Heimskringla - 04.07.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.07.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRÍNGLA WINNIPEG 4. JCLÍ, 1923. I heimskrinqla (Stnfma* 1 «S*» K«u M 4 kverlim mMTlknleft Elgeodur: HÆ VIKINÍj PRESS, LTD. Ml «K k65 SAHIiKNT AVK., WINJUPHO, Taielml: N -«557 VctTI MaSalaa «r *S.«* 5riaaicnrlnn b«rg- lat trrir fram. Allar horaaalr em<M rttauml blaSalaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELÍASSON, ráðsma'Sur. Dtnlakrlft t.t blabalasi Helmakrlnsrla Nens & Publishlngr Co. L.essee of thb miiitt pkbss, Lt*., ■« »m, Wtnnlpeflr, Ilaa. DUnIebrifl tU rttatJArana GDrTOR HKiM.SICRIJItíljA, Box MTI Wlnnlpeft, Man. The ‘Heimskrlngla” is printed and pub- iished by Heimskringla News and Fublislíing Co., 853-855 Sargent Are Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 4. JCLÍ, 1923. Yestræna frelsishugsjónin. Eitt af því, sem menn verða brátt áskynja, t>egar þeir koma fyrst til þessa lands, er t>að, hve lítið er hér lagt upp úr ýmsu, sem í heima landi þeirra var í hávegum haft. Eins og þjóðlífið er hér í miörgu ólíkt því, sem geng- ur og gerist í Evrópu, að íslandi meðtöldu, svo er og hugsjónalífið emnig alt annað. Aó vísu er oft sagt, að þ<£r hugsjónir séu ekki í öðru fólgnar en því, er kemur hinum eilífa dollar” við. En það má eflaust með nokki- um rétti segja, að sé ekki heldur herlagur sannleikur. Þegar á hugsjómr manna hér er litið, að trví.er snertir hversdagslífið, er ef- laust leit að þeim öllu frjálsari annarsstaðar. Þeir sem ekki hafa átt slíku frjálsræði að fagna áður, hættir við að misskilja það, og leggja það út sem ofmikinn jöfnuð eða jafn- rétti. Segja þeir ’þá: “Hér ilt er að lifa, hér engir menn þérast, og almúginn þekkist ei höfðingjum frá. Og titlum og krossum, þeim tign^istu hnossum ei tekst nokkrum lifandi manni að ná. eins og kveðið hefir ver'ð. En þetta segja helzt þeir, sem gegnt hafa einhverjum þeim störfum eða haft hafa þær stöður í heima- landi sínu, sem þeim virðist sanngjarnt, að liíið sé upp til sín fyrir hér. Það eru ckki íslendingar fremur en aðrir, sem fyrir nokkr um vonbrigðum hafa orðið í þessu efni. Marg ir háskólagengnir menn frá Englandi koma oft ekki ár sinni hér betur fyrir borð en það. að þeir verða að sætta sig við algenga erfið- is-vinnu, þó beztu meðmæli hafi sem menta- menn. En þeir ganga samt að þessu sem vísu oftar en t. d. presta-, sýslumanna- eða hreppstjórasynirnir heiman af íslandi, sem hingað koma. Hver og einn þarf hér að leysa verk sitt af hendi með dugnaði, trl þess að hljóta vegsemd nokkra fyrir það. Að bera “titil” annaðhvort fyrir verknað eða sem erfðagóz frá ættlandi sínu, greiðir lítið götuna. Það gerir mannskapurinn eir,n/ Giímuvöllurinn stendur hér öllum opinn. Á honum verður að sýna frækleik sinn og hieysti, áður en maðurinn er að miklu met- inn. Að þessu leyti er Vesturheimúr, eða Norður-Ameríka að minsta kosti, flestum nýr heimur, er hingað leita; hann er æfintýra- land, vonaland hinna ungu og djörfu og framsæknu, en vonbrigðaland fyrir hina. Ef menn athuguðu, að frelsið kostar altaf nokk- uð, iþá yrðu eða gætu vonbrigðin hér orðið færri. I þessari mynd mun vestræna frelsishug- sjónin birtast í hversdagslífinu, flestum er hingaíf koma. En hvernig birtist hún 'þá í félagsmálum ? Evrópumenn halda iþví fram, að hún sé þar fremur óraungæf. Það