Heimskringla - 04.07.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.07.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. JOLÍ, 1923. Um stúdentaheimilið í Reykjavík. Erindi flutt af dr. A. H. Bjarnasyni, á samkomu Sambandssafn. þriöju- dagskvöldiö 26. júní s.l. Vestur-Islendingar! Dr. Jóhannes Pálsson hefir ritað grein í Tímarit Þjóöræknisfélagsins 1922, er !hann nefnir “Aö brúa hafiö”. I upphafi greinar sinnar kemst hann svo aö oröi: “Hvernig á aö brúa hafiö? Hafiö milli Islands og Vinlands? — — hafið, sem skilur Austur- og Vestur-Islendinga; djúp- ið, sem klofið hefir íslenzku þjóöina í tvent, og veröur að ómælishafi gleymskunnar, ef ekkert er aö gert ?” Og Ihann svarar þessu svo: “Ekki með því að vér týnum tungu vorri vestan hafs og ganga fyrir ætternis- stapann, heldur meö því að örva ætt- jarðarástina, sýna hver öörum sam- hygö í meðlæti og mótlæti og með því aö seilast eftir fegurstu kastölunum, er vér getum ihugsaö oss, og gera þá aö veruleika.” Og hann stingur upp á því að kastali veröi reistur hér vestra, í Winnipeg, einskonar stúdentaheimili, og hann lýsir því svo: “Stórhýsi mikið og glæsilegt. Jafn- \ t oki fegurstu húsa borgarinnar. Þvi hefir verið komið upp af Vestur- Islendingum öllum. Hvert manns- barn hér í álfu, sem Islendingur vill kallast, hefir eitthvað gefið til þess. HúsiÖ stendur á grænum velli, sem skreyttur er blómum og prýddur lim- friðum trjám. Þaö er bygt úr steini. Tveir turnar gnæfa hátt við himin og minna menn á tinda hinna íslenzku fjalla. Yfir öðrum blaktir hið brezka flagg, en hinn réttir fána Islands langt út í Manitoba-sólskiniö. Hér búa ís- lenzkir nemendur viö hvaða helzt skóla, sem þeir stunda nám. Hinir rúmgóðu salir bergmála vort hreim- sterka og hljómþýða móðurmál. Is- lenzk blöð og bækur liggja hér og hvar á borðum og hillum. Velferöar- mál Islands eru rædd í hinum glæsi- lega samkomusal. Þar eru allir ung- ir Islendingar saman komnir, er vilja teyga af brunni Mímis, því þarna veitist þeim fæði og húsnæöi fyjir lít- ið og ekki neitt. En þeir greiöa skuld sína, þegar náminu er lokið. Allir stúdentar á Islapdi, sem vilja full- komna mentun sína, koma hingaö, því að þá er Manitobaháskólinn orðinn jafnoki annara slíkra mentastofnana, er landar vorir stunda nám við, svo sem í Kaupmannahöfn. Hér læra þeir að gæta hófs í öllu, en fyllast þó frelsi og fjöri hinnar ungu heimsálfu. I þessu musteri hins íslenzka þjóöernis er aðsetur íslenzka Stúdentafélagsins og hér hefir hið islenzka leikfimisfé- lag bækistöö sína.” Eg hefi engu viö aö bæta við þessa ■veglegu lýsingu á framtíöardraumi ykkar Vestur-Islendinga. En mér skilst, að sé það tilgangurinn “að brúa hafiö”, þá hljóti að minsta kosti að vera tveir brúarhausar, sinn hvoru megin hafsins. Og undarlegt má þaö heita, að eg varð til þessi aö vekja máls á því meöal stúdenta heima i Reykjavík, að þeir reistu sér Stúdenta heimili þar, um líkt leyti og þetta var orðað hér. Og nú er kominn mikill skriður á það mál heima og ekki ann- að sjáanlegt en aö sá kastali komist bráöum niöur á jörðina. Hér get eg sýnt ykkur mynd af honum. Sá kastali á aö vísu ekki að vera með háum turnum, heldur sem likastur stórri ihöll eða ibúðarhúsi, og yfir honum á fáni vors lands að blakta. Hann á að vera bygður svo, að gera megi úr