Heimskringla - 04.07.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.07.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 4. JÚLÍ, 1923. Ottó og Ingiríður. J. C. þýddi. i Ekki einn einasti a fungu mönnunum dansaSi líkt því eins vel og Otto í mylnunni.| Þetta visi Irígiriður í Engjabæ eins vel og hver önnur stúlka í bænum; samt var ‘hún í meira lagi hnakkakert, þegar ihann kom til ihennar og hneigöi sig, í því skyni að biðja Ihana aö dansa við sig. / Tilfellið va rnefnilega, að Ottó var ástfanginn af Ingi- ríði, og Iþar eðlhann kunni ekki að dylja það, var henni það fyllilega Ijóst, og hafði ánægju af*því að hreykja sér gagnvart ihonum. Samt seni áður dansaði hún oftast nær við hann, þeg- ar hann bað ihana um iþaö, og yrði hún iþá vör við hlýjan glampa í hreinskilnu augunum hans, varð henni oft á að roðna. í En svo gramdist henni bæði við sjálfa sig og hann, fór út i eittihvert hornið og duldi þar reiði sína. Já, hún átti nú ekki annað eftir en að setjast í dimma og einmanalega mylnuiheimilinu og vera hjúkrunarkona gömlu og ræfilslegu, foreidranna hans. Nei, veröldin var blessunarlega stór, og hún hafði unga og sterka vængi, sem gátu fleyt henni gegnum hana með tigulegum hraða. Menn skyldu furða sig vfir |því, hve hátt hún gæti flogið. Barn var nýlega dáið hjá nágranna hennar, og til þess að geta lagt blómsveig á kistu þess, fór hún ofan á engj- arnar til að tina blómið ‘Gleym mér ei”. Það var indæll sumardagur og lævirkjarnir sungu glaðlega, en blómunum ‘Gleym mér ei” var fátt af, svo hún varð að hætta við að tína þau. , En á mylnuengjunum var nóg af þeim, það mundi hún frá æskuárunum. Hún hafði oft læðst þangað og tínt í stóra 'blómvendi. Nú stóðu iþau töfrandi og tælandi fyrir hugskotsaugum hennar, og. áðttr en hún vissi um það, stóð hún mitt á með- al þeirra. íEn hvað hér var yfirburða fagurt! Þarna, ekki mjög 'langt í burtu, sást mylnuhjólið glögt á milli mörgu trjá- runnanna í garðinum, og vatnsstraumurinn fossaði ofan á það og sneri þvi í hring, fleygði sér svo buslandi í ána með stórum froðuhaugum, breyttist svo i rólegar, veltandi bylgjur, er fóru minkandi, unz iþær læddust'þögular og letilegar í gegnum sefið og störina. Ög hér stóð mjaðarjurt og mynta við kjólfaldinn hennar. Silkiblómið og frægrasið með rauðu blöðunum, og “Gleym mér ei” með Ijósbláu augunum, litti öll upp til hennar. Ingiríði 'þótti afar vænt um blóm, og hrifin af aðdáun laut hún niður og strauk hendinni um fögru blómin. Svo settist hún á milli iþeirra og tíndi körfuna fulla. Alt i einu hrökk hún við. Skamt frá henni stóð Otto og horfði á hana. Hjarta hennar bárðist ákaft. Hér mátti hún alls ekki mæta honum, einsömul og vitnalaus. í ráðaleysi stóð hún upp til hálfs, en settist svo aftur. Hún vissi ekki hvort hún átti að flýja, eða reyna að fela sig í þessum frumskógi grasa og blóma. En nú teygði hann úr sér og kom til hennar. Hún stóð upp í snatri. “Nei, sko litla þjófinn!” sagði hann brosandi og rétti henni hendina. “Ja—4, mamina bað mig að fara hingað að tína blóm,’ skrökvaði hún í vandræðum sínum. “Það er ykkur báðum fyrirgefið.” sagði hann glað- lega, og var sjáanlega hrifinn af hinni ungu og fögru stúlku. Hún fór að tala um eitt og annað, svo ihonum gæfist ékki tækifæri til að tala um neitt af því tæi, sem hún vildi ekki heyra. En hún fann glögt að augnatillit