mátti oft heyra úr þeirri áttinni á þeim tíma sem Versala friðar- fundurinn stóð yfir, að vestræna freisið væri fögur hugsjón að vísu, en ekki nema hugsjón, sem væri og yrði altaf óframkvæmanleg. Það getur eittihvað verið hæft í því, að hugsjónirnar vestrænu eigi ekki sem bezt við í Evrópu. En það þarf ekki að stafa af því, að hugsjónirnar séu ekki nothæfar eða fram- kvæmanlegar. Þær geta haft í sér frelsi, mannúð, hreinleik hugarfars og dáðríki eigi að síður. Ef jarðvegur er ekki til fyrir slík- ar hugsjónir í Evrópu er ekki að búast við að þær þróist þar. En það er heldur ekki ótví- ræð sönnun, fyrir hinu, að þær þróist ekki hér og sjáist í reyndinni, í störfum manna og í líferni þeirra. “Þegar hugsjónir rætast, þá er morgunn.” Þessa gullfögru sétningu hefir Einar H. Kvar- an rithöfundur valið fyrir einkunnarorð tímaritsins “Morgunn”. Ef að vestrænar frelsishugsjónir eru óframkvæmanlegar, þá er fíti) von fyrir að hér renni upp sá morgunn er betri daga boðar. Slík ummæli og þau, er stórlaxarnir á stjórnmálasviði Evrópu hafa um vestrænt hugsjónafrelsi, eru því alls ekki þýðingarlaus, og lífið hér drægi Ijótan dilk á eftir sér, ef þau væru sönn. En sem betur fer eru þau ekki sönn. Að hér sé morgunn, sem betri tíma boðar, er áreiðanlegt. Vottur þess sést eigi síður í þjóðfélagsmálunum én í hversdagslífinu. í stjórnmálynum er morgunn ekki vitund fjær á vesturslóðum en í Evrópu, eftir öllu útliti að dæma. Því munu fáir neita. En svo er stjórnmálalegur þroski ekki rétt mæld- ur við neitt annað en sjálfan sig. Hér hafa til dæmis verið aðeins tveir stjórnmálaflokk- ar í landi. Og án þess að vera ósanngjarn í garð stefnu þeirra, er ekki annað hægt um þá að segja, en að þeir hafi verið hvor öðrum æði líkur. Það,. sem þeim bar aðallega á milli voru tollarnir. En svo öfugt hafa þeir oft sýnt afstöðu sína í þv'í máli, að sá flokk- urinn, sem bannfært hefir tollana áður en hann komst til vaida, hefir ’hækkað þá eftir það, og hinn flokkurinn, sem með þeim var, hefir Iaékkað þá. Um þetta aðalmál flokk- anna var sérstaklega kosningasennan háð fyrir nokkrum árum, er liberalar settu gagn- skifti við Bandaríkin á stefnuskrá sína. 1 það skifti töpuðu liberalar en konservátívar unnu sigur. Meirihluti kjósenda æskti að ' tollunum yrði haldið við. Það var ótvíræð- ur úrskurður þeirra. En hvernig fer svo eftir kosningarnar? Konservatívar færa tollana niður í 1 7þ^% úr 20. Þeir gera með öðr- um orðum það, sem liberalflokkurinn Iofaði að gera, ef hann kæmist að, og var útskúfað fyrir. Á sama hátt hafa Jiberalar hækkað þ'á, þegar kjósendur settu þá til valda fil þess að lækka tollana. Þannig hafa þessir flokk- ar báðir oft komið öfugt fram, eftír að þeir komust til valda, við það sem þeir bæði settu á stefnuskrá sína og lofuðu fólkinu. Stefnur þessara flokka geta eftir þv íekki dæmst ann- að en kosningabrellur. Mörgum virðist það mega kalla, að á seinni árum Kefir risið hér upp stjórnmálaflokkur eða flokkar, sem öðru vísi stefnuskrá hafa en gömlu flokkarnir. Bændaflokkurinn svokallaði hefir stefnu að bjóða, sem á alt öðru er bygð en kosninga- brellu. Hún er bygð á þjóðlegum grundvelli og Ieitast við að bæta það, sem mest þörf er á að úr sé bætt, en það er hagur alþýðunn- ar. Um nöfn er íhonum alveg sama. Ef það, sem um er að ræða, Iýtur að verklegum um- bótum, er það til greina tékið. En