honum ferhyrning með tið og tima, fjórar álmur, er lyki um blómgarð og laufguö tré, og þar eiga allir stúdentar vorir að geta búiö með tíð og tíma fyrir lítið eöa ekkert, haft þar mötuneyti sitt og lesstofu, líkams- æfingar sínar, bókasafn og samkomu- sal. Þetta á aö vera aöalbækistöö is- lenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis og þaðan eiga flestir þeir menn að koma, er ibera þetta tvent uppi. Nú er hafin fjársöfnun um land alt ril þess að reisa húsiö, og stofnaö hefir veriö til happdrættis i því skyni. Ennfremur er þaö orðið að metnaðar máli sýslunefnda og bæjarstjórna heima á Islandi, að hver sýsla og hver kaupstaður á landinu, að hvert hérað þess geti með frjálsum framlögum einstakra manna lagt fram fé, sem svari að minsta kosti hálfuni kostnaöi hvers herbergis í Stúdentagarðinum, og verði þá herbergi þetta nokkurs- konar eign þess héraös, bæjar eða landsihluta, fái það nafn sitt skráð á herbergið, “meö forgangsrétti fyrir stúdenta úr þvi héraði”. Má ætla, Segir nefndin, að hvert herbergi kosti um 10,000 kr. eða um 1600 ameríska dali. “Vér vonum,” segir nefndin, “aö yður sé Ijós nauðsyn þessa máls,, og að þér leggiö fram krafta yðar til að vinna að því, að yðar hérað fái nafn sitt skráð í Stúdentagarðinn.” Þér Vestur-Islendingar, sem viljið viöhalda þjóðerni yöar og tungu, sjá- ið þér yður ekki hér leik á borði ? Væri ekki æskilegt, að þér ættuð jafn an vísan samastað fyrir einhvern stúdenta yðar, sem vildi nerna tungu sína til fulls, kynnast sögu vorri og hugsunarhætti. Og er þetta ekki bein- asti vegurinn til þess að ala upp þá andlegu leiðtoga, er yður geti haldist á síðarmeir. Þér hafið jafnan verið að leitast við að fá presta að heiman. En þeir hafa, sumir hverjir, ekki fest yndi hér og horfið heim aftur. Væri það ekki ráð, að þér senduð þá stúdenta yðar heim, sem vildu nema guðfræði og þjóna islenzkum söfnuð- um hér vestra, til guðfræðisnáms, og að þessir menn fengju þá vísan sama- stað, á meðan þeir dveldu á Islandi, á Stúdentagarðinum ? Og væri ekki gaman fyrir yður Vestur-Islendinga, að eiga herbergi heima í Reykjavík, eitt cða fleiri, sem þér hefðtið jafnan visan aðgang að fyrir mentamenn yð- ar héðan að vestan ? Mundi yður ekki haldast betur á prestunum, sem fengnir væru með þessu lagi, en þótt þiö fáið um stundarsakir ókunnuga menn, sem aldir eru upp heima og langar jafnan iheim aftur? Eg ætla yður • sjálfum að svara spurningu þessari og fer ekki neins á leit við yður. En sé það alvara yð- ar aö vilja brúa hafið milli Austur- og Vestur-Islendinga, þá er það nú víst, að annar brúarsporðurinn er aö rísa, og yöur er það á sjálfsvald sett, hvort þér viljið taka nokkurn þátt i því starfi, eða aðeins starfa hér vest- an hafs. Eg fer ekki neins á leit. En eitt er víst, að Island verður jafnan aðal- aðsetur íslenzks þjóöernis og þeir, sem ætla aö halda við íslenzku þjóö- erni annarsstaðar á hnettinum, verða jafnan að sækja eldinn þaðan til þess að tendra og halda við aringlóðinni þar. Og þeir sem vilja brúa hafið andlega með viðhaldi islenzks máls, verða vísast líka að endurlífga það með því að sækja fræði sín þaðan. En þér, sem ætlið að byggja hinn brúarsporðinn hér i Winnipeg, verið þess fullvissir, að við munum fylgja viðleitni yðar með ráði og dáð, og ef yið gætum að