hans ihvildi á sér og dró þéttari og þéttari töfrahring um sig, unz hún varð svo heit og rjóð, að ihún gat ekki talað. Og svo tóku tvær hendur hennar hendur. “Ingiríður Leyfðu mér að eiga þig, — þú veizt, hve mjög eg hefi þráð þig um langan tíma.” “Eg bið þig að verða konan mín,” bætti hann við, þar eð hún þagði; “verða ljós á heimili minu, bæði fyrir mig og foreldra mina?” En nú var henni nóg boðið. Hún kipti til sin höndun- tim snögglega og fjarlægðist hann. “Nei, Ottó, eg hefi oft sagt sjálfri mér, og nú segi eg þér það lika, að eg vil ekki verða Ihjúkrunarkona gomlu foreldranna þinna.” “Nú er eg hissa,” sagði hann hnugginn. “Ingiriður, ef þér þætti ofurlitið vænt um mig, mundir þú líka elska föður min nog móður, og þá mundi þér vera ánægja að hlynna að þeim.” “En það vil eg alls ekki!” sagði hún reið og hreykti sér hátt. “Eg hefi nú lika stærri áform en að loka mig inni á milli þinna fjögra veggja. Næsta haust fer eg á kven- kennaraskólann i höfuðborginni.” , “Eg hefi heyrt á það minst,” sagði hann svipdimmur. “Má eg spyrja, hvað þú ætlar að gera?” “Auðvitað taka gott próf, og verða svo sveitakennari fyrst um sinn.” “Fyrst um sinn — og svo framvegis?” “Já, svo ihefi eg hugsað mér að fá stöðu á einlhverju 'höfðingjalheimili, hjá greifa, barón eða einhverjum slík- «m herrum.” Hann brosti dálítið. "Þú ert nú þegar langt á leið komin, og svo skyldi nú rera á þsesu heimili ungur greifi eða barún, sem mundi festa ást á þér, og þú giftast honum.” Hún roðnaði, því hana hafði virkilega dreymt dag- drauma af þessu tæi. “Jæja, eg óska þér til hamingju með greifann,” sagði hann rólegur, sneri sér hvatlega við og gekk hröðum skrefum til mylnunnar, en hún gekk i gagnstæða átt, gröm í huga. Þau báru bæði körfur sínar, en hans karfa var ekki full af ‘Gleym mér ei”, husaði hún háðsk. Eins og Ingiríður hafði sagt, fór hún til höfuðborgar- innar, þegar haustaði. Kom heim í skólalhvíldinni næsta sumar, föl og þreytt af lestri, með augnagler á nefinu. Næsta sumar var hún enn fölari. Undrandi og aðdáandi horfðu vinstúlkur hennar á hana. Að hugsa sér að hún var að verða hálærð ungfrú, á meðan þær sátu heima og unnu á engjum og í fjósi. Það var ekki laust við, að þeim þætti minkunn að ómjúku höndunum sínum og sólbrendu kinnunum. Nokkrum sinnum hafði Ottó fundið ihana við kirkju, og þá hafði hún rétt hontim glófaklædda hendi. svo mjúka og skrautlega, að hann þorði naumast að snerta hana. En honum fanst hún fallegri en áður, og hryggur í huga gekk hann heim. Hvernig sem a!t var, þá elskaði hann hana af einlægum huga, og vissi að hann mundi aldrei elska neina aðra stúlku jafn heitt. En það var satt, hún stefndi langt fyrir ofan fjóra veggina hans. Hreldur í huga og sorgpíndur gekk ihann um stofurnar, garðinn og til mylnunnar — alstaðar jafn eirulaus. En ef hann hefði samstundis séð Iniríði í herbergjum hennar, þá hefði hann máske fengið annað til að hugsa um. Hún hafði fleygt glófunum, hattinum og gleraugunum á Iwrðið, og sat nú við gluggann og studdi hönd undir kinn. Já, hér gat hún látist vera hálærð, æðri en aðrir, en á kennaraskólanum var útlitið annað. “O, hamingjan góða, að hún^þar skyldi komast að því, að hún var aðeins gædd miðlungs gáfum, hafði almennan meðalskilning og alls ekki meira; það var þó hryggilegt. Hún varð bezt vör við þetta, þegar hún átti að nema stærðfræði eða þýzku málfræðina. 