aðeins það, sem í verki reynist svo, telur hann goti og gilt. Hjá honum kemur fram sama vest- ræna hugsjónastefnan og sú, er einstakling- urinn rekur sig á, þegar hann kemur hingað. Það er að vera en sýnast ekki. Það hlýtur að boða betri daga. Daga frelsis og almenn- ara jafnréttis. Ihugum svo mentamálastefnuna. Að henni má margt finna enn sem komið er. Eri ekki er samt anað hægt um hann að segja en að hún sé eins og annað undir beinum áhrifum frelsihugsjónanna vestrænu. Það virðist bera vott um morgun í þeim efnum, að há- skólakennarar eru orðnir svo eðlilega víð- sýnir, að þeir vega á vogarslcál þekkingar- innar hverja þá stefnu og meta á þann hátt það, sem gott er í þeim, en gleipa ekki við öllu sem óbrigðulum sannleika að óreyndu. Nöfn stefnanna hafa ekkert að segja í þeirrr augum. Það sem Iífskraft hefir í sér fólginn í kenningunni, varðveita þeir, án þess að láta “negla” sig við stefnurnar í heild sinni. Það kreddutrúartímabil er senn útrunnið í menta- málunum. Það er ekki reynt þar nú orðið, að gera lýðveldishugsjón Platos eina, éða kommúnistanna eða bolshevikanna eða nokkra allra hinna, sem þar eru á milli, hina einu fullkomnu með blindri dýrkun. Að hve miklu leyti er hún raungæf sem lýðstjórnar- stefna nú? er spurningin fyrir þeim mönnum. sem koma vilja áfót frjálsri stjórnarskipun. Hvað þau atriði heita, sem raungæf eru, eða úr hverri “stefnunni” þau eru tekin, skiftir engu í augum þeirra. Látið hina frjálsu hugsun, sem þér eigið sjálfir, tína þræðina? serrt þér álítið haldbezta, úr hinum ýmsu stefnum, og vefið úr þeirri uppistöðu, ásamt j því sem þér sjálfir getið lagt til, voðina, sem j þjóðlífið hér á að klæðast. Um nöfnin er I ekkert að fást. Þannig á frelsishugsjónin j vestræna að vísa leiðina að hinu þráða tak- marki; að því, er gerir mennina betri og sam- líf þeirra fullkomnara. Þetta eru áhrifin. sern að eru á leiðinni mn í mentamálastefnu i’ersa lands Og víst er sá morgunn fagur cg fyriiboði heiðskírs dags. Vér mint . mst á kreddur. Það er ef til vill ekki heldur úr vegi, að minnast á þau málin, sem þær eru oftast otaðar um — trúmálin — ' samþandi við vesfrænan frelsisanda; því einmitt þar eru áhrif 'hans grein’legri og auð- sæ 'i en annarsstað r scm i emur ef til vill mest af bví, að þar ^r um máí að ræða, >en. helgast er mönnum allra mála þjóðfélagsins. Vér ís’endingar höfum orðið þess varir, að það hefir ekki altaf tjáð einum trúmálaflokk- inum að ætla að hafa mikil mök við einhvern annan trúmálaflokk. Með alt sitt víðsýni get- ur íslendingurinn ekki þvegið hendur sínar í þvr efni. En þrátt fyrir það eru þeir ekki hinir einu, sem með því kreddudýrkunar- marki hafa verið brendir. Það hafa allir trúmálaflokkar meðal allra þjóða þessa lands verið eins í þessu, og eru sumir enn, eins og t. d. kaþólskir. En mikil breyting er á þessu að verða. Eins og kunnugt er, hefir lengi s.taðið í stímabraki um það meðal enskra kirkjuflokka (Presbytera, Meþdista o. fl.). að sameinast í einn flokk. Þar þykir oss heldur en ekki roða af degi, og er það auð- vitað álirifum vestrænu frelsishugsjónarinn- ar að þakka. Þó að trúarofstæki hafi verið talað um að ætti sér stað meðal Vestur- íslendinga, getur það ekþi heitið nema svip- ur hjá sjón, borið saman við trúarástand sumra þessara kirkna, sem sameiningarhug- myndin hefir nú fengið svo góðan byr hjá. Það má