einhverju leyti styrkt ykkur í því, mundurn við vissulega fúsir á að gera það. Væri það t. d. ekki óskaráð fyrir ykkur, Vestur-Islendinga, ef þér hugsiö til líkrar húsbyggingar hér, að bjóða þannig út ‘herbergi í húsinu, bæði til þess að vekja metnað Islend- ingabygðanna innbyrðis hér vestan hafs og eins til þess að gefa oss Austur-Islendingum kost á að leggja stein í vegginn? Það er engin fjarstæða að hugsa til andlegs og veraldlegs bræðralags milli Winnipeg og Reykjavíkur því að það er ekki einungis svo, að fleiri Is- lendingar búa í báðum þessum borg- um en í nokkrum öðrum bæ eða kaup- túni. Og í ööru lagi er það ekki ó- hugsandi, að bráðlega komi bein skipaleið milli Reykjavíkur og Win- nipeg, þegar búið er að sigra höftin norður viö Islendingafljót og Hud- son-f!ói er opnaður. Þá fara aö greið- ast samgöngur milli Canada og Is- lands, og þá býst eg við að marga langi til að hverfa heim aftur, þótt ekki sé nema snöggva ferð, og aðra langi heiman að til að kynnast frænd- um sínum vestan hafs. En þeir sem unna íslenzkri tungu og íslenzku þjóðerni Jþeir eiga ekki að biða þessa, heldur á þjóðernið og tungan aö vera sú andlega bifröst, sem spent er á milli landanna og á þeim vettvangi eigum við að hittast og hjálpa hver öðrum. Reynum þá að treysta þjóðernis- böndin með því, að reisa stúdenta- garðana austan hafs og vestan. Reyn- um að styðja og styrkja hvern ann- an að því verki, og reynum að eiga sem flest ítök hvor i annars garði. Við verðum að reyna að hafa ráð á því að vera Islendingar, og verðum því af fremsta megni að hlú að ís- lenzkri mentun og menningu. Og þegar Manitobaháskóli er orð- inn mikil og voldug mentastofnun, þá komum við sjálfsagt hingað til ykk- ar til þess að nema af ykkur eitthvað gott og gagnlegt, og þá væri gott að eiga visa vist á Stúdentagarði Vestur- Islendinga. -------------x------------ Meðal Malaya. Endurminningar eftir Sigf. Halldórs frá Höfnum. I. Þegar menn koma úr vorísaþoku og súldardrunga Atlantshafsins í suntar- loftið og sólarylinn canadiska, þá verkar það á menn eins og grænbleika drúfuvínið, sem fær líf sitt, Ijós og yl frá kalkmoldinni í norðausturhéruð- um Frakklands, og einhver ís- lenzkur málsnillingur hefir skírt kampavin. Það er sem maður stikli á snýhnoðrum fyrstu dagana, langt fyrir ofan sorg og synd, og finnist nlT- ir vegir færir, að eg ekki segi fleygir. Og þegar maður svo á “Aðalstræti Islendinga” í Winnipeg, í öðruhvoru skrefi, sér bera fyrir upplitsdjörf andlit, ljómandi af alúðarbrosi, sem ásamt drengilegu handtáki — og þá ekki síður þvt kvenlega — yljar manni inn að hjartarótum, um leið og eigendur þessara andlita ávarpa man á hreimfallegri íslenzku og segja “þú” við mann, eins og gamlan og góðan kunningja, þá er það ekkert undarlegt, þó manni í því sálarástandi, sem af öllu þessu leiðir, hætti við að reisa sér hurðarás um öxl, með ein- hverju loforði um að afkasta ein- hverju því, sem farið er á leit við mann. Manni liggur við að ganga berserksgang af kátínu, og finst þrótt- urinn til allskonar afreka meira en nægilegur. Eg er hræddur um að eg hafi verið í þesskonar vimu, þegar eg var svo léttúðugur, að dragast á það við rit- stjóra Heimskringlu, að skýra lesend- um blaðsins eitthvað frá Austur- Indlandsför minni og veru minni á Malaya, eða öllu