0, hve það dundi í höfðinu á henni, þegar hún átti að hugsa um þessar mein- ingarlausu samihliðunga og líkingar, eða um þetta mál, siem var svo öfugt, að ekki var unt að botna t því. Hún varð að vinan harðara en nokkur skurðgrafari, ef hún ætlaði að gera sér von um að ná prófi. En svo voru þar margar ungar stúlkur jafn treggáfaðar og hún, sem urðu að vinna og þræla; já, þar voru nemendur með öllum mis- munandi gáfnahæfileikum, alla leið upp til Þóru Nýblóm. O, hve það var ánægjulegt, að horfa á þessa ungu stúlku setjast að borðinu, lita stóru barnsaugunum sínum hugs- andi á pappírinn, og svo að augnabliki liðnu var gátan ráðin og svarið skrifað, svo rétt og fallega, að hún fékk bezta vitnisburðinn eins og vant var, á meðan hinir sátu fastir í kreppunni. Ingiríður andvarpaði afar þungt. Til allrar hamingju átti hún ennþá eftir eitt ár af námstímanum. O, hve hart hún skyldi vinna, vinna dag og nótt, þvi hún vildi sigra og varð að sigra, þó það skemdi heilsu hennar. Aftur var komið stimar, svo glóandi heitt sumar, að gamalt fólk kvaðst ekki muna slíkan hita. A hverjum degi heyrði Ottó þetta endurtekið við myln- una, þar sem svo margir fundust. En það var annað, sem Ottó var að hugsa um, því ein- mitt þessa dagana átti Ingiriður að taka síðasta hluta prófsins. Hann vissi það. Var ekik líklegt að þessi voðalegi hiti hefði lamandi áhrif á námsmenn eins og verkamenn? Hann gat ekki varist því að óska henni alls góðs. A hverjum degi greip hann blaðið, til að lesa nöfn þeirra, sem staðist höfðu prófið, en nafn hennar var enn ekki að finna á meðal þeirra. I dag stóð han nog beið póstsins, sem kom gangandi eftir aðalveginum. En hvað þessi maður gekk hægt og dró lappirnar; itpp mylnustigann var sama göngulagið. ' “En sá voðalegi ihiti, sem nú er,” sagði pósturinn. “Já, farðu ofan í eldhúsið og fáðu þér glas af köldu öli hjá Karen. Þú segir henni að eg hafi sagt það.” Og ofan fór gamli maðurinn hröðum fetum. Ottó brosti kímilega; hann vissi að þetta var eina ráðið til að losna við þenna fjasgjarna gráskegg. Svo opnaði hann blaðið, — nú, Ihér var það. “Þóra Nýblóm 105 stig, fyrsta einkunn, Klara Hanson o. s. frv. Ein koni ekki til prófs, og tvær stóðust það ekki”. Meira var ekki um prófið. Hann misti blaðið á gólfið. “Hamingjan góða! Var hún önnur þessara síðustu tveggja?” -----Daginn eftir vissu allir í þorpinu, að Ingiríður hafði ekki gengið undir próf og var nú komin iheim aftur. Undreins og Ottó vaknaði um morguninn, var honttm sagt þetta, og allan daginn var það aðalumræðuefnið við mylnuna, og áður en kvöld var komið, hafði það haft þau áhrif á Ingiríði, að hún var svo föl sem liðið lík, og fað- ir hennar svo reiður, að hann vildi helzt reka hana burt undireins, sagði hver öðrum. I Ottó sagði ekkert, lét málæðið sér óviðkomandi. En þegar kvöld var komið, fór hann í sparifötin, ti! þess að ganga sér til hressingar. Honum fanst hann þyrfti að sjá hana. I hægðum sínttm gekk hann gegnum þorpið og niður að heimili hennar. Byggingarnar á því, og þó einkum garðurinn, náðu út að þjóðveginttm. Þó hann hefði sjaldan komið þar, þekti hann samt hvern stíg þar inni í garðinum. Sökttm þess, að þegar hann einu sinni á viku hverri sótti korn inn í þorpið, Ieit hann nákvæmlega yfir þenna garð, og í kvöld gerði hann, það líka. Samvizka hans var hrein og