vel vera, að það séu stór atriði, sem kirkjur þessar hefir greint á um. En aðai- atriði hafa það ekki verið nein, og ef til vili aðeins bita munur en ékki byrðar, í víðtæk- um skilningi skoðað. Máske ekki nema nöfn- in ein. Og hví þá að vera að halda í þau? Hví ekki að líta Víðsýnum augum á þetta helgasta mál allra manna, og reyna að láta það verða fleirum að því gagni, sem það á að verða, en ella? Vestræn frelsishugsjón hefir opnað augu manna fyrir þessu, og það er líklegt, ef þetta samvinnuspor verður stígið af kifkjunum, að það verði til þess að greiða því trúfrelsi braut, sem nú skortir í ensku kirkjunum, og stendur góðu samlífi borgaranna að mörgu Ieyti í vegi, og bundið hefir menn kreddum, sem reynst hafa Þrárid- ur í Götu þeira verka, er hrint Kefir verið af stað fyrir áhrif vestrænna frelsishugsjóna. Um leið og minst er á kirkjusameiningu, hvarflar hugurinn að því, sem í þessu efni er að gerast með Vestur-íslendingum. Og þeg- ar litið er á samvinnu þá, sem Únítarar og ný-guðfræðingar hafa gert með sér, höfum vér heyrt ýmsa spyrja: Hvernig má þetta í raun og veru ske, að þessir flökkar vinní saman? Þessir trúflokkar eru hvorirtveggja frjálslyndir. Það eiga þeir sameiginlegt, og það er aðalatriðið. En því ættu þeir þá að vera að fást um smærri atriðin, eða það, hvað flokkamir heita? Hví ekki að losa sig við þá kreddu, eins og leiðtogar æðri skól- anna hafa gert, eins og aðrar kirkjur þessa lands eru að gera, og eins.og Iíf einstaklings- ins og þjóðfélagsins í heill sinni stefnir að, en halda sig, eins og alt sem nökkur máttar- stoð getur heitið í þjóðfélaginu hér, að því. sem lífsgróðurinn felur í sér í þessum kenn- ingum? Sannfrjáls trú er aldrei annað en frjáls trú, hvað sem hún er kölluð. lEn meðan vér rífumst um nöfnin tóm, sem hugsjónirnar eru skírðar, þá er auðvitað ekki nema eðlilegt, að oss finnist annað eins og það fjarstæða, að Únítarar og ný-guðfræð- ingar komi á samvinnu sín á milli. En þegar frelsishugsjónin skipar öndvegi og menn geta fyrir áhrif hennar unnað hver öðmm, stutt hver annan og unnið saman að eflingu og þroska þess báleitasta, sem vér þekkjum, þroska sjálfra vor, þrátt fyrir önnur atriði, er menn getur greint á um, þá verður ekki margt athugavert eða ísjárvert við þetta samvinnuspor Vestur-fslendinga. Ef ástæða er til að finna að slíku, jafnvel þó af ein- lægu kreddutrúarhjarta sé gert, mætti alveg eins. finna að samvinnu milli einstaklinga í hvaða atriði sem er. Því að það er eins víst og að nokkuð getur verið víöt, að það eru engir tveir menn — að ekki séu fleiri nefndir —r eins í öllu. Allar þessar áminstu breytingar í þjóðlíf- inu hér, sem sumpart eru komnar fram og sumpart eru í vændum, eru í vorum augum hin áþreifanlegasta dagsbrún eða fyrirboð; fegurri daga eða bétri, og sem hinni vest- rænu frelsislhugsjón er að þakka. AHir, sem til þessa lands koma, hljóta að verða þeirra áhrifa aðnjótandi, svo framarlega semi ka- þólskur múrveggur hefir ek'ki gert manninn að steingerfingi. Þau áhrif liggja hér í lofinu og vér öndum þeim að oss með því í þessum “nýja heimi”. Og getum vér ekki, með frelsisgyðjuna vest- rænu í stafni, lagt eins trauðir út á mannlífs- hafið eins og Evrópuþjóðirnar, með sína praktísku keisaradýrkun fyrir leiðarstein. Eru áhrif þeirra praktisku stefnu meiri, betri eða áþreifanlegri heldur en vestrænu