heldur frá landssið- um og lifnaðarháttum þar eystra, — það niun nú líklega réttara aö segja vestra, þegar kontið er hér í sveit, — því af dvöl minni þar er ekkert merki- legt að frétta. Því nú, er til kastanna kemur, 'finn eg fullvel, að þessu var auöveldara aö lofa en þetta aö efna, svo að þessi frásögn megi verða ein- hverjum lesanda til stundarstyttis, en ekki dálkafyllan einber. En með lof- orðum skal land byggja”, eins og Jón^ gamli i Bakkakoti sagði. Hann hefir sennilega undirskilið, karlfuglinn, að þaö bæri þó aö reyna að halda þau flest. Með þeim skilningi í orðin lögð, ek eg mér þá út á ritvöllinn hér í blaðinu. Eg bið lesendur að vera þolinmóða, og í byrjuninni að minsta kosti að hugsa eithvað líkt og áður- nefndur Jón, er hann stóð fyrir alt- arinu, hálfnauöugur þó, með ráðs- konu sinni, eftir þrjátíu ára stríð, og presturinn lagði fyrir hann þessa, ekki alveg óvanalegu spurningu: “Vilt þú með guðs hjálp lifa saman við hana í meðlæti og mótlæti og hverjum þeim kjörum, sem algóður guð lætur ykk- ur aö höndum bera, eins og kristnum eiginmanni ber að lifa saman við konu sína ?” “Við skulum sjá hvernig slæst,” svaraði Jón gamli! Því miður skrifaði eg ekki dagbók á leiðinni til Indlands, og verður því sjálf ferðasagan bragðdaufari og lit- verpari, en annars hefði þurft að vera. Mest af augnabliksáhrifunum er nú fölnað, eða gleymt, og fer eg því styttra yfir sögu, en eg annars myndi hafa gert, úr þvi eg á annað borö lagöi út í að skrifa nokkuð um þetta efni. En eg held að eg með góðri samvizku geti fullvissað góð- fúsan lesara um það, að hann fer samt sem áður ekki á mis við neitt meistaraverk. — II. Við fyltuni óhappatöluna 13, félag- arnir, sem stigum um borð í “Hellig Olav”, skip Sameinaða gufuskipafé- lagsins, ií Kaupmannahöfn, þann 7. nóvember 1918. Við vorum samt i bezta skapi ,því sökum ófriðarins mikla, sem engum i Danmörku datt í hug þá, að myndi taka svo skjótan enda, sem raun varð á, þó enginn ef- aðlst um úrslitin, vorum við sendir vesturyfir, því Suez-leiðinni var lok- að. Auk þess að fara yfir New York, San Francisco, vissum við, að við mundum fá að sjá Honolulu og Jap- an, og fanst okkur það tilhlakkan- legra, að eiga að fara þá leið á fjöl- mennum farþegaskipum, en að kút- veltast í 6 vikur í reginhafi á ein- hverjum farmdalli “ö. K.” félagsins mikla, sem viö vorum ráðnir hjá (iþað heitir fullu nafni Ostasiatisk Kompagni) og taka hvergi land fyr en á Indlandi. Láum við kyrrir í Kattegat — svo heitir hafið milli Jót- lands og Sviþjóðar — seinni part dagsins og um nóttina. Var þá logn á og við allir hinir sædjörfustu þar af leiðandi. Matarlystin var líka fram- úrskarandi við morgunverðinn daginn eftir. En um það leyti er staðið var upp frá borðum og við vorum aö þyrpast upp á þilfarið, til þess að kveikja í pípum og hressa okkur á blessaðri i sjóvatnsgolunni, þá sigld- um við fyrir Skagann, nyrzta tanga Jótlands. Tók hegðan manna þá snögglega stakkaskiftum. Stinnings- kaldi var fyrir utan Skagann og krapp ur sjór á hlið, frá suðri, enda tók “Ölafur helgi” að velta vöngum all- óþyrmilega. Flyktust menn nú út að borðstokkunum, og þeir flestir ekki síðastir, er mest höfðu látið af sæ- förum sínum. Stóöum við þar sem kindur þéttast á garða, og virtumst einiblína á hvítfexta bylgjukollana. Við