góð, og því gekk hann að breiðum trjárunni, sem lét greinar sínar hanga út yfir girðingtina. Þar nam hann staðar og horfði inn. Alt var kyrt. Kvöldmyrkrið lagðist með öllum þunga sínum yfir garðinn og umhverfið. En Ottó þóttist viss ttm, að hann sæi konu sitja á gorðströppunni. — Jú, jú — hann sá rétt. Nú stóð hún upp og gekk þreytulega ofan í garðinn og til baka aftur. Það var Ingiriður. Nú hikaði hann ekki lengur, stökk yfir girðinguna og gekk til hennar. “Ottó!” hrópaði hún og hopaði á hæl. “Gott kvöld, Ingiriður,” sagði hann stillilega. En hún starði á hann eins og hún sæi svip manns. Svo lyfti hún höfðinu upp með nokkru af sínu gamta drambi. “Nú, þú ert sá fyrsti, sem kemur til að hæðast að mér. Já, líttu á próflausa nemandann, þannig lítur hann út. Fuglinn með brotn(u vængina. Það gekk illa með greifann í þetta sinn.” , “Ingiríður! Hvernig getur þú hugsað sltkt um mig?” sagði hann ihryggur. “Allan daginn hefi eg vorkent þér, og þess vegna varð eg að sjá |þig.” Svipurinn á föla andlitinu hennar tók ýmsum breyt- ingum. | “Því sem fram hefir farið á milli okkar gleymi eg. Nú er eg aðeins vinurinn, sem ber hina hlýjustu hluttekningu til þín, og þess vegna varð eg að koma. O, Ingiríður, getur þú ekki þegið samhygð mína? Hreina, flekklausa sam- hygð ” >• Hún þoldi þetta ekki, hné niður á tröppuna, birgði andlitið í ihöndum sér og grét beisklega. Hann stóð við hlið hennar, aiveg ráðalaus yfir sorg hennar, vissi ekki hvað hann átti að segja, né hvað hann átti að gera. Hann lagði Iþendi sína á höfuö hennar með hægð. “Gráttu ekki svona mikið, Ingiriðttr; alt getur lagast og orðið gott ennþá.” “Getur það Iagast, að eg hefi eyðilagt nafn mitt hér i þorpinu? — Getur það gleymst, að eg, sem hrósaði mér af því að vera fuglinn Fönix, hefi nú fallið til jarðar sent hinn vesælasti sendlingur?” “O, það er nú ekki svo slæmt. Byrjaðu aftur, þar sem þú hættir og endaðu bardagann með sigri. Það hafa marg- ir gert á ttndan þér, og eiga margir eflaust eftir að gera enn.” “Nei,” svaraði hún þreytulega. “Þrek mitt er lamað. Faðir rntnn skal ekki eyða meiri peningum mín vegna, og móðir mín skal ekki sakna hjálpar minnar.” Hann hafði sezt niðttr við hlið hennar, tekið aðra hendi hennar í sína og strauk hana. En ihún hafði hallað höfðintt upp að tröppuhandriðinu og grét svo ákaft, að það var eins. og hún nú í fyrsta sinni hefði opnað burt- fararleið fyrir vonbrigði sín og sorg. O, ef hann þyrði nú að taka hana í faðm sinn, leggja höfuð hennar við brjóst sitt og láta hana hætta grátinum þar, — en til þess hafði hann enga héimild, og fengi hana líklega aldrei. ■ “Ingiríður!” var nú kallað út um einn gluggann í blíð- um róm; það var móðir hennar. “Komdu nú inn og farðu að hátta. Sittu ekki þarna til að verða innkulsa af næt- urdögginni. Þatt stóðu upp bæði. Hann þrýsti hendi henanr og sagði; “Góða nótt, Ingi- r'.