Heimskringla - 04.07.1923, Blaðsíða 5

Heimskringla - 04.07.1923, Blaðsíða 5
WINNIPEG 4. JÚLI, 1923. HEIMSKRINGLA 5. BLAÐS©A. Jarðasölu bréf. Bændur ættu ekki að loka augun- um fyrir því, hve hagkvæmt það er fyrir þá að láta bankana geyma öll sölubréf, er þeir kunna að hafa og láta þá innkalla verð þeirra, þegar þau falla í gjalddaga. Yér bjóðum bændum að gera þetta fyrir þá. IMPERJAL BANK. Riverton útbúið OF C.VNA.OA H. M. Sampson, ráðsm. ....Útbú frá því á Gimli. (446) »OðSOOCe09SOS66ðOððOSQOSð9SðOSðOSGSOSð09SOðSOOSOSðe» Ráðið. Séra Adam Þorgrímsson gefur mér þá vinsamlegu bendingu tölublaöi Lögbergs, aö Iþaö muni eiga einstaklega vel viö fyrir mig að eg út- vegi mér stóran kvarnarstein, hengi hann um háls mér og sökkvi mér á- samt honum í sjávardjúp. Eg hygg ekki aö mér muni vera alment láð það, þó eg fari ekki eftir þessu ráöi. Eg hefi engu meiri tilhneigingu til þess, þó sr. A. Þ. telji sig gefa mér þetta ráö i umboði Jesú Krists, þar eð orð hans um kvarnarsteininn og þá er hneykslunum valdi eigi meðal annars við menn eins og mig. Eg haföi heyrt sagt, að sr. A. Þ. væri töluvert vel að sér í íslenzku máli, auk þess á' hann að hafa fengið guðfræðilega mentun. Honum ætti því ekki að véra ókunn- ugt um, hvað orðið að “hneyksla” merkir í nýja testamentinu. Það merkir ekki það, sem hann virðist vilja láta menn ímynda sér: að segja eða gera eitthvað, sem meiði tilfinn- lærisveinum sínum, og sífeld áminn- ing um, að sama hugarfar og bræðra- þel, sem Jesú hafði borið til lær:- sveina sinna, skyldi ávalt ríkja í hin- síðasta; um kristna félagsskap.” Þessi merk- ing var að hverfa úr athöfninni, þeg- ar Páll ritar bréf sitt, og hann telur aðfarir manna lýsa fyrirlitning á söfnuði guðs, í stað þess að ibera vott um trú manna eða skilning á boðskap Krists. Þá gat eg þess, að vorir tím- ar hefðu litla freistingu til að láta sér verða hið sama á í sambandi við kvöldmáltíðina, sem Páll var að finna að. Það stafaði af því meðal ann- ars, að það væri ekkert orðið eftir af hinum fagra sið, að háir og lágir, rik- ir og fátækir kæmu satnan til þess að treysta bræðrabönd sín. Það sem komið hefði í staðinn, væri miklulf forneskjulegri hugsun, — hin gam'.a og hráa fórnfæringarhugsun. Eg hélt því fram, að sú ihugsun væri orð- in vorum tímum svo óeðlileg, að vér gætum vart gripið hana, og “hættan, sem stafar því nú í sambandi við þenúa sið, er ekki sú, að vér hegðum oss ósæmilega á sama hátt og Kor- ingar annara, heldur að verða þess valdandi, að menn hrasi, falli eða intumenn gerðu, heldur sveiflast hún syndgi. Mér er ekki Ijóst aö það sé tnilli þessara tveggja öfga, annaö sjálfsagt að áhrif ræðu þeirrar, er eg tveggja að með henni séu menn að birti í Heimskringlu fyrir nokkuru og leggja nafn guðs við hégóma, vegna sr. A. Þ. gerir að umtalsefni, verði á þess að þeir meini ekkert með þessu, þá leið. A meðan eg ekki sannfærist! eða að ala upp í sér hindurvitnatrú, um það, finst mér eg ekki hafa til- hneigingu til þess að fara að leita til sjávar með kvarnarsteininn. En sök- um þess að ráðið um að eg flýti mér