frelsis- hugsjónirnar? Eru þau mannúðlegri, dýpri og fegurri ? Ávextína miá af þeim sjá nú eins greinilega og nokkru sinni fyr í Evrópu. Og hvílík aldini! Og svo tírnann, sem þá menn- ingarstefnu hefir tekið að framleiða þau! Nei, það er hin vestræna frelsisstefna, sem á eftír að roða fyrir í Evrópu. Það er hún, er leysir hana úr álögum sínum-. Það er hún. sem Evrópa þarfnast öllu öðru fremur. Sigfús Halldórs. Fyrir nokkru var eg með öðrum manni á gangi á Sargent Ave. — Mættum við þá ungum, fagurlega og gáfulega eygðum manni, björt- um yfirlitum, þéttvöxnum að vall- arsýn og að líkum þéttum í lund. Við þektum ekki manninn þá, en síðar komumst við að heiti hans. Hann er frá Höfnum á*íslandi og heitir Sigfús Halldórs. Faðir hans er Halldór Árnason, búsettur á þessum bæ. Sigfús er maður tæp- lega þrítugur að aldri og unglegri iþó en árin segja hann. Hann er mentamaður og fróður um ýmis- legt af eigin reynslu, sem fæstir eru á hans aldri. Hann útskrifað- ist úr mentaskólanum heima árið 1913. Próf f heimspeki tók hann árið eftir í Kaupmannahöfn. — Nokkru síðar gekk hann í þjónustu Austur-Asíufélagsins danska. Og árið 1918 var hann sendur til Ind- lands til þess að veita forstöðu syk urbúgarði, er félagið á þar. Rek- ur félagið sykurrækt á Indlandi í stórum stíl. Og svo mikið trausl bar félagið til þessa unga Islend- ings, að það fól honum umsjón og eftirlit þessa mikla iðnaðar. Sigfús er hér í kynnisför, og vitum vér ekki’, hvenær hann hverfur aftur héðan. En hann er skýr maður mjög, og þar sem hann hefir kannað þá stigu, sem íslend- ingum eru allsendis ókunnugir, af reynslu að minsta kosti, hefir hann þeim fró ýmsu nýju, skemtilegu og fróðlegu að segja. Með það fyrir augum fórum vér þess á leu við Sigfús, að hann skrifaði pistla í Heimskringlu, minningar frá þessu fjarlæga æfintýra- og töfra- Iandi, sem hann hefir dvalið í um tíma, og lofaðist hann góðfúsiega til þess. Inngangurinn að þeim minningum birtist í þessu blaði, og erum vér þess fullvissir að margur verður honum þakklátur fyrir pistlana að lokum. —-------—xx--------- Steinar. (Saga, lauslega þýdd.) Sumir segja að saga þessi hafi gerst í Draumheimi. Aðrir segja, að hún hafi gerst í Dagheimi. Það er hverjum velkomið að halda það sem hann vill um það. En í þessum heimi voru tvö ung menni, piltur og stúlka. Þau unnu saman og þau gengu hlið við hlið hcim og að heiman kvölds og morgna, og margan blíðveðursdag inif, sem ekki var unnið, auk þess. Þau voru góðir vinir. I þessum heimi gefst að líta nokkuð, sem hér ber ekki fyrir augu, svo eftir sé tekið. I stórum skógi, þar sem trén voru svo þétt að toppar þeirra kystust og brenn- heitir geislar sumarsólarinnar kom ust ékki niður á milli, stóð altari eitt. Þar mátti heita að ríkti eilíf kyrð. Á daginn steig þangað eng- inn fæti. En á kvöldin, þegar stjörnurnar lýstu upp himinhvelf- inguna og tunglsgeislarnir iðuðu í laufum trjátoppanna, gekk ein- stöku maður þangað, en aldrei nema einn og einn, og þá var far- ið svo hægt sem auðið var, og hin djúpa kyrð var sama sem aldrei rofin. Það var trú manna, að ef þeir krypu niður við altarið, opn- uðu hug sinn og hjarta, og létu blóðdropa úr undum brjósts síns falla niður á það, þá yrði þeim veitt uppfylling óskar sinnar, hver sem hún var. Pilturinn og stúlkan gengu enn hlið við hlið. ótal óskir spruttu upp í sálu hennar. Og