ður !” “Góða nótt — þakka þér fyrir að koma,” sagði hún, en svo lágt, að hann heyrði það ekki. Hann gekk hröðum fetuni út úr garðintim. -----Það varð.ekki eins og fólk hafði búist við. — Engjabæjarbóndinn rak ekki dóttur sína af heimilinu. Og ekki rættist heldur sú spá, að hún myndi skammast sín svo mikið, að hún flýði langt, langt í burtu. Hún var kyr á heimili sínu, tók háðinu eins og fyrir kom, og var ávalt heima til að hjálpa sinni þreyttu móður við störf hennar, bæði tnni og úti, og svo kom roðinn að sjálfsögðu aftur í kinnar hennar. Aður hafði hún mikið sjálfsálit og var drambsöm, nú var hún kyrlát og hæversk, og það gerði hana miklu ynd- •slegri, en hún hafði nokkru sinni áður verið. Æskulýð- urtnn hópaði sig í kringum hana, en varð þess brátt vís, að hún stóð Ihonum ofar að þekkingu. Oft varð hann að leita hjálpar hennar, þegar hann þurfti einhverrar leið- beiningar um viðfangsefni, sem voru honum ofvaxin, og það útvegaði henni traust og virðingu. Og hún hrósaði sér ekki yfir þekkingu sinni. En hvernig var það með hana og Ottó? Það vissi enginn. Hún foðnaði, þegar hann kom í nánd við hana, en hann var svo látlaus og óframfærinn, að það var næstum kveljandi. Veturinn var kominn, en á malaraheimilinu var hann nærri tvöfaldur. Gamla malarakohan lá mjög veik. Ottó varð að sækja læknirinn á daginn, og hann varð líka að vaka. á nóttunni; hann þurfti að vera inni og úti. Hann hafði að sönnu vinnukonu, og grannkonurnar komu til að vitja hinnar sjúku, en á næturnar leituðu all- ir bvíldar í rúmum sínum, og auk þessa kallaði gamla konan í óráði sínu á son sinn í sífellu. Þetta kvöld var veikin með versta móti, en samt hafði hin sjúka sofnað órólega. I öðru rúmi lá faðir hans, þjáð- ur af gigt. “Ö, ihandleggurinn minn! O, öxlin mín ! Sefur húr. núna, Ottó ?” “Já, þetta augnablik mókir hún.” “0, handleggurinn minn! — Guð minn góður, hvað verður af okkur, vesalings manneskjunum?” Hann tók í rúmstokkinn og sneri sér með sárri tilfinningu til veggj- ar. Innan skams sofnaði hann lika, en flutti ltina gigt- veiku limi sína til í svefninum. Já, hvernig skyldi þetta enda? Syfjaður og þreyttur hafði Ottó farið út og sezt þar á bekk, til þess að anda að sér hreinu lofti. Hann heyrði alt í einu þttnga stunu við hlið sína. Alveg hissa ieit hann upp, en stóð jafnframt upp af bekknum, því fyrir utan gluggann sá hann Ingiríði standa. “Ingiríður!” “Ottó!” “Er móðir þín dáin ?” spurði hún hræðslulega. “Nei, ekki enn — en eg held það komi bráðum fyrir,” svaraði hann hryggur og strauk hendinni ,um enni sér. Nú varð þögn. Hún stóð niðurlút og nuggaði höndttnum saman vand- ræðalega. “Ottó! Eg sagði einu sinni að eg vildi ekki vera hjúk- runarkona foreldra þinna, en nú langar mig til að vera það.” Aftur varð þögn. “Þá bauðst þú mér ást þína, en eg hratt henni frá mér. Eg vissi þá ekki, að eg særði mínar eigin tilfinningar voðasári —” Hann laut áfram, greip hendur hennar, dró hana til sín og þrýsti henni að brjósti sér. “Kemur þú til mín, elskuverða stúlka? Er þér það alvara?” “Þú m(átt kalla það hvað sem þú vilt, en eg finn það, að þegar eitthrvað alvarlegt er á ferð, þá verð eg að vera 'hjá þér og þú hjá mér, því að þú og eg heyrum hvort öðru til.”- Höfuð hennar hné niður á öxl hans; en hvað svo skeði sáu aðeins stjörnurnar. En þá nót vöktu þau bæði hjá sjúklingnum. ----------xx--------- Símritið. “O, þessir svívirðilegu óiþokkar!” Clark ofursti var reiður. Aðeins/ einu sinni á æfinni hafði hann verið móðgaður, fyrir mörgum árum síðan, en hann mundi vel eftir henni samt. Hún átti sér stað við síðustu herferðina til Súdan. I áheyrn allra herforingjanna hafði Wilson majór sagt, að ■ofurstinn, þá lautinant, væri afarfljótur að hlaupa, og þess vegna hefði hann sloppið ómeiddur úr bardaganum. En undireins og hann sá álhrif orða sinna á Clark, liað