félagar röðuðum okkur saman á iborðstokkin.n sem þéttast og fanst Ægir hálfygldur á brá. Tókum við því upp ráð Hákonar sáluga Hlaða- jarls, að offra því, sem okkur var kærast og við vildum sízt missa þá stundina, en það var morgpmverð- urinn mikli og góði. Hvarf þar mörg kræsingin ofan í grængolandi hyldýpið, með tilhlýðilegum stunum og andvörpum. Gátum við þar hæg- lega rakið sögu morgunverðarins — aafturábak. Eg þarf nauniast að tak það fram, að um sjóveiki var ekki að tala. Trúðum við hverjir öðrum fyrir því, er við litum upp társtokkn- tim andlitunum, að nú væri Danmörk að síga : saltan mar, og þar af stöf- uðu þessi tár, er vættu kinnar okkar. Með sjóhraustari mönnum hefi eg aldrei verið. — F'rh. ------------x------------- Vetrarferðalag um fjöll Eftir Steingr. Mattliíasson. (Tekið úr “Islendingi”.) Frh. Upp úr Skagafii'ði. Við Ihéldum upp frá Olduhrygg eft- ir að eg hafði gist tvær nætur og mætt ágætri gestrisni á Tunguhálsi og Ytra Svartárdal. Fyrsta daginn komumst við upp Eyvindarstaðaheiði upp að Aðal- mannsvatni. Þá var liðið á nótt og dimt mjög, því okkur hafði tafist á leiðinni við margar gljúpar fannir, og stundum oröið að taka ofan af áburðarhestinum. Leitarmannakofi er við Aðalmanns- vatn og reið okkur mjög á að finna hann, til að geta hýst þreytta hestana. Okkur ætlaði aö ganga illa að finna kofann, en loksins tókst það, og glað- ir voru klárarnir. En við tjölduðum fyrir utan kofann og áttum góða nótt í hlýju tjaldinu og hvílupokunum. Fórum snemma á stað um morguninn. Frost hafði verið um nóttina og veðr- ið var gott, en ekki hafði frostið ver- ið nóg til þess að fannir héldu. Ekki vildi færið batna, fannir voru margar og mjúkar undir fæti, sum- staðar krapalón, svo að við uröum eins og fyrri daginn að fara hægt og gætilega og ganga annaðslagið eða oftast nær. Tafðist okkur framsókn- in og við bölvuðum í hljóði. — “Það má ekki mikið versna úr þessu, svo Stórisandur sé fær,” sagöi Guðmund- ur, en eg maldaði í móinn og fékk mér tóbakstölu (annars er eg hættur við þá munaðartegund fyrir nokkru). Við héldum nú áfram upp Bugana, þetta öldumyndaða land upp að Blöndu. Landiö var á pörtum alveg autt, og góöir hagar, svo að hingað hefði mátt sleppa öllum tryppum úr Skagafirði og gemlingum með. Fjalla grös sáum viö nóg, iögræn eins og nýsköpuð og girnileg til átu. Rjúpur sáust (hér og hvar í smáhópum — og álftir sáum við nálægt Blöndu. Þær voru auðsjáanlega í kynnisferð eða njósnarferð sendar af Alftahópnum suður í Fossvogi eða frá Breiðafirði. Þegar við komujn að þeim, flugu þær upp — “með fjaðraþyt og söng” — og héldu suður og vestur heiðar, lík- lega með fjallagrös eða laufiblöð i nefjunum, likt og dúfurnar hans Nóa —til sannindamerkis um veðursæld og landgæði á fjöllunum. Og annað veifið heyrðum við sólskrikjur kvaka vorljóö á steinum. Loftið var þung- búið, dimt yfir jöklunum í suðri og Krákur á Sandi hvítur og kaldrana- legur, en Krákur gamli er heljarmik- ið fja.ll með jökulhúfu, sem gnæfir hátt suður af Stórasandi, og vísar veg inn líkt og heljarstór varða og betur en nokkur beinakerling. Yfir Blöndu. Þegar við komum að Blöndu, leizt okkur hún óárennileg. Hún breiðir úr sér þarna uppi á fjöllunum á sumr in, hvað þá iheldur á veturna, þegar klaki stíflar. Nú var hún öll að sjá í