að drekkja mér, er vitanlega af góð- um hug gefið, þá tel eg sjálfsagt að reyna að skýra málið lítið eitt fra mínu sjónarmiði. Eg birti ræðu þessa vegna þess, að mér hafði verið bent á, að líklegt væn að menn kynnu að misskilja hana og sá rangi skilningur að berast almenn- ingi, ef menn hefðu ekki ummæli mín fyrir sér á letruðu málL Það er al- kunnugt, að menn taka misjafnlega vel eftir því, sem þeir hlusta á, enda ávalt ýmsir, sem ekki gera sér far um að taka rétt eftir, en þykir hins vegar gaman að færa náunganum fréttir af því, scm að ^inhverju leyti er talið sögulegt Hitt gat mér aldrei hug- kvæmst, að fullþroskaðir menn gætu ekki tekið nokkurnveginn rétt eftir því, sem þeir hefðu prentað fyri-- framan sig, ekki myrkari i máli en eg er vanur að vera. Og eg sé rétt i þessti, að séra Björn B. Jónsson skrif- ar í Sameininguna (úr ræðu, flutt 3. júní þ. á.), að eftir því sem hatin frekast viti, þá sé það í fyrsta sinni í mannkynssögunni, sem slík ummæli hafi heyrst úr prédiikunarstól um kvöldmáltíðina, er eg hafi viðhaft. Það var mjög heppilegt að séra B. B. J. skyldi lofa þessum orðum, “eftir því sem eg frekast veit”, að fylgjast með, því til allrar hamingju er niann- sem gripin er algerlega úr lausu lofti.” Það eru þessi orð, sem eiga að gera mig óalandi, óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum, nema þeim, að birtda kvarnarstein um hálsinn á mér og drekkja mér. En eg gat þe:ss, að' til'væri millivegur milli þessara öfga. Þann veg færu þeir, sem héldu það heppilegt og holt að hafa einhverja vtri athöfn, til þess að minna á hið ástúðlega samband milli Jesú og læri- sveina hans, ðg það hugarfar, sem hann ætlaðist til að ríkti meðal allr i manna. En jafnframt gat eg þess, að þeim mönnum færi fækkandi, sem' teldu kvöldmáltíðina lengur heppilegt meðal til þes sað vekja þá hugsun. Sr. Björn B. Jónsson telur ræðu mína eins dæmi í veraldarsögunni, og sr. Adam Þorgrímsson telur hana “óheiðarlega” og þykir sennilegt, að dómur “hinna beztu manna” muni vera sá, aJS eg sé bæði verri maður og óeinlægari en þeir, er til altaris ganga. Eg hefi ekki neina tilhneig- ingu til þes9 að fara í neinn manna- jöfnuð um sjálfan mig. Eg hef» aldrei álitið mig neinn dýrling, og eg •býst við að altarisgestir séu svona upp og niður eins og gerist og gengur. En eg get ekki varist að láta mér finnast mikið til um það sýnishorn af fyrir- myndar “einlægni”, sem í ljós kemur i grein sr. A. Þ. Hann tekur sér fyr- ir hendur að skýra fyrir mönnum, hvað átt sé við í orþodox lúterskri kirkju meö altarissakramentinu. Sú kynssagan töluvert víðtækari, heldur . skýring hlýtur að vera fyrirboði mik- en þekking hans virðist ná yfir. Eg er ekki alveg eins frumlegur og hann ímyndar sér. Hver voru ummæli mín ? Eg vona að þeir lesendur Heims- kringlu, sem lesiðhafa ræðu mína, af- saki þó eg rifji upp t örstuttu máli orð mín, sem nú eru talin drekkingar- sök. Eg gat þess að Páll postuli hafi ver- ið að reyna að benda söfnuðinum í Korintuborg á, hvað þeim færi iHa úr hendi meðferðin öll á hinni sameigin- legu safnaðarmáltið — kærleiksmál- tíðinni. “Hinn upphaflegi tilgangur kærleiksmáltíðar frumkristninnar var í eins miklu samræmi við anda höf- undar kristninnar, sem frekast varð ákosið. Menn komu á ákveðnum fresti saman, hver bár á hið sameig- iinlega borð eftir því, sem hann hafði getu til, og skyldi borðhald þetta vera til minningar um, eða eins og berg- illa tíðinda innan lúterska! kirkjufé- lagsins. Það félag er, eins og kunn- ugt er, frægt fyrir að reka tafarlaust burtu alla þá, sem á einhvern hátt láta í Ijós annan skilning á kristindóms- málum heldur en viðurkent er í játn- ingarritum félagsins. Það var illa farið að sr. A. Þ. skyldi ekki birta grein. sína á meðan stóð á hinu ný- afstaðna kirkjuþingi, því að þá hefði verið hægt að reka hann undireins. En vafalaust verður það ekki dregið lengi, ef félagið ætlar að vera sögu sinni samkvæmt og halda uppi fornum hætti, því að skýring séra A. Þ. er beinlínis afneitun á og i mótsögn við allan skilning orþodoxrar lúterskrar kirkju á sakramentinu frá upphafi þeirrar kirkjudeildar og til þessa dags. Séra Björn B. Jónsson, sem er svo vel að sér í mannkynssögunni, hlýtur að geta frætt hann um það. Raunar ætti hann ekki að þurfa mál af hinni síðustu máltið Jesú með neinnar leiðbeiningar um það efni. Hverjum lúterskum guðfræðingi ætti að vera kunnugt um, að einmitt mis- munandi skilningur á altarissakra- mentinu varð ein aðalorsökin til þess að ekki náðist samkomulag milli allra siðibótarmannanna. Og sr. A. Þ. hlýt- ur að vera kunnugt um, að skilning- ur sá, sem hann setur ,fram í grein sinni, um að kvöldmáltíðin sé minn- ingarhátíð og að brauðið og vinið sé aðeins sýnileg tákn til endurminning- ar og stj’rktar fullvissunni um "elsku og fyrirgefning, »og hvatning til líf- ernisbetrunar, vegna kærleika og hreinleika Jesú”, er blátt áfram villu- trú eftir orþodox lúterskum skilningi. Otskýring séra A. Þ. er einmitt ná- skyld því, sem eg tók fram í ræðu minni að mér fyndist skynsamleg, og eg hefi ekki minstu tilhneígingu t:l þess aö óvirða. En við getum hvorug- ur blekt okkur með því að telja okkur trú um, að þetta sé rétttrúuð lúterska. Þetta er skynsamleg lúterska, og þar af leiðandi ekki kirkjufélags lúterska. A mælikvarða hins síðarnefnda erum við báðir, séra Adam og eg, villutrú- armenn. Þessu til sonnunar og stað- festingar ætla eg að benda á þrjú at- riði. A samtalsfundinum i Mariborg, þar sem þeir áttu tal saman, Lúter og Melanchton, Zwingli og Okolampa- díus, voru allir þessir menn á mis- munandi skoðun am altarissakrament ið. Jón Helgason biskup gerir svo grein fyrir ágreiningi þeirra (Almenii kirkjusaga III, bls. 271) : “Lúter áleit að menn neyttu með .tönnunum lík- ama Krists og blóðs; Melanchton, aö menn neyttu Krists líkama og blóðí, , en ekki á svo líkamlegan hátt; Oko-[ lampadíus, að brauöið og vínið væri j tákn, er hefðu kraít í sér fólginn, og ! Zwingli, að hér væri um.tóm tákn að ræða (endurminningarmáltíð).” I Agsborgarjátningunni er svo að orði komist: “Um kveldmáltið drott- ins kennum vér, að líkami og blóð Krists séu í sannleika nálæg og út-, hlutuð þeim, sein ganga til borðs drottins, og vér lýsum vanþóknun vorri á þeim, sem flytja aðrar kenn- ingar.” I Kveri Helga Hálídanarsonar segir svo: "I kvöldmáltíðinni, sem! öðru nafni heitir altariSsakramenti, veitir Jesús Kristur oss á hulinn og j yfirnáttúrlegan hátt sinn heilaga lik- ! ama og blóð í og m?