbell fullyrð- ir, að árangur þessara rannsókna sanni tví'mælalaust beygingu ljós- geislanna, og að hún sé eins nærri tilgátu Einstieins og frekast mátti búast við. George Dodwell ihefir og lagt fram sannanagögn til þessara mála: hann yar forstöðumaður leiðangurs- þess, er sendur var frá stjörnuturn- imvm í Pittsburg til Cordil'lo-isand- melanna inni í miðri Astralíu. Stjóra arskrif'Stofa lögmæliisdelilidarinnar í Washington heíir einnig prófað sannleiksgildi Einsteins kennirtgar- innar. Tiilraunin var gerð með tóp- asarkristalli. Þyngd kristallanna var athuguð með tiliiti til öxullegu þeirra og jarðaröxulsinis. Dr. Heyl, sem fyrir rannsóknirmi stóð, notaði sv> nákvæma vog, að vel mátti deila mi'sm'un eins miljónasta hlutar. Samkvæmt hinum gömlu viðtöknu þyngdarreglum, átti tópasariknistall - ur eða demantsknistallur að breytast að þyngd, eftir því hvort mönduli hans var láréttur eða lóðréttur við jarðarmöndulinn. Einsteins kenrting- in, sem mótmælir þyngdarreglum Newtons í ýmsum greinum, se'gir að kristallarnir breytist ekki að þyngd undir neinum kringumstæðum. Dr. Heýl varð ekki var hinnar minstu þyngdarbreytingar. Verður þvi ekki atrnað álitið en að rannsókn þessi styðji hina nýju kenningu. Kristöll- unum var komið fyrir í svo nákvæm lega gert jafnvægi, að auðvelt var að snúa þeim eftir vild án þess að taka þá af voginni. Voginni var komið fyrir í smástofu og allar nauðsynlegar strllingar framkvæmd- ar úr áföstu herbergi, með aðstoð langs teins, er stóð í gegnum vegg- inn. Þ^ta var gert til þess að lík- amshiti iþeirra, er við rannsóknina voru, hefðii engin áhrif á vogar- jafnvægið.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.