einu lagi og rann að mestu ofan á höfuðísnum. En sumstaðar var tví- skinnungur, sumstaðar stóðu upp úr vatninu þurrar bungur af upp- sprengdum ís, og hér og þar voru dökkar skellur í flóðinu, eins og væru vakir á botnlausum hyljum. Við fórum að prófa isinn með okk- ar broddstöfum, en vatnið steig brátt ofar öllum vaðstígvélum og skinn- sokkum. En við sannfærðumst um að isinn væri sterkur, fórum því á bak. Af vatnsmegninu, sem þarna lá ofan á isnum, mátti ráða, að lítið mundi afgangs er runnið gæti undir ísnum, svo ferlegt vatnsfall er þó Blanda ekki hér á fjöllunum meðan leysing er ekki meiri. Afram þurfti að halda, og var því ekki um annað að gera en snúa tóbakstölunni i munninum og riða ótrauðir yfir. Og við komumst slysalaust yfir Blöndu. Við vorum glaðir þegar Blanda var yfirstigin og hugðum nú ekkert gæti hamlað okkur framar. Við fengum okkur nestisbita (gott feitt hangikjöt með hveitibrauði) og létum klárana bíta i skjólgóðum hvammi, þar sem gras var nóg og álíka ljúffengt klárun um og hangikjötið okkur. Upp Oldur. Frá Blöndu riðum við norðan við endann á Sauðafelli og upp Oldur. “18 öldur upp á Sand eru frá Sauðafelli.” Þenna visupart kunna allir SAjg- firðingar, en enginn þekkir botninn eöa byrjunina. Landið hækkar smámsaman upp Oldurnar, og nú fer maíSur á víxl yf- ir öldur og langar dældir, sem milli þeirra li^gja. Nú fór ^ærið að versna fyrir al- vöru. Hvergi voru aurar að vísu, eða þá ekki dýpri en í skóvarp, en i öllum dældum voru krapalón með skara ofan á og hestarnir sukku á kaf “í syndahaf”, og við sjálfir ekki síð- ur, svo að ekki leið á löngu áður en stígvélin mín og skinnsokkarnir félaga minna fleytifyltust af vatni. “Eng- inn er verri þó hann vökni”, en taf- samt að hafa sokkaskifti og ekki tök að þurka mörg pör, þó maður hafi “Primus”. Okkur ihiðaði seint áfram, af öldu- hrygg unt bylgjudal og altaf nýjar krapablár og stríðir lækir milli skara. Sumstaðar gátum við farið í kráku- stígum og komist hjá torfærunum, en oftast var ekki um annað aö gera en að fara þar yfir, sem að var komið. Þóttumst við “karlar í krapinu”, þeg- ar vel gekk, en hestunum fór ekki að veröa sama, þegar stöðugt versnaði og skarinn nteiddi lappirnar og þeir stigu sig i umbrotunum. Eg sat á Gráskjóna Indriða og fanst mér hann fratnan af spjara sig svo rösklega, að hann minti mig á Sléipni, sem “tungla treður krapa” í Asareiðinni Gríms. En smámsaman fór fjörið að dofna, og hefði ekki veitt af að drepa á hann læknabrennivini, svo sem eins og skamt handa meðalkvígu. Tíminn flaug frá okkur og var lið- iö að kvöldi, en hvassviðri í aðsigi og fyrirsjáanlegt að við yröum aö tjalda uppi á Sandi um nóttina, og mundu þá hestarnir eiga þar illa vist eftir dags- ins erfiði, þó vel gæti farið um okk- ur. Guðmundi og Indriða leizt ekki á blikuna, en eg lagði til málanna alla þá bjartsýni, sem góður fram- sóknarvilji gat orkað. Þegar nú eitt allra versta krapadýið stöðvaði okk- ur um stund, kom okkur saman um, að Guðmundur færi á undan í njósn- arferð upp á næsta leyti. Eftir stundarkorn kom hann aftur. “Ein- lægar endalausar krapalengjur fram- undan og ekkert viðlit að komast svo áfram til lengdar með ódrepna hesta.’ — Og hann og Indriði áttu klárana, en ekki eg. |Mér þóttu fréttirnar illar og snögg- vast datt mér í hug að kæra mig ekki um votar, krapakaldar lappir og fara einsamall fótgangandi með hangikjöt og þurra sokkana sem eftir voru, í bak pokanum. En hitt var mér ljóst, að- þeir urðu að bjarga hestunum til bygða sömu leið og við komum. Þetta var þó hvatvíslega hugsað því tveggja daga leið var fyrir fótgangandi að Kalmannstungu og köld og dimm nótt á milli. — Hefði eg nú haft skíðin og skíðasleðann, sem skilinn var eftir í Tindárdal, var lítill vegur að halda áfram, en að vísu vantaði mig fylgd- armann þó (fyrir einn er örðugur sleðadráttur, þó léttur sé), (því í þessu falli veitti ekki af tveimur til að gæta hestanna, og konta þeim heini til Skagafjarðar. Eg varð að beygja mig — beit mér nýja tóbakstölu og — við snerum við. “Það var eins og blessuð skepnan skildi”. Gráskjóni lifnaði allur við og sneri eyrnabroddunum fram i áttina til Mælifellshnjúks, en litli Jarpur Guðmundar tölti á undan og var fund vís á slóðina. (Niðul. næst.) ----------xx---------- Sýningin í Gautaborg. Hinn 8. maí hófst í Gautaborg" stærsta sýningin, sem nokktu sinni hefir verið haldin á Norðurlöndum- Svíar hafa “yfirgengið sjálfa sig’V því að Iþað voru einnig þeir, sem héldu þá sýninguna, sem mest hefir verið haldin á Norðurlöndum fyrir þessa, nefnilega “Baltisku sýninguna” í Malmö, sumarið 1914. Gautaborgarsýningin er haldin til minningar um 300 ára afmæli borgar- innar, er Gústaf Adolf stofnaði við ósa Gautelfar og nú er önnur stærsta borg Svíþjóðar og aðalheimkynni ut- anríkisverzlunar Svía og stærsta sigl- ingaborg. A sýningin að gefa gest- um hugmynd um, hvar Svíar standa. í menningu, listum, iðnaði og verzlun, og er því almenn sýning. Og hefir stórkostlega verið til hennar vandað í öllum atriðum. Þar verða sögulegar sýningar, lista- og listiðnaðarsýning- ar fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar ((þó mun Island ekki vera þar með talið, þrátt fyrir sjálfstæðið), afurða- sýningar og iðnsýningar allskonar.. I sambandi við þessa almennu heildar- sýningu verða sérsýningar og ýmis- konar þing haldin, sem hvert um sig standa styttri tima en aðalsýningin. Verður fyrst bifreiðasýning í þess- um mánuði1 (maí), í júní verður land- búnaðarþing, í júlí alþjóða flugvéla- og loftskipasýning og í sama mánuði bæjarskipulagssýning, i ágúst verður sérstök sænsk verzlunarsýning — “Svenska Messan” og i september garðyrkjusýning. Af alþjóðalþingum, sem haldin verða i Gautaborg, méðan á sýningunni stendur, má nefna prent- smiðjustjóraþing og blaðamannaþing iö, og hefir Islendingum verið boðin þátttaka í þeim. Ennfremur verða haldin nær 20 þing og fundir í Gauta- borg meðan á sýningunni stendur, sum þeirra í beinu sambandi við sýn- inguna, en sum ekki. Leikhús borg- arinnar hafa undirbúiö sérstakar há- tíðasýningar í tilefni af sýningunni. Aðstreymi gesta er svo mikið, að öll gistihús i borginni eru full og auk þess hefir forstöðunefndin komið fyrirgestum hjá fjölskyldum í borg- inni, eins og hægt hefir verið. En þetta hefir ekki hrokkið til og varð nefndin að láta reisa tvö ný gistihús fyrir sýningargesti. Sérstaklega hefir verið hugsað um byggingarfyrirkomulag og útlit sýn- ingarskála og samkomustaða og yfir- leitt alt útlit sýningarsvæðisins. Eru þar háreistar hallir og tilkomumikl-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.