hann afsökunar, því þetta hefði aðeins verið spaug, og álitu herforingjarnir afsökun þessa fullnægjandi, en það gerð? Clark ekki. Mörg ár liðu áður en hann gat fyrir- gefið þessa móðgun. Að hann hafði fyrirgefið óvini sínum, sýndi hann með því að samþykkja giftingu dóttur sinnar og einkasonar Wil sons majórs. En daginn eftir að hann hafði samþykt giftingu Harry Wilsons og dóttur sinnar, heyrði þjónninn hann öskra; “Nei! og þúsund sinnum nei!” Frá hverjum öðrum en majórnum gat þetta simrit kom- ið, sem Clark ofursiti hélt á í hendinni. “Hraðhlauparinn, Sudan, Ofurstinn féll —”, þannig hljóðar símritiði. “Jackson!’ ’ihrópaði ofurstinn. “Jackson!” Fyrverandi korporal Jackson kom inn og hneigði sig. “Þegar Harry Wilson kemur, Jackson, þá segðu hon- um að fara.” “Já, herra ofursti.” Jackson. hneigði sig að hermanna sið í kveðju skyni og fór. “Jackson!” Þjónninn sveiflaði sér i kring á hælnutn og heilsaði aftur. “Þegar Wilson majór kemur, fieygðu honum þá út. “Já, herra ofursti.” Þegar þjónninn var kominn að dyrunum, heyrði hann þrumandi rödd enn kalla ; “Jackson ! Fleygðu honum ekki út, sparkaðú honum ofan tröppurnar. Fyrir hvert spark borga eg 20 krónur.” “En, bezti pabbi! Eg skil hreint ekki-------” “Það er heldur ekki nauðsynlegt,” greip ofurstinn fram í fyrir dóttur sinni. “Það eina sem þú verður að skilja er, að þú verður aldrei frú Harry Wilson.” “Jæja, en hvers vegna? Því má eg ekki gera Harry !>oð að koma ? Hann getur gert grein--------” Ofurstinn sendi dóttur sinni voðalegt tillit. Svo skálm- aði hann að veggnum, tók þar stórt sverð ofan af nagla, reyndi egg þess á nögl sér eins og venjulega er gert við rakhnífa, og sagði svo með blóðþyrstu brosi: “Þú mótt senda boð eftir Harry, ef þig langar til að sjá honum tekið blóð.” “En, kæri, góði pabbi!” Dóttirin hékk um háls föður síns, vitandi að hún var uppáhaldsgoð hans. “Ertu búinn að missa vitið?” “Ef þér stendur á sama, hvað fyrir Harry kemur, þá — þá geturðu sent boð eftir honum,” sagði ofurstinn og barði á sverðið. En það var ekki nauðsynlegt að senda eft'ir Harry. Jackson kom þjótandi inn og var svo utan við sig, að hann gleymdi að hneigja sig eins og venja hans var, og sagði: “Herra Harry Wilson er kominn — eg get ekki við því gert.” “Eg skipaði þér að reka hann út!” hrópaði ofurstinn. “Eg gerði það, en hann vildi ekki fara.” “Fleygðu honum út!” “Of sterkur, herra ofursti; hannfleygði mér út.” Nú kom herðabreiöur, sólbrendur fyrirliði inn í her- bergið. “Góðan daginn, ofursti! Hvað gengur að þjóninum yðar ? Hann reyndi að reka mig út---------” Nú þagnaði fyrirliðinn, þegar hann sá tilvonandi tengdaföður sinn tilbúinn til bardaga. “Ætlið þér í strið? Og hvers vegna grætur Dolly? Eruð þér að æfa yður i leik?” “Það getur auðveldlega breyzt i sorgarleik, ef þér far- ið ekki strax út úr húsi mlínu!” hrópaði ofurstinn ógnandi. “Farið þér út!” og hann sveiflaði sverðinu um leið. Harry Ieit á ofurstann og svo á Jackson. “Hamingjan góða! Báðir !” tautaði hann lágt, og bætti svo við í fullum róm: “Já, en eg skil ekki------” “Ut, segi eg! Skiljið þér ekki móðurtnál yðar?” “Jú,” svaraði Harry hissa. “En get eg ekki fengið að vita, hvað þessu veldur ?” “Spyrjið þér föður yðar, spyrjið þér majórinn!” hróp- aði ofurstinn svo hátt, að rúðurnar í gluggunum skulfu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.