ð brauöi og víni.” “Það að líkami JCrists og blóð er veitt oss í kvöldmáltiðinni, er eigi svo að skilja, að brauð og vin brcytist og : missi eöli sitt, og eigi heldur svo, að það sé aðeins tákn eða minni á lík- | ama Krists og blóð, heldur er líkami Krists og blóð sannlega nálægt ásamt j brauði og víni, og er veitt öllum sem neyta, bæði trúuðum og vantrúuðum, þótt það verði aðeins hinum trúuðu til blessunar.” Agsborgarjátningin er eitt af játn- ingarritum kirkjufélagsins, og félag- ið hefir lýst yfir þeim skilningi, jjð enginn félagsmaður hafi leyfi til að víkja í einu eða öðru frá útskýring- um játningarritanna. Kver Helga Hálfdanarsonar hefir verið talin ágæí og nákvæm útlistun á kenninguro orþodox lúterskrar kirkju. Sr. Adam Þorgrímsson er kominn í andstöðu við hvorttveggja. Mér þykir það góð fregn. Það ber vott um, að jafn- vel þeir, sem mest gera sér far um það, geta ekki látið sér nægja hugs- anir 16. og 17. aldar manna. En mað- j ur fer að halda, að þetta sé fyrirboði | annara og meiri fíðinda. Báðir þeir . menn, sem tekið hafa opinberlega til | máls um ræðu mína, hafa litið svo ‘ á sem eg hafi verið að stefna máli mínu til altarisgestanna i Fyrstu lút. kirkju á dögunum. Grein sr. A. Þ. er þá líka sérstaklega vörn fyrir þá, eða greinargerð fyrir þeirra skoðun- um. (Það er ekkert nema ímyndun, að útskýring sr. A. Þ. sé sú, er ávait hafi verið viðurkend í kristninni á öllum öldum, eins og hann lætur í veðri vaka í grein sinni.) En er þá svo að skilja, sem þessir 200 gestir, eða hvað þeir voru margir, séu allir gengnir af hinni hreinu orþodoxu lútersku trú? Þetta fer að vera al- varlegt rannsóknarefni fyrir kirkju- félagið. Verður séra Adam Þor- grímsson rekinn, verða þessir tvö hundruð telchir, eða meinar hvorki Adam, kirkjufélagið né þeir tvö hundruð neitt með þessu? Séra Björn B. J^nsson tekur sér mjög nærri þær ógnir og skelfingar, sem hann og sóknarbörn hans hafi orðiö fyrir Hann finnur að hann og þau eru í ætt við pislarvottana og hin- ar ódauðlegu hetjur frumkristninnar. En hann huggar sig og þau með orð- unum: “Sælir eruð þér, er menn at- yrða yður og ofsækja og taþi Ijúgandi alt ilt um yður.” Það veitir ekki af að taka á öllu sínu hugrekki. Birtist ekki óvætturinn með ægilegu báli og brandi, brennandi, eyðandi og kross- festandi hin mildu og auðmjúku sókn- arbörn, sem eru að bera sannleikanum vitni, — í líki séra Ragnars Kvarans á Banningstræti í Winnipeg? Getur hjá því farið að allir góðir Islending- ar finni sárt til mpð hinum ofsóttu smælingjum? • Ragnar E. Kvaran. -------------x------------- Jóhann á Bólstað. Austan slagviðrið æsta um daginn ýtti með sér þeim harmafregnum, að skuggi hyldi Bólstaðsibæinn, hvar ibölið stingur hjörtun gegnum, því frægur er til foldar