allar lutu þær að því, að æfibraut vinar hennar mæti verða greið og slétc og blómum stráð. Eitt kvöldið, þegar tunglið skein og sló gullsht- um bjarma á lauf trjánna og silfur blikandi öldurnar sungu milt og þýtt lagið sitt vi<$ ströndina, gekk stúlkan ein inn í hinn helga lund. Þar var myrkur. I útjaðri skógar- ins vottaði aðeins fyrir endurskini af tunglsgeislunum í flekkjum á fölnuðum laufunum við fætur hennar. Þegar lengra kom inn í skóginn, tók alveg fyrir það. Hún Dodd’s nýrnapillur eru bezta nýmameíSalitS. I.ækna og gigt. bakverk, hjartabilun^ þvagtepDU, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan etSa 6 öskjur fyr. ** £2.50, og fást hjá öllum Iyfsöl- etSa frá The Dodd’s Med^cCae Co.. Ltd., Toronto, OnL var komin fast upp að altarmu. Og hún kraup fyrir framan það og bað . En hún fék kekkert svar við bæninni. Þá fletti hún fötunum frá brjóstinu, tók hvassnybbótt- an stein er þar var, og reist sár á brjóstið með honum, svo að blóð- ið seirði úr því. Droparnir duttu með nokkru millibili niðu^'á &kör altarisins. Þá talaði rödd til hennarí “Hvers æskir þú?” Hún svaraði: ‘Eg þekki ungan mann. Hann er mér kærari en alr annað. Eg æski að hann njóti allrar biessunar.” “Hvernig þá?” Stúlkan svaraði: “Eg veit ekki hverni^. En alt, sem að auka má á hamingju hans, bið eg um að hon um veitist.” Röddin sagði: “Bæn þín er /heyrð. Honum skal veitast það, sem honum er fyrir beztu.” Stúlkan stóð upp. Hún breiddi treyjuhormð yfir sárið á brjóstinu og hélt hendinni yfir. Þannig gekk hún út úr skóginum. Það skrjáf- aði í laufunum við fætur hennar. Hún var komin út í birtuna og tunglsljósið. Svalur blær andaði á móti henni. Sandkornin á strönd- inni glitruðu eins og perlur, þar sem tunglsbirtuna lagði skýrasta á þau. Hún hljóp eftir ströndinni. Sandurinn var mjúkur. Alt í einu nemur hún staðar. Langt úti á ihaffletinum sá hún eitthvað hreyf- ast. Hún bar hönd upp að auga. Það var skip. Það fór méð brun- andi hraða yfir tungllýstan sjáv- arflötinn. Skipið fjarlægðist. Á þilfarinu stóð maður. Andlit hans sá hún ekki, því hann snerí frá henni og horfði út á hafið. En vöxtinn þekti hún. Hvað knúði skipið áfram, var henni ósýnilegt. En hitt var augljóst að það fjar- lægðisL Hún virti skipið fyrir sér frá stafni til stafns. Það kom glýja á augun. Hún þurkaði hana af. Nei, hvað var þarna? Kona í aft- urstafni skipsins! Og það fjarlægð ist æ meir og meir. Hún hljóp af stað eftir ströndinni, slepti hend- inni af brjóstinu og treyjan flags- aðist frá því. Hún breiddi út arm- ana og svalinn og tunglsljósið léku dans á glóbjörtum hárlokkunum. Þá hvíslaði rödd við hliðina á henni: “Hvað gengur nú að þér?” iHún svaraði: “Með blóði mínu keypti eg handa honum þá mestu gæfu, sem honum gat veizt! Eg er á leiðinni til þess að færa hon- um hana. En nú er hann farinn frá mér!” Röddin svaraði lágt: ‘Bæn þín var veitt.” Húnhrópaði: “Hvernig, hvern- ig?” Röddin svaraði: “Með því að yfirgefa þig.” Stúlkan stóð sem steini lostin. Skipið var komið langt út á sjó — úr sýn. iRöddin spurði: “Ertu ekki á- nægð?” Hún svaraði niðurlút: “Eg er / vV ” anægö. Öldurnar skoluðust hver á fæt- ur annari upp að ströndinni — upp að fótum hennar — og sand- steinarnir flutu yfir ristina á þeim. Aðrir steinar höfðu snert hjartað. ----------xxx----------- I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.