hniginn frömuður aldinn sinnar bygðar, sem aldrei verður yfirstiginn undir nafni ráðs og dygðar. Kæri, forni,' aldni virktavinur, sem veikist aldrei rnínum hugarsjón- um, \ þú stóðst á fold sem íagur, sígrænn hlynur og fölnaðir ekki í mannlífs krapa- snjónum. Þú áttir meira af manndómi í sjóði en miljónirnar auðkýfingsins stóra. Þú áttir meira af nýtu norðanblóði en nú fær runnið gegnum suma fjóra. Þin ganga var einn gæðaferill langur og göfugmenskan þandi út alla vasa; þú komst til liðs við alt, sem nefnist angur, ef einhvern sástu á lífskis brautu rasa. Hver sem þér kyntist, verður víst aö játa hvað varstu honum, þegar skórinn krepti; hver sem þér kyntist, gengur út að gráta við gröfina, sem hjálpsemina tepti. Konan, sem við hlið þér háði hildarleikinn þrauta-stranga, studd af drottins sterku ráði' stráisl iblómum /hennar ganga; og nær sem iýkur elliárum og allur dvínar holdsins kraftur, þá til guðs á blíðum bárum berist hún í faðm þinn aftur. Sofðu nú, Jóhann,\gætt og vært í friði, j sameinaður úrvals föllnu liði. Haföu þökk fyrir góðverkin öllu gjörðu og göfugheit, er sýndir hér á jörðu. Jón Stefánfson. Eggert Stefánson syngur í síðasta skifti meðal Vestur Islendinga í Winnipeg Mánudaginn 9. júlí kl. 8.30 ' í Goodtemplarhúsina , við Sargent Ave. Aðgöngumiðar fást í Melody Shop Frank Fredericksons og hjá Finni Jóhnson bóksala og við innganginn og kosta $1. Mrs. B. ísfeld aðstoðar. ■\ Upp'ýsingar hjá Union-bankanum. Ri • / • omi Gömui og áreiðanleg Viðskiftastofnun Sendið oss hann. Hæsta verð. Mat vörunnar éftir reglu- . _ gerð stjórnarinnar. li30TlS --------- Efnisprófun ráðvönd. Skjót borgun. * Könnum skilað strax aftur Dominion Creameries Winnipeg ASHERN DAUPHIN NARCISSE INWOOD Þarft fyrirtæki. Við Grettisgötu 50 hér í bænunt er verið að stofna til nýs iðnaðar, sem hér hefir lengi verið tilfinnanleg þörf fyrir, en það er nýtízku niður- suða og reyking á fiskmeti og ýmsum öðrum matvælum. Þó að þetta sé enn eigi nema litil byrjun í þá átt sem nú var sagt, er þó þann veg til þessa fyrirtækis stofnað, að það er vel þess vert, aö því sé gaumur gefinn og að það fái þann stuðning, sem haldkvæm astur er, þ. e. að vörur þess séu keyptar. Eftir sýnishornum af fram- leiðsluvörum þessa fyrirtækis, sem sá hefir séð og reynt, er þetta ritar, eru það úrvals vörur að gæðum, enda eru J forstöðumennirnir æfðir og reyndir í j þessari iðn. Það hefir oft borið við I hér áður, að þótt eitthvað hafi verið reynt í þessa átt, þá hefir þó fram- : leiðslan mishepnast af vankunnáttu þeirra, sem við það hafa fengist, en ! hér virðist ekki þurfa að óttast neitt | þvílíkt N. Fjeldberg og Hjalti Lýðsson ^ heita forstöðumenn þessa fyrirtækis. Fjeldberg er Austmaður og æfður og þektur hiðursuðumaður þar í landi, en Hjalti Lýðsson er innlendur, æt*- aður af Rangárvöilutn. Hann hefir dvalið í Noregi liðugt ár og lært ný- tízku aðferðir við reykingar og nið- ursuðu. Er^það eigi auðsótt mál við þá Norðmennina, sem verjast eftir föngum, að útlendir menn og væntan- legir keppinautar, nái að nema af þeim aðferðir þeirra. En Norðmenn hafa orð á sér fyrir góða niðursuðu á fiski, síld o. fl. Kvað Hjalti svo að, að hann mundi hvergi hafa feng- ið þar næ.rri að koma, ef hann hefði eigi notið þar að núverandi félaga síns, hr. Fjeldbergs, en heita urðu þe:r því, að stofna eigi til samkepni þar í nágrenni, og helzt eigi innan Noregs. Komu þeii’ félagar út hinjjaö snemnia í aprilmánuÖi s.l. og hafa þegar látið reisa lítinn steinskúr á þeim stað, sem áður var nefndur. Suðu þeir fvrst niður talsvert af síld, bæði reyktri í oliú og kryddsaltaðri, anshovis gaffalbita, þ. e. niðurskorna kryddsaltaða sild o. fl. Hafa þeir þegar sent sýnishorn af vörum þessum utan, bæði til Danmerkur og Eng- lands og fengið lof fyrir vörugæði og mega því vænta þar góðs markaðs fyrir þessar \örur, ef þeim verður kleift að framleiða svo nokkru nemi til útflutnings. Þar sem húsrúm þeirya er ennþá takmarkað mjög og þeir eigi vildu færast mikið í fang strax, breyttu þeir til og hættu i bili við niðursuð- una\ og starfa nú eingöngu við reyk- ingar á fiski, allskonar síld o. fl. Hafa þeir 2 reykingakofa, og reykia bæði við heitan og kaldan reyk, eftir því sem bezt hentar hverri vöruteg- und. Geta þeir tekið við alt að 500 stk. af stórsíld til reykingar annan- hvern dag. En síldin er fullreykt eft- ir einn dag. Auk þess reykja þeir ýsu og ýmsan annan fisk, þegar hann fæst, og hafa þessar vörur þeirra selzt svo vel, að þeir hafa vart getið full- nægt eftirspurninni. Þegar líður á sumarið, ætla þeir aðallega að reykja lax, sem þeir þegar hafa reynslu um að má fá mjög góðan markað fyrir erlendis, einkum á Bretlandi. Hingað til hefir mestallur sá lax, sem hfðan hefir verið fluttur út, verið saltaðuf, en reyktur ytra og síðan seldur ærnu verði og þannig farið stórfé út úr landinu, auk þess verður varan aldrei eins góð á þenna hátt, eins og ef lax- inn er reyktur strax nýveiddur. Ef vonandi að fyrirtæki þetta hepnist vel og verði upphaf til framleiðslu i stærri stíl. Þeir félagar eiga þarna allstóra lóð og ætla að byggja þar stærri og full- komnari verksmiðju síðar, ef þessi tilraun þeirra 'hepnast vel, sem von- andi er að verði. Hafa þeir í hyggju þegar í sumar að færa svo út kvíarn- ar, að niðursuða komist einnig þegar upp, áður en langt um líður. Viljum vér hvetja borgarbúa til aö kaupa þessar reyktu matvörur þeirra félaga, sem eru miklu betri en alt það er menn hér hafa áður átt að venjast í þeirri grein. (Vísir.) WEVEL CAFE Ff þú ert humgraður, þá komdu inn á Wevel Café og fáðu þér að borða. MáJtíðir seldar á öllum timum dags. Gott felenztot katfi ávalt á boðistólnm- Svaladrytotoir, vindlar, tóbak og allstoonar sœt- indi. Mrs. F. JACOBS. -----RJOMI------------ Heiðvirt nafn er bezta ábyrgðin yðar fyrir heiðaflegum viðskift- .um, — það er ástæðan til þess, að þér megið búast við öllum mögulegum ágóða af rjómasend- ingum yðar — og með óbrigð- ulli stundvísi frá CITY DAIRY, Ltd. WINNIPEG. James M. Carruthers forseti ,og ráðsmaður. James W. Hillhouse fjármálaritari. SPYRJIÐ MANNINN SEM SENDIR OSS.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.